Lögrétta - 09.06.1915, Blaðsíða 1
Nr. 26
Reykjavík, 9. júní 1915.
X. árg.
Bækur,
innlendar og erlendar, pappír og alls-
konar ritföng, kaupa allir í
Bókauerslun Sigfusar Eymundssonar.
Lárus Fjeldsted,
Yfirrjettarmálafærslumaður.
LÆKJARGATA 2.
Venjulega heima kl. 4—7 síSd.
Domldur Thoroddsen
sextug’ur.
Prófessor Þorvaldur Thoroddsen
varö sextugur 6. dag þessa mánaöar.
Þaö orkar ekki tvímælis, aö hann
cr víökunnastur og víöfrægastur allra
íslenskra vísindamanna nú á dögum.
Eftir hann liggur urmull af merkum
ritverkum á útlendum málum. Hann
á líka fjölda af ágætum ritgerðum í
íslenskum tímaritum. En mest þykir
okkur vert um höfuðrit hans: Land-
fræðissöguna (1892—1904) og ís-
landslýsinguna (1908—1911), og svo
Ferðabókina miklu, sem nú er full-
prentuð, i 4 bindum.
Það er mjög fágæt gáfa að geta
Þorvaldur Thoroddsen, prófessor.
samið vísindarit svo, að þau sjeu við
alþýðu hæfi; en þá gáfu hefur próf.
Thoroddsen til að bera. Þessi rit hans
eru svo veigamikil vísindarit, að þau
munu ekki fyrnast fremur en okkar
bestu fornkunnu fræðirit. Og þess
hef jeg orðið var á ferðum mínum,
að enginn íslenskur vísindamaður
nýtur nú eins mikillar alþýðuhylli
hjer á landi eins og Þorvaldur Thor-
oddsen. Ýmsir Reykvíkingar sendu
honum þakkarkveðju og hamingju-
ósk á sextugsafmæli hans. Mjer er
nær að halda, að hver læs maður á
landi hjer hafi eitthvað lesið af ritum
hans, og jeg veit með vissu, að allir
hugsa til hans með þakklæti og virð-
ingu.
Jeg veit ekki, hversu mikið er selt
af Ferðabókinni, en jeg veit — af
hendingu — að einn áskrifandinn að
þeirri stóru bók er fátækur unglings-
piltur uppi í sveit. G. B.
Hið íslenska fræðafjelag í Khöfn
hjelt ársfund 14. maí. Forseti fjelags-
ins lagði fram reikninga þess og
skýrði frá gerðum þess og hag á um-
liðnu ári. Síðan fundur var haldinn í
fyrra hafði komið út frá fjelaginu
Afmælisrit til Dr. Kr. Kaalund,
Ferðabók eftir Þorvald Thoroddsen,
3. bindi í fyrra haust, og 4. bindið nú
um mánaðamótin, 0g 3. hefti af
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns. Þessar tvær síðastnefndu
bækur væru nú afgreiddar til íslands.
Fræðafjelagið hefur nú staðið í
rúm 3 ár, og gefið út töluvert af
góðum og merkilegum bókum. Það
hefur gefið út Endurminningar Páls
Melsteds og Brjef hans til Jóns Sig-
urðssonar, Píslarsögu .sjera. Jóns
Magnússonar, Orðakver eða Stafsetn-
ingarorðabók eftir Finn Jónsson, Af-
mælisrit til Dr. Kr. Kaalunds, þrjú
fyrstu heftin af hinni nafnkunnu
Jarðabók þeirra Árna og Páls, og þá
hefur frá fjelaginu komið hin mikla
og ágæta Ferðabók eftir Þorvald
Thoroddsen.
Þá er þess er gætt, að fjelagið er
svo ungt og fáment og byrjaði með
tvær hendur tómar, er þetta ekki svo
lítið, en að fjelagið hefur getað unn-
ið svo mikið á skömmum tíma, á það
langmest prófessor Þorvaldi Thor-
oddsen að þakka. Hann hefur farið
líkt að við það og við Bókmentafje-
lagið áður, og þeim mun betur sem
þetta fjelag er fátækara. Bókmenta-
fjelaginu gaf hann handritið af öðru
bindinu á Landfræðissögu sinni.
Fræðafjelaginu hefur hann gefið alla
Ferðabókina og greitt úr sínum eig-
in vasa 3600 — þrjú þúsund og sex
hundruð — kr, upp í prentunarkostn-
aðinn á henni. Fræðafjelagið hefur
ekki haft annan kostnað af henni en
burðareyri og sölulaun. Þriðjung-
urinn af andvirði hennar gengur í
hinn fasta sjóð fjelagsins, en afgang-
inum verður varið til þess að prenta
hið næsta rit eftir prófessor Thorodd-
sen og hefur hann gefið fjelaginu
handritið. Fræðafjelaginu þykir vænt
um að eiga slíkan hauk í horni sem
prófessor Thoroddsen, og fær ekki
þakkað honum góðvild hans og hjálp
eins og vert er.
Hið nýja rit, er prófessor Thorodd-
sen hefur gefið fjelaginu, er um „ár-
ferði á íslandi" frá fyrstu bygð þess
og fram á vora öld. Það er mjög fróð-
leg og merkileg bók; má búast við
að mörgum íslendingum, ekki síst
landsmálamönnum og búmönnum,
þyki gaman og gagnlegt að lesa hana.
Rit þetta verður nú farið að prenta
i sumar.
Á íslandi hefur fjelaginu verið tek-
ið vel. Allir skynsamir og góðir ís-
Lndingar gleðjast af því að eignast
góðar bækur, og sumir fá enga betri
skemtun en að lesa góða bók. Mörg-
um þeirra þykir líka vænt um, að
landar þeirra, sem dvelja erlendis,
sjeu ekki aðgerðalausir, og reyni með
ritverkum sínum að vinna Islandi
gagn og sóma. Allir skynsamir og
góðir menn sjá, að það er hið besta
sem þeir hafa getað gert.
Einstaka hjáróma raddir hafa þó
heyrst á íslandi um það, að Fræða-
fjelagið lifði eingöngu á styrk frá
Dönum. Það gerir Fræðafjelagið
ekki fremur en Bókmentafjelagið. En
þess skal getið með þakklæti, að
kenslumálaráðaneytið veitti Fræðafje-
laginu hinn sama styrk, 1000 kr. á
ári, sem Bókmentafjelagið hafði áð-
ur fengið frá því, en fjell niður, þeg-
ar deildin í Kaupmannahöfn var flutt
til Reykjavíkur. Enn fremur skal
þess getið með þakklæti, að Hjelm-
stjerne-Rosencroneske stofnunin hef-
ur nú veitt Fræðafjelaginu í fjögur
ár 500 kr. á ári til þess að gefa út
jarðabókina. Það er sami styrkurinn,
sem stofnun þessi veitti Bókmentafje-
laginu um nokkur ár til þess að gefa
út „Safn til sögu íslands“, en fjell
burtu, er fjelagsdeildin var flutt til
Reykjavíkur. Þessir tveir styrkir hafa
komið Fræðafjelaginu að góðu liði, en
þó má geta þess, að Danir veittu
Bókmentafjelaginu árlega helmingi
meira alls í styrk á hverju ári, en þeir
hafa veitt Fræðafjelaginu. Auk þess,
sem þegar er talið, veitti konungur
Bókmentafjelaginu 400 kr. styrk ár-
lega í peningum og ljeði því ókeypis
húsnæði, sem ekki mundi hafa kost-
að fjelagið minna en 600 kr. á ári, ef
það hefði orðið að leigja sjer jafngott
húsnæði. Enn fremur veitti danska
stjórnin 800 kr. á ári til útgáfu Forn-
brjefasafnsins, og fyrir fulltingi for-
seta Fræðafjelagsins helst sá styrk-
ui enn.
Kaupmannahöfn 20. mai 1915.
Bogi T h. Melsteð.
J árnbrautarmáls-
þrætan.
Brjefkafli til Lögrjettu að norðan.
Fyrir nokkrum árum, þegar síma-
málið var til umræðu, bæði á þingi
og í blöðunum, var mikið rifist um
það, hvort vjer hefðum efni á að
leggja út í það fyrirtæki og hvort
það mundi borga sig fyrir þjóðina.
Þá börðust sumir á móti því máli og
töldu allar áætlanir, nema sínar eig-
in, vitleysu eina. Til allrar hamingju
fyrir land og lýð urðu þeir í minni
hluta. Það munu nú fáir telja, að því
máli hafi verið misráðið. Nú er járn-
brautarmálið á djagskrá þjóðar og
þings. Frummælandi málsins, Jón
Þorláksson, hefur skrifað mjög fróð-
legar, og að mínu áliti, óhlutdrægar
greinar í Lögrjettu um málið, en svo
undarlega bregður við, að einmitt
sumir þeirra manna, sem börðust á
móti símamálinu, rísa nú öndverðir
á móti járnbrautarmálinu.
Ein af ástæðum andmælenda er sú
heiðarlega tilgáta, að fylgi J. Þ. við
málið sje sprottið af eigingjörnum til-
gangi. Ólíklegt er, að þjóðin sje svo
blind að hún trúi slíku, því að J. Þ.
er einn með þeim ólíklegustu til þess
að geta haft persónulegt gagn af
brautinni , þótt hún kæmist á.
Önnur ástæðan er kostnaðurinn.Um
þá ástæðu má lengi þrátta. F. B. A.
reiknar út í Norðra, hve mikill kostn-
aðurinn verður, með þvi að reikna
vexti og vaxtavexti í 36 ár. Hvert sá
reikningur á að vera grýla framan í
alþýðu, er ekki gott að vita, en víst
er um það, að ef þannig væri reikn-
að alt það, sem menn leggja út í að
kosta til, svo sem jarðakaup, skipa-
kaup, húsakaup, brúarbyggingar 0.
f!., án þess að draga frá beinan og ó-
beinan hagnað, mundi vera hægt að
fá margar miljónir í tap, jafnvel af
allra nauðsynlegustu fyrirtækjum.
Hvað mundi ein einasta brú á landinu
kosta með þeim reikningi, svo sem
Ölfusárbrúin? Það eru mörg fyrir-
tæki á landi voru, sem ekki gefa svo
rnikinn arð beinan, að nægi til að
borga tilkostnað. Það er óbeini arð-
urinn, sem verður að gera það. Eða
hver mundi vilja hætta við öll þau
íyrirtæki, sem ekki gefa nægilegan
beinan arð til endurgreiðslu á kostn-
aði? Hjer er því ekki einasta að
þrátta um það, heldur hitt: Eru sam-
göngubætur nauðsynlegar? Hvað
mikið getur búnaðinum farið fram og
framleiðslan aukist? Hvað mikið
mundj flutningaþörfin aukast og jarð-
ir stíga í verði?
Þetta hefur J. Þ. verið að athuga i
ntgerð sinni, og þetta eiga andmæl-
endur að athuga, en ekki að brígsla
um eigingirni og því um líkt.
Svivirdingfin,
sem íslendingar hafa orðið
fyrir.
Svo sem öllum er kunnugt, komu
þrímenningarnir heim frá Kaup-
mannahöfn með grundvöll að samn-
ingi um staðfesting stjórnarskrár-
innar. I þeim grundvelli var gert
ráð fyrir ummælum frá konungi, Is-
landsráðherra og forsætisráðherra
i ríkisráðinu, ummælum, sem sýndu
það, með hverjum skilningi frá hverri
hlið staðfestingin færi fram.
Frá þessum grundvelli var alls eigi
gengið að fullu. Hann gat verið háð-
ur ýmsum samkomulagsbreytingum.
Hann var gerður með það fyrir aug-
um, að konungur og alþingi gætu að
honum gengið, til þess að íslenskri
þjóð yrði forðað frá þeim skaða og
þeirri skömm, að stjórnarskrármál
hennar og fánamál grotnaði sundur í
höndunum á stjórnmálamönnunum.
Gæti hann ekki fullnægt þeim til-
gangi, eins og hann var orðaður, þeg-
ar þrímenningarnir komu með hann,
var fyrirætlunin sú, að reyna að laga
hann eftir þörfum.
En hann var þess eðlis, að ekki gat
komið til nokkurra mála að fara með
hann annan veg en sem trúnaðarmál.
Konungur talar við gesti sína í trún-
aði um það, hvernig takast megi að
gera þing þjóðarinnar ánægt. For-
sætisráðherrann talar um það við þá
i trúnaði, hvernig koma megi á góðu
samkomulagi með stjórnum landanna.
Engu er ráðið til lykta. En menn
tala saman, konungur, forsætisráð-
herra og hinir íslensku gestir kon-
ungs, í fullu trausti þess, að allir sjeu
sæmdarmenn og fari með trúnaðar-
mál eins og góðum drengjum sæmir.
Þrímenningarnir komu hingað
heim. Þeir verða auðvitað að bera
þennan samningagrundvöll undir
samþingismenn sína hjer, til þess að
fá að vita, hvort þeir aðhyllist, eða
hverjir aðhyllist hann. Til þess höfðu
þeir líka heimild, með því að konung-
ur gekk að því vísu, að á alþingi Is-
lendinga ættu engir ódrengir sæti.
En þrímenningarnir taka það fram,
að hjer sje um trúnaðarmál að tefla,
og að þeir geti ekki látið það uppi
oðruvísi en sem trúnaðarmál. Þeir fá
afdráttarlaus loforð allra um að eftir
þessu skilyrði skuli verða farið.
Við þetta kannast allir. Engin deila
er um það, að þingmennirnir, sem
fengu að kynng sjer samningagrund-
völlinn, lofuðu allir að halda honum
leyndum, þar til er leyfi fengist til
þess að birta hann, hvernig sem um
málið færi að öðru leyti.
Þetta loforð hefur nú verið svikið.
Ingólfur flytur 6. þ. m. skjal, sem
hann segir, að sje samningagrundvöll-
urinn. Vjer skulum ekkert um það
segja, hvort skjalið er rjett, eða að
meira eða minna leyti falsað. Við öllu
má búast af mönnum, sem geta gert
annað eins og þetta. En það skiftir
ekki miklu máli.
Það er tekið fram í blaðinu, að rit-
stjóri þess, Benedikt Sveinsson, beri
ekki einn ábyrgð á þessu verki, held-
ui sje það gert „eftir samhuga ráði
sjálfstæðisþingmanna, sem eru í
Reykjavik.“ Blaðið vill víst ekki
halda því fram, að þetta sje gert með
samþykki Einars Arnórssonar, Guð-
mundar Hannessonar og Sveins
Ejörnssonar. Þeir eru sennilega ekki
lengur „sjálfstæðisþingmenn“. Svo
að þeir, sem ábyrgðina bera, eru þá:
Björn Kristjánsson, Bjarni Jónsson,
Benedikt Sveinsson, Sig. Eggerz og
Skúli Thoroddsen.
Svívirðingin, sem íslensk þjóð hef-
ur orðið fyrir með þessu, er alveg
óvenjulega illkynjuð.
Að fulltrúar þjóðarinnar, sumir
þeirra í virðulegustu stöðum þjóðfje-
lagsins, bankastjóri, háskólakennari,
fyrv. ráðherra, skuli gerast til þess,
fiammi fyrir allri þjóðinni, að svíkja
trúnaðarmál, sem konungur á við ís-
lenska stjórnmálamenn út af vanda,
sem hann leggur út í, bersýnilega af
emberri góðvild til íslenskrar þjóð-
ar — á því er svo mikill óþverra-
blær, að lengra verður naumast jafn-
að.
Það má geta því nærri, hvernig
konungi hefur verið innanbrjósts,
þegar hann hefur fengið fregnina um
það, að íslenskt blað hafi verið látið
flytja orðrjetta ræðu, sem hann sjálf-
ur ætli að halda í ríkisráði — ræðu,
sem haldið sje leyndri i Danmörku,
þó að málið sje þar deiluefni, alveg
eins og hjer á íslandi. Og það má
geta nærri, hvernig þeir, sem leggja
kapp á það í Danmörk að tala illa
um Islendinga, hrósa nú happi út af
þeirri reynslu, sem konungur hafi af
íslendingum fengið.
I dönskum blöðum hefur á síðari
tímum talsvert borið á ásökunum i ís-
lendinga garð um óorðheldni og óá-
reiðanleik í öllu okkar stjórnmála-
braski. Vjer höfum talið þær ásakan-
ir ósanngirni og ósannindi. Nú er svo
komið, að það er torvelt íslending-
um að lita upp á nokkurn ærlegan
mann, fyr en sú smán er með ein-
hverju móti af þvegin, sem sletst hef-
ur nú á íslenska þjóð, og einhvern
veginn hefur verið bætt fyrir það
ódrengskaparbragð, sem í frammi
hefur verið haft.
Hver lagfdi til
skjalid?
Birting Ingólfs á trúnaðarmáli því,
sem farið hefur á milli konungs og
íslenskra þingmanna, hefur vakið ó-
hemjuhneyksli hjer í bænum með
rjettsýnum mönnum. Og alstaðar hef-
ur kveðið við spurningin, hvernig
þ e 11 a hafi getað atvikast, hvernig
Ingólfur hafi getað náð í þetta skjal.
Lögrjetta hefur haldið spurnum
fyrir um það, og orðið þess vísari,
sem nú skal greina:
Sig. Eggerz, fyrv. ráðherra, hafði
fengið skjalið lánað 2 klukkustundir,
þegar þrímenningarnir voru nýkomn-
ir úr utanförinni. Þá var enginn ofsi
kominn í málið, og menn trúa því
ekki, að Sig. Eggerz hafi þá farið að
afskrifa það.
Nokkrum dögum síðar, þegar ólgan
var farin að aukast með Sjálfstæðis-
foringjunum, fjekk Björn Kristjáns-
son skjalið lánað 2 klukkustundir.
Hann þóttist ekki geta áttað sig á
málinu að öðrum kosti.
Það er sannfæring manna, að hann
hafi notað þessar tvær stundir til þess
að afskrifa eða láta afskrifa skjalið,
og að það sje hann, sem hefur afhent
afskriftina til birtingar i Ingólfi.
Það væri sjálfsagt nokkurs vert
fyrir bankastjórann að bera þetta af
sjer — sem altalað er í öllum bænum.
Auðvitað er það fullískyggilegt, að
Hjer eru sýnd landamæri Austurríkis og ítalíu og eru þau hjeruð,
sem Austurríki bauðst til að láta af hendi við ítalíu gegn því að hún
yrði hlutlaus í stríðinu, merkt með strykum á uppdrættinum.