Lögrétta - 19.06.1912, Blaðsíða 3
L O G R .1 E T T A
12
Danir, og þolum ennþá síður nokk-
ur siðferðisleg manntjón.
Þegar ekki eru nema 3 á bátnum,
þá ríður á, að þeir sjeu allir góðir
sjómenn. En sjeu aftur 90, hvað þá
900 sjómenn á skipinu, þá gerir þó
minna til, þó svo sem 2—IO sjeu
liðljettir. Óg eins er með þjóðirnar
og skipin.
Það eru nú annars margir fleiri
lestir en óskírlífi og drykkjuskapur,
sem eru stór hætta fyrir þjóðirnar.
Til dæmis fjeglæfrarnir og öll óráð-
vendni til orða og verka bæði í
smáum og stórum viðskiftum. Það
verðum hættulegast. Og þegar nú
óráðvendnin og ofdrykkjan er laus-
lætinu samtaka, eins og oft er, þá
er þjóðin í voða, því meiri voða sem
hún er veikari fyrir.
Vjer getum orðið einstæð og varn-
arsnauð þjóð fyr en varir. Ér því
um að gera, að búast til varnar.
Besta vörnin er gott siðferði í öllu.
Manndygðin, trúin og mentunin sam-
taka í öllu. Dygðug menningarþjóð
verður virt hvað smá sem hún er.
En til þess að stórþjóðirnar hlífi oss,
verða þær að geta virt oss. En til
þess að ná nógri virðing þeirri, verð-
um vjer helst að skara fram úr þeim
í mannkostum.
G. Hjaltason.
Braut sólarinnai*. Það er
gömul kenning, að sólin okkar gangi
kringum aðra sól, og menn hafa
hugsað sjer þá sól eins og miðdepil
heimsins, er allar aðrar sólir snerust
um. Yngri ransóknarmenn hafa þó
hallast á þá skoðun, að ekki væri
um eina sólnahringiðu að ræða, held-
ur að minsta kosti tvær. í stjarn-
fræðingafjelaginu í Lundúnum hefur
prófessor Turner nýlega talað um
þessar kenningar og hygst hann hafa
fundið miðdepil þess stjörnuhrings
eða stjörnustraums, sem sól okkar
sje í. Hann á að vera f nautsmerk-
inu. Eftir reikningum prófessors Turn-
ers á umferðartími sólarinnar um þessa
miðsól að vera 400 miljónir ára.
Ólymplsku lciltarnir. Þeg-
ar leiksviðið (sem sýnt var á mynd í
síðasta tbl) var vígt I. þ. m., voru
þar við á áhorfendabckkjunum 25
þús. manna, en þúsundir biðu úti
fyrir og komust ekki að. Bekkja-
raðirnar, er fara hækkandi upp frá
og út frá leiksviðinu, eru 39, en leik-
sviðið er mjög stórt um sig og 600
menn eru þar, sem skipa fyrir og
halda reglu á. Vígsluathöfnin hófst
með því, að 7000 sænskir íþrótta-
menn komu inn á leiksviðið og 500
manna söngflökkur söng ættjarðar-
kvæði. Gustaf konungur hjelt aðal-
vígsluræðuna. 2. þ. m. fór fram
Maraþon-kapphlaupið, sem svo er
kallað, og sigraði í því búðarpiltur
frá Gautaborg, Ahlgren að nafni, og
var hann þjóðhetja Svía þann dag-
inn. Maraþonhlaupið er 40,2 kílóm.
Hinir miklu alþjóða-kappleikar byrja
þarna ekki fyr en 29. þ. m.
Wilhur Wriylil, flugmaður-
inn mikli, sem nú er nýdáinn, var
fæddur 16. apríl 1867 f Henry County
í Ohio f Bandarfkjunum. Faðir hans,
Milton Wright, var biskup, en afi
hans, Silas Wright, ríkisstjóri í New-
Yorkrfki. Arið 1900 byrjuðu þeir
bræðurnir Wilbur og Orville Wright
loftferðatilraunir sínar, og fyrsta flug
þeirra fór fram 17. des. 1903. 1905
flugu þeir 40 kílóm. á 40 mínútum.
1908 fór Wilbur Wright til Frakk-
lands og var þar um tíma. 31. des.
það ár flaug hann samfleytt f 2 kl.st.
og 21 mín. og vakti þetta þá al-
menna athygli um allar álfur heims.
Þeir bræðurnir eru upphafsmenn flug-
listarinnar.
Frú Paiiúliurst dæmú. Ný-
lega er fallinn dómur yfir formanni
kvenrjettahreyfingarinnar í Lundún-
um, frú Pankhurst, út af uppþotinu
seint í vetur, sem leið. Eins og
menn muna, fór þá íjöldi kvenrjett-
indakvenna um götur í Lundúnum
og braut rúður í búðargluggum.
Steinum var kastað á íbúðarhús
Asquits ráðherra. Ung kona reyndi
að kveykja í aðalpóststofunni og önn-
ur hleypti úr skambyssu upp í glugga
á bústað nylendumálaráðherrans. Um
200 konur voru teknar fastar og
ýmsar af þeim dæmdar í 2—3 mán-
aða fangelsi. Dóttir frú Pankhurst,
frk. Christabel P., komst undan á
flótta og er nú sögð í Ameríku.
En þau frú Pankhurst, frú Pethick
Lawrence og maður hennar, sem
voru stjórnendur flokks þess, sem ó-
spektirnar gerði, fengu þyngsta hegn-
ingu. Þau eru dæmd í 9 mánaða
fangelsi.
Höfðingjasamkoma h
Malta. Ríkisvarnarráð Breta, As-
quit yfirráðherra, Churchill flota-
málaráðherra, Kitchener lávarður,
varakonungur Egyftalands, fyrv. að-
míráll Ch. Beresford lávarður o. fl.
— hefur setið á ráðstefnu á eynni
Malta í Miðjarðarhafinu, og hefur sú
samkoma vakið mikla eftirtekt, því
það eru hervarnir breska ríkisins,
sem um hefur verið að ræða, aukn-
ing flotans, bandalagið við Frakkland
og herstyrkur beggja í Miðjarðarhafi.
Sagt, að Bretar ætli mjög að auka
herstyrk sinn í Egyftalandi. Talað
um að nýlenduríkin, Canada, Suður-
afrlka og Ástralía fari að koma upp
herskipum til'styrktar alríkinu.
fellsaxlarhjónin gömlu.
Fyrsta dag sumars síðastl. andað-
ist konan Jórunn Magnúsdóttir og
fám dögum síðar (5. maí) bóndinn
Gísli Gíslason, eins og þá var um
getið í blöðunum. Hún fæddist að
Þyrli 17. sept. 1838. Voru foreldr-
ar M-ignús Þorvaldsson og Elísa Eyj-
ólfsdóttir, búandi þar. Jórunn giftist
21. júlí 1860 Bjarna Helgasyni frá
Stóra Botni og fór þangað til bús
með honum. Hann dó 1865. Af4
börnum þeirra lifa: Sveinbjörn á
Efstabæ og Bjarni á Geitabergi,
myndarbændur, og Elísa ógift. 27.
des. 1867 giftist hún Gísla. Börn
þeirra lifa öll 7: Guðrún, ljósmóðir
á Akranesi, Jón bóndi á Fellsöxl
stóru, Magnús bóndi á Brekku, Gísli
bóndi á Lambhaga hinum syðra,
Þórður stýrimaður í Rvík, Þórkatla
ljósmóðir á Fellsöxl minni (hin fag-
urhára, meðal há; þegar hún var um
tvítugt, tók hið ljósa hár henni nið-
ur fyrir hnjesbætur, og var þjett eftir
því), og Ingibjörg á Fellsöxl. Árið
1900 brugðu þau hjón búi á Botni
hinum efra (Stóra-B.) og voru síðan
hjá Jóni syni sínum á Fellsöxl. Jór-
unn var hugljúf kona mjög, auðmjúk,
blíð og öllum þekk, og er hennar
minst að góðu einu.
Gísli mun fæðst hafa að Fitjum
23. okt. 1827; foreldrar hans bjuggu
lengst að Sarpi í Skorradal: Gísli
Jónsson(f) orðlagður greindarmaður,
og Guðrún Pálsdóttur. Hann var
um nokkurra ára skeið lausmaður
(á Snartarstöðum) áður en hann fór
til bús með Jórunni að Botni. Hann
„lá á grenjum" oft.og vann fjölda refa;
var heppin skytta. Varðstjóri var
hann nokkur sumur í „Botnsvoga-
verðinum", bæði samtímis Sigvalda
skáldi og síðar. Sigv. kvað margt;
þetta er eitt:
„Gísli er hygginn húsbóndi,
hjer með dyggur varðstjóri....“.
Greindur, næmur og minnugurvar
Gísli. Vissi margt og sagði velfrá;
viðræðugóðar og orðheppinn; gat ver-
ið meinsvörull við tækifæri.
Sýslunefndarmaður var hann 15 ár
fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp og um
tíma hreppstjóri.
Er Hklegt, að hann hafi fremur
komist hjá að vera hlaðinn opinber-
um störfum fyrir það, hve afsíðis
hann bjó í sveit og sýslu.
Hraustur mátti hann heita alla æfi,
nema þá fáu daga, sem hann lifði
iengur konu sinni; var þó á fótum
fram að síðasta æfidegi.
Gamall varðmadur.
*
Okunii löndl.
Nú hafa menn komist á bæði
heimskaut jarðarinnar, og eru þó
ógreiðari ferðalög þangað en á
nokkra aðra bletti hnattarins. Samt
eru mörg landflæmi á jörðinni enn
órannsökuð.
Norðurálfan er best kunn og má
heita að þar sje hver blettur, mældur
og rannsakaður. En í Afríku er alt
öðru máli að gegna. Allir svörtu
blettirnirir á uppdrættinum, sem hjer
fylgir, eru ókunn landsvæði. Flest
Afríka.
eru þau í' eyðimörkinni Sahara. En
þar fyrir utan eru þó ókunn land-
svæði til og frá um álfuna, svo að
enn eru þar næg verkefni fyrir iand-
könnunarmenn, og jafnvel á síðustu
árum hafa verið að finnast þar dýr,
sem áður voru ókunn, svo sem
ókapíinn.
Suður-Aineríka.
Þó er Suður-Amerfka enn minna
kunn en Afríka, eins og sjá má hjer
á uppdrættinum. En svo er talið, að
náttúruauðæfi muni vera meiri í Suð-
ur-Ameríku en nokkrum öðrum hluta
jarðarinnar. Þar er mikil gnægð
málma, og frumgróður er þar stór-
ko-tlegur. Hin miklu ókunnu land-
svæði inni í Suður-Ameríku eru án
efa framtíðarlönd, sem áður en langt
um líður verða opnuð til innfiutninga
og ræktunar.
Stærð þessara ókunnu landsvæða
geta menn ráðið af Skandínavíu-
kortinu, sem afmarkað er til saman-
burðar á báðum uppdráttunum með
sama mæli kvarða og hitt.
llorskiiissaiiigkolin i Svi-
lijód. í Lögr. hefur áður verið
sagt frá deilunni, sem reis út af því
í Svíþjóð síðastl. vetur, að stjórnin
með samþykki nýkosins þings frest-
aði byggingu herskips, er fyrra þing
hafði samþykt að byggja skyldi og
veitt tje til. Voru þá af fylgjend-
um málsins hafin almenn þjóðarsam-
skot til þess að fá skipið, og er þeim
samskotunr nýlega lokið og komnar
inn 15. nrilj. kr. Er sú fjárhæð af-
hent stjórninni með áskorun unr, að
selur ódjwast
Ve/nadarvörur,
Pappír og Ritföng,
Málningavörur,
ledur og Skinn,
Sköflur og þaksaum.
Vanðaðar vSrur. Gðýrar vðrur.
láta byggja skipið. Einn af helstu
forgöngumönnum málsins hefur verið
Björkqvist skólastjóri í Uppsölum,
sem hjer fylgir mynd af. Honum er
öðrum fremur þakkað það, að sam-
skotamálið varð ekki flokkadeilumál.
Áður er B. kunnur fyrir þjóðlega
vakningarstarfsemi, sem sagt er, að
han haft mikil áhrif.
Laust prestakall. Sandfell (Sand-
fells- og Hofssóknir) í Austur-Skafta-
fells prófastsdæmi. Veitist frá fardög-
1912. Heimatekjur kr. 107,40. íbúð-
arhússlán kr. 1500,00 með lánskjör-
um laga 1907. Umsóknarfrestur til
júlíloka.
Á Akranosi. 12. þ. m. voru tún
þar slegin, og óvenjulega vel komið
upp í görðum. 6 vjebátum er haldið
út frá Nesinu og sækja þeir nú afla
vestur undir Jökuldjúp, en svo kvað
aldrei hafa verið gert áður. Verið er
að byggja á Akranesi barnaskólahús
úr steinsteypu, 2 hæðir, 24 X 13 álnir.
Skagafjarðarsýsla. Um hanasækja:
Ari Jónsson aðstm. í stjórnarráðinu,
Einar Arnórsson prófessor, Magnús
Guðmundsson aðstm. í stjórnarráðinu,
Marínó Hafstein fyrv. sýslumaðurog
Sigurjón Markússon settur sýslum.
í Snæfellsnessýslu.
JE*ingnifilafundir hafa nýlegaverið
haldnir af þingmönnum Gullbringu-
og Kjósarsýslu, annar í Hafnarfirði,
hinn í Keflavík. Á báðum þeim
fundum voru samþykt mótmæli gegn
kolaeinkasölunni, en mælt fram með
„farmgjaldi eða öðru líku fyrirkomu-
lagi“. Báðir fundirnir vildu láta sam-
þykkja stjórnarskrárfrumv. sfðasta
þings óbreytt, en Hafnarfjarðarfund-
urinn samþykti þó einnig tillögu frá
sjera J. Pálssyni um samkomulag í
sambandsmálinu, eins og hjer hefur
áður verið um talað, með 14 atkv.
gegn 2, en þeim samþyktum báðum
getur þingið auðvitað ekki fullnægt.
Keflavíkurfundurinn vildi „fallast á
þær einar samkomulagstilraunir, um
sambandsmálið, sem í engu skerða
rjettindi íslands". Hann mótmælti
„tolli á vefnaðarvöru með því fyrir-
komulagi, sem milliþinganefndin hef-
ur hefur lagt til“. Báðir voru fund-
irnir mjög fásóttir, og þriðji fundur-
inn, sem boðaður var á Lágafelli í
Mosfellssveit, fórst fyrir af því að
enginn kom.
Eldur í kvikniyndaleikhúsi. Ný-
lega kviknaði í kvikmyndaleikhúsi í
bæ einum á Spáni rneðan á sýningu
stóð og fórust þar 80 manns, en 100
særðust meira og minna. Margt af
þessu fólki var troðið undir f upp-
þotinu og hræðslunni, sem varð, þeg-
ar menn sáu hættuna.
ísrek við Ameríku. Það varsagt
í byrjun þessa mánaðar, að mjög
vandfarið væri fyrir skip við austur-
strendur Ameríku vegna ísreks. Stórir
jakar höfðu sjest 300—400 enskum
mílum sunnar en „Titanic" fórst.
Guðin, Ilfaltason. Hann
ferðaðist í vor um Borgarfjarðar-
syslu, Mýrasýslu og Hnappadalssýslu.
Kom úr þeirri för 10. f. m. Hjelt
yfir 20 fyrirlestra, mest í ungmenna-
fjelögum, svo og fyrir Alþýðufræðsl-
una og lítið eitt fyrir Búnaðarfjelag-
ið. Aðsókn og viðtökur segir hann
góðar, eins og áður. Það, sem helst
vakti eftirtekt hans, er, hvað bygg-
ing og vegagerð fer alstaðar fram.
Túnasljettur mjög vfða að aukast,
en víða að verða smáþýfðar sljett-
urnar, helst þær, sem gamlar eru.
Vandræði við jarðveginn að eiga,
einkum á mýrlendunum, svo að vel
verði sljettað. Álítur hann, að helstu
ráðin til að bæta úr þessu sjeu að
verja sljetturnar rækilega fyrir stór-
gripum og jafna þær, eða berja vel
á vori hverju, og í þriðja lagi ríður
á því við allar nýjar sljettur, segir
hann, að pæla eða plægja vel og
jafna áður en lagt er yfir. Búfræc-
ingum þeim, sem hann talaði við,
einkum á Hvanneyri, þykja beða-
sljettur óhentugar mjög, vilja hætta
við þær og lokræsa rækilega, og er
það sjálfsagt best, þar sem því verð-
ur við komið. — Fólki leið yfirleitt
vel, þar sem G. kom, nóg hey og
góð skepnuhöld; farið að gróa og
vinna á túnum, þegar hann fór um.
Allmikinn menningaráhuga segir hann
vera að vakna hjá mönnum um þess-
ar slóðir. Nýstofnað ungmennafje-
lag í Staðarsveit. Lítið talað um
kirkjumál og stjórnmál, en ýmsar á-
hyggjur hafa menn út af fjármálun-
um, segir hann, og þær áhyggjur
heldur hann að liggi mönnum þyngst
á hjarta.
Nú er Guðmundur á leið norður f
Skagafjörð og verður þar að líkind-
um mánaðar tfma.
Eftirmseli.
9. apríl í vor andaðist Sigurður Jóns-
son barnakennari frá Álfhólum. Hann
andaðist þar heima hjá foreldrum sín-
um, Jóni Nikulássyni og Sigríði Sigurðs-
dóttur, sem búa 1 Álfhólum. Banamein-
ið var lifrarveiki, að sögn afleiðing af
taugaveikislegu fyrir 3 árum, er Sigurð-
ur var barnakennari í Bolungarvík, en
þar var hann fyrir barnaskóla 1 6 ár.
Hann var gefinn fyrir bækur og hafði
ritað og þýtt nokkuð. En aðalstarf hans
var barnakensla. Hafði hann fengist
við hana fyrst á Rangárvöllum, síðan
vestra, en svo aftur í Landeyjum nú að
síðustu. Hann var trúlofaður frk. Mar-
grjeti Pálsdóttur, dóttur þeirra Páls
heitins Halldórssonar í Heimabæ í Hnífs-
dal og Helgu Jóakimsdóttur, er nú býr
þar eftir mann sinn látinn. Höfðu þau
Sigurður og Margrjet bæði verið við
kenslu í Bolungarvík áður, en tvö síð-
ustu árin hefur hún einnig verið við
barnakenslu eystra, og fór heim þaðan
nú í vor, eftir dauða Sigurðar, til móð-
ur sinnar.
Sigurður var efnismaður, greindur og
vel látinn, en átti við örðugleika að
stríða á síðari árum vegna heilsuleysis.
a.