Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.07.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.07.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 111 lega mikið notaðir til að ná burtu hárum, þar sem þau eiga ekki að vera eða eru til óprýði. Er þessi kostur þeim mun meiri sem þeir ekki valda minsta sársauka og láta engin merki eftir sig. Jeg hef dvalið svo lengi við þessa hlið þarfarinnar af því að hún er frá mfnu sjónarmiði aðalatriðið — lækn- ing er og verður ætfð meira virði en rannsókn —; þessar aðferðir eru svo reyndar og gildi þeirra svo marg- sannað, að þær hafa þegar fastan stað í læknislistinni sem eitt afhenn- ar bestu vopnum. Hvað hitt atriðið snertir, hvað þessi áhöld yrðu mikið notuð til rannsókna, þá er ef til vill enn erfiðara að álykta nokkuð um það. Þessar rannsóknir koma fyrst og fremst til greina við allar skemdir og meinsemdir í beinum, beinbrot, liðhlaup, kalkmyndanir og aðrar stein- myndanir í líkamanum (nýrna-, blöðru- og gall-steinar), margar nýmyndanir og æxli, bæði í innýflum og annar- staðar, marga lungnasjúkdóma; enn fremur er með þessu móti hægt að sjá, hvar aðkomnir hlutir liggja, t. d. nálar, kúlur o. fl. Og svo er sfðast og ekki síst hægt með þessu móti að hafa eftirlit með, hvernig læknis- aðgerðir hafi tekist, t. d. við bein- brot, liðhlaup o. fl. Hvað þessar rannsóknir verða mikið notaðar, er fyrst og fremst komið undir því, hve tíð þau tilfelli eru, þar sem þessi rannsókn er til hjálpar, og svo hvað læknar nota þær mikið. Þær verða fyrst og fremst notaðar af sjúkra- húsunum. Eftir lauslegri upptalningu eftir sjúkdómalistunum á sjúkrahúsinu í Landakoti árin 1910 og’li og’l2, þá ættu það að verða nálægt 160 rannsóknir fyrsta árið, 143 annað árið og 136 hiðsíðasta. Þessartölur eru vafalaust mjög ónákvæmar, en þó lfklega þær hæstu, sem hugsan- legar eru, því hjer eru t. d. taldir með allir sjúkl. með sullaveiki, en þeir mundu aldrei allir koma til rann- sóknar, og svo er um fleiri, sem hjer eru taldir með. En hins vegar mundu sjálfsagt ýmsir aðrir, sem hjer er slept, koma til rannsóknar, og margir sjálfsagt rannsakaðir oftar en einu sinni. Svo má vænta, að Franska sjúkrahúsið noti þessar rann- sóknir eitthvað, og að lokum koma hvergi nærri öll tilfelli á sjúkrahús, þar sem þessar rannsóknir væri æski- legar. Við höfum sjeð, að verkefnið fyrir ljósstofnun er nóg; og þar sem verkefnið er nóg, verður tilkostnað- urinn aldrei of mikill, síst í þessu efni, þar sem verkefnið hvorki er steinn eða trje, heldur mannslíf, heill og heilsa heillar þjóðar. Þegar við líka gætum að því, að ýmsir af þeim sjúkdómum, sem hjer koma til greina, eru sóttnæmir, þá vinnur þessi stofn- un, eins og allar aðrar lækningastofn- anir, tvöfalt gagn með því bæði að lækna sjúklingana og kenna þeim að verja bæði sig og aðra gegn þessum sjúkdómum, svo að þeir smátt og smátt verði fátfðari eða hverfi, eins og t. d. holdsveikin. Þetta er stefnan; hjer liggur sú hagfræðis- lega þungamiðja læknisfræðinnar. 2. Kostnaðurinn. Það er ekki erfitt að reikna út, hvað hann muni verða mikill. Hjer er ekki að tala um að reisa stórt hús, þar sem sjúklingar auk læknis- hjálparinnar líka geti fengið vist. Þessir sjúkl. eru flestir rólfærir, svo þeir geta verið hvar sem vera skal, og hjer er því einungis að ræða um, hvað sjálf áhöldin kosti uppkomin. Heima á íslandi eða f Reykjavík horfir þetta dálítið öðruvísi við en víðast hvar annarstaðar, þar sem um er að ræða að setja upp þessi áhöld, með því að þar er engin rafmagns- stöð, svo stofnunin verður sjálf að framleiða það rafmagn, sem hún þart að brúka. Þetta eykur kostnaðinn eigi að litlum mun. Til þess að fá nokkurn veginn ábyggilegar upplýsingar um þetta atriði, þá hef jeg snúið mjer til þess fjelags, sem hefur sett upp öll stærri Röntgen- og ljós-áhöld í Danmörku, þar á meðal Hka áhöldin á ljósstof- um Finsens f Kaupmannahöfn. Sá minsti kostnaður, sem að fjelagsins áliti er hægt að setja þessi áhöld upp fyrir, er þessi: Röntgenáhöld til lækninga og c. kr. rannsókna ásamt vjel til að framleiða rafmagnið .... 7000,00 1 Finsen-reynlampi (með öll- um útbúnaði)...............984,00 1 Kromayer’s kvikasilfur- kvarslampi.................250,00 Kostnaður við flutning og við að setja áhöldin upp .... 1000,00 Alls ca. 9234,00 Þetta er sá minsti kostnaður, sem hægt er að áætla, og má því gera ráð fyrir, að hann fari varla niður úr 9500 kr. Rúmið, sem þessi áhöld taka upp, er ekki meira en svo, að tvö herbergi, hvort 3x5 stikur, eru Iangsamlega nægileg, auk rúms íyrir reksturvjelina. Hvað viðhalds- og reksturkostnað snertir, þá er ekki auðvelt að áætla neitt um hann. Við- haldskostnaðurinn fer mikið eftir því, hvað mikið áhöldin eru notuð. En fjelagið álítur, að reksturkostnaður- inn við útbúnað eins og þennan, sem hjer er áætlaður, muni nema hjer um bil 0,75—1 kr. á klukkustund, auk gæslu á vjelunum, húsaleigu o. s. frv. Að mínu áliti er því kostnaðurinn við þessa stofnun engan veginn svo mikill, að þing eða stjórn geti horft f hann, ef á annað borð er nokkur þörf fyrir hana. En að svo sje, vona jeg að mjer hafi tekist að sýna fram á. Stjórnarjrumvörp. (NI.). ----- 17. Um ný nöfn manna og ættarnöfn. Bannað að breyta skírnarnafni eða ættarnafni, eðataka upp nýtt nafn án leyfis stjórnarráðsins. Ættarnöfn gangi 1 karllegg og kona, sem hefur ættarnafn, getur haldið því, ef hún giftist manni, sem ekki hefur ættar- nafn, en við föðurnafn manns síns má hún þvl aðeins kannast, að það nafn sje tekið upp sem ættarnafn. Óleyfilegt að nota ættarnafn annara ættar, og skulu menn, sem hafaætt- arnöfn, leggja bann fyrir að það verði tekið upp af öðrum, en menn geta með leyfi stjórnarráðsins fengið ættarnöfn sín viðurkend eða tekið upp ný ættarnöfn. 18. Um nafnbreytingar og ný nöfn á býlum. Nöfn á býlum þeim utan kaupstaða og kauptúna, sem jarða- bók telur, má ekki breyta án leyfis stjórnarráðsins, en ný nöfn á þeim býlum, sem ekki eru í jarðabók, verður að þinglýsa, en síðan má ekki breyta því án leyfis stjórnar- ráðsins. 19. Um breyting á lögum 16. nóv. 1907 um lán úr landssjóði til byggingar íbúðarhúsa á prestssetrum. Að láns- upphæðir fari ekki fram úr 5000 kr. og að húsin verði þar sem þvf verði viðkomið bygð úr steini eða stein- steypu, og gerð eftir uppdrætti, sem landstjórnin samþykkir. 20. Um sjerstök eftirlaun handa skáld- inu Steingrími Thorsteinsson rektor, að við þau verði bætt 1333,33 svo að hann fái alls 4000 kr. eftirl. þegar hann lætur af embætti slnu. ði. Um breyting á lögum um fræðslu barna, að laun umsjónsjónarmanns fræðslumála hækki úr 3000 kr. upp í 4000 kr. og að núverandi fræðslu- málastjóra fái strax hæstu laun. 22. Um breyting á lögum um kennara- skóla í Reykjavík, að vera skulu 4 fastir kennarar. Skólastjóri með 2400 kr. byrjunarlaunum, er hækki upp í 3000, auk ókeypis bústaðar, annar og þriðji með 2200, er hækki upp í 3000, kr. og fjórði kennari 1600, er hækki upp í 2400 kr. 23. Um breyting á lögum um stjórn Landsbókasafnsins. Landsbókavörð- ur skal hafa 3600 kr. að byrjunar- launum, er hækki upp í 4200 kr., 1. aðstoðarbókavörður 2400 kr., er hækki upp í 3600 kr., og 2. aðstoð- arbókavörður 2000 kr., er hækki upp í 3000 kr. 24. Breyting á lögum um laun íslenskra embættismanna. Biskup, landritari og forstjóri landsyfirrjettar, skulu hafa 5000 kr. að byrjunarlaunum, er hækkar upp í 6500. Skrifstofustjórar stjr. skulu hafa 3600—4800. Meðdóm- endur í landsyfirrjetti 4000—5000 og sömuleiðis póstmeistari, landsíma- stjóri og verkfræðingur landsins. Forstöðumaður mentaskólans auk leigulaus bústaðar eða 600 kr. í upp- bót 3200—4200 og yfirkennari 3600— j___4200, adjunktar 2400—3600 og tíma- :. kennarar, er kenna að minsta kosti 24 stundir á viku, 2000 kr. árslaun. 25. Um verkfræðing landsins, að hann skuli vera skipaður af konungi. 26. —27. Um málaflutningsmenn. Annað trv. er breyting og viðauki við til skipun 15. ág. 1832, að venjulega skuli lögfræðingi falin málaflutningur fyrir undirrjetti í Reykjavlk, og hitt er um það, að til þess að fá málfærslu- leyfi við landsyfirrjettinn þurfi auk skilyrðis í lögum 20. okt. 1906, að hafa áður fengist við önnur lögfræð- ingsstörf í 3 ár. 28. Um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum. Að bæjarfógetar, sýslumenn eða hreppstjórar skuli vera »löggæslumenn«, sem rannsaki fundin lík og dauðdaga þeirra, er deyja voveiflega, og sömuleiðis um slys á sjó. 29. Um sparisjóð. Skipaður skal um- sjónarmaður með 1200 kr. árslaun- um, er hafa skal eftirlit með spari- sjóðum, og auk þess eru ítarleg fyrir- mæli um stjórn og störf sparisjóða. 30. Um vatnsveitingar. 31. Um sjódóma og rjettarfar í sjómál- um, að fastir sjódómar skuli vera í kaupstöðum og utan kaupstaða, ef þörf þykir, og skulu einkamál og refsimál, sem um ræðir í siglingar- lögum, eiga undir sjóðnum. 32. Breyting á lögum 22. nóv. 1912 um ritsíma og talsfmkerfi Islands. 33. Um ábyrgðarfjelög. Ábyrgðarfjelög, sem hjer starfa, skulu hafa aðalum- boðsmann, sem stjórnarráðiðlöggildir, og verður fjelagið aðhafahjer varnar- þing og setja tryggingu fyrir greiðslu ábyrgðar, og skulu öll ábyrgðarfjelög vera háð eftirliti stjórnarinnar. 34. Breyting á lögum um leynilegar kosningar og hlutfallskosningar til bæjarstjórna í kaupstöðum, að kjós- andi megi breyta röðun á þeim Iista, sem hann vill kjósa. Bertlia von Suttner. Hún varð sjötug 9. f. m., og er hún ein hin heimsfrægasta kona, sem nú er uppi. Hún er fædd í Prag, og faðir hennar, Kinsky greifi, var foringi f her Austurríkis. Móðir hennar var náskyld skáldinu Theodor Körner. 1876 giftist Bertha Kinsky rithöfundinum Arthur barón von Suttner og voru ættingjar þeirra beggja svo móthverfir þvf hjóna- bandi, að þau flúðu úr Iandi og dvöldu mörg næstu ár austur í Kákasus. Bertha v. Suttner er fyrir löngu orðin fræg fýrir rit sín og friðar- málastarfsemi. „Niður með vopnin" heitir bók, sem út kom eftir hana 1889 og hefur verið þýdd á flest tungumál hins mentaða heims. Sama nafn hafði mánaðarrit, sem hún gaf lengi út og var málgagn friðarmála- fjelags Austurrfkis, er hún hafði stofnað. 1905 veitti norska Stór- þingið henni friðarmálaverðlaun No- belssjóðsins. Poeta laureatus. Alfred Austin, sem verið hefur poeta laureatus Eng- lendinga síðan 1896, er nýlega dá- inn, og sagt að R. Kipling eigi nú að taka við titlinum. \ Aðalfimdur §láturfjelag;9 Suöurl. 1913 var haldinn í Rvík dagana 24.—26. júní. Fundarmenn voru þessir: a. stjórnarnefndarmenn: Páll Ólafs- son, Heiði, Skfs.; Grímur Thor- arensen, Kirkjubæ, Rangárv.s.; Þórður Guðmundsson, Hala, Rangárv.s.; Ágúst Helgason, Birt- ingaholti, Arn.s., form.; Guðm. Erlendsson, Skipholti, Árn.s.; Björn Bjarnarson, Grafarholti, Kjósars., ritari; Hjörleifur Snorra- son, Skeljabrekku, Borgarfj.s.; Guðm. Óafsson, Lundum, Mýras. b. forstjórinn: Hannes Thorarensen (er einnig í stjórninni). d. aðstoðarm. við slátrun: Lárus Helgason, Kirkjubæjarklaustri. e. endurskoðunarm.: Eggert Bene- diktsson, Laugardælum; Ólafur Ólafsson, Lindarbæ. f. framkvæmdarnefndarmaður (auk B. B. og H. Th.): Vigfús Guð- mundsson, Engey. Auk þess voru viðstaddir ýmsir deildarstjórar o. fl. fjelagsmenn, alt bændur, nema forstjórinn. Málefnin voru þessi: 1. Reikningar ársins 1912 sam- þyktir. Jafnaðarupphæð fjárhags- reikningsins var 203 þús.kr. Vöru- magn sláturhúsanna: í Reykjavík 177 þús. kr., f Borgarnesi 143 þús., í Vík 5 þús. Samt. 325 þús. kr. Ársveltuupphæð fje- lagsins öll 52/ þús kr. 2. Tillögur frá deildarstjórafundum lesnar og ræddar. 3. Ákveðið að hækka stofnfjárvexti upp í 6%. 4. Ákveðið að form. taki þátt í framkvæmdarnefndarstarfi frekar en verið hefur. 5. Ýms ákvæði um slátrunina í Vík í Mýrdal. Þar mega sláturfjelags- menn slátra dilkum og veturg. fje, en annist húsrúm til slátr- unar og læknisstimplun sjálfir á sinn kostnað; beri auk þess halla, er leiða kann af því, ef vörur þaðan eigi komist út fyrir nóvemberlok. Að öðru leyti sömu kjör og ella í fjelaginu. 6. Óskað, að alþingi styrkti með fjárframlagi verslunarsamvinnu- fjelög landsins til að hafa erind- reka erlendis, er gætti hagsmuna fjelaganna þar. 7. Úrskurðað um innlausn nokk- urra stofnbrjefa (ekkna og dánar- búa). 8. Ákveðið að greiða Borgfirðing- um og Mýramönnum hiuta af kostnaði við rekstur fjár til Rvíkur. 9. Ákveðið, að verja mætti c. 2000 kr. til bráðnauðsynlegustu endur- bóta og aukningar bygginga fjel. í Borgarnesi, auk fágunar veggja á sláturhúsinu þar. 10. Vegna framkvæmdar fjel. þ. á. o. fl. sýnist eigi fært að taka ríflegri þátt í „Eimskipafjel. ísl.“ en 1000 kr. 11. í meiri hluta deildar fjel. hefur gengið greiðlega með undirtektir og stofnfjárframlög til að koma upp kælihúsi með tilheyrandi vjelum, og er byggingin þegar vel á veg komin. Nokkrar deild ir hafa þó enn dregið sig í hlje, og leyfir fundurinn sjer að skora á þær deildir, og þá einstaka menn, er enn hafa eigi sýnt til- tölulega þátttöku, að láta eigi standa á sjer. 12. Áætlun um væntanlega tölu fjár, sem rekin verði til sláturhúsanna, sje komin til forstjóra fyrir 15. ágúst hvert ár. 13. Umsjón Borgarnesshússins og eigna fjel. þar falin H. Sn., og honum gefið umboð til að leigja það út. 14. Formaður: Á. H.; varaform.: H. Sn.; framkv.nefndarm.: B. B. og V. G.; endursk.: Ól. .01.; varafrkvn.m.: Guðm. Helgason, forseti; gerðardómstjóri: Eggert Briem skrifst.stj. og til vara: Sv. Björnsson lögfr., — allir endur- kosnir. Nokkur fleiri mál voru afgreidd. Fjelagsdeildir eru nú 51, í 7 sýslum. Fjelagsmannatal 1507. Kenning Unítara. Fundarræða eftir séra Rögnvald Pétursson. (Frh,). ---- Eftir því sem upp fyrir heiminn er komið lengra, eftir því er lífið full- komnari og sjálfstæðari vera. Það er þrungnara af lífseðlinu sjálfu, rlkara af guði, ef vér mættum viðhafa það orð. Æðst fullkomnun lífsins, í smámyndum þess, er maðurinn. Hann er hlutfalls- lega ríkari af guði en nokkur önnur vera. Hann einn fær persónuleik, fær hugsað fram og til baka, skilgreint eig- inleika sína og eðli og fært hvort- ' tveggja í fult samræmi við tilveruna 1 kringum sig. Hann getur rakið skyld- leika sinn til þess sýnilega og ósýnilega í alverunnar ríki, og huga hans er sam- vaxin — meðfædd — tilfinningiu og með- vitundin um in æðri öfl, er innsiglað hafa alla tilveruna, ið sanna, fagra og góða. Hann getur hugsað út fyrir efn- islegar myndir og látið hugann draga til sín llf og þrótt frá lífsstraumi al- heimsins. í anda hans er þrýst, í smækkandi mynd, heimskröfunum um réttlæti, fullkomnun, sannleika. Og ó- hjákvæmilega verkar það á hugsanir hans, breytni og líf. Stefna og fram- sókn mannkynsins alls hefir stjórnast af því frá ómunatíð, hversu sem barátt- unni hefir hagað, hversu blint sem menn hafa strítt. Sambandið milli guðs og manna er skylt sambandinu milli for- eldra og barna. Guð er faðir allra manna í inum alfullkomnasta skilningi, en mennirnir eru allir bræður og guðs börn, synir og dætur guðs, öll jafnrétt- há fyrir honum. Þó mismunar þeim "nokkuð, og sum bera í sér meira af anda og eðli guðs en önnur — eru lík- ari föðurnum algóða. Þessar skoðanir Únítarakirkjunnar á guði breyta trúfræði hennar að ýmsu leyti frá inum gömlu viðteknu skoð- unum fornkirkjunnar. En sérstaklega er breytingin mest 1 skoðun hennar á heiminum og manninum. Enginn maður er til frásagnar um það, hversu gamall sem hann er, eða hversu langt sem er síðan hann var uppi, hversu heimurinn varð til. Heimurinn einn er þar til frásagnar. Hann er sköp- unarsagan sjálfur. Allar trúsagnir manna um sköpun heimsins eru tómar tilgátur, er á þeim tíma, þegar þær urðu til, virtust sennilegar, en hafa fæstar við nokkur rök að styðjast. Það er sama hverju nafni þær eru nefndar, helgar eða óhelgar. Það er sama, hvar þær verða til, hvort heldur austur í heimi eða norður 1 löndum. Gildi þeirra verður að miða við það sem heimurinn hefir sjálfur að opinbera, og fæstar þeirra hafa nokkurn sannleik að geyma. Annars er sköpunarsagan alls ekki skráð enn. Þættir úr henni eru kunnir, er vísinda- mennirnir hafa fundið, en mikill meiri hluti hennar er ófundinn og ólesinn og óskráður enn. Sköpunarverkinu er heldur ekki lokið. r Uti um geiminn eru hnettir og sólkerfi 1 myndun, upp úr gömlum tunglum og jörðum eru smlðaðar nýjar jarðir og nýir himnar. Auk heldur hér á jörð er sífeld breyting. Maðurinn er alls ekki fullskapaður enn, jafnvel í ytri mynd, og er alls ekki hægt að segja, hvernig hann kann að lokum að verða. Annars yfirleitt tekur kirkjan kenn- ingar sínar um sköpunina frá vísindun- um, og um uppruna lífsmyndanna hér fylgir hún skoðun breytiþi óunarkenningar- innar. Þó neitar hún að slá nokkru löstu f þeim efnum, eða gera það að skuldbundnum trúaratriðum, heldur leyfa hverjum og einum að leita sér þekking- ar í þeim efnum og trúa hverju þar um, er hann finnur sannast vera. Hún játar, að þessar skoðanir um uppruna heims- ins hljóti að breytast í ýmsum efnum öld frá öld, eftir þvf sem þekking manna á heiminum kemst lengra. En sann- leikurinn í þeim efnum er meira verður en nokkur trú eða skoðun. (Frh.). Konungaheimsókn í Khöfn. Gustav Svíakonungur var nýlega í heimsókn hjá Kristjáni konungi X. og litlu síðar Hákon Noregskonung- ur. Var mikil viðhöfn f Khöfn út af móttöku þeirra beggja. Danska þingið. í Fólksþinginu var I. C. Christensen endurkosinn formaður til bráðabirgða, en neitaði að taka við kosningunni fyrir fult og alt. Hann fjekk 41 atkv., en 66 seðlar voru auðir. Goos var endur- kosinn formaður Landsþingsins.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.