Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.01.1917, Blaðsíða 2

Lögrétta - 31.01.1917, Blaðsíða 2
22 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minst öo blöð alls á ári. Verð 5 kr. árg. á lslundi, erlendis kr. 7.50. Gjalddagi 1. júlí. tíma til aS koma þekking á því inn hjá almenningi, og líklegast að byrj- unin fáist ekki gerö nema sem ein staklings(fjelags)-fyrirtæki hjer eins og víöast annarstaöar, þótt nú sje af öllum, er til þekkja, viöurkent, að hollast sje aö þjóöfjelögin eigi sjálf slík áhöld, sem til almenningsnota eru ætluö, eöa hafi full ráö yfir þeim. Hjer að framan er því járn- braut sett sem einn liöurinn í lands- samgangnakeöjuna, eins og hún er hugsuð fullgerö í framtíöinni, og bygt á því, að farið verði að þokast í áttina til þess, að nota flest eða öll gæði landsins á jörð og í, eins og kring um það (sjóinn). Eins og fyr er að vikið, byggist draumurinn, að því er til landsam- gangnanna kemur, fyrst og fremst á notkun vatnsaflsins í stærri ám lands- ins, því það er þekt, og enginn get- ui efast um að það er til. Nú lítur helst út fyrir að rafmagn verði í framtíð aðalstarfsaflið í heiminum, ljóss- og varmagjafi, þar sem þess er þörf. Þess er víða þörf, en fám frem- ur en okkar þjóðfjelagi, þar sem fá- mennið bagar, náttúran er köld og skammdegið langt. Það fer nú saman um það svæði, sem braut c) er ætlað að gagna, að þar er mest til af þessum nauðsynja- hlut, og hjeruðin viðáttumesta og framfaravænlegasta landbúnaðar- svæði landsins. Því þótt vatnsaflið væri tekið til notkunar, má eins fyrir því nota vatnið til áveitu á flatlendin sem liggja lægra en aflstöðvarnar yrðu; og skamt yrði til áburðarað- drátta frá verksmiðjunum innan hjer- aðs. Því hefur verið haldið fram, að eigi þyrfti að leggja járnbraut frá Faxa- flóa austur, því höfn mætti gera í Þorlákshöfn með minni kostnaði. Jeg hygg að þar sje hafnargerð, því mið- ur, litt eða ekki framkvæmanleg, bæði vegna brima og þess, að þar er ekki fáanlegt byggingarefni í nánd, annað en sandur og brunnið hraungrjót, sem er ljett eins og kork í brimrót- ir.u.* Og þótt verkið reyndist fram- kvæmanlegt, er jeg viss um að það sannaðist, að höfn þar, sem örugg væri fyrir stór millilandaskip (2000— 3000 lesta), yrði dýrari en brautar- spotti frá Reykjavík, t. d. austur á móts við Sogsfossa (eða til Þingvalla, því lengri yrði mismunurinn ekki, er frá væri dreginn kaflinn milli Þorlákshafnar og ölvesárbrúár). Annars staðar þar um svæðið þyrfti sömu brautir, til hverrar hafnarinnar sem lægju. — Fyrir- komulag og bygging brauta og rekst- ursaðferð tekur sífelt bótum ; ætti það að koma hjer i hag, þá er að þeim framkvæmdum kæmi. Líkt er ástatt um Fljótsdalshjer- að. Braut d) (frá Reyðarf. um Fagra- dal) er búist við að verði ekki eins dýr og hagkvæmari þar en hafnar- gerð við Hjeraðsflóa (Unaós?). Reyðarfjörður er sjálfgerð trygg höfn. Gert er ráð fyrir að vatnsaflið á Hjeraði sje tekið til notkunar. Sje það rjett, að Hjeraðssandur sje sjer- staklega járnríkur, er eigi ólíklegt, að þar megi „blása rauða“ við afl frá Lagarfossi. Kraftmiklar aflstöðvar mætti hafa við Jökulsá og ýmsar af þeim ám, sem mynda Lagarfljót, en það er bæði vegur (autt eða á ísi) og aflforðabúr fyrir Lagarfoss-stöðina. Næst í röðinni er Borgarfjarðar- hjerðað, braut e. Meðan hokrað er með gamla laginu, framtakslaust, má þar komast af með að- og frá-flutn- inga á smábátum þeim, sem fljóta að landi um grunnsævi Borgarfjarðar, og akvegi til viðkomustaða þeirra. En jeg get ekki felt mig við þá hugsun, að sú gæðajörð verði til lengdar svo slælega setin. Býst við að þar sem annarsstaðar vakni menn til þeirrar rænu, að nota flest eða öll gæði lands- ins, og útvegi sjer til þess þau áhöld er til þess þurfa. En það eru fyrst og fremst fullkomin samgöngutæki. Þegar farið verður að nota árnar á landi hjer til framleiðslu, verður að sjálfsögðu mikið tillit tekið til þess, * Hafnargerðaráætlun J. I. verk- fræðings á við bátahöfn eða lægi. Eftir er að vita, hvort Atlantshafs- brimið leyfir að gera hana — í Þor- lákshöfn. Ólíkt betra í Vestm.eyjum, og reynist þó fullerfitt þar. hve jafnnytja þær eru. Sá annmarki er við þær flestar, að þær verða vatnslitlar í þurkum á sumrin og í frostum á vetrum, en fá ofvöxt í haustrigningum og vorleysingum.Um jökulár er þó þess að geta, að þær eru venjulega tryggar á sumrum, því þá heldur þeim við vatnsforðinn frá jöklunum, sem sumarhlýjan er þá að bræða. Þær ár verða tryggastar og bestar til aflframleiðslu, sem úr stöðuvötnum falla, þar sem setja má stýflu í vatnsósinn, og þannig geyma forða til nota i vatnsþverrunartíma- bilunum. Þessum kostum búnar eru margar ár, stærri og smærri, hjer á landi. Skal sem dæmi nefna nokkr- ar: Þjórsá — Þórisvatn, Hvítá (í Ár- nessýslu) — Hvítárvatn, Sog — Úlf- ljótsvatn og Þingvallavatn (stærsta forðabúr landsins), Úlfarsá — Hafra- vatn, Leirvogsá — Leirvogsvatn, Laxá (í Kjós) — Stýflisvatn og Meðalfellsvatn, Botnsá — Hvalvatn, Laxá (í Borgarf.) — Svínadalsvötn- in þrjú, Andakílsá — Skorradalsvatn, Eiríksvatn (Fitjaá — Eiriksv.), Grimsá (í Borgarf.), — Reyðarvatn, Langá — Langavatn, Laxá (í Þing- eyjars.) — Mývatn, o. fl. Um Borgarfjarðarhjerað (Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu) er þess að geta, að það er meðal bestu land- búnaðar- og vatnsaflasvæða lands- ins. Um aðra framleiðslumöguleika þar er ekki fremur en annarstaðar hægt neitt að fullyrða að órannsök- uðu máli. Við1 Laxá eru tvö afl- stöðvastæði (Eyrarfoss og Leirárf.). Svo er háttað útfallsós Eyrarvatns, að þar er auðvelt að setja stýflu sam- eiginlega fyrir bæði neðri vötnin(lygn ós er milli þeirra),og öllum bagalaust, þó vötnin hækki. Yrði þar forðabúr mikið, og i efsta vatninu nokkurt (án þess á Draghálsengjar flæddi). — Við Laugafoss í Andakílsá er eitt með bestu aflstöðvarstæðum lands- ins: fossinn hár, vatnsmegn gott, og Skorradalsvatn, eitt af stærstu vötn- um landsins, ágætt forðabúr.* í það fellur á (Fitjaá) úr Eiríksvatni, all- stóru; einnig besta forðabúr þar. Við þá á eru góð 3-4 minni aflstöðvastæði. Skorradalsvatn er flutningsvegur. — Við Grímsá er aflstöðvarstæði gott við Múlafossa, og nokkur minni of- ar. Forðabúr allra er Reyðarvatn. — Við Flókadalsá (hjá Steðja), við Hvítá (hjá Kláffossi og Barnafossi, jöklarnir forðabúr þeirra), við Þverá og Norðurá (Laxfoss) eru einnig afl- stöðvastæði, og Langá, sem hefur gott forðabúr í Langavatni. Alt þetta á fremur litlu svæði. — Hygg jeg að í Borgarfirði sje vatnsafl svo hund- ruðum þúsunda hestafla skiftir. Fornmenn (Skalla-Grimur o. fl.) höfðu járngerð í Borgarfirði. Þar er gnægð' leirs (steinlímsefni ?), o. s. frv. Þetta verður ekki hagnýtt og ræktun landsins og landbúnaðurinn getur ekki tekið framförum, — bú- skapurinn verður ekki rekinn í þessu gæðahjeraði eftir kröfum nútímans, nema með nýtískuáhöldum: fullkomn- um samgöngufærum fyrst og fremst. Eina höfnin, er að þessu hjeraði liggur, sem fær er stórum skipum, er Hvalfjörður. Hann er sjálfgerð höfn.** Þarf að eins góða hafskipa- bryggju, þar sem hentugast er. Enga tálmun að óttast, nema lagís í mestu frostavetrum, en það er sameigin- legt fyrir flestar hafnir hjer. Þar er því sjálfsögð syðri endastöð norður- landsbrautar. Og nóg verkefni fyrir fyrsta kafla hennar í Borgarfirði, ef notað væri. Landslagi háttar svo, að brautin yrði að liggja hjá 6—7 af fyrtöldum aflstöðvum, þar á meðal 4—5 hinum mestu. Ástæðurnar eru nokkuð líkar að því, er S.-Þingeyjarhjerað áhrærir, sem braut f) er ætlað að gagna. Eyja- fjörður er sjálfgerð höfn, en líklega dýrara að gera góða höfn við Skjálf- andaflóa, en að1 leggja braut frá Eyjafirði norður úr Ljósavatnsskarði, t. d. að Goðafossi. En aflstöðvum * Fyrir nokkrum árum klófesti Englendingur þenna ágæta foss fyrir litið verð, og mun jafnframt hafa trygt sjer rjett til að stýfla Skorra- dalsvatn. Síðan veit jeg ekki til að neitt hafi á þeim karli bólað. ** Við Hvalfjörð eru mjög álitleg aflstöðvasvæði við Laxá í Kjós (með 2 stórum forðabúrum og fosssum við sjó) og Botnsá. Þar er stórt forðabúr: Hvalvatn, og fossinn (Glymur) með- al hæstu fossa landsins; stutt leið til sjávar. í Brynjudalsá eru fossar við sjó; fallhæð allmikil, en ekki mikið vatnsmegn. þar, við Laxá, Fnjóská og ef til vill fleirum, er einkum ætlað' að bera uppi braut þarna, meðan hún ekki kemst í samband við aðra brautar- spotta. Um önnur stórframleiðslu- efni þar er enn ekki hægt að fullyrða neitt, nema hvað kunnugt er um brennisteinsgnægðina þar, sem hefur, eins og fleira, ekki orðið að notum enn vegna samgangnaleysis. Þegar þessi fjórir brautakaflar eru fengnir, og starfræksla þeirra á nokkrum árum hefur sýnt hvað vinna má og framleiða hjer, og fólkið hef- ur af því lært að meta kosti góðra samgöngufæra, verður auðvelt að bæta við brautastúfum eftir því sem þörf krefur og astæður leyfa, uns kerfi þau eru fullger, sem í draumn- um hjer að framan getur, hvort sem það verður eftir sömu röð og þar, eða á annan veg. Ef það yrði á þess- ari öld, mætti telja það allgóða framför eftir horfum nú. Og þeir, sem hafa trú á landinu og von um að þjóðin eigi framtið fyrir höndum, hljóta að gera sjer von um, að það dragist ekki lengur. Rúm 80 ár ætti að vera nógu langur námstími, jafn- vel fyrir okkur; ný kynslóð komin til þá. ómetanlegt tjón væri það fyrir landið, ef útlendingar fengju vald á fossum og vatnsafli hjer — til að láta það ónotað (til að fyrirbyggja sam- kepni). Skemtilegast væri að lands- menn sjálfir tækju að nota vatnsafl sitt, eða að' minsta lcosti ættu þlut í þeim fyrirtækjum. En heldur en að það biði lengur ónotað, kysi jeg að útlendingar byrjuðu á að nota það á einhverjum stað. Kynni það að geta vakið landsmenn, og kent þeim að- ferðina. Svo eru einnig litlar líkur til að byrjun til járnbrautalagninga verði hjer gerð að sinni, nema út- lendingar verði til þess að gera það á eigin ábyrgð — og í eigin hags- munaskyni auðvitað, í sambandi við eitthvert gróðafyrirtæki hjer á landi. Ekki er langt síðan það þótti ganga vitfirring næst að láta sjer koma til hugar að íslendingar gætu eignast gufuskip, eða hefðu nokkuð við slíkt að gera. En hvað er nú? Fjöldi fjelaga og einstakir menn reka atvinnu með gufuskipum, er lands- menn eiga sjálfir. Þykir nú ekki meira vert að eignast gufuskip til fiskveiða, en það þótti fyrir fáum árum að eignast 6-mannafar eða 8- æring. — Orðtakinu : „Svipul er sjáv- argjöf“ hefur verið breytt í: „Viss er veiði úr sjó“ — með því að b r e y t a til um veiðiáhöld. Skoðun mannanna hefur á því sviði breytst, og snúið framtaksleysi í framtaks- semi. Hið sama getur væntanlega átt sjer stað, að því er hina ónotuðu atvinnu- vegi til landsins áhrærir. Auðsupp- gripin eru þar til, ekki síður en hjer befur fyr verið í sjónum, þó fólkið fjelli úr hungri, vegna þess það skorti áhöldin til að ná í björgina — eins og til landsins er enn, að minsta kosti hvað búpeninginn snertir. Hjer þarf sams konar v a k n i n g til að nota auðsuppsprettur landsins, eins og orðið er til sjávarins, og á líkan hátt tilbreyting með á h ö 1 d i n. Veiðiskapar-áhaldabreytingin er fyrst og fremst innifalin í s a m- göngubótum. Sjórinn hefur ver- ið sjálfgerður vegur fyr sem nú; en skipin eru nú knúin kraftmiklum vjel- um, í stað vöðvaafls og vindafls áður; komast því fljótar á miðin, hvar sem afli er, og með hann á markaðinn. Sjósóknin er nú ekki eins og áður bundin þröngum takmörkum og háð dutlungum vindarins og geð- þótta næsta kaupmanns. Og fiskur- inn er tekinn í „torfum“ með vjela- krafti, en ekki eins og áður beðið eftir því að hann „taki“, einn og einn í senn. En til landsins er alt í gamla horf- ir.m. Menn þokast á árum út á næsta mið, svelta ef þar bregst afli, verða að liggja aðgeralausir í landi ef móti blæs o. s. frv. Þó að sjávarafli megi um stund teljast viss atvinnuvegur hjer, eins og hann nú er rekinn, er það' að athuga, að fiskimiðin eru almenningar, sem allar þjóðir ganga í eftir vild. Og eftir því sem veiðarfærin verða stór- tækari, og þar sem hver keppist við annan að yrja fiskimiðin en enginn hugsar um skilyrðin fyrir framtíðar- viðhaldi fiskitegundanna, má með vissu gera ráð fyrir að aflinn innan skamms þverri eða jafnvel þrjóti með öllu hjer við land. Þegar ofstopamenn og yfirgangs- seggir heimsins, sem nú eru önnum kafnir við að berja hverir á öðrum, hafa lokið sjer af við það, má búast við að þeir snúi sjer með nýjum kröftum að því, að yrja fiskimiðin hjer, og linni ekki fyr en þar er ekki lengur „á mat að róa“. Hjer getur því enn orðið „svipull sjávarafli“. En vatnið í ánum og loftið tæmist ekki, og 1 a n d i ð, sjeu gæði þess öll not- uð til fulls, gróðurskilyrðanna gætt, og þau endurbætt, sem við ættum að geta verið sjálfráðir um, er líklegt að það geti fætt fólkið til lengdar, þó því fjölgaði margfalt við það' sem nú er. Það, sem vakti menn hjer til að breyta til um veiðiáhöld, voru að- farir útlendinga. Landsmenn sáu, hversu þeir jusu upp aflanum með sínum tískuáhöldum, og fóru að dæmi þeirra. En að því er auðsuppspretturnar til landsins snertir, er heldur s e i n t a ð v a k n a, þegar útlendingar hafa náð á sitt vald öllum helstu gæðun- um, vatnsafli, námum o. þvíl. Þ a ð sem fyrst ríður á að gert sje, er að rannsaka og á- kveða hvar nothæft vatns- afl er og hve mikið, og hvar tiltök væru að vinna nothæf efni úr jörð (nám- u r). Hvar tiltök væru að koma á verulegum áveitum þarf einnig að rannsaka, en það er þó síður að ótt- ast að tapist út úr landinu. Landstjórnin verður að hlutast til um að rannsóknir þessar fari fram, og það sem fyrst. Næst er að reikna út kostnað og hagsvon af rekstri afl- síöðva og náma, og í sambandi við það hversu samgöngum þurfi háttað að vera til þess að unt sje að nota þetta. Jeg er í engum vafa um að miklar framfarir í landbúnaði og sjávarút- vegi hlytu að verða því samfara, er farið yrði að nota námur og vatns- afl landsins. Afurðirnar mætti þá vinna hjer (sjóða niður fisk og kjöt, vinna úr ullinni o. m. fl.), skip- in hefðu nóg að flytja landa milli o. s. frv. Líklega mætti þá byggja skip hjer úr innlendu efni, og áburð skorti ekki til að rækta landið. Ljós og hita gætu flestar bygðir í nánd við afl- stöðvarnar fengið þaðan, og vinnu- vjelar á landi og sjó (skipin) afl. Hvað skyldi alþingi og fjölskip- aðrí innlendri stjórn standa nær en áð starfa öfluglega að þessu? Starfa að því, að atvinnuvegir landsins eflist,og auðsuppsprettur þess verði að fullu hagnýttar. Það sýnist þó vera eina leiðin til þess, að vjer verðum „stjórnfrjáls þjóðU Og helst ætti svo um að búa, að landsmenn sjálfir nytu gæða landsins. Með viturlegri og öfl- ugri aðstoð löggjafar og landstjórn- ar, og allsherjar-samvinnufjelagsskap í landinu, getur það tekist, og það virðist vera skilyrði fyrir því, að landsmenn haldi arðinum af lands- nytjunum, að hjer verði „verslun eig- in búða". 26. janúar 1917. Björn Bjarnarson. ggg MBBg '11!..gg Þórhallur biskup. Á prestaskólann fór jeg með frem- ur óljúfu geði. Vissi að skólastofurn- ar voru litlar og lágar undir lofti'ð. Hugði skólann og kennarana þar eftir. En talsvert varð önnur reyndin. í stað þröngsýnna, kreddufastra, skrift- lærðra rabbína, fengum við að kynn- ast frjálslynsum, víðsýnum menta- mönnum, sem var það fjarri skapi að gerast steingerfingar fyrir dagrenn- ing nýrra hugsana og nýrra tíma og enga tilhneiging höfðu til að binda samviskur okkar og sannleiksþrá eða blinda trú okkar með hleypidóm- um og kreddum. Frá latínuskólanum vorum við van- astir því, að vera skoðaðir sem ó- myndug börn og fremur litið þektum við til þess, að kennarar umgengj- ust pilta sem jafningja. Okkur fanst því mikið til um að sjálfur lektorinn virtist ganga á undan í því aði skoða okkur sem bræður sína, þegar á prestaskólann kom. Lektor Þórhalli hafði jeg ekki kynst persónulega fyrri, en bæði föð- ur minn og fleiri skólabræður hans hafði jeg oft heyrt minnast hans eink- ar hlýlega. Einna oftast hafði jeg heyrt hans getið í sambandi við Búnaðarfjelag íslands, sem hann var þá formaður fyrir. Suma heyrði jeg jafnvel full- yrða, að þar væri hann allan að finna. Á prestaskólanum starfaði hann áð eins í hjáverkum sínum. Ekki fanst mjer þessu rjettilega haldið fram, er jeg kyntist því persónulega. Lektor Þórhallur hafði mikla og fjölbreytta hæfileika. Gáfurnar voru óvenju víðtækar og skilningur hvass og næmur. Jeg efast um að jeg hafi kynst fjölhæfari gáfumanni. Það var þess vegna ekkert undar- legt, þó Þórhallur lektor gæti verið meira en hálfdrættingur á fleiri en einu miði. Ást hans á landbúnaðinum stóð í nánu sambandi við ást hans til lands og þjóðar, sem var fölskvalaus og skrumlaus. Hann hlaut að bera mestu velferðarmál hennar fyrir brjósti. En þegar honum fanst þau taka of mikinn tíma frá skyldustörf- um sínum, sagði hann þeim lausum. Og að mínu áliti var Þórhallur lektor enginn hálfdrættingur í kenn- arastólnum. Söguþekking hans var mikil og víðtæk og oft varð máður þess var í kirkjusögutímunum, hve víðlesinn hann var og hve vel honum hafði tekist að aúðga anda sinn af því sem hann las og tileinka sjer það sem var mergurinn málsins. Honum var lagið að gefa í ótrúlega fáum dráttum heildaryfirlit yfir mikið og margbrot- ið efni og sýna alstaðar rauða þráð- inn óslitinn í gegn um aðra þræði þýðingarminni. Og ekki get jeg varist þeirri hugs- un, að æskilegt hefði verið að Þór- hallur biskup hefði unnist tími og tækifæri til að semja íslands kirkju- sögu. Jeg efast um að vjer höfum átt marga menn honum jafn snjalla x sögu lands vors að fornu og nýju. Ýmsar helstu fornsögur vorar las hann árlega og yndi var honum að lesa upp aftur og aftur ýmsa bestu latínsku höfundana. Gefur það að nokkru skýringu á þvi, að hann rit- aði einkennilegra, kjarnmeira ,gagn- orðara og fegurra mál flestum ef ekki öllum núlifandi íslendingum. Við vorum víst með þeim seinustu, sem lásu nýja testamentið á grísku. Ekki hefði jeg sem guðfræðinemi viljað missa af „Exegetik" Þórhalls lektors í hirðisbrjefunum, er hann las með okkur og fá í staðinn eina ís- lenska þýðingu til lesturs. Þeir, sem fylgdust vel með kenslu hans þar, munu tæpast álíta, að Þórhallur lektor hafi haft lakari hæfileika til vísindamensku en til landbúnaðar- starfa. Hann var ófús á að „slá nokkru föstu" þar sem orkaði tvímælis um hversu skilja ætti, en skýringar hans voru jafnan skarpar og sennilegar. Vænt þótti honum um að lærisveinar hans hugsuðu sjálfstætt og gætu fært góð rök fyrir máli sínu. Þórhallur biskup var tilfinninga- maður og örgeðja að eðlisfari, en tamdi sjer hófstilling í ræðu og riti og brást þar sjaldan bogalist. Sum- um þótti hann um of varfærinn og ekki nógu einbeittur eða ákveðinn í skoðunum. En gæta verður þess þeg- ar um slíkt er dæmt, að það er svo hvert mál sem það er virt. Og þeir sem líta á málin með góðri greind, Jxekkingu og sanngirni, vilja gjarna líta á þau frá sem flestum hliðum. Ýmsa hef jeg heyrt efast um, að Þórh. biskup hafi verið trúmaður. Hygg jeg þá skoðun ranga. Jeg hygg, að hann hafi verið einlægur trúmað- maöur a'ð svo miklu leyti, sem það getur samrýmst vísindamensku eða því að haldið sje opinni leið fyrir ný og ný sannindi. Hann var að eðlis- fari bjartsýnn og ljóselskur, ef til vill um of, því margt bendir til að slíkt sje enn of langt á undan tímanum. Að binda sig fjötrum dauðra bók- stafa var honurn fjarri skapi. Mun honum það helst að sök gefið af þeirn, sem eru hræddir við að kirkjan verði rúmbetri en verið hefur. En eft- ir eðlisfari sínu hlaut hann að vilja hafa hana bjarta og rúmgóða. Þórhallur biskup var flestum mönnum vinsælli. öllum var hlýtt til hans, sem þektu hann. Og það1 var eðlilegt. Hjartahlýjan var svo mikil. Yfirlætisleysið og mannúðarandinn svo rikur. Hann átti óvenju mikið til að miðla öðrum. Sjálfum mjer var svo varið og jeg h.ygg að svo hafi verið um okkur fleiri lærisveina hans, að okkur fanst hann náskyldur okkur og bárum til hans hugarþel þar eftir.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.