Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.06.1915, Blaðsíða 1

Lögrétta - 30.06.1915, Blaðsíða 1
. i' 'V 'r’tj' Torfi Bjarnason skólastjóri. hefur ávalt fyrirliggjandi ódýr, algeng húsgögn, svo sem: RÚMSTÆÐI, KLÆÐASKÁPA, KOMMÓÐUR, BORÐ af ýmsri stærð og gerð o.flo.fl. Sömuleiðis HURÐIR og margskonar LISTA, sem og allskonar UNN- INN OG ÓUNNINN VIÐ (timbur). Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bókauerslun Sigfíisar Eymundssonar. Lárus Fjeldsted, Y f irrjettarmálaf ærslumaður. LÆKJARGATA 2. Venjulega heima kl. 4—7 síðd. t Toríi Bjarnason skólastjóri. Hann andaðist heima í Ólafsdal 24. þ. m. Frjettist hingaS nokkrum dög- um áður, að hann lægi mjög veikur, og fór Ásgeir sonur hans þá vestur cg mun hafa náð þangað rjett fyrir andlát föður síns. Torfi var nær 77 ára gamall, fædd- ur á Skarði á Skarðsströnd 28. ág. 1838. Bjuggu foreldrar hans síðan á Frakkanesi þar á Skarösströndinni og eftir þaS í Bessatungu í Saurbæ, og ólst Torfi upp hjá þeim, en fór frá þeim 24. ára gamall til Ásgeirs á Þingeyrum, frænda síns. Hjá honum var hann þrjú ár, en að þeim liðnum var það ráðið, aö hann færi til Skot- lands til búnaðarnáms. Það var þá ætlun Húnvetninga, að koma upp hjá sjer fyrirmyndarbúi, og átti Torfi aö verða forstöðumaður þess. Var hann svo um tíma í Reykjavík viö nám, en fór til Skotlands vorið 1866 og dvaldi utan lands x 3 missiri. Þá komst Torfi í samband viö Jón Sig- urösson forseta og ritaði um búnaö- armál í „Ný fjelagsrit“. Má sjá þaö af brjefum J. S., að honum hefur þótt mikiö til Torfa koma. Þegar Torfi kom heim aftur, sett- ist hann að. á Þingeyrum, en ekkert varð úr fyrirmyndarbúinu hjá Hún- vetningum. í utanförinni haföi Torfi lært margt, sem síðar hefur að góöum notum komið. Hann kom þá með ljá- ina, er hann hafði látiö gera i Skot- landi eftir fyrirsögn sinni, og út- rýmdu þeir gersamlega eldri ljáunum á nokkrum árum. HaustiS 1868 kvæntist Torfi frænd- konu sinni Guðlaugu Zakkaríasdóttur fráHeydalsáíStrandasýslu og bjuggu þau fyrstu tvö árin á Varmalæk í Borgarfiröi, en síöan keypti Torfi Ólafsdal og hefur búiö þar siðan í hálfan fimta tug ára. JörSin er ekki stór nje kostamikil, segja kunnugir, og telja það óhapp, að Torfi skyldi ekki lenda á veigameiri bújörð, og þar aS auki er Ólafsdal eigi heldur vel í sveit komiö. En þarna hefur Torfí samt gert fyrirmyndarbýli, með miklum byggingum og jaröabótum. BúnaSarskóli var þar frá 1880 og fram yfir aldamótin, í fullan fjórð- ung aldar, og voru þar að jafnaöi 12 lærisveinar, tekixir ’6 nýir á ári. Var mikið smíðaö af jarðyrkjuverkfærum þar á skólanum, og Var Torfi sjálfur lengst af aðalsmiðurinn, og smíSar kendi hann piltum, segir Þórhallur Bjarnarson biskup í ritgerö um Torfa í júníblaöi „ÓSins“ 1912, og má vísa í þá ritgerS þeim, er nánar vilja fræð- ast um æfi Torfa og starfsemi hans. Þar eru og myndir frá Ólafsdal. Margt hefur Torfi ritaö um bún- aöarmál, og eru þær ritgerðir hans í Nýjum fjelagsritum, Andvara, Bún- aöarritinu, tímariti Bókmentafjelags- ins og svo í blöSum til og frá. Nú á síSustu árunum hefur Búnaðarritið flutt eftir hann langar og merkilegar rxtgerðir um heyásetning, fóSurforða- búr og hallærisvarnir. Þau Torfi og GuSlaug eignuðust 12 börn. 3 dóu UUg, en 5 hafa and- ast upp komin, 4 dætur og sonur, kominn til náms á háskólanum. 4 börnin lifa föður sinn, ásamt móður þeirra, sem er 7 árum yngri en Torfi, dætur tvær, Áslaug og Ragnheiöur, giftar konur, Áslaug á LjótsstöSum í I I.axárdal í SuSur-Þingeyjarsýslu og RagnheiSur kona Hjartar Snorrason- ar alþm. í Arnarholti í Borgarfiröi, og synir tveir, Ásgeir efnafræðingur hjer í Rvik og Markús búfræöingur í Ólafsdal. Torfa í Ólafsdal mun jafnan veröa minst meSal merkustu manna sam- tíðar sinnar hjer á landi. Stjórnrfrumirorp. 1. Um breyting á lögum nr. 22, n. júlí 1911, urn Stýrimannaskólann í Reykjavík, í sambandi viS frv. t. 1. um atvinnu við siglingar. 2. Um stofnun vjelstjóraskóla í Reykjavík. Gert ráS fyrir tveggja ára námi og skólastjóra með 2400 kr. launum, er jafnframt sje vjelfræðis- kennari stýrimannaskólans, en auka- kennara og tímakennara ræöur stjórn- arráðiö eftir þörfum. 3. Um afhending á landi til stækk- unar kirkjugarösins í Reykjavík. 4. Um ógilding viSskiftabrjefa og annara skjala með dómi. 5. Um atvinnu viS siglingar. Frv. komiS frá stjórn Fiskifjelags íslands, er telur lögin frá 1905 úrelt, meS því þau eigi aöallega viS þilskipaútgerS, en ekki útgerö botnvörpuskipa. 6. Um atvinnu viS vjelgæslu á gufuskipum. Eftir tillögum frá Vjel- stjórafjelagi Islands, er sendar voru stjórnarráöinu voriS 1914. 7. Um mat á lóðum og löndum í Reykjavík. 8. Um sparisjóði. Hefur legið fyrir alþingi 1913 og 1914. 9. Um rafveitur. 10. Um ullarmat. 11. Um breyting á lögum 8. október 1883 um bæjarstjórn x Isafjai-Sar- kaupstað. 12. Um framlenging á gildi laga 3. ágúst 1914 um ráöstafanir á gull- forSa íslands banka, innstæðufje í bönkum og sparisjóðum og á póst- ávísunum. 13. Um heimild fyrir ráöherra Is- lands til aö leyfa íslandsbanka aS auka seölaupphæS þá, er bankinU samkvæmt 4. gr. laga 10. nóvbr. 1905 getur gefiö út. 14. Um heimild fyrir ráSherra Is- lands til aS skipa nefnd til aS ákveSa verðlag á vörum. Bráðabirgðalög. 15- Um bann á útflutningi frá ís- landi á vörum innfluttum frá Bret- landi. I. gr. BannaS skal aö flytja út frá íslandi vörur, hverju nafni sem nefn- ast, sem þangað eru fluttar frá Bret- landi. Tekur bann þetta til hverrar þeirrar vöru, sem flutt er á land á íslenskri höfn eftir aS lög þessi öðl- ast gildi. — Þó er heimilt aö birgja upp skip, er sigla frá Islandi, til næstu erlendrar hafnar, sem þaS ætl- ar aö koma á, svo og íslensk fiski- skip meðan þau stunda fiskiveiöar viS ísland. — Nú breytist ástandiS svo, aö stjórnarráS íslands telur banns þessa ekki þörf lengur, og er því þá heimilt að ljetta banninu af meS auglýsingu, aö einhverju leyti eSa meS öllu. 2. gr. Samskonar útflutningsbann og getur um í 1. gr. er stjórnarráSi íslands heimilt aö leggja með reglu- giörö á vörur, sem til íslands flytj- ast frá öSrum löndum, ef þaö telur hættu á, aS ella taki aS einhverju leyti eöa öllu fyrir vöruflutning frá þeim löndum til íslands. 3. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugjörSum þeim, setn út verða gefnar samkvæmt lögunum, varöa sektum til landsjóSs alt aö 1000 kr. eöa fangelsi, ef brot er stórvægilegt eSa ítrekaS, og fer um mál út af brot- um þessum sem um almenn lögreglu- mál. 4- gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Þetta eru bráðabirgSalög, er kon- ungur-hefur staðfest 19. júni. 16. Fjárlög fyrir árin 1916 og 1917. 17. Fjáraukalög fyrir árin 1914 og I9IS- 18. Fjáraukalög fyrir árin 1912 og I9!3- 19. Um samþykt á landsreikningn- um fyrir árin 1912 og 1913. 20. Um framlenging á gildi laga nr. 30, 22. okt, 1912, og laga nr. 44, 2. nóv. 1914 og laga nr. 45, s. d. Þetta eru vönxtollslögin og ætlast til fi'amlengingar fyrst um sinn til árs- loka 1917. Landsbankinn. 21. Um breyting á lögum nr. 12, 9. júlí 1909, um breyting á lögum um stofnun Landsbanka 18. sept 1885 m. m. Gert ráS fyrir 3 bankastjórum, og skal einn af þeim hafa leyst af hendi próf í lögfræði, er veiti rjett til em- bætta þeirra á Islandi, er lögfræS- ingar skipa. Laun bankastjóranna, hvers um sig, 6000 kr. Fjölgun ráðherra. 22. Um breyting á lögum nr. 17, 3. okt. 1903, um aðra skipun á æSstu umboSsstjórn íslands. 1. gr. RáSherrar skulu vera tveir. AkveSur konungur starfsviS þeirra. 2. gr. RáSherrar hafa 8000 kr. í árslaun. Auk þess skal annar ráðherr- anna hafa leigulausan bústaS og 2000 kr. í risnufje á ári. KostnaSur af em- bættisferöum ráSherra til Kaup- mannahafnar, og dvöl þar, greiöist úr landsjóði. 3. gr. I stjórnarráðinu skulu vera 3 skrifstofur, og veitir konungur skri fstofustjóraembættin. Skrifstofu- stjórar hafa 3500 kr. í árslaun. Til aSstoðar og skrifstofukostnaðar veit- ist fje á fjárlögum. 4. gr. Þá er lög' þessi koma til framkvæmdar, legst landritaraem- bættiö niöur. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1916. Til þess er ætlast, aö gefin verði út konungleg tilskipun um þaö, hvaöa mál skuli hverfa undir hvorn ráS- herra um sig. Frjettir. íþróttamót var haldiö viS Þjórsár- brú síðastl. laugard. Þar fluttu ræöur Vald. Bjarnason i Ölvesholti, dr. GuSm. Finnbogason og Gísli Sveins- son lögfræöingur. Frk. Sigrún Páls- dóttir frá Efra-Hvoli sýndi þar handavinnu. Glímuskjöld SkarphjeS- ins vann Magnús Gunnarsson frá Hólmum í Austur-Landeyjum, en Ás- geir Eiriksson bakari á Stokkseyri fjekk verðlaun fyrir fagra glímu. Um 1500 manna sóttu samkomuna. Sjera Jóhann Þorkelsson dóm- kirkjuprestur haföi 22. þ. m. gegnt lxjer prestsembætti í 25 ár. Til rninn- ingar um þetta færöi sóknarnefndin honum aö gjöf vandaSan silfurbikar, sem á var ritað „Frá sóknarbörnum", en í bikarnum voru 1000 kr. í gulli. SíSastl. laugardagskvöld var sjera Jóhanni og börnum hans haldiS heiS- urssamsæti af K. F. U. M. og K. F. U. K. og tók þátt í því hátt á annaS hundraS manna. Þar var honum af- hent aS gjöf falleg mynd meö áletr- uöurn silfurskildi. Silfurbrúðkaup áttu þau 26. þ. m. Björn Bjarnason sýslumaður í SauSa- felli í Dölurn og frú hans. Þorleifur Jónsson alþm. á Hólum kom hingaS landveg siSastl. laugard.; hafði ekki frjett um frestun þingsins fyr en hann kom vestur á þær stöSv- ar, sem síminn nær til. Hann lagSi á staS að heiman 15. júní. Grasmaðkur er nú mikill á blettum í Vestur-Skaftafellssýslum, segir Þor- leifur Jónsson alþm., svo aS þar eru heil svæSi grá yfir atö sjá. Valda þessu meöfram hinir miklu þurkar í vor. Háskólinn. Fyrri hluta læknaprófs luku þar þessir stúdentar 24. þ. m.: Ólafur Jónsson meS 1. eink. 60 st.; Kristín ólafsdóttir meS 2. betri eink. 51^5 st.; Gunnlaugur Einarsson meS 2. betri eink. 42% st. og Einar E, Hjörleifsson með 2. betri eink. 40 st. EfnafræSisprófi luku á háskólan- um 23. þ. m.: Árni Vilhjálmsson, GuSm. ó. Einarsson, Jón Benedikts- son, Knútur Kristinsson, Páll V. GuS- mundsson og Þórhallur Árnason, tveir hinir fyrstnefndu meS ágætis- eink., en hinir meS i. eink. Synodus stóS yfir 24. og 25. þ. m. Sjera Kjartan í Hruna prjedikaði, en prestvígðir voru guSfræðiskandidat- arnir Ásm. GuSmundsson og Jósef Jónsson. 25 andlegrar stjettar menn sóttu fundinn. Erindi fluttu sjera SigurSur Sívert- sen dósent, um kröfur til framtíöar- kirkjunnar á íslandi, og sjera Bjarni Jónsson, um starfsemi prestsins. í söfnuSinum. Biskup flutti fyrirlestur um siðbótarmanninn Jóhann Huss, sem leið píslarvættisdauöa 6. júlí 1914. TöluverSar umræSur uröu um hjúkrunarfjelög hjer á landi, meSal annars um þaS, hvort fremur ættu aS vera safnaSarmál eöa sveitamál. Rætt var og um námsskeiö í söng til sveita, nieö þaö fyrir augum, aö bæta kirkju- sönginn. Biskup flutti erindi um ísl. manna- nöfn, og var þaö samhuga álit, aö prestar ættu eftir megni aö sporna viö ónefnum. Lengstar umræöur og nokkuö heit- ar uröu út af erindi sjera Sig. Sivert- sen. I fundarlok skoraði biskup á sveitapresta, aS vera undir þaS bún- ix næst aS flytja erindi á synodus. Enskur botnvörpungur strandaði síðastl. sunnudagskvöld viö GarS- skaga, lenti þar upp á klett, og reyndi botnvöi'pungurinn „Mars“ fyrst aö ná honum þaðan, en tókst ekki. SkipiS heitir „Martinette“, frá Grimsby. „Geir“ hefur síSan veriö aö reyna aS ná þvi lausu, og var búist viS aS þaS tækist meö flóðinu í gærkvöld. Sagt er, aS skipiö sje ekki brotiö, en þó farið aS votta fyrir vatni i kolarúmi þess. Hafísinn og skipaferðirnar. „Flóra“ komst vestur meS landi norðanlands tii SiglufjarSar, en sneri þar viö x gær austur um land áleiöis hingaS. Á vesturleiS komst hún ekki inn á Húsavík fyrir ís, og var þá mikill ís á Skjálfandaflóa, en þaö var rjett fyrir helgina. „Vesta“ er á leiS norS- ur um land hjeSan og „ísafoldin“ er einnig fyrir noröan land, Aflabrögð. Botnvörpungarnir afla nú ekkert, en veriS er aS búa þá undir síldveiðar við NorSurland, ef isinn skyldi hverfa þar frá. I gær var sagður kominn góöur afli á báta í BorgarfirSi eystra. Dalasýsla. Um hana sækja, auk þeirra, sem áSur eru taldir, lögfræö- ingarnir Páll Jónsson og Bogi Brynj- ólfsson, svo aS umsækjendur eru 9. Hátt smjörverð. ÞaS smjör, sem L. Zöllner konsúll í Newcastle hefur fengiS í vor frá íslandi, hefur hann, samkvæmt nýkominni símfregn, selt fyrir m kr. kvartiliö nettó. Kvenrjettindin. ForstöSukonaKven- rjettindafjelagsins hjer, frú Bríet BjarnhjeSinsdóttir, fjekk nýlega skeyti frá fjelagi kvenfrelsiskvenna í Lundúnum meS heillaósk út af rjett- indunum, sem fengin eru í hinni ný- staSfestu stjórnarskrá. Drmskagir-heitrofil. Úr brjefi frá merkum manni. „.... Mörgum, og flestum hjer, þykir uppljóstun á skilmálum kon- ungs vera sorgarefni, svo mikil skömm sem slíkt athæfi er fyrir land og þjóS. En jeg lít svo á máliS, aS nú hafi þessir úlfar í sauöargærum, með launagræögina og valdafýknina í hjartanu, en föðurlandsástina á vör- unum, fylt mæli synda sinna og s j e u úr sögunni, hjer eftir öllum ó- skaölegir, þó aS lengi hafi kunnaS aS blekkja. Landstjórnin veröur nú aS svara fyrir landsins hönd, og þ j ó S- i n verSur aS svara fyrir sína hönd. Svar landstjórnarinnar v e r S u r aS vera þetta: Afsetning þeirra af þeim, sem opinber störf hafa. Engin stjórn lands eöa ríkis getur þolað í opinberri þjónustu menn, sem rjúfa drengskaparheit sitt og þaS alveg ó- tilneyddir með öllu. Slíkum mönnum er vitanlega fyrir engu trúandi og til einskis góðs trúandi. Svar ÞjóSarinnar verSur alveg for- takslaust þetta: útskúfun heitrofanna úx öllum virSingarstööum. Ekki eitt atkvæSi til þingmensku; ekki eitt at- kvæSi i sýslunefnd, ekki í hrepps- nefnd nje neitt annaS, sem sæmilega menn þarf til. ÞjóSin hefur alment þá tilfinningu, aS sá, sem rýfur

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.