Lögrétta - 20.05.1914, Blaðsíða 2
96
L0GAJETTA
Taurullnrnar góðu
eru ávalt til á kr. 21,50
í Austurstræti 1.
Ásg-. G. Gunnlaug-sson & Co.
Regnkápur.
Stærst úrval af Ullar-Waterproof og öðrum tegundum
í Austurstræti 1.
Ásg’. G. Gunnlaug’sson & Co.
Lögrjetta kemur út á hverjum miO
▼ikudegi og auk þesa aukablöfl vifl og vifl,
mtnat 60 blðfl als á ári. Verfl: 4 kr. árg.
• talandi, erlendi* 6 kr. Gjalddagl 1. Júll.
Ársfundur
Búnaðarfjelags íslands 1914 var hald-
inn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykja-
v(k laugardaginn 16. maí.
Fram var lagður og lesinn upp
reikningur fjelagsins tyrir árið 1913,
ásamt efnahagsyfirliti 31. des. 1913.
Hafði reikningurinn þegar verið yfir-
skoðaður og höfðu yfirskoðunarmenn
engar athugasemdir við hann gert.
I sambandi við reikninginn skýrði
forseti frá starfsemi fjelagsins á þessa
leið:
Jarðrœktarfyrirlœki.
Til girðinga var veittur 1597 kr.
styrkur. Það er rúmum 1000 kr.
minna en árið áður. Var þó ekki
synjað neinni beiðni um styrk til
samgirðingar, en þær girðingar einar
styrkti fjelagið. Stærstu girðingarn-
ar, sem styrktar voru, var girðing á
Síðu, rúml. 7V2 km., og í Tungu-
sveit í Skagafirði álíka löng. Styrk-
urinn hefur venjulega verið 3 au. á
meter.
Til Miklavatnsmýraráveitunnar voru
greiddar 462 kr. upp í styrk þann,
er heitið hefur verið til hennar. Um
þa áveitu er það að segja, að enn
sem koinið er hefur hún allmjög
brugðist vonum manna. Vatniðvarð
( fyrra mikils til of Iítið. Stjórnar-
nefnd Búnaðartjel. fjekk Jón lands-
verkfr. Þorláksson í sumar, sem leið,
til að athuga áveituverkið, og leggja
ráð á um það, hvað gera skyldi til
umbóta, og hefur hann gefið fjelag-
inu bráðabirgðaskýrslu um það, en
ráðið til að vinna þar ekki að frek-
ara þetta árið, heldur gera í sumar
nákvæmari athuganir, vatnshæðar-
mælingar o. fl., áður en fullraðið er,
hvað gera skuli til umbóta verkinu.
Flóaaveita og Skeiða. Þess var
getið á aðalfundi í fyrra, að óskað
hefði verið mælinga fyrir þeim áveit-
um á nokkuð annan hátt en áður
hafði verið ráðgert. Var farið fram
á lanveitingu úr landsjóði f þvi skyni,
og voru á fjárlögum fyrir þetta ár
veíttar til þess 5000 kr., en sýslu-
nefnd Árnessýslu hefur heitið fjár-
framlagi, ef til vantar. Samkvæmt
ákvæðum fjárlaganna hefur Jóni
landsverkfr. Þorlakssyni verið falin
umsjón þeirra mælinga hjer eftir, og
verður nú tekið til mælinganna i
Flóanum ( sumar, en i fyrra sumar
mældi Sigurður kennari Thoroddsen
fyrir áveitu á Skeiðin, og var til
þess varið 1112 kr.
Til annara áveitufyrirtækja var
veittur 1101 kr. styrkur. Þær áveit-
ur voru: í Austur-Landeyjum (300
kr. styrkur), á Grenjaðarstað (300
kr ), á Beigalda ( Mýrasýslu (200 kr.),
í Austurhlið ( Gnúpverjahreppi (60
kr.). Til þurkunar Kambsstaðavatns
á Felli i Sljettuhlíð voru greiddar
141 kr. (leifar lofaðs styrks) og tii
stiflu i Laxá í S -Þingeyjars. 100 kr.
Til varnar við vatnságangi, fyrir-
hleðslu Ölfusár hjá Kaldaðarnesi, var
varið 360 kr. Það var siðasta greiðsla
af lofuðum styrk. Er því mikla
verki nú að mestu lokið, og hefur
það kostað yfir 8000 kr.
Til viðgerðar á sjógarðinum fyrir
löndum Eyrarbakka og Stokkseyrar-
hreppa, sem skemdist mjög i storm-
flóði i fyrra vetur, voru greiddar 500
kr., en heitið alls til þess verks styrk,
sem næmi fimtungi kostnaðar, alt
að 900 kr.
Til sandvarnar fyrir túnið f Odda
var greiddur 200 kr. styrkur (lofað
300 kr alls). — Þessir tveir styrkir,
er sfðast voru taldir, voru greiddir
af sjóðsleifum Búnaðarfjelags Suður-
amtsins. Hafði áður ekkert verið til
þeirra tekið nú í mörg ár.
Til jarðyrkjukenslu í Einarsnesi og
í Húnavatnssýslu var varið 200 kr.
Skýrslur um hana eru í Búnaðarrit-
inu.
Til garðyrkjukenslu var varið 1035
kr. Skýrsla um hana er í Búnaðar-
ritinu. — Ekki var hægt að veita
aðgang að kenslunni helmingi þeirra,
er um hana sóttu, og svo er enn
í vor.
Um gróðrarstöðina í Reykjavík
verður að vísa til skýrslu um hana
( Búnaðarritinu.
Sýnistöðvarnar 4: á Selfossi, i Deild
artungu, á Efra-Hvoli ogíVík, fengu
IOO kr. ársstyrk hver, eftir samn-
ingi. Frá þeim er nokkuð sagt í !
skýrslu Gróðrarstöðvarinnar.
Votheysgerðartilraunum var hald-
ið áfram á 4 stöðunum sömu og
áður, i fjórða sinn þar. í fyrsta
sinn voru þær tilraunir gerðar á
Æsustöðum í Húnavatnssýslu. Samið
var i fyrra sumar um slfkar tilraunir
á tveim bæjum austanlands, einum
bæ í Snæfellsnessýslu og einum bæ
í Strandasýslu. En skýrslur þaðan
eru ekki komnar enn.
Efnarannsóknir.
Til þeirra var varið 489 krónum, þar
af meginhlutanum til rannsóknar á
áburðarmagni og aburðargæðum und-
an kúm. Reyndar voru og ýmsar
heytegundir, síldarmjöl, skyr og sýra.
Skyrið og sýran var reynt eftir ósk
Gisia Guðmundssonar gerlafræðings.
Eldfjalla-aska var reynd eftir ósk
Th. Krabbe verkfræðings, sjerstak-
lega í því skyni að komast eftir,
hvort nota mætti hana við húsagerð,
til að drýgja sement. Þeirri athug-
un er ekki enn lokið. Þá voru
reynd nokkur sýnishorn af mó frá
Húsavík. Hafði Verkmannaíjelag
Húsavíkur beðið Búnadarfjelagið að
fa Ásgeir efnafræðing Torfason til
að fara þangað norður til að at-
huga þar mótak. Varð hann vel
við þeirri malaleitun og mjög vægur
i kröfum um kostnaðinn. Greiddi
Búnaðarfjelagið 2/j af kostnaðinum,
en verkmannafjelagið hitt. Þa voru
og reyndar nokkrar tegundir gadda-
virs. Skýrslur um efnarannsóknirnar
eru flestar komnar út i Búnaðarrit-
inu. Þar er einnig leiðbeining frá
Asgeiri Torfasyni um að reyna gæði
gaddavírs, með mjög auðveldri að-
ferð. Ætti nú hverjum manni að
vera i lófa lagið að varast að kaupa
ljelegan vír.
Búfjárrœkt.
Til hennar voru þessar fjárveiting-
ar helstar:
Nautgripafjelög 19 fengu alls
3265 kr. styrk. Þetta ár verða til-
lög til nautgripafjelaga miklu meiri,
því að 5 ný fjelög eru stofnuð og
sum þeirra allstór.
Sauðfjarkynbótabú 7 hafa fengið
1250 kr. styrk alls. Eru styrkt að
þriðjungi annarstaðar að.
Hrossakynbótafjelög 2 fengu 136
kr. styrk.
Til nautagirðinga 5 var veittur
624 kr. styrkur (þriðjungur kostnað-
ar venjulega).
Til hrossagirðingar 110 kr. styrk-
ur (þriðjungur kostnaðar).
Til hrútasýninga 855 kr. gegn
jöfnu tillagi annarstaðar að (þar af
til hrútasýninga á Austurlandi, sem
búnaðarsambandið þar stóð fyrir,
225 krónur).
Til hjeraðasýninga á hrossum 400
kr gegn 200 kr. tillagi frá sýslum
Tll kenslu eftirlitsmanna 964 kr.,
þar af námsstyrkar og ferðastyrkar
750 kr. Nemendur voru nú 16,
miklu fleiri en vant er. Nú hefur
verið afraðið og auglýst, að ferða-
styrkur verði ekki veittur öðrum en
þeim, sem eru ráðnir eftirlitsmenn
nautgripafjelaga.
Frá kynbótabúum, kynbótafjelög-
um, sýningum og eftirlitskenslu er
nánar sagt frá i skýrslu Sigurðar
bófræðings Sigurðssonar um störf
hans 1913, í Búnaðarritinu.
Til leiðbeiningaferða Jóns Þor-
bergssonar var varið á árinu 817 kr.
Um ferðir hans f fyrra vetur er get-
ið f aðalferðaskýrslunni f fyrra.
í vor sem leið kendi hann f norð-
urferð sinni úr Rvík til Eyjafjarðar
að klippa kindur i öllum sýslum,
sem hann fór um, á mörgum bæj-
um. I haust var hann á hrútasýn-
ingum f Húnavatns- Borgarfjarðar- og
Mýrasýslum, og auk þess i nokkrum
hreppum í Kjósarsýslu og Bæjarhreppi
í Strandasýslu. En í vetur hefur hann
ferðast um Vestfirði og Strandir til
leiðbeininga og haldið 33 fyrirlestra,
þar á meðal á námskeiðinu á Hólma-
vík og í Hjarðarholti.
Hallgrímur Þorbergsson var fyrir
hönd fjelagsins við hrútasýningar f
Þingeyjarsýslum.
Páll kennari Zóphaníasson vann
fyrir fjelagið að því að gera út-
drætti úr skýrslum nautgripafjelag-
anna. Eru þeir útdrættir þegar
komnir út i Búnaðarritinu.
Fóðrunartilraunum kúa, sem Ingi-
mundur heitinn Guðmundsson var
byrjaður á 1912, en Páll Zophónías-
son lauk við það árið og gaf skýrslu
um, hefur verið haldið áfram f vetur.
Hefur Páll þær á hendi og mun
gefa skýslu um niðurstöðuna, sem
að sjálfsögðu kemur út í Búnaðar-
ritinu eins og hin fyrri*.
Mjólkurskátinn á Hvitárvöllum.
Um hann og ferð Grönfeldts til
rjómabúanna nyðra er skýrsla í Bún-
aðaritinu. í skýrslunni er þess get-
ið, að rjómaskalinn á Hvítárvöllum
hafi verið gerður að nýju mjög vand-
lega, og ætti nú að geta verið til
fyrirmyndar fyrir rjómaskálagerð.
Það hefur kostað um 2000 kr., en
IOOO kr. þar af fengist goldnar úr
landssjóði eftir fjarlögunum Skál-
inn er nú því nær eldtraustur, og
hefur vátryggingargjald húsa og
muna mjólkurskólans lækkað um 32
kr. á ári.
Búnaðarnámsskeið
hafa i vetur verið haldin í Þjórsár-
túni, ( Hjarðarholti í Dölum, við
ísafjarðardjúp og á Hólmavík, tvö
þau síðartöldu í sambandi við Bún-
aðarsamband Vestf jarða Styrkt hefur
fjelagið auk þess námsskeið á
Hvanneyri, Breiðumýri í Þingeyjar-
sýslu og f Múlasýslum. Námsskeiðin
hafa yfir höfuð verið vel sótt. Guð
mundur Hjaltason hefur haldið
nokkra fyrirlestra fyrir fjelagið um
búnaðarmálefni.
Hússtjórnarnámsskeið
hafa í vetur verið haldin í Suður-
Þinpeyjarsýslu. Stóð til að þau yrðu
líka f Norður-Þingeyjarsýslu, en tím-
inn entist ekki til þess i þetta sinn.
Á Eyrarbakka var haldið eitt mán-
aðarnámsskeið, og fjelagið styrkir
sumarnámsskeið kvennaskólans í
Reykjavfk með 2 50 kr. eins og áður,
með þvf skilyrði að sveitastúlkur
hafi forgangsrjett að hússtjórnar-
kenslunni þar að vetrinum.
Utanfararstyrkur
var veittur þessi ánð sem leið: Til
búnaðarháskólanáms þeim Karli
Finnbogasyni, Hólmjárni Jósefssyni
og Valtý Stefánssyni 200 kr. hverj-
um. — Til sauðfjárræktarnáms á
Bretlaudi Ásgeiri Ólafssyni 150 kr.
— Til hússtjórnarnáms: Guðrúnu
Ólafsdóttur, Sigurlaugu Björnsdóttur,
200 kr. hvorri, og Vjedfsi Jónsdóttur
150 kr. — Til garðyrkjunáms í
Noregi: Guðrúnu Björnsdóttur 150
kr. Til verklegs búnaðarnáms þeim
Lárusi Hjaltested, Bjarna Jónssyni,
Ágúsit Andrjessyni, Magnúsi And-
*) Þess hefði mátt geta, að fjelags-
stjórnin stakk upp á því við forstjóra
Slátursfjelags Suðurlands í haust, sem
leið, að það fjelag fengi sjer nokkurn
síldarmjölsforða handa fjelögum sínum
til reynslu og til vara, ef heyin reynd-
ust illa, sem vænta mætti. Vsr þvi tek-
ið, líklega en horfið frá því ráði, erfull-
kunnugt varð um verð mjölsins. Síldar-
mjöl var reynt við fóðurtilraunirnar á
Hvanneyri í vetur.
rjessyni og Valdimar Daðasyni, 100
kr. hverjum. — Ennfremur var Karli
Sigvaldasyni veittur styrkur til Nor-
egsfarar, er hann hafði lokið prófi,
200 krónur, og Bjarna Kolbeinssyni,
Inga Gunnlaugssyni og Sigmari Gutt-
ormssyni, til verklegs búnaðarnáms,
100 kr. hverjum. En þessir styrkir
voru greiddir af vöxtum Liebes-
gjafar.
Þetta ár verður enn mikið um
utanfarir landbúnaðarmanna, sem fá
nokkurn styrk hjá fjelaginu, meðal
þeirra er Metúsalem skólastjóri Ste-
fánsson og þeir fjárræktarmennirnir
Þorbergssynir, Hallgrímur og Jón.
Fer Metúsalem til Bretlands og
Noregs, Hallgrímur til Noregs, en
Jón til Bretlands. Allir ætla þeir að
vera á búnaðarsýningum. Metúsalem
hefur verið falið sjerstaklega að fara
til Newcastle og gera tilraun til
að fá endurbætur á Ijáunum, sem
hingað flytjast. Þess hefur áður verið
farið á leit oftar en einu sinni, en
árangurslítið, en þykir þó rjettast
að reyna enn.
Nýtt jarðyrkjuverkfceri
kom hjer til sögunnar í fyrra sumar.
Það var ofanafristuplógur sá, er
Sigurður Þ. Jóhnsen kennari hefur
látið gera og kallar Sköfnung. Bún-
aðarfjelagið veitti styrk nokkurn til
að fullgera plóginn. Hann var reynd-
ur nokkuð í fyrra og var vel af
látið. Hann fær nú fyllri revnslu i
sumar, því að Sigurður er ráðinn til
vinnu hja Búnaðarsambandi Borgar-
fjarðar; hefur hann plóginn með sjer
og fær tækifæri til að reyna hann
og sýna viða.
Tilraun með ostagerð.
Þess var getið á aðalfundi í fyrra,
að Jón Guðmundsson frá Þorfinns-
stöðum, sem fengið hafði styrk hjá
búnaðarfjelaginu til Bretlandsfarar til
sauðfjárræktarnáms, hefði brugðið
sjer úr þeirri ferð til Roquefurt á
Frakklandi, til að kynna sjer osta-
gerðina þar. Hann gerði svo tilraun
í fyrra heima hjá sjer með ostagerð.
Hepnaðist hún alveg ótrúlega vel,
þrátt fyrir mjög ófullkomin tæki.
„Gráðaosturinn" hans rann út hjer
í Reykjavík. Jón heldur nú áfram
tilraununum, fær sjer meiri og betri
tæki og betri kjallara. Búnaðarfje-
lagið hefur veitt honum styrk nokk-
urn til þess, með því skilyrði að
hann veiti tilsögn f ostagerðinni,
ef tilraunirnar hepnast vel. Þykir
ekki ólfklegt að þetta fyrirtæki verði
búskapnum okkar að liði. Góð að-
stoð í þessu efni má búast við að
hún verði gerlarannsóknarstofa Gísla
Guðmundssonar. Gísli hefur Iíka mik-
inn áhuga á ostagerðinni og fleiru,
er búnaðinum við kemur. Hann hefur
lofað Búnaðarritinu bráðum grein um
ostagerðina á heimilunum Fær hann
húsnæði fyrir rannsóknir sínar f
Búnaðarfjelags-húsinu. Er verið að
búa út herbergi handa honum þar á
Ioftinu. Með þessu er tvent áunnið
( einu: að veita þarfri stofnun gott
húsnæði og að fjelagið fær arð
nokkurn af húsrúmi, sem áður var
lítið notað.
Jarðyrkjubók 1.
Á aðalfundi í fyrra var búist við,
að hún yrði prentuð fyrir haustið.
Það varð þó ekki, inest vegna ann-
ríkis prentsmiðjunnar um þingtímann.
Þó var hún notuð við kensluna í
búnaðarskólunum í vetur sem leið.
Útgefandinn, Sigurður bóksali Krist-
jánsson, Ijet Búnaðarfjelagið fá ókeyp-
is 50 eintök af henni, og voru ark-
irnar sendar skólunum jafnóðum og
þær voru prentaðar. Nú er bókin
prentuð. Hún er talsvert stærri en
ráð var fyrir gert, 16—17 arkir, og
að auki töflur og 2 kort.
Fjelagatal.
Nýir fjelagar urðu árið sem leið
miklu fleiri en nokkurt ár áður, 146;
árið þar á undan höfðu þeir verið
115 °g var það þá mesta fjelaga-
viðbótin á einu ári. Einnig þetta ár
lítur vel út með fjölgun fjelaga.
Komnir síðan um nýár 58, þar af
núna í vikunni sem leið 15 úr sömu
sveit, Biskupstungum. Ungir bænd-
ur og bændaefni eru farnir að sjá,
að það borgar sig best að ganga í
fjelagið sem fyrst. Það var víst úr
þessari sömu sveit að bóndi einn
fann það snjallræði, að gefa syni
sínum í fermingargjöf fjelagsskírteini
Búnaðarfjelagsins. Einhverjir fleiri
hafa gert það aftur, nú í vor, og ís-
lendingur einn í Veaturheimi sendi
bræðrum sínum 4 hjer heima sitt
fjelagsskírteinið hverjum. Fjelaga-
talan, sem var 1000 í septemberlok
1912, er nú að fylla 12. hundraðið.
Leiðbeiningar i húsagerð.
Fjelagsstjórnin hafði oftar en einu
sinni vakið máls á þvf við stjórnar-
ráðið, hve mikil nauðsyn væri á því,
að bændur ættu kost á slíkri leið-
beiningu nú, er húsagerð ( landinu
er óðum að breytast. Búnaðarþing-
ið í fyrra árjettaði það með óskum
til alþingis um að veita fje til þessa.
Alþingi varð við þeirri ósk og veitti
1000 kr styrk einum manni til þess-
ara leiðbeininga. Stjórnarráðið hefur
falið þetta starf Jóhanni Fr. Krist-
jánssyni, og er hann nú tekinn til
starfa eftir erindisbrjefi frá stjórnar-
ráðinu.
Fóðurforðabúramálið.
Á það mál hefur verið minst á
fundum fjelagsins undanfarin ár, enda
er það að sjálfsögðu og hefur verið
áhugamál fjelagsins. Árið sem leið
verður merkisár f sögu þess máls,
þar sem alþingi í fyrra lagði svo
mikla rækt við það, að það samdi
fern lög því viðkomandi: um bjarg-
ráðasjóð, um forðagæslu, um gjafa-
sjóð Jóns Sigurðssonar og viðauka-
lög við kornforðabúralögin. Það eru
sjálfsagt, eins og gerist, skiftar skoð-
anir um sum af þessum Iögum, en á
því getur ekki vafi leikið, að það er
góðs viti, að löggjafarvaldið hefur
sýnt, að því er full alvara með að
ráða fram úr hinu mesta vandamáli
og vandræðamáli búskaparins okkar.
Og víðar en á alþingi hafa menn nú
síðasta árið hafist handa um þetta
mál. Eyfirðingar hafa afráðið að
verja vöxtum af gjafasjóði Jóns Sig-
urðssonar, samkvæmt hinni nýfengnu
lagaheimild, til kornforðatryggingar.
í nokkrum hreppum Dalasýslu hafa
verið gerðar samþyktir um fóður-
forðabúr, og í hinum hreppunum í
sýslunni mun vera í ráði að tryggja
sjer kornforða samkvæmt viðauka-
lögum við kornforðabúralögin. í Lýt-
ingsstaðahreppi í Skagafirði hefur
verið gerð samþykt um kornforða-
búr. Má vera að svo sje víðar. —
Ætti nú að mega vona, að fyrst nú
er nokkur skriður kominn á, þá
vakni brátt fleiri til verklegra fram-
kvæmda í þessu máli, sem um má
segja, fremur en flest önnur, að
dráttur er hætta.
Þá tók til mals Sverrir búfræðing-
ur Gíslason frá Hvammi, um nauð-
synina á, að gerðar væru rækilegar
tilraunir með að fóðra sauðfje á korni
og öðrum fóðurbæti, og benti á,
hvernig því mætti við koma. Enn
þektu menn svo Iftið til þess, og
tækju ekki til þeirra ráða fyr en í
ótíma. Menn þyrftu lfka að fá að
vita, hvorl það gæti ekki svarað
kostnaði að fóðra sauðfje þannig,
þó að ekki væri um hallæri að tala.
Bar hann fram svolatandi tillögu, er
hann og Eyjólfur bóndi Andrjesson
í Sfðumúla höfðu samið:
„Fundurinn skorar á stjórn Bún-