Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.01.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.01.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 17 keypt það af Helga kennara Yaltýs- syni: Hallgr. Jónsson, Jör. Brynjólfs- son og Stgr. Arason. Jarðarför biskupsfrúarinnar mun eiga að fara fram mánudaginn 3. febrúar. liækningaslyfi. I3að vildi til nýlega á Ríkisspítalanum í Khöfn, að karbólsjTa var sett inn í sjúk- ling í stað olíu, og beið hann bana af. Samgöiigusamningarnir. Lögr. sýndi i síðasta tbl. fram á ýms ranghermi, sem um þá höfðu verið sögð í öðrum blöð- um. Jón Ólafsson alþm. hefur nú leiðrjett í »Rvík« fyrri um- mæli sín um samningana þar í blaðinu, og »ísaf.« hefur einnig diegið úr því, sem þar var áður sagt um málið. »Inglf.« er líka að leiðrjetta eitthvað al' því, sem þar hafði áður staðið, og eru það hjákátleg mannalæti — eins og þar væri nú farið að hugsa um það, hvort sagt væri rangt eða rjett frá!! ísland erlendis. »Den danske Frue paa Hof« heitir ný skáldsaga eftir Gunnar Gunnars- son, framhald af sögunni »Ormar Orlygsson«, sem út kom hjá Gyl- dendal síðastl. haust. Gyldendals bókaverslun hefur einnig tekið þessa nýju sögu til útgáfu. »Fjalla-Eyvindur«. Nú á önn- ur útgáfa af honum að fara að koma út á dönsku, og kvað það vera sjaldgæft þar um ný leikrit. I Gautaborg í Svíþjóð var »Ey- vindur« leikinn í vetur. Frú Vetter- green ljek Höllu. Frábærlega góð- ur rómur var gerður að leikritinu °g leiknum. Lófaklappinu ætlaði aldrei að linna, og Jóh. Sigurjóns- son, sem þar var staddur, var hvað eftir annað kallaður fram á leik- sviðið. Öll blöðin þar hlóðu Iofi á leikinn. í Múnehen var hann leikinn í Residensleikhúsinu 28. des. Rar var leiknum einnig vel tekið. J. S. var þá líka þar staddur og var kallaður fram á leiksviðið. Svo á »Eyvindur« að leikast í Hamborg, Bremen og Köln og víðar í Þýska- landi. Eitt blað í Munchen hafði rifið leikinn niður, en í blöðum þaðan.’ sem Lögr. hefur sjeð, er honum hrósað. Enskur botnvörpungur strandaði fyrra mánudagskvöld, 20. þ. m., í Grindavík. Hann hjet „Varonel", frá Grimsby, og lenti á land í hríðarbyl og myrkri. Þrír menn druknuðu. beir höfðu farið í bát og ætlað að koma kaðli í land, en bátnum hvolfdi. Hinum skipsmönnunum var bjargað næsta dag af Giindvíkingum. Björgunarskipið „Geir“ reyndi að ná botnvörpungnum út, en varð frá að hverfa vegna brims. Skipið hafði þó verið litið brotið, er mennirnir komust úr því. En ilt er aðstöð.u þarna til björgunar, og engin von um að skipið náist út úr þessu. Aflabrögð. Góður afli er nú við Vestfirði, sömul. í Vestmannaeyjum, og eins hjer í Miðnessjó. Þingkosningar í Barðastrandar- sýslu, Suður-Múlasýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu eiga að fara fram 13. maí næstk. Úr Fáskrúðsfirði er skrifað : „.. Það fæddist hjer í fyrra vetur póli- • tiskt fjelag, er var vatni ausið og nafn gefið; sömuleiðis var kosin í það stjórn og varastjóm o. s. frv. Tilgangur fjelagsins var sá sami og fjel. „Fram“ í Reykjavík, að halda saman góðum Heimastjórnarmönnum og hlynna að málefni þeirra með fundahöldum og fjelagsskap. Það var útlit fyrir að fjelag þetta mundi fjölment verða, eftir fæðingardeginum að dæma, en því miður hefur aldrei síðan til neins fundar verið boðað. Þrátt fyrir það er jeg sannfærður um, ef til kosninga kæmi, að Heimastjórnarmenn stæðu sem einn maður, eins og þeir svo oft hafa gert hjer á Fáskrúðsfirði. Verslanir eru hjer aðallega tvær, og eru þær aðalvinnuveitendur hjer nú sem stendur. Þær hafa vjela- bátaútgerð báðar, og þar sem fiski- veiðar eru atvinnuvegur svo að segja hvers manns hjer, þá verða menn að sækja til þeirra atvinnu sína, sem oftast nær er allsæmilega borguð, 80—90 kr. um mánuðinn, í 4—5 mánuði af árinu, og svo náttúrlega taka hjá þeim nauðsynjar sínar, sem verslanir þessar eru báðar svo ákaf- lega vel samtaka um að selja 50— 100% dýrari en víðast hvar annar- staðar á landinu. Nú þegar menn ekki hafa atvinnu mema 4—5 mán- aða tima af árinu, leiðir það af sjálfu sjer, að kaup þeirra hrekkur ekki til lífsvirðurhalds þeim og fjölskyldum þeirra yfir árið, og þar eð vörur allar eru með svo uppsprengdu verði, hljóta þeir að hlaða á sig skuldum til mik- illa muna. Afleiðingin verður því sú, að allur uppburður manna geng- ur inn í skuldareikninga, enginn fær vinnu sína borgaða með peningum, og er þar með sviftur öllum ráðum til að ná í betri viðskifti annarstaðar. Jeg hef talað við menn, sem búnir hafa verið að vinna hjá verslunum þessum svo árum skiftir, án þess að hafa eignast svo mikið sem eina krónu í peningum allan þann tíma. Svona er nú verslunarástandið hjerna, og er þó ekki nema hálfsögð sagan. Þetta sumar hefur verið með betra móti, bæði hvað tíðarfar og afla snertir, Heilsufar manna hefur verið mjög gott, síðan í sumar að inflú- ensan geisaði og tíndi upp hvern mann“. Laus prestaköll. Garðar á Álfta- nesi, Garða- og Bessastaðasóknir og Kálfatjarnarsóknir, er sameiningin kemst á. Heimatekjur: prestsetrið ásamt 2 túnblettum í Hafnarfirði og fjailendi kr. 408,00. Prestsetrið má færa til Hafnafjarðar, er söfnuðurinn hefur fært Garðakirkju þangað. Kirkjubær í Hróarstungu og Sand- fell í öræfum enduraugiýst. Umsóknarfrestur allra er til 7. mars næstkomandi. Dáinn er hjer í bænum 26. þ. m. Guðlaugur M. Jónsson, Laugaveg 46 A. Veðrið. Það er nú mjög hlýtt, og hefur verið svo nær ailan janúar- mánuð. í dag er rigning. Gasið. Von kvað vera á manni frá firmanu G. Franke, til að líta eftir gasinu, nú bráðlega. Til solu búseignin nr. 70 við Laugaveg, Reykjavík. (Eign GuðmundarÁmundasonar). 1, íbúðarhús að stærð 13x11 al. 1 hæð með porti og risi, ibúð í kjallara. 2, Hesthús yfir 16 hesta með steyptum flór, básar aðskildir með timbri, einnig steinlímd safnþró, geymsla íyrir reiðtýgi o. fl. Heyhlöður fyrir c. 200 hesta. Port bygt af steini og járni fyrir 25—30 hesta. 3, Ennfremurhúseign Laugav. 77, sem er hesthús yfir 16 hesta, og heyhlaða, sem tekur c. 150 hesta. Alt nýtt og vel um búið. Gas- og vatnsleiðsla í öllum húsum. Lysthafendur snúi sjer til Guðtri. Ámundasonar, Laugaveg 70, Reykjavík. ÍBÚÐIR. Nokkrar stórar og góðar íbúðir eru lil leigu frá 14. maí n. k. Allar í miðbænum. Finnið Jóh. Jóhannesson. Laugaveg lí>. við biiið í Viðey er laus frá næstu fardögum. Umsóknir sendist fyrir lok febrú- ar þ. á. til undirritaðs, sem einnig gefur allar upplýsingar. Reykjavík 28. janúar 1913. pr. h/f. P. I. Thorsteinsson & Co. Tlior Jensen. Kaupið húsin. Nú þegar er til sölu íbúðarhús með stórri ræktaðri lóð. Verð 3,600 kr.; en við afsal þarf aðeins að borga 400 krónur; en að öðru leyti má kaupverðið borg- ast á 15 árum, án þess að hafa ábyrgðar- menn. Auk þessa hef jeg fjöldamargar húseignir til sölu víðsvegar um bæinn með ákjósanlegustu skilmálum. Notið nú tækifærið áður en hús- eignir hækka í verði, enda býður enginn í bænum 15 til 20 ára borgunarfrest, nema jeg, og auk þess hef jeg úr svo miklu að velja. c3ófí. cSófíannessQit. Laugaveg 10. Ciníta-útsala i Reykjavik á smjöri jrá mjólkurskólanum á Hvitárvöllum verdur frá 1. febrúar nœstk. og framvegis i smjörhúsinu, Hajnarstrœti 22. Srönfalóf. éCús. Hús á Vesturgötu til sölu, mjög ódgrt. Má borgast á 15 árurn. Mjög litil útborgun. <3ófí. <3ófíannasson. Laugaveg 19. Kjerskrá til alþingiskosninga í Reykjavík, er gildir frá 1. júlí 1913 til 30. júní 1914, verður lögð fram á bæjarþingsstofunni almenningi til sýnis frá í. febrúar til 15. sm. frá dagmálum lil miðaftans á degi hverjum. Kærur yfir kjörskránni sendist borgarstjóra fyrir 22. febrúar. Borgarstjóri Reykjavíkur, 21. jan. 1913. Páll Einarsson. Gunnar Gunnarsson Hefndin. 76 En stundum yíirbugaði sorgin hann. Þá gekk hann burt frá bænum — vegleysur, þar sem hann átti ekki á hættu að hitta neinn, og grjet. Hann var ekki orðinn svo gamall, að hon- um væri varnað táranna. — Stundum saman gat hann staðið kyr á árbakkanum og starað í hyl- dýpið. Hann yfirvegaði alvarlega hvort hann ætti ekki að drekkja sjer. En hann hætti við það, — foreldra sinna og systkina vegna .... eða var það einungis fyrirbára, sem hann friðaði þorleysi sitt meðf Hann lá oft andvaka og braut heilann. Stundum kom honum ekki svefn á auga alla nóttina. En heila- brotin komu lítið að haldi —: hann gat hreint ekki skilið í því, sem skeð var. Hann slcildi ekki að virkileikinn gæti ekki verið virki- leiki, — stundum fanst honum að betta, sem hann harmaði, hlyti að vera ljótur draumur, sem hann bráð- um mundi vakna af. En tíminn leið, og hann vaknaði ekki af draumnum, 77 sem var sjálfur virkileikinn, grár og miskunnarlaus. Þegar sumarið leið, hætti hann að geta grátið. En sorgin var söm, — honum hafði aldrei fundist hún ó- bærilegri. En smám saman sljóvg- aðist þó lund hans. Viðkvæmustu og innilegustu tilfinningar hans dóu, — það brustu ýmsir strengir í brjósti hans, og aðrir töpuðu hljómgáfunni. Hann fór að geta hugsað rólegur um það, sem skeð var, og hann gerði sjer ljóst og reyndi að sætta sig við, að Hrefna — æskudraumur hans og fyrsta ást — var honum töpuð. Hann fjekk matarlystina aftir. Fór að geta sofið um nætur og hegðað sjer sem heilvita maður að degi til. Vorið og sumarið höfðu tært hold hans — gjört hann fölan og magran. En haustið færði honum aftur hold og heilbrigðan lit. — En vorið og sumarið höfðu einnig tært hold og lit annars manns — Sigurðar vinar hans, bróður Hrefnu. 78 Og svo leið haustið, og fram á veturinn, að hann náði sjer ekki í útliti. III. Dag einn um miðsvetrarleitið var Einar staddur á hlaði úti, þegar hann sá Sigurð bera að garði, fót- gangandi. Einar gekk til móts við hann. Sigurður heilsaði vingjarnlega. En var annars fámæltur. Hann spurði um föður Einars, — og gekk strax inn, þegar hann hafði fengið að vita að hann var heima. Einar hinkraði við nokkra stund úti á hlaðinu. Hvað skyldi nú á ný ganga að Sigurði? Augun í honum höfðu verið svo hörð — leiftrað, sýndist Einari, og hann hafði dregið andann ört og móðlega, gegn um nefið. Og var hann ekki enn þá fölari í dag en síðast þegar þeir hittust ? Einar stóð stundarkorn og hugs- aði iim þetta — og vakti minning- 79 arnar, sem koma Sigurður ætíð vakti hjá honum. Svo gekk hann inní stofu- herbergið, þar sem hann vissi að hann mundi finna föður sinn og Sig- urð, til þess að grenslast eftir hvað fyrir hefði komið. Honum var líka forvitni á, hvert erindi Sigurður gæti átt til föður hans. Hann gekk rakleitt inn, án þess að kveðja dyra, eins og hann átti vanda til — og sá þá Sigurð skyndi- lega strjúka brjefpeninga nokkura af borðinu ofan í vasa sinn. Síðan stóð Sigurður á fætur og bjóst til farar. Einari sýndist augnaráð hans og föður síns vera einkennilega starandi, eins og þeir reyndu til að má úr þeim eitthvað, sem þeir væru hræddir um að hann kynni að geta lesið þar — og þótti þeim dveljast kynlega lengi í handabandinu. Hann fylgdi Sigurði til dyra, þegjandi. Sigurði lá á. Hann þrýsti báðum höndum Ein- ars, opnaði varirnar, en kom ekki upp því, sem hann hafði ætlað að 80 segja. Andlitsvöðvarnir skulfu, eins og hann ætti bágt með að verjast gráti. „Hvað gengur að þjer, Siggi minn?“ Einar hálfstamaði og var loðmæltur. Sigurður hallaði sjer nær honum og stundi fram lágt: „Vertu blessaður og sæll .... vinur minn". Einar sá að það var óstyrkur í honum. Hann varð að herða sig upp, til þess að geta svarað rólega: „Vertu blessaður---------". Hann tautaði eitthvað meira, óskýrt, stóð svo grafkyr og starði eftir Sigurði. Faðir hans kom út á hlaðvarp- ann, — karli var, venju fremur, skapfátt. Hann talaði lágt, eins og hann væri staddur í guðshúsi: „Þú fleiprar því ekki, að Sigurður hafi fengið peninga hjá mjer“. Að svo mæltu gekk hann burt, hljóðlega eins og hann var kominn. Einari skildist að hann mundi ekki verða margs vísari, þó hann reyndi að spyrja. —

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.