Lögrétta - 08.04.1914, Blaðsíða 3
L0GRJETTA
71
Hjer með tilkynnist
heiðruðum viðskiftavinum vorum, að vjer höfum fengið með
»Sterling« óvenju-góðar teg. af
LJEREFTUM.
J a f n -;i á g t V e r ö eftir gæðum ó þ e k t áður.
clón cRjörnsson & Qo.
©
£
Hneykslismál íFrakklandi.
Sá óvenjulegi atburður gerðist 16.
mars síðastl., að ritstjóri eins af
helstu blöðunum i París, ,Figaro“,
var skotinn inni á skrifstofu blaðsins
af einni af helstu konum borgarinn-
ar, frú Caillaux, konu Caillaux’s fjár-
málaráðherra, er eitt sinn var yfir-
ráðherra Frakka um stund. Orsökin
var sú, að blaðið hafði lengi flutt
mjög hvassar og nærgöngular árásir
á Caillaux ráðherra, og síðast var
það farið að birta brjef, sem farið
höfðu milli þeirra hjónanna áður en
þau giftust. Frúin beið fyrst lengi
í biðherbergi ritsjórans, og ætlaði
hann ekki að veita henni viðtal og
var á leið út, er hún kom inn í
skrifstofu hans, og dró hún þá þegar
upp skammbyssu og skaut á hann
nokkrum skotum. Hann fjell þegar,
en frúin var samstundis tekin og
flutt í fangelsi. Ritstjórinn hjet Gaston
Calmette, miðaldra maður. Hann
var fluttur á sjúkrahús með lffsmarki,
en dó eftir nokkra daga.
Það, sem borið var á Caillaux í
„Figaro", var, að hann hefði átt þátt
í fjarglæframálum, meðal annars í
sambandi við Marokkómálið og landa-
skifti Frakka og Þjóðverja í Afríku.
Arásirnar voru mjög hlífðarlausar og
voru yfirleitt taldar vera á litlum
rökum reistar. Einkum urðu þær
skarpar eftir að Barthu-ráðaneytið
kom til valda, og var af mörgum
haldið að Barthu stæði á bak við
þær, og það hefur frú Caillaux gefið
{ skyn í yfirheyrslunum, sem fram
hafa farið. Hún hafði altaf tekið
sjer þessar árásir mjög nærri og
kveðst alstaðar hafa orðið þeirra vör,
hvar sem hún kom meðal manna,
og var fyrir sitt leyti sannfærð um,
að þær væru með öllu rakalausar.
En þegar farið var að draga fram í
blaðinu, manni hennar til áfellis,
brjef, sem hann hafði skrifað henni
áður en þau giftust og hún vissi, að
nokkur önnur en það, sem þegar var
birt, voru í höndum mótstöðumann-
anna, þoldi hún þetta ekki lengur.
Hún fór til maiafærslumanns til þess
að ráðgast við hann um, hvernig
ætti að verjast slikum árásum, en
hann taldi málshölðanir óráð og rjeð
henni helst til að láta málið afskifta-
laust. Maður hennar virðist að mestu
leyti hafa látið árásirnar sem vind
um eyru þjóta, enda er ekki svo að
sjá sem þær hafi að neinum mun
hnekt áliti hans. En undir eins ettir
að kona hans hafði unnið ritstjóra-
vfgið, baðst hann lausnar frá ráð-
herraembættinu, og var ófáanlegur til
að halda því, þótt yfirraðherrann
hvetti hann til þess. Arasirnar á hann
í „Figaro“ urðu enn hvassari en að-
ur eftir dauða Calmette’s og var hon-
um þar beint gefin sök á öllu sam-
an, en blaðið hældist um, er hann
vjek úr embættinu, þótt svona stæði
á. Við jarðarför Calmettes var mik-
ill manngrúi og bryddi þar nokkuð
ó óspektum, þótt ekki yrði mikið úr,
með þvl að fjölmennu lögregluliði
hafði verið stefnt þangað. „Lifi
Caillauxl" heyrðist þó hrópað, og
líka: „Niður með Caillaux! Niður
með morðingjannl*
Samhliða þessu vígsmáli hefur risið
upp { franska þinginu annað mál,
sem Caillaux er líka við riðinn og
vekur engu minni eftirtekt. Það er
kallað Rochette-málið og fjallar um
fyrv. bankastjóra og fjárglæframann,
sem Rochette heitir. Þingið hefur
skipað rannsóknarnefnd með dóms-
valdi ti! þess að fást við þáð, og er
Jaurés, hinn alkunni jafnaðarmanna-
toringi, formaður hennar. Nefndin
hefur rjett til að krefjast vitnisburð-
ar um málið af hverjum, sem hún
vill, og eru fjársektir lagðar við, ef
menn þverskallast við að mæta fyrir
henni, og einnig skipað svo fyrir,
að draga megi menn nauðuga fram
fyrir hana. En fyrir rangan vitnis-
burð fyrir nefndinni á að hegna með
2—s ára fangelsi. Ráðgert var í
fyrstu, að starfi þessarar nefndar
gæti orðið lokið á 4—5 dögum, en
það hefur ekki reynst rjett.
Þær sakir voru bornar á tvo af
ráðherrunum, Cailiaux og Monis, sem
nú var flotamálaráðherra, en áður
hefur um tíma verið yfirráðherra,
að þeir hefðu hjálpað til að draga
þetta mál a langinn. Monis hefur
út af þeim ásökunum sagt af sjer
ráðherraembættinu. Þetta Rochette-
mál er nokkurra ára gamalt. Caillaux
þykir hafa gefið sennilegar skýring-
ar tii afsökunar afskiftum sfnum af
málinu, en um Monis orkar þetta
meira tvímælis. Malafl.maðurinn, scm
með það hafði að gera { fyrstu og
Fabre heitir, hefur borið fram, að
Monis hafi sagt við sig, að stjórnar-
innar vegna yrði umfram alt að
draga malið. En Monis kennir
einkum Briand, et þa var dómsmála-
ráðherra, en eitt sinn lika yfirráð-
herra um tíma. um drátt malsins, og
framburður Cullaux fer einnig í
sömu att. Motstöðublöð þeirra Cail-
laux' og Moms’ hafa hamast gegn
þeim meðan á þessu stendur og rifja
upp í sambandi við það M-irokkó-
malið og kenna þeim um alt í þvf,
sem miður þótti ganga fyrir Frökk-
um. Einnig vilja þau, að þær sakir,
sem bornar hafa verið á Caillaux í
„Fígaro*. sjeu dregnar inn í þessa
rannsókn. Út af þessu hafa radikali-
flokkurinn og jafnaðarmanna-flokkur-
inn í franska þinginu f einu hljóði
samþykt, að votta CaiIIaux traust
sitt, og gremju yfir hinu „skammar-
lega nfði“, sem borið sje fram gegn
honum. Það var Barthu, sem kom
því til leiðar, að Rochette-málið var
tekið fyrir af þinginu. Hann bar
þar fram sakirnar gegn Monis og
studdi þær við skjal, sem Briand á
sinni tfð átti að hafa skotið undan
úr skjölum ráðaneytisins og sent
Calmette ritstjóra.
Frú Caillaux er um fertugt, fædd
6. des. 1874, og hjet áður en hún
giftist Genevieve Josephine Henriette
Rainouard. Foreldrar hennar voru
rfk, og hún var lengi talin ein af
fegurstu og gáfuðustu konum París-
arborgar. Hún giftist ung manni,
sem heitir Léó Claretie, sem varð
blaðamaður og er af þektri ætt
í
Ljereft, nýjar tegundir við lægsta verði, sem hjer
hefur þekst, komu nú með »SterIing«.
Keynið — Sannfærist.
Versiunin jjjöru Kristjánsson.
Caillaux, frv. fjármálaráðherra.
Frú Caillaux.
Gaston Calmette, ritstjóri »Figaro«s.
Jean Jaures, Jafnaðarmannaforingi.
Monis, frv. ráðherra.
Barthou, frv. ráðherra.
Eftir að hún giftist Claretie kyntist
hún Joseph Caillaux, sem þá var
kvæntur maður og löngu orðinn
kunnur fyrir afskifti sfn af stjórnmál-
um og fjarmalum Cdllaux var stór-
rfkur, og honum er svo lý*t, að hann
sje braðgafaður maður og duglegur,
en sjaist lítt fyrir, ef hann vill koma
einhverju f framkvæmd. Þau frú
Claretie urðu ástfangin hvort af öðru;
hún skildi við mann sinn og hann
við konu sfna, og nokkru sfðar gift-
ust þau. 21. okt. 1911, og fór gift-
ingin fram borgaralega og í kyrþey
úti f Anjou. Hann var þá yfirráð-
herra. Af fyrra hjónabandi á frú
Caillaux fullorðna dóttur.
Henri Ravul Rochette, sem rann-
sóknarmalið mikla er við kent, var
fyrir nokkrum árum talinn mjög
efnilegur fjarmálamaður. Hann hafði
komist upp úr fátækt og ljek sjer
með miljónir. Hann stofnaði hluta-
fjelög og sj dfstæða banka og þótti
stjórna öllu þessu með mesta dugnaði,
þótt ungur maður væri. Hann var
aðeins 33 ára gamall, er ait hrundi
fyrir honum Hann var kærður fyrir
fjársvik vorið 1908 og tekinn fastur
Mirgir topuðu a honum stórfje. Það
er talið, að hann hafi eytt alt að
200 milj. franka af sparisjóðsfje, sem
honum var trúað fyrir. Málið vakti
enn meiri athygli en ella vegna þess,
að Rochette hafði kunningsskap við
ýmsa af kunnustu stjórnmálamönn-
um ríkisins og naut trausts þeirra.
Rannsókn málsins þótti ganga seint
og fara í handaskolum, og loks var
Rochette slept úr fangelsinu gegn
tryggingu, og strauk hann þá til
Ameríku. Sumarið 1910 var mál
þettá tekið fyrir í franska þinginu og
skipuð þar nefnd til að rannsaka
það. Jaures varð formaður nefndar-
innar. En hún hetur alt til þessa
ekkert gert. Nú er að nýju komin
hreyfing á málið og vald nefndarinn-
ar hefur verið aukið af þinginu, eins
og áður segir.
Ettirmaður Caillaux’ { Donmergue-
ráðaneytinu er Renault, áður innan-
ríkisráðherra, en eftirmaður Monis’
heitir Gautier, þingmaður í senatinu.
Frægur málafl.maður, Labori, hef-
ur tekið að sjer að verja frú Cail-
Iaux.
Urikkland. §erbía og
91 ontenegró liafa gert með
sjer bandalagssamning, sem sagður
er í aðalatriðunum á þessa leið:
1. þessi þrjú riki skuldbinda sig
til að halda Búkarestfriðinn. 2. Ef
ráðist er á eitt af þeim, skuldbinda
hin sig til að koma því til hjálpar.
3. Á þrem næstu árum skulu þau
hverl um sig auka herafla sinn
svo, að Serbía hafi þá 450 þús.
manna her, Grikkland 380 þús. og
Montenegró 60 þúsund. 4. Ef til
ófriðar kemur við Búlgaríu og þeir
verða undir, skal Búlgaríu skift
þannig, að Serbía, Grikkland og
Montenegró fái 2/s landsins, en
Rúmenía hitt. 5. Serbía og Grikk-
land koma sjer saman um að gera
í sameiningu út um alla skipun á
skólamálum og kirkjumálum. 6. Öll
skulu ríkin þrjú vera einhuga í
öllum málum, sem Albaníu varða.
— Samningurinn gildir í 10 ár.
Hann var haldinn siðasll. sunnu-
dag og hófst kl. 4, í fiskigeymslu-
húsi »Alliance«-fjelagsins, sem er
vestan til í bænum. J. M. bæjar-
fógeti setti fundinn, en fundarstjóri
var kosinn Magnús Einarssoa dýra-
læknir.
Fundarsköp voru þau, að þing-
mannaefnin 5 mættu fyrst tala eftir
stafrófsröð í V2 kl.t. hvert. Þar
næst mættu kjósendur bera upp
fyrir þau fyrirspurnir. Að því búnu
fengju þingmannaefnin 10 mínútur
hvert til þess að svara fyrirspurn-
unum. Siðast fengi L. H. B. 5
mínútur (til gallhreinsunar?) Aðrir
hefðu ekki málfrelsi.
Ræður tveggja þingmannaefnanna,
þeirra J. M. og J. t*., eru prentað-
ar hjer í blaðinu.
Fyrirspurnir komu margar og
frá ýmsum. Út af einni þeirra gat
J. M. þess, að hann hefði jafnan,
meðan hann sat á þingi, haít á
eiginn kostnað mjög vel færan mahn
til þess að gegna embættistörfum
fyrir sig. Út af annari fyrirspurn
til sama urðu hnippingar um rík-
isráðkenninguna og kom þar fram
með órækum rökum, að J. M.
mundi betur en Einar Arnórsson
prófessor, hverjar skoðanir á mál-
inu E. A. hefði áður í ljósi látið.
L. H. B. varð í mjög illu skapi, er
ritstj. Lögr. lagði fyrir hann nokkr-
ar spurningar um samband hans
við B. Kr. Og ekki var Sv. B. vel
við að gefa skýr og ákveðin svör,
er ritstj. Lögr. lagði fyrir hann
spurningu um nokkur fjármálaaf-
skifti hans frá stjórnartíð Björns
heitins Jónssonar. Aumlegast var
þó Vsvar Sjálfst.fl.þingmannanna
upp á þá spurningu frá ritstj:
Lögr., hvern þau hefðu hugsað sjer
i ráðherraembættið, ef flokkur þeirra
sigraði við kosningarnar, og er
frá því sagt á öðrum stað í þessu
og næsta blaði, sem einnig kemur
út í dag, og svo er um ýmislegt
fleira, sem á fundinum gerðist.
Dr. Mawson. Seint f febrúar
komu þær frjettir frá Ástralíu, að dr.
Mawson, sem gerður var út þaðan
fyrir 3 árum í rannsóknarför til suð-
urheimskautslandanna, væri kominn
heim og hefði gert merkilegar rann-
sóknir í Ieiðangrinum. Áður höfðu
komið loftskeytafregnir frá honum
af Adelielandi, sem er á 65 st. suðl.
br., og hafði hann með fjelögum sin-
um 6 dvalið þar frá febr 1913 Syðra
rataði hann f miklar raunir og misti
tvo af fjelögum sínum, enska her-
foringjann Mmnis og Svisslendinginn
dr. Merts. A Adelielandi tókst þeim
fjelögum að reisa loftskeytaáhöld og
koma þaðan fyrstu frjettunum frá
sjer til Ástralíu í fyrra
Boden-njósuarinn dæmdur. Frede-
riksen, herloringinn danski, sem tek-
inn var í Bodení Sviþjóð síðastl haust
og hafði verið þar við hernjósnir
fyrir Rússa, hefur fyrir hjeraðsdómi
verið dæmdur í 2 ára og 6 mánaða
hegningarvinnu.
ítið á nýju vörurnar, sem komu með »Sterling« og »€eres« til
Jóns Björnssonar & Co,
fyrir
Bankastrœti 8,
Páskana
svo sem:
Sjöl, Kashmirsjöl, Flauel, Silkisvuntur, Kjóla-
tau, Dömuklæði, Klæði, Stráhatta harna, Peysur
feikna úrval, Lífstykki, þar á meðal »Frack-
Corset«, lvven- og Barnasokkar, Rúmteppi, Moiré-
pils, Tvisttau o. s. frv.