Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.11.1914, Blaðsíða 1

Lögrétta - 18.11.1914, Blaðsíða 1
m m Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreíðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Veltusuudi 1. Talsími 359. Nr. 55. Reykjavík, 18. nóv. 1914. IX. árg. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng kaupa allir í Bókauerslun Sioíusar fynnindSoonar. Iiárus Fjoldsíed, Y f irr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síSd. Loiris lilia. Hjer er sýnd mynd af Louis Botha, yfirráðherra Bandaríkja SuSur-Af- ríku. Hann er Búi af gamalli hol- lenskri ætt. Á8ur en BúastríSiS hófst var hann í mótstöðuflokki gamla Krygers forseta og fylgdi þeim flokki, sem hjelt fram gó'Su sam- komulagi vi'S Englendinga. En er stríóið hófst milli Búa og Englend- inga, gekk hann fast fram móti Eng- lendingum og varö í mars 1900 yfir- herforingi Búa og hjelt þeirri stööu ti) loka ófriSarins. Þótti hann ágæt- ur herforingi og varS heimsfrægur fyrir þaS, hve vel hann stýröi vörn Búa. Síöan varð hann aSalmilligöngu- maSur í því að koma fullum sáttum á milli Englendinga og Búa og for- gangsmaður í því að reisa vi‘S land sitt eftir ófriSinn á þeim grundvelli. 1907 varð hann yfirráSherra íTrans- vmal, og-er Bandaríki SuSur-Afríku voru fullmynduð, áriS 1910, varð hann yfirráSherra þeirra, og hefur haldiS því embætti síöan. Því hefur oft veriS hrósaS, aS mak- legleikum, hve vel Englendingum hafi tekist aS græSa meinin eftir BúastríS- iS og jafna yfir allar þær misfellur, sem þá urðu á samkomulaginu milli þjóSflokkanna í Suður-Afríku. En án fulltingis L. Botha hefði þetta varla gengiS eins greiSlega og þaS gekk. Hann var mikils metinn bæSi af Búum og Englendingum og naut fulls trausts frá beggja hálfu. Mikla erfiðleika hefur hann samt átt viS aS stríSa. Fyrst málstríöið 1912, er klauf Búaflokkinn, svo að þar myndaSist andstöSuflokkur gegn Bothasfjórninni undir forustu Hert- zogs hershöfðingja, og járnbrautar- mannaverkfallið mikla á síSastliðnu ári, er hann braut á bak aftur meS miklu harðfylgi. Þegar EvrópustríSiS hófst, lýsti Botha því yfir meS þeirri einbeittni og festu, sem honum er eiginleg, aS SuSur-Afríka drægi eindregiS taum Englands í stríSinu. En eins og frá hefur verið sagt í stríSsfrjettunum hjer í blaSinu, hafa ekki allir Búar viljaS þýSast þetta, og einn af for- ingjunum í hernum, Maritz ofursti, hefur gert uppreist í bandalagi viS ÞjóSverja. ÞaS er nú sagt, aS sú ttpp- reist sje bæld niSur, og Botha hefur gengiS fast fram í því og sjálfur tek- ið aS sjer herstjórnina. Hefur hann orðið fyrir þungum ásökunum frá þeim, sem halda fram málstaS ÞjóS- verja þar sySra, og málgögn þeirra segja, að hann sje keyptur til þessa af Englendingum og bera honum á brýn ýmislegt þaSan af verra. En álit hans er svo rótgróiS, aS slikt mun ekki hafa mikil áhrif. Framkoma Botha , nú er í fullu samræmi viS framkomu hans á undanförnum árum. Kristján de Wet, hinn frægi for- ingi frá BúastríSinu, hefur tekiS viS forustu hersveitar, sem berst móti Botha, en siSustu símskeytafregnir segja, aS Botha sje nú aS yfirbuga- þann her. ÞaS er mjög lítill liSsafli, sem þeir hafa á aS skipa þar sySra, svo aS þar er að eins um smábardaga aS ræSa. Hokkif eri 11 ítriðiii ei versliinarðstandið. 1. Á þessum vandræðatímum, er tifalt meiri ófriSur geysar yfir jörSina en nokkru sinni áSur, er smáþjóSunum vandfariS, ef þær vilja komast hjá ó- friði, stórtjóni og eySileggingu. Stór- þjóSirnar vaka yfir því, hvernig hlut- lausu smáþjóSirnar hegSa sjer i orS- um og gerSum, en sjerstaklega í versl- un og viSskiftum. Því miður er ekki útlit fyrir aS þessum dæmalausa ófriSi ljetti bráS- lega. Ófriðarstórveldin eru sammála um þaS, að berjast til þrautar, þótt eigi geti þau komiS sjer saman um annaS. ÞjóSverjar tala um aS þeir geti sent 12 miljónir hermanna i ó- friðinn áSur en þá þrýtur. Englend- ingar eru aS safna, æfa og undirbúa miljónir manna til styrjaldarinnar. Er sagt aS þeir ætli aS búa út 10 miljónir manna, ef á þarf aS halda, og gera þeir sjer von um aS vera fullbúnir i árslok næsta ár. Af því almenn her- skylda er eigi í ríki þeirra, eru þeir miklu seinna búnir til ófriðar en ella. En af þessu má marka aS þeir búast viS, aS styrjöldin standi varla skemur en 2 eða 3 ár. Ef ÞjóSverjar geta gert út 12 mil- jónir manna, þá ættu Rússar aS geta kvatt upp 15 miljónir manna eSa jafn- vel miklu meira áSur en þeir eru aS þrotum komnir, og Frakkar um 7 milj. Austurríkska-ungverska keis- aradæmiS ætti aS geta gert út viðlíka mikinn her sem Frakkar; eru þá eftir hin. smærri ríki, sem í ófriðnum eiga, og Japanar, sem eru þrautseig þjóS og stórveldi. í gær hafa Tyrkir hafiS ófriS viS Rússa, og er eigi aS vita nema alt blossi nú upp á Balkanskaga, Litlu-Asíu og Egiftalandi, og svo má vera, aS ítalir skerist einnig í leik- inn. Eftir þessum reikningi getur svo farið aS yfir 50 miljónir hermanna taki þátt í ófriSi þessum áSur en lýk- ur, en það er töluvert meira en tífalt við þaS, sem verið hefur nokkru sinni áSur. En sem betur fer bregðast stund- um allar áætlanir og útreikningar. Stórveldin voru eigi undir þaS búin að gera út allan þann mikla mannafla, sem þau hafa á aS skipa, er ófriðnum laust á. Á Frakklandi voru t. a. m. langt yfir 4 miljónir æfSra hermanna, en þeir eru eigi all- ir enn komnir í ófriSinn. Ef lands- stjórnin hefði getaS gert þá út alla, mundi hún hafa gert þaS þegar i staS, og þá hefSu Frakkar getaS. rekiS ÞjóSverja af höndum sjer. En enginn hefur búist viS því aS hafa þyrfti í vopnabúrum Frakka nýtísku- vopn og einkennisbúninga handa svo mörgum miljónum manna, og því hefur eigi veriS hægt aS senda alla heræfSa menn til þess aS taka á móti ÞjóSverjum. Þótt nú sje unniS nótt og dag í öll- um vopnasmiöjum í ófriSarlöndunum, er þó algerlega óvíst aS þaS takist aS búa til það ógrynni vopna og skotfæra, sem þarf handa öllum þeim miljónum manna, sem upp mætti lrveSja. ÞaS er eigi heldur víst að þaS takist aS klæSa allar þær milj- ónir manna, þótt unniS sje aS því af miklu kappi. Svo hefur veriS taliS aS ófriður- inn kosti um 140 til 200 miljónir kr. dag hvern. ÞaS þarf því ógrynni fjár til aS heyja svona stórkostlegan ó- frið, og er óvíst, hve lengi fje hrekk- ur til þess. En þaS verSur ekki alt metiS til peninga, sem daglega eySilegst í styrjöld þessari, borgir og hjeruS, menn og skepnur, nje öll sú eymd og sorg, atvinnuleysi og fátækt, sem af ófriSnum leiSir. ÞaS er barist bæSi nótt og dag og viku eftir viku; Hermennirnir hvíl- ast til skifta í skotgryfjunum. Stærstu vígvellirnir eru eins langir eins og frá Dyrhólaey og norður í Skaga- fjörð, eða jafnvel eins og endilangt ísland. Orustan við Aisnefljót á Frakklandi hófst 12. september, og henni er ekki lokiö enn í lok október mánaSar. ÞjóSverjar hafa þegar mist tölu- vert yfir hálfa miljón hermanna. Bandamenn þeirra og óvinir hafa einnig mist fjölda manns þótt eigi sje þaS eins, nema Belgir. Þeir hafa orSið harSast úti enn sem komiS er og mist mest aS tiltölu, af því aS ÞjóSverjar gerðu land þeirra aS víg- velli. En þetta er nóg til að gefa mönn- um dálitla hugmynd um, hve stór- kostleg styrjöld þessi er og hvílíkan manndauSa og eySileggingu hún hef- ur í för meS sjer. II. Þær þjóðir eru sælar, sem fá aS vera hlutlausar af styrjöld þessari, þótt afleiSingarnar af henni komi hart niður á þeim, og þótt þær hver um sig verSi aS verja mörgum tugum miljóna króna til þess aS verja hlut- leysi sitt. Þyngstar búsyfjar hafa tlollend- ingar fengiS. Auk þess aS þeir verða allir aS vera búnir til bardaga, hve- nær sem vera skal, til þess aS verja hlutleysi sitt, hafa þeir svo aö segja í einu hendingskasti orðiS að taka viS hálfri miljón flóttamanna úr Belgiu og hjálpa þeim. ÞaS rná nærri geta aS það hefur veriS erfitt, enda þótt þeir kunni aS fá aS verSa hlutlausir af ófriSnum. Þótt Norðurlönd sjeu fjær ófriðn- um en Holland, kemur hann þó hart niSur á þeim, en nú hafa þó flestir von um aS þau fái aS vera í friSi, þótt þau þurfi aS vera viS öllu bú- in. ÞjóSverjar (rikiskanslari þeirra) hafa lýst þvi yfir, aS þeir ætli sjer ekki aS ráSast á hlutleysi Danmerk- ur, og Englendingar, sem hafa ráSist í þennan ófriS að minsta kosti meS- ftam til þess aS verja hlutleysi Bel- gíu, geta eigi staöiö sig viS aS brjóta friSinn á öSrum smáþjóSum. Það er eigi heldur hægt aS sjá að þeir mundu vinna nokkuS viS það að senda flota sinn inn í Eystrasalt. Svíum mun eigi hætta búin af Rússum aS sinni, og Þjóöverjar hafa sætt sig viö aS Svíar berjist ekki meS þeim. Noreg- ur liggur i skjóli Danmerkur og Sví- þjóSar, enda hafa þau lönd venju- lega tekið viö skellunum aö sunnan og austan. Þótt viS marga erfiSleika og hætt- ur sje aS eiga, og margskonar viS- skifti sjeu eySilögö, er þó tækifæri nú fyrir hlutlausar þjóSir aS selja vel nauSsynjavörur sínar, þær er þær mega án vera, og græSa fje á kaup- skap og siglingum, NorSmenn munu t. a. m. hafa grætt á siglingum og vöruflutningum núna siSan ófriSur- inn hófst meira en nokkru sinni áður, enda brugSu þeir slcjótt viS og trygSu siglingar sínar fyrir ófriSarvoSa. Danskir bændur hafa grætt drjúg- um á afurðum sínum, þótt i ágúst- mánuSi kæmist töluverö ringulreiS á skipagöngur frá Danmörku til Eng- lands sökum sprengivjela ÞjóSverja i NorSursjónum, og aS þeim yrSi all- mikiS tjón, eins og ísland fjekk lika aS kenna á. íslendingar hafa líka getaS selt ýmsar afurSir sínar meS miklu hærra verði en nokkru sinni áöur, einkum sveitavöruna. En þaS er eins og sumum þeirra hafi eigi veriS ljóst hvaSa áhrif ófriSurir.n hef- ur haft á verslunina, því af íslenskum blöSum má sjá, aS sum þeirra haía eigi skiliS rjett útflutningsbönn þau, sem Danir eins og aSrar þjóSir, og þar á meSal Islendingar sjálfir, hafa Hjer eru sýndar herstöSvarnar i Norður-Frakklandi og Belgíu, þar sem stríSiS er fastast sótt nú sem stendur. Myndin sýnir flóttamenn frá Belgíu. ÞaS eru neySarkjör, sem Bel- gíska þjóðin á nú viS aS búa. Hún hefur orSið miklu harSar úti i striS- inu en nokkur önnur þjóS, enn sem komiS er, og skal mikiS til, ef hún á aS fá fyrir þaS fullar bætur. Fjöldi manna hefur flúiS frá Bel- gíu inn í Noröur-Frakkland, 2—3 miijónir aS því er sumar blaSafregnir segja, og hefur flóttafólkið þar nokkurn styrk af opinberu fje til lífsupp- eldis. Margt hefur og flúiS meS skipum yfir til Englands og margt til Iiollands. Þar fyrir utan eru auSvitað rnargir menn á herskyldualdri frá Belgíu nú herfangar ÞjóSverja. ÞaS má nú heita aS öll Belgia sje á ÞjóSverja valdi. 50 miljóna herskatt er sagt aS Þjóöverjar hafi lagt á Antwerpen. Konungur Belgja er meS hernum á landamærunum, en drotn- ing hans og ættfólk þeirra flýSi yfir til Englands, er Antwerpen var tekin. Stjórn Belgiu hin fyrverandi hefur tekið sjer aðsetur í franska hafnar- bænum Le Havre og hefur fengið þar til íveru hús þaS, sem sýnt er hjer á myndinni. Þar er nú sagt aS kalla eigi saman þing Belgja. orSiS aS leggja á ýmsar vörur, og þess vegna munu sumir þeirra hafa sett hnútur í Danastjórn fyrir þaS, sem hún á ekki skilið. Til þess að tryggja sjer ýmsar nauðsynjar og koma í veg fyrir vand- ræSi og hungur, hafa öll ríki i NorS- urálfunni lagt bann fyrir útflutning á ýmsum vörum. í Danmörku var skortur á rúgi og hveiti og fleiru og stjórnin notaSi sjerstaklega banniö til þess aS tryggja það, aS nóg væri af korni i brauS, en hún tók ísland undan þessu banni, og þangaS má flytja korn og annaS, sem íslending- ar kunna aS þarfnast fyrir, á meSan það er fáanlegt i Danmörku. Þá má líka nefna þess konar út- flutningsbann, sem snertir útflutning frá íslandi. Frá Danmörku er t. a. m. bannaS aS flytja skinn og húöir af landi burt, en þau skinn og gærur, sem íslendingar senda til Danmerk- ur, hafa veriS undanteknar útflutn- ingsbanni þaSan, og fyrir þvi geta ís- lendingar selt gærur til Þýskalands og fengiS þar hálfu meira fyrir þær en vanalegt er, ef þeir kunna aS nota sjer þetta. Likt er aS segja um ull. íslendingar sendu ull meS skipi því, sem landsstjórnin sendi til New York. ÁreiSanlegur maSur hefur sagt mjer, aS hún hafi þegar veriS keypt þar af kaupanda hennar í New York, og send til Þýskalands og seld þar; hafi kaupandinn grætt drjúgum á henni, þótt á hana legSist ágóöi til kaupmannsins i New York, flutnings- gjald og vátrygging frá Ameriku til Þýskalands. Dönsku stjórninni mun

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.