Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.08.1912, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.08.1912, Blaðsíða 1
Afgreidslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. Liaumaveíi: 41. Talsimi 74. R i t s t j o ri: Þorsteinn gíslason Pingholtsstræti 17. Talsími 178. JSl 42. Reykjavík 17. ágilst 1912. VII. árg. 1. O. O. F. 932389. KB 13. 9. 8. 31. 9. G. Þjóðmenjasafnið opið virka daga kl. 12—2. Laekning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—i. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. ( mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/i —12 og 4—5. íslands banki opinn 10—21/. °g 5V*—7- Landsbankinn io1/!.—2*/*. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus FjeldstedU YflrrJettarmálafærslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7. Béekur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng katipa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Xeisaraskiftin i japati. Mutsuhito. Mutsuhito Japanskeisari andaðist morguninn 29. f. m. ekki fullra 60 ára gamall, fæddur 3. nóv. 1852. Við völdum eftir hann tók einkasonur hans, Joschihito Harunomyia. Hann er natr 33 ára, fæddur 31. ág. 1879 og var 1889 viðurkendur ríkiserfingi. Iiann er kvæntur Sadakó prinsessu, dóttur innlends fursta, Kujo Michi- taka, og eiga þau þrjá syni. Hefur hann í stjórnartíð föður síns lítið Hiun nýi Japanskeisari. komið fram opinberlega, eins og ger* ist um ríkiserfingja, en í arf eítir föður sinn tekur hann bæði lýðhylli og álit, því Mutsuhito var einhver hinn merkasti og áhrifamesti þjóð- höfðingi, sem sögur fara af. Mutsuhito varð keisari 14 ára gam- all, í febrúar 1867. Hann var þá í Ki- oto, því þar var höll Mikadóanna, sem reyndar voru taldir æðstu stjórnend- ur Japans, en höfðu um langan aldur eigi farið með nein stjórnendavöld önnur en þau, að útnefna Shoguninn, sem svo var stjórnandi ríkisins og sat í Tókíó. Mutsuhito var 123. mað- urinn í ætt Mikadoa, er ríkt höfðu í Japan 2500 ár. 1869 var stjórnar- fyrirkomulagi ríkisins alt í einu gjör- breytt. Shogunsstjórnin var afnum- in, en Mikadóinn sjálfur kom í hans stað og fluttist til Tokíó. Ráðaneyti var myndað eftir Vesturlanda fyrir- jlfíikkelsen og Iversen. Þessi mynd er tek- in af þeim á skip- inu, sem flutti þá til Khafnar, rjett áður en þeir stigu þar á land. Þá hefur rignt yfir þá blómum. Mikkelsen er vinstra megin. komulagi með 7 ráðherrum, og jafn- framt voru teknir upp ýmsir Vestur- landasiðir, klæðaburður eftir tísku Norðurálfubúa o. s. frv. 14. mars i869kallaði keisarinn höfðingja lands- ins á fund og las þar hátíðlega og með voldugri raust upp hinar nýju kenningar, sem hann og ráðaneyti hans ætlaði að fylgja fram um al- menn mannrjettindi. Þessum boð- skap var tekið eins og boði frá guði. Aðalsvaldið, sem rótgróið hafði verið um margar aldir, var afnumið, mót- mælalaust. Og svo reis keisarinn aftur upp og mælti: „Ef nokkrum manni líður hjer eftir illa í Japan, þá er það okkar sök “ Eftir þennan fund rak ein breyt- ingin aðra. 1871 var ríkinu skift í ömt. Blöð voru stofnuð eftir enskum fyrir- myndum, sem fræddu þjóðina um hið nýja stjórnarfyrirkomulag og hvernig það væri framkvæmt annarstaðar. Svo var kvatt saman ráðgefandi þing, en þó fyrst eftir að krafa um það hafði fengið alment fylgi. Sumum þótti þó of hægt farið, og út úr því varð blóðug uppreisn, er stjórnin barði niður. Samt sigraði brátt krafan um fullkomið þingstjórnarfyrirkomulag, og Japan fjekk stjórnarskrá eftir fyrir- mynd Vesturlanda árið 1889. Alt þetta var auðvitað ekki keis- arans verk, heldur og manna þeirra, sem með honum rjeðu. En það er þó alment talið, að hann hafi átt mikinn þátt f þvf öllu saman. Honum er svo lýst, að hann hafi verið óvenju- lega stór maður eftir japönskum mælikvarða, ekki fríður sínum, með mikið, svart hár, breiðnefjaður, þunn- skeggjaður, andlitið mikilúðlegt og einkennilegt, en ófagurt. Tyrklantl og Iflontcnegró. Nú er komið upp strfð þar á milli. 5. þ m. varð bardagi þar á landa- mærum og hersveitir Tyrkja brutust inn í landið, en urðu að hörfa til baka. Sagt, að sendiherra Tyrkja í Cetinje ógni með þvf, að hætta allri friðsamlegri milligöngu, því að sök deilunnar sje hjá Montenegró. Milliónnnienu geía. Það er sagt, að nokkrir miljónamenn enskir, sem eiga demanta-námurnar í Suður-Af- ríku, ætli að gefa enska ríkinu stærra herskip en það áður á til og eigi það að kosta 40 milj, kr. Þessum auðmönnum hafði verið Búastríðið nauðsynlegt til verndar á eignum þeirra þar syðra, og nú ætla þeir að endurgjalda á þennan hátt ofurlítiun hluta af þeim kostnaði, sem Eng- land hafði af ófriðnum. Alþingi. VI. Stjórnarskrármálið. Nefndin f því máli er þríklofin. Fjórir (Guðl. Guðm., L, H. B., Jón Ól. og Jón J. Rvík), koma með svo- látandi þingsályktunartillögu: „Neðri deild alþingis ályktar að skora á landstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til breytinga á stjórnarskrá landsins, svo framar- lega sem þá verður ekki fengin vís von um góðar undiitektir af hendi Dana undir nýja samninga um sam- bandsmálið á grundvelli frumvarps millilandanefndarinnar frá 1908. Tveir (Kr. J. og Valtýr) vilja afgreiða málið með rökstuddri dagskrá: „Með því að horfur virðast vera á því að bráðlega verði leitað nýrra samninga um sambandsmálið, er leiði til sambandssáttmála við Dani, og af slfkum sáttmála hljóti aftur að leiða stjórnarskrárbreytingu, álítur deildin, að heppilegast sje og kostnaðarminst fyrir þjóðina, að láta allar breyting- á stjórnarskránni bíða, uns útsjeð er um, hvernig þessum samningum reiðir af, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá". Einn (Sk. Th.) vill sam- þykkja frv. síðasta alþingis óbreytt. Hingsályktunartillögu flytur nefndin um síldareftirlit: „Neðri deild alþingis ályktar að lýsa því yfir, að hún mun ekki vera ófús á fyrir sitt leyti að fella úr gildi lög nr. 27, 11. júlí 1911, ef í móti kæmi í Noregi afnám tolls á íslensku saltkjöti og álitleg lækkun á tolli á innfluttum íslenskum hestum". Samþ. í gær. Báðar deildir hafa samþykt þings- ályktunartillöguna um fjárkláðann (sjá Lögr. 7. þ. m.). Sig. Stef. flytur svohljóðandi til- lögu: „Efri deild alþingis ályktar, að skilyrðum fyrir styrkveitingum úr landsjóði til búnaðarfjelaga skuli breytt þannig, að á svæðinu fyrir vestan Gilsfjörð skuli í túnasljettum og varnarskurðum lagtþriðjungi minna á dagsverk en annarstaðará landinu". Samhljóða tillögu flytja Matth. Öl. og Sk. Th. í neðri deild. Bjarni, Skúli og Benedikt flytja svolátandi þingsál.till.: „Neðri deild alþingis ályktar, að skora á land- stjórnina að safna nákvæmlegum skýrslum um starfsemi Iffsábyrgðar- fjelaga þeirra, er starfa eða hata starf- að hjer á landi, og að rannsaka alt, er lýtur að stofnun innlends lífsá- byrgðarfjelags og leggja skýrslur þessar og rannsóknir fyrir næsta reglulegt alþingi". Sk. Th., Bj. J. frá Vogi og Ben. Coopers fjárbaðlyf drepur áreiðanlega kláðamaur og útrýmir allskonar óþrif- um — bætir og eykur ullina. I’að borgar sig vel að baða úr því. Pautið í tíiiiii, hjá Cjt. fjííslason Ilay Ltd. Reykjavík eða Leitli. Sv flytja tillögu „lútandi að ýmsum rfkisrjettindum íslands, er viðkurkend verða að teljast af danska löggjafar- valdsins hálfu". Pingmannafrumvörp. 52. Um unglingaskólann á ísa- firði. Flm.: Sig. Stef. — Þeim, er tekið hafa fullnaðarpróf við unglinga- skólann á ísafirði, er heimilt að ganga próflaust í 2. bekk gagnfræða- skólans á Akureyri. 53. Um kaup og útgerð tveggja strandferðabáta (Flm. J. Ól.) Sjórn- inni veitist heimild til að kaupa fyrir landssjóðs hönd strandferðabátana Austra og Vestra fyrir samtals alt að 340,000 kr. Lög írá alþingi. 6. Um stækkun verslunarlóðarinnar í Norðfirði. 7. Um sölu á eggjum eftir þyngd. 8. Um stækkun verslunarlóðarinnar á Flateyri við Önundarijörð. Thorefjelagið. Nefnd í neðri deild, sem fjekk til meðferðar málaleitun frá Thorefje- laginu um eftirgjöf á samningi fje- lagsins við stjórnarráðið um skipa- ferðir hjer við land, hefir látið uppi álit sitt. Er nefndin á einu máli um það, að alþingi geti ekki haft nokkra hvöt hjá sjer að gera tjelagið gjald- þrota, og því sje sjálfsagt, að gefa samniuginn eftir, og ekki sje nokkur líkindi til að landssjóður geti nrð nokkrum skaðabótum hjá fjelaginu, þvf allar eignir þess sje veðböndum bundnar. - Vill meiri hluti nefndar- innar (Guðl. Guðm., Jóh. Jóh., 01. Br., H. St.) leysa fjelagið frá samn- ingi þess og fela stjórninni að leita fyrir sjer um samninga, hvar sem hún getur, um strandferðir, án þess þó að verja til þeirra meira fje en 40,000 kr. Minni hlutinn (J. Ól.) vill aftur þar á móti að samningarnir sje eftir gefnir með þeim skilyrðum, að tjelagið fari nokkrar ferðir á ári milli Kaupmannahafnar og Lúbeck á milli landaskipunum eftir nánari ákvörðun stjórnarráðsins, og að fjelagið annað hvort leigi landssjóði skipin Austra og Vestra næsta ár með því verði, er landssjórnin telur aðgengilegt, eða selji landsjóði skipin þannig, að landssjóður gangi inn f kaup íjelags- ins á þeim með þeim skilyrðum um afborganir o. s. frv , sem fjelagið nýt- ur nú sjálft. Líftrygging sjómanna. Nefnd í n. d. (St. St, Matth. Ól., Guðl. Guðm., Jón M. og H. St.) telur mál þetta svo yfirgripsmikið, að engin von sje til að þvf verði ráðið til lykta á þessu þingi á viðunanlegan hátt, en leggur til að neðri deild skori á landsstjórnina að semja og leggja fyrir næsta þing frv. til laga um líf- trygging sjómanna og að hún við samning slíks frv. taki til íhugunar, hvort eigi sje unt að gera líftrygg- ingarskylduna víðtækari, að hækka iðgjöldin, taka upp í slíka löggjöf ákvæði utn slysaábyrgð og upp- bót fyrir atvinnutjón, að útborgan ir úr sjóðnum falli að eins til þeirra, er hinum líftrygða var skylt að annast að lögum, að landssjóður styrkti sjóðinn með árlegu fjárfram- lagi, og að hafa sjerstaka líftrygging handa þeiiu, er sjó stunda einungis á róðrarbátum. Fyrirspurn til Ráðherrans frá B. Kr. og J. ól.: „Mundi ráð- herrann eigi vera fús til að nota það, sem ónotað er (500,000 kr) af láns- heimild þeirri, sem veitt var árið 1909 til að taka lán fyrir landsjóðs hönd til kaupa á veðdeildarbrjefum landsbankansf" Farmgjald Björns Kristjánssonar var samþykt í neðri deild í dag með 18 gegn 5 atkv. Já sögðu: Ben. Sv., Bj. Kr., Einar, Guðl., H. H , Jóh. Jóh., Jón J. (Rv.), Jón M , Kr. J , Matth. Ól., Ól. Br., Sig. Sig., St. St, Tr. Bj., Val- týr og Þorleifur, Eggert og H. St. greiddu ekki atkv. og töldust til meiri hl. — Nei sögðu: Bjarni, Jón Ól., L. H B., Pjetur og Sk. Th. — Er þriðja umræða þess eftir í neðri deild. Terðtollur. Neðri deild samþykti með 16 atkv. gegn 7 frumvarpið um verðtoll, en þegar frv. kom til efri deildar, í gær, þá vísaði hún því frá með 10 atkv. gegn 1, með rökstuddri dagskrá, svohljóðandi: „Með því að deildin getur ekki fallist á frumvarp þetta án stórvægi- legra breytinga, er eigi vinst tími til á því að gera, svo áliðið sem orðið er þingtímans. Þá tekur hún fyrir næsta mál á dagskránni. Pingnefndir. (E. d ) Umboðsstjórnarnefnd. Ein. J. (form), Jós. Bj. (skr.), Ág. Fl. Landsbankanefnd: E. Br. (form.), Bj. Þorl. (skr.), Guðj. Guðl. Styrktarsjóðsnefnd: St. St., Jón Jónat., Stgr. J. Þingfarakaupsnefnd kosin í sam. þingi: Ól. Br., Sig. Stef., Bj. Þorl. Stgr. J og Eggert. Síldarafurðir. Efri deild hefur afgreitt til neðri deildar frv. um toll á slldarafurðum, mikið til samhljóða frv. frá milliþinga- nefndinni, er stjórnin lagði fyrir þingið og neðri deild fjekk til meðferðar. — Er það nú komið úr nefnd þeirri er fjallað hefur um tekjur landsjóðs og lagði nefndin til að frv. yrði felt. — Frv. e. d. kom til umræðu í n. d. í gær, og urðu um það heitar umræð- ur, er lauk svo að málinu var vísað til 2. umræðu með 11 atkv. gegn 10. Þeir sem voru með frv. voru: Guðl, H. H , Jóh., Jón M., Kr. J., Matth, Ól. Br., Sig. Sig„ St. St., Tr. Bj , Þorl. J. — En á móti: Ben. Sv., Bjarni, Bj. Kr., Eggert, Einar, H. St., J. 01., L. H. B., Skúli og Valtýr. —Jónar tveir Jónssynir, Pjetur og Björn Jónsson voru eigi viðstaddir. Brunar í St. Pjetursborg. 5. þ. m. brann til ösku hin svo nefnda „Höll Pjeturs mikla" á Petrowski- eynni í St. Pjetursborg. Þetta var gömul bygging, og er sagt að þar hafi glatast allmikið af máiverkum, þar á meðai mynd af Pjetri mikla í fullri stærð. Tjónið metið 2 milj. rúbla.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.