Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.08.1914, Blaðsíða 2

Lögrétta - 08.08.1914, Blaðsíða 2
144 LÖGRJETTA RjettarstaDa kuenna i Englandi. Lögin, landstjórnin og dómstólarn- ir í Englandi fara meS konur eins og þær sjeu óæðri verur en karlmenn. Þær eru útilokaðar frá mörgum atvinnugreinum, einkum þeim, sem eru gróðavænlegar. Meðal annars hefur þeim verið bönnuð ýmiskonar vinna með verksmiðjulöggjöfinni; en það er sú vinnan, sem er tiltölulega ljett og vel borguð. Það hefur verið gert undir því yfirskyni, að v e r n d a konurnar, en tilgangurinn ekki sjá- anlegur annar en sá, að afstýra sam- kepni þeirra við karlmenn. Þar á móti mega konurnar vinna þá vinnu í verksmiðjunum, sem er hættuleg heilsunni og illa launuð. Yfirleitt eru konur hafðar að fje- þúfu í Englandi í verksmiðjuiðnað- inum. í þvi skyni að afstýra því hef- ur verið ákveðið launalágmark í hin- um og öðrum atvinnugreinum. En þetta launalágmark á ekki við aðrar atvinnugreinar en þær, sem eru „skrásettar", og fjöldi þeirra er ekki skrásettur, og verður það ekki, að því er menn ætla, fyr en konur hafa fengið kosningarrjett og geta neytt menn til þess að skrásetja þær. Stjórnin gengur sjálf á undan öðr- um með því eftirdæmi að hafa kven- fólkið að fjeþúfu, og gerir óhæfileg- an mun karla og kvenna, sem fyrir hana vinna, greiðir verksmiðjukven fólki sínu afarlágt kaup, fyrirmunar konum, sem vinna undir póststjórn- inni, simastjórninni og kenslumála- stjórninni að komast í góðar stöður, og greiðir þeim lægri laun en karl- mönnum fyrir sömu vinnuna. Jafn- vel á skólabörnum er gerður munur, stúlkur fá lægri verðlaun en piltar. Laga- og dómstólaVernd kvenna gegn árásum karlmanna er furðu lít - il á Englandi. Stundum, þegar karl- menn hafa orðið djarftækir til 6 ára gamalla stúlkubarna, hafa þeir sioppið með smásektir, og fyrir hefur það komið, að þær sektir hafa ekki numið meiru en kr. 4.50. Eða söku- dólgarnir hafa sloppið sektarlaust, að eins orðið að skuldbinda sig til þess, að gera ekki slíkt oftar! Sjeu þéssir piltar settir í fangelsi, þá er það að öllum jafnaði einfalt fangelsi nokkra daga. Einn dómarinn hjelt alveg nýlega ræðu um það fyrir dóm- 1 nefndinni, að það gæti hent jafnvel j bestu menn að vera djarftækir til - stúlkubarna, og að slíkum yfirsjón- 1 um mætti ekki skipa á bekk með öðrum eins glæpum eins og þjófnaði og svikum. Enda þykja lagaskýring- ar sumra dómaranna í slíkum mál- um alt að því ótrúlega fráleitar. Konurnar horfa og hlusta á þetta að staðaldri. Sjálfar eru þær dæmd- ar i langvinna betrunarhússvist fyr- ir að brjóta rúður. Óskiljanlegt er það ekki, að þeim finnist því ekki of- aukið, að þær fái að hafa einhver áhrif á löggjöf og dómaskipun lands- ins. Auðvitað stendur óskírlífis-atvinna kvenna í nánu sambandi við það, hvernig kvenfólkið er haft að fje- þúfu og hve lítil er lagavernd kvenna og stúlkubarna. Voðalegast er það, hve mikil brögð eru að því, að stúlku- börn hafi saurlifnað að atvinnu. Nefnd, sem lávarðamálstofan skip- aði nýlega, hefur lýst yfir því, að slíkt fari hræðilega í vöxt, einkum í Lundúnum, og að sum þessi börn sjeu ótrúlega ung. Þegar frú Pankhurst, ein af foringjum hernaðarkvennanna, var í fátækrastjórn Lundúnaborgar, var hún einu sinni á eftirlitsferð um sjúkrahús fátækrahælisins. Þá sá hún 13 ára stúlku, sem lá í rúminu og var að leika sjer að brúðu. Hún spurði, hvað að barninu gengi. Henni var sagt, að hún væri komin að falli, og af því að hún væri með kynferð- issjúkdóm, mundi barnið að líkindum líka verða sjúkt. Annað skifti sá frú Pankhurst 11 ára gamla stúlku, sem ekki virtist eldri en 8 ára, í Hjálp- ræðishershæli, inni hjá hjúkrunar- konunni. Frúin spurði, hvers vegna barnið væri ekki að leika sjer með hinum börnunum. Henni var svarað þessu: „Við þorum ekki að láta hana leika sjer með hinum börnunum. Hún hefur lifað í óskírlífi meira en ár.“ Konunum þykir ófýsilegt að b í ð a lengi eftir því, að karlmennirnir ráði bót á slíku ástandi. Rjetturinn til nauðvarnar er mjög takmarkaður með Bretum. En eink- um er það örðugt konum að fá viður- kendan rjett til þess að verja sig. í einni ensku nýlendunni skaut kona fyrir eitthvað tveim árum mann, sem brotist hafði inn til hennar, þegar hún var ein heima, og ætlaði að fá vilja sinum framgengt á henni með valdi. Hún var dæmd til lífláts. En náðuð var hún. Örðugar gekk fyrir konu í Canada. Þar í landi lifa menn undir enskum hegningarlögum. Konan hafði drepið mann sinn, og atvikin voru þessi: Maðurinn hafði selt alt, sem þau áttu, og látið konuna vinna fyrir sjer og börnunum. Þá vildi hann fara að ráða því, hvernig hún ynni fyrir honum — krafðist þess, að hún geröi það með óskírlífi. Hún synjaði. Þá lagði hann hana með hnífi, og hún lá margar vikur í sjúkrahúsi í sárum. Hann var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. En eftir eina viku var honum hleypt út. Hann hjelt aft- ur heim til konu sinnar, og aftur fór hann að reyna að fá hana til þess að selja sig öðrum karlmönnum. Einn daginn tjáði hann hepni, að synjaði hún sjer framar um þetta, ætlaði hann sjer að drepa hana. Lítið hafði vantað á, að hann gerði það áður, og rjettvísin í Canada hafði ofurselt hana í hendur honum. Hún sá þá engin önnur ráð en að verða fyrri til og drepa h a n n. Það gerði hún líka. Að því búnu kærði hún sjálfa sig tafarlaust fyrir lögreglunni. Hún var dæmd til líf- láts. En af því að hún var þunguð, var aftökunni frestað, þar til er hún yrði ljettari. Hún var látin sitja nokkra mánuði í fangelsinu með hengingarólina sama sem um hálsinn. Að lokum tókst að fá hana náðaða. Og náðin var fólgin í æfilöngu fang- elsi. Ætla mætti, að það kynni að hafa haft einhver áhrif á barnið, hvernig kjör móðurinnar voru um meðgöngu- timann. Hafi valdhafarnir haft nokk- urar áhyggjur út af því, þá rættist furðanlega fram úr því máli. Barn- ið var tekið frá móðurinni 6 vikna gamalt. Svo var það látið deyja úr sulti! í hjónabandinu eru enskar konur mönnum sínum undirgefnar að öllu samkvæmt lögum. Mönnum, sem berja konur sinar, er ekki hegnt, nema misþyrming sje sönnuð. Og misþyrmingin þarf að vera í meira lagi greinileg, ef enskir dóm- stólar eiga að fást til þess að taka hana til greina. Sje hún ekki tekin til greina, þá vísar dómarinn kon- unni heim aftur til mannsins. Maðurinn getur fengið að skilja við konu sína, ef hún hefur verið honum ótrú. En konan getur ekki fengið að skilja við manninn fyrir sömu sakir — jafnvel ekki þó að hann taki lagskonu sína inn á heim- ili þeirra hjónanna — nema konan sanni jafnframt, að maðurinn hafi annaðhvort misþyrmt henni eða hlaupist á brott frá henni. Konan hefur ekkert löglegt tilkall til neins af tekjum mannsins, nema hann hafi yfirgefið hana. Hafi hann ekki gert það, getur hann neitað henni um hvað sem honum sýnist af tekjum sinum. Hún getur þá ekki neytt hann til þess að standa straum af sjer með öðru móti en því, að fara á fátækrahælið. Þó að hún og börnin líði hungursneyð, getur hún ekki með öðrum hætti krafist aðstoðar lag- anna til þess að fá lífsviðurværi sitt frá manninum. Deyi gift kona, án þess að hafa látið eftir sig erfðaskrá, erfir mað- urinn allar eigur hennar. En konan erfir ekki nema nokkurn hlut af eig- um manns síns. Engan rjett hefur ensk kona sem móðir gagnvart manni sínum. For- eldravaldið er alt í höndum föðurs- Dvergur, trjesmfiauerksiilja 09 timbaruersfun (Mvaenrinu 9 Co.), Hafnarfirði. Símnefni: Dverg'ur. Talsími 5 og 10. Hefur fyrirliggjandi: Hurðir — Glugga — Lista og yfir höfuð alls konar timburvörur til húsabygginga og annara smíða. — Húsgögn, ýmis konar, svo sem: Rúmstæði — Fataskápa — Þvottaborð og önnur borð af ýmsum stærðum. Pantanir afgreiddar á alls konar húsgögnum. — Rennismíðar af öllum tegundum. Miklar birgðir ai sænsku timbri, sementi 09 pappa. Timburverslunin tekur að sjer byggingu á húsum úr timbri og steinsteypu, og þar sem vjer höfum fengið betri kaup á timbri í þetta skifti en alment gerist, væntum vjer að geta boðið viðskiftamönnum vorum hin allra bestu viðskifti, sem völ er á. ins, hann einn hefur rjett til þess að gera ákvarðanir um börnin. Kon- an ekki, fyr en faðirinn er látinn. Og þá því að eins, að maðurinn hafi ekki sett börnunum einhvern fjár- haldsmann i erfðaskrá. Hafi hann gert það, hefur móðirin engan rjett til þess að ráða neinu um börnin, eft- ir andlát föður þeirra. Dómur hefur verið kveðinn upp um það, að eiginmaður megi taka barn sitt frá móðurinni, meðan hún hefur það á brjósti. Og svo er enn eitt eftir, sem væri hálf-skringilegt, ef það væri ekki svo hróplega ranglátt. Þó að konan eigi svo aðstöðu, sem sagt hefur verið samkvæmt lögum, þá er henni refs- að margfalt þyngra en manninum fyrir illa meðferð á börnum. Maður- inn hefur alt valdið á heimilinu, en á konunni lendir ábyrgðin! Það, sem sagt er hjer að ofan, er ofurlítið ágrip af sumu, sem stendur um þetta efni í kafla í bók, sem heitir „Sufragetterne", eftir V i g g o K o p- p e 1, og gefin hefur verið út á þessu ári á forlag Lehmanns og Stages í Kaupmannahöfn. 1 bókinni er alt ítarlegra en hjer, auk þess sem ýms- um atriðum um þetta efni er alveg slept hjer. En jafnvel af því, sem hjer er sagt, get jeg hugsað mjer, að mörgum skiljist það, að þetta kvenrjettinda- mál á Englandi á djúpar rætur, og að það er í raun og veru engin furða, þó að öldurnar rísi nokkuð hátt, þeg- ar konurnar eru farnar að gera sjer ljóst að fullu, hve mikilvæg eru eink- um fyrir lítilmagnann, þau rjettindi, sem enn er haldið fyrir þeim. Einar Hjörleifsson. Prentsmiðjurnar Rún og Gutenberg. FitESTIP B.RÚPKPUPIFIU |þangað til þjer hafið fengið tilboð frá| K Ú B E tl H fl.U N S M ð B.E L M n 0 n SIII, |Tlf. 7997. Poul Rasmussen. Tlf. 7997.| Vestervold 8 (Ny Rosenborg). Stærsta húsgagnaverslun Danmerkur. Chr. VIII. Dagstofuhúsg. mjög falleg Borðstofu — úr eik Svefnherb. — úr birki, lakk. Kr. 521. Dagstofuhúsg., pól. mah. Borðstofu — úr eik Svefnherb. — pól. mah. Kr. 1000 ÆtíS 300 teg. húsgagna fyrirliggjandiA nsom sender denne Annonse , til „Klædefabr. Kontoret“, Köbenhavn S., faar frit tilsendt 4 mtr. 125 ct. b. sort, mörkblaa, marine- blaa, brun el. grön finulds Klæde til en flot Dragt for 10 Kr. SJÓMANNAVERKFALL í KAUPMANNAHÖFN. 4. þ. m. barst Thorefjelaginu skeyti um það, að stórt sjómanna- verkfall væri í Kaupmannahöfn, og vegna þess verði „Sterling" og „Kong Helge“ að hætta siglingum fyrst um sinn. Ennfremur hefur sú fregn borist, að af sömu ástæðum fari „Skálholt" ekki frá Khöfn. r ----' 54 Jeg svaraði þess vegna, að jeg hefði verið þar næstum allan daginn og mig lysti ekki að vera lengur úti. „Það skiftir engu, hvort yður lystir; jeg vil að þjer farið,“ sagði jómfrú Medea sneglin. — „Því ertu svona ókurteis!“ sagði herra Kúlpepper við dóttur sína-; herra Keene má vera eins og hann vill; jeg er alveg hissa á þjer, Medea.“ — „Og jeg er hissa á þjer, pabbi, að þykjast ráða í það, sem enginn fótur er fyrir,“ sagði Medea önug. „Alt, sem þú sagðir i morg- un, og allur grunur þinn, er hjegómi einn; þú mátt gjarnan glápa á mig, pabbi! Það er einber hjegómi.“ — „Hvaða hjegóma ertu að tala um, Medea ?“ — „Medea hef- ur rjett að mæla,“ sagði húsfrú Kúlpepper; „það er alt hjegómi." — „Þú þarft ekki að tylla þjer á tá, faðir minn, svo mikið get jeg sagt þjer,“ mælti Medea og hvíslaði í eyra föður síns svo hátt, að jeg heyrði: — „Það er ekki eins og þú ætlar; hann er ekki nema rjettur og sljettur." — „Hvaða heimska,“ sagði fjárhaldsmaður- inn í lágum hljóðum; „drengnum hefur verið kent að segja það; hann er ekki þitt meðfæri, Medea.“ Þegar faðirinn gjörði þessa athuga- semd, er aldrei var nema sönn, varð jóm- frú Medea ákaflega reið og blóðroðnaði í andliti, á hálsi og herðum. Jeg hefi aldrei sjeð þvílíka norn, eins og hún virtist vera. Mjer lá við falli, er hún rauk fram hjá mjer og þusti út. „Medea kann að setja hitt og þetta sam- an,“ sauð niðri í frúnni. — „Medea þykist nógu vitur, en þú ert gamalt flón,“ sagði herra Kúlpepper í bræði sinni; „önnur ykkar er of vitur, en önnur veit ekki helm- ing þess, er hún ætti að vita. Jeg vona, herra Keene, að þjer sjeuð matlystugur, því að við höfum góðan miðdegisverð. Þykir yður ekki endur og grænar baunir góðar?“ — „Það veit hamingjan," sagði jeg. — „Eruð þjer fæddur í Chatam, herra Keene?“ — „Nei, herra minn, jeg er fædd- ur í höllinni, nálægt Suður-Hamton. Móð- ir mín var alin upp hjá gömlu jómfrú Del- mar, föðursystur kafteinsins." Þetta sagði jeg af ásettu ráði, því að jeg vissi, að það mundi koma jómfrúnni í bobba, sem var nýkomin út úr eldhúsinu. Herra Kúlpepper kinkaði hróðugur koll- inum framan í konu sína og dóttur, en þær virtust agndofa út af þessari nýju fregn. Jómfrú Medea þagði nokkra stund, þang- að til hún sagði: „Mig langar til að spyrja yður að einu, herra Keene.“ — „Jeg vil ekki svara fleiri spurningum yðar, jómfrú góð,“ sagði jeg. „Þjer hafið verið að spyrja mig í allan morgun og nýlega voruð þjer næstum búnar að ryðja mjer um koll. Sje svo, að þjer þurfið að vita meira, þá spyrj- ið kaft. Delmar, eða ef þjer kjósið heldur, skal jeg spyrja kaft. Delmar, hvort jeg eigi að svara yður, og segi hann já, skal jeg gera það, en annars ekki." Þarna rak jeg á smiðshöggið; mæðg- urnar virtust lafhræddar og herra Kúl- pepper var enn þá meira á glóðum, en þær. Þeim virtist, sem jeg mundi vita, að hverju þær vildu komast, og þótt þeim það sönnun fyrir því, að jeg vissi, hver jeg væri, og þar sem jeg hefði skýrskotað til kaft. Delmars, mundi jeg fullviss um liðveislu hans og að hann mundi ákaflega reiðast, ef hann kæmist að því, hvað þær hefðu ætlað að veiða upp úr mjer. „Þjer hafið rjett í því, herra Keene, að neita að svara þeim spurningum, er yður ekki líka,“ sagði herra Kúlpepper kafrjóð- ur; „háttsemi þín, Medea, gengur fram af mjer. Jeg heimta það af þjer, að þú sjert ekki að ónáða herra Keene með þinni ó- svífnu forvitni." „Nei,nei,“ sauð í gömlu frúnni; „haltu munni, Medea, haltu munni!" Jómfrú Medea, er virtist hafa rifið úr mjer augun, ef hún hefði þorað, sat á bræði sinni eftir megni. Hún var eyði- lögð af því, að henni skyldi hafa yfirsjest, gröm af því, að jeg skyldi hafa svarað henni svo djarflega og hrædd við reiði föður síns, því að honum var gjarnt til að skjamba hana duglega, er svo bar undir. Til allrar lukku var miðdegismaturinn tilbúinn; breyttist þá talið og einnig hugs- anir þeirra. Herra Kúlpepper var hinn kurteisasti og jómfrúin jafnaði sig smátt og smátt, svo að hún varð þægileg í við- móti. * Kvöldið var skemtilegt, en jeg fór snemma að hátta, til þess að jeg gæti látið hugann reika í næði. En ekki gat jeg sofn- að fyr en undir morgun. 15. kapítuli. Þótt jeg hefði fengið svo mikið hatur til alls Kúlpepper-hyskisins, að jeg hefði getað kvalið það á allar lundir, var jeg þó svo hugsandi út af gruninum, er jeg hafði fengið um faðerni mitt, að jeg gat ekki hugsað um hrekki. Allan daginn eftir var jeg úti á víða- vangi, eða úti i garðinum og það í djúp- um hugsunum, og um nóttina lá jeg vak- andi, þangað til í dögun. Þessa tvo daga hugsaði jeg meira og ályktaði, en jeg hafði gert alla æfina á undan. Jeg þóttist vera miklu betur farinn, heldur en ef jeg hefði verið sonur rjetts og sljetts sjódáta, en eigi síður grunaði mig, að jeg mundi verða að þola margt hnjóðsyrði og að tengd- irnar mundu lítið stoða mig, nema þvi að eins, að stórmennið vildi kannast við mig; en hvernig ætti jeg að haga mjer við hann? Mjer fanst ekki mikið til hans; það var hverju orði sannara, og ekki varð þessi nýi grunur til þess að auka ást mína til hans. Orð móður minnar í Chatam kváðu við i eyrum mjer: „Veistu hvern þú hefur verið að hrekkja?" Jeg þóttist viss um, að hann væri faðir minn og fann til nokkurs konar skyldurækni við hann; það hefur máske verið vaxandi virðing.-------- Þetta voru órólegar hugsanir hjá 14 ára gömlum dreng, og Kúlpeppers-hyskinu sagðist svo frá, að jeg hefði verið mikið fölur og lagt af á andliti, meðan jeg hefði verið þar. Þar eð jeg var dulari og stiltari' eftir fyrsta daginn, urðu þau fegin, er föt mín voru tilbúin og jeg skyldi stiga á skip og enn þá fegnari varð jeg að geta fengið að sjá vin minn Tommý Dott. Jeg ásetti mjer að ráðfæra mig við hann, eða þó heldur Bob Kross, ef málið kæmist í tal, hvernig jeg skyldi fara að; jeg vissi ekki, nema jeg ætti að ráðfæra mig við þá báða. Jeg var búinn að hugsa mjer, hvernig jeg skyldi fara að móður minni. Jeg vissi það, að hún mundi aldrei kannast við sannleik- ann, eftir þvi sem farið hafði milli kaf- teinsins og hennar, er jeg var viðstaddur, en jeg var fastráðinn í því, að láta hana vita, að jeg væri kominn að leyndarmál- inu; jeg hjelt, að svar hennar mundi leiða mig á rjetta leið, því að sannleikann þótt- ist jeg vita, þó að jeg hefði enga vissa sönnun. Daginn, sem jeg átti að stíga á skip, bað jeg jómfrú Kúlpepper að gefa mjer pappírsörk, til þess að jeg gæti skrifað henni móður minni; hún varð skjótt við bón minni og sagði: — „Það er best þjer látið mig sjá, hvort ekki eru ritvillur í brjefinu, áður en þjer sendið það; mamma yðar verður svo glöð, er hún sjer að þjer skrifið rjett." — Síðan fór hún fram í eld- húsið til þess að skipa fyrir þar. — Þar eð mjer datt ekki í hug, að láta hana sjá brjef- ið og ásetti mjer að koma því í pósttösk- una áður en hún kæmi upp, var jeg næsta stuttorður, eins og hjer segir: „Elskulega móðir! — Jeg er búinn að komast að öllu; jeg er sonur kaft. Delmars og allir hjer vita leyndarmálið, er þú hef-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.