Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.04.1912, Blaðsíða 3

Lögrétta - 24.04.1912, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 89 KOMMOÐUR, mjög vel vandaðar, fast hjá •Jóiii Zoéga. — ■ Tækifæriskaup Til 1. júní næstk. Til að rýma fyrir írýjum birgðuin af betreh-ki, sem koma í júní næstkomandi, verða nú frá í dag- og til i. júní seldar mínar smekltlegu og afaródýru birgðir af betrekki með stórkost- legum afslætti, 30%, og er því sjálfsagt, að þeir, sem þurfa, noti nú tækifærið til að gera góð kaup. Sveinn Jónsson. Temiilarsundi 1. Um aöskilnað ríkis og kirkjii. Eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. (Að mestu samkvæmt fyrirlestri í „Fram" 23. mars þ. á.). II. Einhver „sóknarnefndarmaður" bar prestunum það á brýn í Norðurlandi í vetur, að fríkirkjuvinátta þeirra hefði horfið fljótiega, þegar launakjör þeirra voru bætt1). En það er eng- anveginn satt um þá alla; þótt marg- ir þeirra kysu heldur frjálsa þjóð- kirkju, með kirkjuþingi, ef nokkur von væri um að hún fengist. Það er eftirtekta vert, að á síðustu prestastefnu í Reykjavík var sama sem ekkert talað um, hvort skiln- aðurinn væri æskilegur eða ekki, heldur beinlínis og óbeinlínis gert ráð fyrir því, að hann hlyti að vera í nánd. Biskup talaði þar um skiln- aðarkjörin frá sjónartriði kirkjunnar, og þá sjerstaklega una fjárhagslegu hlið málsins. Enda er það mikil- vægt atriði í þessu máli, en á þá hliðinu líta menn all misjafnt. 1) Þessar margumtöluðu „launabætur" prestanna þegar laun þeirra voru jöfnuð svo, að enginn prestur fær minna en 1300 kr. árslaun, eru oft og einatt til stórskaða fyrir prestinn; öll vel-launuðu brauðin úr sögunni, og lítt mögulegt fyrir prestinn, ef hann er fjölskyldumaður, að búa í kaup- stað, og komast þar af með þessi „endur- bættu" prestslaun. Biskup og margir aðrir leggja til að ríkið leysi til sín, fyrir hæfilegt verð, jarðeignir, mötur, kvaðir, ítök og aðrar eignir kirkjunnar, við að- skilnaðinn. Fríkirkjusöfnuðirnir, sem sennilega mundu myndast víðast hvar þegar í stað, fengju kirkjuhúsin, og þjóðkirkjuprestarnir fengju 5 ára bið- laun. — Allir söfnuðir, sem kendu sig við kristið nafn, fengju svo ár- lega hlutfallslegan styrk af vöxtum kirkjufjárins, ef þeir hefðu viður- kenda forstöðumenn. En þá viður- kenningu vill biskup láta forstöðu- mannaefnin sækja til guðfræðisdeild- ar háskólans, því hún á, samkvæmt hans skoðun, að halda áfram að kenna prestaefnunum, eða að minsta kosti prófa þau. Með þvf ætlar hann að tryggja sæmilega mentun fríkirkjuprestanna — og fá guðfræðis- prófessorunum áframhaldandi starf. Aðrir vilja að ríkið taki allar eign- ir kirkjunnar endurgjaldslaust, og skifti sjer síðan ekkert af neinum trúmálum, nje kostnaði þeim, sem trúmálafjelögin eða söfnuðirnir kunna að hafa af málum sínum. Fari svo, þegar til framkvæmdanna kemur, að ekki verði nema um þetta tvent að velja, þá hallast jeg fyrir mitt leyti að síðarnefndu skoðuninni. Enda þótt mjer sje fullkunnugt um, að þá skoðun styðja einkum þeir menn, sem kæra sig ekki um neitt kristnihald í landinu, og telja áhrif kristinnar kirkju lítil og ljeleg, sem indlar, JD eyktóbak, ■Jj^J’unntóbak, Riól> .. ^Jigarettur, fjölmargar teg. Áreiðanlega ódýrast í verslun Jóns Zoega. Talsími 128. Bankastr. 14. óþarft sje að styðja á neinn hátt af almannafje. Satt er það að vísu, að kirkna- fjeð var gefið til viðhalds kristinni trú með þjóð vorri. — Raunar var all-mikið af því ætlað í fyrstu til við- halds katólskri trú, en ekki lúterskri, — En eigi sá böggull að fylgja vöxtum kirkjufjárins, að ríkið eigi að kosta guðfræðisdeild háskólans, og hún að menta þorra prestaefnanna, eða að minsta kosti skera úr, hverjir sjeu hæfir forstöðumenn safnaðanna, held jeg heillavænlegra fyrir alla hlutað- eigendur, að ríkið hremmi til sín allar kirkjueignirnar. Landsstjórnin hlyti að veita guð- fræðiskennara embættin við háskól- ann. En þá er engin trygging fyrir því, að guðfræðis-prófessorarnir fylgi þeirri trúmálastefnu, sem meiri hluti safnaða í landinu aðhyllist, og mundu þá ekki þeir söfnuðir kæra sig um, að sækja mentun presta sinna til há- skólans. Þá er og heldur ekki ó- hugsandi hlutdrægni hjá háskólapró- fessorunum, er þeir færu að prófa þá, en væru fullir andstæðingar þeirra í trúmáluin. Sjálf úthlutun fjárins gæti og valdið flokkadráttum og ósam- lyndi; því bæði mundi reynt að teygja kristna nafnið sæmilega langt; andatrúarmenn, mormónar, og sjálf- sagt únítarar mundu þá líklega verða „vel kristnir"; og ekki væri óhugs- andi að pólitíkin kæmist eitthvað að við fjárveitingarnar og gerði þar ó- greiða, eins og víðar. Auk þess væri heldur engin full- nægjandi trygging fengin fyrir ment- un presta-efnanna yfirleitt, með þessu fyrirkomulagi. Styrkurinn yrði ekki svo mikill, að þeir söfnuðir, sem vildu fremur kjósa sjer lítt mentaða for- stöðumenn, gætu ekki komist af án hans, og einkum og sjer í lægi væri það hægðarleikur fyrir þá, er stæðu í sambandi við einhver öflug erlend trúmálafjelög. En svo virðist sem menn hugsi sjer, að þessi háskóla- viðurkenning geti eitthað stemt stigu fyrir þeim, þótt það sje fullur mis- skilningur. Nei, þá er betra að ríkið taki all- ar kirkjujarðirnar; jeg er ekkert hræddur um, að það mundi skaða kristindóm landsmanna, til langframa. Titanic-slysið. Þeir, sem fórust þar, voru 1653, en 705 komust af. Meðal þeirra, sem með skipinu voru, eru þrír menn heimskunnir, þeir enski blaðamaður- inn Stead og miljónamennirnir ame- rísku Astor og Vanderbilt. Miður dreugilegt hefur það hing- að til þótt, að berja á manni meðan hann hefur bundnar hendur, hvort heldur sem gert er til þess að sýna kraftana, eða í fólsku, til þess að svala illri lund, og auðvirðilegast þó að vera verkfæri í annara höndum til slíks, eða að láta siga sjer til þess. Slíkt hendir tæpast aðra menn en þá, sem hafa í æðum óblandað þrælablóð. — En á eitthvað slíkt minna hinar sífeldu árásir ísaf. á H. J. bankagjaldkera meðan ransókn stendur yfir á máli hans. Það eru ósannindi, sem ísaf. ber fram í síðasta tbl. um frávísun manns úr niðurjöfnunarnefnd hjer fyrir nokkr- um árum út af því, að hann væri undir ransókn. Þegar sú frávísum átti sjer stað, var maðurinn dœmdur. Hitt er víst, að fyrir ekki löngu sat hjer maður á fundum bæjarstjórnar- innar, sem mjög líkt stóð á fyrir og H. J. nú, og andæfði því enginn. Þeir göfugu herrar, sem fastast sækja nú að H. J,, geta enn engum sigri hrósað yfir honum. Og það mun vera ætlun og von allra góðra drengja, sem þekkja bæði H. J. og þá, að slfkt komi aldrei fyrir. Ef þeir þætt- ust vissir um úrslitasigur, þá ættisigur- hrósið fyrirfram líka að vera óþarft, svo að það bendir fremur í þá átt- ina, að þeir treysti ekki sem best á úrslitin. Annars má geta þess, að meðan verið var að bera út ísaf. síðastl. laugard. með brjefi Sv. B , sátu þeir H. J. og Sv. B. báðir á fundi í bæj- arstjórninni og greiddu þar atkvæði um mál þau, sem fyrir lágu. 1 vorslun Jóns Zoéga verður ódýrast að kaupa bygrg;- ingfarefui, svo sem: Saum, Rúðugler, Ivítti, Striga, Betrækk, Trjelím, Málningarvörur o. m. m. íl. cTunóur í verður haldinn í Gloodtemplara- húsinu næstk. laugardag (27. apríl) kl. 872 e. h. Umræðuefni: I v o 1 í n'i nka) eyl i ö . Oeykjarpípur, T óbaksdósir, rjlóbakspungar, fjöldamargar tegundir. Jón Zoég’a. “ Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Tal8imi 16. Slys á Yestfjörðum. í stórviðr- inu 14. þ. m. sigldi á landa í Dýra- firði fiskiskipið „Runa“ frá Patreks- firði, eign h/f P. J. Thorsteinsson, og brotnuðu á það tvö göt, en skip- verjar allir, 12, komust af. Skipið hefur nú náðst út og verið dregið á land til aðgerðar. í sama stórviðri strandaði vjelar- bátur frá Plnífsdal í Dýrafirði og brotnaði í spón, en menn komust af. Þriðja slysið varð á Isafjarðardjúpi um sama leyti. Mann tók þar út af vjelarbáti og druknaði hann, Þorvald- ur Jónsson að nafni, frá ísafirði. það er á ábyrgð leyfishala, að umboðsmaður hans skýri rjett frá sölunni, enda stendur hann landssjóði skil á gjaldinu af því, er umboðsmenn hans selja. 7. gr. Nú strandar skip hjer við land, sem hefuf kol innanborðs, og má þá selja þau við opinbert. uppboð eins og lög standa til. Af liverju tonni afslík- um kolum, skal greiða gjald í landssjóð, 2 krónur af liverju tonni. 8. gr. Einkaleyfið og samningur þessi gengur í gildi 1. jan. 1913 og gildir um öll kol, sem seld eru eptir þann tíma. Þó er leyfishafa ekki skylt að hafa kola- birgðir eða fasta útsölu annarstaðar en í Reykjavík, ísafirði, Hafnarfirði, Seyð- isfirði og Eskifirði, fyr en 1. júní 1913, þó með þeim sama fyrirvara, sem tekinn er fram í 11. gr. Á tímabilinu frá 1. janúar til 1. júní það ár er hon- um heimilt að miða söluverð annarsstaðar, ef kolin eru tekin írá innlendum sölustað, við gangverð á fyrsta llokks höfn, þannig, að við sje bælt nauðsyn- legum aukakostnaði og öðrum aukaútgjöldum, er salan liefur í för með sjer. Einkaleyfissamningur þessi nær yfir 15 ár og verður því á enda 31. desember 1927. Leyfið má endurnýja, ef leyfishafi óskar og alþingi samþykk- ir. Leyfishafi má ekki framselja einkaleyfi þetta. 9. gr. Leyfishafi skal vera undanþeginn aukaútsvari til sveitar- og bæjarsjóða at kolaverzlun sinni, svo og tekjuskatti lil landssjóðs, en starfsmenn hans, bú- settir hjer á landi, eru auðvitað ekki undanþegnir þessum gjöldum. 10. gr. Leyfishafi skal eigi greiða hærri liryggjugjöld á nokkrum stað, en venju- legt er, hvort sem bryggjurnar eru eign landsstjórnarinnar eða einstakra manna. Þurfi hann að fá lóð til kolageymslu, til húsabygginga, eða undir bryggjur, skal hann greiða fyrir lóðina eptir mati dómkvaddra manna, ef ekkifæstsam- komulag á annan hátt. 11. gr. Ef ís tálmar skipagöngum, eða alment verkfall kemur upp á Skotlandi, eða annað slíkt, sem kalla má vis major, þá er leyfishafi vítalaus, ef .hann gerir það, sem í hans valdi stendur, til að fullnægja samningnum, eptir al- mennum venjum og grundvallarreglum um skaðabótaskyldu í samningsmálum. 12. gr. Til endurgjalds fyrir einkaleyfi þetta skal leyfishafi greiða i landssjóð 1 krónu 50 aura af hverju tonni af kolum, sem hann selur til innlendrar notkunar (sbr. 5. gr., fyrstu málsgr.) og 2 krónur 50 aura al hverju tonni af kolum, sem seld eru til útlendra skipa (sbr. (i. gr.). í lok hvers ársfjórðungs skal leyfishafi senda landsstjórninni yfirlitsreikning yfir kol, sem seld hafa verið, og jafntramt skal hann greiða í landssjóð þau gjöld, sem honum ber samkvæmt reikningnum. Ársreikning skal semja og senda landsstjórninni ásamt fullnæg- jandi sönnunargögnum fyrir febrúarlok ár hvert; skal liann endurskoðaður í Stjórnarráðinu, svo sem aðrir reikningar fyrir landsjóðstekjum, og gjaldið síðan greitt að fullu, eptir því sem athugasemdir, viðurkendar af leyfishafa, segja til, sje gjaldið eigi greitt áður að fullu. Verði ágreiningur um upphæð gjaldsins, skal farið með hann svo sem segir í 14. gr. Stjórnarráðið getur, hvenær sem vera skal, átt aðgang að því að skoða verzlunarbækur leyfishafa lijer á landi. 13. gr. Til tryggingar því að leyfishafi fullnægi skuldbinding sinni samkvæmt samningi þessum, skal hann jafnan hafa til geymslu í banka í Rcykjavík £ 2000. Af fje þessu má landssjóður taka, án frekari umsvifa, þær skaðabætur og gjöld, sem leyfishafa kann að vera gert að skyldu að greiða af gerðarmönnum, eða samkvæmt lögum, svo sem til er tekið í 14. gr. Vextir af þessari upphæð greiðast leyfishafa. 14. gr. Nú verður ágreiningur um það, hvort samningur þessi sje rofinn af háltu annarshvors málsaðila að einhverju leyti, eða um útreikning á gjaldinu til landssjóðs eða um skilning á einhverri grein eða greinum i þessum samn- ingi, og skal þá útkljá þann ágreining þannig, að hvor aðila tilnefni einn gerðarmann; geti þeir eklci komið sjer saman, skal hinn íslenzki landsyfirdóm- ur útnefna oddamann. Urskurði þeim, sem meiri hluti gerðarmanna kveður upp, skulu málsaðilar skyldir að hlýða, svo framarlega, sem upphæð sú er eptir honum ber að greiða, fer ekki fram úr £ 100. Að öðrum kosti má leggja málið undir úrskurð dómstólanna. 15. gr. Þegar máli þannig er skolið til dómstólanna, eða ef til máls kemur út úr ágreiningi, er ekki snertir skaðabætur eða landssjóðsgjaldið, þá skal málið a prima instantia rekið fyrir gestarjetti Reykjavíkur. Skal leyfishafi vera skyldur til að sæta þeirri málsmeðferð eptir stefnu sem til innanbæjarmanns, birtri á aðalskrifstotu lians í Reykjavik. Ef mál hefur verið í gerð og kemur síðan í dóm, þá má ekki í dómsmálinu beita þeim játningum og tilslökunum, sem málsaðilar kunna áður að hafa gerl lil samkomulags, gegn honum. 16. gr. Birgðir þær af kolum, sem til eru fyrirliggjandi í landinu, þegar einka- leyfið byrjar, mega eigendurnir nota afgjaldslaust til eigin þarfa og atvinnu- reksturs síns i landinu eða á hjer skrásettu skipi. Selja mega eigendur kolabirgðir sinar til innanlands notkunar, ef einkaleyfishafa hal'a veiið boðnar þær fyrst, og eigi gengið saman um kaupin. Jafnframt skal skýra lögreglu- sljóra frá því, svo að hann geti látið ransaka vörumagnið eptir þeim rcglum, sem Stjórnarráðið ákveður. Et leyfishafi kaupir nokkrar slikar kolabirgðir, sem eru fyrirliggjandi 1. janúar 1913, greiðir hann hið ákveðna sölugjald í landssjóð jafnóðum og hann selur þær út aptur, en el slíkar birgðir eru

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.