Lögrétta - 01.03.1911, Side 2
38
L ö G R J E T TA.
Lögrjetta kemur út á hverjum mió’
vikudegi og auk þess aukablöð viö og viö,
minst 60 blöð als á ári. Verö! 4 kr. árg.
á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli.
Bókmentir.
Ágúst Bjarnason: Yfrlit yfir
sögu mannsandans. Hellas.
Eeykjavík 1910. 400 bls. 8vo.
Kostnaðarm.: Sigurður Krist-
jánsson.
Þetta er þá þriðja heimspekilega
ritið, sem meistari Ágúst Bjarnason
sendir oss á 5 árum. 011 hafa þau
sama yfirtitil: »Yfirlit yfir sögu
mannsandans«, enda virðist frá byrj-
un hafa vakað fyrir höfundinum, að
gefa í sjerstökum ritverkum saman-
hangandi yfirlit yfir sögu mannlegra
hugsjóna og kenninga frá því er
þær fyrst birtast oss lengst úti í
fornöld, í mannvirkjaleifum og elstu
leturgerð, og alt fram á vora daga.
Tímaröð hefur hann að vísu ekki
haldið, því að fyrst var gefin út
„Nítjánda öldin" árið 1906, þá „Aust-
urlönd" 1908 og nú síðast „Hellas",
enda skiftir slíkt minstu; hitt varðar
mestu, að höfundinum veitist tími
og tækifæri til að lúka þessu verki,
sem svo vel er byrjað og ágætlega
á veg komið. Hjer skal ekki farið
nánara út í hinar fyrri bækur höf-
undarins — einungis skal jeg taka
fram, að jeg var strax við lestur
»19. aldarinnar« hrifinn af því, hve
vel höf. hefur tekist að koma þung-
um hugsunum, t. d. hugspekinni
þýsku, í svo ljósan og einfaldan bún-
ing, að engum greindum alþýðu-
manni ætti að verða bókin hugsun-
arlegt ofurefli, og þetta verður Því
eftirtektaverðara, þegar þess er gætt,
að heimspekileg efni mega að mestu
leyti teljast óplægður akur fyrir ís-
lenskt mál óg íslenska framsetning.
Um Austurlönd er hið sama gott að
segja, og auk þess tekur sú bók yfir
svo afarmikið í tíma og rúmi, að
valið hefur hjer oft hlotið að verða
mjög örðugt, hverju skyldi sleft og
hverju haldið.
En svo þarfar og góðar sem þess-
ar bækur eru, mun »Hellas« þó vera
þeirra best, og ekki skyldi það undra
mig, þó bók þessi ætti miklar vin-
sældir í vændum.
Heimspekingurinn Arthur Scho-
penhauer segir einhverstaðar (að
mig minnir í »Parerga und Paralipo-
mena) á þá leið, að ekki sje í raun
og veru nema örlítill hluti jarðarinn-
ar byggilegur, svo sem Miðjarðar-
hafslöndin og norður í Miðevrópu,
og að sama skapi breitt belti á suð-
urhveli jarðar jafnlangt frá miðjarð-
arlínu. ‘Öfgar eru nú þetta að lík-
indum, eins og fleira hjá þessum
glæsilega rithöfundi og skarpa, en
misvitra manni. En satt er það, að
miklu munar enn í dag fyrir menn
og þjóðir, hvar þeir erú settir á
hnettinum, og þá eigi sfður í forn-
öld, þegar mannleg tæki gegn nátt-
úruöflunum voru tiltölulega fá og
smá. Ekkert er eðlilegra en að
mannsandinn á bernskuskeiði sínu efl-
ist og þróist fyr þar, sem lífsskilyrð-
in eru hagkvæm en þar, sem óblíða
náttúrunnar gerir því nær alt líf að
tómri matarbaráttu, enda sýnir saga
Forn-Grikkja, að hinn inndælu lönd
fyrir Miðjarðarhafsbotni austanverð-
um og Balkanskaginn hafa verið
vagga evrópskrar menningar. En
svo mikil og margbreytileg menning
byrjaði þar snemma á tfmum, að
frjósemi náttúrunnar og blíða him-
insins nægja eigi einar til að skýra
þessa feikna-yfirburði Forn-Grikkja
fram yfir aðrar þjóðir. Orsökin til
þessarar stórkostlegu andlegu vel-
megunar er einnig sú, að þessi þjóð
var betur af guði gefin en líklega
nokkur önnur þjóð fyr eða síðar.
Eða hvað á maður að hugsa um
þjóð, sem þegar í vöggunni, þvf
nær IOOO árum fyrir Krists burð,
framleiðir slíkt vöggubarn sem Hóm-
erskviðurnar; þjóð, sem á 6. öld
öld fyrir Krist gerir jafn-fræknar og
hyggjuhvassar tilraunir til að lyfta
fortjaldi tilverunnar og rannsaka
leyndardóma náttúrunnar sem hinir
jónisku spekingar, Pyþagóringar o.
fl ; þjóð, sem í vfsindum yfirleitt og
listum sjerstaklega komst svolangt, að
heimurinn þurfti að leita til þeirra
aftur, grafa upp hin fornu meistara-
verk þeirra úr 1000 ára gleymsku
til að geta endurfæðst að nýju í
hugsun og fegurðartilfinninguf
Yfir höfuð eru trúaibrögð Grikkja,
listir þeirra, skáldskapur og heim-
speki svo innilega sameinað, mynda
svo lffræna heild, að ekkert af þessu
má missast í lýsingu á andlegu lífi
þeirra, ef menn eiga að skilja nokk-
urnvcginn forngu'skan anda. Þctta
hefur höfundurinn sjeð, og því hef-
ur hann varið 168 bls. framan af
bókinni til þess að gefa lesendunum
yfirlit yfir sögu þjóðarinnar, trúar-
brögð hennar, listir og mentir. Hinn
hluti bókarinnar hefur aðallega inni
að halda heimspekissögu þjóðarinnar
frá því um 600 fyrir Krist þar til
um 500 eftir Krist, eða um uooár.
Framanvið bókina er lítill upp-
dráttur af Balkanskaga, Litlu-Asíu
og eyjunum grísku, því svæði, sem
grísk tunga og menning aðallega
náði yfir (Grikkland og megnið af
nýlendúnum); kemur hann, þótt lítill
sje, í bestu þarfir fyrir þá, sem ókunn-
ugir eru fornri landaskipun og ör-
nefnum á þessum stöðvum.
Bókin byrjar á stuttu landfræðis-
legu yfirliti; því næst segir höfund-
urinn í stuttu máli frá hinu fornsögu-
lega tímabili þjóðarinnar og skýrir
frá hinum austrænu og egipsku til-
drögum til grískrar menningar, frá
þjóðflutningum og landnámi, og gef-
ur því næst örstutt, en mjög vel samið,
yfirlit yfir hina stórmerku, en sorg-
legu pólitisku sögu Grikkja alt til
ársins 146 f. Kr., er þeir komust
undir yfirráð Rómverja, þessa sögu,
sem sýnir svo átakanlega, hvernig
sundrung og siðleysi smámsaman
eitrar alt þjóðlíf og kemur þjóðun-
um loks á kaldan klakann, hve gáf-
aðar og mikilhæfar, sem þær eru.
Grikki skorti tiltakanlega þann sið-
ferðislega kraft og einingarinnar
styrkleik, sem framar öllu öðru veitir
þjóðunum gæfu og gengi, enda varð
það orsökin til hinnar hröðu hnign-
unar þeirra, það var „snákurinn",
sem leyndi sjer í þessari sagnfrægu
„fríðleiks paradís", og ættu víti þeirra
að verða öðrum errugjörnum smá-
þjóðum að varnaði.
Annar kafli bókarinnar er um trú-
arbrögð Grikkja, einkar vel saminn
kafli; eru þar tekin fram sum þýð-
ingarmikil atriði, sem nýrri tíma
rannsóknir hafa leitt í ljós, svo sem
arintrúin og áadýrkunin, og gerð ljós
og skörp greining á þessu fiumstigi
trúarinnar frá goðatrúnni, eins og
hún kemur fram 1 Hómerskviðunum
og Þeogoníu Hesíóðs, og að síðustu
frá hinum dýpri og siðlegri átrún-
aði, sem kemur í ljós í mysteríun-
um (trúleynimálunum), Orfevskunni og
Díónýs-átrúnaðinum. Heimspeki allra
þjóða byrjar eiginlega á trúbrögðum
þeirra, enda hefur höfundurinn sýni-
lega gert sjer alt far um að gera
þennan kafla svo ljósan og greinileg-
an sem unt er í svo stuttu máli.
Þriðji kaflinn — um listir og ment-
ir — er nokkru lengri en hvor hinna,
en þar er líka „yrkisefnið'* svo yfir-
gripsmikið, að engin von er til, að
mögulegt sje á einum 70 blaðsíðum
í smáu 8 blaða broti, að taka nema
örlítið ágrip af því allra merkasta.
Skáldskapurinn einn tekur yfir 55
bls. og verður þá lítið — of lítið —
eftir handa listunum; má nærri geta,
að ekki verður mikið sagt um þær
á 3 blaðsíðum (lýðmentun og sagna-
ritun taka upp afganginn). En góðra
gjalda er það vert, að höfundurinn
hefur ekki, að sið gamalla skóla-
bókahöfunda, hrúgað upp heilli
hersing af mannanöfnum og ártölum,
heldur tekið allítarlega fyrir mestu
skáldsnillingana, og jafnvel gefið ís-
lensk sýnishorn af kveðskap þeirra,
þar sem því verður við komið.
Síðasti kafli ritsins, um gríska
heimspeki og vísindi, er, eins og áð-
ur er sagt, meira en helmingur bók-
arinnar; á því sviði er höfundurinn
sjerfræðingur og munu menn því fara
nærri um, að sá kafli sje ekki rýr-
astur eða veigaminstur. Jeg skal því
ekki eyða mörgum orðum að því at-
riði, heldur einungis taka það fram,
að niðurskipun efnisins, takmörkun
þess og úrval, framsetning og orða-
val er svo gott, að engum skynug-
um íslendingi ætti úr þessu að vera
ókleift að komast inn í aðalatriði
heimspekinnar grísku, þessarar speki,
sem um þúsundir ára og alttil þessa
dags hefur haft meiri áhrif á mann-
legan hugsunarhátt og menningu en
speki nokkurrar annarar þjóðar.
Yfirleitt virðist ekki ofsagt, að
rækilegur lestur þessarar bókar mundi
gefa betri þekking og skilning á forn-
grískum anda og forngrískri menn-
ing en margur skólagcnginn eða svo
nefndur „lærður" maður hefur fengið
eftir 5 ára strit við gríska tungu,
sem mörgum hefur reynst svo þung.
þótt fögur sje, að baslið við að kom-
ast fram úr málinu hefur kæft um
hugsunina um efnið og skilning á
því, og leyfi jeg mjer að lokum að
beina þeirri spurningu til þeirra, sem
betur vita og við kenslumálin eru
riðnir, hvort bók þessi mundi ekki
eiga gott og nytsamt erindi inn í
hinn almenna mentaskóla.
Jón Jakobsson.
Annar þingmálafundur í
Mýrasýsiu.
Áður hefur verið skýrt frá því hjer
í blaðinu, að kjósendur úr efri hrepp-
um Mýrasýslu komust ekki á fund-
inn í Borgarnesi vegna vatnavaxta;
því hafa þeir nú haldið þar annan
fund. Um hann er Lögr. skrifað 24.
þ. m.:
„Þingmálafundur var haldinn í gær
á Kaðalsstöðum fyrir 4 framhreppa
Mýrasýslu. Sigurður Þórðarson sýslu-
maður var fundarstjóri, en Jóha*n f
Sveinatungu skrifari. Þetta eru helstu
ályktanirnar:
1 sambands- og stjörnarskrárbreyt-
ingar-málunum. „Fundurinn lýsir
megnri óánægju yfir aðgerðum meiri
hlutans á alþingi 1909 í sambands-
málinu og stjórnarskrárbreytingar-
málinu, og væntir þess, að stjórnar-
skrárbreytingarmálið verði afgreitt á
yfirstandandi þingi". Samþykt með
35 atkv. gegn 3.
Landsbankamálið. „Fundurinn
telur engan vafa á því, að þeir
gæslustjórar Landsbankans, sem svift-
ir voru starfi sfnu næstliðinn vetur,
sjeu löglegir gæslustjórar bankans,
og krefst þess, að alþingi veiti þeim
fulla uppreisn*. Samþykt 19:5.
Bannlagamálið. „Fundurinn legg-
urtil, að framkvæmd bannlaga áfeng-
is sje frestað, að minsta kosti þar
til búið er að ráða fram úr tollmál-
um landsins". Samþ. 30 : 6.
Tollmál. »Fundurinn mótmælir öll-
um tolli af landbúnaðarafurðum, en
aðhyllist fremur aukinn toll á að-
fluttum vörum, ef annaðhvort þarf að
vera«. Samþ. 26 samhlj.
Ráðherraejtirlaun. »Fundurinn
skorar fastlega á alþingi, að afnema
algerlega eftirlaun raðherrans*.
Samþ. með samhlj. atkv.
Fundargerðin er annars send þing-
manni okkkar«.
Það var mikið yfir því látið í »ísaf.«
eftir Thoresamningsgerðina, að há-
setarnir á strandferðabátum Thore-
fjelagsins ættu að verða fslenskir.
Þau ummæli voru ein af þeim sára-
fáu meðmælum með fjelaginu, sem
voru rjettmæt og á rökum bygð.
íslenskir hásetar voru ráðnir á strand-
ferðabátana. En á viðskifti fjelags-
ins við þá hefur eigi verið minst f
blöðunum, nema að þess mun hafa
verið stuttlega getið í sumar, er há-
setarnir á »Vestra« gengu allir af
skipi hjer í Reykjavík vegna ills
viðurgernings.
Lögr. hefur nýlega átt tal við þrjá
af þeim mönnum, sem _ verið hafa
með »Vestra«. Einn af þeim, Sig-
urjón Ólafsson, hjeðan úr Reykjavík,
rjeðst hjá fjelaginu 1 desember 1909.
Lofað var, honum og fjelögum hans,
vanakaupi háseta í Danmörk, 60 kr.
á mánuði, en ekkert um eftirvinnu
talað. Þeir komu til Khafnar í mars-
mánuði 1910 og voru þar lögskráð-
ir frá 1. aprfl, og sömuleiðis þeir
menn, er ráðnir voru á „Austra".
Á lögskráningaskrifstofunni var inn-
fært í bækurnar hið umsamda kaup
og, að eftirvinna skyldi borguð með
12 kr. á mánuði. Hafði verið fyr
lögskráð á »Austra«. Mótmælum
hafði þegar verið hreyft frá háset-"
anna hálfu gegn eftirvinnukaups-
ákvæðinu, en skipstjóri þá lofað
munnlega, að ef eftirvinna færi fram
úr því, er svaraði 15 kr. á mánuði,
þá skyldi kaupgjaldinu verða breytt
þannig, að borgað yrði fyrir hvern
tíma. í því trausti, að svo yrði,
lögskráðust einnig „ Vestra“-menn.
En óánægja varð fljótlega út úr þessu.
Eftir I. ferð til /-kureyrar frá Rvfk
var eftirvinnukaupið hækkað upp f
15 kr. En eftirvinna var mjög mikil,
segja hásetarnir, svo að með venju-
legu kaupi hefði hún náð alt að
50 kr. hjá hverjum manni. En meira
en 15 kr. kvaðst skipstjóri ekki mega
borga. Tveir hásetar gengu af
»Austra« um miðjan júní vegna þess,
að loforð skipstjóra um kaup fyrir
eftirvinnu voru ekki efnd. Á »Vestra«
voru 4 hásetar, allir íslenskir. Þeir
fóru allir af skipi sökum óánægju
með fæði og viðurgerning allan, og
svo auðvitað einnig vegna ágrein-
ingsins um eftirvinnukaupið, I3.júlí.
Einn af þeim, sem þá rjeðst á
skipið í þeirra stað, var Sigurjón
Jónsson hjeðan úr Reykjavík. En
þeir voru alls ráðnir 4 að nýju.
Kaupið skyldi vera 60 kr á mánuði
og 15 kr. fyrir aukavinnu. Kvaðst
skipstjóri ekki hafa heimild til þess
að borga hana hærra, því hitt væri
ákveðið á skrifstofunni í Khöfn. En
því lofaði hann, að viðurværi skyldi
vera eins gott og venjulegt væri á
dönskum skipum, og segir Sigurjón,
að það hafi verið haldið. Svo lof-
aði hann, að ef skipið stansaði f
Khöfn, þá skyldu hasetar fá 3 kr. á
dag, en yrðu að kosta sig sjálfir og
vinna frá kl. 8 árd. til kl. 4 síðd.,
en þar af þó I klst. til miðdegis-
borðunar. Lögskráning fór ekki
fram fyr en eftir að »Vestra« hlekt-
ist á á Haganesvík, degi áður en
sjórjettur var haldinn á Sauðarkróki
út af slysinu.
Seint 1 nóvember komu þeir til
Khafnar og var þar unnið að upp-
skipun fyrsta daginn til kl. 6. En
þá þegar um kvöldið var hásetunum
skýrt fra því, að þeir væru nú lausir
úr skiprúminu, og var þó nokkuð eftir
af farmi í skipinu. Þetta var á laugar-
dagskvöld og þeir allir peningalausir.
Fóru þeir þá fram á það við stýri
mann, að þeim væri borgað það, sem
þeir ættu eftir af kaupi sínu, en hann
kvaðst eigi hafa peninga til þess.
Heim sagði hann að þeir mundu geta
fengið far með „Ask", er latinn var
fara, í stað „Vestra", sfðustu ferð
ársins hingað til lands. Útborgun
kaupsins, sem eftir var, fór ekki fram
fyr en eftir miðjan dag mánudaginn
næsta. Voru hásetarnir matarlausir
í skipinu frá laugardeginum og til
þess tíma. Nú var skipið flutt til
Helsingjaeyrar, en teknir til þess
aðrir menn. íslensku hásetarnir fóru
þá í land. Fundu þeir svo Tulinius
og kvörtuðu yfir þessari meðferð, en
hann kvað hana „löglega og rjettmæta
þar sem skipið væri ekki sjófært". En
skipið hafði verið í strandferðum hjer
við iand eitthvað 3ja mánaða tíma
eftir áfallið, og flutt bæði fólk og
farangur, enda hafði líka köfunar-
maður „Fálkans" gefið vottorð um,
að það gæti haldið áfram ferðum.
Tulinius bauð þeim far heim með
„Ask" ókeypis, en kosta yiðu þeir
sig sjálfir. Þetta þótti þeim ekki að-
gengilegt.
Varð svo mikið stapp út úr þessu.
Þeir sneru sjer fyrst til lögskráningar-
skrifstofunnar og varð milliganga
þaðan, og síðan frá ísl. stjórnarskrif-
stofunni í Khöfn, Loks samdist svo,
að þeir skyldu verða hásetar á „Ask"
upp til Reykjavíkur, en heita því, að
útvega í Reykjavík menn í sinn stað,
ef þeir færu þar úr skipi. Svo voru
þeir lögskráðir á „Ask" 5 af „Vestra",
hásetarnir 4 og annai stýrimaður,
Þorvaldur Jónsson, 3 með 45 kr.
kaupi, sem áður höfðu haft 60 kr.,
en 2 með fullu kaupi, og hafði þessu
verið breytt án þess að á það væri
minst við þá. Þessu urðu þeir að
taka vegna þess, hvernig á stóð fyrir
þeim.
Fæðispeningar í Khöfn voru þeim
borgaðir, eftir mikið stapp, með 11
kr., hásetunum 4, en ekki 2. stýri-
manni. Höfðu þeir krafist þess í
Khöfn, en hann ekki. En pening-
arnir voru ekki borgaðir fyr en heim
kom hingað til Reykjavíkur.
Hjer fóru 3 af „Aski“, en 2 fóru
út aftur.
Svona segja þeir 3 menn trá, sem
Lögr. hefur átt tal við. Þeir segja,
að á strandferðabátunum hafi verið
of fáir hásetar og vinnuharka þar
því mikil. Á eldri bátunum, „Hól-
um" og „Skalholti", höfðu verið 6,
en ekki nema 4 á þessum nýju.
„Pervie" hafði haft danska háseta
að nokkru leyti, enda þar borgaðir
45 au um tímann fyrir aukavinnu.
Eftir þessu að dæma hefur ráðning
ísl. háseta á strandferðabátana verið
til þess gerð, að fá fjelaginu ódýrari
starfskrafta en fáanlegir voru f Dan-
mörku.
Bankamálið í neðri deild.
Tillagan um ransóknarnefndarskip-
un út af því var þar á dagskrá í gær.
Umræður urðu litlar. Framsögu-
maður var síra Hálfdán Guðjónsson
og sagði, að þessi nefnd hefði átt að
vera skipuð þegar 1 byrjun þings.
En drátturinn mundi því að kenna,
að efri deild hefði skipað sams konar
nefnd.
Jón Ólafsson taldi nefndina óþarfa
í n. d úr því að hún væri skipuð
af e. d. Það væri ekki venja, að
skipa tvo ransóknardóma til þess að
ransaka sama málið. Þeir tefðu hvor
fyrir öðrum. Öll skjöl, er málið
snerta, yrðu báðar nefndirnar að fá
í hendur, og úr þessu yrði ekki annað
en töf og tvíverknaður.
Samþ. var samt að skipa nefndina
með 15 atkv. gegn 4, og f hana
kosnir með hlutfallskosningu: Ben.
Sveinsson, Jón Ólafsson, H. Guðjóns-
son, Jóh. Jóhannesson og Jón á
Hvanná. Atkv. um listana urðu jöfn,
12 og 12, en einn skilaði auðum
seðli. Var svo dregið um þá Jón á
Hvanná og Þorleif Jónsson. Á þann
hátt fjekk listi stjórnarandstæðinga 3
(J. Ó1, Jóh. Jóh. og Jón á Hvanná),
en listi Bjamar-Sparkmanna 2 (B. Sv.
og Hálfdán).
Tiilögunni um innsetningu gæslu-
stjóra n. d. (sr. E. Br.) f Landsbank-
ann, er einnig var á dagskrá, var
svo frestað vegna nefndarskipunar-
innar. En vafalaust kemur hún bráð-
lega fram aftur.
Ritstjóri Ingólfs hefur mót von
minni ekki tekið upp f blað sittyfir-
lýsingu mína út af óþverrabrjefi frú
Bríetar Bjarnhjeðinsdóttur, eins og
hann þó lofaði, þegar jeg talaði við
hann um útúrsnúning hans f Ingólfi
á einni setningu í yfirlýsingu minni.
Enda þótt ritstjórinn lýsti yfir því
við mig, að það hefði ekki verið
meining sín, að móðga mig með
fyrirsögninni „sjálfum sjer Iíkar", sem
hann valdi þessum frjettapistli, þá
get jeg ekki skilið hana á annan veg,
þegar hann vill meina mjer að bera
hönd fyrir mig.
Jeg legg það undir dóm allra rjett-
sýnna manna, hvort það þoli sam-
lýkingu, að bera af sjer álognar sví-
virðingar, eða búa þær til. Frú Bríet
hefur gengið með þennan óþverra
sinn á bak við mig, hún veit í hvaða
tilgangi, og hvað hef jeg svo til þess
unniðf Mjer vitanlega ekkert annað
en það, að jeg hef aðrar skoðanir en
hún á ýmsu, og hef þorað að koma
með þær í dagsbirtuna.
Rvlk 28. febrúar 1911,
Gudriin Björnsdóttir.
Lciðrjettlng. Prentvilla var f
sparisjóðsreikningi Hafnarfjarðar f 8.
tbl. Lögr., f tekjudalki 4. tölul.: 9,900
kr. fyrir: 9000 kr.