Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.03.1915, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.03.1915, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON, Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Aígrciðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON, Veltusundi 1. Talsími 359. Nr. 11. Reyjavík, 10. mars. 1915. X. árg. Bækur, mnlendar og erlendar, pappír og alK konar ritföng kaupa allir í BQkauorsliin Siaíösar Evniundssonar. Lái’tis Fjeldsted, Y f irr jeitarmálafærslumaður. LÆKJARGATA 2. V'enjulega heima kl. 4—7 sífnl LÆKJARGÖTU 14 B (uppi á lofti) er venjulega opin n—3 virka daga. ilt próiastur. Dregur einhver dís frá hæöum draumþrá vora að sumarglæöum — hálfa þó að himinboga hundrað þúsund stjörnuloga. Svo er tígin sumar-ótta, — svo er vetrarnóttin fögur. Sáinn stjörnum sindrar lögur — svo er dýrðlegt kvöld á flótta. Svo er landi hrauns og hranna háttaö — þessu veldi fanna: þaö er sambland funa og frosta, fríöinda og harðra kosta. Þeir, sem búa í þessu landi, þykja og e r u mismunandi; hugur sumra: urö og ísing, aörir — svo sem morgunlýsing. * * * Maöur er hniginn, —■ morgungyöju mikill vin í sjón og iðju, lokað auga, er ljósi dreifði, lokið máli, er sorgir deyfði. Silfurhaddur, sá er glóði — svo sem annar jarðargróði, samkvæmt skýrum sendiboðum, sveipaður er í hvítavoðum. Þú varst tíma að liði langan, ljósgjafi við heiðarvangann, þar sem deigla dýrstu áar döggvar löndin fram til sjáar. Áin sú hin bjarta og bláa brosir milli runna og stráa, — leiðir fram í lygnu og straumi ljósmyndir af vöku og draumi. Aldur manns hjá drotning dala dvaldir þú í skini og svala, úrlausna og orðagóður aumri systur, snauðum bróður. Móti svan, er Laxá lagði ljóð sín til, en stundum þagði, þjer varð sæmd að kalli og kjóli, kunnir tök á höfuðbóli. Þar var öllu, er lifísi, líknað, líf á gangi og flugi sýknað, miðlað björg í áttir allar undir hvelfing vetrarhallar. Áin hefur streng, er streymir, stóran foss og hyl, sem dreymir; úenni varstu að háttum skyldur, hvikur í bragði’, en þó svo mildur. Kennimenska fölskva falin fellur víða og legst í valinn; þín var svipuð sólbráð góðri, sunnanátt, er veldur gróðri. Þú hefur trúardöggum drjúgum dreiít með rómi’ og anda bljúgum lengi og vel að ljósu kveldi — lendur maður í kærleiksveldi. Öttugeisli og aftanbjarmi áttu saman á þínum hvarmi. Þannig sætta æsku og elli að eins þeir, sem halda velli. Myndin er frá einu af áhlaupunum, sem Þjóðverjar hafa gert ná- lægt Nieuport í Belgíu. Það er snjór á jörðu, og alt er landið þarna graf- ið sundur, hlaupgröf við hlaupgröf, og svo gaddavírsgirðingar á milli, svo að vegurinn er ekki greiðfær. Framundan sjást logar upp frá þorpi, sem er að brenna. Inn í þinghá draumadísa, dagur þegar hætti að lýsa, brosandi úr vegi vjekstu vetrarskugga — er hjeðan gekstu. Sonur tíginn sólskinsáttar, sá er bólstri hinstu náttar vígður er, af valdi er lcunni, vinsæll hvílir í lokrekkjunni. Lifir, blómgast, löndin vinnur, lýsigull og sólskin spinnur, ofar brotsjó atburðanna, endurminning góðra manna. Guðm. Friðjónsson. Kaflar úr ræðu, fluttri í fjelaginu „Fram“ 27. febr. 1915. Eftir Þorstein Gíslason. I. Þegar frjettin kom hingað um strand höfuðmála alþingis 1914 í rík- isráðinu 30. nóv. síðastl., þá samþykti miðstjórn Heimastj.flokksins svo- hljóðandi yfirlýsingu, sem þegar i stað var birt opinberlega: „Miðstjórn Heimastjórnarflokks- ins telur sjálfsagt, að krefjast þess, að stjórnarskrárbreytingin verði staðfest áður en næsta reglulegt al- þingi kemur saman. Jafnframt vænt- ir miðstjórnin þess, að sem fyrst verði gefinn út konungsúrskurður um gerð fánans, samkvæmt tillögu þeirri, sem ráðherra hefur lagt fyrir kon- ung.“ Þessi samþykt miðstjórnar Heima- stjórnarflokksins bygðist á þeim skilningi, að konungur hefði með um- mælum sínum í ríkisráðinu 30. nóv. fullnægt fyrirvaranum, sem alþingi ljet fylgja stjórnarskrársamþykt sinni. Það væri því ráðherrans sök, en ekki konungsins, að málið strand- aði. Ráðherrann hefði annaðhvort misskilið vilja þingsins, eða þá brot- ið gegn honum eftir tillögum og vilja fárra manna, sem eftir þingslitin fengu í hendur ráðin yfir stefnu Sjálfstæðisflokksins, eða því, hvern- ig hún birtist út á við. Ummæli ráð- herra í ríkisráðinu gáfu tilefni til að ætla, að þetta síðara hefði átt sjer stað, þar sem hann til varnar gerð- um sínum vitnar þar meðfram til skeyta, !sem hann hafi fengið l-im málið eftir að hann kom til Khafnar frá „málsmetandi alþingismönnum", en hjer var það kunnugt, að þar með átti hann við miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins, því við hana hafði hann staðið í skeytasambandi fyrir ríkis- ráðsfundinn, og það hefði í sjálfu sjer ekki á nokkurn hátt verið ámæl- is vert, þótt hann leitaði ráða flokks- stjórnarinnar, ef ekki hefði staðið svo kynlega á, að þeir alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, sem voru í minni hluta innap flokksins á þing- inu, voru komnir í meiri hluta innan miðstjórnarinnar, sem tók við um- ráðum flokksins eftir þingslitin, eins og nánar verður minst á síðar. Krafan i yfirlýsingu miðstjórnar Heimastjórnarflokksins er sú, að fengin sje staðfesting á stjórnar- skránni fyrir næsta reglulegt alþingi. Eins óg menn vita, er þvi svo varið, að ef staðfesting fæst ekki á lögum, sem alþingi hefur afgreitt, áður en næsta reglulegt alþingi kemur sam- an, þá eru þau lög þar með af sjálfu sjer fallin, þ. e. málið verður sjálf- dautt. I yfirlýsingunni er því mót- mælt, að þannig skuli fara um sijórnarskrána. Og þar sem yfirlýs- ingin er bygð á þeim skilningi, að enginn ágreiningur sje milli alþingis og konungs um málið, þá vantar ekki annað en ráðherra, sem fáist til að framkvæma vilja þingsins og leggja stjórnarskrána fyrir konung til stað- festingar. í grein í Lögrjettu, sem fylgir yfirlýsing miðstjórnar Heima- stjórnarflokksins, segir, að ef ráð- herra sjái sjer ekki fært, að taka mál- ið upp að nýju, þá verði nýr ráð- herra að taka við til þess að fram- lcvæma vilja þingsins. Þarna er litiö svo á, að ekki sje með öllu óhugsan- legt, að skilningur ráðherra á málinu geti breytst svo, að hann leiðrjetti' síðar sjálfur það, sem að var orðið. En lítil líkindi hafði sú hugsun þó við að styðjast. Hitt var fremur hugs- anlegt, að til væru aðrir menn innan flokksins, einkum meðal þingmanna hans, sem ekki vildu þola þá með- ferð á málunum, sem þau höfðu feng- ið i ríkisráðinu, enda þótt flokks- stjórnin hjer hefði stutt ráðherra og verið í ráðum með honum. En þeirra verk hefði þá verið, að taka hjer í taumana og bjarga málunum. Það fór nú samt svo, að þær radd- ir frá Sjálfst.flokknum, sem lýstu ó- ánægju sinni yfir því, hvernig mál- unum væri komið, urðu næsta fáar og ekki háværar. En blöð flokksins keptust um að lofa framkomu ráð- herra. Þau töldu stjórnarskrána og fánann einskis virði hjá hinu, hve vel ráðherra hefði í ríkisráðinu staðið á verði fyrir rjettindum landsins. Svo hefst deilan um framkomu ráðherr- ans í ríkisráðinu. Öll blöð Heimastj.- manna hafa eindregið mótmælt henni, en blöð Sjálfstæðismanna varið hana og hrósað henni. Og þótt mikið hafi þegar verið um þetta bæði talað og skrifað, þá skal hjer enn stuttlega farið yfir það þrætumál. II. Um leiö og konungur heitir því, að staðfesta stjórnarskrána eins og hún var samþykt af alþingi 1913» auglýsir hann það í opnu brjefi til íslendinga frá 20. október 1913, að hann ætli að ákveða, að málin verði flutt i ríkisráðinu, og, að þessu verði ekki breytt fyr en samþykt verði ný lög um samband íslands og Dan- merkur. Ákvörðunin um útgáfu þessa opna brjefs var tekin í rikisráðinu, og jafnframt sneri konungur sjer til forsætisráðherra Dana og tjáði hon- um, að þegar til þess kæmi, að hann gæfi út úrskurð þann, sem þarna var boðaður, þá ætlaðist hann til þess, að þetta yrði tilkynt með samhljóða auglýsingu í Danmörku. Þetta er tilefnið til fyrirvara al- þingis. í honum segir, að e f svo vrði litið á, að með þessu hafi upp- burður sjermála Islands fyrir kon- ungi í ríkisráði Dana verið lagður undir valdsvið dansks löggjafarvalds ! eöa danskra stjórnarvalda, þá geti alþingi ekki viðurkent slíka ráðstöf- un skuldbindandi fyrir ísland. Með. þessu er alt sagt, sem máli skiftir í fyrirvaranum, þ. e., að al- þingi haldi því fast fram, að ákvæð- ið um flutning sjermálanna íyrir konungi í ríkisráðinu sje íslenskt sjermál. Þetta átti ráðherra að tjá konungi fyrir þingsins hönd og fá hjá hon- um skýring á auglýsing opna brjefs- ins, sem um hefur verið talað, og á því, sem gerðist í ríkisráðinu 20. okt. 1913, sbr. orðin í fyrirvaranum: „e f svo yrði litið á“ o. s. frv. Konungur gefur svo ákveðið svar um þetta alþingi í vil, sem framast verður á kosið. Hann segir: „Það, sem gerðist á rikisráðsfundi 20. okt. 1913 má ekki skilja svo, að uppburð- ur sjermála íslands fyrir konungi í ríkisráði mínu sje með því lagður undir löggjafarvald Dana, eða dönsk stjórnarvöld.“ Með þessu er fyrirvara alþingis fullsvarað. Konungur hefur játað, að ákvæðið um það, hvar mál íslands sjeu flutt fyrir honum, sje íslenskt sjermál, enda var það þegar sýnt með því, að útskurðurinn um þetta átti að vera gefin út af konungi með undir- skrift íslandsráðherra eins, en þetta er einmitt það, sem einkennir íslensk sjermál. Þegar svo er komið, að ráðherra hefur fengið orð konungs fyrir því í ríkisráðinu, að það fáist fyrirstöðu- laust, sem honum var ætlað að fá, þá fer ráðherra að vitna í klausu i fyrirvara alþingis, sem ekki virðist vera annað en hugsanarugl með end- urtekningum á því, sem þegar er sagt. Þar segir: „Ennfremur ályktar alþingi að lýsa þvi yfir, að það áskilur, að kon- ungsúrskurður sá, sem boðaður er í fyrnefndu opnu brjefi, verði skoðað- ur sem hver annar íslenskur konungs- úrskurður, enda geti konungur breytt honum á ábyrgð íslandsráðherra eins, og án nokkurrar íhlutunar af hálfu dansks löggjafarvalds eða danskra stjórnarvalda. Heldur al- þingi þvi fast fram, að uppburður sjermála íslands fyrir konungi í rík- isráði Dana verði hjer eftir sem hing- að til sjermál íslands.“ Síðar skal sýnt fram á, hver hugsanagrautur þessi klausa er og hvernig hún hefur verið misskilin af ráðherra. , Hann leggur hana til grundvallar fyrir skýringu sinni á málavöxtum í ríkisráðinu ásamt símskeytum, sem hann segist hafa fengið að heiman, eftir að hann kom til Khafnar. Hann segir, að með auglýsingunni til Dana, sem konungur hafi talað um á ríkisráðsfundi 20. okt. 1913, ætli konungur að binda sig við vilja rík- isþingsins um það, hvort síðar meir megi breyta þeim úrskurði, sem hann ætli að gefa út um flutning sjermál- anna i ríkisráðinu, og fyrirvari al- þingis banni sjer að skrifa undir staðfesting stjórnarskrárinnar með konungi, ef sú auglýsing verði gefin út. Konungur skýrir málið þannig, að með núverandi fyrirkomulagi sje flutningur málanna í ríkisráðinu sjer eina tryggingin fyrir því, að lögin frá alþingi, sem fyrir sig sjeu lögð, sjeu virkilega íslensk sjermál, en ekki sammál, þ. e. eina tryggingin fyrir þvi, að alþingi fari ekki í lög- gjöf sinni út fyrir sjermálasviðið og yfir á svæði sameiginlegu málanna. Um leið og málin sjeu flutt út úr ríkisráðinu, verði að setja reglur um, að sú trygging fari þá fram á annan hátt. Það, sem milli ber, er þá þetta: Hvort breyta mætti fyrirhuguðum j konungsúrskurði um sjermálaflutn- inginn í ríkisráðinu eins og hverjum öðrum íslenskum konungsúrskurði. Ráðherra heldur því fram í ríkisráð- inu, að auglýsingin til Dana, sem um hefur verið talað, sje þessu til fyrir- stöðu, og á þessu lætur hann stjórn- arskrárstaðfestinguna stranda. Aðr- ir segja, að úr því að hjer sje um íslenskan konungsúrskurð að ræða, þ. e. konungsúrskurð, gefinn út með undirskrift Islandsráðherra, þá liggi það í eðli hans, að honum megi breyta undir eins og konungur og ráðherra íslands komi sjer saman um það. Áður en lengra er farið út í þetta, ei vert að athuga, hve mikils virði það sje, sem þarna er þrætt um. Allflestir eru nú sammála um það, að eins og nú stendur sje það reynd- ar besta fyrirkomulagið, að sjermál- in sjeu flutt i ríkisráðinu. Að minsta kosti er ráðherra, öll miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins og blöð hans á þeirri skoðun. Deilan er þá orðin eingöngu um það, hvort þessu æskilegasta fyrir- komulagi, sem nú þykir, mætti breyta einhvern tíma síðar meir án í- hlutunar danskra stjórnarvaldao ef svo færi, að íslendingar vildu þá breyta til. En enginn bendir á, hve- nær sá tími mundi upp renna, að íslendingar vildu fá þessu breytt, nje aí hverjum ástæðum það ætti þá að vera. Það er að eins sagt, að hjer sje um mjög dýrmæt rjettindi að ræða, sem fari forgörðum, ef kon- ungur gefi út auglýsinguna marg- umtöluðu til Dana. Um þessa kenn- ingu hefur það áður verið sagt, að verri innlimunarkenning væri ekki til heldur en að halda þvi fram, að hægt sje að skerða landsrjettindi okkar með því einu að auglýsa eitthvað í þá átt í Danmörku. Skýr framsetn- ing á málavöxtum frá Sjálfst.manna hálfu er ekki til, enn sem komið er. Hjer skal nú reynt að gera grein fyrir, hvernig í málinu liggur. Ástandið er það, að við erum i sambandi við aðra þjóð, höfum með henni sameiginlegan konung og sam- eiginleg mál, auk þess, sem við höf- um sjermál, sem við einir eigum öll ráð yfir. Takmörkin milli þessara mála eru ákveðin með lögum. Til- raunir okkar hafa farið i þá átt, að víkka sem mest sjermálasviðið. Og Danir hafa á siðari árum verið fúsir til að rýmka um það, en engar til- raunir gert í þá átt, að þrengja það. Stjórnarskráin, sem nú er verið að deila um, hefur i sjer nokkra víkkun á sjermálasvæðinu, og fáninn hefur verið talinn mikilsverð viðurkenning í þá átt, að tryggja sjerstöðu okkar. Nú hefur alþingi með fyrirvaran- um viljað tryggja sjer, að mál, sem það hefur áður talið sjermál, sje ekki með vissri stjórnarathöfn dreg- ið undir sameiginlegu málin. Þetfa, og annað ekki, var til gangur fyrir- varans, hvort sem hann hefur verið óþarfur eða ekki óþarfur. Og al- þingi fær ótviræða yfirlýsingu hjá konungi um, að til þessa hafi aldrei verið hugsað af honum; ótti alþingis um, að hjer væri verið að þrengja sjermálasvið þess, hafi verið með öllu ástæðulaus. En svo verður atriði, sem kemur fram í sambandi við þetta, að á- steytingarsteini. Þetta atriði kemur fram af því, að konungurinn verður að taka tillit til beggja þjóðanna, ís- lendinga og Dana. Af því að Danir fara einir með sameiginlegu málin, mun ekki hægt að mótmæla rjetti þeirra til þess að tryggja sjer það, að alþingi fari ekki í löggjöf sinni út fyrir sjermálasviðið, gefi ekki út lög, sem geti komið Danmörku i vandræði við aðrar þjóðir meðan Danmörk er í fyrirsvari fyrir ísland út á við. Þessa tryggingu fá Danir nú með flutningi sjermálanna í ríkis- ráðinu. Þess vegna ákveður konung- ur, að málin sjeu þar flutt. Og ráð- herra tjáir sig ánægðan með það, hef- ur ekkert á móti því, að tryggingin sje veitt Dönum á þennan hátt. Ráðherra og hans menn hefðu, að því er þeir segja, verið harðánægðir t

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.