Lögrétta - 01.01.1912, Qupperneq 4
4
LOGRJETTA
Tveir mötormenn
geta fengiö atvinnu við
Timbur- og kolaversl. „Rvík“.
Gefi sig' íram sem fyrst.
írms
|ína Vanille-súkkulaði
er hið næringarmesta og bragð-
besta
hreina, nrvals Cacaoðu|t.
Fínast á bragð og drýgst i notknn.
laugardaginn hinn 27. fanáar 1012 verður haldið
opinbert uppboð og seld hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð
fœst, fiskiskipin: Kulter Níels Vagn og kutter Gunnvör,
sem liggja inni á Eyðsvik við lieykjavik.
(iunnvör er jdrnskip, að stœrð 75,1(1 tons, en Niels
Vagn er limburskip, að stærð ca. 65 tons.
fíæði skipin liafa dvatl gengið til fiskiveiða, utan
Gunnvör siðastliðið útgerðarlimabil; og pess skal getið,
að Gunnvör er sjerstaklega henlug til fiulninga og sildar-
veiða, þar sem lestarúm skipsins er mjög stórt.
Skipin eru 1. fiokks skip, sem alt af hafa verið mjög
vel hirt, og þar að auki nú siðaslliðið haust fengu þau
löluverða viðgerð, svo skipin eru i besta dstandi til
hvers sem vera skal.
Söluskilmdlar verða birlir d uppboðsstaðnum, sem
verða mjög aðgengilegir.
J. P. T. Brydesvers/un.
Capt. C. Trolle
Landsbankahúsinu uppi. Talsími 235 og 66 (heima).
Aöalumboösmaöiii’ á íslandl fyrir
Innbrot í vínkjallara voru framin
á tveim stöðum hjer í bænum fyrir
jólin: á Ingólfshvoli, og þar brotin
70 kr. rúða, og svo hjá Forberg síma-
stjóra. En mönnunum, sem hvort-
tveggja gerðu, náðu lögregluþjónarn-
ir. Nokkru áður var brotin stór rúða
á horninu á búð Siggeirs kaupmanns
Torfasonar, sem ýmsum fallegum vín-
flöskum var raðað innan við. En í
þeim flöskum var vatn, en ekki vín.
Oupplýst er, hver það skemdarverk
hefur framið.
Bæjarstjóruin. Neitað um styrk
til einkenningsbúningskaupa handa
einum lögregluþjóninum.
Samþ. að verja 620 kr. til að
kaupa sterkari ljósbrjót í hafnarvit-
ann. Bæjarverkfræðing falið að út-
vega áreiðanlegan mann til að líta
til bráðabirgða eftir hafnarvitanum
frá 1. jan.
Ákvörðun um hafnarbyggingu
frestað til aukafundar næsta fimtud.
Kosnir í kjörstjórn við kosningar
í bæjarstjórn, sem fyrir hendi eru:
Kl. Jónsson, H. Jónsson.
Frumv. til reglugerðar um mjólk-
ursölu frestað.
Þessar brunabótav. samþ1: Hús
Björns Guðmundssonar við Framnes-
veg 30,812 kr.; Slökkvistöð Rvíkur
við Tjarnarg. 10,833 kr-
Aukafundur 28. des. Hafnarmálið
rætt og tillögur hafnarnefndar frá 27.
desember.
Svohljóðandi tillaga var fyrst bor-
in upp: „Bæjarstjórnin samþykkir
að gera höfnina á grundvelli áætl-
unar G. Smiths" og var hún samþ.
í einu hljóði.
Þessi viðauki: „og bjóða verkið
út sem allra fyrst", var samþyktur
með 10 atkv, gegn 4 og var haft
nafnakall. Já sögðu: Halld. Jóns-
son, Kl. Jónsson, Katrín Magnússon,
Magnús Blöndahl, Lárus Bjarnason,
Jón Þorláksson, Arinbj. Sveinbjarn-
arson, Knútur Zimsen, Kr. Ó. Þor-
grímsson, Guðrún Björnsdóttir, Nei
sögðu: Jón Jensson, Bríet Bjarn-
hjeðinsdóttir, Tr. Gunnarsson og Páll
Einarsson.
íslamls banki. Reikningur
hans fyrir nóvembermánuð er nýkom-
inn. Viðskiftavelta lians hefur verið
alls 6320 þús. kr. Víxlalán numið
2 miljónum 891 þús. kr., sjálfskuld-
arábyrgðarlán og reikningslán 1 milj.
584 þús„ fasteignaveðslán 869 þús.,
handveðslán 212 þús„ lán gegn
ábyrgð sýslu- og bæjarfjelaga 160
þús. — í verðbrjefum átti hann í
mánaðarlok 589 þús. — Útbúin
þrjú höfðu til sinna umráða 1 milj.
585 þús. — Bankinn skuldaði 3 milj.
í hlutafje, í innstæðu á dálk og með
innlánskjörum 2 milj. 77 þús„ erlend-
um bönkum o. fl. 1 milj. 175 þús.
--Bankavaxtabrjefin námu 959 þús.,
seðlar í umferð 1 milj. 545 þús., vara-
sjóður nam 219 þús„ málmforði bank-
ans var 604 þús.
Tapast hefur budda, með pen-
ingum, frá Laugavegi niður í dóm
kyrkju. Skilist á Kárastíg 2, Rvík,
gegn fundarlaunum.
Stúlku vantar á gott
sveitaheimili nálægt Reykjavík. Upp-
lýsingar á hverfisgötu 13.
Haukur, heimilisblað
með myndum, VII.
bindi, nr. 22.—24. ný-
útkomið.
Efni: Hjarta-ás, frásaga eftir H. Han-
sen, með myndum (framh.). — Neislar. —
Æfintýri Sherlock Ilolmes, leinilögreglu-
sögur eftir A. Conan Doyle: Smaragða-
djásnið. — Úr öllum áttum: Jörundar-
vígi, með mynd. — Herskipið „Liberté"
springur í loft upp, með 2 myndum: Her-
skipið „Liberté". Sprengingin. — Hátt á
kvisti grænum, með mynd. — Tyrkir og
ítalir, með 6 myndum: Trípólisland (af-
stöðu-uppdráttur). Aðalgatan í Trípólis.
Trípólisbúar ýmis konar. Italskir her-
menn. Tyrkneskir heruienn. „Skip eyði-
merkurinnar". — Konungavandræðin á
Bæjaralandi, með 4 myndum: Ludvig II.
Bæjaralandskonungur. Otto I. Bæjara-
landskonungur. Ludvig krónprins Bæjara-
lands. Luitpold prins, er ríkjum ræður á
á Bæjaralandi. — Blindrahœlið, smásaga
eftir Carl Muusmann, með mynd eftir
Axel Thiess.
Kvenúr týndist á leið til kirkju
annan jóladag. Skilist á Lindar-
götu 34.
$cel V. Culinius
y ílrrj e ttar m ál afl utn i n gs m að ur.
Miðstræti (». Talsírai 254.
Venjulega heima kl. 10—11
og 3-7.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11
og 4—5. Talsimi 16.
jffy Auglýsingum í „lög-
rjettu“ tekur ritstjórinn við
eða prentsmiðjan.
Prentsmiðjan Gutenberg.
ijljóðjxrasláttur.
Undirritaðir taka að sjer að sjá
um hljóðfæraslátt (»Fiðla«, »Iíla-
ver«) við dansleiki hjer í bænum
í vetur.
Til viðtals kl. 7—8 síðd. í Þing-
holtsstræti 7.
P. 0. Bernburg. Jón ívarsson.
Athygli karlmannanna
leiðist að því, að við sendum til
allra 3V4 mtr. 135 cmtr. breitt, svart,
dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku
fínullarefni í falleg og sterk föt lyrir
aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send-
ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu,
og má skila því aftur, ef það er
ekki að óskum.
Thybo Mölles Klædefabrik,
Köbenhavn.
(Bóóur Sísfason
yfirrjettarmálaflutningsmaður,
Laufásveg 22.
Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5-
Brunabótafjelagið
Nordisk Brandforsikring
Umboðsmaður:
Axel V. Tulinius
Miðstræti 6. Talsími 254.
Cocolith,
sem er best innanhúss i stað panels
og þolir vatn og eld,
útvegar með verksmiðjuverði að
viðbættu flutningsgjaldi
G. E. J. Guðmundsson
bryggiusm. í Reykjavík.
Aðalumboðsmaður fyrir sölu
á Cocolith til fslands.
Vátryggingarhlutafjelagið
HANSA
Hin sameinuðu hollensku
brunabötafjelög frá 1 790
Lífsábyrgðarfjelagið
DAN
(viðurkent af ríkinu og undir umsjón þess)
Sjó-, vöru-, veikinda-, slysa- og
ferðatryggingar
Brunatryggingar á húsum, lausafje
og vöruupplögum m. m.
Allskonar líftryggingar með
óvenju góðum kjörum.
dcmsfca
smjörlihi er be^f.
Biðjið um \egund\mar
,Sóley** „Inyóifur” Mehla"eða Jsnfolcf
ömjórlihið fœ$t einungi$ fra :
Offo Mönsted fyf.
Kaupmnnnahöfn ogÁrósum
• i Panmörku. •
16
M a g n ú s:
Við töluðum um glímur. Kári sagði,
að ef hann ætti að fá Oddnýju I sigur-
laun, þyrði hann ekki að glíma við Björn
mág þinn.
Halla
(brosir):
Margur hefur unnið stóra þraut fyrir
minni laun.
M ag n ú s:
Eigum við að veðja, Oddný? Jeg segi,
að Kári yrði yfirsterkari.
Halla:
Jeg var að líta eftir kúnum. Þær ætla
sjer að liggja úti í nótt. Hefur þú hug-
mynd um, hvar þær muni halda sig?
(Hundgá heyrist). Hver skyldi nú vera á
ferðinni ?
K á r i:
Annaðhvort hafa þær rásað upp I
Grænahvamm, eða þær hafa runnið nið-
ur með á.
Halla:
Jeg sendi smalann niður með ánni.
Nennir þú, Magnús, að gá upp í hvamm-
inn?
M a g n ú s :
Mjer þykir verst, að jeg er búinn að
hafa sokkaskifti.
17
Halla:
Þú getur tekið þjer hest.
K á r i
(stendur upp):
Jeg hleyp þangað upp eftir.
Halla:
Þú átt eftir að leggja silunganetin.
Magnús fer.
M a g n ú s :
Bölvaðar kýrtrunturnar, að geta ekki
álpast heim.
Halla:
Jeg skal muna þjer það, þegar jeg
skamta kvöldmatinn. (Magmís stendur upp).
Þjer liggur ekki á að fara fyr en smal-
inn er kominn.
(Kári og Magnús setj'ast. Kári drcgur stokk undan
ruminu og fer að tálga tinda).
Ar n e s
(kemur í uppgönguna. Hann heldur í hornið á stórum,
úttroðnum poka):
Sælt veri fólkið. Jeg vildi ekki ómaka
neinn til dyranna. Jeg þarf að sýna þjer
hvað jeg hef meðferðis (íyftir pokanum upp
á paiiinn). Nú er Arnes loðinn um lófana.
Það er gullsandur í pokanum.
18
H a 11 a
(brosir):
Jeg býst við því.
A r n es
Þið vitið ekki hvað tjöllin eiga I fór-
um sínum. Jeg hef heyrt sögu um mann,
sem viltist f Surtshelli. Hann gekk marga
daga niðri 1 jörðinni. — Þegar hann kom
upp, var gullsandur í skónum hans.
Halla:
Hvað heldurðu þú gerðir, ef þú segðir
satt og pokinn þinn væri fullur afgulli?
A r n e s :
Þá skyldi Arnes gera sjer margt til
ágætis. Þú fengir að taka handfylli þína,
eins mörgum sinnum og þú hefur Ijeð
mjer húsaskjól. Og eina handfylli gæfi
jeg Arngrími holdsveika. Hann kenni
jeg I brjósti um. Jeg þekki ekki aðra,
sem jeg hefði gaman af að þægja ein-
hverju.
G u ð f i n n a:
Fengi jeg ekki neitt?
A rn e s:
Þú fengir eyrnalokka úr skíru gulli.
r9
M a g n ús
(hlaer):
Einhverju vikir þú hreppstjóranum.
A r n e s:
Þeim durg! Jú, ef jeg mætti kasta
Sandi framan í hann (tekur handfylli af fjalla-
grösum upp úrpokauum). Þau eru sjáleg þessi!
Engin fæða er ljúffengari en grasamjólk-
ín (grípur aftur niður í pokann). býnist þjer þall
ekki vera sæmilega stór?
Halla:
Grösin eru falleg.
A r n e s:
Og það er þjett í þokanum. Hjerna
um daginn ætlaði jeg að selja hreppstjór-
anum poka, en hann dróttaði því að
mjer, að jeg mundi hafa drýgt grösin
með sandi. En þar skjátlaðist hrepp-
stjóranum!
S m a 1 i n n
(kemur inn):
Nú eru ærnar í kvíunum.
Halla:
Þú færð ekki hvíldina ennþá, drengur
minn. Nú verðurðu að fara og leita að
kúnum niður með á.
20
S m a 1 i n n :
Jeg vildi óska, að þær færu ekki að
taka upp á því. að liggja úti á nóttunni
(fer út).
Halla
(kallar á cftir honum):
Fáðu þjer mjólkursopa áður en þú
ferð — lykillinn stendur I búrhurðinni.
(Oddný og Sigríður fara út).
M a g n ú s
(rís upp seinlega).
A r n e s :
Heldurðu að þú kaupir af mjer pok-
ann?
Halla :
Ef verðið er sanngjarnt.
A r n e s :
i rauninni ættir þú að fá hann ókeypis.
Þó hefur svo oft gefið mjer húsnæði og
rnat (lyftir fatinum). I svipinn þarfnast jeg
mest að fá eitthvað á fæturna.
Halla:
Einhvern veginn semur okkur um verð-
ið. Haltu á pokanum, Magnús, fram I
eldhúsið.
M a g n ú s :
Satt er það — pokinn er þungur (fcr)-