Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.10.1916, Blaðsíða 4

Lögrétta - 07.10.1916, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA W'K róó jsajolð og kosningarnar. ísaf. frá 30. f. m., cr að kvarta yfir því, að Lögr. telji þingmanna- efni »langsum«-manna færri en rjett sje. Þau voru í Lögr. talin 6 í 5 kjördæmum, en Isaf. telur þau 18 í 13 kjördæmum. Um framtal- ið í Lögr. er það að segja, að hún gerði sjer far um að fá að vita það frá þingmannaefnunum sjálf- um, hvar þau vildu láta teija sig, og þar, sem ekki var hægt að ná til þeirra, fór hún eftir sögusögn rjettorðra manna í kjördæmum þeirra eða nágrenni við þá. Og eftir þeim upplýsingum, sem þann- ig eru fengnar, treystir hún sjer hiklaust til að lýsa því yfir, að framtal ísaf. er ekki annað en rugl út í veður og vind. Þau eru 12 þingmannaefnin, sem ísaf. vill marka með »langsum«, en Lögr. hefur ýmist talið til annara flokka, eða þá utan flokka. Um 6 af þess- um mönnum hefur Lögr. ýmist við að styðjast samtal við sjálfa þá, eða þá yfirlýsingar frá þeim á op- inberum fundum um, að þeir bjóði sig fram utan flokka. Meðal þeirra er Guðm. Hannesson prófessor, sein sjálfur hefur beðið Lögr. að kalla sig ekki langsum-mann, held- ur telja sig utan flokka. Þá tekur lsaf. 2 menn úr þingbændaflokkn- um, Guðm. Ólafsson og Ólaf Briem, og einn úr flokki óháðra bænda, Sig. Einarsson dýralækni, og þarf þó ekki annað en lesa blað hans, »íslending«, til þess að ganga úr skugga um, hvar hann telur sig sjálfur í flokki. Óscar Clausen tel- ur ísaf. »langsum« af því að sjera Sig. Gunnarsson hafi stutt framboð hans. En Lögr. hefur áreiðanlegar fregnir um það úr Stykkishólmi, að sjera Sig. Gunnarsson finst ekki meðal meðmælenda hr. Ó. C. Eft- ir eru þá sýslumennirnir Karl Ein- arsson og Magnús Torfason, sem ísafi og Landið vilja bæði eigna sjer, og mega þau togast á um þá Lögr. vegna svo mikið sem þau vilja. Hún skal ekkert um það dæma, hvort þeir eigi að heita »langsum« eða »þversum«. Og yf- ir höfuð hefur hún enga tilhneig- ingu til þess að draga menn frá »langsum«-mörmum yfir í aðra ílokka fremur en hún telur rjett vera, og hefur aðeins haft það fyr- ir augum, að segja frá flokka-af- slöðu þingmannanna eins og hún í raun og veru er. Það er ekki annað en barnaskapur, að vera að telja þingmannaefni til ákveðinna flokka, þegar þau sjálf vilja ekkert hafa með það að gera og lýsa yf- ir, að þau sjeu utan flokka. Annars gerir ísaf. ekki ráð fyrir, að þingflokkur »langsum«-manna verði Qölmennur, en hún segir, að sannast muni, er á þing kemur, »aó flokkurinn getur orðið mjög áhrifamikilk. Og fyrir þessu færir hún þau rök, að öðrumegin sjeu Heima- stjórnarmenn, sem ekki geti náð algerðum meirihluta, en hinumeg- in þversum-menn, »sem i hæsta lagi geti fengið nál. 10 þjóðkj. sætum«. Segir blaðið, að Iangsum- menn hafi þá úrslita-áhrifin. Það ætlar flokki sinum þá beinlínis, að selja sig öðrum hvorum hinna flokkanna, sem það nefnir. Annað getur ekki legið í ummælunum, og Lögr. virðist þau mjög óvænleg til þess að afla flokknum fylgis. Hugsanir „íyersii-maDiia". Málgagn þeirra gerir sjer nú á síðkastið mikið far um að skjalla alla þá, sem það heldur að teljast muni til smá-flokkanna á næsta þingi, sem sýnilegt er að út af fyrir sig verða afllausir og ætla má því, að verði til í það, sem á þingi er kallað »hrossakaup« og á aðal- rót sína í smáflokka-pukrinu. — Höfðingjar þversum-manna hugsa sjer auðsjáanlega, að verða »hrossa- kaupa«-stjórar á þinginu og safna öllum hinum mislitu undir stjel Schannongi Monument-Atelier, Ö. Farimagsg. 42. Köbenhavn. Katalog gratis. sitt. »Landið« segir 29. f. m., að engin hætta ætti að vera á því, »að andstæðir flokkar gætu eigi unnið saman á þinginu, ef aðeins væri um heilbrigðan skoðanamun að ræða«. Eftir þessu er það alls ekki heilbrigði skoðanamunurinn, sem á að skifta mönnum í flokka á alþingi, heldur hinn óheilbrigði skoðanamunur, þ. e. með öðrum orðum ekki skoðanamunur á vel- ferðarmálum landsins, sem hlýtur að teljast »heilbrigður« skoðana- munur, heldur persónufylgi og eigin hagsmunir, því þar eru einmitt rætur hins óheilbrigða skoðana- munar. Þetta er»þversum«-pólitíkin, og hún liefur aldrei verið annað en þetta. Hún er sett þarna fram í »Landinu« sjálfu í allri sinni nekt. Verið þið ekki að setja það fyrir ykkur, þó »heilbrigður« skoðana- munur sje milli okkar og ykkar, segja þversum-höfðingjarnir. Við getum verið góðir vinir á þinginu fyrir það, aðeins ef þið styðjið okkur til valdanna. Þið gerið nú þetta fyrir okkur, hvað sem »heil- brigðu« skoðununum líður, og svo gerum við aftur eitthvað fyrir ykkur. Þetta á að vera samvinna-grund- völlur okkar í þinginu, en ekki hitt, að við förum að reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um málin, sem fyrir liggja. Við skulum láta skoðanirnar á þeim liggja al- veg milli hluta. Þetta er skýlaust sagt í »Land- inu« 29. f. m., þótt merkingu orð- anna sje ekki flett þar i sundur eins skýrt og skiljanlega og hjer er gert. Hugsum okkur nú að þversum- menn fái 10 þingsæti, bændaflokk- arnir hvor um sig 5 og verkmenn 2. Það er eitthvað þessu líkt, sem fyrir »Landinu« vakir. ÞessirQórir flokkar eiga þá að vinna saman sem þingmeirihluti. Ef einhver einn þeirra skerst úr leik, þá er ekki þingmeirihlutinn til lengur. Hver um sig vill svo fá ráðherra úr sinum flokki. Þá er að fjölga ráð- herrunum. En flokkarnir eru fjórir og ráðherrarnir mega ekki vera fleiri en þrír. Þá verður einn flokk- urinn útundan og út úr því ris upp kur í honum. Gerum nú samt ráð fyrir, að flokkarnir fjórir komi sjer saman um að mynda stjórn og hún setjist á laggirnar. En »heilbrigður skoðanamunur« er á milli flokkanna, og hann hefur al- veg verið látinn liggja milli hluta, eftir tillögum »Landsins«, meðan verið var að koma sjer saman um samvinnu-grundvöllinn, þ. e. stjórn- arvalið. Þegar svo stjórnin, eða flokkarnir hver í sínu lagi fara að koma fram með áhugamál sín, þá vill enginn fallast á uppástungur hins; það kemur þá í ljós, að sam- komulagið getur ekki haldist nema því að eins, að stjórnin og stuðn- ingsflokkar hennar verði ásátt um, að gera alls ekki neitt. Þingflokk- arnir, sem í meiri hluta eru, hafa heitið stjórninni fylgi til þess, að hún megi vera við völd, en ekki til þess, að koma fram nokkru máli. Og þar við situr. Þetta er það dýrðarástand, sem fyrir »Landinu« vakir og skapa á með samvinnu milli margra smá- flokka í þinginu án tillits til hins »heilbrigða skoðanamunar«. Svona hefur þetta að nokkru leyti gengið á næstundanförnum þingum, og svona verður það áfram, þangað til kjósendurnir senda inn á þingið svo sterkan flokk og samstæðan, að hann hafi þar út af fyrir sig meirihluta. Það er nauðsynin á þessu, sem Lögr. hefur verið að brýna fyrir kjósendum hvað eftir annað nú fyrir kosningarnar. r Askorun til kosningabærra kvenna. Stjórn Landsspítalasjóðs íslands leyfir sjer hjermeð að skora á kosningabærar konur í öllum kjördæmum landsins, að gangast fyrir því, að fyrirspurn verði gerð, á þingmálafundum nú í haust, til þingmannaefnanna, um afstöðu þeirra til Landsspítala-málsins, og fá þingmannaefnin til þess að lýsa yfir því, hvort þeir sjeu hlyntir fjárveitingu á næsta þingi til þess að gera ábyggilega áætlun um stofnun Landsspítala. Væntum vjer þess, að allar þær konur, er kosningarrjett hafa, veiti þessu fyrsta sameiginlega áhugamáli íslenskra kvenna, sem hafið er í minningu um stjórnmálarjettindi vor, þann stuðning að ljá fvlgi sitt, að öðru jöfnu, því þingmannsefni, er heitir þessu máli ein- dregnu fylgi sínu á næsta þingi. Reykjavík 23. sept. 1916. Ingibjörg H. Bjarnason, Þórunn Jónassen, Inga L Lárusdótlir, formaður nefndarinnar. gjaldkeri. rilari. Hólmfríður Árnadóitir. Guðríður Guðmundsdóltir. Elín Jónatansdóttir. Laufeg Vilhjálmsdóttir. Jónína Jónatansdóttir. Lijáblödin þjóðkunnu merkt B. H. B. auk verksmiðjustimpilsins, eru sem vonlegt er orðin svo eftir- sótt, að ómögulegt hefur reynst að fullnægja hinni árlegu stórum auknu eftir- spurn, það þótt verslunin um mörg ár hafi með ári hverju aukið innkaup sín að stórum mun. Yfirstandandi ár fjekk verslunin t. d. 220 — tvö hnndruð og tuttugu — tylftir, sem seldust upp á 5 — fimm dögum. Til þess að tryggja það, að allir geti átt kost á því, að eignast áreiðanlega bitgóða Ijái til næsta árs, er því ekki nema eitt ráð, þ. e. að sem flestir vildu gera sjer það að fastri reglu, að panta B. H. B.-ljáblöðin fyrirfram, með nægi- lega löngum fyrirvara, því við það vinst það tvent: 1. Vissa fyrir því, að fá B. H. B-blöðin í tæka tíð. 2. Lægra verð. Með skírskotun til þessa leyfir verslunin sjer að beina þeirri ósk til bænda, sjerstaklega til þeirra, sem heimili eiga í fjærliggjandi hjeruðum, að þeir vildu mynda með sjer fjelagsskap hver í sinní sveit, til þess að safna og standa fyrir pöntunum á B. H. B-ljáblöðunum. Sökum samnings þess, sem verslunin hefur gert við ljáblaðaverksmiðjuna um smíði blaðanna, þar sem verksmiðjan áskilur, að pantanir vorar sjeu komn- a>r henni í hendur fyrir áramót, pyrftu helst allar pantanir utan af landi, að vera komnar til verslunarinnar fyrir 1. desoinber næstk. Verslun 15. II. Bjarnason. Ljábrýnin alþektu: »lndian PondStones« eru ódýrari í '/> kössum en þótt pöntuð væru frá útlöndum. KRONE IjAOERÖL er best. Cinar cJocfínmsson. »Trúboðinn« Einar Jochumsson er nýfarinn austur um sveitir, í ferðalag með »Ljósið« sitt. Hann er nú hátt á áttræðisaldri, »fje- laus, á aðeins útslitinn, bæklaðan líkama, eins og hann sjálfur kemst að orði. En aðaleigu sína kveður hann vera: »lifandi trú á kristin- dómshöfundinn, frelsara allraþjóða, sem á jörðu búa«. Einar Jochumsson er mjög vel ern á sálu sinni ennþá. Hann fylgist með öllum málum og við- burðum af góðri skynsemi. En trú hans er að nokkru leyti frábrugðin öðrum trúarbrögð- um, og er það mikil óprýði á manninum, hversu æstur og heitur hann er út í þau málefni. — Hugs- un hans og tal gjörbreytist, er út í það fer. — Hann hefur nú um mörg ár staðið í stampaustri við trúna á ritninguna. Hann hefur auðsjáanlega margt rjett fyrir sjer, — en það versta við skrif hans er úrhellir sá, er hann steypir yfir ýmsa merka mentamenn þjóðar- innar, skáld og rithöfunda, er ekki geta verið sammála honum. T. d. má nefna alt illviðrið yfir Einar Hjörl. Kvaran og Jón sál. Ólafs- son. Hörðum orðum fer E. Joch. og uin trú og framkomu biskups- ins núv. Þórh. Bjarnarsonar. Og »egiptskan múrvegg« hefur hann hlaðið á milli sín og Matth. bróð- ur síns. Ýms orð, þau er hann hefur um andstæðinga sína, eru hrein og bein meíðyrði. Og má hann þakka fyrir, að þau hafa eigi verið færð honum í koll. Menn láta sjer standa á sama um orð hans, hugsa á þá leið: »ómerk ómaga- orðinI« Er það og gott, því að þrátt fyrir þetta er Einar Joch. góður maður. Hann virðist vera heitur jafn- aðarmaður (social.), og ber því í brjósti napran kala til margra þeirra, sem ríkir eru og mega sín mikils — eins og jafnaðarmenn, því miður, oft gera. »Mennirnir koma allslausir i heiminn, og fara allslausir burtu«, segir hann. Það er tæplega satt í andlegum skilningi. Hver fæðist með sínu eðli og málsh.: »Enginn fæðist með fordeildinni« er að öll- um líkindum rangur. í vöggugjöf fá sumir mikið vit, öðrum er veittur veraldlegur auður. — E. Joch. virðist ekki gæta að því, að »auðurinn er afl þeirra hluta, er gera skal«, og auðmagnið er voldugasta aflið á jörðu, — sem að orði má kveða —, og hefur komið menningunni og mannvirkj- unum á svo hátt stig, sem það er nú á. — Og þar sem ekki er auð- ur fyrir, þar er ekkert gert. Aftur er hitt satt, að kærleikurinn gæti komist ótal stigum hærra. Einar Jochumsson segir, að það sjeu yfir 20 ár síðan hann fór að gefa sig að þessu trúarbragða- þrasi sínu. — Honum hefur þó lítið orðið ágengt. Svo fór hann að gefa út »Ljósið«, málgagn skoðun- ar sinnar. — Er leitt til þess að vila, að maður, sem Einar Joch., skuli hafa helgað líf sitt trúar- rifrildi, sjerstaklega þegar þess er gætt, að manninum er þarflaus önnur trú en samvisku-lögmálið, sem ætíð býður: gerðu gott. Ef við hugsuðum okkur, að Einar Jochumsson hefði altaf í 20 ár gengið um kring, líkt og Jesús frá Nasaret, og gefið fátækum, borgið úr lífsháska, dvalið hjá sjúkum, ljett byrðar sorgmæddra og margt fleira af slíku tægi — þá gæti hann í sannleika, með sam- þykki allrar þjóðarinnar, kallað sig »nýjan Messías«. — En nú nýtur hann tæplega samþykkis hennar með það nafn. — — Svo óska jeg Einari Jochums- syni góðrar ferðar núna austur um sveitir, og svo það sem hann á eftir ófarið á lífsleiðinni. Með vinsemd, Einar minn. H. Guðj. Frá Shackleton. Hann hefur nú náð þeim fjelög- um sínum, sem hann skildi áður eftir á Filseyju, komst til eyjarinnar frá norðvestri, þrátt fyrir mikið ís- rek, 30. ágúst. Foringi þess flokks, sem eftir varð á Filseyju, heitir Wild. Hann segir svo frá, að 25. apríl í vor hafi eyjan nærri verið komin á kaf í ís, að eins 250 metra langt og 40 metra breitt land eftir handa þeim fjelögum. Þeir gerðu sjer þar bústað úr grjóti og tveimur toátum. Snjór var ákaflega mikill. Um tíma gátu þeir aðeins veitt sjer heitan mat einu sinni á dag. Síðan náðu þeir í sjófugla og hafjurtir, en selum náðu þeir þar aldrei, því þeir kvað ekki geta komist upp á eyna. í júní kól einn manninn og varð að taka af honum tærnar. Gjöf. Jeg undirritaður ritstj. »Ljóssins« gef Samverjanum í Reykjavík við inngang næstkomandi kirkjuárs 200 kr. — Geri aðrir betur! Mumum eft- ir fátækum. Rvík 27. sept. 1916. Einar Jochumsson. Lausu prestaköllin. Um Mjóafjarðarprestakall sækja þeir sjera Helgi Árnason í Ólafsfirði og kand. Þorst. Krisjánsson. En um Sandfell, Útskála og Stykkishólm sækja hinir settu prestar þar og aðr- ir ekki.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.