Lögrétta - 01.01.1912, Page 1
Aígreiðslu- og innheimtum.:
ARINBJ. SVEiNBJARNARSON.
l.auíiaveg 41.
Talsimi 74.
nitstjóri:
fORSTEINN GÍSLASON
Pingholtsstræti 17.
Talsími 178.
M 1.
Reykjavík 1. jamlar 1012.
VII. árg.
1. O. O. F. 93159
Þjóðmenjasafnið opið sunnud., þriðjud. og
fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (( Pólthósstr. 14) 1. og 3.
md. ( mán. 11—1.
Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 10’/»
—12 og 4-5.
Islands banki opinn 10—273 og 5’/»—7.
Landsbankinn 10>/2—2*/». Bnkstj. við 12—1.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 1
mán. 7—8 e. m.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I.
Lárus Fjeldsted,
YflrpjottarmitlafœrsluinaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 11 —12 og 4—5.
Yfirlit
Og
samanburður.
Stjórnmáladeilurnar undan-
farandi.
Eftir skagfirskan alþýðumann.
I.
„Hvers vegna þegja bændur?"
Með yfirskrift þessari birtist all-
langur leiðari í 63. tbl. ísafoldar,
sem á sammerkt við marga þess
konar pistla, er það málgagn flytur
lesendum sínum, að hann er berg-
mál af ósannindamoldviðri því og
blekkingum, sem óstjórnar- eða þurfa-
manna-flokkurinn hefur þyrlað upp
til þess að reyna að slá ryki í augu
alþýðunnar, og rjettlæta með því
sína gjaldþrotapólitík. Að því leyti
á hann ekki sammerkt við samskon-
ar pistla af versta tægi, að hann er
ekki undirskrifaður af „Karli í koti“,
„Þorgný", „Hortensíusi" eða öðrum
slíkum piltum, heldur er hann ritað-
ur, til mikillar furðu, af atorkusöm-
um og míkilsvirtum bónda sunnan-
lands, Vigfúsi Guðmundssyni í Engey,
og einmitt af þeirri ástæðu virðist
það vera viðeigandi, að áðurnefnd
ritgerð sje athuguð af einum hans
stjettarbræðra til þess að sýna, að
hann muni ekki tala fyrir munn allra
bænda, að minsta kosti ekki Norðan-
lands.
Höfundurinn byrjar grein sína með
því að láta í ljósi undrun sína og
gremju yfir því, hvað bændur sjeu
yfirleitt þögulir og afskiftalitlir um af-
drifarík þingmál, og skilst mjer helst
á orðum hans, að hann teldi það
virðingarauka fyrir þá og til heilla
fyrir þjóðfjelagið, að sem flestir
stjettarbræður okkar gengu út í eld
ófriðar og spillingarinnar, sem mjer
sýnist að hafi logað án þess helst til
glatt í málgögnum þjóðarinnar nú á
síðastliðnum árum.
Vegna þess að höfundurinn er
bóndi, býst jeg við að hann geti
ímyndað sjer, að bændur hafi annað
með sinn dýra tíma að gera en verja
honum til þess að semja ritsmíðar
til sóknar eða varnar í deilumálum
þeim, sem flokkapólitíkin hefur fylt
landsmálablöðin með á næstliðnum ár-
um, og í öðru lagi veit jeg vel, að marg-
ir hverjir telja sig of góða til þess, og
ekki virðing sinni samboðið, að taka
þatt í hinu pólitíska skítkasti milli
flokkanna, sem sýniststöðugt fara vax-
andi. En þrátt fyrir það, get jeg
fullvissað hinn heiðraða höfund um
það, að bændur eru engir þykkskinn-
ungar; þeir hafa fylgst með; þeir hafa
staðið utan við baráttuna og horft á
þau hjaðningavíg, sem háð hafa ver-
ið milli flokkanna, og kynst mála-
vöxtum bæði til sóknar og varnar í
deilumálum þeim, sem risið hafa út af
hinum mörgu vítaverðu stjórnarfram-
kvæmdum, sem fyrv. ráðherra, Björn
Jónsson, framdi, bæði án vitundar og
með vilja flokks þess, sem hann taldi
sig formann fyrir, og þeir hafa í fje-
lagi við aðra alþýðumenn uppkveð-
ið rjettlátan óg viðeigandi dóm. Því
þrátt fyrir hinar hatursfullu árásir og
ofsafengnu ósannindi og svívirðingar,
sem hafin hafa verið af ísafoldarlið-
inu gegn þeim mönnum, sem það
hefur talið sjer hættulega keppinauta
í valdabaráttunni, og eins hinum, sem
hafa haft vit og þor til þess að fletta
ofan af ýmsu því, sem þeim hefði
verið kærast að legið hefði bak við
tjöldin, þá er þó sýnilegt, að þeim
hefur ekki með sínu gamla ósann-
indamoldviðri tekist í þetta skifti að
glepja meiri hluta þjóðarinnar sýn.
Kosningaúrslitin síðustu bera ljósastan
vottinn um það, að meiri hl. kjós-
enda hefur glögglega sjeð, að í gegn-
um föðurlandsástarreykinn, þjóðræðis-
og alþýðu-smjaðrið, hefur, eftir ýmsri
framkomu þeirra að dæma, skinið
megnasta fyrirlitning, en þeir hafa
trúað fastlega á einfeldni kjósendanna,
að þeim, með slíkum blekkingum,
tækist enn á ný að svala sinni ofsa-
fengnu ílöngun til að ná í vöidin og
þau fríðindi, sem þeim fylgja.
Eftir orðum höfundarins að dæma,
virðist sú hugsun liggja allþungt á
honum, í hvert óefni íjármálum þjóð-
arinnar yrði stefnt, ef „Sjálfst.“menn
yrðu í minni hluta; lítur helst út
fyrir, að hann sje að draga dár að
fjármálastefnu flokksbræðra sinna.
Á hinum síðustu valdaárum Haf-
steins, þegar „Sjálfstæðis“menn sáu,
að hin sljóeggjuðu vopn þeirra, sem
þeir beittu gegn honum, bitu ekki á
hinar haldgóðu hlífar mannvitsins og
drengskaparins, en snerust stundum
við í höndum þeirra og særðu þá
sjálfa, þá tóku þeir til þess að prje-
dika það fyrir þjóðinni með frekleg-
um gífuryrðum, að þessi stjórn færi
gálauslega með landsfje, væri að
sökkva þvi í botnlaust skuldadíki;
viðlagasjóður væri uppjetinn og það
væri verið að binda stjórnarfarslegt
og efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar í
óslítandi skuldahlekki hjá Dönum.
Þetta voru þungar ákærur, ef sannar
hefðu verið, en flestum skynberandi
og hugsandi mönnum var kunnugt
um, að þetta voru marghrakin ósann-
indi. Lán hafði verið tekið samkvæmt
heimildum, sem gefnar voru stjórninni
á þinginu, sem háð var áður en Haf-
stein tók við völdum og bjó fjár-
lög þannig út í hendur hans, að
gert var ráð fyrir 400,000 kr. tekju-
halla. En til hvers var lánið tekið?
Hefur það horfið sem eyðslufje? Því
svara jeg neitandi. Til þess að þurfa
ekki að segja upp lánum viðlaga-
sjóðsins, eða skerða hið handbæra
fje hans, var óumflýjanlegt að taka
lánið til þess að standast kostnað
þann, sem stafaði af framkvæmdum
hinna mörgu dýru mannvirkja, sem
þjóðin krafðist að stjórnin beitti sjer
fyrir, og sem hún bar gæfu til að
láta framkvæma yfir hið stutta tíma-
bil, sem þjóðin trúði henni fyrir völd-
um, og mun þess verða minst í sögu
hinnar íslensku þjóðar til ævarandi
heiðurs fyrir þann ráðherra, sem þá
hafði stjórnartaumana.
Jafnframt lofuðu „Sjálfst.“menn, og
settu efst á stefnuskrá sína, að styðja
að gætilegri fjármálastjórn og auka
ekki við skuldir landsbúsins, efla
þjóðina, minka bitlinga og skálda-
laun og fjölga ekki embættum.
Jeg fæ ekki betur sjeð en að þeir,
í flestum greinum, hafi svikið loforð
sín og traðkað stefnuskrá sinni. Á
þessum 2 þingum, sem yfirstjórn fjár-
málanna var í höndum þeirra, uxu
skuldir landsbúsins um 2 miljónir.
Þjóðræðið var fótum troðið og fyrir-
litið, bitlingar og skáldalaun fóru
vaxandi en ekki minkandi, og hátt-
launuðum embættum fjölgaði, sem
juku útgjöld landsjóðs um 3milj. og 30
til 40 þús, kr.; og síðan, með fullu
samþykki þess þingflokks, hóf for-
maður hans hina ástæðulausu rann-
sókn á hendur Landsbankanum, sem
fyrir utan öll lánstraustsspjöllin bak-
aði Iandsjóði fullra 12 þús. kr. útlát.
Orðið þjóðræði hefur kveðið við
og bergmálað f blöðum og ritum Þjóð
ræðis- eða „Sjálfst."manna, og eftir
því sem mjer skilst það hugtak vera,
sem felst í því orði, þá virðist mjer
það vera yfirlýsing um, aðskulbinda
sig til að framfylgja þeim óskum
eða vilja, sem kemur fram með mikl-
um meiri hluta á fundum þeim, sem
haldnir eru til undirbúnings áður en
þing kemur saman. Embætti við-
skiftaráðanautsins var stofnað á þing-
inn 1909; það var stofnað án þess
að nokkur krafa væri komin um það
frá þjóðinni; það var stofnað afhin-
um ráðandi þingflokki, sýnilega í
þeim ákveðna tilgangi, að launa trúa
°g dygga fylgd skjólstæðing sínum
og þurfamanni, Bjarna frá Vogi, jafn-
vel þótt uiargir í flokknum vissuþað
fyrir fram, að hann væri ekki starf-
anum vaxinn.
Þegar nú þjóðin sá, aðþessihenn-
ar háttlaunaði starfsmaður vanrækti
greinilega þá stöðu, sem honum var
falið að skipa, með því að dvelja
langvistum í Reykjavík, en auglýsa,
að einhverjir útlendingar gegndu starfi
sínu, — þegar hún sá, að hann, eftir
framkomu sinni að dæma, vissi ekki,
hvaða starf staða hans útheimti,
að hann mætti frekar teljast pólitisk-
ur agent „Sjálfst."flokksins heldur en
viðskiftaráðanautur þjóðarinnar, þá
krafðist hún þess á öllum þingmála-
fundum, sem haldnir voru fyrir þing-
ið síðast, þar sem því var á annað
borð hreyft, að fjárveitingin til við-
skiftaráðanautsstarfsins væri lögð nið-
ur. En hvað skeði? Gleymdu ekki
þjóðræðisgarparnir að framfylgjaþjóð-
arviljanum? Þeir ljetu sjer ekki na;gja
að veita Bjarna 6000 kr. hvort árið,
eins og ákveðið var, þegar embætt-
ið var stofnað, heldur leyfa þeir sjer
að hækka það upp í 10,000 kr., 20
þúsund yfir fjárhagstímabilið, og vel
að merkja: þessi hneykslanlega fjár-
veiting er veitt upp á nafn Bjarna;
hún er knúð í gegnum þingið með
eins atkvæðis mun, atkvæði sjálfs bitl-
ingaþegans. Framkoma „Sjálfst."-
manna í loftskeytamálinu til Vest-
mannaeyja er ennfremur glögt og
áþreifanlegt dæmi þess, að þegar þeir
eru að gylla sig fyrir kjósendum með
því að þykjast vera þjóðræðis- og
alþýðu-vinir, þá er það bara hræsni
og yfirskyn. Höfundurinn gerir ráð
fyrir, að hugsast geti, að kjósendur
sjeu í vafa, hvern stjórnmálaflokkinn
þeir eigi að styðja við kosningarnar,
en segir jafnframt, að það sje ástæðu-
laust, þar sem annars vegar sjeu
Heimastjórnarmenn, sem vilji að þjóð-
in verði leiguliðar og auðsveip öl-
musubörn Dana, en hins vegar sjeu
„Sjálfst."menn, sem vilja að við verð-
um sjáifseignarbændur, sem engum
lúti eða ölmusu biðji.
Satt að segja hjelt jeg, að hinn
heiðraði höfundur teldi sig of góðan,
sjálfsvirðingar sinnar vegna, til að feta
í fótspor hinna auðvirðilegustu angur-
gapa Isafoldarliðsins með því að hafa
endaskifti á sannleikanum og bera
fram ósvífin ósannindi aðeins í þeim
tilgangi að blekkja. Var það ekki
einmitt foringi „sjálfstæðisins", sem
kom fram gagnvart Dönum sem auð-
sveipur ölmusumaður? Var það ekki
foringi „Sjálfst.“manna, sem skýrði
Dönum frá því, að þjóðin vildi ekki
skilnað, þótt í boði væri? Þegar
danska stjórnin krafðist þess, að sjer
yrði sýnt erindisbrjef viðskiftaráða-
nautsins — var það þá ekki foringi
„sjálfstæðisins", sem svaraði auðmjúk-
legast og sagði, að það hefði stafað
af leiðinlegri gleymsku, að hann væri
ekki búinn að því, og lofaði jafn-
framt, að kalla ráðanautinn heim, ef
hann talaði um stjórnmál? Var það
ekki foringi »Sjálfst «manna, sem dró
fram hina eftirminnilegu samlíkingu
milli landanna með því, að líkja ís-
landi við hjáleigu, en Danmörku við
höfuðból? Frá því fyrst að Heima-
stjórnarmenn afmörkuðu stefnu sína
gagnvart andstæðingum sínum í stjóra-
málum, hafa flest hin þýðingarmeiri
þjóðmál, sem þeir hafa beitt sjer fyrir,
leiðst til sigurs að lokum, oft og ein-
att þó með megnri mótspyrnu af and-
stæðinga þeirra hálfu. Hann var
ekki fjolmennur flokkurinn þeirra á
þinginu 1899; samt sem áður var það
þó honum eingöngu að þakka, að
Landsbankinn okkar var ekki mold-
aður þá og hlutabanki reistur á
rústum hans, og mig minnir ekki
betur en það væri foringi hinna nú-
verandi sjálfstæðismanna, sem best
gekk fram í því í blaði sínu, að gera
bankann tortryggilegan í augum þjóð-
arinnar. Og í ógleymanlegri þakkar-
skuld stendur þjóðin við þá heiðurs-
menn, sem fengu afstýrt slíku glap-
ræði.
Það votu höfuðmenn Heimastj.-
flokksins, sem með öflugu fylgi þjóð-
arinnar fengu það áunnið, að við
fengum hina æðstu stjórn sjermála
vorra flutta inn í landið (heimastjórn)
og þar með þingræðisrjett vorn við-
urkendan, ásamt mörgum fleiri stjórn-
arendurbótum. Það var foringi Heima-
EFTIR
JÓHÁNN SIGHRIONSSON
REYKJAVÍK
PRENTSMIÐJAN GUTENHERG
1912
Halla, ekkja í góðnm efnum.
Kári, ráðsmaður hjá Höllu.
Björn, hreppstjóri, mágur Höllu.
Arnes,' kaupamaður og flækingur.
Guðfinna, roskin piparmey í tengdum
við Höllu.
M a g n ú s 1
Sigríður vinnufólk hjá Höllu.
Smali ]
Arngrímur holdsveiki.
Sýslumaður.
Tóta,'þriggja ára telpubarn.
J ó n b ó n d i, kona hans og fjöldi af öðru
sveitafólki.
I. þáttiu*.
(Endilöng baðstofa. Rúni* undir báðum siiðum —
marglitar prjóna-ábreiður á rúmuntim, Uppgangan cr
til hægri handar, Bcint á móti tippgöngunni er skjá-
gluggi. Löng strá sjást fyrir utan gluggann. Herbergi
Höllu er inn af — dyrnar standa i hálfa gátt. A
þilinti, sem skiliu* herbergið frá baðstofunni, er borðplata
á hjörtim. Lýsislantpi í öðrum dyraslólpantim. Biti
yfir þvera baðstofuna. Dragkista undir glugganum —
útskornir stokkar undir rúmunum. Baðstofan er forn,
timbrið dökknað af elli og reyk. — Þctta er að kvöld-
lagi, snemma sumars. Guðfinna og Oddný sitja and-
spænis á rúmitm sínum. Guðfinna bætir skó. Oddný
stoppar sokka. Smalinn stendur á miðju gólfi. Hann
heldur á pílu nteð rauðufíi hanafjöðrum. — Btíningarnir
eru frá miðri átjándu öld).
S.m a 1 i n n
(kastar pílunni):
Ho-ho, þarna var jeg rjett að ségja
búinn að hitta hann.
G u ð f i n n a
(lítur upp):
Hitta hvern?
S m a 1 i n n:
Sjerðu ekki dordingulinn, (sem hangir
4
niður úr bitanum? Jeg ætla að skjóta
sundur þráðinn hans.
O d d n ý:
Altaf finnur þú upp á einhverju óþörfu.
G u ð f i n n a:
Láttu dýrið vera í íriði. Það hefur
ekki gjört þjer neitt ilt. ©
S m a 1 i n n
(hlær):
Heldurðu að hann fótbrotnaði, þó að
hann dytti á gólfið?
G u ð f i n n a:
Jeg vil ekki hafa að þú sjert að því.
Það er óhappaverk að slíta dordinguls-
þráð og köngulóarvef. Þú verður að
þangað til þú ský'tur pílunni í gegnum
skjáinn.
S m a 1 i n n:
Kári hefur sagt mjer frá manni, sem
skaut bogastreng ( sundur úr löngum
fjarska. (Skýtur pilunni i bitann).
G u ð f i n n a:
Ef þú ekki hættir, þá skaltu fá að
ganga með götótta skóna.
S m a 1 i n n
(losar píluna):
Viltu Yieldur að jeg reyni að hitta
lokkinn í eyranu á þjer? (Miðar).
G u ð f i n n a:
Þú ert ekki með öllum mjalla. HCtl-
arðu að skjóta úr mjer augun?
S m a 1 i n n:
r- Eitthvað verð jeg að gjöra mjer til
skemtunar. (Snýr sjer a5 Oddnýju). Fljett-
urnar þínar get jeg hitt, þó þær sjeu
ekki stórar.
O d d n ý:
Þú ræður hvað þú gjörir.
S m a 1 i n n:
Verði jeg óheppinn, þá getur þú ekki
horft á Kára nema með öðru auganu.
O d d n ý:
Það ætti að flengja þig, kálfurinn þinn.
• G u ð f i n n a:
Kári hefði ekki átt að gefa þjer þessa
óhræsis pílu.
S m a 1 i n n
(gengur að bitanum. Veifar hcndinni undir dordinglinum).
Upp, upp dordingull, ef þú veist á gott
— niður ef þú veist á ilt. Upp, upp