Lögrétta

Issue

Lögrétta - 01.01.1915, Page 2

Lögrétta - 01.01.1915, Page 2
2 lögrjetta LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð alls á ári. Verð: 4 kr. árg. á Islandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls konar ritföng kaupa allir í Bókauerslun Siglúsar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y firr jettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síSd. Ógöngfurnar. Spurning til Sjálfstæðisforingjanna. Naumast getur þann heilvita mann á landinu, sem ekki sjer þaS, í hverj- ar ógöngur SjálfstæSisforingjarnir hafa stot'nað stjórnmálum vorum. Nú er óhjákvæmilegt að þjóðin spyrji: Hvernig ætla þessir foringjar sjer að koma málunum aftur í lag? Margra ára vinnu er verið að ó- nýta. Helstu stórmál landsins er ver- ið að gera að engu. Mikilvæg sjálf- stæðisatriði, sem voru að vinnast oss til handa, er verið að troða niður í kviksyndi vitleysunnar. Og til slíkrar óvirðingar er stefnt fyrir þjóð vora, að hún hefur ekki orðið fyrir öðru eins hneisu-áfalli um langan tíma. Að' öllu þessu eru Sjálfstæðisfor- ingjarnir valdir. Þeir höfðu meiri hlutann á síðasta þingi. Þeir fara með stjórn lands- ins. Ekki er annaS sjáanlegt, en að þeir ætli sjer aS fara meS hana eftir- leiSis. Spurningunni verður þá til þeirra aS beina: Hvernig hugsa þeir sjer aS bæta úr öllum þessum ósköpum? Stjórnarskrár- málið. Um mörg ár, á 4—5 þingum, höf- um vjer veriS að berjast viS þaS aS koma stjórnarskrá vorri í sæmilegt lag. Vjer höfum variS til þess stórfje. Oss greindi töluvert á um þaS, hverjar rjettarbætur ættu að vera fólgnar í hinni nýju stjórnarskrá. Samt var ágreiningurinn ekki meiri en gerist í öðrum löndum um slík vandamál. Oss tókst að koma oss saman, og fá samþykta á tveimur þingum stjórnarskrárbreyting, sem eykur rjettindi helmings landsmanna aS stórum mun, stjórnarskrárbreyt- ing, sem hefur orSiS oss til mikillar sæmdar í öðrum löndum, fyrir það trænt, hve mannrjettinda-framsóknin sje ótvíræS, og hve viturlega sje þó í hóf stilt. Og auk þess voru í þessum tvísamþyktu stjórnarskipunarlögum ekki óveruleg ný sjálfstæSisatriSi landinu til handa, sem vjer höfum mikla ástæSu til þess aS láta oss þykja vænt um, og hafa líka aS sama skapi vakið óánægju þeirra manna í Dan- mörk, sem fyrir hvern mun vilja halda sem mest í viS oss. I fyrstu horfSist svo á, sem nokkur- ir örðugleikar ætluðu aS verða á því að ná samkomulagi með alþingi og konungsvaldinu um eitt atriSi: afnám ríkisráðsákvæðisins úr stjórnar- skránni. En þá buðu SjálfstæSismenn sjálfir tilslökunina. Þ e i r bjóSa þaS, aS jafnframt því sem ríkisráSsákvæS- ið sje felt burt, skuli setja inn nýtt ákvæSi um þaS, aS konungur skuli ákveða, hvar íslandsmál skuli borin upp fyrir honum. Þeir bjóSa þetta e f t i r aS konungur hefur lýst yfir því, að hann sje ófáanlegur til þess aS fara meS málin út úr ríkis- ráðinu, meSan sambandi landanna sje aS öSru leyti eins háttaS eins og þaS er ákveSiS meS stöSulögunum. AS þessu gengur konungur. Samt er byrjaS á deilum af nýju — út af því aS konungur lýsir yfir nákvæmlega því sama, sem hann hafSi sagt, áSur en alþingi slakaSi til. Stjórnarskráin má ekki fara út úr þinginu nema meS fyrirvara. Reynt er aS koma gegnum þingiS fyr- irvara, sem fer fram á þaS, að kon- ttngur jeti þaS ofan í sig, sem hann hafSi sagt. En það tekst ekki. Mein- laus fyrirvari er úr garði gerSur. Konungur fullnægir honum. Hann tjáir sig þess albúinn að staSfesta stjórnarskrána meS þessum fyrirvara. Hann tjáir sig samþykkann því sem er mergurinn málsins í þessum fyrir- vara. S a m t er málinu hleypt í strand. Fánamálið. ÞaS var uphaflega fremur mál SjálfstæSismanna en annara, þó aS mörgum væri ant um þaS öSrum en þeim. En svo fór, eins og kunnugt er, aS þaS varS mál allrar þjóðarinnar. Allri þjóSinni tók aS skiljast þaS, að íslenskur, löggiltur fáni fleytti sjálfstæSishugsjón hennar langar leiSir áfram. Allir vita, hve fánamáliS var vel á veg komið. H. Hafstein tókst með snild aS koma því lengra áleiðis gn alþingi hafði gert sjer nokkra von um. Ekkert er annaS eftir en aS fá staSfesting konungs. Og henni er lof- aS í konungsbrjefi. Samt fer þaS mál líka í strand. SjálfstæSismenn munu nú segja, aS ekki eigi þeir sök á því. RáS- herra þeirra hafi í því máli ekki gert annaS en þaS, sem honum var faliS af þinginu. En þó að ráðherra hafi gert rjetta tillögu í þvx máli við konung, þá er þaS ómótmælanlega SjálfstæSisfor- ingjunum aS kenna, hve óvænlega horfir nú með þaS mál. Enginn vafi er á því, aS E x t r a- b 1 a d e t hefur sagt þaS, sem kon- ungi og Dönum býr í brjósti, meS þessum ummælum: „AuSvitaS stakk konungur fána- málinu niður í sama pokann, sem ráð- herra hafði stungið stjórnarskrármál- inu í, meS atferli sínu: þau tvö mál verða samferða. ÞaS hefSi líka veriS til nokkuð mikils mælst, aS íslending- ar hefSu náS í sjerstakan fána, á sama augnablikinu, sem þeir voru aS vekja greinilega og snarpa deilu milli landanna. S v o miklu góðlyndi höfSu íslendingar búist við aS mæta í ríkisráSi Danakonungs! — ÞaS er gott að þær vonir brugSust. Næst er aS líta á þær sem móðganir viS þá menn, sem slíkt var ætlað.“ Þessi hugsunarháttur Dana kann aS vera rangur. En mannlegur er hann og vel skiljanlegur. Þeim finst fram- koma íslendinga í ríkisráðsmálinu (stórnarskrármálinu) ótæk. Þeirn finst þar kenna ósanngirni, óorS- heldni og ofstopa. Og i sama bili sem þeir þykjast hafa ástæSu til þess að kvarta undan slíku, ætlast þeir ekki til þess að konungur þeirra auki rjettindi þessa lands. Hverju er af stýrt ? Óneitanlega er það hart, aS svona skuli vera teflt með helstu stórmál 1 þjóðarinnar. En sætta mætti sig viS það, ef einhver ávinningur væri sjá- anlegur í aðra hönd — annaShvort væri meS þessu afstýrt einhverjum voða, eSa einhver nýr hagnaSur gæti unnist. Allir heilvita menn geta sjeS, aS hjer er ekkert slíkt í efni. Hverju er afstýrt? SjálfstæSismenn leggja út í þessa ófæru til þess að afstýra því, aS kon- ungur segi það enn, sem hann hefur margsagt, aS hann sje ófáanlegur til þess aS taka flutning íslandsmíála út úr ríkisráSinu, fyr en ný skipun sje komin á sambandiS milli ísland og Danmerkur. Allir vita, aS konung- ur e r ófáanlegur til þess. Og aS kalla má enginn íslendingur óskar breyt- ingar á þessu, aS öllu öSru óbreyttu. SjálfstæSismenn eru altaf sjálfir aS taka þaS fram, aS út úr ríkisráSinu vilji þeir ekki. ísafold tók þaS síSast ‘ fram í síSustu viku. Og ýmsir Is- lendingar, sem mest hafa vit á þessu ! máli, fullyrSa, aS þaS geti veriS j hættulegt fyrir oss aS fara út úr rík- isráSinu. Um hvaS er þá veriS aS berjast? Hver er svo sem hætan, sem Sjálf- stæðismenn eru aS afstýra? Eini gróðinn. Hver er nýi hagnaSurinn? Engum orSum þarf aS því aS eyða, aS hann er enginn. Enginn SjálfstæS- ismaSur — hvaS þá aðrir — mundi halda því fram, aS hann sje neinn. ÞaS. eina, sem vjer græSum, er ó- virSingin — óafmáanleg, ef þessu at- hæfi er haldiS áfram. Vjer leggjum út í deilu viS kon- ungsvaldiS. Reyndar höfum vjer heyrt það eftir SjálfstæSsmönnum sumum, aS þeir telji þetta ekki neina deilu, og þeir ætli sjer ekki aS leggja út í neina deilu. Þeir ætli bara aS láta eins og ekkert hafi í skorist. En megum vjer spyrja: HvaS er deila viS konungsvaldiS, ef ekki þaS, aS ráðherra, sem hefur meirihluta á þingi, og tjáir sig hafa alla Islend- inga meS sjer, neitar fyrst konungi um aS leggja fyrir hann annaS eins stórmál eins og mjög mikilvæga stjórnarskrárbreyting, beiSist þvi næst lausnar, og fær aS lokum af- svar hjá konungi um staSfesting á máli, sem konungur hafSi heitiS aS staSfesta? ÞaS er alveg óhætt aS reiSa sig á þaS — í hverju öSru landi en íslandi mundi þetta ekki aS eins verSa talin deila, heldur mjög ískyggileg deila. I öllum öðrum löndum mundi eitt- hvaS sögulegt gerast eftir aS annaS eins hefði komið fyrir. En hvaS gerist hjer? Er þinginu stefnt saman? Nei. Er þjóðin spurS með nýjum kosn- ingum, hvernig hún vilji snúast viS þessu ? Nei. Þó aS fullyrt sje viS konunginn, aS allir Islendingar sjeu ráSherra sammála og andvígir konungi í á- greiningsmálinu, þá er ekki þingrof nefnt á nafn. SjálfstæSismenn leggja bara ein- staklega rólegir niSur rófuna fyrir íslands hönd. Þeir láta jarða fyrir sjer stjórnarskrármáliS. Þeir láta neita sjer um fánann — aS sinni! — þrátt fyrir skýlaust konungsloforS. RáSherra situr alveg jafnrólegur í sínu embætti eftir sem áSur, og því er jafnvel haldiS fram af sumum SjálfstæSismönnum, aS næsta þing eigi fyrir hvern mun aS búa svo um hnútana, aS hann haldi áfram sem lengst. En ef hann hugsar sjer aS losna, þá er einhverjum öSrum, sem er honum nákvæmlega sammála, ætl- aS aS taka viS af honum! ÞaS er ekki auSvelt aS sjá, hvern- ig stjórnmála-óvirðing íslands á aS komast lengra. Og þaS er ekkert und- arlegt, þó aS dr. Berlín og hans líkar sjeu kampakátir um þessar mundir. Vjer spyrjum aftur. Þess vegna spyrjum vjer SjálfstæS- isflokksforingjana aftur: Hvernig ætla þeir sjer aS bæta úr þeim skaSa og þeirri skömm, sem ís- lensk þjóS hefur nú orðiS fyrir, fyr- ir þeirra tilstilli? Craldra-Iioftur. Leikur í þrem þáttum, eftir Jóhann Sigurjónsson. Þessi nýi leikur var sýndur hjer í fyrsta sinn á annan í jólum. ASsókn- ir hefur veriS góS, og mikiS hefur veriS um leikinn talaS. Hann er sterkur og áhrifamikill, alvarlegur og skuggaþungur sorgar- leikur, svo gott sem án allra útúrdúra, til þess aS ljetta, lyfta, eSa skemta, en stefnir beint aS því, að gera heildar- áhrifin sem mest. EfniS er þjóðsögnin um Galdra- Loft. Hann er skólasveinn á Hólum snemma á 18. öld, mjög gáfaður maS- ur, meS óseSjandi fróSleiksþorsta, er ltiSir hann til þess, aS fara aS leggja sig eftir hinum forboSnu, „svörtu vísindum", galdrinum. Svo er met- orSagirnin meS í spilinu. Hann vill fá vald yfir þeim mætti, sem í myrkrun- um býr, til þess aS svala henni. Lyk- ilmn að alheimsins vísdómi og jafn- framt aS því valdi, sem hann girnist, hyggur hann aS sje aS finna í galdra- bókinni „RauSskinnu". En þá bók hefur Gottskálk biskup hinn grimmi tekiS meS sjer í gröfina, svo aS hana verður aS sækja í hans greipar, yfir í ríki hinna dauSu. Þetta er þrautin, sem hann setur sjer aS vinna og fyll- ir huga hans. MeS einbeittum vilja og særingum hygst hann aS kalla Gott- skálk fram úr myrkrunum og neySa hann til aS skila bókinni í sínar hend- ur. Truflanir verða á vegi hans. Hann fær ást á stúlku þar á biskupssetrinu, sem Steinunn heitir, 0g reynir hún aS draga hug hans frá áhugamálinu, af því aS henni þykir þaS fjarlægja hann henni og eySa ást hans. En með ást sína hafa þau fariS leynilega vegna þess, aS Loftur veit aS hún muni vera andstæS vilja föSur síns, sem er ríkur maður og voldugur, ráSsmaSur á biskupsstólnum. Hann kemst samt aS leyndarmálinu og þyk- ir afarilt vegna þess, aS stúlkan er fátæk. Gefur hann þá Lofti fje til ut- anfarar, er Loftur hefur mjög þráS, en segir honum um leiS, að hann megi ekki stefna aS lægra marki en því, aS verSa biskup á íslandi, en byrjunin til þess gengis sje sú, aS’áS- ur en hann fari utan, eigi hann aS biSja biskupsdótturinnar á Hólum og fastna sjer hana. Þetta gerir Loftur og er auSsótt. Þau Dísa biskupsdótt- ir eru kunnug frá barnæsku og hún hefur þegar felt til hans ástarhug. En nú er Steinunn, leyni-unnusta hans, í veginum og tjáir honum, aS hún sje meS barni. Fara nú fram miklar viS- ræSur um þetta þeirra í milli, og á- kafar á báSa bóga, er enda meS þvi, aS Steinunn drekkir sjer í á þar skamt frá. Loftur hefur óskaS henni dauSa og hyggur, aS vilji sinn og særing- ar, er hann hefur framiS, sjeu orsök til dauSa hennar. Af þessu fær hann samviskukvalir, sem honum finst hann ekki geta þaggaS, en vill yfi- gnæfa þær meS því aS ná sínu háa marki, vísdómnum og valdinu, sem hvorttveggja fæst meS því, aS ná „RauSskinnu" af Gottskálki grimma. Biskupsdóttirin er nú hans góði eng- ill, sem reynir aS leiða hann á rjetta braut, en fær ekki viS hann ráðiS. Og nú kemur æskuvinur hans Ólafur, sem Loftur hefur tælt Steinunni frá, og ásakar hann um dauSa hennar, í áheyrn biskupsdótturinnar, en færir honum jafnframt fyrirgefningu henn- ar. Þetta fer fram um nótt í dómkirkj- unni á Hólum. VerSur Loftur þar einn eftir og tekur þá aS fremja galdra og særingar, þangaS til bisk- uparnir rísa þar upp úr gröfum sín- um og tala viS hann, og loks-einnig Gottskálk biskup, er kemur fram í prjedikunarstólnum meS „RauS- skinnu“ í höndunum. Loftur þrífur til hennar, en hún verSur aS engu í höndum hans, og fellur hann þá dauður niður á kirkjugólfiS. Loftur er leikinn af Jens Waage, Steinunn af frú Stefaníu GuSmunds- dóttur, Dísa af frk. Emilíu IndriSa- dóttur og Ólafur af Árna Eiríkssyni. Þau leika öll vel. Mestur vandinn hvílir á þeim þremur, sem fyrst eru nefnd, en einkum þó á Lofti og Stein- unni. Loftur er afarerfitt hlutverk, liklega hiS vandasamasta, gem leyst hefur veriS af hendi hjer á leiksviði, og er án efa einkis meSfæri hjer annars en þess, sem nú leikur hann. En hann leysir þaS aSdáanlega vel af hendi. Sama er aS segja um Stein- unni, einkum þar sem mest á ríður, í enda annars þáttar, þegar ákefðin er mest í viStali þeirra Lofts og hún kastar af sjer fötunum. Dísa biskups- dóttir er skemtileg í fyrsta þætti, og alt af vel leikin. En í þriðja þætti, í kirkjunni, heyrSist illa til hennar. Minni hlutverk hafa: H. Heþason biskupinn á Hólum, frú Þóra Möller biskupsfrúna, FriSfinnur GuSjónsson blindan ölmusumann, Andr. Björns- son ráðsmanninn, Herb. Sigmundsson Gottskálk biskup grimma, frú E. Waage vinnukonu á biskupssetrinu, og svo eru sýndir ónafngreindir föru- menn og svipir biskupanna. 1. 0g 2. þáttur fara fram í stofu á biskups- setrinu á Hólum, en 3. þáttur i dóm- kirkjunni. fl fiindi od oftir funil hjá próf. Knud Berlin. I byrjun þessa mánaðar boðaði „Studenterforeningen" í Kaupmanna- höfn til fundar, til þess aS ræða ís- lensk mál, og var próf. Knud Berlin málshefjandi. Fundur þessi var all- fjölmennur og sat hann talsvert af málsmetandi Dönum, en engir ráS- herrar voru þar og fátt þingmanna. Ýmsum utanfjelagsmönnum og blaða- mönnum var boSiS á fundinn. Af ís- lendingum var þar enginn, er jeg þekti, utan dr. Valtýr GuSmunclsson, birkidómari Jón Finsen, póstmeistari V. Finsen og Lefolii kaupmaður, en þar voru og nokkrir íslenskir stúdent- ar, er jeg ekki kann aS nafngreina. Próf. Knud Berlin hjelt þar fyrir- lestur um íslensk mál, aðallega um stjórnarskrána og afstöSu dönsku ráðherranna til hennar. Rakti hann talsvert sögu málsins og taldi aS Dan- ir yrðu ætíS aS halda óbreyttri setu íslenska ráSherrans í ríkisráSinu, flagginu og sameiginlegri landhelgi. Annars eru skoSanir hans svo kunn- ar, aS jeg sje ekki ástæSu til aS fjöl- yrða um þær hjer. Hann gladdist yf- ir falli stjórnarskrárinnar og íánans; og vildi helst fallast á landstjóra, eða þá skilnaS. Þá talaði S c h a c k herforingi, er áður hefur oft um íshnsk mál talaS; var hann aS mestu s-immála próf. K. B., en skilnaS vild. hann .ekki heyra nefndan á nafn, en taldi sjálf- sagt, aS ef íslendingar vildu eigi þýS- ast hiS góða, yrSi aS beita valdi. Hann taldi, eins og próf. K. B., aS alt of mikið hefði veriS gefiS eftir af Dana hálfu. Þá talaði fólksþingmaSur J e n s Sörensen frá Hjörring; ræðir hann ætíS íslensk mál er þau eru til umræSur, og lætur sig þau miklu varSa. Hann var samþykkur K. B„ en mótmælti því aS beita valdi eins og Schack mintist á; taldi hann hiS langæskilegasta fyrir Dani, aS núver- andi IslandsráSherra, Sig. Eggerz, sæti áfram, og reynt væri af öllum mætti aS svæfa máliS. IslandsráS- herra hefði vitanléga átt aS fara frá strax og hann fjekk synjunina, en úr því að hann hefði ekki gert þaS, þá mætti ætla, aS hann fyrir sitt leyti samþykti, aS málinu væri skotið á frest. Þó nú alþingi tilnefndi S. E. á ný, þá endurtekur hiS sama sig — og svo sofnar máliS. ÞaS er stríS nú, og viS hugsum allir nær eingöngu um þaS, og þaS er þess vegna meSal ann- ars nauðsynlegt fyrir okkur aS svæfa máliS, og ef vjer getum nú, meS hjálp þess flokks sem nú situr aS völdum á íslandi, svæft málið, þá höfum viS þó alt af von um aS á þeim tíma verSi hægt aS vinna aS nýrri samvinnu á einhverjum þeim grundvelli, er viS getum gengiS aS, en ríkisráSssetunni getum við ekki breytt. Sá er næstur stje í ræSustólinn hjet Krenchel og er laganemi; var ræSa sú ein lofdýrSardrápa um K. Berlin. En þá tók viS yfirrjettarmála- flutningsmaður Karsten Meyer; var ræða hans skilyrSislaust hin lang- besta í garð vorn íslendinga, og hefSi hver Islendingur getaS haldiS þá ræSu, er slept er ummælum hans um rikisráSiS, því þaS taldi hann, aS svo lengi sem samband væri á milli land- anna, þá yrSu mál vor aS berast þar upp, til þess aS Danir gætu haft eft- irlit meS því, aS löggjöf vor bakaSi þeirn eigi ábyrgðar á einn eSa annan hátt. En sá grundvöllur, er hann bygSi á, var, aS sjerhver þjóS hefði rjett til þess aS ráða sjálf örlögum sínum. Mótmælti hann sjerstaklega Schack herforingja og prjedikun hans um aS beita valdi. AS lyktum talcli hann, aS ef samkomulag eigi næSist, svo aS þjóSirna gætu báSar vel viS unaS og lifaS saman í eindrægni, þá væri sjálfsagt að slíta sambandinu. Þá talaði einn af stjórnendunum í Studenterforeningen, stud. polit. K i d d e, án efa mælskastur þeirra, er þar töluðu, og var ræSa hans mjög svipuS aS innihaldi og ræSa K. Mey- ers, en þó var hann mun fastorSari urn vald þaS, er Schack herforingi talaSi um, og taldi þaS sjálfsmorS fyrir Danmörku, ef hún vildi beita hervaldi viS ísland. SkilnaS gæti hann fallist á, og taldi álitamál, hvort þaS væri eigi þaS æskilegasta. Loks talaSi dr. V a 11 ý r G u S- mundsson; talaði hann á móti stjórnarskránni og sagSi marga hjer heima á íslandi henni andvíga, benti á blaSiS „ÞjóSina“, er væri nýstofn- aS til aS vinna á móti henni. Var hann meSmæltur landsstjóra, taldi þaS einu lausnina. SíSan urSu nokkrar orSahnipping- ar. Lýsti Schack því yfir, -aS hann hefSi ekki átt viS hervald, og próf. K. B. svaraSi ýmsum andmælum og sagSi skrítlur, þótti t. d. einkennilegt, hvernig komist væri aS orSi i alma- naki ÞjóSvinafjelagsins, þar sem sagt er „Kristján FriSriksson, kon- ungur íslands og Danmerkur“. AS lyktum þakkaði formaSur fjelagsins ræðu- og fundarmönnum. Á eftir fundinum var sumbl; sátu þaS stjórn fjelagsins og nokkrir út- valdir fundarmenn, og af einhverri hendingu varS jeg þeirrar náSar aS- njótandi aS vera þar meS. Þar var rætt um íslandsmál, og þar voru umræSurnar fjörugri og óþvingaSri. Próf. K. B. er maSur kátur og fjör- ugur, en þarna lá sjerstaklega vel á honum; hann hafSi fengiS eina af sín- um heitustu óskum uppfylta—stjórn- askráin var feld. Jeg hef aldrei sjeS kátari mann. En vegna þess aS jeg lít svo á, aS hjer sje eingöngu um framhald af hinum fundinum aS ræSa, þá vil jeg skýra nokkuS frá samtalinu þar. Hvernig dettur yður í hug aS halda fram skilnaði? sagSi jeg viS pró- fessorinn.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.