Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.05.1917, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.05.1917, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti n. Talsími 359. Nr. 22. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í Bikavirstun Sioíúsar Eymuitdssanar. Hálfyrði um launamálið. Indriöi Einarsson leikritaskáld hef- ir ritaö langa og óvenjulega vel-læsi- lega grein í fsafold um launatillögur milliþinganefndarinnar og velur hann nefndinni mörg sneril-yrði. Greinin er úr mörgum þráðum undin og fljett- uð. Víðförli höf. er á marga fiska. Hann er og fyndinn, lætur sjer jafn- vel sæma að viða að sjer vændis- konum —■ hann sjálfur — til þess aö slora nefndina! Skáldskapur er mikill í ritgerSinni. Hún er fjarstæðu- full og krydduð meS lýgi i þokka- bót. Svo senr nærri má geta urn svo tíu álna langa og tólfræða smiS, verð- ur hún ekki gagnrýnd í stuttu máli, enda er mjer ekki skylt aS tæta hana sundur, nema þá á þann hátt, sem áheyranda er í sjálfsvald sett, aö gefa orð í belginn. En af því að ritgerð- in er, þrátt fyrir allar öfgarnar, svo einstök að frágangi og aðdráttum, vil jeg minnast á hana lítilsháttar, svo sem einn kjósandi eða einstaklingur, sem hugsa verður um hvert mál, það sem atkvæði verður um að greiöa, beinlínis eða þá óbeinlínis. Aðalþráður ritgerðarinnar er sá, aö embættismönnum þjóöfjelagsins sje núof lágt goldið verkakaupið,af því að peningarnir sjeu fallnir í verði. Þetta er rjett og jeg er honum samdóma um böfuðefnið. Sjest það nú, að Hannes Hafstein hafSi rjett fyrir sjer, þegar hann vildi hækka launin um árið. En þá var gerður að honurn (ráöherr- anum) aðsúgur á þingi. Hvar var Indriði þá? Var hann ekki einn skjá- krumminn þá, sem brýndi gogginn yfir ráðherranum? En sleppum því. Sagan kemur og dæmir á milli Haf- steins og skjákrummanna. Yfirleitt eru nú launin of lítil, þeirra embættismanna sent búa á möl- inni. Það er auðvitað lygi (skáld- lygi) að biskupinn hafi ekki hærri laun en afhendingamaður í búð. Sá sem sannar of rnikið, hann sannar ekkert. En um þaS er jeg ósantþykk- ur Indriöa Einarssyni, aö embættis- launin sjeu svo litil, ófullnægjandi, sem hann lætur í ljós. Jeg dæmi þar eftir líkum. Jeg á viö það, að þorri embættismanna sje þó allvel stadd- ur. Einstakir óráðsmenn kunna þó að vera á flæöiskeri, þeir sem eru sjer- staklega frekir til fjörsins í eySslunni og klaufhentir á meöferð fjár. En lík- urnar benda á, aS allflestir sjeu em- bættismennirnir vel á vegi staddir.Jeg skal nú færa frani ástæður mínar. Þegar litiö er inn til embættis- manns hvar sem er á landinu, blasir Vl® auganu stofuprýSi og híbýla- skraut, sem bændur og sjómenn geta alls ekki látiS eftir sjer. Fegurðar- röfurnar geta veriö mismunandi og a lægra stigi hjá alþýðunni yfirleitt. -n margir alþýgumenn væru þó fús- ir til feguröarinnar ef getan leyföi. Þetta er þess háttar sönnun, að vísu, aS hún liggur ekki í gegn’um hag- stofuna. En þó er hún gjaldgeng- Upp í skuldina til IndriSa Einarssonar. Þá er á það að minna, aS embætt- ismennirnir geta, eftir þvi sem virð- ist, tekiS sjer skemtiferSir á sumrin, bæöi innan lands og utan, og sent börn sín til svo kallaöra menta í önnur lönd. Jeg öfunda þá ekki af þessum gæðum, enda þótt bændurnir sjeu úti- lokaðir frá þeim, flestir. En ef em- bættismennirnir lægju við sveit, eins og Indriði lætur í veðri vaka, þá mundu þeir halda sjer og sínum heima. Á það ber aö minnast, sem þó er ekki glænýtt, aö Gestur Pálsson gerði ráö fyrir því, aö embættismenn ættu sparisjóösbækur „í lagi“. Hafa og komiö upp úr kafinu álitlegar erföa- fúlgur, þegar sumir embættismenn vorir hafa falliö frá. Jeg get nefnt þá menn. Indriði lætur í ljós, að tiltölulega margir sýslumenn hafi orSið gjald- þrota.Þeir eru nefndir í hundraSshlut- fallatali í breiðu greininni hans Indr. en ekki nafngreindir, líklega af hlifð. Jeg skal láta þá ónafngreinda, þó að máliö mundi aö vísu skýrast, ef farið væri út í nafnasálmana. En það er þó víst, að orsökin til gjaldþrota þessara manna, er ekki og var ekki of lítil laun. Einn þessara manna t. d. var svo hátt launaður, aS nema mundi 10.000 kr. á ári. í hans fje- pyngju hefur veriS sá mölur og það ryð, sem tekið hefur út yfir sjálfan þjófabálkinn. Annar lögreglumaður- urinn var ábúandi á fyrirtaks jörS og haföi þar meö tækifæri til þess aS ná í bændagróöann af landinu. En hvorki þúsundirnar úr landssjóði nje 1000 hestar heys af jörðinni orkuðu því að gera manninn sjálfstæSan aö lokum. Eyðslulíf manna sumra er svo rótgróið, þó að ekki sjeu drykkju- menn, aö engin laun reysa rönd við því. Bændur og verkamenn geta auS- vitaS ekki sætt sig við aS róa undir þeim mönnum, sem láta stóðkvendi hafa aögang aS buddunni sinni, nje ausa lekahrip þeirra inn í eilíföina. IndriSi masar um það og másar, að landssjóöurinn eigi aö ganga und- an örSum verkveitendum í því aö hækka kaupið. Um þetta er jeg hon- um gersamlega ósamþykkur og hlýt aS veröa. Það er af þeim ástæðum, sem nú skal greina: Ásóknin í Pjetri og Páli og öllum hinum, er svo óskapleg að sækja um öll þau verk, sem landiö á yfir að ráða, eða þaö opinbera, sem svo er kallað, að þjóðarböl má kalla. Svo má að orði kveSa, aS ekki sje til svo litilfjörleg sýsla, þ. e. a. s. starf, aö umsækjendur liregSist hópum saman. Einu gildir nálega, hvort um er aS gera hálaunað embætti eSa lítilfjör- legasta bitastarf. SímastöSvastarfiS var t. d. svo mikiS keppikefli, þegar það kom til um árið, að eitt blaðið geröi það aö umræðu og ávítun í garð yfirvalda landsins, aS þau hremdu þetta handa dætrum sinum! Hvar sem póststarf losnar, sækja um þaö keppinautar. Póstafgreiðsla er eftirsóknarstaða, brjefahirðingar eigi síöur. Síldarmat, fiskimat og ullarmat —alt eru þetta keppikefli ótalumsækj- andi manna. Jeg man eigi betur en 20 sæktu um yfirullarmatsstööuna norð- anlands s. 1. sumar. Þetta er nú rjett til dæmis. Aðferðin er þessi, þegar einhver staða losnar: sækja um hana, keppast eftir henni og — sækja svo um launaviöbót, þegar staðan er fengin. Og þó vita mennirnir hvaö er í boði. Ef nú landssjóðurinn gengi á und- an öðrum í því aS hækka kaupið í sinu l)úi, þá væri þessari óheilahvöt gefiö undir fótinn aö vaxa enn meira en þó er orSiö. Og þaö er síst af öllu rjett eSa nauösynlegt. Það væri vísvitandi skaðræði. SkaSræöið er fólgiS í þessu: Orsökin til þessarar óhernju græðgi í launaðar stöður, hún er sprottin af þeirri löngun fjölda fólks, aö geta komist hjá vinnu, erfiöisstarfi og á- reynslu. Þau verk sem hægt er aö vinna með hvítu brjósti og úlfliöa- Pappír lokka mennina eins og epli a trje. Alt af fækkar þeim mönnum Reykjavík, 5. maí 1917. og þeim konum, sem vilja ganga í moldarverk og fjárhirSingarstörf. Þaö þykir of ógeSslegt. ÞjóSfjelagið ýtir undir þessa menn. Það stofnar hverja tilraunastöðina af annari, til þess að lokka liðleskjurnar út í og inn á lamasess letinnar. Og þá þykj- ast ráðsmenn þjóSarinnar vera aS klæöa framför þjóðfjelagsins i undir- buxur og pils, þegar þeir sitja á rök- stólunum og stofna nýju stööurnar. Jeg býst viS því, að Indriða Ein- arssyni þyki gaman að því, að klæða þessa kvensu, þjóSfjelagsframförina, í knjáskjól og pils. En jeg lít svo á þessa konu, aö hún sje ekki frúar- efni, heldur þó nokkuð annars háttar, og mun jeg ekki krjúpa á knje fyrir henni aS svo stöddu. ÞjóSfjelagsframförin er í því fólgin, aS unniS sje og lifað einföldu lífi, unn- ið með alúð og drengskap meS þeim hugsunarhætti, að haft sje fyrir aug- um „langmið framundan". Svo orðar skáldið hugsun sína, St. G. St. Og í öðru lagi vill hann, að daglaunin sjeu ekki „alheimt að kvöldi, því svo lengist mannsæfin mest.“ Indriði Einarsson vill að emliættis- mönnunum sje launaö sómasamlega, þ. e. a. s. svo, að þeir geti lifaö af launum sínum sómasamlega. ÞaS vil jeg einnig. En þessi umsögn er svo óákveSin, að hún getur skroppið sam- an og þanist út þvílíkt sem öldungs- húð ívars beinlausa. Hannes karlinn Áinason hefur víst haft sómasamleg laun, úr því að hann gat lagt fje i sjóS handa heimspekingum, sem nú gefur af sjer 2000 kr. í ársvexti. Hann mun þó hafa haft fjórfalt minni laun, heldur en sýslumaðurinn, sem ljet eft- ir sig 12000 kr. sjóðþurS. Galdurinn var sá, að annar lifði sómasamlega einföldu lífi. En hinn lifði sómasam- lega sukkgjörnu lifi. En alþýöa, sem hjer ber byrðarnar, útgjaldaþungann, hún getur ekki látið hengja sig fyrir þá menn, sem kasta óhreinum steini aS leiSi sæmdarmannsins í Hvamm- koti — hans sem ljet eftir sig lögin um styrktarfjársjóði alþýðu og var sjálfsmentamaður. Þó að hann væri fjefastur á alþingi, þurfti Indriði Ein- arsson ekki að bíta hann í hælinn fremur en Grím Thomsen eða Arn- ljót Ólafsson. Þeir voru einnig sparn- aðarmenn. ÞaS er víst eitt atriði sómalegs (þjóð)lífs, aS bygt sje í höfuöstaön- um leikhús fyrir 50—100 þúsund kr. — svo að sem allra flestir geti hlegiö undir háu risi og í einum sal, þegar Halla kastar barninu sínu í fossinn og þegar „skipið sekkur“. Þó að jeg þykist kunna aö meta gildi listarinn- ar, því líkt sem I. E., og þó aS jeg vilji vel skáldunum, get jeg ekki sjeö, að þeir menn eigi heimtingu á leik- höll, sem þjóöin sje látin kosta — þeir menn sem hlæja aS sárgræti- legustu atriSum mannlifsins og þeim atburSum, sem eru örlagaþrungnast- ir. En Indriða Einarssyni þykir víst sem þetta heyri til þjóöarsómanum. Guðmundur Friðjónsson. Við förum að skilja. Við höfum fæstar sorgir sjeð, sem á heimi bylja. Við höfum átt svo erfitt meö annara böl aö skilja. Tæpast sá vor samúS góð sorg í striðsins logum, hvernig svo sem banablóð beljaði’ í þungttm sogum. Nú er eins og opiö haf öll þín skilningskynni og kærleikstýra kviknuð af kolavöntun þinni. Jak. Thor. XII. árg. Ávarp um dýraverndun. ÁriS 1914 var stofnaö Dýraverndunarfjelag í Reykjavík. Tilgangur þess var og er, að bæta kjör dýranna. Þótt fjelagiö sje fáment og ungt hefur því þó orðiS dálítiS ágengt þennan stutta tíma. En fjelagiö vill gera meira, þaS vill reyna aS koma upp hjúkrunarskýli fyrir skepnur, svo þaö geti hýst þá ferSamannahesta, sem annars verða aö standa úti í hríö og næturfrosti, og einnig leitaS lækninga meiddum og höltum hest- um. — Þeir, sem kunnugir eru ferSamannastraumnum hjer i Reykja- vík, þekkja vel, að oft þurfa ferðamannahestar og hundar hjálpar viö. Á aðalfundi fjelagsins þ. á. var rætt um, hve nauðsynlegt væri, aS fjelagið gæti komið upp húsi í nefndum tilgangi, og var kosin nefnd til að undirbúa máliö: Ingunn Einarsdóttir form., Samúel Ólafsson Laugaveg 53 B gjaldkeri og Felix GuSmundsson. — Byggingarsjóöur var stofnaSur með gjöfum þriggja manna, 720 kr. Oss er það ljóst, aö hið fámenna og efnalitla fjelag er ekki einfært um að byggja hús og verður þvi að leita hjálpar góöra manna og dýravina, aS þeir meS frjálsum samskotum rjetti oss hjálparhönd, en um leiö hjálpa þeir mörg- um skepnum, svo aS þær saklausar þurfi ekki aS líða fyrir hirðuleysi og hugsunarleysi mannanna. Fjelagið hefur ákveðið að senda vinum dýranna úti um landiö lista, sem velviljaöir menn geta ritað á nöfn sín og gjöfina, sem svo sendist til gjaldkera nefndarinnar, Samúels Ólafssonar söðlasmiSs í Rvík, sem veitir bæSi áheitum eða gjöfum móttöku, er miða aö því að hrinda hugsjón þessari í framkvæmd. — Útlendur maður, ágætur dýravinur, ljet ný- lega reisa hús á Akureyri fyrir sína peninga, hestum og feröamönnum til hagsbóta. — Nú viljum vjer reyna, hvort dýravinir á öllu landinu geta ekki gert það sama, sem útlendingurinn gerði. I fullu trausti Nefndin. Landnám á Grænlandi. Ónefndur brjefritari hefur i Lögr. nr. 20 komist svo aS orði um svar mitt í „Hovedstaden“ 18. febr. við til- lögu hr. Jóns Dúasonar um íslenskt landnám á Suðurgrænlandi: „Mun þetta eflaust vera sprottið af einhverj- um misskilningi hjá Wiehe, svo góð- gjarn sem hann annars er í okkar garS.“ Misskilningurinn held jeg sje hjá hinum heiðraða brjefritara. Og ekki heldur er hjer um góögirnis-leysi aö ræða i garð íslendinga. Jeg hef jafnan haldið fram, aS Is- lendingar sjeu eða eigi aö vera sjálf- ráSir og fullvaldir á landi sínu, þó jeg vilji líka eitthvert samband* milli íslands og Danmerkur eða öllu held- ur allra NorSurlanda. En þar sem um danska hagsmuni er að ræöa í Dan- mörku sjálfri eða öSrum löndum, sem aS einhverju leyti heyra tilDanmörku, eSa ættu að heyra til Danmörku, stend jeg á hagsmunum Dana, þótt þeir kynnu aS koma í bága við hags- muni íslendinga, sem jeg þó held að varla geti verið í þessu máli. Held jeg að hvorki hagsmunir Dana nje íslendinga mæli með íslensku land- námi á Grænlandi. íslendingar eiga ekkert sjerstakt til- kall til Grænlands, eigi fremur en Norðmenn til Orkneyja eða Danir til Danalaga eöa Jómsborgar, sem áður voru. Nú eru íslendingar engir á Grænlandi, og ekki höfum við Danir veriS valdir aS útrýmingu þeirra úr Grænlandi. Aftur á móti er það ómótmælan- legt, að Grænland er nú d ö n s k ný- lenda, þar sem viS Danir höfum um langan tíma veriS leiðtogar, þótt lítt höfum við enn hagnýtt okkur gæöi landsins. Væri nú ekki eðlilegra, aS Danir næmu þetta land, sem eru 3 miljónir að tölu og búa í landi, sem viðast hvar er alnumið, en íslending- ar, sem eru ekki fleiri en 90,000 og búa í landi, sem víða má kalla enn ónumiS og enn er lítt hagnýtt? Er ekki nóg aö starfa á þessu landi? Væri ekki betra, aS íslendingar næmu ísland fyrir fult og alt, áSur en þeir hugsa um aö nema önnur lönd og þaS ekki betra land en Grænland er? Suöur-Grænland e r miklu betra en alment er haldið, en varla getur það jafnast við bestu sveitir íslands. 20 fjölskyldur mundu ekki stórt blóðtap, en þó alt of tilfinnanlegur missir fyr- ir eins fámennan þjóðflokk og íslend- ingar eru. En hvaða gagn yrði ís- lensku þjóðinni aö svo lítilfjörlegum innflutningi til Grænlands? Þessar 20 fjölskyldur yrSu, ef ekki kæmu fleiri * Málefnasamband. H. W. innflytjendur frá íslandi, aö eins eins konar áburður fyrir dönsku land- námsmennina, er kæmu síSar. Enda segir brjefritarinn: „Hann (J. D.) leggur til, að senda þangaS 20 ís- lenskar fjölskyldur fyrst í staS“ (breytt af mjer). En islenskt land- nám í „stórum stíl“ myndi veröa skaðlegt dönsku landnámi og missir fyrir heimaþjóðina; um þaS geta naumast veriö skiftar skoðanir. Og er ekki hálf-kynlegt aö vera aS ráS- leggja íslendingum aS flýja landiS, samtimis og Dönum er bent á aS nema land á íslandi? Mjer finst hyggilegra aö íslendingar nemi Is- land og lofi okkur Dönum að annast Grænland. Hins vegar væri það ef til vill hyggilegt aS fá nokkra unga íslendinga, menn og konur, til þess aS vera u m t í m a á Grænlandi sem kennarar landnámsmanna i íslenskum landbúnaSi. Annars ætlaðist jeg ekki til, að þaö yrSi um aldur og æfi bannaS íslendingum nje öSrum þjóS- um aö flytja til Grænlands — eins og það nú er —, banniö ætti að eins að gilda nokkur ár, meðan verið væri að setja nýlenduna á stofn. Holger Wiehe. Til almennings. Út af ummælum þeim, sem komiö hafa fram um álit og tillögur milli- þinganefndarinnar i launa- og eftir- launamálinu í ýmsum blööum og tímaritum landsins, þar sem nefnd- inni er hallmælt og tillögur hennar taldar einskis nýtar, þá leyfi jeg mjer, aö beina þeirri áskorun til alls al- mennings, sem jeg tel annan hlutaS- eiganda í þessum málum, aS hann kynni sjer álit nefndarinnar rækilega og athugi, hvort hann telur tillög- urnar fjarri sanni eða ekki. — MeS því móti einu geta kjósendur lands- ins skapaö sjer skoðun um, hvort rjett sje fyrir þá, að snúast gegn til- lögum nefndarinnar eSa stySja þær. Embættismenn og starfsmenn landsins eru auövitað annar hlutaS- eigandi þessara mála. Þeir hafa nú þegar látiS nolckuS til sin heyra. Það sem frá þeim hefur komið, væri æski- legt, að kjósendur athuguðu, því þá kynnast þeir fleiri hliðum málsins. En til þess aS almenningi gefist kostur á að geta kynt sjer álit milli- þinganefndarinnar, vænti jeg þess fastlega, aö nefndarálitinu verSi út- býtt til allra þeirra, er StjórnartiSind- in og Alþingistíöindin eru send. Vatnsleysu, 20. mars 1917. Jósef Björnsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.