Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.11.1912, Blaðsíða 2

Lögrétta - 06.11.1912, Blaðsíða 2
214 L0GRJETTA verða haldin í vetur í Pjórsártúiii 6. — 11. jan. í Tík í Mýrdal 20. — 25. s. m. Nemendur gefi sig fram við Ólaf lækni ísleifsson í Þjórsártúni og Hall- dór umboðsmann Jónsson í Vík, eða Magnús bónda Finnbogason í Reyn- isdal. Á námsskeiðinu í Þjórsártúni held- ur Jón landsverkfræðingur Þorláksson fyrirlestra um húsagerð. Búnaðarfjelag íslands. Tvö blöö af I.öyr. koma út í dag: 50 og 57. borgina. Þar hitti jeg minn góða gamla kennara, vorn mikla fræði- mann og lærdómsskörung, Þorv. Thor- oddsen prófessor. Bjó hann þar um um tíma í sumar. í Sölleröd (Sölva- rjóðri) er undurfagur kirkjugarður f brattri brekku með fram vatni og þorp- ið sjálft er mjög unaðslegt, og búa þar ýmsir Hafnarbúar á sumrin. Þar er, eins og annarstaðar í nágrenni borgarinnar, margt af yndislegum smá- húsum með blómgörðum og aldin- görðum umhverfis. Sjerstaklega ber mikið á allskonar rósum; jeg öfund- aði fólkið oft af öllu þvf rósaskrauti og óskaði, að það gæti þrifist í görð- um heima hjá oss, en þess er nú varla að vænta; flestar þessar rósa- tegundir eru víst of kulvísar til þess. Nú verð jeg að fara að slá botn- inn í þetta Kaupmannahafnar mál. Jeg ætlaði mjer ekki að skrifa neina lýsingu á Höfn. Til þess er hún alt of stór og fjölbreytileg. Hún er nú orðin stórborg, með öllum þeim kost- um og ókostum, sem stórborgunum og stórborgalffinu fylgja. Hún hefur mikla fegurð að geyma í listum, lista- verkum og skrauthýsum, í mannlffi, skemtistöðum og görðum, og fanst mjer sem jeg yrði þess fyrst fyllilega var í sumar, hafði víst ekki augun fullopin fyrir því á stúdentsárum mín- um. Fegurstu svæði borgarinnar eru, að mínum dómi, bótaniski garðurinn, Langalína og með fram vötnunum, á kvöldin, þegar lygnt er og ljósin speglast í sljettum fleti vatnanna. Óneitanlega er og fallegt á Kongs- ins Nýjatorgi og Ráðhússplássinu, en þar þykir mjer of mikill umferðar- skarkalinn. í söfnunum á borgin ómet- anlegan fjársjóð og væri gott, ef námsmenn vorir, sem til Hafnar fara, vildu færa sjer þau betur í nyt, en þeir eru vanir að gera, meðan þeir eiga kost á því. Það er holl nautn. Eina gleðilega breytingu fanst mjer jeg verða var við á mannlífinu og hún var sú, að miklu minna væri nú drukkið af sterkum drykkjum og hin- um sterkari öltegundum en áður, en þess í stað drukkið meira af skattfríum öltegundum og gosdrykkjum. Eitt er það, sem gefur sumarlífinu í Höfn einkennilegan svip og það eru hjólreiðarnar, enda er Danmörk sjerlega vel til þeirra fallin. Þvílíkur urmull af fólki á hjólhestum, og flest af því kvenfólk. Á kvöldin var oft óslitin röð af hjólhestum með fram endilöngum vötnunum og straumur- inn í báðar áttir. Mjer þykir mjög vænt um þá, þegar vel er á þeim setið og þeir vel hirtir, betur en hjer tíðkast. Þeir renna svo mjúkt og hljóðalaust. En mest var furða að sjá, hve kvenfólkinu tókst fimlega að fara á þeim innanum þjettustu vagna- þvögurnar á allra fjölförnustu stöðv- um borgarinnar, eins og ekkert væri um að vera, þar sem háski var þó búinn limum eða Hfi, hve lítið sem út af bar. Það hlýtur að kenna fólki aðgætni og snarræði fremur en flest- ar íþróttir, nema ef til vill siglingar. Kaupmannahöfn er ekki öll fögur, og lífið þar hefur eðlilega margar skuggahliðar, eins og þar hins vegar er komið saman flest hið besta, sem Danmörk á. En það skal jeg ekki fara lengra út í, en taka að eins fram að Jokum, að allar hinar stórfeldu breytingar, sem gerðar hafa verið þar á síðustu áratugum, hafa kostað afarmikið fje og er borgin því orðin stórskuldug. Jeg sá það í grein eftir danskan fjármálafræðing í hitt eð fyrra, að skuldirnar væru þá orðnar 714 milj. króna! (Frh.). >> _o. '5» 0i a, m Já 'Z a <D "O <L> > QJ w V qZ D c75 já Hn G >»■* > m P cs c/> öjd O 3 cð cð G O cð u. <U •*-» (/} 1- £ cð 'O cð -4~» G rt m TJ G G bJ9 CJ ct! G G G •O a a 2 C/J a W »—■ 1 4 V CLZ> aJ • T’ jý ú s:—, cd cö ■4-» G cd G •< X CTZ3 10 1-0 1 f* t riv vo c , 1 1 t 1-0 10 1 t > 00 Tj- 1=1 0 o 'CÖ s Ui □ cð 'Cð X QJ 1 I I I > ö 4_r TZ | • s - \ *§ w = 3 ÍS 73 p 4-» -4-j 2 G bJD b/3 'O .5 G cð .X. :0 u, u, « Q Q Q 1895. 50 ára afmæli alþingis. Auguste Bernaert, sem var yfirráð- herra í Belgíu á árunum 1884—94, er ný- lega dáinn, 83 ára gamall. Hann var mjög merkur stjórnmálamaður og friðar- vinur, átti tvívegis sæti á friðarþinginu í Haag og vann þar fyrir utan mikið að hinni alþjóðlegu friðarmálastarfsemi. Abdullah pasja, sá er í byrjun ófriðar- ins fjekk yfirstjórn Tyrkjahers, einsogáður hefur verið skýrt frá, er miðaldra maður og hefur lært hermensku hjá Þjóðverjum. Þýski herfor- inginn fríherra von der Goltz hefur haft um- sjón með her- málaendurbót- um Tyrkja og gekk Abdullah pasja honum til handa um tíma. Síðast hafði Abdullah pasja umsjón með hinni nýju víggirðinga- gerð við Adrfanópel og var foringi her- deildar, sem þar hafði setu. Abdul Haraid hefur, sem kunnugt er, verið í haldi í Saloníki síðan honum var steypt af stóli. En nú í byrjun ófriðarins þorði stjórn Tyrkja ekki að hafa hann þar. Var hann þá fluttur til Konstantínópel og jafnvel ráðgert að flytja hann yfir til Asíu. Innkaupin i Edinborg1 auka gleði — minka sorg. Reykjavík. Dr. Björn Bjarnason fór til Khafnar með „Botníu" sfðastl. laug- ardagskvöld og ætlar að dvelja er- lendis fram á næsta sumar vegna heilsu sinnar. Dr. Guðm. Finnbogason annast ritstjórn Skírnis meðan hann dvelur erlendis, en mag. Sig. Guðmundsson kenslu hans í kennaraskólanum. Jarðarför Jóns Borgfirðings fór fram 31. f. m. Þórh. Bjarnarson bisk- up flutti húskveðju, en síra Bjarni Jónsson ræðu í kirkjunni. Utbýtt var kvæði því, eftir Guðm. Magnús- son skáld, sem prentað er hjer í blaðinu. Hundrað ára afmæli Páls Mel- steðs sagnfræðings er næstk. miðviku- dag 13. þ. m. Dáinn er hjer í bænum 17. f. m. Jón Sæmundsson frá Borgarfelli í Skaftártungu. Var hjer á ferð og varð bráðkvaddur í svefni, hafði fengið hjartaslag. Jón var um þrí- tugt, efnilegur maður. Jarðarför Jóns í Melshúsum fór fram 1. þ. m. Síra Fr. Friðriksson flutti húskveðju, en síra Jóhann Þor- kelsson ræðu í dómkirkjunni. Fiskisala í Englandi. »Mars« seldi þar í gær farm sinn fyrir 511 pd. sterl. Prentvilla er í 56. tbl. í kvæð- „Velkomin" 3. erindi, síðasta vísu- orði: sín fyrir: þín. „Heim til sín" á að vera: „heim til þín". í sama bl., í 1. greininni, er tví- vegis misprentað: Austur-Rúmenía fyrir: Austur-Rúmelía. Samsæti var Júlíusi Júliníussyni skipstjóra á Austra haldið hjer f gærkvöld. Heiðursgestir voru einnig skipstjórinn á „Vestra", Guðm. Krist- jánsson, og stýrimaðurinn á „Austra", Sigurður Pjetursson. Sigurður Pjet- ursson hefur verið með „Austra" síðan hann kom hingað, eins og Júlíus skipstjóri, en Guðm. Kristjáns- son varð skipstjóri á „Vestra" síðastl. vor. Þorst. Erlingsson skáld mælti fyrir minni heiðursgestanna og kvæði var sungið eftir hann. Jón Ólafsson alþm. mælti fyrir íslands minni og Sv. Björnsson málaflm. fyrir minni Þór. E. Tuliniusar. Á Akureyri varjúlíus einnig kvaddur með samsæti, er hann fór þaðan nú síðast, og orkti Matth. Jochumsson kvæði til hans. »Apríl« botnvörpung hitti „Fálk- inn" við veiðar í landhelgi í fyrra dag. °g kom svo „Apríl" hjer inn fylgdarlaust og skýrði frá því. Afli og veiðarfæri selt í gær. íbúar á Laugavegi kvarta um, að seint gangi pípulagningin í götuna, sem yfir stendur, og hefur verið ilt að komast þar áfram nú undanfarið. Georg Serbaprins. Það er sagt, að rjett áður en ófriðurinn hófst á Balkanskaganum gerðu 500 stúdent- ar í Belgrað Georg prinsi heimsókn til þess að tjá honum þökk fyrir, að hann var hvetjandi til ófriðarins. Hann kom út í stúdentahópinn, tveir þeirra Iyftu honum upp og hjelt hann þá svohljóðandi ræðu til flokks- ins: „Bræður mínir! Nú sjáið þið, að hin lengi þráða tíð til dáðríkra verka er fyrir höndum. Herblástur ómar nú um alla Serbíu og bergmál- ar frá Balkanfjöllunum. Nú eru sverð- in dregin til þess að frelsa hina fornu Serbíu og Makedóníu. Norð- urálfan skal vita, að við slíðrum ekki sverðin fyr en bræður okkur og syst- ur eru leyst undan oki Tyrkja. Lifi stríðið! Lifi Stór-Serbía! “ Grjöf til Heilsuhælisins. Páll bóndi Gíslason á Víðidalsá í Stein- grímsfirði hefur gefið Vífilsstaðahæl- inu 100 krónur til minningar um föður sinn Gísla Jónsson á Víðidalsá, er andaðist á síðastl. vori. Gísli sál. var fæddur 2i.júní 1847 og hafði verið bóndi í full 40 ár. Var vel metinn sæmdarmaður í hvívetna. Ilöfnin á St. Tliomas. Það fór svo um hlutfjársöfnunina í Dan- mörku til hafnarbyggingarinn miklu á St. Thomas í Vesturindíaeyjum, að 5V4 miljón fjekst, er skiftist á 18,618 hluthafa, en þetta er ekki nægilegt fje til þess að byggja höfnina á þann hátt, sem fyrirhugað var af for- gangsmönnum fyrirtækisins. Þó verð- ur ekki hætt við fyrirtækið, heldur breytt frá því fyrirkomulagi, sem upphaflega var ráðgert. Hafa þeir, sem einkaleyfið fengu til hafnarbygg- ingarinnar, nú afsalað sjer því, en ætla að mynda hlutafjelag, er taka á að sjer að byggja minni höfn en upphaflega var fyrirhugað, og bjóða þeim, sem skrifað hafa sig fyrir hlutum í hinu fyrirtækinu að leggja fjeð í þetta nýja fjelags- fyrirtæki gegn 4% ársrentu frá 1. okt. 1912. Málið varr ekki út- kljáð, er síðustu blöð komu frá Danmörku. En hlutafjársöfnunin var fast sótt. Þó var ekki leitað út fyr- ir Danmörku, en blöðin telja víst, að nægilegt fje hefði mátt fá, ef svo hefði verið gert. Skrifid eftir!!! Prima gráu kjólavergarni 0,50. — Röndóttu kjólavergarni 0,50—0,63. — Ekta bláu níðsterku kjóla-cheviot 0,70. — Góðu, fallegu, heimaofnu kjólaklæði með allskonar litum. 0,75 — Röndóttum, fallegum vetrarkjólum 0,80. — Ekta bláu kamgarns-cheviot 1,00. — Svört- um og mislitum kjólaefnum af öllum litum 0,85—1,00—1,15—1,35. 2 áln. brelö góð karlmannsfata- efni 2,00—2,35—3,00. — Sterkt drengja- fataefni 1,00—1,13. — Níðsterkt tau í skólaföt, grátt 1,35. — Ekta blátt sterkt drengja-cheviot 1,15. Okkar alþekta níðsterka ofurhuga-cheviot fínt 2,00 — gróft 2,35 — prima 2,65. — Nfðsterkt ofuihugatau til slits 2,65. — Ekta blátt þykt pilsa-cheviot 1,15. — Fallegt, gott, svart klæði 2,00. — Ekta blátt kam- garns-serges til fata frá 2,00. — Grá og grænröndótt efni í hversdagspils 1,00 —1,15. — Þykk kápu- og frakka-efni 2,00—2,35—2,75. — Svart kápuplyss og allavega litt. Okkar alkunna „Jydsk Jagtklub-serges" í karlmanns- og kven- föt 3,15—4,00—5,00. — Góð hestateppi 4,00—5,00. Falleg ferðateppi 5,00— 6,50. — Hlý ullarteppi 3,50—4,00—5,00. í skiftum fyrir vötur eru teknir hreinir prjónadir ullarklútar á 60 aur. kílóið, og ull d 1,00 til 1,70 kílóið. Jydsk KJoleklœdehus, Köbmagergade 46, Köbenhavn K. Fyrir skólabörn er það mjög nauðsynlegt að vera hlý og þur á fótum, og geta þau með því komist hjá mörgum sjúkdómum. Reynsl- an hefur sýnt, að bestu stígvjelin til þessa eru hin norskn hlaupastíg;vjel mín, er aðeins fást í cfirauns vcrsíun úCamBorg, Aðalstræti f). ,Skandia‘ mótorinn, Viðurkendur besti mótor í fiskibáta, er smíðaður í Lysekils mekaniska verkstads Aktiebolag, sem er stærst mótoraverksmiðja á Norðurlöndum. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar. Jakob Gunnlögsson Köbenhavn K. Nýtt yerslnnarfjelag segir „ Austri" frá 19. f. m. að sje að myndast með samsteypu allra verslana þeirra stór- kaupmanna F. Holmes og Þórarins E. Tuliniusar, en F. Holme er nú eigandi allra þeirra verslana, sem Gránufjelagið átti áður. Blaðið kveðst hafa heyrt, að verslunarfjelag þetta eigi að heita „Hinar sameinuðu ís lensku verslanir", og eigi Tuliníus að verða framkvæmdarstjóri fjelags- ins, en Otto kaupmaður Tuliníus á Akureyri, bróðir hans, yfirumsjónar- maður verslananna hjer á landi. Vjelaverksraiðja til viðgerðar bátavjelum er að komast á íót í Vest- mannaeyjum, og verður fyrst um sinn fyrir henni Jóhann Hansson, sem á samskonar verksmiðju á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, segir „Austri". Slys. í síðastl. viku kom enskur botnvörpungur til ísafjarðar með skipstjóra sinn dauðan. Hann hafði flækst í vörpunni og hengdist í henni. Var hann jarðaður þar á ísafirði. Anstri og Testri seldir. Frjetst hefur að strandferðabátarnir Austri og Vestri sjeu nú báðir seld- ir og er sagt að þeir muni eiga að verða strandferðabátar austur í Kína, danska Austur-Asíu-fjelagið muni vera kaupandinn. Bruni i Stykkishólmi. Búð og vöruhús Tangsverslunar í Stykkishólmi brunnu síðastl. nótt. öllum verslunarbókum bjargað á skrifstofunni, en litlu úr búðinni. Sagt að eldurinn hafi komið frá skúr, sem var áfastur við verslun- húsin. Ingólfur Jónsson verslunarstjóri var nýlega kominn heim frá jarðarför föður síns hjer í Rvík, Jóns Borg- firðings. verða baldnir í bæjarþingsstofunni hjer mánudaginn 11. þ. m. í eftir- nefndum búum: 1. í þrotabúi M. A. Mathiesens skósmiðs kl. 12 á hádegi. 2. í dánarbúi Þorsteins Magnús- sonar trjesmiðs kl. 12V2 e. h. Verða þar og þá framlagðar skýrsl- ur um eignir búanna og skrár yfir skuldir þeirra. Bæjarfógetinn í Reykjavfk, 5. nóvbr. 1912. Jón Magnússon. S. C. Xraul8 Forsendelseshus (útsendingahús) Horsens sendir ókeypls öllum skrautverðskrá sína. — TalBÍmi 801.— IJndirritaöur tekur að sjer mál- færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl. 6—7V2 e. m. á Grettisgötu 20 B. Talsími 322. Marínó Hafstein. Skófatnaður, afarvandaður og ódýr, margar tegundir. Nýtt með hverri ferð. Mikill afsláttur. Sturla jónsson. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutnlngsmaöur, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 ogAj—5.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.