Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.12.1914, Blaðsíða 2

Lögrétta - 23.12.1914, Blaðsíða 2
222 LÖGR/ETTA 91 BETRI CrJAFIR verða börnum ekki gefnar en bækur þær, sem hjer eru taldar: Dýra- myndir, kr. 1.50; Hans og Grjeta, 1.50; Öskubuska, 1.50; För Gullivers til putlands, 0.75; Ferðir Mynchausens baróns, 0.75; Sagan af Tuma þumli, 0.75; Þrautir Heraklesar, 0.75. (Hver þeirra fjögra siðast töldu með um 40 myndum.) Hrói höttur, 0.85; Engilbörnin, 0.25. — Bækur þessar fást hjá öllum bóksölum á Islandi. Spyrjið eftir þessum bókum og fáið að sjá þær. Bókaverslun Sigf. Eymundssonar, Rvík. LÖGKJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. að óskir alþingis um lögun flaggs- ins þóttu ekki nógu ljósar. Um meðferð þessara mála í ríkis- ráðinu er fram komin greinileg skýrsla; hún sýnir það, að það er hr. Eggerz að kenna, að þessar mála- iyktir urðu; málinu veik ekki svo við, að stjórnarskrárfrumvarpið gæti ekki öðlast staðfesting konungs. Þvert á móti. En þegar staðfesting- in átti fram að fara, lýsti hr. Egg- erz því yfir, að hann vildi hana ekki með því móti, sem konungi og for- manni hans, herra Hafstein, hafði komið saman um í fyrra; um það hafði þá opinber skýrsla verið látin fram koma bæði á íslandi og í Dan- mörku með konunglegu opnu brjefi um nýjar kosningar til alþingis og með birtingu þeirra ummæla, er höfð voru í ríkisráðinu 20. okt. 1913. Hr. Fggerz skýrskotaði til fyrirvaraá- kvæðis, sem alþingi samþykti um leið og það samþykti frumvarpið, og Ijet það valda framkomu sinni; hann skýrði þetta ákvæði svo, að það var sama sem hann mælti á móti því, að konungur birti í Danmörku ákvæði sitt um meðferð íslenskra mála í ríkis- ráðinu. Það er ljóst af því, sem seg- ir af ríkisráðsfundinum í gær, að konungur, andspænis þessu, vísaði til þess, að alþingi hefði þekt vel skil- yrðin fyrir loforði hans um að stað- festa stjórnarskrárfrumvarpið, og að þingið yrði, ef það vildi ekki sam- þykkja það með þessum skilyrðum, að leita samkomulags um skilyrðin, áður en það samþykti frumvarpið af nýju. Þessu svaraði hr. Eggerz, að alþingi hefði ekki haft tíma til að leita þessa samkomulags um skilyrði konungs. En svarið er ekki vel skilj- anlegt. Og kröfu konungs um að semja við þingmenn um málið, neit- aði hr. Eggerz að verða við og krafð- ist lausnar um leið. Eftir þetta gat konungur elcki annað gert en að taka á móti lausnarbeiðninni og óska þess, að semja við ýmsa stjórnmálamenn af ýmsum flokkum, til þess að fá ljósa vitneskju um afstöðu þingsins, sem hr. Eggerz gat ekki látið í tje. Vonandi er, að slíkar umleitanir fái betri málalok en þær í gær. Því að meðferð hr. Eggerz endar í sjálf- heldu. Sjálft frumvarpið hefur í sjer nýja alþýðlega skipun íslensks stjórn- málalífs, sem að mörgu leyti er þýð- ingarmikil og óska má ísl. til ham- ingju með. Aðeins að einu leyti snertir það sambandið við Danm. í núgild- andi stjórnarskrá stendur, að íslensk sjermál skuli leggja fyrir konung í ríkisráðinu. Þessu er breytt í frumv. á þá leið, að þau skuli lögð fyrir kon- ung „þar sem hann ákveður". Um þessa breytingu snerust samningarn- ir í fyrra. Herra Hafstein sagði fyr- ir hönd íslands, að alþingi hefði ekk- ert á móti því að konungur ákvæði, að málin skyldu framvegis lögð fyrir hann í ríkisráðinu, og sama segir hr. Eggerz. En svo var um samið í fyrra með konungi og H. Hafstein og kon- ungi og ráðaneytisforseta, að um leið og konungur gerði þetta ákvæði um flutning málanna í ríkisráðinu, skyldi hann lýsa yfir því, að þessu ákvæði yrði ekki breytt, nema ríkisþingið og alþingi samþyktu nýja skipun á rík- issambandi Danmerkur og fslands. Það er þetta ákvæði og birting þess i Danmörku, sem hr. Eggerz vill nú ekki leyfa konunginum. Það er þó ljóst, að til þessa hefur hann engan rjett. Meðan það sam- band milli Danmerkur og íslands stendur, sem nú er, með ýmsum sam- málum, verður að vera staður, þar sem löndin bæði geta mætst og sammálin orðið flutt og rekin. Það getur ekki verið annar stað- ur en ríkisráðið. — Þegar þau ,.ísl. lög mikilvægar stjórnarathafn- ir“, sem eru sjermál, verða að flytj- ast samastaðar, er það ekki af því, að Danir vilji taka sjer nokkurt vald yfir þeim eða blanda sjer í þau á nokkurn hátt. Að því leyti til mætti ílytja þau fyrir konungi hvar sem er, og í ríkisráðinu fara öll skifti um ísl. sjermál eingöngu milli konungs og ráðherra íslands án nokkurrar íhlut- unar frá hálfu hinna dönsku ráð- herra. En um takmörkin milli sam- eiginnar löggjafar og hinnar sjer- stöku löggjafar íslands getur vaknað efi; en til þess að ræða um þessi tak- markaatriði og fella lykt á þau, er engin önnur stofnun til, eins og nú hagar til, en ríkisráðið: Meðan ekki er samþykt ný skipun á sambandinu, verða því sjermálin að vera flutt í ríkisráðinu. Hr. Hafstein orðaði þetta í fyrra hjer um bil svo, að konungur vildi mega neyta hjálpar ráðgjafa smna, er ábyrgðina hefðu, þegar þess konar vafamál skyldu útkljáð. Það er ljóst, að ráðherra íslands getur ekki einn sett takmörkin og sett nið- ur efann, og að alþingi íslendinga getur ekki meinað dönsku stjórnar- valdi að taka þátt í umræðum um þess konar mál og málalyktun. Það er og öll ástæða til að efast um, eftir þeirri meðferð, sem málið fjekk á al- þingi í sumar, að það sje virkilegur tilgangur meiri hlutans að gera þessa einstrengingslegu kröfu, og því mætti ætla, að samræður við íslenska stjórn- málamenn gætu fleytt stjórnarskrár- málinu áfram og til lykta. Þetta er almenn ósk í Danmörku. Þegar frá erú skildir einstöku ofsa- menn, fullir af einstrengingsskoðun- um og úttroðnir af lærðri fávisku, skilja menn hjer vel kröfur íslands um að stýra sínum eigin málum og hafa virðingu fyrir þeim. Hins vegar óskum vjer þess, að ís- lendingar sín megin skilji málstað vorn Dana, þann, að þar sem um sam- band tveggja er að ræða, getur annar aðilinn einn ekki ógilt þær reglur cg þá skipun, sem fylgja samband- inu.“ Það er Politiken, sem flytur þessa hógværu og sannsýnu grein, sem góðir menn ættu að athuga og hug- leiða nánar það, sem þar er sagt. UndMtir Oana. Vjer prentum hjer á eftir þýðingu á nokkrum köflum úr greinum Kaup- mannahafnarblaðanna, um deilu þá, sem ráðherra hefur stofnað til við Dani. Að því er enn verður sjeð, hafa öll dönsk blöð tekið i strenginn með kon- ungi. Sú skoðun danskra blaða er yfir- leitt bersýnileg, að allir Islendingar sjeu ráðherra sammála um kröfu þá, sem hefur orðið að deiluefni og Dön- um virðist fráleit og ósanngjörn. Af þerm blöðum, sem oss hafa borist, er það Politiken ein, sem vefengir það, að ráðherra hafi verið að reka erindi íslensku þjóðarinnar í heild sinni. Þetta skilur Politiken, að voru á- liti, rjettara en önnur dönsk blöð. Fyrirvari alþingis var ekki svo orð- aður, eins og greinilega hefur Verið sýnt fram á hjer í blaðinu, að nein ástæða sje til þess að ætla að alþingi hafi viljað leggja út í deiluna. Og jafnvel sjálfstæðisflokksforingjarnir virðast ekki hafa óbifandi traust á því, að þjóðin sje þeim sammála og vilji leggja út í úrslitabaráttu við Danmörk út af þessu máli, þar sem þeir mega ekki heyra nefnt á nafn, að málið verði lagt undir þjóðina með nýjum kosningum. Annars misskilnings kennir í sum- um dönsku blöðunum. Þau halda að íslendingar sjeu að keppast eftir því, að komast með mál sín út úr ríkis- ráðinu. Þeim veitir auðsjáanlega örð- ugt, að átta sig á þeirri stjórnmála- speki, að vilja halda íslandsmálum í rikisráðinu meðan ríkisrjettarsam- band vort við Danmörk er að öðru leyti óbreytt, en vilja samt leggja út í úrslitabaráttu, út af því að konung- ur skuli vilja taka það fram, að þetta vilji hann líka. Og vjer láum ekki Dönum, þó að þetta verði þeim nokk- uð torskilið. Bersýnilega eru Danir ekki alveg sammála um það, hvað nú eigi að taka ti! bragðs. Sumir sjá enga aðra leið en skilnað, og ummæli þeirra í þá átt eru drengileg og af frjálslyndi sprott- in. Fyrir öðrum vakir, að beita ein- hverri hörku, sem þeir nefna „festu“. Dr. Valtýr Guðmundsson hefur vakið máls á því í stúdentafjelaginu danska, að nú muni besta ráðið, að setja landsstjóra á íslandi. Vjer hyggjum að ókleift mundi reynast, að ráða fram úr málinu á þann hátt. Sú var tíðin, að íslendingar hefðu tek- ið því með þökkum. Þá þvertóku Dan- ir fyrir það, að slíkt gæti komið til nokkurra mála. Nú er áreiðanlega of seint að bjóða það. Enginn maður í Danmörku virðist verulega glaður út af þessum úr- slitum — nema prófessor Knud Ber- lin. Stjórnarskrármálið og fánamálið hafa frá upphafi verið eitur í hans beinum, sem vonlegt er, með hans hugsunarhætti. Hans aðalstarf virðist hafa verið, síðustu árin, að reyna að fá þeim málum komið fyrir kattar- nef. Nú hefur hann fengið öfluga bandamenn, þar sem eru sjálfstæðis- menn með sjálfan ráðherrann í broddi fylkingar. Svo að það er engin furða, þó að maðurinn kunni vel við sig. Grein úr Politiken er prentuð í heild annarstaðar í blaðinu, en hjer fara á eftir útdrættir úr greinum ýmsra annara af blöðum Dana. Hovedstaden 2. des. Væntanlega verður öll hin danska þjóð í þessu máli með konungi — og með forsætisráðherra Zahle, sem lýsti yfir því, að hann óskaði með undir- skrift sinni, að taka á sig hina stjórn- skipulegu ábyrgð á orðum hans há- tignar konungsins gagnvart Dan- mörku. Eins og lesendur vorir munu minn- ast, höfum vjer ávalt haldið því’fram, að íslendingar sjeu þjóð út af fyrir sig og að þeir hljóti, eins og hver önnur þjóð, að hafa sjálfsákvörðun- arrjett. Og vjer höfum hvað eftir annað bent á það, að það væri ísjár- vert fyrir Dani að neita þessu, og höfum þar einkum haft fyrir augum þjóðernisbaráttuna í Suðurjótlandi. Vilji ekki íslendingar halda við hinu æfagamla sambandi við Danmörk, þá er ekki að neyða þá til þess. Allar tilraunir til nauðungar mundu bæði vera óhyggilegar og ranglátar. Auð- vitað yrðum vjer að líta á það sem ógæfu fyrir I s 1 a n d að skilja við Danmörk (svo langt fram í tímann sem vjer getum sjeð), og að sjálf- sögðu mundi það verða oss Dönum til hrygðar, ef skilnaður gerðist; en hvað sem því líður — rjettlátir eig- um vjer að vera, og alfrjálsir menn eiga íslendingar að vera. En jafnframt þessu höfum vjer eins afdráttarlaust haldið hinu fram, að meðan sambandið milli landanna sje óslitið, sje það sjálfsagður hlutur, að íslendingar geti ekki einir og ein- hliða kveðið á um það, h v e r n i g þessu sambandi eigi að vera háttað, en að öllum vafamálum verði að skipa með samkomulagi frá báðum hliðum. Danmörk hefur líka s i n na hagsmuna að gæta. Og nú virðist oss það óneitanlegt, að eigi annars að vera samband milli landanna,mundi ekki verða auðvelt að láta það samband njóta sín með væg- ari nje sanngjarnari hætti en þeim að íslandsmál sjeu lögð fyrir konung í r í k i s r á ð i n u. Báðir hafa þeir, konungur og for- sætisráðherra, tekið það fram mjög skýlaust, að til þess sje alls ekki stofnað, að sjermál Islands verði með því lögð undir danskt löggjafarvald eða dönsk stjórnarvöld. En stundum kemur upp vafi um það, h v a ð sje sjermál og h v a ð sje sameiginleg mál. Og sá staður, þar sem menn frá Dana hlið eðlilega taki afstöðu til slíkra vafamála, er með núverandi fyrirkomulagi ríkisráðið (og ríkis- þingið). Menn verða að vona, að bæði al- þingi og íslenska þjóðin fái skilið þetta við nákvæmari íhugun, og að þær umræður við íslenska stjórnmála- menn, sem konungur ætlar að stofna til, hafi þann árangur, að fram úr deilumálunum verði ráðið friðsam- lega. Takist það ekki, hefur oss alt i einu verið rykt töluvert nær þeim möguleika að til skilnaðar dragi, þó að hvorki óski Danir eftir skilnaði, nje heldur meginþorri íslensku þjóð- arinnar. Vort Land heldur því fram í aðsendri grein þ. 4. des., að hr. Sig. Eggerz .geti ekki haldið áfram ráðherrastörfum þang- að til konungur hafi átt tal við þá stjórnmálamenn, sem í ráði er að boða á konungsfund. Ráðherra mundi af öllum mætti vinna gegn samningum við konung, eftir því sem greinarhöf. heldur fram. Lhnræðurnar við konung gætu alls ekki farið fram, fyr en eftir þing í sumar. Enginn íslenskur stjórnmála- maður mundi vera fáanlegur til, að að semja um þessi mál, án þess að hafa áður átt kost á, að ræða þau við flokksbræður sína. Og fleiri tor- merki telur blaðið á því, að þessum samningum við konung verði komið á fyrir næsta þing. „Ef ráðherrann, sem hefur nú sagt af sjer, ætti að sitja í embætti sínu allan þennan tíma, þá gerðust þau fádæmi, að ráðherra, sem er orðinn ósáttur við konung, og nýtur ekki lcngur trausts konungs, á að búa öll lagafrumvörp undir næsta reglulegt alþingi og koma hingað aftur með vorinu, til þess að fá samþykki h. h. konungsins til þess, að þessi frum- vörp verði fyrir þingið lögð. Á þessu færi ekki vel — og það liggur nærri, að það væri læging fyrir konungs- valdið. Það virðist því hin mesta þörf á, aC nú væri skipaður umsýsluráð- herra (Forretningsminister), sem ynni að því með einlægni, að undir- búa umræðurnar, sem boðað hefur verið að fram eigi að fara milli kon- ungs og íslenskra stjórnmálamanna, ráðherra, sem jafnframt geti komið þessum tveimur deilumálum inn á nýjar brautir, í stað þessa eilífa þófs og þessarar stöðugu undanlátssemi af Dana hálfu, sem er þeim til óvirð- ingar. Ekstrabladet 1. des. „Flvergi í Danmörku verða menn í vafa um það, að málstaður konungs er óhrekjandi og að frá honum má ekki víkja. Sú hugsun, að Islending- ar eigi eftir eigin geðþekni að ákveða hvað sjeu islensk sjermál, er í raun og veru hryllileg. Kæmist hún í fram- kvæmd væri það sama sem, að ísland væri fyllilega slitið úr sambandinu við Danmörk, og hvernig sem alt veltist, væri það betra, að sambands- slit færu fram ótvíræðlega, en að eiga að búa við það ástand, sem þegar frá byrjun mundi verða tilefni til ó- þrjótandi deilna og rifrildis." Blaðið býst ekki við miklum á- rangri af umræðum konungs við ís- lenska stjórnmálamenn. En Dönum liggi ekki heldur neitt á, þó að þetta íslenska stjórnarskrármál bíði um mörg ár. Um fánamálið kemst blaðið svo að orði: „Þegar hr. Eggerz hafði komið með mótmæli sín í gær og sótt um lausn, tók hann fánaúrskurðinn upp úr brjefahylki sínu og bað konung að undirskrifa hann. Það er ekki laust við að nokkuð fáránlegur skringisvip- ur sje á þessu atferli, enda varð hann enn ljósari við svar konungsins, sem á góðu alþýðumáli var á þessa leið: Nei, góðurinn minn, við leikum okk- ur ekki svona! — Auðvitað stakk konungur fánamálinu niður í sama pokann sem ráðherra hafði stungið stjórnarskrármálinu í, með atferli sínu: þau tvö mál verða samferða. Það hefði líka verið til nokkuð mik- ils mælst, að íslendingar hefðu náð í sjerstakan fána, á sama augnablik- inu, sem þeir voru að vekja greini- lega og snarpa deilu milli landanna. S v o miklu góðlyndi höfðu íslend- ingar búist við að mæta í ríkisráði Danakonungs! — Það er gott að þær vonir brugðust. Næst er að líta á þær sem móðganir við þá menn, sem slíkt var ætlað.“ Kristeligt Dagblad 2. des. „Nú virðast aðeins tvær leiðir vera hugsanlegar: Annaðhvort er að láta ísland laust að fullu og öllu, svo að öllu sambandi sje slitið við Danmörk, í þjóðlegum, hagfræðilegum og stjórn- arlegum efnum, svo að ísland geti sjeð um sín eigin mál og útkljáð sjálft, hvort það vill vera sjálfstætt ríki — konungsríki eða lýðveldi — eða það vill ganga undir eitthvert annað land. E ð a Banmörk verður að halda því fram, að hún hafi eignarjett á íslandi, krefjast þess, að eyjan láti sjer nægja þau stjórnarlög, er hún hefur — frá 1874 og 1903 — og fari eftir þeim— en sæta ella þeim afleiðingum, sem áframhald sambandsslitaæsinganna getur valdið. I raun og veru eru ekki aðrar leið- ir til; því að Danmörk verður líka að gæta sóma síns sem ríki, og þess vegna hlýtur undanlátsseminni ein- hverstaðar að vera lokið. Dönskum mönnum með lýðstjórn- arhugmyndir mun tæplega getast vel að síðari leiðinni, og fyrir því er í raun og veru ekki annað ráð eftir en fyrra ráðið: að höggva sundur það band, sem hvort sem er getur ekki haldið saman íslandi og Dan- mörku í friðsamlegri sambúð.“ Vort Land 2. des. (Úr ritstjórnar- grein). „Þar sem nú er svo kornið að nýju, fyrir geðþekni íslendinga, að á- rangri, sem virtist fenginn að fullu og öllu, er varpað um koll, fyrir þeirra óseðjandi löngun eftir að fá meira á kostnað Danmerkur, þá sjá- um vjer enga- ástæðu til þess að þegja um þá skoðun, seni afarmargir menn eru oss sammála um og fleiri og fleiri hallast að, vegna þess hvernig Is- lendingar sjálfir haga sjer. Vjer skul- um hætta við þessa undanláts-stefnu, sem aldrei fær annað en vanþakkir fyrir alt of mikla viðleitni sína. Enn vilja íslendingar ekki; enginn ætti þá að vera að dekstra þá! Best að það væri nú einu sinni Danmörk, sem segir sína skoðun; vjer ættum aö taka til máls og orða sambands- skilmálana. Undanlátssemín hefur ekki haft aðrar afleiðingar en þær, að kröfurnar hafa stöðugt vaxið; nú skulum vjer hleypa slagbrandi fyrir þetta og sjá hverju festan getur kom- ið til leiðar. Stjórnmálamenn íslands eru auðsjáanlega enn ekki svo þrosk- aðir, að við þá verði samið, því að meðal annars þarf til þess einlægni á báðar hliðar.“ Endurminning'. I 59. tbl. Lögrjettu sá jeg, að minst var á dr. L. H. Schytz í Frankfurt á Þýskalandi. Kom mjer þá í hug lítill kafli úr óskrifuðum ferðasög- um mínum, sem hjer fer á eftir, og þjer getið fengið, herra ritstjóri, í blað yðar, ef þjer viljið. Skömmu eftir 1880 hafði jeg setið á alþingi um sumarið, litið eftir versl- unum Gránufjelags á 5 verslunarstöð- um og farið um nokkuð af Norður- og Austurlandi til að kaupa sauði fyr- ir Gránufjelagið, sem seldi aftur Englendingum sauðina, svo jeg var dálítið þreyttur, að því leyti sem jeg í þá daga gat þreytst. Mjer kom því til hugar, þegar jeg um haustið kom til Leith, á ferð frá Islandi til Kaup- mannahafnar, að jeg skyldi taka mjer nokkurra daga hvíld. Þá var stór sýning í Lundúnaborg, svo jeg fór þangað og var þar tæpa viku. Þegar jeg fór þaðan, sá jeg, að litlu munaði á tíma, hvort jeg færi þaðan sjóveginn eða landleiðitia til Kaupmannahafnar, svo jeg rjeð af að fara yfir Holland til Bielefeldt á Þýskalandi, til þess að heimsækja þar móðursystur mína, Kristjönu Schytz. Þegar jeg kom til Rotterdam á Hollandi, símaði jeg til hennar, að jeg mundi heimsækja hana á öðrum degi þar frá. Simskeytið sendi jeg að gamni mínu á íslensku, því að jeg vissi að hún skildi málið. En jeg man eftir þeim augum, sem símrit- arinn setti upp, þegar hann fór að lest skeytið; hann skyldi ekki eitt orð, og hjelt jeg færi með eitthvert þjófamál. En skeytið fór orðrjett, og móðursystir mín skyldi það vel, þeg- ar það kom til hennar. Þegar jeg svo kom til hennar dag- inn eftir, tók hún mjög glaðlega á móti mjer ásamt manni sínum og dóttur. Hún var þá fast við áttrætt, með silfurhvítar hærur, og var auð- sjeð, að á yngri árum hafði hún ver- íð mjög fríð kona. Maður hennar var lítið eldri, hár og grannúr, en al- blindur þá. Hún spurði mig um margt frá ís- landi, einkum um ættfólk sitt, en sá var gallinn á, að hún heyrði fátt af því, sem jeg svaraði, svo hún sagði við mig, að jeg skyldi ekki láta mjer bregða, þó hún heyrði ekki það, sem jeg segði; það hefði einu sinni kom- ið fyrir sig áður, að hún hefði mist heyrnina um stund, sjer hefði þá „þótt svo ósköp mikið vænt um“. Þá

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.