Lögrétta - 28.10.1914, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
veikja traust manna á seölum ís-
landsbanka.
Þaö væri þjóðar-óhamingja, ef á-
hrifin yröu þessi. Og vjer göngum aö
því vísu, aö hr. B. Kr. hafi ekki til
þess ætlast. En hann hefur áreiðan-
lcga sótt þetta mál alt of fast. Kappið
hefur komiö honum til þess að segja
margar fjarstæöur og koma meö
mörg villandi ummæli — miklu fleiri
en minst hefur veriö á hjer. Og svo
langt hefur lcappið komið honum,
að mönnum finst hann vera að reyna
aö gera bankaseölana tortryggilega
— sem vjer teljum alveg vist að hann
vilji ekki gera.
S k a 11 a-G r í m u r.
EUGENE TURPINE.
Þaö er nú talað um, að Frakkar
noti í ófriðinum sprengiefni, sem áð-
ur hafi verið óþekt, og er þaö kallað
turpinit, eftir manninum, sem fundið
hefur þaö upp, Eugene Turpin, sem
er franskur og áður nafnkunnur upp-
götvari.
Frjettir.
Innlendar.
Mannalát. Dáinn er 21. þ. m. Guö-
mundur Guðmundsson bóndi á Torfa-
læk i Húnavatnssýslu, fæddur 13.
febrúar 1850. Faðir hans var Guð-
mundur Jónsson bóndi i Auðunnar-
staðakoti i Víðidal, en móðir Guðrún
Guðmundsdóttir, og lifir hún enn,
93 ára gömul. Guðmundur á Torfa-
læk var merkur bóndi og hafði lengi
búið á Torfalæk. Hann lætur eftir
sig ekkju, Sigurlaugu Jónsdóttur, og
3 börn, öll fullorðin, og eru þau: Jón
bóndi á Torfalæk, Marta, gift kona
á Skagaströnd, og Páll stud. med.
hjer í Reykjavík. Guðmundur heitinn
hafði verið heilsulítill síðustu árin.
18. þ. m. andaðist Þórður Jónsson
óðalsbóndi á Laugabóli við ísafjarð-
ardjúp, nær hálfsextugur aö aldri,
dugnaðarmaður og merkur bóndi,
bróðir Magnúsar sýslumanns í Hafn-
arfirði og þeirra bræðra.
Heiðurssamsæti var sjera Ólafi
Finnssyni í Kálfholti og frú hans
haldið 25. þ. m. til minningar um 25
ára prestsþjónustu.
Nýjar landsímastöðvar voru opn-
aöar 16. þ. m. í Bakkafirði, Breið-
dalsvík, Stöðvarfirði, Þórshöfn og
Berunesi, alt 3ja flokks stöövar. Að
símalagningu til þessara staða hefur
verið unnið síðastl. sumar, en sæ-
simaspotti ólagður enn yfir Beru-
fjörð til Djúpavogs.
Laust prestakall. Mjóafjarðar-
prestakall í Suður-Múlasýslu er aug-
lýst laust. Heimatekjur: Eftirgjald
eftir prestsetrið Kross 180 kr. Veit-
ist frá fardögum 1915. Umsóknar-
frestur til 17. des. 1914.
Bergstaðaprestakall í Húnavatns-
sýslu var 19. þ. m. veitt sjera Birni
Stefánssyni.
Gosdrykkjaverksmiðju eru þeir að
setja á stofn hjer í bænum kaupmenn-
irnir J. Laxdal og G. Copland.
Útlendir sönglistamenn tveir eru
væntanlegir hingað með „Flóru“ næst
frá Noregi. Er annar þeirra norskur
og heitir Per Nielsen, en hinn ame-
ríkskur og heitir Edward Weiss.
Norðmaðurinn er söngvari, en Ame-
ríkumaöurinn píanóleikari. Frk. Þóra
Friðriksson hefur sýnt Lögr. mjög
lofleg ummæli um báða mennina úr
útlendum blöðum, send henni af vin-
konum hennar, dætrum Vilh. Fin-
sens sál. landshöfðingja, frú Önnu
Finsen Klöcker í Arendal í Noregi
og frk. Nulle Finsen í Khöfn. Gefa
þær báðar sönglistamönnunum bestu
meðmæli og munu hafa hvatt þá til
fararinnar liingaö. Annars kvað Edw.
Weiss vera vinur A. Schattucks tón-
snillings frá Ameríku, sem hjer var á
ferð fyrir nokkrum árum, og hafa
af viðtali viö hann fengið fyrstu hvöt-
ma til þess að fara hingað.
Silfurmedalíu af 1. fl. hefur
Frakkastjórn nýlega sæmt Helga
bónda Þórarinsson í Þykkvabæ í
Landbroti fyrir framúrskarandi
dugnað við björgun á frönskum
strandmönnum fyrir 2 árum.
Heiðurssamsætið fyrir Einar skáld
Benediktsson. Vegna þess, hve erfitt
er að hitta menn heima fyrir þann,
sem gengur með lista, hefur líka verið
lagður fram listi í bókav. ísafoldar.
Geta þeir, sem taka vilja þátt í sam-
sætinu, en ekki ná i listann, sem geng-
iö er með, skrifað sig þar.
FORSTÖÐUM.
191
Til ha,ustsins
vetrarins
er nýupptekið mikið úrval af fatnaði,
svo sem:
Dömukápur
nýjasta tíska, prýðilegt úrval,
Telpukápur
fallegar og sterkar.
Dr engj afrakkar
allar stærðir. Hlýir, sterkir og snotrir
Enskir karlm. Úlsterar
nýjasta tíska bæði að efni og gerð.
Drengja- íflT smekklep, eftir nýjusfu
Unglinga- VUl tíSkU É SníðÍ 00 0ÍI1Í.
Karlm.- \[}\ M 00 Ódýr.
| Vetrarhúfur
handa drengjum og fullorðnum
í miklu úrvali.
< Brauns verslun, Beykjavík,
verda fyrst um sinn afgfreiddar hveru virkan dag- frá
kl. lli|2 formiddag* til kl. 2iþ eftirmiddag* og* frá kl.
4?i|2 til 6^2 siðdeg'is á skrifstofu afg*reidslunnar i turn-
húsi Völundar vid Klapparstig*. Tals. 485.
Vörurnar eru geymdar i stórhýsi Kveldúlfsfjelag'sius
(á Móakotslódinni) og* afhentar þar.
Reykjavík, 28. október 1914.
OL.GE1B FBIÐGEIBSSON.
gi 89
þessi vann eið að því, að jeg væri þræll
hans, er hefði strokið fyrir io árum.
Málsvörn minni og þeim skýrteinum, er
jeg bauðst til að koma fram með, var eng-
inn gaumur gefinn. Jeg var fenginn hon-
um á vald, og fanturinn hló, þegar lög-
regluþjónarnir fóru með mig á eftir hon-
um. Nýlenda hans var við Rauðará; það
var torvelt að flýja, og því nær árangurs-
laust að reyna það; jeg óskaði þess ekki
heldur og vildi bíða við, til þess að hefna
mín. Jeg reyndi að fá hina þrælana til
þess að rísa upp á móti honum, en þeir
voru svo dáðlausir, að þeir jafnvel komu
upp um mig, svo að jeg var fjötraður og
barinn, þangaö til holdið fjell af heröum
mjer.
Þegar jeg var búinn að ná mjer aftur,
ásetti jeg mjer að duga eða deyja. Jeg
heyröi talaö um nokkur víkingaskip hinu-
megin við Nýju-Orleans; ætlaði jeg mjer
þvi að komast á eitthvert þeirra, en fyrst
að hefna mín. Jeg bar eld að húsinu, sló
fantinn í rot, er hafði gert mig að þræli,
er hann ætlaði að flýja, og kastaði hon-
um inn i logann. Síðan lokaði jeg dyrun-
um og flýði. Jeg mætti einum af yfiruni-
sjónarmönnunum, er var vopnaður og ætl-
aði að taka mig, en jeg sló hann með
byssunni, er hann hjelt á, svo að heilinn
lá úti, en sjálfur komst jeg út i skóg. Þú
sjerð, að jeg á nokkuð undir mjer, og þú
getur naumast getið því nærri. Eftir
nokkra daga hitti jeg skip þetta fyrir akk-
erum, bauð mig fram og fjekk aðgöngu.
Það voru nokkrir af sama lit og jeg á
skipinu, strokuþrælar, alt góðir og hug-
. aðir menn; það voru piltar, sem jeg þarfn-
aðist, enda skildu þeir mig. Innanborðs á
víkingaskipinu var oss jafnvel sýnd sama
fyrirlitningin og við álitnir eins óg óæðri
verur. Öll slitverkin, öll skítverkin áttum
við að gera; vjer unnum oft eins og þræl-
ar, þegar kafteinninn og hinir aðrir skip-
verjar voru að drekka og svalla. Jeg var 3
ár innanborðs á skipi þessu. Athvarf vort,
er vjer förum nú til, er lítill flói við eyj-
una Cúba,, inniluktur af landi. Ekkfert
skip, sem þar er inni, sjest sjávar megin;
aðeins mjótt sund liggur inn í hann og er
hann langt frá allri mannabygð. Betra at-
hvarf fyrir víkingaskip er naurnst hægt
að finna. Vjer vorum oft vanir að fara þar
inn til þess að lagfæra hjá oss, og afla oss
vista og vatns, þvi að vjer geymum vistir
þar i helli, er vjer tökum frá öðrum skip-
um.
í grimmilegri orustu, er vjer áttum
við enskt herskip, mistum vjer því nær
40 menn. Kafteinninn, er hjet Chico, var
neyddur til þess að fá svertingja i skarðið,
þangaö til hann fengi aðra menn. Þannig
urðu 50 svartir móti 70 hvítum innanborðs.
Þá var það að jeg ásetti mjer að gjalda
líku líkt fyrir það, er kynþáttur minn hafði
orðið að þola. Jeg þóttist hafa þá 10 svert-
ingja í hendi mjer, þar sem jeg hafði ver-
ið svo lengi með þeim. Jeg kom að máli
við hina og voru þeir allir fúsir.
Vjer sigldum frá Mexíkó-flóanum og til
skýlis vors við Cúba. Eins og venja er til
á víkingaskipum, var fyrsti dagurinn helg-
aður gleði og drykkju, það er að segja af
hinum hvítu mönnum. Vjer svertingjar
vorum látnir posa tunnum í land undir
vatn. Sömu nóttina, er þeir lágu allir sof-
andi og fullir, drápum vjer þá alla og
Stella var mín og svertingja minna, er
kusu mig til foringja, og unnu eið að eilíf-
um fjandskap gegn öllum Norðurálfu kyn-
þáttum.
Þú getur nærri, að jeg var illa liðaður,
en það bættist skjótt úr því, og nú hef
jeg hið friðasta lið er nokkru sinni hefur
stigið á þiljur.“
„Hve langt er siðan þjer náðuð þessu
skipi?“ — „Um 8 eða 9 mánuðir, og á þvi
tímabili hef jeg engum manni gefið líf
nema þjer. Venjulegi dauödaginn er drukn-
un, en festi jeg hendur á þrælasölumauni,
mig, og þótti þeim vænt um litaskifti mín.
Jeg sat á milli þiljanna hjá Jóse, er káetu-
bjöllunni var hringt. — „Farðu á undan,“
mælti hann, og skein í hvítar tennurnar
á honum, þegar hann brosti; „jeg kem á
eftir; við skulum vita, hvað kafteinninn
segir.
Jeg gekk ofan í káetuna og barði að
dyrum svefnherbergisins.
„Komdu inn,“ mælti kafteinninn.
Jeg gek inn og stóð frammi fyrir honum
augliti til auglitis.
„Hvað er þetta?“ mælti hann alvarlega
og starði á mig; „það hlýtur að vera þú;
er ekki svo?“ — „Svo er sem yður sýnist,
herra minn, það er jeg; Jeg hef skift um
lit, til þess að þóknast yður, og vona jeg
að yður líki það.“ — „Víst er það, dreng-
ur. Nú get jeg horft á þig og gleymt því,
að þú sjert hvítur. Já, það get jeg, og
finn að jeg get elskað þig nú; þú ert nú
laus við þann eina galla, er á þjer var í
mínum augum, og þykir mjer ekki fyrir
því; það gleður mig, að jeg skyldi ekki —“
— „Fá mig háköllunum til átu,“ greip
jeg fram í. — „Svo er, en við skulum
ekki minnast á það framar.“
Jeg veik þá þegar við talinu og spurði
hann, hvers hann þyrfti við; síðan þjón-
aði jeg honum meðan hann var að klæð-
ast. Upp frá þessu varð hann mjer vin-
veittur mjög og var altaf að tala við mig.
Eftir hálfan mánuð urðum við atúðar-
vinir, og jeg verð að játa það, að mjer
þótti mjög vænt um þennan nýja hús-
bónda minn, og hugsaði síður urn skip
mitt og fjelaga. Jeg vissi aö við hjeldum
inn á liöfn, en hvaða höfn, vissi jeg ekki.
Jeg var oft á skrafi við þá Jóse og
Vesturheimssvertingjann, og varð margs
fróðari af þeim, en ekki gat jeg komist
aö miklu, er-snerti sögu kafteinsins, því
aö um hana vildu þeir eigi tala. Yrði þeim
á að fikra á einhverju í þá átt, þögnuðu
þeir þegar, er þeir rámkuðu við sjer.
Það liðu um þrjár vikur, þangað til vjer
sáum eyjuna Cuba, en er hún sást, tóku
þeir saman seglin, en undu þau upp aftur
um nóttina, og óöar en klukkan var 10,
sáum vjer ljósin í Havanna. Þegar vjer
vorum 3 mílur frá landi, tókum vjer aftur
saman seglin, en um miönætti sáum vjer
skonnortu, með hvítum seglum, sigla und-
an landinu. Vjer undum upp segl og
stefndum á hana, og áður en þeir yrðu
þess varir, að vjer værum óvinir, var hún
lögö upp aö borðstokknum á skipi voru
og var á voru valdi. Skipverjar voru all-
ir látnir fara á skip vort, en skipið rann-
sakað; reyndist það búiö út til þrælaversl-
unar með handjárnum o. s. frv., og hafði
ætlað að sigla upp að strÖndinni.
Jeg var uppi á þiljum, þegar hinir hvítu
þrælaverslunarmenn voru keyrðir upp á
skip vort, og aldrei mun jeg gleyma
grimdinni og æðinu, sem þá var á kaptein-
inum.
Öll segl voru undin upp á báðum skonn-
ortunum, og í dögun vorum vjer komnir
langt frá landi.
Jóse sagöi við mig, að mjer mundi ráö-
legra að vera ekki á vegi kapteinsins í
dag; liann kynni að muna eftir því, að
jeg væri hvítur. Mjer þótti þetta ráð af
því er jeg hafði sjeð kvöldinu áður. Jeg
kom þvi hvorki ofan í káetuna nje upp á
þiljur.
Kl. 8 um morguninn heyrði jeg að bát-
ur var settur út, er átti að bora göt á
skipið, þegar búiö væri að rannsaka það
ýtarlega. En er þeir komu aftur, höfðu þeir
meðferðis nokkur þúsund króna, er þeir
rjettu upp á skip vort.
Jeg var niðri, og heyrði hina grinunilegu
rödd kafteinsins, grátbænir fanganna og
mikinn viðbúnað á þiljum uppi. Nokkrir
menn komu ofan og rjettu þeir upp fötur
fullar af sandi; járnrist var einnig rjett
upp. Andlitin á svertingjimi þeim, er voru
að þessu starfi, voru þrútin, eins og þeir