Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.06.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 25.06.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 107 annað en að gæta landhelginnar fyrir yfirgangi fiskimanna. Afstaða íslands til Danmerkur um sjermálin er söm sem til annara landa. Island og Danmörk eru að því leytinu til „fram- andi" lönd, enda enginn efi á því samkv. þjóðarjettinum, að danskt herskip má nú ekki taka óheimilt flagg af dönsku skipi í utanríkishöfn, þó að nefnd tilskipun heimili og jafnvel bjóði það. Höfn er í því efni af öllum talin jöfn þurru landi. Það ákvæði hrekkur nú hvorki gagnvart íslandi nje öðrum löndnm, lengra en til þess í hæsta lagi, að sýkna þann foringja, er það gerði, gagnvart dönsku stjórninni, en leysir hann á engan hátt undan kæru þess lands, er hann hefði framið verkið í. Jeg verð því að álíta, að upptaka Fálkaforingjans á bláhvíta fánanum hafi verið ólögmæt, en gildur úr- skurður um það fæst aðeins með dómsúrskurði, enda stakk jeg upp á því 12. þ. m , bæði við bæjarfógeta og stjórnarráð, að Einar Pjetursson yrði ákærður fyrir að hafa bláhvíta fánann á fleytu sinni. Reykjavík, 23. júní 1913. Virðingarfylst Lárus II. Bjarnason. 20. þ. m. var. C. Th. Zahle, for- ingja Radikakalaflokksins, falið að mynda nýtt ráðaneyti. 21. þ. m. sagði í símskeyti frá Khöfn, að ráðaneytið væri myndað og þannig skipað: Zahle yfirráðherra og dómsmála; Edv. Brandes fjármála; P. Munk varnarmála; O. Rode innanríkismála; Petersen-Sandby búnaðarmála; Kei- ser-Nilsen kenslumála og Jens Has- sing Jörgensen verslunar- og sam- göngumála-ráðherra. Allir eru ráðherrarnir úr Radikala- flokknum. Balkanmálln. Símað frá Khöfn 20. þ. m., að óróanum á Bal- kanskaganum haldi áfram. Dánarminning. Hjer í blaðinu hefur áður verið stutt- lega getið hins sorglega og sviplega frá- falls Ingvars Ásmundsssonar í Efstadal i Laugardal, er 2. maí síðastl. hvarf úr rúmi sínu snemma morguns, og fanst samdægurs örendur í Brúará. Hann var tæplega þrítugur að aldri, fæddur í Efstadal 2. okt. 1883, og búa þar enn foreldrar hans, sæmdarhjónin Ásmundur Þorleifsson og Magnhildur Magnúsdóttir, nú bæði hnigin á efra aldur. Var það þung raun fyrir þau, að sjá þannig á bak einkasyni sínum í blóma lífsins og væntanlegri ellistoð þeirra, því að Ing- var heitinn ætlaði að fara að búa á hálfri jörðinni Efstadal, föðurleifð sinni, nú í vor, og hafði hann mörg skilyrði til þess, að verða hinn nýtasti bóndi, því að hann var hinn mesti dugnaðarmað- ur til verka, og kom sjer hvervetna vel, svo að öllum, sem kyntust honum, var einkar hlýtt til hans. Var hann og manna greiðviknastur og sparaði ekkert til að vlkja góðu að vinum sínum og kunningjum. Tilfinningar hans voru næmar og viðkvæmar, og þótt hann sýndist oftast nær fremur ljettlyndur, þá veit enginn hvað i annars brjósti býr, og er svo oft á ungum aldri, þótt ytra sýnist alt sljett og felt, að þar „getur undir glaðri brá grátið stundum hjarta". Jarð- arför hans fór fram i Miðdal að við- stöddu allmiklu fjölmenni, en síra Frið- rik Friðriksson (í Rvík) hafði ort snot- urt kveðjuljóð frá foreldrum hins látna, er mest hafa mist við fráfall hans. Hafa þau beðið þann, er þessar fáu linur rit- ar, að flytja alúðarþakklæti frá þeim til allra þeirra, er sýndu þeim hluttekningu í þessum sára missi þ?irra, bæði með návist við jarðarför Ingvars heitins, með því að gefa blómsveiga á kistu hans og á ýmsan annan hátt. H. C. A. HEMMERT. Alls konar VSFNAÐAÐARVÖRUR, Vandaðar — Ódýrar. Þingmálafundur. Hjer í Reykjavík var þingmálaf. haldinn í Barnaskólaportinu kvöldið 21. þ. m. Fundarstj. M. Einarsson dýralæknir, skrifarar Þórður Bjarnason verslunarstj. og Matth. Þórðarson fornmenjav. Fyrri þingm. bæjarins, L. H. Bjarnason prófessor, lýsti stjórn- arfrumvörpunum, en þessar tillögur voru samþyktar: Frá J. Jónssyni alþm.: „Fundurinn telur síðustu samningakosti í sam- bandsmálinu óaðgengilega, og er ekki ætlast til þess, eftir atvikum, að leit- að verði undirtekta Dana um málið í bráð". Frá Ól. Björnssyni ritstjóra: 1. „Fundurinn skorar á þingmenn bæj- arins að stuðla að því, að fsl. fáni verði löggiltur þegar á næsta þingi". 2. „Fnd. skorar á alþingi að gera sitt ítrasta til þess að efla peninga- stofnun þjóðarinnar, Landsbankann, á allan hátt". Frá J. Ólafssyni alþm.: „Fnd. telur rjett, eftir þvi sem sambandsmálið horfir nú við, að samþ. verði á al- þingi frumv. til þeirra breytinga á stjórnarskránni, er ætla má að þorri kjósenda fylgi". Frá A. J. Johnson áskorun til þingmannanna um að vera á móti launahækkun embættismanna, stofnun nýrra óþarfra embætta og bitlingum „til þeirra manna, sem ekkert sýni- legt vinna í þarfir þjóðarinnar ár frá ári, eða þá aðeins það, sem enga nauðsyn ber til að vinna að svo stöddu". Frá Guðj. Einarssyni prentara: að „borgarstjóri skuli kosinn af öllum atkvæðisbærum kjósendum kaupstað- arins, sem kosningarrjett hafi til bæjarstjórnar". Frá Gísla Sveinssyni málaflm.: að „alþingi láti Einskipafjelagi íslands í tje allan þann styrk, er það megn- ar". Ennfr. áskorun til þingm. út af Fálkaftiálinu 12. þ. m. og önnur út af ávöxtun opinberra sjóða. Hluttaka í atkv.gr. um hin ýmsu mál var ærið misjöfn. Um stjórnar- skrármálið greiddi t. d. ekki nema lítill hluti viðstaddra manna atkv. og slæðingur manna um till. A. J. J. og áskoranir G. Sv. — Undarlegt þótti mörgum það, að er A. J. J. vildi styðja mótmælatill. sína gegn „bitl- ingunum", gat hann ekki gripið niður nær en norður í Þingeyjarsýslu, fjarg- viðraðist um 400 kr. smástyrkinn til alþýðumannsins Guðm. Friðjónssonar, en ekki um tugi þúsundanna, sem fleygt hefur verið í uppgjafaembættis- manninn frá Vogi. Fríi fjallatindum til öskik Frá eldstöðvunuin. Þeir Lefolii kaupmaður á Eyrarbakka og Níelsen verslunarstjóri þar komu ofan frá eldstöðvunum aðfaranótt 24. þ. m. þeir voru þar uppfrá 13 kl.st. og fóru til beggja eldstöðvanna. Lögr. átti tal við þá í gær. Þeir sögðu enga elda uppi nú, en gufu- mekki mikla leggur upp frá hraun- unum, og einnig upp frá Heklu sjálfri, sögðu þeir. Mannalát. Nýlega er látinn Bene- dikt Sölvason bóndi á Ingveldar- stöðum á Reykjaströnd í Skagafirði. Hann var meikisbóndi. Hann lætur eftir sig ekkju og einn son, Guð- mund ritara við íslandsbanka. Nýlega er og dáinn síra Benedikt Eyjólfsson prestur í Bjarnanesi, tæp- lega fimtugur að aldri, fæddur 1. nóv. 1863. jllS. jllSagnús (.lúiíusson) laeknir, sjerfræðingur í húðsjúk- d ó m u m. Yiðtalstími kl. 9—11 árdegis. Kirkju8træti 12. Reykj avík. Ráðherra kom heim síðastl. mið- vikudag, með »Skálholti« norðan um land frá Akureyri. Læknaprófi lauk hjer við háskól- ann 20. þ. m. Árni P. Helgason (prests á Kvíabekk) með 1. eink., 1722/3 st. Synódus kom saman í gær í heim- spekisdeild háskólans. Jón Helgason prófessor flutti á undan guðsþjón- ustu í dómkirkjunni. Þessi erindi verða m. a. flutt: Síra Gísli Skúla- son talar um aðstöðu fríkirkju og þjóðkirkju hjer á landi; Har. Níels- son prófessor um Kristsheitin í biblí- unni; K. Zimsen verkfræðingur um sögu sunnudagaskólanna; Sig. Sf- vertsen docent um kristindómskenslu og Þórhallur biskup um biblíurann- sóknir. Landlæknir tekur þátt í um- ræðum um hjónabandslöggjöfina. Söngfjel. 17. júní söng síðastl. sunnudagskvöld úti í tjarnarhólman- um. Hafnargerðarslysið. Bæjarstjórn samþykti síðastl. fimtudag, að rann- saka skyldi það með rjettarprófum, »Ermine« heitir enska ferðamanna- skipið, sem um var getið í síðasta tbl. Það kom hingað í gærkvöld og eru farþegar rúmt iOO. »Ljenharðnr«, hið nýja leikrit Einars Hjörleifssonar, á nú að fara að koma út. Kenning Únítara. Fundarræða eftir séra Rögnvald Pétursson. (Frh.). Með þessu móti verður trú einstak- linganna nokkuð mismunandi, bæði eftir því hvað þekking þeirra er víðtæk, og eins fer það nokkuð eftir þeirra andlegu gáfum og þroska. En svo er líka til ætlast. Þarfir þeirra verða nokkuð mis- munandi, og trúarþörfin þá ekki síður. Og þar sem trúin er lífsskoðun, verður hún að fylgjast með þroska mannsins. Hún er skoðun mannsins á guði, heiminum og mannlífinu, og um það verður hver að eiga sína skoðun fyrir sig, þar sem nokkur mismunur er persónanna og þær eru ekki að öllu leyti eins. En lífsskoðun manna er skilningur þeirra á heiminum, á allri tilverunni, því rétta og ranga, háa og lága, fagra og ófagra, góða og vonda, og þ v í 1 í k a lífsbreytninni. Trúin er því leiðbeining til réttrar breytni, og því á því sviði líka sjálf- sögð séreign hvers einstaklings út af fyrir sig. Það má ákveða með nokkurnveginn vissu, hvað sé rétt 1 almennum efnum, en aldrei um það, er eingöngu snertir einstaklinginn. Það verður hann að dæma um sjálfur. Trúin verður því að vera leiðbeining bæði f almennum og heimullegum efnum, því hún heimtar, eins og velferð mánnsins sjálfs heimtar það, að lffinu sé lifað rétt, opinberlega og heimullega. Því sá, sem lifir rétt, hann deyr rétt. In Únítariska trú veitir því fult skoð- anafrelsi, og byggist á því. Hún þekkir ekki og viðurkennir ekki aðrar skorður á rannsóknarfrelsi manna, en þær sem guð einn hefir sett, sem er takmörkun mannlegs skilnings, mannlegrar ævi og mannlegs máttar. Alt, sem maðurinn fær skilið og rannsakað, er honum frjálst. Og niðurstaða rannsóknanna má vera hver san vill, beri hún að eins í sér sannleilft gildi og fái hún staðist reynsl- una. Þetta er, í fám orðum sagt, skiln- ingur Unítarisku kirkjunnar á trú og trúarréttindum manna. Og er vel að bera það í huga, þegar farið er að at- huga in ólíku trúaratriði. Nú þó mönnum mismuni nokkuð í skoðunum, eru trúaratriðin flestöll in sömu, og skoðanir manna um þau í meginatriðunum eins. Má því með nokkurneginn nákvæmni lýsa höfuðat- riðum kirkjulærdómsins, og langar mig til þess að gera það, án þess þó að fara út f sögu þeirra eða uppruna. Meginatriði alls trúarlærdómsins er trúin á Guð. Guð er afl, líf og orsök allrar tilverunnar. Út yfir alt nær mátt- ur hans, og enginn'hlutur er svo til, að þar sé ekki kraftur guðs verkandi, hve smár sem hann er — út fyrir sólkerfin og ofan til smæstu frumagnar lífsins á jörðunni. Öll þau lög, er tilveran hlýðir, eru guðs lög. Þegar geislar sólarinnar berast á ölduvaka loftsins, þegar jöiðin snýst, þegar maðurinn hreyfist úr stað, þegar hann dregur andann, þegar barnið grætur sorg sína burt og hugur þess nær jafnvægi sínu á ný við tárin, eru lög guðs verkandi. Öll þessi lög eru eðlileg — náttúr- leg — það er, þau eru eðli lífsins sam- kvæm; vegna þess að ekkert líf er til, án guðs, eða utan hans, þar sem kraft- ur hans nær ekki til. Alt sem er, er þess vegna eðlilegt —- náttúrlegt, og guð sjálfur eðlilegastur alls, náttúrleg- astur þess náttúrlega, vegna þess að frá honum, fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Ið yfirnáttúrlega gæti að eins verið það, er ofar væri guði og allri tilverunni, verkandi þar sem kraftur hans næði ekki, á það sem líf og upp- runa ætti annatstaðar en hjá honum. En það verður hvergi, fyrst guð er alt í öllu, alstaðar nálægur, eilífur, með öllu, er fær eilíflega orðið til. lð yfir- náttúrlega er því ekki til. Heldur er alt náttúrlegt, eðli tilverunnar og lög- máli guðs samkvæmt. Það, að einn hlutur er meiri en annar, undursamlegri, dásamlegri, fullkomnari, fegurri, skapar ekki eðlismismun milli hlutanna, heldur stigsmun, og svo er lfka alheimurinn stór. I eðli hans og innan hans rúm- ast alt, er orðið getur. Sambandið milli guðs og alheimsins er svipað — en þó ekki með öllu eins, vegna þess að því fær enginn maður fyllilega lýst — er svipað og milli lífsins og líkama mannsins. Líkaminn fær ekki haldið mynd sinni og lögun, ekki starfað, ekki verið til án llfsins. Hann sundurleysist og verður að dufti, form- lausu, lögunarlausu, unz lífið andar á duft- ið og vekur það til nýrra mynda. Þannig er heimurinn án guðs, nema hann getur alls ekki orðið til sem duft, því efni hans er einnig orðið til af krafti og verkun guðs. (Frh.). Stjérnarjrmnvörp. 34 frv. leggur stjórnin fyrir næsta þing og eru þau þessi: 1. Fjárlög 1914—1915. Gert er ráð fyrir því, að tekjurnar nemi samtals 3,706,47° kr. og útgjöldin 3,630,883 kr. 85 a. og verði því tekjuafgangur rúm 75,000 kr. og eru helstu útgjöldin sem nú skulu verða talin: Vextir og afborganir af lánum landsjóðs 450,284 kr. 05 a., til æðstu stjórnar landsins 106,000 kr., til al- þingiskostnaðar 67,400 kr., til dóm- gæslu og lögreglustjórnar 246,130 kr., til læknaskipunar 356,129 kr. og 80 a., til póstmála 260,000 kr., til vegabóta 282,300 kr., þar af til brúar á Eyja- fjarðará f. á. 70,000 kr., til gufuskipa- ferða 190,300 kr., til hraðskeyta- og talsímasambands 235,400 kr. og til vita 97,150 kr. Alls til samgöngu- mála 1,065,150 kr. Til kirkju og kenslumála 665,780 kr., til vísinda, bókmenta og lista 159,240 kr., til verklegrar kenslu og fyrirtækja 343, 570 kr. og til eftirlauna, styrktarfjár og tillags í ellistyrktarsjóð 158,000. 2—3. Fjáraukalög 1910—1911 og 1912— 1013. Til útgjalda í viðbót við fjár- lögin 1910—1911 veitast 120,664 kr. 30 a. og 1912—1913 135,891 kr. 26 a. (til viðbótarbyggingar við pósthúsið 65,000 kr.) 4. Um samþykt á landsreikningum 1910—1911. 5. Siglingalög. Stjórnin hefur tekið upp frv. það, sem lagt var fyrir sfð- asta þing, en þá var ekki afgreitt, og hefur tekið tillit til breytingatil- lagna þeirra, er efrideildarnefndin vildi gera við frv. Slept hefur verið úr frv. tillögum um sjerstakan ráðn- ingarstjóra. Húseignín nr. 12 i Kirkjustrsti fæst keypt. Nánari uppplj's- ingar lijá Halldóri yfirdómara Danielssyni, Aðalstr. 11. Síuría cJonsson. Hvítelið framleiðir Olgerðin „Egill Skallagrínis8on“. Simi 390. Hálslín, Slifsi oS Slaufur, afarstórt úrval. Sturla (Jcnsscn. íæknisstörfum minum gegnir spítalalæknir Matthias Ein- arsson fyrst um sinn. G. Ulagnússon. 6. Um tekjuskatt. Af öllum árstekjum af eign og atvinnu skal greiða %% af hverjum iooo kr. upp í 6°/o, er tekjurnar nema yfir ii þús. kr. Á- búðar- og lausafjárskattur, húsaskatt- ur og tekjuskattur skulu afnumdir. 7. Um fasteignarskatt, 2/io af hundraði af öllum fasteignum, nema af hús- um og lóðum, ltökum og hlunnind- um, sem eru þjóðeign eða til al- menningsþarfa, svo sem kirkjur, skól- ar og sjúkrahús, ennfremur af sömu eignum ef þær eru eigi 300 kr. virði í eigu sama manns. 8. Um skattanefndir. Þriggja manna nefnd í kaupstöðum og sveitum og skal bæjarfógeti eða hreppstjóri vera sjálfkjörnir formenn þeirra og 3 manna yfirskattanefnd, í hverjum kaupstað og sýslu er stjórnarráðið útnefnir, nema sýslumenn, sem eru sjálfkjörnir formenn. 9. Um jarðamat. Meta skal allar jarð- eignir á landinu til peningaverðs 10. hvert ár, í fyrsta sinn 1914 og síðan á hverju ári, er ártalið endar á o. Skattanefndir skulu virða jarð- irnar 1 júnímánuði. 10. Um verðlag. Verðlagsskrá skal af- numin, en í þess stað tekið meðal- tal af verðlagi 10 síðustu árin og nota framvegis. 11. Um laun hreppstjóra, að þau skulu vera 1 kr. fyrir hvern fullan tug hreppsbúa, þó ekki undir 30 kr. 12. Um manntalsþing, að þau skuli byrja í miðjum júnímánuði. 13. Um breyting á vitagjaldslögum, að skemtiferðaskip skulu undanþegin vitagjaldi, og skip, sem leita hafnar í neyð, ef þau hafa engin viðskifti við landsmenn. 14. Um breyting á tollögum, að af ým- iskonar sætindatilbúningi, sem áður hefur verið undanþeginn tolli, skuli greiða 80 au. toll af hverju kílógr. 15. Um hagstofu íslands. Sjerstakri stofnun skal verða falið að safna skýrslum um helstu landshagi ís- lands, vinna úr þeim og koma þeirn fyrir almennings sjónir. Forstjóri skal hafa að byrjunarlaunum 3000 kr., er hækka upp í 4200, og aðstoð- armaður 2000 kr., er hækka upp í 3000 kr. 16. Breyting á vörutollslögum. Ymsar vörutegundir látnar skifta um flokka, (Nl.).

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.