Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 18.12.1912, Side 2

Lögrétta - 18.12.1912, Side 2
238 L0GRJETTA JÓLAGJAFIR 1 MESTU og BESTU ÚRYALI PJETRI HJALTESTEÐ. Góð kaup í boði. og til borðfjár konungsættmenna, hlutfallslega eftir tekjum Dan- merkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrirfram, um 10 ár í senn, með konungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og ís- lenskur ráðherra undirritar. Að öðru leyti tekur ísland ekki, með- an það tekur ekki frekari þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, annan þátt í kostnaðinum við þau, en að greiða þau útgjöld, sem islenski ráðherrann í Kaup- mannahöfn hefur í för með sjer (sbr. 6. gr.). Ríkissjóður Danmerkur greiðir landssjóði Islands eitt skifti fyrir öll 1,500,000 kr., og eru þá jafn- framt öll skuldaskifti, sem verið hafa að undanförnu milli Dan- merkur og íslands, fullkomlega á enda kljáð. 8. gr. Nú ris ágreiningur um það, hvort málefni sje sameiginlegt eða eigi samkvæmt 3. gr. sbr. 9. gr., og skulu þá stjórnir beggja landa reyna að jafna hann með sjer. Takist það eigi, skal leggja málið í gjörð til fullnaðarúrslita. Gjörðardóminn skipa 4 menn, er konungur kveður til, tvo eftir tíl- lögu ríkísþingsins (sinn úr hvorri þingdeild) og tvo eftir tillögu al- þingis. Gjörðarmennirnir velja sjer sjálfir oddamann. Yerði gjörðarmenn ekki á eitt sáttir um kosningu oddamannsins, gengur dómsforseti hæstarjettar í gjörð- ardóminn sem oddamaður. 9. gr. Ríkisþing og alþingi getur hvort um sig krafist endurskoðunar á lögum þessum þegar liðin eru 25 ár frá því, er lögin gengu í gildi, eða síðar. Leiði endurskoðunin ekki til nýs sáttmála innan þriggja ára frá því er endurskoðunar, var krafist, má heimta endurskoðun af nýju á sama hátt og áður, að 5 árum liðnum frá því nefndur þriggja ára frestur er á enda. Nú tekst ekki að koma á samkomu- lagi meðal löggjafarvalda beggja landa innan 2 ára frá því, er endurskoðunar var krafist i ann- að sinn, og ákveður konungur þá, með 2 ára fyrirvara, eftir til- lögu um það frá Ríkisþingi eða Alþingi, að sambandinu um sam- eiginleg mál þau, er ræðir um í 5., 6., 7. og 8. tölulið 3. greinar skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti, alt samkvæmt tillögu þeirri, sem fram er komin, eða hafi bæði þingin gjört tillögu, þá samkvæmt þeirri tillögunni, sem víðtækari er. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi .... Athugasemd. Það er gengið að því vísu, að skipað verði fyrir, þegar föng eru á, með lögum, sem Ríkisþing og Alþingi samþykkja og konungur staðfestir, um framkvæmd á rjetti íslands til þátttöku að rjettu hlut- falli í breytingum á skipulagi því, sem nú er á þeim alriðum, sem um ræðir í 2. gr., svo og kon- ungskosning, ef til kæmí, svo og löggjöf um ríkiserfðir framvegis. Sömuleiðis er gengið að þvi vísu, að með því fyrirkomulagi, sem hjer er stungið upp á, náist samkomulagum, að íslensk stjórn- arfrumvörp og alþingislög verði á sama hátt eins og hingað til borin upp fyrir konungi i ríkis- ráðinu, eins og ísland eptir 6. gr. uppkastsins á rjett á að láta full- trúa fyrir stjórnarráð sitt vera við- staddan við uppburð danskra mála í ríkisráðinu. Stríðiö. Friðarsamningar hyrjaðir. Símað er frá Khöfn 13. þ. m., að friðarsamningar byrji í Lundúnum á mánudag (þ. e. síðastl. mánud,). í gærkvöld er símað, að friðar- samningar hafi byrjað í Lundúnum á mánudagskvöld. Sir Edv. Grey sje heiðursforseti friðarnefndarinnar. Tyrkir mótmæli hluttöku Grikkja þar sem þeir (Grikkir) hafi enn eigi gert vopnahlje. Ennfremur segir í skeytinu, að óljósar fregnir hafi bor- ist um sjóorustu milli Grikkja og Tyrkja. í síðustu útlendum blöðum segir, að það sje utanríkisráðherra Breta, Sir Edward Grey, sem átt hafi uppá- stunguna til þess að friðarnefnd sett- ist á rökstóla í einhverti af höfuð- borgum Norðurálfunnar, og síðan hefur Lundúnaborg verið til þess valin. Ennfremur segja útl. blöð, að það sjeu þrjú atriði, sem eigi að gera út um á þessum Lundúnafundi: 1. Hvað um Albaníu eigi að verða. 2. Hvað gera skuli við eyjarnar í Grikk- landshafi og 3. Hvernig fara skuli um Dardanellasundið og Bosporus. Þar á móti eigi ekki að ræða þar þrætuna milli Austurríkis og Serbíu, um höfn við Adríahafið, og eigi held- ur um landaskiftingar á Balkanskaga. Þetta sje sambandsríkjunum ætlað að gera út um sjálfum við Tyrki. Samningar um vopnahlje voru undirskrifaðir kvöldið 3. þ. m. í Cha- talja. Samningarnir eru gerðir milli Tyrklands öðru megin og Búlgaríu, Serbíu og Montenegró hins vegar. Grikkland er þar ekki með. Aðal- atriði samninganna eru þessi: 1. Herir þeirra þjóða, sem samningana gera, skulu halda sjer þar sem þeir eru, þegar vopnahljeð er samið, meðan á því stendur. 2. Til þeirra virkja og kastala, sem um er setið, má ekki flytja vistaforða meðan á vopnahljenu stendur. Ekki var tiltekið, hve lengi þetta vopnahlje skyldi standa. En ef hlutaðeigendur koma sjer ekki saman um friðarskilyrði, svo að stríð hefjist að nýju, þá skal hver sá, sem ófrið ætlar að hefja, tilkynna hin- um þetta með 24 kl.st. fyrirvara. í þessum samningum um vopnahlje er það og ákveðið, að friðarsamningar skuli fara fram í Lundúnum, svo að líklegt er, að Lundúnafundinum sjeu ætlaðar víðtækari aðgerðir en ákveðið var upprunalega. Grikkir vildu ekki vera með í samningunum um vopnahlje, báðu, er þeir voru undirskrifaðir af hinum, um 24 kl.st. umhugsunarfrest. Af símskeytinu frá því f gærkvöld má sjá, að þeir hafa alveg skorist þar úr leik. Samt ákváðu þeir þegar, að senda fulltrúa á friðarfundinn í Lundúnum. Fregnirnar segja, að skilyrði frá þeirra hálfu fyrir vopna- hljei hafi verið, að Tyrkir gæfust upp í Janina og á Chios, en það hafi ekki fengist. Annars er svo að heyra sem missættin milli Búlgara | og Grikkja, er hófst út af því, að Grikkir tóku Salónikí, eins og áður segir, hafi verið mjög alvarleg. Það er sagt, að Grikkir beri þær sakir á hin sambandsríkin, að þau hafi verið farin að semja við Tyrki á bak við þá og slá föstum aðalskilyrðum fyrir friðarsamningum. Annars eru fregnir um alt þetta enn.óljósar í útlendum blöðum. Deilan milli Serba og Austurríkis- manna heldur áfram með herviðbún- aði á báðar hliðar. Stír brnni á yikureyri 12 hús brenna. Ekkert íbúðarhús. Síðastl. sunnudagsnótt kl. 3 varð elds vart í húsum Gudm. Eftirf. versl- unar á Akureyri, og var hann þá orðinn nokkuð magnaður. Menn voru þegar vaktir um allan bæinn og þustu allir þangað, sem eldurinn var. 12 hús brunnu þarna, milli Breiðagangs og Búðarlækjar, Hafn- arstrætis og Aðalstrætis, en ekk- ert af þessum húsum var íbúðar- hús og flest voru þau lítilfjörleg. Sagt er að eldurinn hafi komið upp í heyhlöðu, sem var eitt af þeim húsum sem brunnu. Eigendur húsanna, sem brunnu, voru Höepfners verslun, Gudm. Efterf. og O. Tuliníus. Stærsta hús- íð, sem brann, var verslunarhús Gudm. Efterf., stærsta vefnaðarvöru- verslun Akureyrar, en þaðan hafði nokkru verið bjargað. íshús og salt- hús, eign O. Tuliníusar, brunnu. í vörugeymsluhúsum hafði og brunnið almikið af matvöru og kolum. Eldurinn var slöktur kl. 7V2 um morguninn. Skemdir, meiri og minni, urðu á nokkrum húsum, sem næst voru brunasvæðinu; hafði kviknað í húsi Schiöths fyrv. bankagjaldkera, en þann eld tókst að slökkva. Alt, sem brann, hafði verið vátrygt. Veður var gott meðan á þessu stóð, hæg gola á suðaustan. Fyrirlestur Gnðmundar Björnssonar landlæRnis, sem hann hjelt síðastl. sunnudag, „um jarðarfarir og bálfarir og trúna á annað líf“, verður endurtekinn í Báru- búð á sunnudaginn kemur kl. 6 síðd. Síðastl. sunnudag var hann haldinn fyrir húsfylli í Iðnarm. húsinu, en sagt, að eins margir og inn komust hafi horfið frá, er fult var orðið. Fyrirlesturinn vakti mikla athygli. Hann er efnismikill og hlýtur að hafa kostað mikla fyrirhöfn, því fróð- leikur er þar dreginn saman víða að. Þar er sögð saga greftrunarsiðanna og skýrðar þær trúarhugmyndir, sem bak við þá liggja. Frásögn Egils sögu um dauða Skallagríms og með- ferðina á líki hans skýrði höf. f sam- bandi við þetta, og lík dæmi til út- skýringar tók hann víða úr fornsögun- um og úr þjóðsögunum. Hann sýndi fram á, að greftrunarsiðirnir stydd- ust við trú, sem ríkjandi hefði verið frá fornöld og fram á þennan dag, eins í heiðni sem kristni. Þessa trú kallaði hann tvílífstrú. Hann vildi breyta greftrunarsiðunum og taka upp bálfarir. Færði ýms rök fyrir þvf, að svo ætti að vera, einkum frá sjónarmiði heilbrigðisfræðinnar. Bækur Pjöðráaíjelagsins 1912. I Andvara þ. á. er fremst mynd af Einari heitnum Ásmundssyni í Nesi, sem nú er dáinn fyrir 19 árum. Flestir mundu ætla, að sá maður væri áður kominn í Andvara, en svo er þó ekki, og er því vel gert, og þó ekki nema maklega, að taka hann þar inn nú. Dr. Jón Þorkels- son landskjalavörður hefur ritað með myndinni rækilega æfiminning, og svo fylgir skrá um prentuð rit og ritgerðir eftir Einar, samin af Jóni Borgfirðing. Næst er ritgerð um „æðsta dóms- vald í íslenskum málum«, eftir Ein- ar Arnórsson prófessor, fróðleg og skilmerkileg ritgerð, er bæði segir sögu málefnisins og líka skoðun höf. á því eins og nú stendur. Tafla fylgir þar, er sýnir, hversu mörg mál og hverrar tegundar hafi verið dæmd hjer í yfidómi á tímabilinu frá 1875 til 1910, og svo, hve mörg af þeim málum hafi síðar farið til hæstarjettar og verið þar dæmd. Alls eru það 1466 mál, sem lands- yfirdómurinn hefur dæmt eða úr- skurðað á þessu tímabili. Þar af hafa 911 verið einkamál, en 555 sakamál, eða almenn lögreglumál. Að meðaltali hefur yfirdómurinn kveðið upp 40—41 dóm eða úrskurð árlega á tímabilinu. En af þessum málum hafa 107 farið til hæstarjett- ar, 57 sakamál og almenn lögreglu- mál og 50 einkamál. Það er hjer um bil 3 mál á ári til jafnaðar. Taflan sýnir, að málskotum til hæsta- rjettar hefur fremur en hitt farið fækkandi. Af þeim 107 dómum, sem til hæstarjettar hafa farið, hafa 69 verið staðfestir, annaðhvort alveg eða að öllu verulegu, en 38 hafa verið ónýttir. Höf. er óánægður með landsyfirdóminn og þykir lands- stjórn og löggjafarvald hafa lagt litla rækt við hann. Vill ekki að dóm- arar í landsyfirdómi fáist við stjórn- mál og sitji á alþingi, eða hafi á höndum önnur opinber störf, og hefur sú skoðun reyndar fyr komið fram. En úr því að þetta viðgengst nú, enda þótt ekki ætti svo að vera, þá verður ekki sjeð að neitt sje sjer- staklega athugavert við það, að dómari verði ráðherra, nje heldur hitt, að hann taki aftur við dómara- embætti að ráðherraverunni lokinni, eins og hjer hefur átt sjer stað, en höf. minnist á það meðal annars. Og þótt dómarar yfirdómsins mættu ekki sitja á þingi, þá gæti staðið svo á, að menn vildu gera einhvern þeirra að ráðherra, og yrði það þá auðvitað sjálfs hans sök, hvort hann vildi taka því eða ekki — Loks tel- ur höf. helstu rök fyrir því að færa beri æðsta dómsvaldið inn í landið, en drepur jafnframt á hið helsta, er móti geti mælt, og er það skoðun hans, að þrátt fyrir ýmsa annmarka muni það rjett krafa að æðsta dóms- valdið sje flutt inn í landið. Næsta greinin er um heimilisiðn- að á Norðurlöndum, fyrirlestur eftir frk. Ingu Láru Lárusdóttur frá Selár- dal, þarfleg grein og vel skrifuð, er sýnir, hvert gagn ætti að verða og gæti orðið af heimilisiðnaðinum, ef honum væri sómi sýndur og hreyfing vakin í þá átt að hlynna að honum og reisa hann við á ný. Þá er grein „um jarlsstjórn lijer á landi", eftir Einar Hjörleifsson, og mælir hann móti því, að sú breyting yrði upp tekin. Þar næst fróðleg grein „um túnrækt", eftir Torfa í Ólafsdal. Grein um „rfkisráð Norð- manna og Dana gagnvart íslandi“, eftir Einar Arnórsson prófessor, rit- dómur um bók eftir K. Berlín pró- fessor. Gömul skjöl frá einokunar tímanum. Nokkur kvæði, flest göm- ul, og svo deilugrein, sem fremur hefði átt að koma í einhverju blað- inu en í „Andvara". Aðrar bækur frá Þjóðv.tjel. í ár eru „Warren Hastings", eftir Ma- canlay", í þýðingu eftir Einar Hjör- leifson, góð bók, er segir frá land- vinningum Breta í Indlandi, og svo Almanakið, með allskonar samtíningi. Áburðnr úr lirauni. Hing- að kom nýlega þýskur maður, Hans Todsen að nafni, sendur af verk- smiðjufjelagi þýsku, sem fæst við að vinna áburð úr sandsteini og hraun* um, meðal annars á eynni Martinique. Áburður þessi er nefndur phonolith og er í miklu áliti. Nú á að ran- saka, hvort nægilega mikið sje af þessu áburðarefni í íslensku hraun- unum til þess að það borgi sig, að vinna það hjer. Sendimaðurinn hafði út með sjer grjót úr Hafnarfjarðar- hrauni til rannsókna. Ef alt fer eins og ráðgert er, og það reynist svo, að mikið af þessu áburðarefni sje í Hafnarfjarðarhrauninu — þá á að koma upp verksmiðju í Hafnarfirði til þess að vinna phonolith. Það er gert ráð fyrir að þar vinni, ef til kemur, um 200 manns og verksmiðj- an framleiði í sólarhring 150 smá- lestir af phonolith. Bráðlega mun heyrast, hvað úr þessu verður. Gleðjið fátæka. Undanfarin ár hafa meðlimir dómkirkjusafnaðar- ins safnað fje, sem varið hefur verið til þess að gleðja fátæklinga fyrir jólin. Þó að fátækir og bágstaddir bæjarmenn hafi ekki fengið stórar gjafir, þá hefir hin litla gjöf víða komið sjer vel og vakið gleði á heimilunum. Nú eru jólin í nánd og væri mjög æskilegt að hægt væri að halda þessum fallega sið áfram. Viljum við því biðja heiðraða bæjar- búa að leggja þessu lið sitt með gjöfum sínum, sem allar verða þegn- ar með þakklæti, hvort þær eru stór- ar eða smáar. Undirritaðir prestar safnaðarins veita þeim móttöku og sjá um að þeim verði útbýtt. Reykjavík í desbr. 1912. Jóhann Þorkelsson. Bjarni Jónsson. Jólapottar Hjálpræðishersins verða settir út á morgun og verður því, sem inn kemur, varið, eins og að undanförnu, til þess að gleðja gamalmenni og börn um jólin. Þessa eru þeir beðnir að minnast, sem fram hjá jólapottunum ganga. Þótt gjöfin frá hverjum einum sje ekki stór, þá safnast þegar saman kemur. Næsta blað á Laugardag.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.