Lögrétta - 27.10.1911, Blaðsíða 3
LOGRJETTA
209
að neita og hrópa lygi o. s. frv. í
þessu atriði. Sumir menn halda,
að alt sje undir því komið að
þrœta og þrœta fram í rauðan
dauðann, hvernig sem á stendur.
Þeir gæta ekki að því, að með
því móti geta menn hæglega bund-
ið sjer sök á herðar. Slíkur neit-
unar-málflutningur út í loftið sóm-
ir sjer betur fyrir óknyttabörn en
alþingismenn.
Eða á af neitunum hans að ráða
það, að honum sje þó eitthvað
persónulega kunnugt um þyngd og
afhendingu silfurbergsins? a.
M
Út af greinum, sem birst hafa í blaði
yðar, herra ritstjóri, undanfarið með
fyrirsögninni: »Silfurbergsmálið«, leyf-
um við okkur að krefjast pess, að þjer
lakið eftirfarandi leiðrjettingu í 1. eða
2. númer, sem út kemur at blaði yðar
eftir þenna dag.
Pað, sem við erum sakaðir um í áð-
urnefndum Lögrjettugreinum, er aðal-
lega þetta tvent:
1. Að við höfum á sama tima selt
sama hlutinn, silfurbergsrjettindin, til
tveggja kaupenda, þ. e. Zeiss í Jena
og Banqae Franc., og þannig verið
bundnir við báða, yteins og landritari
haji komist að orði«, bætir svo annað
blað við.
2. Að við höfum ekki ennþá gert
grein fyrir 1983 pundum af silfurbergs-
birgðum þeim, er við höfum átt að
hafa með höndum, 1983 pundum brnttó,
bætir þó annað blað við.
Hvað snertir fyrra ákæruatriðið, þá
er það auðvitað sami uppspuninn og
allur annar áburður á okkur. Og það
má heita æði ósvífið, að bera slíkt
fram og ætla fólki að trúa þvi. Pví
ef við hefðum verið »bundnir við
báða«, eins og á okkur er borið, þá
hefði auðvitað sá, sem ekki fjekk fram-
salið, Zeiss, átt skaðabótakröfu á okk-
ur og beitt henni. En eins og kunn-
ugt er, hefur honum ekki dottið slíkt í
hug.
Pann 27. september f. á. buðum við
Zeiss í Jena kaup á silfurbergsnámu-
rjettindum okkar í Helgustaðafjalli og
á Okrum fyrir ákveðið verð. Petta
tilboð átti að standa til 31. octob. 1910
og var bundið þvi skilyrði, að stjórn-
arráðið samþykti, að Zeiss gengi inn
i samning okkar.
í octóbermánuði leitaði Brillouin
ræðismaður til okkar fyrir hönd Ban-
que Fran^aise og fór fram á, að við
seldum greindum banka silfurbergs-
rjettindin. Við sögðum honum frá til-
boðinu, sem við höfðum gert Zeiss.
Fór hann þá fram á að fá tilboð (op-
tion) frá okkur um þriggja mánaða
tíma (90 daga) handa B. Fr., sem skyldi
gilda að Zeiss frágengnum. Með því
tilboð B. Fr. var aðgengilegra en til-
boð Zeiss, vorum við fúsir á að gefa
B. Fr. slíkt tilboð og sáum ekki, að
okkur á nokkurn hátt brysti heimild
til þess. Petta tilboð okkar til B. Fr.,
sem prentað er í skýrslu rannsóknar-
nefndar efri deildar bls. 84—85 og allir
því geta sjeð (sem og tilboðið til Zeiss,
sem er prentað á bls. 82 i sömu
skýrslu), er bundið þeim tveim skil-
yrðum, að stjórnarráðið neiti að sam-
þykkja framsalið til Zeiss, ef hann
vilji taka tilboðinu, sem honum var
gert, og að stjórnarráðið vilji sam-
þykkja framsalið til B. Fr. Ef Zeiss
samþykti tilboðið frá 27. sept. og
stjórnarráðið samþykti framsal til hans,
pá fjekk Zeiss rjettinn og B. Fr. átti
þá engar kröfur á okkur. Ef ekki,
áttum við frjálsar hendur að selja B.
Fr. Nú fór svo, að stjórnarráðið neit-
aði að samþykkja framsalið til Zeiss.
Pví vorum við leystir frá tilboðinu til
hans, og þá, og pá fyrsl, fjekk B. Fr.
nokkurn rjett hjá okkur.
Eins og þjer sjáið af þessu, þá eru
svigurmælin um, að við höfum »selt
treimur« og verið sbundnir við báða«,
ekki annað en tilhæfulaus uppspuni.
Um hitt kœruatriðið, mismuninn á
þyngd þess silfurbergs, er sent var frá
Eskifirði til Rvk og frá Rvík til út-
landa, þá er það að segja, að jeg M.
Blöndahl var eigi riðinn við vigt eða
afhendinguna á silfurberginu, en jeg
G. Jak. var hjer í Rvík, þegar síðasta
sendingin var send frá Eskifirði, og jeg
tók ekki við henni og lýsi það ósatt, að
jeg hafi nokkurn tima gefið upp þá
vigt á silfurberginu, sem greinarhöf-
undurinnleggur mjer í munn.
Við skorum á greinarhöfundinn að
sanna, dð eilt einasla pund af silfur-
berginu hafi verið meðhöndlað rang-
lega.
Við skulum þá athuga nánar þennan
vigtarútreikning greinarhöfundarins í
Lögrj.
Greinarhöfundurinn gefur upp, að
samkvæmt uppgjöf frá mjer G. Jak. —
sem er nú reyndar líka ósatt, því jeg
þef enga slíka uppgjöf gefið — höfum
við átt að hafa hjer í Rvík silfurberg
samtals 20,611 pund brúttó.
Setjum nú, að þetta sje rjett; hvernig
lítur þá afhendingin út:
Nettó afhent B. Fr. . . 13,941 pund
— — til Zeiss. . 108 —
317 kassar Thara c: 14 ® 4,438 —
28 tómir kassar, er gengu
frá....................... 392 —
2 verkfærakassar. ... 120 —
Stopp, samkv. uppgjöf hr.
Danielsons . . . . . 1,000 —
Samtals 19,9199 pund.
Mismunurinn verður þá 612 pund.
Petta er þá orðið úr þessu tæpa tonni,
er vanta á upp á að rjett hafi verið
afhent. En þegar svo tekið er tillit
til rýrnunar í vigt á þvi silfurbergi, er
hreinsað hefur verið og slegið, bleytu
á kössum og stoppi og £L., þá fer að
verða veikur grundvöllur undir að-
dróttunum greinarhöfundarins.
Enn skulum við taka þetta tram út
úr greinunum í Lögrjettu:
Greinarhöfundurinn getur þess, að
Brillouin hafi sagt, að hann hafi orðið
að greiða mjer Guðm. Jakobssyni á-
litlegar aukaupphæðir til þess að af-
hending silfurbergsins yrði sjer sem
hentugust. — fessu neitar Brillouin.
Greinarhöfundnrinn segir, að eigi
hafi verið ástæða til að hreinsa silfur-
bergið, eftir að það var flutt til Rvikur,
af því að Frakkar hafi eigi keypt það
í pundatölu. Um það leyti, sem seinni
silfurbergssendingarnar komu til Rvík-
ur, voru hjer staddir 3 menn, sem
allir voru sendir hingað til að skoða
silfurbergið og semja um kaup á því
— sendimaður frá Banque Fr., sendi-
maður frá Zeiss og herra Guðmundur
Hlíðdal —. Tveir hinir síðastnefndu
vildu einmitt kaupa silfurbergið eftir
þyngd og helst ekki öðruvisi.
Greinarhöfundurinn býr til 3 reikn-
ingsyfirlit yfir það, hvað þau 1983 pund
af silfurbergi kosti, er hann gefur í
skyn að vanti, og miðar hann við sölu-
verð Tuliníusar, en gætir þess eigi, að
silfurberg Tuliníusar var alt höggvið,
þegar hann hafði það á boðstólum, en
silfurbergið, sem tekið var úr nám-
unni 1910, var alt óhöggvið, þegar það
kom hingað, enda er það okkar álit
eftir upplýsingum, er við höfum fengið
viðsvegar að, að af þeim 4500 pundum,
er tekin voru upp úr námunni og af-
hent voru Frökkum, hafi alls ekki einn
tíundi hluti verið hæfur til sjónverk-
færa; sjest þetta líka best á simskeyti
Zeiss til mín G. Jak. í október 1910,
sem hljóðar svo:
»AUar birgðir yðar eru metnar eftir
sýnishornum á 10,000 krónur«.
Reykjavík 24. október 1911.
Guðmundur Jakobsson.
Magnús Blöndahl.
Bannlagafyrirlestur
Dr. Guðm. Finnbogasonar.
Dr. Guðm. Finnbogason hjelt síð-
asta fimtudagskvöld fyiirlestur um
bannlögin.
Par sem það eru andbanningar,
er bjóða hann fram til þings — á-
samt Halldóri Daníelssyni — og
styðja þá báða til kosninga, má nærri
geta, að dr. Guðmundur hafi í fyrir-
lestri sínum tjáð sig andvígan bann-
lögunum, enda mun fyrirlesturinn
hafa fluttur verið í þeim tilgangi,
að sýna andbanningum bæjarins ótví-
ræðlega, að hann væri verðugur
stuðnings þeirra. Fyrirlesturinn hljóð-
aði ekki um nein önnur þjóðmál
eða löggjafamál, enda mun það ein-
göngu vegna skoðunar þessara 2
manna á bannmálinu, að þeim er
otað nú fiam til þingsetu.
Það, sem dr. Guðmundur fann
bannlögunum til foráttu var það, að
það væri óheimilt af löggjafarvald-
inu að blanda sjer nokkuð í það,
hvað menn eta og drekka.
„Hver maður á að hafa frjalsan
rjett til að ráða því sjalfur, hvað
hann etur og drekkur", var aðal-inn-
takið í fyrirlestrinum.
Eftir nokkrar hugleiðingar um
ýmiskonar bindindi, komst doktorinn
að þeirri niðurstöðu, í fyrsta lagi,
að drottin hafi sagt: „Af öllum
trjám í aldingarðinum skaltu eta".
Ekki er gott að vita, hvaðan dokt-
orinn hefur þessa setningu. I Biblí-
unni stendur (I. Mós. 2. l6—17.) að
drottinn hafi sagt: „Af öllum trjám
í aldingarðinum máttu eta, en af
skilningstrjenu góðs og íls máttu ekki
eta“, o, s. frv.
Samkv. Biblíunri er drottinn ein-
mitt fyrsti bannlaga gjafarinn.
í öðru lagi segir hann, eða gefur
f skyn, aðalinntak bannlaganna sje:
„Þú skalt ekki bragða vín“.
Þetta er lika rangt. í þeim lög-
um er hvergi bannað að bragða vín,
og engin refsing lögð við því að
gjöra það.
En í þeim er bannað að flytfa
áfengi inn í Landið nema til vissra
nota og eftir vissum reglum, og að
„veita það, gefa eða láta það af
hendi til annara", nema „eftir lyfseðli
löggiltra lækna".
Hitt er annað mál, að afleiðing
laganna á að verða sú, að áfengi
verði ekki á boðstólum, svo að
menn eigi yfileitt ekki að geta fengið
það gefið, veitt eða keyþt til drykkjar
nema eftir lyfseðli.
Það hlýtur því að vera þetta, sem
doktorinn finnur að bannlögunum,
að þau takniarka frelsi manna til að
flytja inn, gefa og veita, kaupa og
selja áfenga drykki.
Doktorinn virðist álíta, að hver
maður eigi að hafa rjett og frelsi til
að fá takmarkalaust keyptan hvaða
mat og hvaða drykk (og drykkjar-
blöndu), sem hann vill, og eigi að
hafa rjett og frelsi til að selja, veita
og gefa öðrum hvaða mat og hvaða
drykk (og drykkjarblöndu) sem hann
vill. Og þennan rjett og þetta frelsi
einstaklingsins álítur hann að lög-
gjafarvaldið megi ekki skerða.
En doktorinn er þá mjög illa að
sjer í löggjöf bæði íslendinga og
annara þjóða, ef hann hyggur, að
einstaklingsfrelsið sje svona ótak-
markað nú á tímum.
í síðustu IOO árin hefur kauprjett-
ur og sölurjettur margra drykkja og
vörutegunda verið mjög takmarkað
ur á íslandi, sbr. kongsbr. *7/i 1783,
konungsbr. t6/9 1797. Og allar
mentaþjóðirnar banna beinlínis með
lögum, að hafa á boðstólum eitruð
eða óholl matvæli, eitraða eða ó-
holla drykki. Jafnvel 2 af menta-
þjóðum Norðurálfunnar, Svisslend-
ingar og Belgir, hafa á síðustu ár-
um bannað veitingar og sölu áfeng-
istegundar, sem heitir Absint. Frakk-
ar hafa samskonar lög á prjónunum
Doktorinn er því bersýnilega í
kröfum sínum um persónufrelsið í
beinni mótsögn við skoðanir menta-
þjóðanna.
Hjer skal ekkert farið út í rjett
og frelsi hvers einstaks manns, til
að spilla heilsu sinni og kröftum,
andlegum og Hkamlegum, t. a. m.
með áfengisnautn, eða til að gjöra
sjálfsmorðstilraunir. Dómurinn um
það tilheyrir öðrum.
En um það ætti öllum að koma
saman, og í öðru orðinu játar dokt-
orinn því, að enginn á að hafa svo
víðtækt persónufrelsi, að hann megi
baka óðrum mönnum hórmungar eða
skaða með framferði sínu.
Það á enginn að hafa persónu-
frelsi til, að selja óðrum eða veita
óðrum til neytslu þann mat eða þann
drykk, sem berleg hætta er á, að
valdi skaða kaupandanum eða neyt-
andanum.
Af því að mjólk er úr berklaveik-
um kúm getur valdið berklaveiki
hjá neytendum hennar, þá er mjólk-
ursölum bannað, að hafa hana á
boðstólum.
Af því að kjöt af dýrum, sem
sjúk eru, geta valdið sjúkdómum og
dauða hjá neytendum þess, þá er
bannað að hafa það á boðstólum.
Af því að ýmsar jurtir og drykkj-
arblöndur geta valdið heilsuspilli,
jafnvel líftjóni, fyrir neytandann, þá
er kaupmönnum bannað að hafa þær
á boðstólum. Þær eru lokaðar inni í
lyfjabúðum og afhentar einungis eftir
lifseðli.
Öll þessi og óteljandi fleiri
Iagafyrirmæli og reglur eru sett af
öllum mentaþjóðunum til þess að
vernda heill og hagsmuni almennings,
og á þann hátt takmarkað per-
sónufrelsi einstaklingsins í ótólulega
mórgum greinum, lögð bönd á pen-
ingagræðgi hans, kæruleysi hans um
hag annara, ástríður hans til að
svala fýsnum sínum, á þann hátt er
aðrir bíða tjón af o. s. frv. — því
að enginn hefur rjett til (persónu-
frelsi til) að gjóra öðrum skaða, og
einstaklingsviljinn á að þoka fyrir al-
menningsheillinni.
Nú vita það allir menn með opin-
skilningarvit, að enginn eitraður mat-
ur og enginn eitraður drykkur í
heiminum veldur í daglegu lífi eins
miklu eignatjóni, eins mörgu líftjóni,
eins mörgum og margvíslegum sjúk-
dómum og yfirleitt eins miklum
hörmungum eins og áfengið, ekki
að eins fyrir neytandann sjálfann,
heldur fyrir aðra, alsaklausa, af-
kvæmi hans, náunga, vandamenn,
sveitarfjelag, þjóðfjelag — og fyrir
dví hefur löggjafarvaldið, sem á að
vaka yfir heill og hamingju borgar-
anna, bæði rjett til og skyldu til, að
reisa rækilegar skorður við því, að
það geti haldið áfram spellvirkjum
sfnum.
Doktorinn álítur ekki að áfeng-
isbrúkunin hjer á landi sje neitt
þjóðarböl. Það getur að sjálf-
sögðu verið álitamál. En varla mun
hann svo kunnugur um land alt, að
hann sje fær um það að dæma,
enda engar skýrslur til um það.
Það er gömul þjóðavenja að fara
leynt með spillvirki áfengisins, auk
þess sem skémdaráhrif á lífifærin
dyljast sjónum vorum, enda þótt
læknarnir vetði varir við þau jafnvel
fram í 3. og 4. lið.
Doktorinn segir um drykkjumenn-
ina: „ Það er ekki nóg að þeir, sem
að þessum mönnum standa, fórni
þægindum sínum þeirra vegna, og
að frjáls líknarstarfsemi geri fyrir þá
alt, sem unt er. Öll þjóðin á að
snúast um þá og fórna mannrjettind-
um þeirra vegna".
Þetta alt er hverju orði sannara,
— sláandi lýsing á núverandi á-
standi í heiminum. Fjöldi manna er
loksins farinn að sjá það, að það er
óþolandi, að stór meiri hlutr í öllum
þjóðfjelögum skuli vera neyddur til
að „snúast um þá, og fórna mann-
rjettindum þeirra vegr.a, fórna þæg-
indum sínum, hugarrósemi sinni, fjár-
munum sínum og ánægju lífsins þeirra
vegna.
íhugum aðeins örlítið fjárhagshlið-
ina. Þúsundir og miljónir króna eru
sóttar í vasa borgaranna til að launa
lögreglumenn, dómara, fangaverði,
lækna, til að reisa barnahæli, sjúkra-
hús, geðveikrahæli, fangelsi, betrun-
arhús og o. s. frv. — langmest vegna
drykkjuskaparins og afleiðingar hans.
Danir t. a. m. telja sig als ekki
drykkjumenn. Nei, nei. Þeir eru
mjög hreyknir yfir því, að kunna að
drekka „í hófi". En skýrslur þeirra
sýna þó, að áfengið drepur þar í
landi árlega yfir 1000 manns, og
einn af hagfræðingum þeirra hefur
reiknað út, að þjóðin eyði yfir 65
milj. kr. árlega fyrir áfengið, en
verði svo í viðbót að borga árlega
að minsta kosti aðrar 65 milj. kr. í
skatta vegna afleiðinga drykkjuskap-
arins.
En besti votturinn um „að þjóðin
(íslenska) er að mannast", ér vafa-
laust það, að hún hefur ákveðið að
hrinda af sjer áfengisbölinu.
„Þrælalögin" er ágætt nafn á bann-
lögunum í þeirri merkingu, að þau
eiga að ljetta af þrældómsoki, er
skaðleg drykkjufýsn og heimskuleg
drykkjutíska hefur lagt á þjóðina.
Og doktorinn mun sanna það núna
á fyrsta vetrardag, að Reykvíking-
um er alvara með að halda fast við
barinlögin, enda hrópar blóð eins
bróður þeirra, sem nýlega er útheli,
til þeirra af jörðinni.
Halldór Jónsson.
píslarvotla-pólitikm.
Magnús Blöndaltl.
Lögr. hefur áður getið um písl-
arvotta-trúðleik þann, sem »Sjálf-
stæðis« glamrararnir og kjötkatla-
berserkirnir okkar hafa komið sjer
saman um að leika nú fyrir kosn-
ingarnar.
Skúli á að kjósast af vorkunn-
semi, af því að hneykslisframkoma
hans í Rúðuförinni hefur verið gerð
að umtalsefni í blöðunum.
Vog-Bjarni sömuleiðis af því, að
hann fær ekki að baka dausinn á
hlóðarsteinunum vestur í Dalasýslu,
þótt honum sjeu borgaðar úr lands-
sjóði alt að 30 kr. á dag fyrir að
vera utanlands.
O. s. frv., 0. s. frv.
En höfuðpersónan í píslarvotta-
trúðleiknum er þó Magnús okkar
Blöndahl orðinn. Hann hrópar nú
hæst allra á vorkunnsemina — og
þarf hennar líka, ef til vill, mest
með.
Helstu meðmælin með kosningu
hans eru nú þau, að ekki skuli
hafa verið steinþagað um það, þótt
hann hafi komið svo ár sinni fyrir
borð hjá fyrv. stjórn, B. J., að
hann hafi fengið að minsta kosti
nokkra tugi þúsunda kr., sem lands-
sjóður hefði að rjettu lagi átt að
fá, og þótt hann hafi selt tveimur
mönnum sama hlutinn, sem þriðji
maður átti þá forkaupsrjett að, o.
s. frv.
Eða, að menn skuli vera að
heimta af honum skilagrein fyrir
því, sem hann hefur átt að selja
fyrir landssjóðinn, þótt verðið kunni
að nema fáeinum hundruðum þús-
unda í mesta lagi.
Eða þá hitt, að fólk skuli hafa
verið að tala um það í bænum,
sem farið hefur milli hans og Völ-
undarfjelagsins.
Það er merkileg ónærgætni, fmst
honum, að menn skuli vera að
þvæla um annað eins og þetta, —
og það einmitt núna, þegar hann
þarf mest á að halda trausti al-
mennings til þess að komast á
þing og græða meira — kanske
miklu meira.
Skárri er það nú ónærgætnin!
Reyndar hefur hann sjálfur miklu
sterkari orð. Hann kallar það
»svívirðing« og »níðingsskap« o. s.
frv. Gott ef hann hefur ekki kall-
að það »djöfullegt athæfi«, eða eitt-
hvað því líkt.
Hann æpir eins og hann væri
klipinn með glóandi töngum!
Það átti að steinþegja um alt
þetta, að minsta kosti fram yfir
28. þ. m.! Hann þykist hafa átt
siðferðislega og borgaralega heimt-
ingu á því, að svo væri gert!
Og svo æpir hann: Vorkennið
þið mjer ekki!
Og ísaf. æpir: Við vorkennum
þjer!
Og hann æpir: Sýnið þið það
þá með því, að kjósa mig!
Og ísaf. æpir: Við sýnum það
með því að kjósa þig!
En gáum nú að:
Er hann þveginn og hreinn af
öllu saman, ef hann verður kosinn?
Langt í frá.
Það getur varla orðið hjeðan af
nema með rannsókn.
Falli hún honum í vil, þá komi
hann og heimti uppreisn fyrir rang-
ar sakargiftir og atkvæðahjálp til
þess að græða meira, t. d. með
þingmensku framvegis.
Lögr. heitir á hann, að styrkja
hann þá af fremsta megni.
En falli rannsókn á málinu hon-
um ekki í vil — hvað ætti þá að
segja um kjósendur Reykjavíkur,
ef þeir gerðu hann að þingmanni
nú?
Það væri háðung, sem spyrjast
mundi víða.
Háðung, sem mundi verða höfð
að minnum hjer í bænum svo ára-
tugum skifti.
Ekki að eins háðung fyrir þennan
bæ, heldur háðung fyrir alt landið.
Og höfum við ekki fengið nóg
af slíku nú á síðustu tímum?
Og hefur hann ekki þegar feng-
ið nóg af þvi, sem hann girnist,
nóg af gullinu og gróðanum upp
úr þingmensku sinni?
Er honum nokkur vorkunn að
láta sjer nægja með það?
Er nokkur gustuk að hjálpa
honum til að fá meira?
Nei, og aftur nei!
Hann hefur als ekkert unnið til
endurkosningar, heldur þvert á
móti.
Og það er alls ekkert gustuka-
verk heldur, að kjósa hann.
Mýútkomiii er „Ræða eftir
síra Friðrik Friðriksson", flutt í Vest-
dalseyrarkirkju 27.maí 1911, við setn-
ingu 14. Stórstúkuþings I. O. G T.“.
Ræðan er gefin út af nokkrum vin-
um síra Fr. Fr. og er aðalefni henn-
ar bindindismálið, — snjöll ræða og
eindregin.