Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.07.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.07.1914, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum,: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltusundi 1. Taliimi 3t«. Ritstjori PORSTEINN BÍSLASON Pingholtsstrati l T. Taisimi ÍTS. Nr. 36. Revkjavík, 22. júlí 1914. IX. árg. Lárus Fjeldsted, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. fiirliriiKlknrstifi Gísla GuOmundssDnar LÆKJARGÖTU 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin 11—3 virka daga. innlendar og erlendar, pappir og alls konar ritföng kaupa allir í Búkauerslun Sigiúsar Eymundssonar. Stj órna.r skiftin. 1 gærmorgun fjekk ráðherra svo- hljóSandi símskeyti frá konungi, er þá var í Marselisborg á Jótlandi: „Efter i Dag at have underskrevet Deres Afskedsbegæring bringer jeg Dem en hjertelig Tak for Deres Virk- somhed som Minister. Chris'tian R.“ Á íslensku: Eftir að jeg í dag hef undirskrifaö lausnarbeiöni yöar, færi jeg yöur hjartanlega þökk fyrir ráö- herrastarfsemi yöar. Frá nýja ráðherranum var í gær- kvöld ekkert skeyti komiö um út- nefningu hans. En annarstaöar frá komu símskeytafregnir um, aö Sig. Eggerz heföi veriö útnefndur ráö- herra í gær, og til „ísafoldar“ var símað, að hann mundi halda heim- leiðis á morgun með botnvörpung frá Hull. Nýi ráðherrann hefur átt tal við konung í Marselisborg og fengið þar útnefning sína, en það er höll, sem konungur á skamt frá Aarhus á Jót- landi. Mun landritari nú mæta á þingi fyrir ráðherrans hönd, þangað til hann kemur heim. tlorræni kuennaiundorinn í Kaupmannahjfn. I. Hinn 10.—11. júní síðastl. var hinn 2. norræni kvenrjettindafundur hald- inn í Kaupmannahöfn. Aðalkvenfje- lag Dana, Dansk Kvindesamfund, hafði boðað til fundarins og stóð straum af honum að öllu leyti. Var kvenfjelögum ttm öll Norðurlönd boðiö að senda fulltrúa á fundinn, og höfðu öll þau fjelög, er boðið var, þegið boðið. Fundurinn var haldinn í Sönghöll- inni miklu í Breiðgötu (Koncertpa- læef), og var salurinn troðfullur af fólki fcl. 9 árdegis, þegar fundurinn var settur. Salurinn var skreyttur fánum allra þeirra landa, er þátt tóku í fundinum, og var hinn mesti hátíða- blær á öllu. Fyrst var sungin Kan- tate, er skáldkonan Gyrithe Lemcke haföi ritað, og tónskáldið Tekla Griebel-Wandal samið lög við, og fór það hið besta fram. Þá stje for- maður Hins danska kvenfjelags, ís- kndsvinurinn frú Ástríður Stampe- Feddersen i stólinn og baitð gestina velkomna og setti fundinn með ræðu þeirri, er hjer fer á eftir. Aðaltilgangur fundarins var að ræða um hjónabandslöggjöf og barnalöggjöf, enda eru þau tvö svið svo nátengd hvort öðru, að erfitt er að aðgreina þau. Eins og lesendum blaðsins mun kunnugt, hafa Danir, Svíar og Norðmenn þegar hafið samvinnu, er miðar að því, að koma löggjöf þessara landa í samrænti á ýmsum sviðum, að svo miklu leyti sem venjur og staðhættir leyfa. Með- al annars hefir nefnd manna af öll- um þessum þjóðum síðustu árin starf- að að hjónabandslöggjqfinni, og er nú þegar búið að prenta fyrsta kafl- ann af hinni endurskoðuðu hjóna- bandslöggjöf — eins og nefndin hef- ur orðið ásátt um hann — „Om Ægteskabs Indgaaelse og Oplös- ning“. Og nú ætlar nefndin að byrja að fjalla um þá tvo kaflana, sem eft- ir eru, kaflann um fjármál hjóna og kaflann um foreldra og börn. í nefnd þessa hefur af Dana hálfu verið skipaður Benzon prófessor, kennari i lögum við háskólann. Hann var boðinn á fundinn og var hinn fyrsti málshefjandi. Skýrði hann all- ýtarlega frá störfum nefndarinnar, og gerði glögga grein fyrir því, að nefndinni væri einkar ant um að láta hina endurskoðuðu hjónabandslög- gjöf verða í sem fylstu samræmi við rjettlætiskröfur vorra tíma, og að nefndinni væri fulll-ljóst, að þetta gæti að eins orðið með þvi eina móti, að konan fengi að öllu leyti fullkom- ið lagalegt jafnrjetti við manninn í hjónabandinu. „En,“ sagði hann, „okkur vantar því miður konur í nefndina; því sá veit best hvar skór- inn kreppir, sem ber hann á fætin- um.“ En úr þessum vandkvæðum hefur nefndin reynt að bæta á þann hátt, að bera vafaspursmál undir helstu kvenfjelög, hver í sínu landi. Hafa þau svo aftur kosið nefnd kvenna, er hefur setið á rökstólum samhliða laganefndinni, og gert þær athuganir, er þeim hefur þurfa þótt. Og þessu fyrirkomulagi mun að lík- indum haldið framvegis. Þá er Benzon prófessor hafði lok- ið ræðu sinni, er að maklegleikum var fagnað með dynjandi lófaklappi, hófust umræðurnar um hjónabands- löggjöfina. Það er eigi unt i blaða- grein að skýra frá öllum þeim athug- unum og öllum þeim tillögum, er þar komu fram. En óánægjan með hið núverandi fyrirkomulag var mikil og almenn. Allir voru samdóma um það, að fjelagsbúið með einræði frá mannsins hálfu væri miður heppi- legt — og komu fram mýmörg dæmi til sönnunar því, hve mjög þetta fyr- irkomulag væri misbrúkað af mann- inum í öllum nágrannalöndum vor- um. En allir voru og á einu máli um það, að eigi væri auðhlaupið að því, að finna fyrirkomulag á fjár- málum hjóna, er eigi mætti misbrúka. En brýn nauðsyn ber til að breyta frá því sem nú er — eins og elsta og fjörugasta konan, sem á fundin- um var, frú Jutta Boysen Möller komst að orði, er hún sagði: „Við verðum að búa svo um hnútana, að ungu stúlkurnar geti óhræddar gifst, þó þær sjeu steinblindar á báð- um augum af ást — og setji manns- efninu engin skilyrði. — Og við verð- um að sjá fyrir því, að það geti al- drei komið fyrir að þær valcni á síð- an við vondan draum — bundnar á höndum og fótum, af því lögin gefa þeirn ekki ráð yfir eyrisvirði — og hvað meira er, ekki yfir sínum eig- in börnum. — En svona er ástandið nú, eftir lögunum." Kl. 7 síðdegis var pólitískur fund- ur — kosningarrjettarfundur. Var þár skýrt frá, hve langt væri komið að ná jafnrjettistakmarkinu í hverju landi fyrir sig. Höfðu danskar konur vpnast eftir að verða þann dag ný- bqnar að öðlast pólitískt jafnrjetti ■'•ið karla — • en íandsþingið gerði, sem kunnugt er, — verkfall, og urðu bin nýju grundvallarlög því eigi sam- þykt á þessu þingi. Klukkan tíu um kveldið hafði borgarstjórnin boðið fundarkonum til veislu á ráðhúsinu. \'oru þar fluttar kveðjur frá hverju laúdi, og síðan þyrptust allir að boröum, er voru hlaðin ýmsu góð- gæti; eftir á var kaffi drukkið og ciáns stiginn til kl. 12V2. Daginn eftir var tekið til óspiltra málanna kl. 9árdegis. Var þá barnaiöggjöfin tekin til meðferðar, einkuni var rætt um það, hvernig kjör óskilgetinna barna væru, og hvaða rjett mæður þeirra hefðu gagnvart barnsfeðrunum. Kjör þess- ara ógiftu mæðra og barna þeirra eru víðast hvar alt annað en glæsi- leg, hefur verið reynt að gera ýmis- legt til að bæta úr bágindum þeirra, en flest mætt afarmikilli mótspyrnu hjá löggjafarvaldinu. En það er eng- inn vafi á því, að þetta mikilvæga íramtíðarmál verður efst á dagskrá hjá öllum lmgsandi konum á Norð- urlöndum, þangað til það er komið í það horf, er best má verða. Öllum kom saman um það á fundinum, að óskilgetin börn ættu heimting á því, að faðirinn gæfi þeim nafn sitt og rækti skyldur sínar við þau, engu síður en móðirin. Danmörk og Nor- egur ganga á undan í þessu efni, hvað löggjöf viðvikur, en það leiðir af staðháttum vorum, Islendinga, að ástandið að öllu samlögðu mun vera best hjá okkur. Svíþjóð er langt á eítir í þessu efni — og Finnland, ves- alings Finnland! þar liggur öll lög- gjöf niðri sem stendur, — og þeir eíga við hina mestu kúgun að búa. Seinna um daginn var rætt um sjerbann gegn ýmsri vinnu fyrir konur og bann gegn næturvinnu kvenna, og var fundurinn mótmælt- ur hvorutveggja. Þá var störfum fundarins lokið og klukkan 5 lögðu fundarkonur af stað til Skodsborgar ásamt fjölda manns, er fundinn hafði sótt. Þar átti að borða miðdag að skilnaði kl. 6.1 þessum miðdegisverði tóku yfir 1000 manns þátt. Var mikið um söng og ræðuhöld og skemtu menn sjer hið besta. Háfði fundurinn að öllu leyti farið sem ákjósanlegast fram. Daginn eftir, hinn 12. júni, var öllum fulltrúunum boðið i morgun- verð á Marienlyst í Flelsingör. Ók- um við þangað í 10 bifreiðum skreyttum smáflöggum, og hjeldum af stað frá Höfn kl. 9 árdegis. Varð flestum starsýnt á vagnalestina, er hún ók gegnum borgina, og sömu- leiðis er hún fór um smáþorp þau er liggja meðfram leiðinni. Ferðin tók hátt á þriðja kl.tíma og var hin skemtilegasta. Veðrið var hlýtt og lygnt og glaða sólskin. Á vinstri hönd voru iðgrænir skógar og stund- um akrar og húsaþyrpingar, en á hægri hönd spegilsljett sundið, og handan við það blasti við sænska ströndin, hjúpuð bláleitri morgun- móðu. Að loknum morgunverði var sett- ur fundur til að ræða um að koma á fót samvinnu meðal norrænna kvenna á þeim sviðum, er sjerstaklega snerta kvenrjettindi og barnalöggjöf. Var einróma álit, að slík samvinna væri einkar æskileg og mundi geta borið góðan árangur, ef henni yrði hagan- lega fyrir komið. Var ákveðið að kvenfjelög þau, er taka vildu þátt t þessari samvinnu, skyldu kjósa full- trúa, er undirbyggju málið og kæmu svo á fund i Höfn að sumri (1915) til þess að semja ítarlegri skipulags- skrá fyrir samvinnuna. Að endingu var tekin mynd af öll- um þeim fulltrúum, er mætt höfðu á fundi þessum. Og að því búnu hjelt hver heim til sín. B. B 1 ö n d a 1. II. KVEÐJA til hins norræna kvenrjettindafundar í Kaupmannahöfn 10.—11. júní 1914. Hinum norræna þjóðarbálki er líkt varið og háu og miklu trje, með lauf- mikið lim og margkvíslaðar rætur. Þjóðir þær, er teljast til þessa nor- ræna kynflokks, byggja svæðið milli Isafjarðar og Helsingfors, milii Nordkap og Flensborgarfjarðar, og eru það Svíar, Norðmenn, Danir, íslendingar, Færeyingar og sænskir Finnar. Og allar tala þessar þjóðir — með meiri eða minni afI rigðum — hið sama tungumál. —- Mál, sem á rætúr sínar að rekja til norrænu. Þessar norrænu þjóðir hafa, er tím- ar liðu, sundrast í ýms meir eða mínna sjálfstæð ríki, en málin hafa þó eigi breyst meira en svo, að flest- ir skiljum vjer hver annan, án mik- illa erfiðismuna. Og þau af málun- um, sem vjer allir eigi auðveldlega skiljum, eru einmitt þau, er minst hafa breyst frá hinu upprunalega móðurmáli vor allra — norrænni tungu. Hinar norrænu þjóðir lmfa, því miður, fjarlægst hver aðra mjög á umliðnum öldum. Og ófriöur og blóðugir bardagar, er ríkin til skiftis áttu upptök að, fæddu af sjer öfuna og óvild í hugum þjóðanna sín á milli. — Þetta voru bernskuár nor- rænu þjóðanna. — Hver þjóðin um sig þurfti að fá svigrúm til að þroska sjereðli sitt, og þær neyddust til að grípa til vopna,tilþess að Öðlast þetta svigrúm, stundum. Allar mæður, sem eiga mörg börn, þekkja þetta í smá- um stíl úr heimilislífinu. Börnin eru hvert öðru ólík, og til þess að fá svigrúm fyrir sjereðli sitt, verða börnin oft að fara i handalögmál. — En börnin eldast og vitkast, og þá lærist þeim að leggja taumhald á sjálf sig, svo að aðrir geti þróast og dafnað samkvæmt eðli sínu jafn- hliða þeim. Og þegar börnin eru komin út í buskann, þá eru það end- urminningarnar um æskuárin, sem þeim eru kærastar, — og þá einkum endurminningarnar um það, að hafa unnið bug á framhleypni og hugsun- arleysi bernskuáranna. Og á sama hátt fer þjóðunum. Allar höfum vjer norrænu þjóð- irnar, — hver einstök grein á hin- um sameiginlega stofni — orðið að heyja baráttu til þess að öðlast það svigrúm, er oss var nauðsynlegt til þess óhindrað að geta þroskað sjer^ eðli vort sem þjóð. En þak við þessa baráttu fyrir fullu sjálfstæði liggur hin innilegasta og göfugasta tilfinn- ing vor — hin skýra meðvitund vor um það, að vjer allar saman erum frændþjóðir. Nú á tímum gengur öflug friðar- hreyfing um allan heiminn. Að vísu lítur út fyrir, þegar litið er til at- burða síðustu áranna, að hreyfing þessi muni eiga örðugt uppdráttar —, en að lokum hlýtur hún að sigra. Hún á nefnilega rætur sínar að rekja til hins besta og göfugasta I manns- eðlinu: tilfinningarinnar um það, að vjer allir erum meðbræður. — En að eins með einu móti getur friðar- hreyfingin nokkru sinni átt sigri að hrósa — með því móti að rita sjálf- kvæðisrjett hverrar þjóðar á fána sinn. Það kemur að litlu haldi, að manneskjurnar sjeu eins og systkini og gefi hver annari svig- rúm til að þroskast samkvæmt eðli hvers eins, ef þjóðirnar ekki gera hið sama innbyrðis. Þjóðareðl- ið þarf svigrúm til þess að þróast og dafna, eigi síður en mannseðlið. Það er stórt spor í áttina til al- heimsíriðar, þegar þjóðir þær, sem skyldar eru, ganga í fóstbræðralag, gefa hver annari nægilegt svigrúm íyrir sjereðli sitt, og vinna að þvi að þroska hina þjóðlegu samúðar- tilfinningu. Hin sænska, norska, danska og íslenska staðbundna föð- urlandstilfinning má ekki sljófgast. En föðurlandstilfinningar allra þess- ara þjóða verða að geta sameinast í viðtækari heildartilfinning — hinni uorrænu föðurlandstilfinning, sem setur sjer það markmið, að gera öll Norðurlönd að einni þjóðarheild. Hafa þá norrænu þjóðirnar nokkra sjerstaka köllun í heiminum? Já, á því er enginn vafi. — Því hjer á Norðurlöndum hefur staða og kjör kvenna frá alda öðli verið önnur og betri en með öðrum þjóðum. Vagga heimsmenningarinnar stóð í Asíu, og Grikkir og Rómverjar fluttu Norðurevrópuþjóðunum menn- inguna. En hin forna menning Grikkja og Rómverja, — sem listir þeirra, skrautbyggingar o. fl. bera Svo fagran vott um — þessi menning bar frjóið til sinnar eigin eyðilegg- ingar í sjer þegar frá upphafi: þar var ein stjett þjóðfjdagsins herra — önnur þræll. En þá kom kristna trú- in og flutti mannkyninu eitthvert hið allra mikilvægasta boðorð, — flutti það þannig, að það hlaut að óma til endimarka jarðarinnar. Og boðorðið var þannig: „Það, sem þjer viljið að aðrir geri yður, það eigið þjer og þeim að gera.“ Ef þessi orð einhverntíma næðu að: festa rætur í hjörtum manna, þá yrði kúgun einstakra stjetta og kúg- un annars kynsins með öllu óhugsan- leg. Hjer á norðurhveli heims hafa hafa þessi orð Krists fundið betrl jarðveg til þess að þroskast og dafna í en víðast hvar anmarstaðar. Þrátt fyrir varmensku, eigingirni og rang- sleitni manna, hafa orð þessi — þó lítið hafi áborið — þó borið ávöxt, bæði hjá þeim, er kristna trú játa, og ósjálfrátt líka hjá þeim, sem ekki eru kristnir. Og nú roðar fyrir einkenni- lega fögrum iímamótum, — nú lítur út fyrir, að þeir sem áður dvöldu í myrkri muni öðlast hluttöku í sól- arljósinu — bæði þær stjettirnar og það kynið, er sett hefur verið hjá til þessa. Og það er köllun norrænu þjóð- anna í heiminum, að ganga í broddi fylkingar i þvi að veita konum frelsi og full rjettindi, og þessvegna eigum vjer að starfa i sameiningu að þessari mikilvægu köllun vorri. Hið danska kvenfjelag hefur boð- að konur frá öllum hinum norrænu þjóðum á fund þenna, í þeim tilgangi, að koma á fót samvlnnu um þetta mikilvæga málefni vort. Á ótal sviðum er þegar tími til kominn, að vjer norrænar konur byrjum samvinnu á þeim sviðum, er að kvenrjettindum lúta, til þess fyrst og fremst að öðlast full borgaraleg rjettindi. Vjer erum hinum norrænu löggjöf- um þakklátar fyrir það, að þeir hafa tekið tillit til þeirra ráða, er vjer höf- um á lagt viðvíkjandi ýmsum atrið- um i löggjöf vorri. En einkum og sjerílagi erum vjer þakklátar fyrir það, að löggjafarnir líta nú svo á, að við konur þurfum nú eigi lengur að koma auðmjúkar og biðjandi til ríkisþingsins með óskir vorar um hvað og eitt, en að vjer eigum r jett á því, að hafa hönd i bagga um lög þau, er vjer eigum að hlíta, engu síður en sjálfir þeir, og eiga að vernda börn vor frá öllurn hætt- um. Hinu danska kvenfjelagi er hin mesta ánægja að því, að sjá svo margar af hinum ágætustu konum Norðurlanda hjer sem gesti sína, og jeg vil bera hjer fram þá ósk fje- lagsins, að oss megi auðnast á þess- um fundi að leggja grundvöllinn að samvinnu, er megi verða til gagns fyrir konur á öllum Norðurlöndum, svo að vjer finnum til þess, að vjer megnum meira, ef vjer hjálpumst að en ella. Og að endingu vil jeg sem formaður hins danska kvenfjelags biðja konurnar frá öllum hinum nor- rænu löndum að vera hjartanlega velkomnar og leyfa mjer að lýsa yf- ir því, að hinn 2. norræni kvenna- fundur i Kaupmannahöfn er scttur. Ástr. S t a m p e-F eddersen. ] Strandferdir. Ræða ráðherra (H. H.) í n. d. um tillögu til nefndarskipunar út af strandferðamálinu. Samkvæmt heimild í lögum síð- asta alþingis, er staðfest voru af konunginum þ. 10. nóv. 1913, gerði landstjórnin 4. febr. þ. á. bráða- birgðasamning við stjórn eim- skipafjelags Islands. Voru þá, samkvæmt nefndri heimild keypt- ir fyrir hönd landsjóðs 400 þús. kr. hlutir i fjelaginu, með því skil- orði, að eimskipafjelagið taki frá aprilmánuði 1916 að sjer strand- ferðir með tveim skipum eða fleiri, og sjeu ferðirnar ekki lakari að skipakosti nje óhentugri en strand- fcrðir þær, er verið hafa að und- anförnu, siðan 1911. En um stærð skipanna, fyrirkomulag ferðanna, ferðaáætlanir og taxta, og jafn- framt um styrkinn úr landsjóði á hverjum tíma sem er, fer eftir síð- ari samningum milli landsjóðs og fjelagsins. Þessir samningar verða að vera gerðir fyrir 1. febr. 1915. Af hlutafjárupphæðinni hefir landsjóður þegar greitt 100 þús. kr. Hinn hluti upphæðarinnar, 300 þús. kr., á að greiðast .1. febr. 1915 og um leið verður þá samið um, hvernig skipin eigi að vera o. s. frv. I il þess að slíkir samningar verði gerðir, þarf landstjórnin að vita, hvað þingið vill greiða fyr- ir strandferðirnar; það gjald fer auðvitað eftir því, hve miklar kröfur verða gerðar til strandferð- ferðanna. Stjórnin hefur rejpit að undirbúa málið. Hinn nýskipaði samgöngumálaráðanautur hefur fcrðast um landið og kynt sjer viðkomustaði og annað, sem nauðsynlegt er að fá að vita íþessu sambandi. Hann hefur nú sent stjórninni 3 áætlanir með ná- kvæmum lýsingum. En þessu starfi hans var ekki lokið fyr en i gær, svo að stjórnarráðið hefur ekki getað tekið endanlega afstöðu til tillagna hans. Samgöngum.ráðunauturinn lýs- ir þrenskonar fyrirkomulagi á strandferðKnum. I fyrsta lagi, að höfð verði til strandferðanna tvö ný skip, annað aðallega til farþegaflutnings er sje um 350 smálestir, hitt 450 smálest- ir, aðallega til farmflutnings. Hinu síöara sje ætlað að fara á

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.