Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.09.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.09.1912, Blaðsíða 2
188 L0GRJETTA r Utsalan í Edinborg stendur yíir. Hverg-i betri kjör. Myndin hjer er frá Montenegró og sýnir það, er prestur lýsir blessun yfir herflokki áður en hann leggur á stað í ófrið. Nú eru, svo sem kunn- ugt er, róstur miklar þar í landi og rísa upp stórir flokkar sjálfboðaliða, sem ráðast út í ófriðinn. Til og frá um landið eru opnar kirkjur, eða ölt- uru á bersvæði með himni yfir, en opið alt í kring, eins og myndin sýnir, og á þeim stöðvum taka sjálfboðaflokkarnir við blessun prestanna áður eh þeir leggja út í hernaðinn. Oft er það þá, að presturinn að lokinni guðs- þjónustunni kastar frá sjer helgiskrúðanum, krækir skothylkjabelti um mitti sjer, tekur byssu á öxl, slæst í för með sjálfboðaliðunum og berst eins og hver annar. Á einu eru þó prestarnir ætíð þekkjanlegir, en það er á því, að þeir verða að ganga með sítt hár og skegg, og svo er yfirleitt um grísk-kaþólska presta. S 3 C c :0 2* G 3 'O ‘s rt > u, '3 tn <U s 3 s Cl, •*-* , t/i ON 3 JX 3 C 2 c/3 OJ s CL m rt c i- 3 fO ’qj Ui biQ u vrt ca M *-o !2 o 5 8°.S O J3 »-1 u. ^ ^ 3 u ^3 ^5 2 u .Í C <3 tuc g ^ c -S cai <u -O C »- 33 W Q cö M cð 1-0 00 to CO 3 2 Yfir Atlantsliaf á mótorskipi. í fyrra var smíðað í Hamton of Wick í Eng- landi mótorskip, eftir fyrirsögn I. Pollocks verkfræðings, sem er 65 feta langt, 16 feta breitt og ber 70 tonn, segir norskt blað. Skipið heitir „Singueta" og hefur ekki annað hreyfiafl en 30 h. a. Bolindersmótor. Á þessu skipi var í vetur sem leið farið yfir Atlants- hafið. Fimm menn fóru ferðina, I. A. Nils- son kapteinn og fjórir vinir hans. Þeir fóru frá Englandi 28. des. 1911 og komu til Pernambucó 31. jan. þ. á. og höfðu farið á þessum tíma 3400 enskar mílur. Skipið hrepti ilt veður, er tafði för þess að mun, en samt gekkferð- in jafnt og slit- laust og vjelin reyndist að öllu sem best. Blaðið segir, að í Skotlandi sje nú smíð- að mikið af mótorskipum til flutninga, og sje stærðin venjulega 100 til 250 tonn. Þessir bátar eru mest notaðir til vöruflutn- inga tim Skotlandsfirði og meðfram strönd- um landsins. Ein smíðastöð hefur nýlega lokið við 3, segir blaðið, hvern 140 tonn, og sett í þá hvern um sig 120 h. a. Bolin- dersmótor. Cuo <u > 03 m b/) c 03 2 o u OO ^ 3 3 cú ‘> £ H 3 bJD C 8 'V c Innkaupin i Edinborg auka gleði — minka sorg. Balkan-róstnrwar. Fyrir 4 átum náðu Ungtyrkir yfir- Föndinni í Tyrklandi og settu sjer það mark, að reisa við að nýju hið' gamla ríki. Þessi 4 ár, sem þeir hafa haft völdin, hafa þeir og gert allmikið og umsteypt mörgu. Þar er komið á þingræði og stjórnmálablöð komin upp, sem ræða með fjöri unh ástandið. Ymsar endurbætur haf; 1 komist í verk, margar auðvitað gagn • legar, en sumar lika miður hagkvæma r eftir því sem til hagar. Og margt ær enn ógert af því, sem ráðgert hafði verið og nauðsynlegt var að fra/m- kvæma sem fyrst. Kosningalög -eru enn eigi orðin til. í vor sem leið urðu kosningarnar til þingsins að f.ara fram eftir sömu ófullkomnu reghin- um, sem settar voru og no'taðar við fyrstu kosningarnar, 1908. Sveita- stjórnarlöggjöf vantar og enn, Oig hefur það komið sjer mjörg illa. Þair við bætist svo, að erfið hefur reynst framkvæmd ýmsra þeirra laga, sem sett hafa verið. En þessi byrjunarár hafa samtsem áður verið góður skóJ.i fyrir stjórn- málamenn landsins, fjg ef Ungtyrkir hefðu í ró fengið að vinna að endur- bótastarfi sínu, mundi alt smátt og smátt hafa færst í lag. En þá kom truflunin utan að. í fyrstu virtist þó Ítalíustríðið ætla. að hafa þau áhrif, að tryggja völd Ungtyrkjaflokksins heima fyrir. Ættjarðarástin og þjóð- ernistilfinningin blossaði upp eins og jafnan, er ófrið ber að höndum, og Ungtyrkjastjórnin beitti sjer fyrirþessu og ljet þá öldu bera sig fram. Við kosningarnar snemma á síðastl. vori vann hún fullkominn sigur. Áður voru flokkar komnir fram í þinginu, sem voru henni erfiðir. Svo var það rofið í janúar í vetur, og eftir að kos- ið hafði verið á ný gat ekki heitið, að um neina stjórnarandstöðu væri að ræða innan þingsins. Svo bljes nú þá. En nú kom upp óánægja í hernum, er róið var undir af mótstöðumönnum stjórnarinnar, sem lægra hlut höfðu beðið í kosn- ingunum. Stórum hersveitum hafði verið haldið uppi alla tíð frá því að Ungtyrkir tóku völdin með hjálp hersins. En þessar hersveitir höfðu lítið að vinna, þeim var illa launað og öllum útbúnaði þeirra var mjög svo áfátt. Herforingjarnir voru óánægðir með alt þetta, og sú óá- nægja snerist nú gegn stjórninni, er eigi gat uppfylt þær kröfur, sem af þeim voru gerðar, og átti í vandra;ð- um að snúast á allar hliðar. Svo bættist Albanauppreisnin ofan á alt annað. Það hafði frá fyrstu verið mark- mið Ungtyrkja, að gera Tyrkjaveldi að sem fastastri heild, draga ráðin sem mest frá hinum einstöku ríkis- hlutum og sameina þau í höndum stjórnarinnar í Konstantínópel. Þeir litu svo á, að Tyrkir, eða Ósmanna- þjóðflokkurjnn, væri aðalkjarni ríkis- ins og ættu þeir að vera hin ráðandi þjóð. Þetta var markmið þeirrar þjóðernishreyfingar, sem Ungtyrkir vöktu og þá bar fram. En í Tyrkja- veldi eru þjóðernin mörg og trúar- flokkarnir margir, og hver þjóð og hver trúarflokkur hefur siði og venj- ur út af fyrir sig, er hver um sig heldur fram og vill fyrir engan mun vfkja frá. Það er talið, að Tyrkja- veldi nái yfir 17 miljónir manna utan Evrópu og 6 miljónir manna í Ev- rópu. Tiiraunirnar til þess, að koma samræmi á innan þeirrar heildar, hafa víða mætt mótstöðu. Sfðan Ungtyrkir tóku við hafa uppreisnir orðið út af þeim tilraunum bæði í Arabíu og Albaníu. Albanir innan Tyrkjaveldis eru taldir I »/2 miljón, eða hjer um bil V4 allra íbúa Týrk- lands. Auk þess er V* miljón Al- bana, sem búsettir eru í nágranna- Iöndunum utan Tyrklands. En þeir Albanir, sem innan Tyrklands búa, eru nær allir í Albaníu, sem er vest- urhluti Tyrklands, milli Montenegró að norðan og Grikklands að sunnan. Albanir eru gáfaður þjóðflokkur og ágætir hermenn, en þeir lifa enn hálfgerðu villumannalífi. Yfirráða Tyrkja gætir lítið annarstaðar en í borgunum. Uti í fjallahjeruðunum skiftist fólkið enn í ættkvíslir, er öld- ungar ættanna ráða fyrir með nær óbreyttu fyrirkomulagi frá því, sem tíðkaðist fyrir mörgum öldum. Yms- ar ævagamlar siðvenjur hafa haldist þar við. Trúarbrögðin kljúfa Albani í tvent; hjer um bil 3/4 hlutar þeirra eru Múhameðstrúar, en hinir kristnir. Albanir hafa altaf haldið fram sjálf- stæði sínu gegn stjórn Tyrkja. En af því að flestir þeirra eru Múha- meðstrúar, hafa þeir yfirleitt heldur viljað samband við Tyrki en aðra af nábúum sínum, sem eru Grikkir, Serb- ar, Búlgarar og Montenegrómenn. Tilraunir Ungtyrkjastjórnarinnar til þess að draga Albaníu meira en áð- ur undir heildaryfirráð stjórnarinnar í Konstantínópel mættu megnri mót- stöðu hjá Albönum, er loks kom fram í sumar í fullkominni uppreisn. Það var kent af forsprökkunum, að trúarbragðaskiftingin ætti engu að ráða, en þjóðernið öllu. Allir Al- banir ættu að taka höndum saman til varnar sjálfstæði þjóðernisins. Stefnuskrá var gefin út í 12 grein- um. Þar er krafist gagngerðra end- urbóta á rjettarfari, hermálum og em- bættaskipun. Embættismenn allir skulu tala albönsku. Svo er krafist að stofnaðir sjeu búnaðarskólar og fleiri skólar og að vegamálin sjeu tekin til nýrrar meðferðar og sam- göngur bættar. Sfðasti kröfuliðurinn fór því fram, að tveim síðustu ráða- neytum Ungtyrkjaflokksins væri stefnt fyrir ríkisdóm. Til þess að kæfa uppþotið í Al- baníu þurfti stjórnin að taka til hers- ins. En í hersveitunum, sem þetta áttu að annast, var óánægjan svo mikil, að engri stjórn varð þar við komið. Herinn vildi ekki hlýða fyrir- mælum stjórnarinnar. Hermálaráð- herrann Mahmoud-Chefket fór þá frá, og skömmu síðar ait ráðaneytið. Þetta var í miðjum júlí, og þar með var fjögra ára valdatíma Ungtyrkja- flokksins lokið. Nýja ráðaneytið var blendingsráðaneyti, og kom það fljótt í Ijós, að því gat ekki samið við þingið, þar sem Ungtyrkir höfðu öll ráðin. Þingið var því rofið í byrjun ágústmánaðar, þótt þingmenn mót- mæltu því fastlega, og út úr því var um tíma sagt, að Ungtyrkir ætluðu að safna því saman aftur í Saloniki og hefja borgarastríð. En svo varð ekki, og segjast þeir rólegir bfða næstu kosninga og búast við að þær færi þeim sigurinn að nýju. Hið nýja ráðaneyti á við mörg vandræði að stríða. Það lofaði þegar Albönum að látið skyldi að flestum kröfum þeirra. Þó neitaði það kröfunni um ríkisdómsákæru gegn hinum fyrri ráðaneytum. For- sprakkar Albana hafa látið sjer þetta lynda, en þó eru óeirðir ekki sefaðar enn í Albaníu. Svo hefur stjórnin orðið að snúast við ófriði frá Monte- negró og að sfðustu frá Búlgaríu, sem er hættulegasti og sterkasti keppinautur Tyrkja á Balkanskagan- um nú orðið. Hver árangur verður af samtökum þeim, sem utanríkisráðherra Austur- ríkis, Berchtold greifi, hefur gengist fyrir til þess að stilla til friðar á Balkanskaganum, er enn ósjeð. En síðustu fregnir benda fremur til ó- friðar en sátta. Kjöt frú Kína er nú farið að flytja til Þýskalands frosið, og er ódýrara þar en innlent kjöt. Dánarfregn. Guðmundur Björnsson landlæknir varð fyrir þeirri sorg síðastl. Iaugardagsmorgun að missa son sinn, Gunnlaug, 12 ára gamlan, mjög efnilegan dreng, sem gekk inn f Mentaskólann síðastliðið vor. Jarðarförin fer fram næstkomandi mánudag, 30. þ. m., á hádegi. ðskemtileg sjójerð. Það er mál manna, að flest ritstörf sjeu illa launuð hjer á landi. En engin þeirra munu þó borga sig jafnbölv- anlega og þau, sem á einhvern hátt benda á brestina í siðferði þjóðar- innar. Það mun Guðm. á Sandi segja, Ingibjörg Ólafsson, Guðm. Hjaltason o. fl. En þeir, sem mest hafa ilsk- ast við þau, hefðu átt að ferðast með „Austra" frá Austfjörðum til Rvíkur í síðustu strandferð. Því hvað segja menn um það, þegar brytinn á „Austra" selur hátt á 4. hundr. flösk- ur af brennivíni og öðrum sterkum drykkjum, fyrir utan alla öldrykki, aðeins á leiðinni frá Seyðisfirði til Rvíkurf — Fyrir þessa gæðavöru ljetu íslenskir sjómenn hinn dýr- keypta sumarafla sinn. Engar ýkjur þótt sagt sje, að sumir hafi farið með helming sumarkaupsins á þess- um stutta tíma. Ekkert undarlegt, þó mörg sjómannaheimili sjeu illa stödd tjárhagslega, þegar óhöpp bera að höndum, ef margir fara svo með fje sitt sem þessir fáráðlingar. Jeg vil samt bæta því við, að á „Austra" voru eigi allfáir sjómenn, sem lítið eða ekki neyttu víns. Jeg get þessa, svo þeir njóti sannmælis; en ekki er það í minsta máta þakk- arvert, þó menn geri sig ekki að svínum. Þá voru ólætin og skrílshátturinn. Algáðir menn urðu að gæta sín, ef þeir gengu um skipið, að ekki lentu þeir í áflogum. Á öðru far- rými var ekki að tala um svefn nje ró, nema yfirmenn skipsins skærust í leikinn. Oft var barist á fjórum til fimm stöðum á skipinu í senn, enda voru 6 menn handjárnaðir á hálfum þriðja sólarhring. Svo var annað farrými orðið til reika, að sætnilega þrifalegum hundi hefði verið misboðið, með því að bjóða honum þar niður. Það er ekkert gaman að segja frá þessu. Það er heldur ekki gaman að sjá þetta og jheyra. Englendingur var með skipinu, sem jeg sá að veitti þessu mikla athygli. Helst óskaði jeg að poki væri dreg- inn um höfuð honum, svo hann sæi ekki þennan ófögnuð. Var óskin þó heimskuleg, því um ekkert var hann sekur í þessu efni, og ekki er skömm- in betri, þótt hún sje hulin. Svo þegar dimma tók, þá byrjaði nú annar leikur í lestarúmunum, sem jeg leiði hjá mjer að lýsa. Fátt getur svívirðilegra en vínsöl- una á þessum strandferðabátum. Að sjálfsögðu ætti hún ekki að eiga sjer stað. En að sjá þessar útlendu blóðsug- ur draga peningana upp úr vasa manns, sem svo er drukkinn, að hann getur ekki sjálfur annast borgun á áfengiseitrinu, sem hann er aðkaupa! Það er nóg til að kveykja hatur í mínu brjósti, ekki til vínsins, heldur til mannsins, sem gerir þetta. Annars má líkja þessum ferðum við stóreflis sjóorustu, þar sem ís- lenskir sjómenn, með Bakkus í broddi fylkingar, berjast við sína eigin vit- glóru og siðferðismeðvitund — sigri hrósandi auðvitað. í stríðskostnað láta þeir lífeyri kvenna sinna og barna. En sigurlaunin eru: eymd, skömm og svívirðing í marga liðu. Sig. K. Pálssori. Sakamálsrannsójm er fyrirskipuð gegn sýslumanni Húnvetninga, Gísla ísleifssyni, og bú hans tekið til skifta- meðferðar. Hinn setti sýslumaður, Björn Þórðarson, er rannsóknardóm- ari. Læknar. Guðm. Guðfinnsson, áð- ur læknir í Öxarfjarðarhjerað, er settur til að þjóna Rangárhjeraði fýrst um sinn frá 1. n. m., en Gísíi Pjet- ursson læknir í Húsavíkurhjeraði sett- ur til að þjóna Öxarfjarðarhjeraði frá sama tíma ásamt sínu eigin em- bætti. Ólafur Ó. Lárusson læknir í Fljóts- dalshjeraði er frá 1. n. m. settur til að þjóna Hróarstunguhjeraði ásamt sínu eigin embætti. Prestar. Síra Gísli Kjartansson er settur til að þjóna Sandfelli í Ör- æfum. Vigfús Ingvar Sigurðsson guðfræð- iskandidat sækir um Desjarmýrar- prestakall í Borgarfirði eystra og aðr- ir ekki. Gullmedalíu franska hefur síra Jón Jóhannesen á Staðastað fengið fyrir ötula framgöngu í því, að bjarga frönsku strandmönnunum á Skeiðar-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.