Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.03.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 06.03.1912, Blaðsíða 3
LOGRJETTA. 45 Norðlingamót Norðurland! — Þú kæra, kæra móðir, kvoðju til þín senda börnin þín. Hug’rinn reikar horfnar æsku slóðir, hjá þjer miuning alls þess besta skín. Fagurt var í faðmi dala þinna, fögur var þín háa, bláa strönd, gott var þinna fossa afl að finna, fögur voru öll þín heimalönd. Norðurland — með nætur sólar loga niður við þitt spegilsljetta haf, sól, er rjettir yfir ósa, voga, inn til dala kæran geislastaf. Norðurland — með næturskin um tinda, Norðurland — með vetrargeisla bál. Drættir þinna miklu, hreinu mynda mást ei ót í nokkurs barns þins sál. Norðurland — nteð vöggu fornrar frægðar, fjögur lögþing — eiginn biskupsstól. Roði sannrar rausnar, hreysti, gnægðar, rennur enn um hvert þitt höfuðból. Hólastifti! — R'ki gömlu Grundar! Gott var stundu n hjá þjer manna vai. Fram ti! b\ gðar íslands efstu stundar a hver mmning þar sinn fræga dal. Þó er stundum sárt að sjá til baka, sjá gegn örvum vetrum þínum frá, faðm þinn allan fyltan ís og klaka, felli þínum góðu býlum á. En það stælir. — Augun hvessast, harðna, elding kuldans skerpir dug og þor. Þú átt kvöð til þinna tryggu barna, þína sæmd að auka' er köllun vor. Vaxa skal hún — há og hrein og fögur, holl og björt sem fjalla þinna blær, af þjer berast enn þá fegri sögur yfir landið, — heiminn, — móðir kær. Auðgast skaltu’ að býlum, prýði, blóma, buga alt, sem vinna hygst þjer grand, nafn þitt aftur íslands sögu ljóma eins og forðum, — blessað Norðurland. G. M. lagabókstafur landsins veitir þeim. En hvernig lagabókstafurinn verð- ur skilinn, er mikið til undir kænsku þess málafærslumanns komið, sem með hann fer. Það er sagt, »að enginn innlendur maður, sem nú hefur kolasölu að aðalstarfi, þurfi að kvíða þvi, að verða fyrir atvinnumissi« o. s. frv. Mikil náð og miskunn virðist það vera, að útlendi stórkaupmaðurinn vill láta samningsbinda sig þannig, til að lofa þessum aumingjum að hirða mola þá, sem kunna að detta af borðum drottins þeirra. En til allrar lukku eru það að eins þeir núverandi kaupmenn. Hvers mega hinir aumingjarnir vænta, sem á eftir koma? En að hugsa sjer, að þeir núverandi skuli þannig þurfa að sækja heill og hamingju til eins útlends samningsaðila. — Að sjálfsögðu mun þeim vera hyggilegra að stinga stórbokka- skapnum undir stól á meðan. Skoðun nefndarinnar virðist benda til, að hættar muni við að kolin stigi óeðlilega mikið, ef salan verður kyr í höndum innlendra kaupmanna, heldur en ef útlend- ingur fer með. Því skyldi hún annars láta sjer til hugar koma að afnema þessi rjettindi íslensku verslunarstjettarinnar? Miklu frem- ur má þó ætla að samkepnin muni halda kolaverðinu í skefjum hjer eftir sem hingað til. Eða er það imyndun þeirra að útlendingnum sje svo vel við okkur, að hann vilji greiða úr eigin vasa eitthvað af þeim gjöldum, sem hann á að greiða landssjóði fyrir kolaversl- unina ? Vart mun svo vera. Lágmarkið, 20 krónur, bendir fremur til hins, að hann hafi hugs- að sjer að ná þessu gjaldi nokkr- um sinnum í sinn vasa. Að öllu þessu þannig athuguðu er það auð- sjáanlegt, að farsælla og mannúð- legra, gagnvart núverandi og kom- andi kynslóð, hefði verið að leggja ákveðinn toll á þessa og, ef til vill, fleiri vörutegundir, sem bæði út- lendir og innlendir þurfa við. Setjum t. d. 2 krónur á smál. af kolurn, sem þá kaupandinn fengi endurgoldna 1 krónu af fyrir kol þau, sem sannað yrði að hefðu verið seld til notkunar landsmanna. Að taka mest alt gjaldið af þess- ari einu vörutegund, virðist vera órjett. Enda lendir gjald þetta mikið til á framleiðslu sjávarafurða. Eða hvers vegna má ekki hækka tóbakstollinn enn um 50 aura á pundi, kaffið enn um 5 aura og sykurinn enn um 3 aura ? Slíkir tollar gerast víða í öðrum löndum og meira til. 50 aura til 1 krónu tollur á korntunnunni væri lands- búum heldur ekki ókleyft, og á sjer stað hjá nágrönnum vorum, Norð- mönnum. Fleiri vörutegundir er hægt að finna, sem tolla mætti án þess að þurfa að setja á stofn nokkuð sjerstakt toll-eftirlit, fremur en verið hefur,en semþó kæmijafnar niður á landsbúum, og yrði þann- ig rjettlátara. En í hamingjunnar bænum, látum oss heldur bera byrðarnar þannig, en að selja frá oss rjettindi, sem komandi kynslóð varla mun blessa okkur fyrir, miklu fremur bölva. Það er náttúrlegt, að þegar tekjuhalli er, verði að hafa einhver ráð til að bæta hann. Því naumast getum við búist við að fá aðflutningsbann, og margt annað, sem vjer krefjumst til fram- fara vorra, án þess að mega til að taka afleiðingunum og sætta okkur við, þótt skuldaþyngra verði á ann- an hátt fyrir okkur. Að eins er það mannlegra að takast sjálfir á hendur að bera byrðar þær og kvaðir, sem við sjálfir höfum skap- að okkur, heldur en að svínbinda okkur og komandi kynslóðina með einskonar samningum, sem eru þjóðinni til einkis gagns, þegar rjett er á litið, heldur til lang- varandi ógagns, jafnvel þó sum- um af nútíðar-mælskumönnum vorum megi snöggvast takast að breiða gyllingu yfir stórbresti slíks fyrirkomulags. Thor Jensen. yHheimsiJirótiamöt (Olympíuleikir) í Stokknólmi á ' omamlí sumri. íslendingar sækja mótið. Þangað sækja íþróttamenn 32 þjóða. Þar á meðal eru íslend- ingar. Forstöðunefndin sænska hafði tjáð þeirn (Sigurjóni Pjet- urssyni), að þeir yrðu að lúta dönsku undirbúningsnefndinni, aí því að ísland væri ekki sjerstakt ríki. Nú fór Sigurjón Pjetursson að heiman með umboð frá íþrótta- sambandi íslands til aðsemjavið þessa dönsku nefnd um Stokk- hólmsför íslendinga. Segist hann hafa notað þar aðstoðar dr. Val- týs Guðmundssonar og þó eink- um fengið ágæta liðveislu hjá J. Krabbe skrifstofustjóra íslensku stjórnarkmar í Khöfn. Hefur það áunnist, að þjóðerni íslendinga verður ekki traðkað, eins og út- lit var fyrir; þeir verða í flokki sjer, fá ekki að bera bláa fánann, af því að hann er ekki lögfáni íslands, en munu bera fálkamerk- ið á búningi sinum. Við nöfn þeirra á leikmannaskránni verð- ur haft »ísland«, en ekki »Dan- mörk«, eins og til hafði staðið. íslenska glíman verður sjerstakur þáttur í leikunum og henni ætl- uð stund og staður sem öðrum höfuðíþróttum. Það er ekki fullráðið, hversu margir þeir verða íslendingarnir, sein sækja þetta mót, en líklega verða þeir þó 6 talsins. Fyrsta verkfall á Islandi. Iívenfólk í Hafnarfirði hættir vinnu og heimtar kaup sitt hækkað. I Hafnarfirði berst mjög inikið af fiski á land, úr skútum og togurum. Fjöldi kvenna vinnur þar að fisk- þvotti. Þær hafa fengið tímakaup, 15 aura um tímann. Það þótti þeim oflítið og heimtuðu 18 aura. Vinnu- rekendur vildu ekki sinna kröfum þeirra. En þá tóku þær það til bragðs að hætta vinnunni og urðu vel samtaka, hættu allar í einu. Verkfallið hófst I. þ. m. og er enn óútkljáð. Kolaverkfallið í Englandi, Símað er frá Khöfn 1. þ. m.: „Ein miljón breskra kolanámu- manna hafa gert verkfall. Aðal- krafa þeirra er ákveðið lágmark á verkkaupi. Óeirðahorfur í landinu. Herlið er reiðubúið til að skakka leikinn. Kolaverð orðið geipihátt“. Það er haldið, að verkfall þetta standi yfir 4-—6 vikur. Meðan á því stendur flytjast alls engin kol út frá Englandi. Frjett hefur einnig komið um kolaverkfall í Bandaríkj- unum, svo lítið verður um það, sem þaðan fæst. Frá Þýskalandi og Frakklandi munu ekki verða flutt út kol heldur, því það, sem þar fæst, nægir ekki til notkunar þar heima fyrir, hvað þá heldur meira. Þetta verkfall skapar því megn vandræði víða. í gærkvöld er aftur símað frá Khöfn.: „Kolaverkfallið heldur áfram. Sam- göngur og viðskiftalíf lamað. Sátta- tilraunum haldið áfram". ijrySjuverk í Kina. Símað er frá Khöfn í gærkvöld: »Hermannasamsæri í Peking og fleiri borgum í Kína. Morð, brennur, gripdeildir«. Mannalát. Dáinn er lijer aðfaranótt 28. f. m. Skúli S. Þ. Sivertsen frá Hrappsey á Breiðafirði, fæddur 24. nóv. 1835, sonnr Þorvalds Sivertsensumboðsmannsí Hrapps- ejr og Ragnhildar Skúladóttur, frá Skarði, Magnússonar. Ólst Skúli upp þar heima og bjó þar síðan eftir föður sinn. Kvæntist 1856 Hlíf Jónsdóttur Ólafssonar frá Helgavatni í Vatnsdal, og áttu þau 7 börn, en af þeim náðu 3 full- orðins aldri: frú Katrín kona Guðmundar prófessors Magnús- sonar, Þorvaldur, nú í Búðardal, og Ragnhildur, sem dó hjer í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Skúli heitinn brá búi er Katrin dóttir hans fór frá honum og giftist 1891, og voru þau hjónin eftir það í húsmensku i Hrapps- ey nokkur ár, en Þorvaldur sonur þeirra tók við búinu. Konu sína misti Skúli 1895, og skömmu síðar fluttist hann suður hingað til Katrínar dóttur sinnar og dvald- ist hjer síðan það, sem eftir var æfinnar. Síðustu missirin var hann mjög heilsulítill. Skúli var áður myndarbóndi hinn mesti, hafði stórt bú og gott heimili, var gestrisinn mjög og oft bjargvættur nágranna sinna á harðindaárum. Sjómaður var hann talinn ágætur, og reyndi oft á það í ferðalögum milli eyjanna þar vestra. Aðfaranótt siðastl. föstudags andaðist síra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson prestur á Melstað í Húnavatnssýslu, fæddur 20. febr. 1866, sonur síra Eyjólfs Jónsson- ar, sem lengi var prestur í Árnesi i Strandasýslu. Sira Eyjólfur Kolbeins úfskrifaðist úr lærða skólanum 1888 og af prestaskól- anum 1890, fjekk síðar Sfaðar- bakka, er sameinaður var Melstað fyrir nokkrum árum, og fluttist þá síra Eyjólfur þangað. Hann var kvæntur Þóreyju Bjarnadótt- ur frá Reykhólum, og átlu þau 10 börn, sem öll eru á lifi. Síra Eyjólfur var greindur rnaður og vel látinn. Verkstæði landsjóðs. Það hefur verið stækkað og aukið mikið að áhöldum í vetur, svo að með þeirri breytingu er stigið hjer ekki lítið framfaraspor í verklegu áttina. Eins og áður hefur verið getið um hjer í blaðinu, fór Jón landsverkfræð- ingur Þorláksson til útlanda í haust sem leið í þeim erindagerðum að kaupa ný áhöld hanaa verkstæðinu. Þau eru nú komin, búið að koina þeim fyrir og farið að vinna með þeim. Nýju áhöldin eru vjelar, sem bora járn, ein, sem sagar járn, klippi- vjel o. fl. Svo er rafmagnshreyfi- vjel með 6 h. a., sem snýr öllum smíðavjelunum. Hún er lítil fyrir- ferðar og höfð uppi á hillu í verk- stæðinu. Aflið er fengið frá „Völ- undi", leitt eftir þræði, sem grafinn er í jörð. Nýja verkstæðið er 50 álnir á lengd og 10 á breidd, og er haft svo stórt til þess að hægt sje að leggja þar át brýr og máta saman stykki í þeim. Nú sem stendur er verið að smiða þar brúna á Ytri- Rangá, sem verður alls 92 mtr. á lengd, járnbrú, og vinna nú að því 14 menn, auk verkfræðinganna tveggja. Áður hafa verið smiðaðar hjer smærri járnbrýr, með ófullkomnari tækjum, en þá varð að vinna að smíðinni úti. Þetta voru brýrnar á Laxá í Þingeyjarsýslu, Laxá í Horna- firði og Sandá í Þistilfifirði. En af stærri járnbrúm er þessi sú fyrsta, sem hjer er smíðuð. Brúin á að komast upp næsta sumar. Lands- verkfræðingurinn ráðgerir, að flytja hana á skipi til Eyrarbakka og það- an á vögnum austur. „Ceresar“-straníi8. Um það er símað til afgreiðslu Sam. gufuskipafjelagsins 29. f. m., að skipið sje komið á flot og til Kirkwall. Stórlestin hafi verið nær full af vatni, forlest og afturlest ólek- ar. Kafari ransaki skipið næsta dag. Aukaskipið „Moslcow" er ráðgert að fari frá Khöfn XI. mars beint til Reykjavíkur og áfram til Vestfjarða, ísafjarðar, en ckki á Breiðafjörð. „Botnia" fer frá Khöfn 9. mars og á að taka í Leith vörur, er „Ceres" hafði meðferðis til Vestfjarða, og tekur „Moskow" þær svo hjer 1 Reykjavík og flytur þær áleiðis. Siðara skeyti segir, að framlestar- vörum sje nær öllum bjargað og nokkru af afturlestarvörum. Stórlest- arvörur sjeu nær allar tapaðar. Um 230 vörulestum bjargað. Eftirmæli. Jón Aðalsteinn Jónsson bóndi í Jónsseli í Hrútafirði andaðist að heimili sínu 31. maí s 1. Hann var fæddur 1854 að Magnússkógum í Dalasýslu Foreldrar hans vorujón- as bóndi, þá í Magnússkógum, son- ur Jóns bónda á Laugum Magnús sonar bónda og skalds á Laugum, og Guðrún Magnúsdóttir bónda í Magnússkógum Magnússonar á Laug- um. Var Magnús Jónsson á Laug- um, afi þeirra hjóna, talinn merkis- bóndi og einn með bestu hagyrðing- um á sinni tíð; er margt merkisfólk, í Dalasýslu og víðar, frá honum komið. Hafa margir af þeirri ætt verið nýtir og merkir vitsmunamenn, svo sem Jens dbrm á Hóli o. fl , en ekki sístan hæfileikamann má telja Jónas föður Jóns Aðalsteins og al- bróður Jens á Hóli. Þótt fjárskort ur, heilsubilun og erfiðar kringum- stæður vömuðu Jónasi að geta notið síns andlega og líkamlega atgjörfis, þá vissu kunnugir að þar var mikil- hæfur drengskaparmaður með kon- ungshjarta en kotungsefnum, sem, þrátt fyrir alt, sýndi ótrúlegan dugn- að og karlmensku, í því að vinna fyrir stórri ómegð, heilsubilaður og hjálparlaus á litlu og ljelegu heiðar- býli, mestan tíma af sinni búskap- artíð, svo alt fór vel. Hann var þess utan fjölhæfur gáfumaður og lista smiður. Ársgamall fluttist Jón Aðalsteinn með foreldrum sínum frá Magnús- skógum að Kjörseyri ( Hrútafirði (1855) og eftir 4 ára dvöl þar, flutt- ist hann með foreldrunum (1859) að Jónsseli í sömu sveit, og ólst þar upp hjá þeim. Árið 1876 dó Jónas; bjó þá Jón Aðalst. með móður sinni og systkin- um í Jónsseli næstu 6 ár, en árið 1882 hætti móðir hans búskap og fluttust þau þá að Hrafnadal og byrjaði Jón Aðalst. þar búskap fyrir sig og kvæntist Kristínu Jónasdóttur frá Sólheimum. Bjuggu þau hjón í Hrafnadal þar til 1907 að þau fluttu að Jónsseli. Þau eignuðust 11 börn og eru 7 af þeim á lífi, öll efnileg, og komin yfir fermingarald- ur nema 1. Frá barnsaldri vann Jón Aðalst. eins og hann hafði megn til, því lengst æfinnar varð hann að berjast við tilfinnanlegan efnaskort. Hann var duglegur verkmaður og smiður. Á fyrri árum fór hann til sjávar og var formaður bæði við Hrútafjörð að haustinu og við ísafjarðardjúp um vetrarvertíðir og var ætíð talinn með bestu sjómönnum. Jón Aðalst. var skynsamur og vel hagorður, við- kynningargóður, hreinlyndur og ein- arður, tryggur og vinfastur, góður faðir og ástríkur eiginmaður, átti líka mestu geðprýðiskonu og góðkvendi, sem nú syrgir hann. Þau hjón voru greiðvikin og hjálpsöm við alla, eftir fremsta megni. Kunnugur. Norðlingamót. Svo er nefnd sam- koma, sem haldin var hjer slðastl. laugardagskvöld af mönnum, sem hjer dvelja nú, en fæddir eru eða uppald- ir í Norðlendingafjórðungi. Samkom- an var haldin á Hótel Reykjavík og tóku þátt í henni 240 manns, konur og karlar. Fyrst settust menn að borðum. Kristján Jónsson ráðherra setti mótið með nokkrum orðum. Þar næst talaði Guðm. Björnsson land- læknir fyrir minni Norðurlands, en sungið var kvæði það, eftir Guðm. Magnússon skáld, sem prentað er hjer í blaðinu. H. Hafstein banka- stjóri flutti kveðju frá Eyjafjarðar- sýslu og mælti fyrir minni íslands. B. M. Ólsen háskólarektor bað menn drekka minni norðlenskra kvenna, en frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir þakkaði í þeirra nafni og bað menn drekka minni Reykjavíkur, því þangað sæki fólk hvaðanæfa af landinu menning sína. Eftir maltíð las Einar Hjör- leifsson upp kafla úr nýrri skaldsögu, sem hann er að semja og gerist fyrir fjórum öldum. Samsætið fór vel fram og var dansað lengi fram eftir nótt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.