Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.06.1911, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.06.1911, Blaðsíða 2
104 L0GRJÉTTA. Lðgrjetta kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blðð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Það má því vænta mikils af honum. Yfir höfuð er hjer mikil þörf á slík- um manni, og allar líkur til, að hann gæti gert íslandi mikið gagn. Taki menn tillit til þess, hve Rögnvaldur ólafsson húsagerðarmaður hefur gert mikið gagn síðan hann kom, þá mætti ekki síður vænta góðs af Guð- jóni, sem fyrst hefur, eftir áliti Rögn- valds, þann besta undirbúning, að vera trjesmiður, og svo hitt, að hann mun læra húsagerð til hlítar, en, eins og öll- um er kunnugt, varð Rögnvaldur að hætta í miðjum klíðum vegna heils- unnar. Jeg taldi því sjálfsagt, að þingið mundi verða við styrkbeiðni þessari. Jeg skil satt að segja ekki í neituninni, því þingið heíur þó oft sýnt, að það vill styrkja efnileg listamannaefni, svo sem E. Jónsson, Ásgrím málara o. fl., o. fl., og vant- ar okkur þó síður slíka listamenn, þótt sjálfsagt sje að styrkja þá ef hægt er. En styrkur til manns, sem er að læra húsagerðarlræði, er sjálfsagt þarf- astur fyrir landið af öllum styrkjum, sem þetta þing veitir. Við höfum varið miklu í húsabyggingar á hverju ári, eins og áður segir. Og vitan- lega eru húsbyggingar hjer á landi mjög mismunandi, þar sem hver pukrar sjer og fetar sig áfram, án allrar þekkingar; sum hús of dýr, sum of ódýr, og koma því ekki að fullum notum. Ætli það borgaði sig ekki fyrir landsmenn að launa einum vel hæfum manni fyrir tilsögn í húsabyggingum og láta hann rita um þær og ferðast um landið og leiðbeina, t. d eins og búnaðarráðu- nautar gera nú. Þvf þó bændur sjeu illa að sjer í búskap, þá þori jeg að fullyrða, að þeir eru ver að sjer í húsabyggingum, og hafa þó, eins og öllum er kunnugt, lagt mjög mikla peninga í húsabyggingar nú á síð- ustu árum. Jeg hef verið að hugsa um að rita um húsabyggingar í sambandi við það, að nú liggur fyrir að endur- skoða byggingarsamþykt Rvfkur. Var þó f þann veginn að hætta við það. En við þetta áður sagða sje jeg, að þörfin á að rita um byggingamál er mikil. Jeg ætla því að leyfa mjer að láta skoðanir mínar í ljósi um það mál, aðallega um það, hvort ekki sje hægt að byggja hús fyrir minna verð en nú gerist. En jeg játa um leið, að mig vantar nægilega þekk- ingu til þessa, og vona því, að menn taki viljann lyrir verkið. III. Það er ekki Iítið vandaverk að semja byggingarsamþykt fyrir jafn- stóran bæ og Reykjavík er. Auðvit- að er hún nauðsynleg, bæði fyrir bæjarfjelagið í heild sinni, sjerstak- lega hvað götur snertir og útlit bæj- arins, og svo fyrir hvern einstakan, að hann fái gott hús og mátuiega sterkt, hlýtt og snoturt. Vandinn fyrir bæjarstjórnina aðallega þessi, að ofþyngja ekki einstaklingnum, gera honum ekki of erfitt að byggja sjer hús, hvort sem hann ætlar sjer að búa í því sjálfur eða leigja það. Eitt er víst, að húsaleiga hjer er dýr, og þó fá fæstir húseigendur meira en 5°/o—6%. Allir menn sjá, að það er oflítið. Þetta er fljót- sannað. En að ráða bót á þessu er erfiðara. Jeg hef mikið hugsað um þetta mál, aðallega um það, hvort hægt sje að hafa húsin ódýrari, en þó jafngóð, hlý og sterk. Hvað er þá hægt að spara? Mjer dettur fyrst í hug grindin. Mjer er sagt, að í Ameríku sje ekkert af grindarefninu þykkara en 2", en á hinn veginn eftir þörfum. Jeg álít, að allar hús- grindur hjá okkur hjer í Rvík, sam- kvæmt byggingarsamþyktinni, sjeu að þessu leyti of sverar, t. d. stafir, 4 al. háir, ættu að vera 2X5"i 5 al. 2X6" o. s. frv. eftir hæðinni. Eina hættan við þennan gildleika er sú, að þeir stafir svigni á þynri veginn; en jeg fæ ekki sjeð, að þegar búið er að negla liggjandi (langsetis) klæðningu (borð) á þá, að við því sje hætt, og svo mætti negla þilj- urnar að innanverðu langsetis, og með því líka spara öll eða flest þverbönd (lausholt), nema ofan við og neðan við glugga, enda álít jeg uð þau sjeu ekki til atinars en eyða vinnu, að V4 eða V3, og rýra efnið, um leið og þau eru ágætur leiðari að fúa. Sama má segja um allan annan húsgrindavið; enginn efi á, að hann er helmingi sverari en vera þarf. En væru t. d. 2X6" bitar á 6 álna hafi, þyrftu þeir að vera þjett- ari, t. d. x al. millibil. Enginnhætta á, að þeir svigni til hliðar, því gólf- borðin og panelborðin eru negld þvers um á þá, og skjálftinn, sem nú er svo tíður á gólfum, mundi þá minka, því þyngslin á bitanum sjálf- um eiga mikinn þátt í skjálftanum. Eins er með öll liggjandi trje undir og ofan á stöfum; þau ættu ekki að vera nema einföld, og hvergi að spor- ast í þau. Það er ekki gert í Am- eríku, enda er það alveg þýðingar- laust, og eins að grópa bitana ofan í langtrjen. Þeir eru vanalega negld- ir, hvort sem er, og svo mætti vana- legast láta bita liggja við staf og mætti þá bolta á saman eða negla; allir sjá, að blautur 6" biti innþorn- ar svo, að sporið út af fyrir sig heldur ekki mikið, þó aldrei nema það falli vel í fyrstu, og hvað sver- leikanum líður á langtrjenu milli stafna, t. d. á tvílyftu húsi, þá kem- ur vanalegst stafur upp af staf og því engin hætta á, að það trje svigni, þó það væri ekki nema 2" á þykt. Sama er að segja um sperrur. Vel geta þær verið t. d. 2X5” og2X6" o. s. frv. eftir millibili. Yfir höfuð sje jeg ekki, að þörf sje á, að nokkurt trje í húsgrindum þurfi að vera gild- ara á annan veginn en 2", nema ef ef til vill hornstafir, aðallega til þæg- inda. Með þessu, að hafa húsgrindur ekki sverari en hjer er gert ráð fyrir og spora ekkert grindina, mundi spar- ast alt að einn þriðji partur, og grindin þó vera fullnægjandi að traustleik með ýmsum ákvæðum, sem nú eru í byggingarsamþyktinni, t. d. samtenging, járnun (sinklun) o. fl. Vífilsstaðahælið. Það er nú tekið til starfa, eins og kunnugt er, og þangað horfa nú hugir allra þeirra manna á landi hjer, sem af berklaveiki þjást, því þar á hún að vera meinabótin eða — hvergi. En jeg fæ ekki betur sjeð, en að líkt sje farið um þessa stofnun og til dæmis bankana okkar — að lyk- illinn að henni liggi ekki í hvers manns vasa. — Og verst er þó, ef þessari væntanlegu hjálparlind fer eitthvað svipað við suma hinna fá- tækari berklaveikissjúklinga, eins og stigamanninum við langþreyttan ferða- manninn — er segir: „peningana eða lífið". — Hætt við, að þá beri margir svikna von frá borði og flestir hinna fátækari sjúklinga fái, eins og hingað til, að deyja heima í bólinu sínu, við þröngan kost og illa aðbúð — hvað svo sem Vífilsstaðahælinu líður. Það er alllangur tími síðan að jeg las „Leidbeining ýyrir sjhklinga, sem beiðast viðt'óku í Heilsuhœlið á Víf- ilsst'óðum". Hún er dags. 25. maí f. á. og undirskrifuð af „Stjórn Heilsu- hælisfjelagsins". Ekki hef jeg getað rekið mig á „Leiðbeining" þessa í blöðunum, og hefði þó að rjettu lagi átt vel við, þar sem stofnun þessi er almennings eign — að Heilsuhælisfjelagsstjórnin hefði lofað landsfólkinu, sem leggur fram fje til Hælisins, að lesa hana, eins og hún hljóðar í heild sinni. „Leiðbeining" þessi, er að sjálfsögðu ber að skoða sem lagastaf, er í 6 greinum, og Iangar mig til að taka hjer upp tvær fyrstu greinarnar, mönnum tiLathugunar—, einkum 2. greinina. 1, grein er svo hljóðandi: „Heilsuhælið á Vífilsstöðum er ætl- „að sjúklingum með berklaveiki í „lungum, þeim til lækningar og „hjúkrunar". Nú spyr margur maður: „En þeir, sem hafa berklaveiki í ýmsum öðrum lífiærum en lungum — eiga þeir þá ekkert innhlaup í Heilsuhælið — („þeim til lækningar og hjúkrunar“)?“ Sker ekki greinin alveg fyrir það? 2. grein er þannig: „Þeir sjúklingar, sem sofa í sam- „býlisstofum, skulu greiða 1 kr. 50 „a. á dag fyrstu sex mánuðina, síðan „I kr. 25 a. á dag. „Einbýlingar skulu greiða 2 kr. „50 a. á dag fyrstu sex mánuðina, „síðan 2 kr. á dag. „Gegn þessu meðlagi fá sjúkling- „arnir alt það, er þeir þarfnast, hús, „ljós og hita, fæði, þjónustu og „hjúkrun, lyf og læknishjálp. „Greiða skal gjald þetta frá komu- „degi til burtfarardags, að báðum „dögum meðtöldum. „Greiða skal fyrirfram fyrir hverja „3 mánuði. „En fari sjúklingurinn burt úr hæl- „inu áður en sá tími er liðinn, sem „gjaldið var fyrir, þá verður endur- „goldið tafarlaust það, sem eftir „stendur af meðlaginu". Af fyrstu málsgrein þessarar grein- ar sjá menn, hvað Hælið heimtar af sjúklingum sínum á dag, -þeim er sambýlisstofur byggja. Það er hvorki meira nje minna en 273 kr. 75 a. fyrstu 6 mánuðina og 228 — 13 - síðari 6 mánuði ársins eða 501 kr. 88 a. alls árið um kring. En nú spyrja allir: „Hvernig í dauðanum fara t. d. bláfátækir fjölskyldumenn, sem telja sjer 500—1000 kr. í árskaup, að kljúfa það, að borga svo háa upp- hæð, ef þeir vilja koma sjálfum sér, konu sinni eða barni inn í Hælið, án þess að njóta aðstoðar sveitarsjóð- anna? — þessara margbölvuðu mann- rjettindaþjófa". Um svarið er ekki neinum blöð- um að fletta, eins og allir sjá. Fyrir alla slíka menn er Hælið harðlokað. — Það er eins og fyrri daginn —, hjer eru það efnamennirnir, peninga- mennirnir, sem eru boðnir og vel- komnir; þeir eru númer eitt og geta bjargað lífinu og hlaupið viðstöðulaust inn um hverja gátt á Hælinu — meðan skelt er í lás við nefin á hinum. Það er gamla sagan! Samkvæmt annari málsgr. 2. gr, sjá menn, hvað einbýlingar svo nefnd- ir eiga að greiða. Dvelji þeir á Hælinu eitt ár, nemur það stórfje, eins og sjá má á þessu: 456 kr. 25 a. fyrstu 6 mánuðina og 365 — 00 - síðari 6-------- eða 821 kr. 25 a. alls árið um kring. Eftir þessum taxta, einbýlistaxt- anum, er það sjálfgefið, að stórefna- mönnum einum er unt að kaupa slíka dvöl. Það þarf því ekki að orðlengja um hann. Almenningsmöguleikar lúta þar svo langsamlega í lægra haldi, að engu tekur tali. „Það liggur við að manni detti í hug, hvort Heilsuhælið, mót allra von, þurfi nú loksins að verða okur- stofnun, er „sjúgi merg og blóð"“, sagði berklaveikur maður við mig um daginn, er barmaði sjer yfir þessum vandkvæðum. Leiðinlegt er, ef margir hugsa á líka leið — en hvað skal segja? Samanborið við spítalavist á St. Jósefssystra- og Franska spítalanum verður ekki betur sjeð, en að Vífils- staðavistin verði eins dýr — þegar alls er gætt. Vera má að viðurværi sje að einhverju leyti fullkomnara þar, en á nefndum sjúkrahúsuin, og því verði dvölin dýrarí. En hins ber þá líka að gæta um leið, að Vífilsstaðahælið nýtur stórmikilla sam- skota og dánargjafa frá fjölda manna nærri því vikulega, auk meðlima- gjaldanna, — en því er ekki að heilsa um hina spítalana, er nefndir voru, og munu þeir þó, að minsta kosti St. Jósefssystra spítali, bera sig all- vel — að sögn. En hvað sem þessu líður, ættu menn ekki, svo sem helst um of vill brenna við, að vera of bráðir á sjer að gefa Heilsuhælisfjel.stjórninni sök á hinu háa verði, er á Vífilsstaða- dvölinni er, enn sem komið er, og athugað hefur verið hjer að framan. Því er alveg óhætt að treysta, að hún miði kostnaðinn við tekjur Hæl- isins eins og þær horfa við nú. En óneitanlega kemur manni það undarlega fyrir sjónir, að sjá fimtu málsgr. 2. gr., er svo hljóðar: „ Greiða skal fyrirfram fyrirhverja j mánuði". Það stingur óþægilega, að sjá ann- að eins og þetta. — Augljós vottur þess, að Heilsuhælisstjórnin hefur reynst hjer helst um of skjótráð — gleymt að taka sanngjart tillit til til þeirra, er lítil hafa efnin. Mjer finst, að greiðsla dvalarkostn- aðar á Hælinu gæti þó að minsta kosti ætíð miðast við hina efnaminni, fjárhagsástæður þeirra og gjaldþol. Hinir efnuðu eða ríku geta altaf borgað, hvort heldur er fyrirfram eða eftir á. En um hinar fátækari stjett- ir manna, svo sem allan þorra iðn- aðarmanna og verkamanna o. s. frv., er alt öðru máli að gegna. Það er blátt áfram ofætlun, að ætlast til, að þeir borgi svo háa upphæð fyrir- fram. — Þar sem ábyrgð tveggja manna (sbr. 3 gr. b.) er heimtuð til tryggingar því, að staðið sje í skil- um með dvalarkostnað, er það hrein. og bein skylda Heilsuhælisstjórnar- innar, að leyfa sjúklingum, eða að- standendum þeirra, að borga viku- lega eða mánaðarlega eftir á, eða á þann hátt, er öll sanngirni mælir með að hægast sje fyrir þá. — Hitt væri vel hægt að kalla skort á mann- úð — um leið og það bæri vott um óþarfa tortrygni og skammsýni. Hvenær hefur t. d. St. Jósefssystra spftali heimtað minstu fyrirfram- greiðslu fyrir dvöl þar? Víst aldreil En ábyrgð eins manns eða svo hefur hann heimtað og gert sjer að góðu. Og á þeim spítala hefur borgunarinnar sjaldan eða aldrei verið krafist fyr en sjúklingurinn hef- ur fengið brottfararvottorð, — eða svo hafa sagt mjer kunnugir menn, er þar hafa dvalið, og lokið miklu lofsorði á alla vist og aðhjúkrun þar. Þegar alls þessa er gætt, geri jeg ráð fyrir, að það verði mörgum manni íhugunarefni, að Vífilsstaða- hælið reynist ofjarl aiþýðu manna. Og trúað gæti jeg því, að mörg- um yrði hún minnisstæð, Vífilsstaða- dvölin, og heimkoma þaðan heldur en ekki hyggjuþung, ef um hvort- tveggja væri að ræða sem afleiðing: háan, ógoldinn sveitarstyrk og þar af leiðandi töpuð mannrjettindi. En af „Leiðbeining" þeirri, er hjer hefur verið getið lítilsháttar, fæ jeg ekki sjeð, að Hælið verði alþýðu- stofnun, eins og það fer af stað, heldur miklu fremur dvalarstaður fyrir efnamenn og þeirra skyldulið. Heilsuhælisfjel.meðlimur. Myndarlega byrjað. Ekki voru þeir færri en fjórir, fundirnir, sem haldnir voru í „Sjálf- stæðis“herbúðunum hjer í bænum í vikunni sem leið, til hjálpar og und- irbúnings komandi kosningum. Fyrstu fundirnir þrír voru einskonar loka- fundir eftir ítarlega liðskönnun og háværar eggjanir í alt vor. En fjórði fundurinn var haldinn 2. júní síðd. Hann var eins og nokkurs- konar aðalsafnaðarfundur í þessum „þríhöfðaða [frelsisher" lands vors. — Því þar voru eiginlega saman- komnir í heild fundirnir þrír, sem nefndir voru hjer að ofan, sem sje: „Sjálfstæðisflokkurinn", með fríkirkju- prestinnf broddi fylkingar, þá „Land- varnarflokkurinn" með Gísla Sveins- son að foringja og loks síðastur en ekki sístur „Ungramanna skilnaðarflokk- urinn" með einhvern Guðmund Sig- urjónsson að fyrirliða, fyrirtaks stríðs- mannsefni. — Maður, sem staddur var á fundi þessum, sagðist aldrei hafa verið á átakanlegri stjórnmála- fundi. Og hann sagðist ekki hafa getað komist þar að annari nje betri niðurstöðu en að ekkert væri okkur eins handhægt, íslendingum, sem það, að segja skilið við Dani, og það »strax upp á stundina«. Og þetta sama sögðu mý margir. „Og jeg gat ekki annað en sannfærst", sagði maðurinn, „því enn fleiri hróp- uðu: Heyrl". — Hann kvað fund- inn hafa verið mjög áhrifaríkan og sannfærandi, enda lokið með átakan- legri samúðargloríu og sameiginleg- um svardögum um það, að víkja aldrei — nema þá fyrir blóði og járni — því þar færu boðorðin í baksegl, að dómi fríkirkjuföðursins. „Sjálfstæðismenn" kváðu þegar hafa heitstrengt að vinna að minsta kosti tvö ný kjördæmi og halda velli í öllum hinum. Logi, Reykvískir ökumenn og hestar þeirra. Eins og kunnugt er, eru þeir margir hjer í bænum, er nú orðið gera það að atvinnu sinni, að flytja allskonar vörur, grjót, sand og ann- an farangur á vögnum, er þeir beita hestum sínum fyrir. En eftir því, sem jeg hef litið til, eru ökumenn mjög ónákvæmir í því, hversu mik- inn þunga þeir mega ætla hestum sín- um; þekkja oft ekki nægilega bygg- ingu skepnunnar, þrótt hennar nje þrek. — Þeir taka oft oflítið tillit til þess, er þeir hlaða vagninn, hvort þeir ætla hestinum að fara á brekk- una eða á jafnsljettu; hvort hestur- inn fer eftir greiðfærri götu með hörðum jarðvegi, eða grýttri götu brattri, þar sem vagnhjólin fara á víxl yfir háar stein-nybbur, hverja á fætur annari, svo að hesturinn skjögrar ýmist til hægri eða vinstri. — Fari ökurnenn með vagna sína eftir vegi, sem nýbúið er að bera ofan í hnullungsmöl eða því um líkt, er þeim injög áríðandi að gefa gæt- ur að þv/, og leyfa hestinum að hvíla sig, þegar þess er þörf. Jeg hef t. d. tekið eftir því mjög víða hjer í bænum, að djúpar vilpur eru eftir endilöngum götunum, þar sem vagnhjól hafa brotist niður úr holklakanum í leysingum á veturna. Að aka eftir slíkum vegi er afar- erfitt fyrir skepnuna og henni oft alveg um megn, eins og iðulega sýnir sig; og ef ökumenn lofuðu hestum sínum að hvíla sig nokkur augnablik á slíkum vegi, mundu þeir spara þeim mörg svipuhögg og sársauka. Margir hafa veitt því eftirtekt t. d„ að þegar ökumaður hefur komið með vagn sinn full-fermdann austan Austurstræti, þá hefur alt gengið vel upp á mitt Bakarastræti, en úr því hefur hesturinn hægt á sjer og auð- sjáanlega viljað hvíla sig, en í stað þess að lofa honum að safna þreki og kasta mæði svo sem I—2 mín- útur, hefur ökumaðurinn pýnt hann áfram með svipunni. Og þannig er það víða þar sem farið er á brekk- una. — Þetta er meira sprottið af vanhugsun en þrælmensku; það segir sig sjálft. Það eru því tilmæli mín með þess- um línum, að biðja alla skynsama ökumenn hjer í bæ og annarsstaðar að taka grein þessa til athugunar, og hefja mannúðartilfinningu sína og forsjá gagnvart „þarfasta þjóninum", hærra, en kapp eitt og harðýðgi. Hestavinur, Ilvemig innu Iieimurinu líta út áriö 3000 ? Hinn nafn- kunni franski frumefnafræðingur Ber- thelot skýrði eitt sinn frá því opin- berlega, hvernig hann hugsaði sjer mannlífið hjer á jórðunni árið 2000, og komst hann að niðurstöðu þeirri, er hjer fer á eftir: „Árið 2000 mun jörð vor alls ekki vera þekkjanleg frá því sem hún er nú, þá munu engar húsdýrahjarðir lengur til vera og þar af leiðandi engir fjárhirðar. Þá munu hvergi til vera kornakrar, engir aldingarðar nje vínakrar, og sem eðlileg afleið- ing af öllu þessu: engir bændur eða akuryrkjumenn. Öll jörðin mun þá verða stór skemti- og aldingarður, aðeins til gleði. Þá munu hvorki til verða námur, námuvinnumenn eða verkföll. Það sem við nefnum ríkja- eða landatakmörk mun enginn maður þekkja; ekki heldur tollgæslu eða tollgæslumenn. Þá munu engir vernd- artollar þekkjast, engar óeirðir, smáar nje stórar, þjóða í milli. Alt mann- kynið mun lifa í sameiginlegri ham- ingju og bróðurlegri umgengni".

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.