Lögrétta - 01.01.1912, Side 3
L0GRJETTA.
3
ið hefur ekki annað úrskurðað en
það, að pad telji ekki ástæðu til j
þess að fyrirskipa ransókn út af
því atriði.
En næsta þing lilýtur að taka
málið til meðferðar og halda fram
ransóknum síðasta þings.
Ferðapistlar.
Eftir Bjarna Sæmundsson.
(Niðurl.) -----
II. Hringferð með »Austra«.
Frá Sauðarkrók var farið kl. io f.
m. í logni, en úti fyrir var hægur
NA-vindur; aftur á móti mátti sjá,
að suðaustanstormur var syðra, þegar
um morguninn; stormskýin teygðu
sig upp yfir Hofsjökul. Það er ekki
sjaldgæft, að svona sje sín átt hvoru
megin við landið, það liggur oft á
veðramótum. Úti undir Ketu sáum
við stóra síldartorfu og síld hafði ver-
ið nóg inni á firðinum frá því í miðj-
um júlí og besti afli úti á firðinum
frá sama tíma, miklu betri en annar-
staðar nyrðra. En í vor var þar afla
laust og hvorki smásíld, sem vön er
að vera þar á vorin, nje loðna eða
sandsíli.
Af Skagafirði var haldið viðstöðu-
laust til Isafjarðar og gerðist fátt
merkilegt á þeirri ferð. Veðrið var
hálfleiðinlegt, NA-vindur, sem for
vaxandi eftir þvf, sem leið á daginn,'
dumbungur og að síðustu regn og
sást lítið til lands, nema lítið eitt til
Hornstranda. Þar var engan snjó að
sjá á fjöllum og hvergi þar sein til
fjalla sást vestan Skagafjarðar. A
sjónum var alt jafn-líflítið og syðra,
aðeins einstaka fýll á Húnaflóa og
svo nokkuð af svartfugli þegar nálg-
aðist Hornbjarg. Við komum um
nóttina til ísafjatðar og lögðumst úti
í firði.
Snemma uiu morguninn fórum við
int> á Poll og lögðumst við hina
myndarlegu bryggju Edinborgar versl-
unar. Áttum við að fara aftur um
hádegi, því að við vorum orðin á
eftir áætlun. Var því ekki löngum
tíma að eyða. Það var hellirigning
um morguninn og drungalegt í höf-
uðstað Vestfjarða, þvf að þegar þykt
er loft, þá eru hlíðarnar æði skugga-
legar og sýnast nær en ella. Ann-
ars er all-fallegt á ísafirði í góðu
veðri.
Jeg fregnaði dálítið af aflabrögð-
um við Djúpið í vor. Afli var þar
með allra mesta móti. Þar gengu
alls 94 vjelarbátar, 7 í Aðalvík og
12 eða fleiri úr Súgandafirði. Meðal
afli á þá var 75—80 skpd. og mest
180 skpd. Auk þess gengu eitthvað
um 50 róðrarbátar úr Djúpinu og er
þetta enginn smáræðis útvegur.
Undanfarna daga hafði verið mikið
smokkfiskshlaup í Djúpinu, og það
er hreyfing á Vestfirðingum, þegar
„smokkurinn" er á ferðinni; þeir
kunna að brúka hann og vestfirski
þorskurinn kann að meta hann. Um
miðjan ágúst var mikið smokkfisks-
hlaup í Gr'ndavík, 20. ágústvarhann
í F.txaflóa (Jökuldjúpi) Á Talkna
firði var hann 24 og 15., á Önund-
arfirði 28. Það lítur út, eins Og
hann hafi íært sig norður með vcst-
urstiöndinni. Samfara honum var
smátt sandsíli, er Vestfirðingar nefna
smokksíld. 1. sept kom enn allmik-
ið hlaup að Kleppi við Reykjavfk og
oft kemur hann inn á Kollafjörð, t.
d að Þerney, síðari hluta sumars.
Kl. 12 fóruui við aftur af stxö ag
var alllíflegt í Djúpinu og suður með
fjörðunum af fugli, og var jiuðsjeð,
að æti (síli) var mikið í sjói/.um og
svo var vfðast suður með Vestur-
ströndinni alt suður á Faxaflóa. Uti
fyrir fjörðunum var margt af þilskip-
um á fiski. Vestfjarðaströndin er
æði einkennileg: Þegar komið er út
úr Isafjarðardjúpi og horft suður með,
þá gengur hver fjallsmúlinn fram á
bak við annan, hver öðrum svo lík-
ur, að ilt er að þekkja þá að fyrir
menn, sem eru ekki því kunnugri;
að framan eru þeir allir hjer um bil
jafnháir (1500—2000'), þverhnýptir
eEt, þar sem basaltlögin eru ber,
en neðan til eru oftast skriður. í
horninu á Stigahlíð eru lögin alveg
ber niður að sjó og þar hef jeg tal-
ið 40 lög hvert ofan á öðru. Það á
að svara til 40 eldgosa á mókola-
tímanum. Að ofan eru allir ntúlarnir
sljettir (melar). eins og hefluð fjöl tii
að sjá. Röðin er svona: Stigahlíð,
Öskubukur, Gölturinn, Sauðanes, Barð
inn, (Sljettanes), Kópurinn (Talkninn).
Blakksnes og (í vel björtu veðri).
Láginúpur og Bjargið (Látrabjarg).
En fyrir norðan Djúpið: Riturinn og
Straumnes. Það sjest þarna yfir 16
mílna svæði.
Við áttum að halda stanslaust til
Reykjavíkur, en svo var skipið kallað
til Bíldudals til þess að taka þar hóp
af farþegum; en þeger þangað kom,
átti enginn von á skipinu, svo að
þetta leit út eins og einhver galdur,
en galdurinn var ekki gerður í Arn-
arfjarðardölum, heldur á ísafirði, því
að óvart hafði gleymst að síma það
á undan skipinu, að þess væri von.
Aftur hjeldum við á stað, eítir mjög
stutta viðstöðu, í besta veðri, og var
nú farið að kvelda, og fór jeg að
sofa, þegar komið var út úr firðin-
um og bjóst við að nú yrði haldið
áfram án tafar, en um morguninn
saknaði jeg ritstjóra ísafoldar og
heyrði jeg, að Austri hefði eitthvað
verið að flækjast inn á Patreksfjörð
um nóttina, og hafði ritstjórinn verið
orðinn svo leiður, bæði á þessum
töfum og ekki sfst af þvf, að hafa
orðið að sjá á bak „kollega" sínum,
að hann hafði hlaupið fyrir borð, en
heilagur Petrekur hefði aumkvað sig
yfir manninn og sent einn Geirseyr-
ing honum til bjargar. Vorum við
nú lausir við alla stjóra, nema skip-
stjórann, og gekk nú ferðin greitt
úr þessu. Þegar jeg vaknaði i. sept.
vorum við „und Svörtulofta svifi", eða
fyrir endanum á Snæfellsnesi. Var
skýjað loft og stormur á VSV og
töluverður sjór á skipið flatt, og svo
var alla leið inn undir Reykjavík.
£eik|je1. Reykjavíkur:
U (J
verður leikinn á nýársdag 1.
jan. og þriðjudag 2. jan.
Tilsög’n
f Iijiikrun sjúklinga í Iieima-
Iiiisum fæst eins og undanfarið
hjá frú Chr. Bjarnhjeðinsson
Laugaveg 10. Þeir, sem þátt vilja
taka í þessu, eru beðnar að segja
til fyrir 5. janúar 1912
Austri rann allvel áfram, eins og
heimfús klár, sem er að herða sporið
síðasta áfangann, en valt æði mikið,
þó miklu ntinna, en hann mundi hafa
gert í fyrra, því að í vetur voru
settir á hann stuðningskilir. Auk
þess var gert yfir „drekkingarhylinn"
á báðum bátunum, sem var einn
mesti gallinn á þeim, svo að nú
þurftu menn ekki að drukna innan
borðs á þeim, og geta auk þess
gengið dekkið endilangt. Þessar
breytingar á útgerðin þakkir skilið
fyrir. Af Snæfellsnesi sást lítið ann-
að en ströndin, og er hún ytst á
nesinu svipuð og á Reykjanesi, bruna-
hraun og gígar uppi á landi, en björg
með sjónum, er sjórinn gýs hátt upp
yfir, þegar hafaldan skellur á þeim.
Einkennilegastir eru Lóndrangar; þeir
eiu svipaðir gotneskri dómkirkju, með
háum turnum. Annars er eyðilegt
að horfa upp á nesið; ýms af hinum
gömlu býlum eru nú í eyði og eins
er um ’nina frægu verstöð Dritvík,
þar sent um 80 skip gengu til fiskj-
ar um miðja 19 öld. Maður verður
hálfleiður þegar hngsað er um þessa
afturför, og líklega á það langt í
land ennþá, að pláss þessi rjetti við
aftur, enda þótt þau liggi ágætlega
við, nálægt fiskisælum miðum. En
gaman væri að vita, hvort örugt
lægi væri fyrir vjelarbáta í Dritvík
og hvort önnur skilyrði vjelarbáta-
útgerðar væru þar. Því að þaðan mætti
vel sækja norður í Kolluál og suður
í Jökuldjúp, ef fiskur væri ekki á
heimamiðum.
Jæja, „Austri" veltur áfram suður
í Jökuldjúpið, Snæfellsnesið hverfur
smámsaman sýn og við erum á ný
úti á rúmsjó. Fatt er af fólki á
kreiki, því ilt er að ganga um dekk-
ið og þreytandi að standa til lengd-
ar ogstundum skvettir hrekkjótt hvika
dávænum gusum inn yfir borðstokk-
inn. Jeg stóð lengi uppi á brú, en
fátt var merkilegt að sjá, einstaka
fugl á flókti, en ekkert skip. Smám
saman fór að blána fyrir suðurfjöll-
unum, Hafnarfjalli, Akrafjalli og Esj-
unni. Komum við til Reykjavt'kur
kl. 5 um kvöldið.
Jeg hafði mælt hitann í yfirborði
sjávar ogí lofti á nokkrum stöðum um-
hverfis landið og læt jeg tölurnar
fylgja hjer, því þær eru nógu fróð-
legar. Því miður var ekki tími til
að niæla hiíann niðri í sjónum, því
að til þess hefði skipið orðið að
stansa í hvert skifti. Tölurnar eru
þannig:
0£*<2^9*00009*00000000
— 00 Qs O 'r co ro LO00 r^oc rnoo
O O 00 O'O LOir-.sO iri -í vQ CO Ö
OJN O 00 M OO — tOO' LravO OOQvO N-
0~ — 6 Ö u-i iA iA n tx n n «*-vvo' rCoo’ Ö Ö
11 I 1 I I I I l I II I I & I
I
SESSBScSSSESSES
<l> <l>
CS
O'O'NNN OnhvO O" ~ "t O
I I I I I I I I M II
ci
M ci £
c
«Ö •
!S - .
I
S F
<4-. Ct
'O t
. >
«0
l-t
»0 —
. . c
A .5,
‘g.-d. • •«o
í S a ii
>0
o <-
1 rt
<0 „
>0
-3
’ K
:cf «D
*2'«
>»2
OJ
tn
aj >n
. c*°
<si vO
KjS
cr v-
. cn
<0 „
Sjest það af þessu, að hitinn er mest-
ur við suðurströndina frá Ingólfshö'ða
og alt að Snæfellsnesi, en smámink-
ar eftir því sem lengra dregur norð-
ur og austur, uns hann nær lágmarki
sínu við Vcstrahorn (Hornafjörð).
Það sem gladdi mig einna mest á
þessari ferð, var það, hve margir nýir
vitar hafa bætst við síðan jeg fór
kringum landið 1905, og vonandi
! fjölgar þcim betur í næstu framtíð,
því að enn eru margir ásteytingar
steinarnir meðfram staöndum vorum,
sem ekkert vitaljós varar við.
I Svona hringferðir geta verið skemti-
j legar, og eru fremur ódýrar í saman-
burði við vegalengdina (40 kr. á 1.
plássi) En tíminn er of stuttur; það
yrði að vera að minsta kosti 12 tíma
viðstaða að degi á 3 aðalhöfnunum
og auk þess viðkoma í Vestmanna-
eyjum, ef veður leyfði.
Leidrjetting. I 5°- tbl. 14. dálki
stendur: beint frá ströndinni, á að vera:
burt frá .., og íá/waunga, á að vera:
súluunga..
til fiskim
Heilsuhælið á Vífilsstöðum.
Sjúklingar skemtu sjer þar vel við
jólatrje á jólanótt. Oddfjelagar höfðu
gefið 100 kr. til Jólagleðinnar.
Vjelarbátur fórst síðastl. mið-
vikudag við Vestmannaeyjar og drukn-
aði einn maður, Sigurður Einarsson
frá Stórumörk undir Eyjafjöllum, en
fjórir björguðust á báti, sem þeir
höfðu í eítirdragi. Vjelarbáturinn
kom úr ferð frá landi, en hafði ekki
getað lent þar og snúið svo við út
aftur til Eyja.
Bruni A Sigluflrði. Þar brunnu
1) Afleiðing af næturfrosti.
Aðalfundur
ekknasjóðs Reykjayíkur verður
haldinn 2. jan. næstkomandi í
Goodtemplarahúsinu kl. 4 e. m.
Áríðandi að fjelagsmenn mæti
Ekknasjóðsstjórinn.
til ösku húseignir Gránufjelagsins nú
á jólanótt.
Botnvörpungar stranda. Fyrir
skömmu strandaði þýskur botnvörp-
ungur, „Emden“,við Meðalland. Menn
björguðust, kcntu suður hingað á
jóladag og fara heim á ieið með
þýskum botnvörpung í dag.
Enskur botnvörpungur strandaði á
Bjaskcri nú um jólin. Mennirnir
komust af. Björgunarskipið „Geir“
náði skipinu síðan út og kom því
hingað inn á höfn. Það er sagt ekki
mikið skemt. Skipið heitir „Golden
Scepter".
»Eggert ólafsson« heitir botn-
vörpuskip, sem Pjetur Ólafsson kaup-
maður á Potreksfirði hafur keypt í
Englandi og ætlar að halda út til
veiða.
Reykj avík.
Hátíðaniessur : í dómkirkjunni :
Á gamlárskvöld kl. 6: sr. Jóhann
Þorkelson ; kl. 11V2: sr. Sigurbj. Á.
Gíslason. A nýjársdag kl. 12: sr.
Bjarni Jónsson; kl. 5: sr. Jóhann Þor-
kelsson.
1 frikirkjunni: Á gamlársdag kl. 12:
sr. Fr. Friðriksson; á gamlárskvöld
kl. 6 og á nýársdag kl. 12: sr. Ól.
Ólafsson.
Prófcssorsnafnbót hefur sr. Eirík-
ur Briem fyrv. prestaskólakennari
fengið.
Landsbankinn. Bókarastarfið þar
hefur verið veitt Ríkharði Torfasyni,
sem áður var settur í það. Auk hans
sóttu tveir aðrir af starfsmönnum
bankans, Árni Jóhannsson og Jón
Pálsson, og svo Þorst. Þorsteinsson
kand. polit., Einar Markússon og
Guðm. Jóhannesson.
Skúli fógeti, nýi botnvörpungur-
inn, sem Forsetafjelagið hefur verið
að láta smíða í Englandi, kom hing-
að annan jóladag. Það er stórt skip,
vandað og fallegt. Skipstjóri verður
þar Halldór Þorsteinsson.
Fjalla-Eyvindur hefur nú verið
leikinn 4 sinnum og ætíð fyiir hús-
fylli. Verður næst leikinn á nýárs-
dag.
Eólksfjöldi í Reykjavík nú um
áramótin: 12241.
Þessi mannfjöldi skiftist þ.innig
niður á hverfi bæjarins: Miðbærinn,
með Suðurgötu, Tjarnargötu ogGríms-
staðaholti 1451; Þingholtin 2256;
Vesturbærinn 2637; Skólavörðuholt
(að Laugavegi) 2234; Skuggahverfi
2059; Laugavegur og Lauganesveg-
ur 1613.
Þetta er ibúatalan í ýmsum götum
bæjarins: Laugav. 1421; Hveifi-;g
922; Grettisg. 753; Vesturg. 729;
Bergstaðasfr. 707; Njál-g $2&', Lind-
arg. 572; Bræðraborgarst. 512; Skóla-
vörðust 405; Tjarnarg. 175; Suðurg.
177; Laufásv. 288; ÞingholtSKtr. 276;
Klappar.-t. 250; Frakkast. 247; Ný-
lendug. 202; Lauganesv. 192; Brkka-
st. 164; Bráðræðisholt 129; Gríms-
st ðaholt 75.
i 11
með í kirkjunni! — En jeg get vorkent
Þjer, auminginn. Þú gengur með grasið
í skónum á eftir manni, sem vill hvorki
heyra þig nje sjá. En samt sem áður
ættir þú ekki að fara með tilhæfulausan
þvætting. Höllu er ekki tnikið gefið um
karlmennina. Það fór vel á með henni
og manninum hennar sáluga—friður sje
með honum! — en aldrei var sjerlega
heitt á milli þeirra, Fjarri þvf.
O d d ný:
Hvað er að rnarka það. Það var eldri
maður og hann átti gott bú.
Guðfintia:
Hann var heiðarlegur maður í allan
máta, og Halla var honum góð kona,
kelii mín.
O d d n ý:
Hver efast um það. (Þegir). Jeg veit
heldur ekki hvernig Kári er orðinn upp
á síðkastið. Hann hreytti 1 mig ónotum
f þegar jeg spurði hann í rnesta
sakleysi, hvort hann þekti nokkurt meðal
við freknum. Halla er þó ekki orðin
svo heilög, að það megi ekki minnast
á það, að hún er freknótt.
12
Kári og Magnús
(koma inn):
Komið þið sælar.
Guðfinna og Oddný:
Komið þið sælir.
O d d n ý
(stendur upp):
Jeg sit víst á þfnu rúmi.
M a g n ú s
(leggur frá sjer húfuna).*
Biddu Sigríði að koma inn og taka í
mig (sest). Alt af er gott að tylla sjer.
O d d n ý
(gengur snúðugt út).
K á r i:
IJt af hverju er hún nú 1 illu skapi?
Hún er ekki eins glaðlynd eins og þú.
Jeg vildi óska að jeg hefði þekt þig á
þínum smábandsárum. Þú hefur getað
gripið til hrífunnar þegar á lá.
G u ð f i n n a
(rjettir úr sjer):
Á harðvelli þóttust tveir karlmenn
ekki ofsælir af því, að slá á undan Ver.
K á r i:
Og á votengi hefurðu kunnað að
stytta þig.
t3
Guðfinna:
Aldrei kveinkaði jeg mjer við því að
vökna í fæturna. En ánægjulegasta
vinnan þótti mjer að vera 1 dreifunum.
Þegar jeg var á Núpum, tuttugu ára
gömul stúlka, vildi Tryggvi bóndi ekki
binda með neinni annari vinnukonunni
en mjer. Sá kunni nú að taka hendinni
til gagns. Stórt hundraðið batt hann á
dag, leikandi. Og það voru engar smá-
völur, — glerharðir dólpungar, og þó
drógust þeir með jörðinni.
Oddný og Sigríður
(koma inn).
M a g n ú s
(leggur fæturna fram á pallinn):
Leystu at mjer skóna mína, blessuð
Sigga mín. Jeg er svo dauðlúinn, að
jeg get ekki hreyft mig.
S i g r í ð u r:
Ætli það sje ekki letin, sem kvelur
þig, eins og vant er (krýpur). Komdu
með bífurnar á þjer. Hvernig í ósköp-
unurn hefurðu farið að því, að verða
svona blautur í þessu veðri? Það má
vinda úr sokkunum þínum.
14
M a g n ú s:
Við fórum beint af augurn, til þess
að stytta okkur leið. Og þegar jeg stökk
yfir stóra lækinn, skrapp jeg af bakkanum.
O d d n ý:
Ert þú ekki blautur?
Kári:
Nei, (sest).
M a g n ú s:
Kári flýgur yfir alt eins og fugl.
K á r i:
Allir hafa eitthvað til síns ágætis. Þú
ættir að sjá steinana, sem Magnús lyftir.
M a g n ú s:
Ólogið er það, að jeg er meðalmaður
að burðum. En gaman hefði jeg af að
sjá þann mann, sem snaraði þjer 1 glímu.
Þó jeg hafi allan hugann á því að verj-
ast, er jeg kominn í háaloft áður en jeg
veit af.
O d d n ý:
Mann þekki jeg, sem Kári hefði ekk-
ert að gera í hendurnar á.
Magnús:
Hver er það? (Sigríður togar í sokkana).
Svona, svona.
15
O d d n ý:
Björn hreppstjóri.
M a g n ú s :
Já, jeg hef heyrt að hann hafi verið
glímumaður á sinni tíð. En seinustu
árin kvað hann vera steinhættur. Og
vel treysti jeg Kára á móts við hann.
Það er ekki alt komið undir kröftunum.
Ljáðll mjer SOkkana (þurkar fættima).
S i g r í ð u r
(dregur stokk undan rúminu og tekur þur plögg).
O d d n ý :
Jeg veit ekki hvort Kári þyrði að glíma
við hreppstjórann, ef til kæmi.
Kári:
Ef jeg ætti að fá þig í sigurlaun, þyrði
jeg það ekki.
G u ð f i n n a:
Jórtraðu þessa tuggu.
(Þau hlæja bll, nema Oddný).
Halla
(kemur inn):
Hjer er glalt á hjalla.
O d dn ý:
Þ«ir hafa ekki oftekið sig á vinnunni.