Lögrétta - 24.01.1912, Blaðsíða 2
18
L0GRJETTA.
W Stór rýmingarútsala
hjá Árna Eirikssyni.
ÍO—400/o afsláttur gefinn af öllunci vörum.
Lögrjetta kemur át i hvcrju-n mifl-
vlkudegl og auk þess aukablöfl vlfl og vlð,
mlnit 60 blöð als á ári. Verfl: 4 kr. árg.
á falandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. jáli.
jrjalla-€yvini)ur.
Georg Brandes prófessor ritar
um »Fjalla-Eyvind« Jóhanns Sig-
urjónssonar í »Politiken« trá 25.
des. Blaðið hefur beðið hann og
fleiri rithöfunda að skýra frá, hver
af þeim bókum, sem í haust hafa
komið út hjá Dönum, þeim þyki
best. Brandes segist auðvitað
ekki hafa lesið þær allar. En af
þvi, sem hann hefur lesið, segir
hann að »Eyvindur« sje sú bók,
sem hafi komið sjer mest á óvart
og glatt sig mest.
»Dr. Rung« gaf ekki tilefni til
að vænta svona mikils af höfund-
inum, segir dr. G. B. í »Eyvindi«
komi fram skáldskaparhæfdeikar
á háu stigi; þar sje bæði alvara,
kraftur og sterk tilfmning. Aðal-
persónur fáar, en fullar af kraft-
miklu lífi innra fyrir. Höf. hafi
þor til þess að líta óhikandi á
virkileikann og óvenjulega góða
gáfu til þess að lýsa honum.
Hann hafi fult vald á efninu og
framsetningin sje þvi samboðin.
Og því hrósverðara telur hann
þetta, þar sem ritið sje ekki sam-
ið á móðurmáli skáldsins.
Bæjarstjórnarkosningarnar.
Síðan Lögr. kom út seinast
hefur orðið sú breyting á lista
Framfjelagsins, að Thor Jensen
er þar ekki lengur. Hann ritaði
fjelaginu og baðst undan kosn-
ingu. Það er skaði fyrir bæjar-
stjórnina að missa af svo dugleg-
um og mikilhæfum manni, en
samt verður nú svo að vera.
Listi Framfjelagsins er núsvona:
Kn. Zimsen verkfræðingur,
Jón Ólafsson skipstjóri,
Guðm. Ásbjarnarson trjesmiður,
Þorv. Þorvarðsson prentsm.stj.,
Jóh. Jóhannesson kaupmaður.
Jóh. Jóh. kaupm., sem bætt hefur
nú verið á listann, þekkja allir
bæjarmenn að dugnaði og útsjón-
arsemi. Og væntanlega fylgja
Frammenn lista sínum af sama
kappi og áður.
Kvennalistinn hefur einnig tek-
ið breytingum. Á hann hefur
verið bætt: frú Ragnhildi Pjeturs-
dóttur og frú Ragnheiði Bjarna-
dóttur.
Nýr listi kvað vera kominn
fram með Sveini Björnssyni mála-
flm. efst og Páli Halldórssyni
skólastjóra næst, í stað H. Haf-
liðasonar, og svo að öðru leyti
sömu mönnum og á »Sjálfst.«-
listanum.
Það kvað vera borið fram móti
Framlistanum, að Jón ólafsson
skipstjóri sje mikið fjarverandi
úr bænum, en Lögr. hefur það
úr áreiðanlegum stað, að hr. J.
ól. verði hjer heima að staðaldri
nú framvegis, við stjórnarstörf í
Forsetafjelaginu. Ættu þá sjó-
menn ákjósanlegan fulltrúa i bæj-
arstjórninni, þar sem hann er.
Listarnir er enn eigi merktir,
en Framlistinn mun verða merkt-
ur með E.
BÚnaöarnámsskelA var hald-
ið í Hjarðarholti í Dölum vikuna
8 —14 þ. m. Fóru tveir þangað
vestur frá Búnaðarfjelagi íslands,
þeir Einar Helgason og Sigurður
Sigurðsson. Auk þeirra hjeldu þar
og fyrirlestra að tilhlutun búnaðar-
fjelagsins Torfi Bjarnason 1 Ólafsdal
og Jón H. Þorbergsson fjárræktar-
maður úr Þingeyjarsýslu. Jón er á
leiðbeiningaferð í vetur um Húna-
vatnssýslu, Dali, Snæfellsnes og
Borgarfjörð. Auk þeirra, sem að of-
an eru greindir, hjelt Ólafur prófast-
ur Ólafsson 2 fyrirlestra, síra Björn
Stefánsson 1 og Páll Ólafsson kaup-
maður 1.
Fyrirlestrarnir byrjuðu kl. 11 f. h.
og stóðu til kl. 4—5 e. h. Að
klukkutíma liðnum byrjuðu umræðu-
fundir um ýms búnaðarmál 0. fl. og
stóðu þeir yfir framundir kl. 10 á
kvöldin.
Námsskeiðið var vel sótt; fyrstu
dagana voru aðkomumenn um 30,
en seinni hluta vikunnar um 50. Þar
af voru 26 bændur.
Samkomurnar voru haldnar í skóla-
húsinu, er síra Ólafur hefur reist
handa lýðskólanum. A honum eru
í velur nær 20 unglingar, piltar og
stúlkur, flest úr Dalasýslu.
Magnús Th. Blöndahl og
Völundur.
10474 kr. 95 au.
Þess hefur áður verið getið hjer í
blaðinu, — í fyrstu út af ummæl-
um M. Th. Bl. á þingmálafundi hjer
í haust, — að málaferli stæðu til
milli hans og Völundarfjelagsins.
En nú er komin á sætt þar í milli
þannig, að M. Th. Blöndal borgar
Völundi, án málssóknar, 10474 kr•
95 au.
Ef Lögr. minnir rjett, þá kölluðu
málpípur fjárglæfraflokksins það
„lygasögur" í haust, sem leið, að
Völundarfjelagið ætti nokkrar fjár-
kröfur á M. Th. Bl. — En „þarna
liggur nú bevísið".
Nú koma silfurbergsauðæfin sjer vel.
Þýiku komiiutfarnar. sem
um var getið í síðasta tbl., fóru fram
12. þ. m. Kjósendafjöldinn er 14V2
miljón. Allir karlmenn, sem eru
yfir 25 ára að aldri, fjár síns ráð-
andi og ekki dæmdir fyrir óheiðar-
leg verk, hafa kosningarrjett. Kosn-
ingin er leynileg og kosið í hverjum
hreppi. Fái ekkert þingmannsefnið
yfir helming greiddra atkvæða, fer
fram endurkosning. Sama þingmanns-
efni getur boðið sig fram í fleiri kjör-
dæmum en einu. Sje hann kosinn
víðar en í einum stað, ákveður hann
sjálfur, hvar kosningin skuli gilda.
Þannig eru kosningalögin. En kjör-
dæmaskiftingin er gömul og nú orðin
mjög ranglát. Hún er frá 1867 og
1871. Þá var skift niður kjördæm-
unum þannig, að í hverju þeirra yrði
sem næst 100,000 kjósendur. En
síðan hefur fólkstala á Þýskalandi
vaxið frá 41 miljón upp í 65 miljónir,
og þessi aukning hefur komið mest
á borgirnar og iðnaðarhjeruðin, svo
sem Saxland og Rínarfylkin. Fjöl-
mennasta kjördæmið, eitt af kjör-
dæmunum í Berlín, hefur nú 1,350,000
íbúa, eða er nú jafn fjölment og 20
strjálbygðustu kjördæmin til samans,
en fólksfæsta kjördæmið, Schaum-
burg-Lippe, hefur aðeins 47,000 íbúa.
25 stærstu kjördæmin hafa til sam-
ans 13 milj. íbúa, en 25 minstu kjör-
dæmin ná ekki 2 milj. samtals. Þing-
menn rfkisþingsins eru alls 397. Af
þessari kjördæmaskiftingu stafar það,
að kjósendur í sveitunum ná miklu
fleiri sætum en þeir eiga rjett á í
hlutfalli við mannfjölda, en borga-
lýðurinn verður þar útundan, og
íhaldsflokkurinn hefur yfir höfuð
stuðning sinn í sveitakjördæmunum.
Jafnaðarmenn fengu við síðustu kosn-
ingar ekki nema 1 þingsæti á hver
76 þús. kjósenda, en íhaldsmenn 1
sæti á hver 18 þús.
Þýska þingið er klofið f marga
flokka. Stærstur er hinn svokallaði
Miðflokkur (Centrum), sem nú hefur
kosningabandalag við íhaldsflokkinn.
Frá Mexilió. Þar hafa enn
verið róstur og uppreisn. Herforing-
inn Reyes hóf í haust uppreisn
gegn Madeiró forseta. Reyes var
hermálaráðherra síðast meðan Diaz
forseti var við völd og var álitið, að
hann mundi verða eftirmaður D. í
forsetastólnum. En þá kom uppreisn
sú, sem Madeiró vakti. Við forseta-
kosninguna í haust sótti Reyes fram
með miklu kappi á móti Madeiró,
en dró sig þó í hlje áður kosið var.
En er Madeiró var kosinn, reyndi
hann að koma á stað uppreisn gegn
honum. Hefur í því þófi staðið þar
til nú á jóladaginn. Þá gekk hann
á vald eins af herforingjum stjórnar-
hersins og kvað þar með allri mót-
stöðu lokið frá sinni hálfu. — Það
er haldið, að með þessu sje loks
lokið hinum langvinnu óeirðum í
Mexikó.
San Domingó. 1 svertingja-
lýðveldinu San Domingó kom það
nýlega fyrir, að forseti þess var
rnyrtur. Fjármálaráðherrann var tek-
inn fastur og sakaður um morðið,
sagt, að forsetinn hefði komist að
fjársvikum hjá ráðherranum og haft
orð á því við hann, en hinn myrt
hann samstundis. Fjársvik fjármála-
ráðherrans sögð vera um 2 milj.
dollara.
Grikkland og Krítey. Kut-
eyingar halda enn fast fram kröfum
sínum um sameining við Grikkland.
í haust kusu þeir þingmenn til gríska
þingsins, en stórveldin, er tekið hafa
að sjer umsjón með Krítey, bönn-
uðu hinum kosnu fulltrúum að fara
til Aþenu í þeim erindagerðum að
taka þar sæti í þinginu. Nokkrir
þeirra komust samt áleiðis, en voru
teknir og fluttir til gæslu á franskt
herskip. Þar var þeim haldið um
hríð, en síðan voru þeir samt látnir
lausir. Venezelos yfirráðherra Grikkja
hefur látið uppi, að ekki verði tekið
á móti fulltrúum frá Krítey á þing-
ið, því stjórnarskrá Grikkja leyfi
það ekki. Hann segir, að það geti
aðeins orðið til þess að auka Grikkj-
um vandræði að taka nú aftur upp
Kríteyjarmálið, Þingi Grikkja var
slitið 3. jan. Nýjar kosningar eiga
að fara iram í mars, og hið nýkosna
þing á að koma saman í apríl.
Ókyrd á Ballianskaga. í
Montenegró og Albaníu hefur verið
ókyrð og vígbúnaður. Snemma í
þessum mánuði urðu bardagar milli
herdeilda frá Montenegró og Tyrkja
við Mokra. En sagt er, að Eng-
lendingar muni taka þar í taumana
og stilla til friðar.
Búlgarar hafa einnig látið ófrið-
lega og haft her vígbúinn.
Sun-lfat-Sen, sá er byltinga-
mennirnir í Kína völdu þar fyrst til
þess að taka við forsetaembættinu í
hinu nýja lýðveldi, er, svo sem vænta
má, áður alkunnur maður og vel
reyndur. Hann hefur nú lengi und-
anfarandi dvalið í Evrópu og Amer-
íku, en þaðan hefur hann haft mikil
áhrif meðal þeirra, sem barist hafa
fyrir breytingum í Kína. Á yngri
árum nam hann lækningafræði í Hon-
kong hjá enskum lækni, Candlie pró-
fessor. Síðan varð hann Iæknir í
Konton, en var sakaður um hluttöku
í samsæri og forgöngu í uppreisn,
og flýði þá til Englands. Hann dvaldi
lengi í Lundúnum. Eitt sinn náði
sendiherra Kínverja þar í hann, gerði
menn út, er tóku hann út á stræti
og fluttu hann tii hallar sendiherr-
ans. Þar var hann í varðhaldi um
hríð og átti, er tækifæri gæfist, að
senda hann heim til Kína til lífláts.
En vinir hans í Englandi komust að
þessu og fengu ensku stjórnina til
þess að heimta, að hann yrði látinn
laus. Stjórnin í Kína mótmælti því
harðlega, en þó varð svo að vera.
Á síðustu árum hefur Sun-Yat-Sen
verið í Ameríku.
„IlílHth*44
heitir sögukver eitt lítið, sem er ný-
komið á markaðinn. Egill heitir höf-
undurinn og er Erlendsson. Kverið
inniheldur tvær smásögur. Fyrri sag-
an heitir „Kjölfesta". Innihaldið er
á þessa leið: Gísli, kaupmaður í sveit,
giftist uppeldisdóttur bóndans á heim-
ilinu. Þau flytjast burt úr sveitinni og
í sjávarþorp á Suðurnesjum. Það er
um það leyti, sem útlendu botnvörp-
ungarnir eru að byrja að veiða hjer
við land, og róðrabátaútvegurinn ís-
lenski er að falla úr sögunni. Þegar
þau Gísli eru búin að búa nokkur ár
við sjóinn, eru þau orðin barnamörg
og svo gjörsnauð, að þau sjá engin
önnur úrræði til að bjarga lífi barn-
anna en að „fara á sveitina", en það
er þeim báðum mjög ógeðfelt, eða
þá að fara til Ameríku með börnin.
Það vill konan ómögulega, vill ekki
tefla lífi barnanna í þá hættu, sem
löng sjóferð hlaut að hafa í för með
sjer. Svo verður það að ráðum, að
Gísli skuli fara utan um nokkur ár
til þess að reyna að vinna sjer inn
peninga; svo sárt, sem þeim þykir
að skilja, þá verður það þó úr, að
hann kemst í botnvörpung, án þess
að nokkur viti um það nema konan,
en hún hjelt því leyndu. Og alment
var það álitið, að Gísli hefði annað-
tveggja drepið sig, eða þá beinlínis
strokið frá konu og börnum, og var
það ekki lagt út á betra veg. Konan
fór á sveitina með börnin. Að átta
árum liðnum kemur Gísli heim aftur
og er þá svo að efnum búinn, að
hann borgar hrepnum alt, sem hann
skuldar honum, og á þá svo mikið
cftir, að hann getur byrjað búskap.
Saga þessi er mjög svo hversdags-
leg og eðlileg að öllu, nema ef vera
kynni að trygð og drengskap Gísla.
Slikir hlutir gerast nú á dögum frem-
ur 1 sögum en í hversdagslífi vor ís-
lendinga. Alt um það tekst nú höf.
vel að gera það eðlilegt. Sagan ber
það með sjer, mjög greinilega, að
höfundurinn er byrjandi á skáldlist-
arbrautinni. En þrátt fyrir það, ber
sögukornið eitthvað það í sjer, sem
er manni hugljúft Og verður eftir í
taugunum, þegar lestrinum er lokið.
Sjerstaklega góðir þykja mjer kafl-
arnir: „Með straumnum" og „í
leyni", þar sem höf. er að lýsa ör-
byrgðinni, og aftur þar, sem þau
hjónin eru að hugsa um og ráða með
sjer, hvort Gísli eigi að „strjúka".
Lýsingin á þessu er svo eðlileg og
Ijós, að jeg hef ekki lesið hana betri
í íslenskum skáldsögum; sama er að
segja um lýsinguna á þurheysvinn-
unni í byrjun sögunnar.
Seinni sagan heitir „Solveig". Hún
segir frá fundi og samræðum tveggja
kvenna, sem hafa verið æskuvinur,
en fjarvistum um mörg ár. Onnur
þeirra hefur sæmilega íslenska ment-
un, enda er hún prestsdóttir. Hin
er fátæk en greind bóndadóttir, sem
á engan skóla hefur gengið. Að föð-
ur sínum látnum verður hún fyrir
litlu ástríki af bræðrum sínum og
verður að fara á burt af heimilinu,
einkum vegna þess, að hún feldi ást-
ir til karlmanns, sem getur barn við
henni og hverfur svo frá henni. Út
af þessu lendir hún f nokkrum erfið-
leikum, líkamlega og andlega, og er
þá af baslinu knúð til þess að fara
að hugsa, en það hafði hún ekki
gert áður, aldrei verið kent það, Hún
fer að hugsa um kjör sín, hugsa um
uppeldi sitt og þá, sem áttu að leið-
beina henni á æskuárunum og búa
hana undir lífsbaráttuna. Og hún
kemst að þeirri niðurstöðu, að þeir
hafi að sönnu viljað henni vcl, en
þó sökum vanþekkingar vanrækt að
að innræta henni og kenna henni
það, sem hún nú álílur nauðsynleg-
ast, cn það er að hugsa. Og svo
kemst hún að þeirri niðurstöðu, að
hennar eigin „yfirsjón" sje bein af-
leiðing af hugsunarleysi hennar sjálfr-
ar. Hún álítur sig svo sem ekki seka
við neinn eða neitt, nema við barnið,
sem hún hefur alið. Og nú læðist
kuldi og gremja inn í sál hennar,
gremja til æskuleiðtoganna, foreldr-
anna og prestsins og kennaranna,
sem höfðu svikist um að ala hana
upp svo sæmilegt væri, og hún fyrir-
lítur foraldra sína. „Jeg hataði alt
og fyrirleit alla", segir hún. En svo
mýkist skapið aftur og gremjan þverr-
ar, og hún sjer, að það er ástæðu-
laust að hata alt — nema vanþekk-
inguna og hugsunarleysið. Og svo
snýr hún huga sínum eingöngu að
því, að reyna að leitast við að búa
telpuna sína litlu betur undir lífið en
hún var sjálf undir það búin, svo að
barnið þyrfti ekki að kaupa reynsl-
una eins dýrt og hún. Og að lok-
um er hún sátt við alt og alla.
Saga þessi er ekki löng, en hún
er efnismikil, og yfir henni er eitt-
hvað svo elskulegur og hugljúfur blær,
að jeg held að það sje ómögulegt
að gleyma henni. Og jeg held, að
allir hljóti að græða sitthvað við
að lesa hana, Enga íslenska skáld-
sögu hef jeg lesið, sem lýsir betur
athugulum hugsanaferli þeirrar sálar,
sem hefur, að almenningsáliti, fram-
ið yfirsjón, svipaða Solveigar. Og
þetta sögukorn ber það með sjer, að
höf. er „ókúgaður" af móralprjedik-
unum og andlega frjáls. En það er
meira en sagt verður um alla ís-
lenska skáldsöguhöfunda.
Engar fjarstæður hef jeg fundið í
sögum þessum, en aftur á móti hef
jeg rekið mig á ýmiskonar smá-
smekkleysur og byrjenda-tilgerð, eins
og t. d. að skifta »Kjölfestu«, þess-
ari stuttu sögu, niður í kafla með
»sláandi« yfirskriftum; þær eru alls
endis óþarfar, og skemma fremur en
bæta. Hreinasta syndaflóð er þar
líka af þankastrykum, einskonar til-
gerð, sem ertir lesandann, o. fl. Dá-
iítið ósamræmi er líka í því, að Sol-
veig skuli nefna orðið »forsenda«, og
reyndar er hún víða alt of »lærð«,
af ólesinni sveitastúlku að vcra. lila
kann jeg við orðið »helblár«, scm
höf. notar svo mjög, þegar hann er
að lýsa kuldanum á Elínu. Annars
eru flestir af mál- og framsetningar-
göllunum þannig lagaðir, að auðvelt
hefði verið að bæta úr þeim við
prófarkalesturinn, hefði einhver höf.
færari maður haft hann á hendi, en
það hefur ekki verið.
Mjer fyrir mitt leyti er það full-
ljóst, eftir að hafa lesið þessar sögur,
að maðurinn, sem hefur samið þær,
hlýtur að vera skáld. Og þó að sög-
urnar sjeu ekki neitt frumlegar að
efni eða hugsun, þá er þó eitthvað
frumlegt við þær, og eitthvað nýtt,
sem vjer íslendingar eigum ekki að
venjast. Þetta sjerkennilega við þær
er hugblærinn yfir þeim og alfrelsið
í hugsuninni, og það er oss hvort-
tveggja holt og nærandi, sitt á hvorn
háttinn vitanlega.
Hafi höfundurinn bestu þakkir fyr-
ir »Rastir«, en skrifi samt betur næst
með tilliti til smáagnúanna og til-
gerðarinnar.
Jeg hef hjer fengið nýtt skáld til
að lesa og bíð með óþreyju eftir
næsta verki.
Valdimar.
Xínabyltingin.
Símað er frá Khöfn 19. þ. m., að
friður sje kominn á f Kína, keisara-
ættin hafi afsalað sjer völdum og
Juan Shi Kai sje nú forsetaefni.