Lögrétta

Issue

Lögrétta - 10.01.1912, Page 4

Lögrétta - 10.01.1912, Page 4
12 L0GRJETTA. Grapastokkur í Kína. Af munnmælasögum kannast menn hjer við gapastokkinn gamla. í Kína er hann enn notaður, eða lík hegningaraðferð, og er hún sýnd hjer á myndinni. Nú í uppreisninni er sagt að fjöldi manna sje festur í gapastokka á götum úti, og eru þeir þá hæddir og ertir af mörgum, sem framhjá ganga. Reykjavík. Bæjarstjórnin. Fundur 4. jan. Frv. til reglugerðar um mjólkur- sölu tekið út af dagskrá vegna veikinda flutningsmanns. Tillaga nefndar um ráð til þess að koma í veg fyrir að börn og unglingar sjeu úti á götum bæjar- ins á kvöldin, var feld, en hún fór því fram, að sett væri í lögreglu- samþykt bæjarins það ákvæði, að lögregluþjónunum sje falið að sjá um, að börn og unglingar undir fermingu færu til heimila sinna ekki seinna en kl. 10 á kvöldin, nema þegar þau sjeu í fylgd með foreldrum sínumeða aðstandendum. Kosinn til að stýra fundum í for- föllum borgarstjóra yfirstandandi ár Kl. Jónsson. Kosnir til að semja ellistyrktar- sjóðsskrá þ. á.: P. Guðmundsson, Kr. Ó. Þorgrímsson, L. H. Bjarna- son. Þessar brunabótavirðingar samþ.: Hús Sigurj. Sigurðssonar í Hafn- arstræti 19, 6910 kr.; hús sama í Hafnarstr. 21, 31115 kr. Ben. S. Þórai'insson kauprn. er nýlega orðinn riddari af Dbr. Yerslunarstjóraskifti hafa orðið við versl. „Dagsbrún", Har. Árna- son farið frá, en Hreggviður Þor- steinsson verslunarm. tekið við. íþróttavöllurinn. Þar fjekst gott svell) nú um helgina siðustn og voru þar þá skautahlaup og skemtanir. Veðrið er stöðugt hið besta. Frost nokkur norðanlands undanfarandi, en hjer lítil. Nú aftur þíður. Fjalla-Eyvindur. Hann hefur nú verið leikinn 11 sinnum, altaf fyrir húsfylli. Næst verður hann leikinn á laugardagskvöld. Neðanmáls: Fjalla-Eyvindni'. Eftir Jóhann Sigurjónsson. Jólapottar Hjálpræðishersins. Þakklæti. Hinum hreiðruðuborg- urum í Reykjavík og einnig hverjum einstaklingi, sem tók þátt í að hjálpa oss til að ná þessum góða árangri: kr. 254,34, sem komu í pottana þetta ár (20 kr. meira ení fyrra) votta jeg hjart- ans þakkir. Peningar voruþannig: 166 r eyring- ar, 924 2-eyr., 618 5-eyr., 383 10-eyr., 258 25-eyr., 37 50-eyr., 41 i-kr., 8 2-kr., 1 5-kr. og 2 10 kr.; þessum pen- ingum var, eins og áður er getið, varið til jólagleði íyrir ekkjur, gamalmenni og börn: ípeningum út í hönd voru gefnar kr. 78,16 Gefið í mat og fötum o. s. fr. — 28,64 Jólatrje, kerti og skraut m. m.— 11,33 Hátíðarnar...................—1°7,95 10% af inntektunum til hinnar alm. Hjálpræðishersstarfsemi — 25.43 Alls kr. 251,51 Frá kjötbúðinni í Austurstræti 4 tók- Um við á móti 25 pd. af hökkuðu kjöti, til útbýtingar handa fátækum, sem við tjáum þakkir fyrir. Hátíðarnar fóru mjögvelfram — voru sóttar af svo mörgum sem salurinn gat rúmað, og ef gefendurnir hefðu verið viðstaddir og sjeð aðnjótendanna hýra bros og tekið á móti þeirra þakkláta handartaki, mundu þeir hafa fundið sjer vera meira en launað. Bestu þakkir og gleðilegt nýárl Fyrir hönd Hjálpræðishersins. N. £ d e 1 b o adj. Þræturaál á ísaflrði hefur nýlega verið dæmt í hæstarjetti. Það var milli Ásgeirsens verslunar og bæjar- fjelagsins, út af kaupstaðarlóð. Bæn- um var dæmd lóðin, en málskostn- aður fjell niður. Auglýsingum í „Lög- rjetlU“ tekur ritstjórinn við eða prentsmiðjan. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. Pó8thú88træti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Tal8Ími 16. Kensla. Undirrituð kennir, söng, guitar- og klaver-spil (fyrir byrjendur). Kristín Benediktsdóttir. Garðastræti, Hildibrandshús. Heima kl. 10—12 árd. Síðastl. liaust var mjer dreg- inn hv. sauður, 1 v. gamall, með mínu rjetta fjármarki, sem er: biti fr. h. og heilhamrað v. Sauð þennan á jeg ekki. Rjettur eig- andi vitji andvirðis kindarinnar til mín og semji við mig um markið. Fljótstungu í Hvítársíðu í des. 1910. Bergþór Jónsson. ijljóíþerasláttur. LJndirritaðir taka að sjer að sjá unx hljóðfæraslátt (»Fiðla«, »Kla- ver«) við dansleiki hjer í bænum í vetur. Til viðtals kl. 7—8 síðd. í Þing- holtsstræti 7. P. 0. Bernburg. Jón ivarsson. Athygli karlmannanfla leiðist að því, að við sendum til allra 3V4 mtr. 135 cmtr. breitt, svart, dökkblátt og grádröfnótt nýtýsku fínullarefni í falleg og sterk föt fyrir aðeins 14 kr. 50 au. Fataefnið send- ist burðargjaldsfrítt með eftirkröfu, og má skila því aftur, ef það er ekki að óskum. Thybo Mölles Klædefabrik, Köbenhavn. Cocolith, sem er best innanhúss i stað panels ogr þolir vatn og eld, útvegar með verksmiðjuverði að viðbættu flutningsgjaldi G. E. J. Guðmundsson bryggiusm. í Reykjavík. Aðalumboðsmaður fyrir sölu á Cocolith til íslands. verða haldnir mánudaginn 15. þ. m. í skrifstofu bæjarfógeta í eftir- nefndum búum, til þess að ráða af um sölu á fasteignum búanna. 1. í þrotabúi Ólafs Theódórssonar trjesmiðs kl. 12 á hádegi. 2. í dánarbúi Þorsteins Magnús- sonar trjesmiðs kl. I2V2 e. hád. 3. í dánarbúi Guðmundar Jóns- sonar húsmanns kl. 1 miðdegi. Bæjarfógetinn í Reykjavík 10. janúar 1912. Jón Magnússon. til BcejarstjórnarRosninga liggur Jrammi i Bœjarþingssiofunni Jrá 4.--20. jan. að 6áð~ um éocjum meðíöíóum, RíuRRan 10—3. cJiœrur senðist Sorgarstjóra Jyrir 24. jan. Borgarstjóri Reykjavíkur 4. jan. 1912. Páll Einarsson. Fiskifjelag íslands heldur aðalfuml laugardaginn 3. febr. u. k. kl. 6 síðdegis í Bárubúð. Á fundinum skýrir stjórnin frá framkvænxdum sínum á hinum liðna starfstíma. Kosnir verða þar fulltrúar til fiskveiðaþings og rædd ýms áliuga- mál fjelagsins samkvæmt ákvæðum fjelagslaganna. Nýir meðlimir verða teknir í fjelagið. Stjórnin. OTTOM0NSTED dansfca smjörlihi er besh Biðjið um \eqund\mar JS6ley** w ingóifur ** „ Hehla " eða Jsafold Smjörlikiö fœ$Y einungis fra t Ofto Mönsted 7f. Kaupmnnnahöfn og/fró$um i Dantnörhu. ínus hreina úrvals StjSrnu-caeaóðuft, selst einungis í upphaflegum y* pd. pokum, sem eru með firma- nafni og innsigli. Skrifstofa opin alla virka daga frá kl. 6—8 e. m. (Bðður éhíslason yfirrjettarmálaflutningsmaður, laufásveg 22. Venjul. heima kl. n—12 og 4—S- á Hotel ísland. Prentsmiðjan Gutenberg. úpp úr jörðunni. Það eina, sem þú veist, er, að hann heitir Kári — og það veistu ekki einu sinni með vissu. Halla (stendur upp).‘ Hvað eiga allar þessar dylgjur að þýða? Bj örn: Settu þig, húsfreyja. Halla (sest): B j ö r n: í fyrra haust komu hingað tveir lang- ferðamenn. Þeir þóttust þekkja Kára. Það er haft eftir þeim um hann, að hægra væri að breyta nafni en svip. Jeg haíði því miður ekki tal af mönn- unum. En mig fór að gruna margt. Og nú er nýkominn maður sunnan af landi, — hann var sendur með peninga hingað í sveitina, — hann gistir hjá mjer í nótt. Hann sá Kára við kirkju á sunnudaginn var. Og hafi honum sýnst rjett, [þá er málið ófagurt. Halla Við hvað áttu, maður? 37 B j ö r n (stendur upp): Það er hvorki meira nje minna en að ráðsmaðurinn þiun heitir ekki Kári. Hann heitir Eyvindur, er strokumaður og dæmdur þjófur. Halla (er staðin upp): Þið hljótið að vera brjálaðir. B j ö r n: Sunnlendingurinn þorði ekki að leggja eið út á það (giottir). Jeg held hann hafi iðrast eftir, að hann sagði frá því. En hann sagðist aldrei hafa sjeð likari menn. Og Eyvindur hafði ör á enninu, eins og ráðsmaðurinn — því mundi hann eftir. H a 11 a: Sá hann Kára á sunnudaginn var? B j ö r n : Já. Halla (hlær): Kári fór ekki til kirkju á sunnudag- inn var. Bj örn: Það þykir mjer kynlegt. Tveir af mínum heimilismönnum fóru til kirkju 38 og þeir sáu báðir ráðsmanninn. En það er hægt að leysa úr gátunni —jeg skrepp hingað með sunnlendinginn á morgun. Halla: Ætlast þú til að jeg trúi því, að Kári sje þjófur? Bj örn: Þú þarft hvorki að trúa af nje á. Það er nóg, að þú segir honum það, sem jeg hef sagt, og að jeg ætli að láta sýslu- manninn rannsaka málið — þá þori jeg að ábyrgjast, að hann verður horfinn úr þínum húsum áður sól rís. Halla: Þú ert reiðubúinn til þess að trúa illu um aðra menn, — og þjóta til sýslu- mannsins. En af þessu máli færð þú enga sæmd. Björn: Jeg er hreppstjóri að nafninu til og það er skylda mín, að reyna að standa vel í minni stöðu. En þjer skjátlast, ef þú heldur, að jeg rasi fyrir ráð fram. Jeg skrifa fæðingarhreppi Eyvindar. Jeg fæ fljóta og vissa ferð með sunnlend- ingnum, svo jeg get búist víð að fá svar eftir tvo — þrjá mánuði. 39 Halla. Er það af umhyggjusemi fyrir mjer, að þú lætur þjer svona ant um þetta mál? B j ö r n: Mjer væri ósárt þó hann yrði hengdur. En hann er þitt hjú. Þess vegna sagði jeg þjer frá þessu, svo þú gætir losað þig við hann í kyrþey. Halla: Það er ilt verk, að vekja tilhæfulausan grun. B j ö r n: Þú tryðir ekki betur syní þínum eða einhverjum nákomnum, en þú trúir ráðs- manninum. Jeg fer að halda, að sumt af því, sem jeg hefi heyrt, geti ef til vill verið satt. Hingað til hef jeg látið það eins og vind um eyrun þjóta. Halla: Hvað hefur þú látið eins og vind um eyrun þjóta? Björn: Ef það er satt, sem al-talað er, þá væri betra fyrir þig, að ráðsmaðurinn þinn hyrfi sem fyrst. Það gæti orðið sárara fyrir þig að skilja við hann eftir tvo — þrjá mánuði. 40 Halla (napurt): Nú skalt þú koma til dyranna eins og þú ert klæddur. Þú ert ekki kominn hingað til þess að ráða mjer heilræði, enda býst jeg ekki við því. En þú getur látið mig og mitt heimili afskiftalaust. Heldurðu jeg hafi gleymt, hvernig þú hefur verið í minn garð? Þegar bróðir þinn Ijet þig vita, að hann ætlaði að giftast mjer, sagðir þú, að það væri ætt- arskömm, ef hann giftist mjer, fátækri vinnukonunni. Þú rjeðir honum til að svala því, sem þú kallaðir augnabliks- fýsn, án hjónabands. B j ö r n: Þetta hef jeg aldrei talað. Halla (leggur höndina á hjartað): Jeg á lokaða hirslu, þar sem jeg geymi ■orð vina minna. Og nú skal jeg segja þjer frekara: Það var annað atriði, sem þú þagðir yfir, — þú óttaðist að þín yfir- ráð kynnu að skerðast. B j ö r n (kippist við): Hvað segirðu?

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.