Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.05.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 07.05.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 79 Til hvítasunnuhátíðarinnar er áreiðanlega hest að kaupa nauðsynjar sínar hjer. Vjer viljum aðeins minna á: II V IG I T I *> góöa og ódýra. Ií a s t o r - s t r a u s y lí u r- i 1111, sem hvergi á sinn líka. 'IGdint)«r}>ai,-inai,<>-mi'ine, víðfrægt og velþekt. Súkkalaði af mörgum tegundum. I >siíinn á ferð í vagni. Tvíbökur, aðeins 35 aura pundið. AUs konar niðursoðið, með 500/o afslsetti, eða fyrir hálfvirði. Edinborg'ar-vindlum o*»■ -cigarettum gleymir enginn, sem einu sinni hefur kynst þeim. Gleðilega liátíðl Smávegis frá Stokkhólmi. Eflir A. IX. 1 Vanadísarluudinnm. Jeg hef aðeins bent þjer á lund- inn, sem ber nafn ástagyðjunnar norrænu, en ekki sýnt þjer hann. „Vanadíslunden" (berðu það ekki fram „lúnnen", heldur alveg eftir stöfunuml) er á Norðurmálmi í út- jaðri borgarinnar. Húsaþyrpingin hef- ur ekki ennþá náð að umkringja hann. Hann er sýnilega ungur að aldri sem ræktaður lundur, trjen eru ung og yndisleg eins og ástin í bernsku. Hann er einkennilegur og fallegur hóll, tekur upp yfir húsin, sem að honum liggja; vegirnir liggja skáhalt upp eftir bröttu brekkunni, á sumum stöðum eru klettar, jafnvel svo háir, að þeir geta kallast hamrar. Efst uppi er ofurlítið þak á stólpum, innilukt af gangstígavafningum. Það er gert fyrir lúðrasveit frá hernum, er situr þar á vissum kvöldum á sumrin og sendir tóna sína yfir mann- fólkið, er þyrpst hefur á gangstíg- ana. Þegar kvöldkyrðin ríkir aem voldugast, berast tónar þeirra langt, langt út f geiminn. Ef við gengjum þangað að gamni okkar einhvern tíma, vildi jeg helst velja til þess sfðari hluta sunnudags að hallandi sumri, þann tfma, er vesl- ings Reykvíkingar eru sem óðast að hringsnúast á ferhyrningnum: Aust- urstræti — Aðalstræti — Kirkjustræti —Pósthússtræti, sjáandi ekkert annað en sömu andlitin í sífellu, og njót- andi þess eins að slíta skónum á þessum götum. Eða er nokkuð ann- að, sem er þeim að unaði þar? Það er laust við alla hæðni eða lítilsvirðingu að jeg spyr svo. Það eru aumkunarverð vandræði í mín- um augum, að höfuðstaðurinn okkar skuli vera svo gersneiddur öllu, er veitt geti íbúum sínum nokkurn unað eða lífgað og örvað fegurðartilfinn- ingu þeirra. A leiðinni þangað út vil jeg masa ofurlítið við þig — jeg er altaf að tala við þig eina eða einan, sem nennir að renna augunum yfir það, sem jeg skrifa. Við alla hina hef jeg ekkert að segja. Þeir láta mig hlutlausan og jeg þá. Jeg mæltist til þess strax f byrjun, að við ljetumst vera vinir, svo að mjer væri þægilegra að tala við þig. Vinir erum við hvorki áður nje eftir, svo leikurinn er óskaðlegur. Jeg vil ekki gera náunganum óþæg- indi að óþörfu. Og jeg vil vera að minsta kosti eins góður við sjálfan mig og aðra. Þess vegna vil jeg ekki neyða mig til þess að látast vera skynsamur, ur því mjer er það ekki lagið. Því skrifa jeg aðeins þegar mig lystir og það sem mig lystir og eins og mig lystir. Ástæður flestra manna eru svo, að þeir verða að leigja sig að einhverju leyti. Sumir leigja höfuð sitt, sum- ir bol, sumir útlimi, sumir ef til vill alt þetta. Og ef þeir hafa það ekki leigt, þá þó bundið á annan hátt, ef til vill verri. Jeg hef hendur mfnar leigðar, en ekkert annað bundið, hreint ekkert annað.--------------- Lundurinn blasir nú við okkur, brekkurnar baða í sólskini, hlýju en ekki brennandi, og ungviðið keppist hvað við annað að teyga í sig ljósið og lífsþróttinn. Neðan til eru brekk- urnar grasi grónar en ekki viði. Gagnstætt því, sem er f öðrum lund- um inni f borginni, þá er mönnum leyft hjer að liggja f grasinu eftir vild. Og þeir nota sjer það líka. Sumt fólk er nú að sýna sig og sjá aðra niðri á Strandveginum eða öðrum fjölförnum götum, skylt því sem Reykvíkingar eru að hafast að á „rúntinum". En það fólk, sem þarfast er mannkyninu, hefur ekki ástæður til þess, í stað þess sest það í brekkur Vanadísarlundarins, feður og mæður af verkamannaflokki með börn sfn. Jeg vil að við setjumst í grösugu brekkuna og horfum á fólkið um stund. Við höfum auðvitað svo oft verið að horfa á fólkið hjer, en við megum þó gera það einu sinni enn. Ennþá verður mjer á að tala um vöxt og hraustleikasvip fólksins. Jeg sje þessar mæður, og finst þær beri það með sjer að máttur þeirra sje í engu minni en eiginmanna þeirra. Og jeg undrast yfir þeim meistara, sem komið hefur því á að virðing þeirra og rjettur er í ýmsu minni en mannanna, jeg undrast yfir því að það skuli geta verið svo. T. d. í ástamálum, að konan skuli að eins mega gefa, bíða eftir þvf að fá að gefa sjálfa sig, en ekki biðja eða bjóða, þar sem þó ef til vill allur hennar ástahugur stefnir til. Hve lengi skyldi þessi rjettarstaða geta haldist við? Ef til vill veð jeg reyk, jeg vildi að svo væri; jeg er ekki svo vel heima f lögmálsgreinum tfskunnar. Jeg er trúaður á starfsemi og mátt Freyju enn á tímum; hún veitir ótrú- lega mikinn velfarnað þeim, sem bera ávaxtandi í brjósti sjer það, sem hún lætur sjer annast um, ástina. Mjer er það oft óskiljanlegt hvernig óbreyttir verkamenn geta framfleytt heilli fjölskyldu með því kaupi, er þeir hafa. Þó er enga eymd að sjá á fjölskyldum þeim, sem hjer eru. Mjer koma ósjálfrátt f hug þeir menn, er jeg veit allra manna fátæk- tækasta. Jeg hef kynst þeim all- mörgum. Þeirra ástæður eru svo aumar að það er ekki einu sinni hægt að vorkenna þeim. Þeir bera ekki ást f barmi, þekkja hana ekki, lifa allan sinn aldur svo, að hafa hugann einungis á víni og vændis- konum, gersnauðir að öllu, þótt þeir hafi aldrei neitt nema sjálfa sig fyrir að sjá. En af þvf að þeir fá kaup sitt vikulega, er það ávalt svo lítið að þeir geta ekki hreinlega drepið sig með þvf. Það er áreiðanlega einhver með í spilinu, og jeg held það sje enginn annar en Freyja. Það er gleðjandi og göfgandi að sjá svo ljósan vott um blessun heim- ilislífsins í staðinn fyrir „lausamanns"- lffið, svo gersneytt öllu yndi. Lft- um á foreldrana hjerna! Mæðurnar hafa oftast einhverjum sínum starfa að gegna; ávalt þurfa börnin þeirra einhvers við. Við feður sína fljúgast þau á í grasinu, báðum til yndis; hjer og hvar hafa þau fiðlu — það hljóðfæri er alþýðueign Svfa — og leika á hana eitthvert þýtt lag. Og sumstaðar kunna börnin ljóð við lag- ið og syngja undir með sínu nefi. — Hlustaðu eftir vísunni, sem litla stúlk- an syngur, jeg hef heyrt hana oft áður og kann hana: Sjung, sjung brusande vágl visorna dina vet jag, sjung, sjung fágel i skogl drillarne kan jag nog, sjung, sjung blomster í vindl sucka se’n aldrig mera, sjung, sjung mitt hjárta du! klaga ej mera nu. (Sjung = syng! vág = bára, drillarne = kvakið, sucka = andvarpa, se’n (sedan = siðan). Hjer hjá börnunum verð jeg að barni, verð betri en ella, þótt jeg verði aldrei góður. Og í þessu barnsástandi ætla jeg að segja þjer ósköp litla sögu, sem lítil stúlka sagði mjer. Hún hafði lesið hana í lít- illi bók, sem hún átti, og mundi hana svo vel af því að mynd var með henni. Mjer finst að sagan sú hafi hlotið að gerast hjer, f lundin- um, sem helgaður er Freyju og hún hefur helgað sjer. Sagan er svona: Piltur og stúlka voru einu sinni saman úti. Jeg veit ekki hve gömul þau voru. Sólin skein. svo undur milt og vakti hjá þeim alt, sem ljúf- ast var. Þau töluðust það við sem báðum var geðþekt. Sveininum fanst mál ungu stúlkunnar ofur inndælt, þó voru varir hennar miklu indælii. En hann var svo ungur og kom sjer ekki að neinu. En svo kom býfluga og stakk mærina í vörina, svo að bólgnaði undan af eitri flugunnar. Þá sagði hann henni frá, að ef höggormur biti mann, mætti ná eitr- inu út með því að sjúga sárið. Mátti hann ekki reyna að fá út eit- ur bíflugunnar? Píus páfi io. var nýlega svo veikur, að menn voru hræddir um líf hans, enda er hann gamall maður. Hann hefur jafnan haft lítið um sig. Hjer er hann sýndur á ferð sjer til hressingar f vagni. Kring um páfa- höllina er stór garður, og þar inni er hann á ferð, en fer að sögn mjög sjalan út um götur Rómaborgar, hvað þá heldur lengra. Jú — — — Eftir það fyrirgaf hann altaf bý- flugunum, þótt þær styngi hann. Viltu nú ganga með mjer ofurlítið lengra upp á við, þar sem klettarnir þroka, þöglir og alvarlegir, þar sem Haga skógurinn breiðir sig í iðgræn- um öldum fyrir augum okkar með spegilsljetta Brunnsvíkina eins og dýrindis silfurskrúð þar inni í grænk- unni. Við setjumst á þægilegan stað, og meðan sólin er að hníga að viði rjett fyrir utan Haga, segi jeg þjer um æfintýri, er einu sinni gerð- ist hjer í lundinum. Það er eins og það lifi hjer í' loftinu og þögulu hamrarnir beri það enn þá f svip sfnum. Frá eldunum. Einar Jónsson alþm. á Geldingalæk kom suður hingað í fyrrakvöld. Hann segir, að altafhafi sjest til eldanna að heiman frá sjer, þegar dimdi á kvöldin, og á tveimur stöðum, eða þó, rjettara sagt, á þremur stöðum. Frá honum að sjá ber Lambafitjahrauns eldinn vestan við Heklu, en hinir tveir eldarnir eru nálægir hvor öðrum og sjást frá hon- um austan við Heklufjallið. Segir hann, að kunnugustu menn þar álíti, eins og Ólafur læknir ísleifsson, að þeir sjeu í Rauðufossum. En mjög eru þeir eldar farnir að minka frá því, sem í byrjun var. Segir hann, að þeir Guðmundarnir, er hann mætti á leiðinni, muni verða fyrstir til að skoða eystra eldsvæðið, og hafi þeir ætlað upp til þess austan við Heklu. Nokkur orð um niðurjöfnun aukaútsvara í Rvík. Það munu margir hjer 1 bænum vera óánægðir með aukaútsvör sín, og er það mjög eðlilegt að svo sje, því ókunnug- leiki á högum m a r g r a gjaldenda, og ef til vill fleira, getur vel verið orsökin. Það er þó ef til vill einn flokkur manna, sjerstaklega, sem hönd nefndarinnar virð- ist hafa lagst nokkuð þungt á, og það eru menn þeir, er stunda sjó á botn- vörpuskipum. Þáð virðist svo sem þeir, sem á síðastliðnu ári hafa e i n h v e r n tíma verið lögskráðir á »trollara«, sjeu blátt áfram lagðir í einelti með óhæfi- lega háum gjöldum, svo að manni ligg- ur við að spyrja, hvers þessir menn eigi að gjalda. Máske þess, að þeir stunda þann atvinnuveg, sem líklegastur er til til þess, að verða bæjarfjelaginu að varanlegu gagni? Þó tekur útyfir alt, að nefndin leggur þennan mannflokk svo í einelti, að leggja æðihátt gjald á þá, sem nám stunda á stýrimannaskól- anum; það er að segja, ef þeir hafa komið »um borð« í »trollara«. Reykja- víkurbær er víst eina sveitar- eða bæj- artjelagið á þessu landi, sem hefur grip- ið til þess eymdarúrræðis, að leggja aukaútsvör á fátæka skólanemendur. Nokkur sveitarfjelög, helst austan- og norðanlands, hafa lagt útsvör á menn, sem dvalið hafa í sveitum þeirra og rek- ið þar atvinnu um stuttan tíma, og hef- ur það mælst illa fyrir, en það hefur til þessa ekki tíðkast hjer, og þótt sæmd fyrir bæinn. En nú hefur niðurjöfnunar- netndin jafnvel gengið svo langt, að leggja á menn, sem ekki eiga hjer lögheimili, hafa ekki verið lögskráðir á skip, sem hjeðan ganga, hafa því ekki haft eða rekið neina atvinnu hjer, en orðið, vegna náms stns við stýrimannaskólann, að kosta sig hjer atvinnulausir 7—8 mánaða tíma á árinu auk þess kostn- aðar, sem óhjákvæmilegur er öllum, er nám stunda, hvar sem þeir eiga lög- heimili. Að leggja þungar álögur á menn, sem oftast eru efnalitlir, á m e ð a n þeir eru að búa sig undir lífsstöðu sína, er vanvirða hverju bæjar- eða sveitarfjelagi og virð- ist bera vott um að efnahag þess sje mjög illa farið, jafnvel þó álögurnar kunni að styðjast við lagastaf. Annars má niðurjöfnunarnefndin gæta þess, að búast má við að sú stjett manna, hver sem hún er, sem verður fyrir því að vera k ú g u ð öðrum frem- ur, finni einhver ráð til að láta ekki kúga sig mörg ár. P. Nóg verkefni handa menta- mönnum vorum. Af því að einstaka menn tóku heldur illa og einfeldnislega stofnun „ Hins íslenska Fræðafjelags" í Khöfn, og sumir kváðu að það mætti gera hjer í Reykjavík, sem Fræðafjelagið vinnur, ritaði forseti fjelagsins, Bogi Th. Melsteð, ofurlitla grein um þetta í „ísafold"; minti hann á, að hjer í Landsbókasafninu væri nóg verkefni fyrir hendi. Þar væru 6000 handrit, og spurði: „hvað er gefið út af þeim?" Þessu hefur nú vor fróði lands- skjalavörður, dr. Jón Þorkelsson, svar- að í „Sunnanfara" og telur upp 6 bækur, sem hafa verið gefnar hjer út, og Æfisögu Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors með feykimiklum heimildarritum. Hann er dálítið gramur við Boga Melsteð út af því, að hann skuli eigi hafa nefnt þetta nje Landsskjalasafn- ið eða ritað ítarlega um þetta, en eigi upplýsir hann neitt um það, hvort „ísafold" mundi hafa tekið langa grein eftir B. M. um þetta mál. Aftur á móti ræður hann af þessu, að Bogi Melsteð muni eigi þekkja neitt til Sögufjelagsins — þótt hann sje fjelagi þess — og þess, sem hann minnist á í hinni litlu grein sinni; fyrir bragðið sendir hann honum nokkur af sínum þjóðkunuu góðvild- arorðum. Annars er landsskjalavörð- ur alveg á sama máli sem Bogi Mel- steð um það, að nóg verkefni sje hjer fyrir hendi, og að semja þurfi skrá yfir handritasafnið. Einnig telur dr. J. Þ. Fræðafjelag- ið í Kaupmannahöfn að öllu eðlilega og gagnlega stofnun, eins og rjett er, og fullyrðir, að nóg verkefni sje handa því. Sýnir hann í grein sinni, að hann þekkir töluvert til íslenskra handrita í söfnum erlendis; var það óþarfi, því að enginn var að væna hann um það. Aðalatriðið í grein doktorsins er þá þetta: Landsskjalavörður dr. Jón Þorkels- son er alveg samþykkur forseta Fræða- fjelagsins, mag. Boga Th. Melsteð, um það, að nóg verkefni sje til handa mentamönnum vorum, bæði innan- lands og utan, og að fjelagsskap þurfi til að koma nokkru gagnlegu í framkvæmd. X. Hvergi er eins góð og ódýr matvara ogí IVýhöfn. Munið því eftir að versla þar fyrir Hvítasunnuhátíðina. Uppboðsauglýsing. Laugardag 10. þ. m., kl. 12 á hád., verður hjer á skrifstofunni haldið opinbert uppboð á slægjum og haustbeit í 0rfirisey í sumar. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 6. maí 1913. Jón Magnússon.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.