Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 18.12.1912, Side 1

Lögrétta - 18.12.1912, Side 1
Aígreidslu- og innheimtum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON. 1 .íuusavea 41. TaUimi 74. LOGRJETTA Ritstjori: fORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 04. Keykjnvík 18. Desember 1013. VII. íirgr. málefni íslands 5. Jan. 1874 uin landvarnarskyldu á íslandi. Að öðru leyti skulu heimilisfastir ís- 9 A T STURSTRÆTI <%. 9 © •H JÖLASALAN '»B HJÁ S 8 - 8 / ÁRNA EIRlKSSYNI rf S Austurstræti ö. / 8 í : Bæjarins mesta og besta JÓLASALA! 8 8 Fram að nýári gefur verslunin góðar gjaflr þeim, sem hitta á óska- H‘ J stundina samkvœmt hlutkesti. Gjaflr þessar eru frá 3—20 króna virði — til dæmis barnahjólhest- 9 ur sterkur og vandaður — Hvern dag eru gefnar 2. til 3 gjafir og eru þær aug- lýstar fyrirfram í búðarglugganum. 9 V I STD RSTRÆTl 6." © -r') 1. O. O. F. 9312209 Þjóðmenjasafmð opið virka daga kl. 12—2. Lækning ók. I læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (( Pólthásstr. 14) 1. og 3. md. f mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjökravitj. 101/* —12 og 4—5. Islands banki opinn 10—2*/a og 5*/•—7. Landsbankinn iot/2—a1/*. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. , 12—3 og 5—8 Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, YflppjettarmilafjerslumsOur. Lækjargata 2. Helma kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, papplr og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. I. Pingmannasamtökín 1912. Eins og kunnugt er, var það samkomulag milli allra þeirra þing- manna, sem mynduðu Sambands- flokkinn á síðastl. sumri, að þeir skyldu í sameiningu vinna að því, að sambandsmálið yrði sem fyrst til lykta leitt. Samþykt þeirra um þetta atriði er birt i Lögr. 7. ág. þ. á. 'Þeir komu sjer saman um, að reyna að fá framgengt breyt- ingum á sambandslagafrumvarp- inu frá 1908. Þingið fól ráðberra með þingsályktunartillögu, að leita fyrir sjer um það í Ðanmörku, hvernig þvi máli yrði þar tekið. En ef svo reyildist, að Danir vildu sinna frumvarpinu með þeim breyt- ingum, þá var það samkomulag milli þingmanna Sambandsflokks- ins, að þeir skyldu vinna að þvi, að frumvarpið fengi fylgi hjer á landi og yrði að lögum. Þeir höfðu komið sjer saman um eftir- farandi jJreytingartillSgur við Uppkast að lögum um ríkisrjettar- samband Danmerkur og íslands 1908. 1. Fyrirsögnin orðist þannig : Lög um veldi8samband Danmerkur og íslands. 2. 1.gr, 1. málsgrein orðist þannig: ísland er frjálst og sjálfstætt ríki, í sambandi við hið danska ríki um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orð- ið ásáttir um í lögum þessum, að sameiginleg skuli vera. 3. 2. gr. (í ástæðunum fyrir 2. gr. frv. sje það tekið fram, að gengið sje að því vísu, að skipað verði fyrir þegar föng eru á, með lög- um, er Ríkisþing og Alþingi sam- þykkja og konungur staðfestir, um framkvæmd á rjetti íslands til þátttöku að rjettu hlutfalli í breytingum á skipulagi þvi, sern nú er, svo og konungskosningu, ef til kæmi, og Iöggjöf um ríkis- erfðir framvegis). 4. 3. gr. 2. liður orðist þannig: 2. Utanríkismálefni. Enginn þjóðasamningur, er lýtur að ís- lenskum málefnum, skal þó gilda fyrir ísland nema rjett stjórnar- völd íslensk samþykki. 5. 3. gr. 2. liður orðist þannig: 3. Hervarnir á sjó og landi ásamt gunnfána, sbr. þó 57. gr. stjórnarskrár um hiu sjerstaklegu lendingar á íslandi eigi vera skyldir til herþjónustu hvorki í landher nje flota, og má eigi reisa neina herkastala nje gera vig- girtar hafnir nje skipa setulið á íslandi nema íslensk stjórnar- völd samþykki. 6. 3. gr. 4. liður orðist þannig: 4. Gæsla fiskiveiðirjettar þegn- anna að óskertum rjetti íslands til að auka eftirlit með fiskiveið- um við ísland eftir samkomulagi við Danmörku um framkvæmd þess. 7. 4. gr. í stað deriblandt (í danska textanum) komi: saasom. 8. 5. gr. Aftan við 1. málsgrein bætist: Að öðru jöfnu. 9. 5. gr. Aftan af annari máls- grein falli frá orðunum: »svo skulu og« o. s. frv. út greinina. 10. 6. gr. orðist þannig: Þangað til öðru vísi verður ákveðið með lögum, sem rikis- þing og alþingi samþykkja og konungur staðfestir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir íslands hönd með ríkisvaldið yfir mál- um þeim, er sameiginleg teljast samkv. 3. gr„ sbr. 9. gr., þó þannig, að íslenskur ráðherra, búsettur í Kaupmannahöfn, gætir hagsmuna íslands gagnvart hin- um dönsku stjórnarvöldum, í öllum sameiginlegum málum, þegar ákvæði um þetta eru tek- in upp i stjórnarskrá íslands. Skal hann eigi hafa öðrum sjálf- stæðum stjórnarstörfum að gegna, bera ábyrgð íyrir alþingi, en eiga rjett til setu í ríkisráði Dana. Að öðru leyti ræður hvort landið um sig að fullu öllum sínum málum. 11. 7.gr. 1. málsgrein orðist þannig: fsland leggur fje á konungs- borð og til borðfjár konungs- ættmenna, hlutfallslega eftirtekj- um Danmerkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir fram, um 10 ár í senn, með konungsúrskurði, er for- sætisráðherra Dana og íslensk- ur ráðherra undirritar. Að öðru leyti tekur ísland ekki, meðan það tekur ekki frekari þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, annan þátt í kostnaðin- um við þau, en að greiða þau útgjöld, sem íslenski ráðherr- ann í Kaupmannahöfn hefur í för með sjer. 12. 8. gr. Á eftir orðunum: »sje sameiginlegt eða eigi« bætist: samkvæmt 3. gr., sbr. 9. gr. 13. 9. gr. Á eftir orðunum: »gengu í gildi« bætist: eða síðar. 14. 9. gr. Aftan við greinina bætist: alt samkvæmt tillögu þeirri, sem fram er komin, eða hafi bæði þingin gert tillögu, þá sam- kvæmt þeirri tillögunni, sem víð- tækari er. II. Undirtektirnar í Danmörku. Ráðherra hefur nú rekið í Dan- mörku erindi það, sem þingið fól honum, og tilkynt þingmönnum árangurinn. Hann kemur fram í frumvarpsuppkasti þvi, sem hjer fer á eftir. Afstaöa stjórnarinnar. Lögr. hefur fengið frá ráðherra eftirfarandi skýringar á afstöðu stjórnarinnar til frumvarpsupp- kastsins: »Um leið og jeg veiti samþykki til þess, að niðurstaðan af eftir- grenslunum mínum, viðvíkjandi horfum sambandsmálsins í Dan- mörku, sje birt á prenti, skal það tekið fram, að uppkast það, sem hjer fer á eftir, er alls ekki tilboð frá Dönum nje tillaga frá mjer, heldur á að sýna það, sem jeg, eftir undirtektum þeim, er jeg hefl mætt, verð að telja hið mesta, sem unt sje að fá framgengt í Danmörku nú á grundvelli sam- bandslagafrumvarpsins 1908 i sambandi við tillögur þingmanna 1912, og það þó því að eins unt, að frumvarp, þannig lagað, sje tekið upp að fyrrabragði af ís- lendinga hálfu, og samþykt af alþingi, áður en það er borið undir Ríkisþingið. Það er sett í frumvarpsform þannig, að breyt- ingarnar eru settar inn í teksta sambandslagafrumvarpsins frá 1908, til hægðarauka við saman- burð á frumvörpunum. Frum- varpið verður því að eins lagt fyrir þingið af stjórnarinnar hálfu, að þjóðin hafi áður, við nýjar kosn- ingar eða á annan hátt, látið í ljósi, að hún óski þess, og engar ákvarðanir verða teknar um, hvort málið skuli, þannig vaxið, borið undir þjóðina, fyr en atþingis- menn hafa átt kost á að athuga það i sameiningu á næsta sumri. Þessar athugasemdir óska jeg að sjeu birtar jafnframt niðurstöð- unni af eftirgrenslunum mínum í Danmörku. H. Hafstein.« Uppkast að Iðgum um ríkjasambandið milli Danmerkur og íslands. (Inngangur laganna, er þau hafa náð samþykki bæði rikisþings og alþingis og staðfesting konungs, orðist svo: Yjer Christian hinn tíundi o. 8. frv. Gjöruni kunnugt: Rikisþing Dan- merkur og Alþingi íslendinga hafa fallist á og Vjer með samþykki Voru staðfest eftirfarandi lög): 1. gr. ísland er frjálst og sjálfstætt riki, í sambandi við Danmörk um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðitar hafa orðið ásáttir um í lögum þessum, að sameigínleg skuli vera; það mynd- ar þannig ásamt Danmörku ríkja- samband, veldi Danakonungs. í heiti konungs komi eftir orðið »Danmerkur« orðin »og íslands«. 2. gr. Skipun sú, er gildir í Dan- mörku um rikiserfðir, rjett kon- ungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum löndum, trúarbrögð kon- ungs, myndugleika hans og um rikisstjórn, er konungur er ófull- veðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það, er konungdómurinn er laus og enginn ríkisarfi til, skal einnig gilda að þvi er til íslands kemur. 3. gr. Þessi eru sameiginleg mál Dan- merkur og íslands: 1. Konungsmata, horðfje ætt- menna konungs og önnur gjöld til konungsættarinnar. 2. Utanrikismálefni, þó þann- ig, að engin þjóðsamninga- ákvæði, sem aðeins snerta lsland, nái gildi fyrir það, nema stjórnarráðíslands sam- þykki að svo skuli vera. Hvervetna þar, er samþykki Ríkisþingsins þarf til þess að koma fram þjóðarsamning- um að því er Danmörk snert- ir, þarf samþykki alþingis að því er ísland snertir. 3. Hervarnir á sjó og landi, og þar með gunnfáninn; sbr. þó 57. gr. islensku stjórnarskrár- innar frá 5. jan. 1874 um landvarnarskyldu á íslandi. Að öðru leyti skulu heimilis- fastir íslendingar á íslandi eigi vera skyldir til herþjón- ustu, hvorki í landher nje flota, og má eigi reisa neina herkastala nje gera víggirtar hafnir nje skipa setulið á ís- landi, án heimildar í islensk- um lögum, nema svo skyldi að hera, að verja þyrfti land- ið gegn yfirvofandi herhlaupi úr öðrum ríkjum. 4. Fæðingjarjettur, þó þannig, að sá rjettur veitist engum manni, búsettum á íslandi, án samþykkis stjórnarráðs íslands. 5. Gæsla fiskiveiðarjettar þegn- anna, en þó að óskertum rjetti íslands til að auka eftir- lit með fiskiveiðum við ís- land, eftir samkomulagi við Danmörku um framkvæmd þess. 6. Peningaslátta. 7. Hæstirjettur, þó svo, að lög- gjafarvald Islands getur stofn- sett í landinu sjálfu æðsta dóm i íslenskum mátum, þegar breytt er núverandi fyrirkomulagi á dómsmála- meðferðinni. Meðanslíkbreyt- ing er eigi gerð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæsta- rjetti, að skipaður sje þar í dómarasæti maður, er hafi sjerstaka þekkingu á íslenskri löggjöf og kunnugur sje is- lenskum högum. 8. Kaupfáninn út á við. 4. gr. Öðrum málefnum, sem taka hæði til Danmerkur og íslands, svo sem póstsambandið og rit- símasambandið milli landanna, ráða dönsk og íslensk stjórnar- vötd í sameiningu. Sje um lög- gjafarmál að ræða, þá gera lög- gjafarvöld beggja landa út um málið. 5. gr. Danir og íslendingar á íslandi, og íslendingar og Danir í Dan- mörku njóta fulls jafnrjeltis að öðru jöfnu. Þó skulu haldast forrjettindi íslenskra námsmanna til hlunninda við Kaupmanna- hafnar-háskóla. Um fiskiveiðar í landhelgi við Danmörku og ísland skulu Danir og íslendingar jafn-rjettháir með- an Danmörlc segir ekki upp sam- kvæmt 9. gr. 5. lið þriðju greinar. Þó skulu íbúar Færeyja jafnan vera jafn-rjettháir íslendingum til fiskiveiða á landhelgissvæði ís- lands. 6. gr. Þangað til öðruvísi verður á- kveðið með lögum, er Rikisþing og Alþingi samþykkja og konung- ur staðfestir, fara dönsk stjórnar- völd einnig fyrir íslands hönd með ríkísvaldið yfir málum þeim, sem sameiginleg teljast samkvæml 3. gr., sbr. 9. gr., þó þannig, að íslenskur ráðherra, búsettur í Kaupmannahöfn, gætir hagsmuna íslands gagnvart hinum dönsku stjórnarvöldum i öllum sameig- inlegum málum, þegar ákvæði um þetta eru tekin upp í stjórn- arskrá íslands. Hann skal eigi hafa öðrum sjálfstæðum stjórn- arstörfum að gegna, bera ábyrgð fyrir alþingi, og eiga setu i ríkis- ráði Dana, með umboði til þess að koma þar fiam fyrir hönd annara íslenskra ráðherra, i fjar- veru þeirra. Að öðru leyti ræð- ur hvort landið um sig að fullu öllum sinum málum. 7. gr. ísland leggur fje á konungsborð

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.