Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.08.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.08.1913, Blaðsíða 2
138 L0GRJETTA Samtökin um sambandsmálið hefðu skapað frið í landinu. Því gæti eng- inn neitað. Benti til sönnunar því á tóninn í öllum betri blöðum lands- ins fyrir og eftir. Þótt ein ómerki- leg undantekning væri frá þessu, blað ræðumanns sjálfs, þá hnekti hún ekki reglunni. Sundurlyndið, sem um væri talað innan þingsins nú, stafaði af klofningi í einum þingflokki, sem ekki hefði komið af neinni stefnubreytingu, heldur af sundurlyndi um smávægi- legt atriði meðal þingmanna, er ekki tæki til stjórnmálaflokkanna meðal kjósenda úti um land. — Dæmið, sem ræðum. hefði tekið, út af rit- símaláninu, til sönnunar því, sem hann segði um lánstraust landsins út á við, sýndi einmitt hvernig búið hefði verið að fara með lánstraustið og hver þörf þar væri á viðreisn og bótum; en að heimta að öllu sliku væri kipt í lag í einni svipan, það næði engri átt. Slíkt hlyti að taka nokkurn tíma, jafn herfilega og traust landsins út á við hefði verið leikið á undanförnum árum. — Ráðh. kvað ræðum. ekki þess verðan, að átt væru við hann orðaskifti um sam- bandsmálið, svo hefðu afskifti hans af því hingað til verið öllu viti fjar- læg. Hann væri að tala um vantraustsyfirlýsinguna, sem sjer hefði verið gefin út af því á þing- inu 1909. En hitt væri kunnugt, að vantraustsyfirlýsingarmennirnir þeir hefðu fallið eins og flugur um alt land við næstu kosningar. Frá kjós- endum hefði hann líka fengið trausts- yfiriýsingar með fjölda undirskrifta hvaðanæva af landinu rjett eftir að hann fjekk vantraustsyfirlýsinguna í þinginu. Kvaðst vænta þess enn, að sambandsmálið yrði leitt til sigurs, og sporið, sem stigið hefði verið hjer 1912 til samkomulags um málið, mundi síðar talið stigið í rjetta átt. Því færi fjarri, að þjóðin hefði tekið afstöðu móti málinu. Samkomulags- skilyrðin, sem rædd hefðu verið hjer síðastliðið haust, hefðu verið svar upp á málaleitun þingflokksins, sem tekið hefði málið að sjer, og ef að þeim hefði verið gengið, þá hefðu þau orðið „prógram" flokksins. Stjórnin hefði ekki borið þau fram. En þau hefðu orðið fyrir algerlega röngum dómum hjer heima. Þar sem nú hefði verið samþykt á þing- málafundum í Eyjafirði, að láta mál- ið hvílast á þessu þingi, þá hefði það verið gert eftir tillögu frá sjer, og slíkar samþyktir þar og víðar væru enginn mótblástur gegn sam- bandsmálinu frá þjóðinni. Ymislegt, sem B. Sv. bar fram viðvíkjandi Isl.banka og afskiftum núv. stjórnar af honum, sýndi ráð- herra að ekki væri á neinum rök- um bygt, en sprottið af misskilningi. T. d. það, sem ræðum. hafði eftir „Svipunni" sál. um hlutabrjefasölu bankans o. s. frv. Kvað fjarstæðu að segja, að bankinn hefði ekki stutt atvinnuvegi landsins, þar sem kalla mætti að hann hefði skapað innlenda botnvörpuútveginn. Stór- lánin væru atvinnuvegunum besti styrkurinn. Þar sem átalið væri, að stjórnin hefði keypt hlutabrjef í ísl. banka fyrir gjafasjóð Kr. Jóns- sonar læknis, þá væri þetta ekki satt. Gjöfin hefði verið afhent í hluta- brjefum ísl. banka. En þó satt væri, að stjórnin hefði ávaxtað sjóðinn á þennan hátt, þá væri það fullkoml. heimilt. Ut af ummælum um afskifti sjórn- arinnar af flaggtökinni I2.júnísagði ráðh., að stjórnarvöldin hjer hefðu þegar skilað eigandanum flagginu og stjórnarráðið tekið að sjer mál hans, eins og þinginu væri nú kunn- ugt. Brjef til lögreglustjóra um verndun ríkisflaggsins væru fram komin vegna þess, að árásir hefðu verið gerðar á það og jafnvel til þeirra hvatt með samþykt á fundi í Barnaskólaportinu. Um samgöngusamningana kom ekkert nýtt fram; ekkert annað en það, sem fram var komið í deilunni um þá síðastl. vetur og lesendur Lögr. kannast við. Ýmsum vitleys- um „Ingólfs" frá því í vetur var þó ekki haldið fram af neinum nú. Af öllum þeim, sem eidhúsverkin höfðu, var talað um, að ráðherra hefði átt að fara frá vegna þess, að hann hefði orðið undir við atkvæða- greiðslur í neðri deild, frumvörp stjórnarinnar hefðu verið feld þar, en önnur frumvörp, sem ráðherra hefði lagst á móti, verið samþykt. Á þessu töldu þeir nú þingræðið vera að stranda. Ráðherra kvað það ekki forsvar- anlegt af sjer að fara frá eins og nú stæði í þinginu. Spurði, hvað úr því yrði fyrir þeim, sem þess ósk- uðu, ef þeir ættu að fara að rffast um, hver á eftir skyldi koma. 13 menn í neðri deild, sem greitt hefðu atkvæði með dagskránni í lotterí- málinu, væru ekki meiri hluti þings- ins. Móti skattamálunum hefðu að- eins 12 greitt atkvæði, og sumir þeirra með þeim ummælum, að þeir vildu einungis fresta málinu, en ekki ganga móti stefnu þess. Þeir, sem vildu að hann færi frá, skyldu reyna að fá meiri hluta þingsins til þess að lýsa yfir, að þetta væri hans vilji. Þá fyrst, er þetta væri fengið, gætu þeir með rjettu talað um brot á þingræði, ef hann segði ekki af sjer. Eins og nú stæði væri það ekki hægt. Gegn þráa og visnun í Iöggjafarstarfi á þingum væri annar- staðar til annað ráð en það, að stjórnin segði af sjer. Um þetta mál og flokkaafstöðuna í þinginu töluðu sfðan fleiri og skor- uðu á ráðherra, að taka ekki til greina ummæli þeirra þingmanna, sem óskuðu stjórnarskifta. Jón Magnússon benti á, að hjer væri sú venja mynduð í þinginu, að báðar deildirnar ljetu í Ijósi að þær æsktu stjórnarskifta, ef þau ættu fram að fara. Svo hefði verið 1909 og 1911. Pjetur Jónsson rakti nákvæmlega hvernig flokkaafstaðan væri nú í þinginu. í neðri deild hefðu fyrst tvö flokksbrot Landvarnarmanna og Sjálfstæðismanna runnið saman í 5 manna flokk. Sá flokkur hefði svo tekið saman við flokksbrot frá Heima- stjórnarmönnum, sem í væru 6 menn. Heildin, sem þannig hefði myndast, væri saman sett af tveimur andstæð- um, sem alls ekki gætu átt saman. Og enn væri hún minni hluti deild- arinnar. Til þess að ná meiri hluta yrði að bætast við flokksleysingi, sem flökti á milli og hvergi ætti fast heimili. Og þótt hann bættist við, væri enn ekki meiri hluti feng- inn. Einn mann þyrfti enn úr öðr- um flokki. Þannig væri saman sett- ur sá helmingur neðri deildar, sem nú væri verið að heimta að stjórnin viki fyrir. Og af þessum helmingi hefðu sumir lýst yfir, er þeir greiddu atkv. um þau mál, sem talið væri að alt ætti á að velta, að atkvæða- greiðslan ætti ekki að skoðast sem vantraustsyfirlýsing til stjórnarinnar. Ráðherra mætti ekki víkja fyrir þannig lagaðri mótstöðu. Það yrði að vandræðum. Benti svo til þess sama og ráðherra, að annað ráð væri til, en þar var auðvitað átt við það ráð, að rjúfa þingið. Um klofning Sambandsflokksins og Heimastjórnarflokksins í byrjun þings varð svo orðakast milli ýmsra þingmanna. Guðm. Eggerz hafði gert þetta að aðalefni í elðhúsverka- ræðu sinni. Byrjaði með háu lofi til ráðherra út af framgöngu hans í sambandsmálinu 1908 og yfirlýsingu um lotningarfylstu velþóknun sína á því, en ráðherra vildi ekki lofið og vísaði því heim aftur. Fanst mönn- um alt mistakast fyrir Guðmundi, bæði lof og last. Samgöngnmál. Nefndirnar er e. d. og n. d. skip- aði til að íhuga samgöngumál, hafa unnið saman, og hefir n. d. nefndin (Jóh. Jóh, Valt„ Bj. Kr., H. St. og Pjetur) komið fram með álit sitt, og er það samhuga álit nefndarmanna, að ófært sje að byggja til frambúðar á samningum við erlend fjelög um strandferðir vorar, heldur yrði að því að stefna, að koma þeim sem fyrst áánnlendar hendur. Þótti nefnd- unum æskilegt, að hið fyrirhugaða „Eimskipafjelag íslands" tæki að sjer ; strandferðirnar, en fjelagið hefur ekki I getað gefið ákveðin svör; en nefnd- unum virðist þó eigi ólíklegt, að svo mundi kunna að fara, ef fjelaginu væri gefin nógu sterk hvöt til þess með ríflegri hluttöku í fjelaginu; en sjái fjelagið sjer ekki fært að taka að sjer strandferðirnar, þá yrði samt að koma samgöngunum í innlendar hendur, og gæti það þá varla verið með öðru en landsjóðsútgerð, og sem ætti að geta borið sig með viðlíka tillagi og að undanförnu, og byggir það meðal annars á brjefi frá Thor E. Tulinius. Kemur nefndin með allítarlega áætlun um útgerð skips á stærð við „Austra", og býst við að með 60 þús. kr. tillagi úr landssjóði gæti tekjuafgangur orðið á ári um 37 þús. kr. En skip á stærð við „Austra" býst hún við að fáist fyrir 200 þús. kr. Urðu allir nefndarmenn beggja deilda sammála um að ráða til, að stjórninni sje veitt heimild til að kaupa tvö strandferðaskip af líkri gerð og strandferðaskipin „Austri" og „Vestri", og halda þeim út á kostnað landssjóðs, og stjórninni veitt heimild til að taka alt að 450 þús. lán til þessa. Nefndin flytur svohljóðandi frv.: 1. gr. Landsstjórninni veitist heim- ild til að kaupa hluti í „Eimskipa- fjelagi íslands" fyrir alt að 400,000 kr„ gegn því að fjelagið taki að sjer að halda uppi strandferðum umhverfis landið með tveimur eða fleiri strand- ferðaskipum, og hafi tvö skipin að minsta kosti jafnmikið farþegarúm og lestarúm og sjeu að minsta kosti jafnörskreið og þau strandskip, sem hjer voru í förum 1911 og 1912. Ferðir þessar skal fjelagið hefja svo fljótt sem því verður við komið, og eigi síðar en í apríl 1916. Um fyrir- komulag ferðanna, lerðaáætlanir og taxta fer eftir samningi milli fjelags- ins og stjórnarráðsins. 2. gr. Náist ekki samningar við „Eimskipafjelag íslands", samkvæmt 1. gr„ veitist landsstjórninni heimild til að kaupa tvö strandferðaskip, er samsvari skilyrðum þeim, er sett eru í 1. gr„ og halda þeim út á kostnað landssjóðs bæði til strandferða og annara ferða, eftir því sem hagan- legast þykir, þegar strandferðum lýk- ur hvert ár. 3. gr. Stjórnarráðið semur áætlun fyrir strandferðaskip landssjóðs og ákveður fargjöld og farmgjöld þeirra. Það ræður og afgreiðslumann skip- anna, sem jafnframt er reikningshald- ari, og ákveður þóknun hans, og stjórnar hann útgerðinni að öllu Ieyti undir umsjón þess, samkvæmt erindis- brjefi, er það setur. 4. gr. Utgerð landssjóðs skal, ef til kemur, hefjast eigi síðar en í apríl 1916, og skal stjórninni heimilt að leigja skip til strandferðanna til bráðabirgða, hafi ekki tekist að ná hentugum skipakaupum fyrir þann tíma, og fer þá um rekstur leigu- skipanna samkvæmt 3. gr. 5. gr. Landstjórninni veitist heim- ild til að taka lán alt að 450,000 kr. Gufubáturinn „Örnin, sam nú ar Rjá Sufunesi, Jœst Raypíur nu þagar. JSáturinn varéur saléur i því ástanéi\ sam Rann nú cr i, og gffur Rluía- fjalagié <3*. <3. cjRorsfeinsson & Go. i xZRayRjaviR aííar JroRari upplýsingar. til að fullnægja ákvæðum I. og 2. greinar. Stjórninni veitist og heim- ild til að setja strandskipin að veði til tryggingar þeim hluta lánsupp- hæðarinnar, sem út á þau kann að fást. Lög frá alþingi. 7. Um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum í landhelgi. Heimilt er sýslunefndum að gera samþyktir fyrir einn hrepp eða fleiri um eftirlit úr landi með fiskiveiðum í landhelgi. 8. Um breytingu á lögum 9. júlí 1909 um styrktarsjóð handa barna- kennurum. — Sjóðurinn fær 2500 kr. styrk úr landssjóði á ári hverju, þar til sjóðurinn er orðinn 50000 kr. Innan þess tíma má ekki verja öðru til arlegra útgjalda en vöxtum af sjóðnum. — Árgjaidið úr landsjóði fellur niður þegar sjóðurinn er orð- inn 50000 kr. 9. Um breyting á lögum 20. okt. 1905, um málaflutningsmenn við landsyfirdóminn í Reykjavik. — Auk skilyrða þeirra, sem sett eru í þeim lögum, er því viðbætt, að sá sem leyfi fær til málfærslustarfa við lands- yfirdóminn hafi, að loknu fullnaðar- prófi, fengist í 3 ár við málfærslu- störf, annaðhvort á eigin hönd, eða á skrifstofu málaflutningsmanns, eða um jafnlangan tíma gegnt embætti eða stöðu, sem lögfræðisprófs er kraf- ist til, eða unnið á skrifstofu við slík embætti. Þó nær ákvæði þetta eigi til þeirra lögfræðisnemenda, er Ijúka fullnaðarprófi við háskóla ís- lands innan 4 ára eftir að lög þessi hafa gengið í gildi. 1‘ingmaniiaíViiniYÖrp. 67. Um strandferðir. (Sjá sam- göngumál). 68. Um forðagæslu flytur hall- ærisvarnanefndin í e. d. í hverjum hreppi skulu kosnir forðagæslumenn, einn eða fleiri, til þess að hafa gát á heybirgðum, kornvörubirgðum eða öðrum fóðurbirgðum hreppsbúa og meðferð þeirra á búpeningi. Sýslu- nefnd skal ákveða tölu forðagæslu- manna í hverjum hreppi eftir tillög- um hreppsnefndar. Með þessum lög- um eiga horfellislögin að nemast úr gildi. Fánamálið afgreiddi n. d. 14. þ. m. til e. d. með 16:9 atkv. Þeir, sem greiddu atkv. með frv„ voru: Bj. Kr„ Egg. P., Ein. J„ G. Egg„ H. St„ Jón J„ Jón Ól„ Kr. Dan , Kr. J , L. H. B„ Ól. Br„ St. St„ Tr. B , Valtýr, en P. J. og Þorl. J. töldust til meiri hlutans. Á móti voru: Ben. Sv„ Bjarni, H. Hafst., Jóh. Jóh„ Jón M, M. Kr. Matth. Ól„ Sig. Sig. og Sk. Th. Nefndir. Siglingalög: Jón Magn., Jón Ól„ Kr. J., Matth. Ól. Sk. Th. Slmakerfi: Þorl. J., Jón J„ Jóh. Jóh., P. J„ Sk. Th. Mannskaðaskýrslur: St. St„ H. St„ M. ÓI„ Tr. B., Kr. Dan. Skildinganes: Sig. Sig„ L. H B , Kr. J„ Valtýr, Ben. Sv. Rafveita: G. Bj. (skr.), Sig. Egg. (form.), Bj. Þorl. Hallærisvarnir: P. J„ Ól. Br„ J. Ól„ Matth. Ól„ Kr. Dan. KvennaþingiA í Bmlaiient. Ut af því, sem, „Reykjavík" segir í síðasta tbl. að staðið hafi 'í ræðu mrs. Catt á þinginu í Budapest skal jeg geta þess, að það er að nokkru leyti ósatt. Um mig gat hún ekk- ert í ræðunni, sem ekki heldur stóð til. En misskilningur sá, sem kom fram 1 ræðunni um, að ísland fengi einni póstferð minna en áður þetta ár vegna styrksins til ferðar minn- ar, stafaði frá ógreinilegu slúður- brjefi, sem skrifað hafði verið hjeð- an frá Reykjavík, til konu við fund- inn, sem færði það móttökunefnd- inni í Budapest. í skýrslu frá fundinum, sem nú er komin út, hefur mrs. Carrie Chap- mann Catt getið íslands á þá leið, að hún tekur veitingu ferðastyrksins sem uppbót fyrir frestun stjórnar- skrármálsins, með ákvæðunum um kosningarrjett kvenna, er hún segir, að frestað hafi verið á heiðarl. hátt vegna annara mála. Hún segir, að íslendingar sjeu lítil þjóð, en betri þjóð og frjálslyndari sje ekki til. Svo biður hún fulltrúana frá kvenna- þinginu, að flytja frá sjer þau skila- boð heim hingað, að ísl. stjórnin hafi gefið eftirdæmi, sem vert sje þess, að stjórnir stærstu og mestu land- anna tæku það eftir. Briet Bjarnhjeðinsdóttir. M fjalláÉi til fistiik Lausn frá embætti hefur Sigurð- ur Sigurðsson læknir í Dalahjeraði fengið frá 1. sept. næstk. vegna heilsubrest. Jarðarför Guðl. Guðmundssonar bæjarfógeta fór fram í fyrra dag. Óþurkar eru sífeldir hjer við Faxa- flóa. En austan fjalls voru ágætir þurkar alla síðastl. viku, svo að menn hirtu þá hey sín að fullu. Reykjavík. Ráðherra H. Hafstein hefur ný- lega fengið stórkross St. Ólafs-orð- unnar norsku. Guðm. Magnússon prófessor fer í dag með „Flóru" til Noregs, og þaðan til Khafnar, meðfram til að leita sjer Iækningar. Dvelur ytra til næsta vors. 3Xeðan jeg dvel erlendis gegnir spítalalæknir Matthías Einars- son húslæknisstörfum mfnum. Reikn- inga til mín má senda skólastjóra Morten Hansen. '5/8 1913. G. Magnússon. Jóhs. S. Kjarval í Iðnskólanum. Opin frá kl. 11—4 til 21. ág. Aðgangur 25 au. Allan tímann 50 au. Oddur Gíslason yfírrjettarmálaflutnlngsmaður, Lanfásveg 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.