Lögrétta - 13.11.1912, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
217
Myndir frá stríðinu.
Þessi mynd sýnir gríska dáta. Herbúningi þeirra er líkt við dans-
meyjabúning, hvítur kyrtill, víður sem pils að neðan, og aðskornar bræk-
ur, sem falla fast að fótleggjunum. Að þessum búningi þeirra var mikið
háð gert eftir ófriðinn við Tyrki 1897, því þá þóttu Grikkir litlir hermenn.
En nú lítur út fyrir, að þeir ætli aftur að ná sjer niðri fyrir hrakfarirnar þá.
Frá Asíulöndum Tyrkja hefur streymt mesti fjöld sjálfboðaliða
yfir til Konstantínópel síðan stríðið hófst, og þaðan hafa þær sveitir verið
sendar út um ríkið, þar sem mest hefur þurft á vörnum að halda. Myndin
hjer sýnir skip, sem leggur að landi við Konstantínópel með sjálfboðaliða
frá Asíu.
Frá Konstantínópel.
Þessi mynd sýnir götu í Konstantínópel, þeim hluta borgarinnar,
sem Tyrkir byggja mest, en hann er nefndur Stambul, og oft er borgin
öll svo nefnd, einkum af Tyrkjum. Slafneskar þjóðir nefna borgina Zari-
grad, en f Vesturlöndum er hún kölluð Konstantínópel, eftir Konstantínusi
keisara mikla, er gerði hana að höfuðborg í ríki sínu, Aust-rómverska keis-
aradæminu. Annars var hún í fornöld kölluð Byzantion. Norrænir menn,
er voru þar á mála á víkingaöldinni, kölluðu borgina Miklagarð, og svo er
hún jafnan nefnd í fornritum okkar. Tyrkir unnu hana 1453. Nú er í
borginni nál. I milj. íbúa, en með útborgunum Skútarí og Kadikoi, sem
eru á Asíuströndinni rjett á móti, er íbúatalan 1 milj og IOO þús. Galata
og Pera heita útborgir Evrópumegin, og búa þar mest Evrópuþjóðir, Grikkir
o. fl Þessar útborgir eru norðan við höfnina og þar er aðsetur sendiherra
Evrópuríkjanna. Þar er kallað „Gylta hornið". Engin borg getur legið
betur við verslun og samgöngum en Konstantínópel, og þar er svo fagurt
landslag, aðtannálað er. En borgin er illa bygð og götur víða þröngar,
illar umferðar og sóðalegar, að þvf er Norðurálfumönnum þykir.
Frants Alling, vertóræðiogur, cand. poljt.
Pnggaardsgade 4, Höbenhavn.
Sjerverlsnn með þrýstilojtsáhölð.
Þrýstilofts-grjiö tborar.
Alls konar þrýstiloftssvjelar.
Miklar birgðir.
Leiðbeiningar um verð og notkun
látnar í tje þeim er óska.
vaxandi nokkrar illgresisjurtir, sem
eru algengar heima í Reykjavík, svo
sem baldursbrá, götubrá og gullbrá.
Hin síðasttalda hefur flækst til Rvfk-
ur laust eftir síðastu aldamót, en er
nú orðin þar mjög útbreidd, þekur
vfða stór svæði. Hún hefur flutst til
Evrópu frá Ameríku og ryður sjer
þar til rúms „með amerísku kappi".
Uppi í Leith er ekki skemtilegt,
húsin dökk og skuggaleg, fátt um
góðar skemtanir og skemtigarðar
engir, en fjöldi af áfengissölubúðum
og mikið af fátæklegu, fölleitu og
mögru fólki, sjerstaklega konum og
börnum. Aðalgatan er Leith Walk
(Lfþ úok), breið og dáfögur gata, sem
liggur frá járnbrautarstöðinni áleiðis
til Edínaborgar.
Morguninn eftir fór jeg upp í Edína-
borg, og var aðalerindið að sjá hið
mikla safn borgarinnar Royal Scottish
Museum. Það er í húsi áföstu við
Háskólann, og er afar fjölskrúðugt
safn og mjög merkilegt. Það er
hreinasta safn af söfnum, því að þar
eru ýmiskonar söfn í einu húsi, og
er það mjög þægilegt fyrir ferða-
menn, að hafa þar svo margt á ein-
um stað. Þar er náttúrugripasafn
mjög fjölskrúðugt, og er jurtasafnið
sjerstaklega fullkomið og ‘lærdóms-
ríkt. Auk jurtanna sjálfra (mörg af
aldinunum eru líkön) er jeinnig sýnt
alt, sem af þeim fæst, eða úr þeim
er unnið. — í dýrasafninu er margt
mjög gott og vel fyrirkomið, ýmis
dýr,- svo sem sjófuglar og selir, sett
upp í náttúrlegar stellingar í hópum,
svo vel, að maður gleymir því nærri
því, að það sje alt dautt. Af fágæt-
um hlutum má nefna hið gíraffa-
kenda dýr Ókapí, er fanst fyrst um
síðustu aldamót í Afriku, og fallegan
geirfugl, sem er talið vfst, að sje
annar þeirra, er sfðast voru drepnir
(það var hjer við land, við Eldey
1844); hinn er á safninu í Höfn. Af
öðrum söfnum, sem eru þar, vil jeg
nefna: þjóðfræðissafn, fornmenjasafn,
listasafn, einkum afsteypur og eftir-
myndir af gömlum standmyndum og
skrauthýsum í ýmsum löndum (t. d.
af Pjeturskirku í Rómaborg), lista-
iðnaðarsafn, námafræðissafn og vjela-
safn. Síðasttalda safnið er afar-skemti-
legt, þar eru als konar vjelar, t. d.
skipsgangvjelar, gufuvagnar, skip og
fjöldamargt annað sýnt í rjettri mynd,
en alt mjög smátt og má setja vjel-
arnar flestar í gang með rafmagni
(stutt á hnapp utan á glerhúsinu, sem
vjelin stendur í). En merkast af
öllu þar inni er þó gufuvjel Watts,
fyrsta reglulega gufuvjel heimsins
(sjálf vjelin, en ekki eftirstæling).
Þegar staðið er frammi fyrir vjel
þessari, sem er ærið klunnaleg, þegar
hún er borin saman við gufuvjelar
nútfmans, verður manni ósjálfrátt að
hugsa um þau afskaptegu áhrif, sem
þessi dauði hlutur hefur haft á mann-
lífið. Það mætti halda lengi áfram
að segja frá safni þessu, sem reynd-
ar er ekki merkilegra en mörg önn-
ur söfn, en jeg verð að lata þetta
nægja og ráða öllum, sem koma við
1 Leith, að skoða það, ef þeir hafa
tíma til. Það er opið daglega frá
10—5, og oftast ókeypis eða fyrir
mjög lítið gjald. Jeg var þar inni í
5 tíma og skoðaði þó aðallega að-
eins náttúrugripasöfnin, leit lauslega
yfir hin.
Við komumst ekki af stað frá Leith
fyr en kl. 7 að morgni hins 7. ág.
af því að Botnía gat ekki lokið sjer
af fyrir flóðið um kveldið og varð
því að bíða næsta flóðs. Var vind-
ur nú á NA. og stinnhvass. Sá jeg
nú alla austurströnd Skotlands norð-
ur fyrir Fraserburgh, sem er fiskibær
sunnan við Moreyflóa. Flóa þessum
hafa Bretar nú um mörg ár haldið
lokuðum fyrir sínum eigin botnvörp-
ungum, í þágu skoskra lóða- og rek-
netaveiða, þratt fyrir megna mót-
spyrnu allra bretskra botnvörpuút-
gerðanna; en útlendum botnvörpung-
um gátu þeir ekki bannað að veiða
utan landhelgi (flóinn er á stærð við
Faxaflóa). Hafa því bretskir botn-
vörpungar stundum tekið það ráð,
að „sigla undir fölsku (einkum norsku)
flaggi og fiska þar á þann hátt, en
Englendingar hafa reynt eftir mætti
að stemma stigu fyrir því.
Við mættum um daginn, eða sigld-
um fram úr, allmörgum botnvörp-
ungum, og þegar kom norður fyrir
Montrose, fór að sjást margt af síld-
arskipum, sem voru á útsiglingu, og
þegar lengra kom norður, voru sum
farin að leggja netin. Mörg þeirra
voru smá gufuskip, sem geta lagt
frammastrið niður, eins og seglskút-
urnar. Við fórum ekki langt frá
Aberdeen og mátti í kíki sjá all-
greinilega hin háreistu hús þessarar
stórborgar Norðurskotlands.—í Peter-
' head, sem er fiskibær nokkru norð-
ar, og í töluverðum uppgangi, var
verið að búa til langan hafnargarð
eða öldubrjót. Svo fjarlægðumst við
ströndina og sáum ekki til lands fyr
en seint um kveldið, er við sáum vit-
ann hjá Wick. Um miðja nótt fór-
um við um Pentland Firth, og þegar
jeg vaknaði næsta morgun, var Skot-
land horfið með öllu og sáum við
ekki land fyr en við vörum komnir
í nánd við Vestmannaeyjar að morgni
hins 10.
Fyrri daginn, sem við vorum í
hafi, var hægur NA. vindur, og golt
veður, en versnaði um nóttina;
var hann hvass á norðan mestan
hluta næsta dags með hráslaga kulda,
og töluverður sjór á stjórnborðskinn-
ung, en Botnía fór allra sinna ferða
og var hin rólegasta. Þó var tölu-
verð sjóveiki. (Niðurl ).
psbruni enn.
Síðastl. laugardagskvöld kom eldur
upp í geymsluhúsi niðursuðuverk-
smiðjunnar „ísland" á ísafirði. Var
þá rokveður og hríð og brann hús-
ið til kaldra kola, en litlu sem engu
varð bjargað, Talið er að brunnið
hafi þarna inni um 15000 kr. virði
af niðursoðnum matvælum. Enn frem-
ur brann þarna mikið af viðskifta-
bókum, því skrifstofa hafði verið ný-
flutt í húsið.
Eitthvað hafði þetta verið vátrygt,
en lágt að sögn.
Eigandi verksmiðjunnar, Pjetur
Bjarnarson, var hjer staddur, er þetta
vildi til, og er hjer enn.
Cocolith,
sem er best innanhúss í stað panels
og þolir vatn og eld,
útvegar með verksmiðjuverði að
viðbættu flutningsgjaldi
G. E. J. Guðmundsson
bryggiusm. í Reykjavík.
Aðalumboðsmaður fyrir sölu
á Cocolith til íslands
Leiðarvísir
í sóttkveikjurannsóknj smárit eftir
Gísla Guðmundsson,
fæst nú í bókaverslunum og kostar
2 kr. innbundinn.
Lesið auglýsinguna «á fylgiblaði
ritlingsins.
Gunnar Gunnarssont
Augu dauðans.
Um tunglskinsbjarta haustnótt var
kona á leið yfir veglítil fjöll. Hún
leiddi dreng, sem hún átti. Hann
hjet Narfi og var á áttunda árinu.
Dóttur sína, hálfs annars árs gamla,
bar hún í sjali, sem hún hafði bund-
ið í sauðband um herðar sjer.
Það var norðanstormur nístings-
kaldur. Grá hrímslæða lá yfir jörð-
inni. En það hafði ekki fallið snjór
enn, á því hausti.
Konan var blá í framan af kulda.
Með hægri handleggnum þrýsti hún
litla barninu sínu fast að sjer, til
þess að vernda hana gegn vindinum.
Narfi fjekk að halda í vinstri hend-
ina á henni, og hún reyndi að
verma á honum loppna fingurna.
Hún var aðfram komin af þreytu,
2
og átti þó enn langa leið til næsta
bæjar. í sál hennar var vaknaður
sá grunur, að hún mundi ekki kom-
ast lífs af. Hann át um sig, eins
og eitur í holdi, og tærði bæði sál-
ar- og líkams kröftum hennar. En
í hvert skifti sem henni varð grun-
urinn verulega ljós, streymdi heit
bylgja af angist með blóðinu gegn-
um æðar hennar, og virtist auka
krafta hennar um stund. Grátkippir
sáust við og við í andlitinu á henni,
— hún varð að bíta varir sínar, til
þess að geta stilt sig. Og í hvert
skifti, eftir að hún hafði komið ró
á andlitið á sjer, stalst hún til að
líta á Narfa, til þess að gá að, hvort
hann hefði veitt henni eftirtekt.
Hann gekk vonum rólegri við
hlið hennar og tók ekki eftir neinu.
Einstöku sinnum spurði hann þó:
„Mamma, erum við ekki bráðum
komin!“
Og hún svaraði, — og reyndi að
gera rödd sína rólega og djarfa:
„Jú, vinur minn, — nú erum við
bráðum komin alla leið".
3
Lækir og ársprænur urðu oft á
leið þeirra. Ragna, þannig hjet kon-
an, varð þá að fara úr plöggunum
og bera Narfa á bakinu yfir um.
Ragna gekk hvíldarlaust upp á síð-
kastið, og þó var hún að því komin
að hníga niður. Vegurinn, sem hún
fylgdi, var ekki annað en óljósar götur,
sem lágu um hraun og mela.
Hún gekk í þungum þönkum.
Stundum rak hún fótinn í frosin
sprek, sem hrukku í sundur og eins
og stundu við. Ragna tók naumast
eftir því.
Hún hafði um svo margt að hugsa.
En hugsanir hennar hrestu hana ekki
upp, nje ljettu henni gönguna. Þær
voru allar svo sorglegar, minningarn-
ar hennar, — hún var að hugsa um
þær . . . og framtíðina.
Hún var á leiðinni tii átthaga sinria,
sem hún ekki hafði sjeð í átta ár —
ekki síðan hún giftist. Hve alt nú
var ólíkt því, sem var fyrir átta
árum! Rjett eftir að hún giftist og
fór að heiman dó pabbi hennar.
Og mamma hennar andaðist skömmu
4
seinna af sorg. Þau lentu í sömu
gröf. Fátæk höfðu þau verið, —
eini arfur Rögnu var sorgin og sökn-
uðurinn, sem þó brátt sljófgaðist, eða
fjarlægðist fyrir öðrum áhyggjum.
Hún og maðurinn hennar áttu lítið
upphaflega, — höfðu við basl og bág-
indi að strfða. Þau höfðu leigt sjer
jarðarskika. Og kindurnar höfðu þau
líka tekið á leigu, flestallar. Stór-
gripina, hest, kú og kálf, áttu þau
sjálf —- að nafninu til. En þau vildu
brjótast áfram, — og hjálpust að
eftir fremsta megni. — Þau eignuð-
ust son, — kom svo saman um, að
þar við yrði að sitja fyrst um sinn.
Svo gekk alt vel — í sex ár. Þá
fór maðurinn hennar að fá hósta-
köst og blóðtægjur að sjást í hrák-
anum hans. Hann misti matarlyst-
ina, — og þolið um leið. Svo fjölg-
aði á heimilinu, — dóttir þeirra fædd-
ist. Efnahag þeirra, sem var farinn
að batna, fór nú óðum hnignandi,
með heilsu bóndans. Á þessu hausti
var hann dáinn. Búið varð þrotabú.
— Ragna fjekk hvergi vist, rnenn
5
voru byrgir að vinnufólki, enda lítið
fyrir vinnukonur að gera á þeim
tíma árs. Hún var heldur ekki ein-
hleyp og vildi ógjarnan skilja við
börnin sín. Hún kom frá uppboð-
inu og var á leið heim — á hrepp-
inn. — —
Ragna vaknaði af hugsunum sín-
um við að heyra þungan nið rjett
hjá sjer.
Hún leit í kring um sig. Kaldur
hrollur fór í gegn um hana. Fram-
hjá henni rann straumharðar lækur
milli steina. Hún varð að fara úr
sokkunum og vaða ískalt vatn ennþá
einu sinni.
Hún leitaði sjer að moldarborði,
settist niður og Ieysti seinlega af
sjer skóþvætturnar.
Upp á síðkastið var hún farin að
finna til einhverrar ónota-velgju, sem
stöðugt óx, og gerði máttleysið enn-
þá óbærilegra en áður.
Hún reyndi að gleyma því, — láta
sem hún vissi ekkert af því, —
gleyma öllu saman: sorginni, von-
leysinu, þreytunni, lasleikanum.
á