Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.12.1917, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.12.1917, Blaðsíða 1
Ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. LOGRJETTA Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Reykjavik, 22. desember 1917. Nr. 59. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og alls- konar ritföng, kaupa allir í likaverslun Sigiúsar [ymundsssiar. Lárus Fjeldsted, yfirrjettarmálafærslumaður Lækjargata 2. Venjulega heima kl. 4—7 síöd. Gleðileg jól. Hirðisbrjef til presta og prófasta á íslandi. Jón Helgason biskup hefur nýlega látið prenta HirSisbrjef til presta og og prófasta, og er þaS venja, aó hver nýr biskup sendir út slíkt brjef, á- varpar í því prestastjettina og lætur í ljósi álit sitt á kirkjumálum og kristindómsmálum hjá þjóðinni.HirS- isbrjef biskupanna hjer nú a'S undan- förnu hafa verið stutt. En hiröisbrjef núverandi biskups er dálítil bók, 32 bls. atS stærö. Það er nú sjálfsagt, að ýmsum öíSrum en prestunum er forvitni á atS fá a‘S vita nokkuS um innihald þessa brjefs, og því veriSa teknir hjer upp úr því nokkrir kaflar. Fyrst er minst á hið almenna á- stand í heiminum nú, sem ófritSurinn hefur skapaö, og afstötSu kristin- dómsins til hans, en síðan snýr höf. sjer atS kirkjumálunum hjer heima fyrir, og þá fyrst og fremst atS deilu- málunum um hina gömlu og nýju guSfræSi, sem hann hefur sjálfur átt í á undanförnum árum. „Embættaskifti mín hafa ekki haft nein skotSanaskifti í för meS sjer," segir hann. „Jeg er sami nýgu'iSfræð- ingurinn nú og hjer eftir, eins og jeg hef veriíS þatS hingaS íil. ÞatS er áform mitt, hjer eftir eins og hingað til, í þeim efnum atS fylgja ekki öiSru fram en því einu, sem jeg veit sannast og rjettast fyrir guiSi og samvisku minni, með allri virSingu fyrir kirkjulegum erfikenningum og útlistunum frá löngu liiSnum tímum, svo „óráiSlegt og óráðvandlegt sem það er atS breyta á móti sannfæringu sinni“. Jeg vona, að jeg reynist á komandi tíð, engu sítSur en hingað til, vinur frjálsra rannsókna innan guðfræðinnar,því að út úr minu hjarta eru þessi orð skáldsins töluiS: Sje rekin úr kirkjunni rannsókn frjáls á röksemdum trúarinnar, er guði meS ofbeldi meinað máls í musteri dýrðar sinnar." „....Vera kynni að einhverjum yðar þættu þau óvænleg til sam- vinnu á komandi tíð. En þar til er þvi að s vara, að jeg fæ ekki á nokk- Urn hátt sjeð, að það þurfi í nokkru tiliiti að hafa spillandi áhrif á sam- vinnu með yður og mjer. Því að hið mikla meginatriði fyrir mjer hafa hinar guðfræðilegu skoðanir aldrei verið, heldur afstaða hjartans til guðs í Jesú Kristi.“ „.... Fyrir því segi jeg líka við yður, sem fylgið hinni gömlu guð- fræðistefnu: ef þjer hafið sannfærst um gagnsemi hennar fyrir samlíf yð- ar við guð í Kristi og viljið áfram láta vitnisburð yðar mótast af henni, af því að þjer þykist hafa reynslu fyrir því, að gamla kenningar-sniðið hafi ekki orðið vitnisburði yðar neinn tálmi á leið hans til hjartna tilheyr- enda yðar, þá haldið henni óhræddir. En hafi yður ekki tekist að vinna áheyrn safnaða yðar fyrir vitnisburð yðar, þá fæ jeg ekki betur sjeð, en að það sje skylda hvers samvisku- sams kennimanns, að athuga, hvort það standi ekki í einhverju sambandi við það snið kenningarinnar og þá rökstuðningu trúarstaðreyndanna, er hann hefur tamið sjer.“ Til þess að auka aðsókn að kirkj- unum telur biskupinn að þrent þurfi að verða: kirkjurnar vistlegri en áð- ur, guðsþjónusturnar hátíðlegri, og síðast en ekki síst, að prjedikanirnar fullnægi sem best trúarþörf einstak- linganna. Á þessi atriði, hvert um sig, minnist hann ítarlega. Þá talar hann um kristindómsfræðslu ungmenna, og vill ekki afnema kverkensluna. Hann skorar á prestana að styðja K. F. U. M. Sömul. að rækja sem best hús- vitjanir, og yfir höfuð að kynnast sem best sóknarbörnum sínum. Einnig leggur hann til að’ prestar geri sem mest að því, að prjedika til skiftis hver hjá öðrum. Loks snýr hann sjer að trúarstefn- um þeim, sem mest hafa gert vart við sig hjer á síðustu árum, svo sem guðspekinni og andatrúnni. Um guð- spekina segir hann: „Eftir þeim litlu kynnum að dæma, sem jeg hef af henni, þá dylst mjer ekki, að hún á lítið skylt við kristindóm. Hún flytur að vísu ýmsar trúar- og siðkenningar, sem eru sameign kristindóms og ým- issa annara trúarbragða eins og slík- um úrtínings(eklektiskum)-átrúnað- arstefnum er títt,og heldurframkenn- ingum, sem beinlínis eru lánaðar frá kristnu trúnni. En bæði er það, að stefnan sjálf verður ekki fyrir það eitt kristileg, enda hefur hún jafn- framt þessu til flutnings ýmislegt, sem í augum kristinna manna er ekki annað en tilbúningur og heilaspuni, sem oss veitir erfitt að skilja, að getl fullnægt trúarþörf manna. Að öðru leyti skal hjer enginn dómur á hana lagður nje nokkuru spáð um fram- tíð hennar vor á meðal. Um andatrúna segir hann: „Það má að líkindum ráða af því sem jeg hef sagt hjer að framan um afstöðu mína til hinna guðfræðilegu rýni- rannsókna, að jeg sje ekki fremur mótfallinn frjálsum rannsóknum á þessu sviði en öðrum, sjeu rannsókn- irnar í höndum þeirra manna, sem treystandi er til að fást við slíkt án þess að láta blekkjast af því sem fyrlr augun ber. Jeg fæ þá ekki heldur sjeð, að þessar rannsóknir í höndum hinna rjettu manna sjeu vitund synd- samlegri en aðrar vísindalegar rann- sóknir, þótt þær glími aðallega við þá gátu, sem talin hefur verið öll- um gátum meiri, —• sjálfa gátu dauð- ans og geri það í þeim tilgangi að fjarlægja skugga dauðans af lífsleið mannanna eða draga úr ógnum hans með því að fá fulla vissu fyrir, að ekki sje öllu lokið með dauðanum. En þrátt fyrir þetta er mjer fyrir mitt leyti erfitt að eigna þessum rannsókn- um eða rjettara árangri þeirra það trúarlegt gildi, sem spíritistar eigna þeim. Meðan tilraunirnar eru ekki lengra komnar, og sannanir þeirra fyrir framhalds-tilverunni ekki al- mennar viðurkendar en enn er ,finst mjer of snemt að tala um þær svo sem boðandi aldahvörf í heimi trúar- innar 0g að áfellast kirkjuna fyrir það, að hún ekki þegar í stað hleypur til að leiðrjetta trúarhugmyndir sínar í samræmi við hina „nýju þekkingu“, sem spíritistar telja tilraunirnar þcgar hafa flutt sjer. En jafnframt því sem jeg þannig hef játað, að jeg fyrir mitt leyti eigi ekki samleið með tilraunamönnum, .... þá niinnist jeg þess, að til eru þeir menn, sem eru svo veikir í trúnni, að þeir geta ekki verið án þekkingar-stoðanna....... Finni nú hinir „veiktrúuðu“ þann stuðning í vísindalegum niðurstöðum rannsókna þeirra, er hjer ræðir um, sem þeir þarfnast fyrir sína veiku trú, og fái hinir „vantrúuðu“ þá stoð í sönnun- um þeirra fyrir framhalds-tilverunni, sem þeir frá sínu sjónarmiði þrá og þarfnast, til þess að geta unnið bug á vantrú sinni — hvað skal þá segja? Verði sú reyndin á, að þessar rann- sóknir geti orðið báðum þessum manntegundum sá vegur inn í heim trúarinnar, og þaðan smátt og smátt inn í heim lifssamfjelagsins við guð, sem vitnisburður minn og annara kirkjunnar þjóna hefur ekki getað orðið þeim — hvað skal þá segja? Er oss svo sem kristnum mönnum og þjónum guðs orðs ekki skylt að gleðjast yfir því, ef menn, er áður voru fjarlægir, taka að færast nær guðs ríki fyrir áhrif úr þessari átt. Þessar og því likar spurningar hafa einatt ruðst inn á mig, og nú siðast, meðan jeg var að lýsa afstöðu minni til málsins hjer á undan.“ Hjer er að eins stuttlega skýrt frá aðalatriðum brjefsins. Biskupinn tek- ur upp þessi orð Newtons: „Jeg veit ekki hvernig heimurinn, er fram líða stundir, kann að dæma um starf mitt. Sjálfum mjer finst jeg vera líkastur barni, sem leikur sjer á sjávarströndinni. Endur og sinnum rekst jeg á fallegri kísla eða kráku- skeljar en menn bera venjulegast gæfu til að finna þar; en sannleikans úthaf í allri sinni víðáttu liggur ó- uppgötvað fyrir augum mínum.“ Stríðið. Síðustu frjettir. Símfregnir frá 17. þ. m. segja, að frá þeim degi sje fastsett 28 daga vopnahlje milli Rússa og miðveld- anna, Búlgara og Tyrkja, og fram- lengist það sjálfkrafa, ef ekki er sagt upp með viku fyrirvara. Friðarsamn- ingar standa yfir í Brestlitovsk og er Kúhlmann, utanrikismálaráðherra Þjóðverja, þar nú við samningagerð- ina. Fregn frá 18. þ. m. segir, að þá þegar sje byrjað viðskiftasamband milli Rússa og Þjóðverja. Rúmenar hafa samið vopnahlje í Foscani um sama tíma og Rússar og með sömu skilyrðum. Frá Suður-Rússlandi koma ýmsar fregnir, sem ekki er auðvelt að sjá hvað rjett er í. í opinb. tilk. ensku frá 18. þ. m. er það sagt álit manna, að Kaledin hafi orðið undir og sje tekinn fastur. En aðrar fregnir yngri, í Mrg.bl., segja að hann hafi nú Don-hjeruðin á valdi sinu og upp- reisnin magnist í Suður-Rússlandi. Um Kerensky segir nú ein fregnin að hann sje á leið með her til Petrograd, Önnur, að hann sje á leið með her til Moskva. Eftir því að dæma hafa það verið flugufregnir, að hann væri orð- inn dómsmálaráðherra í Síberíu. í ensku fregnunum segir, að borgar- stjórinn í Petrograd hafi felt úr gildi kosningu allra Kadeta til þingsins, og Trotsky utanríkismálaráðherra hóti öllum lífláti, sem dirfist að rísa gegn stjórn Maximalista. Og nú eru sagðar líkur til að bandamenn viðurkenni hana, til þess að geta fremur haft hönd í bagga með því, sem gerist milli hennar og miðveldanna. Ein fregnin segir að Maximalistar hafi sagt Ukraine stríð á hendur. 14. þ. m. hjelt Lloyd George ræðu, segir í opinb. tilk. ensku, og var þar mjög fráleitur friði, sagði, að ekki yrði farinn neinn meðalvegur milli sigurs og ósigurs. Þó er svo að heyra, á því, sem þar er haft eftir honum úr ræðunni, að hann telji bandamenn aldrei hafa staðið ver að vígi í ó- friðnum en einmitt nú, vegna þess að Rússar sjeu úr sögunni. En á móti því tekur hann það fram, að Banda- ríkin sjeu enn sem komið er að eins í undirbúningi með þátttöku i stríð- inu. Nokkuð friðvænlegri er önnur fregn frá 18. þ. m. Hún segir að ensku verkmannafjelögin hafa birt uppástungu að breyttum friðarskil- málum, og er þá hreyfing sú, sem Henderson fyrv. ráðherra stóð þar fyrir siðastl. sumar, enn þá vakandi. Bandamenn hafa myndað sameig- inlegt flotaráð. Það gerðist á fundi í París, og voru þar yfirflotaforingj- ar Frakka, Breta, Itala, Bandaríkj- anna og Japans. Fregn frá 20. þ. m. segir að Haig, yfirhershöfðingi Breta á vesturvígstöðvunum, hafi skift um herforingjaráð. Sagt er 18. þ. m., að stórhríðar hindri allar hernarðarframkvæmdir á vesturvigstöðvunum. En á ítölsku vigstöðvunum er sagt frá framsókn af hálfu Austurríkismanna. Þjóðverjar hafa gert nýja loftárás á London. Bandaríki Norðurlanda. í sænsku blaði „Statsvetenskapelige Tidskrift“, kom nýlega fram grein, undirskrifuð „sænskur Skandinavi“, með þeirri uppástungu, að Norður- lönd, Svíþjóð, Danmörk, Noregur og ísland, yrðu bandaríki, og var þar sett fram uppkast til laga fyrir það ríkjasamband, en það skyldi heita „Skandinaviens forenede Stater", eða Bandariki Norðurlanda. Sama tillaga hafði komið frá Friðþjófi Nansen síðastl. vor, og vísar þessi sænski höfundur til hennar. Þessi 4 lönd, sem sambandið mynda, eiga eftir upp- ástungu sænska höfundarins að hafa hvert sína stjórn út af fyrir sig, en koma fram sem heild út á við. Sam- bandsstjórn Skandínaviu skal hafa á hendi hin sameiginlegu mál, og skal einn af konungum Norðurlanda vera forseti bandalagsins. Hann skal velj- ast til 5 ára af ríkisþingum allra landanna. Tollmál og landvarnamál skulu sameiginleg, en hvert landið um sig hafa sendiherra og konsúla út af fyrir sig. Hvert land haldi sinu flaggi, en svo sje skapað nýtt flagg, sem tákni sambandið. Hefur sænskur mað- ur, Carl Milles, gert uppkast að sam- bandsflaggi, og er það hvítur feld- ur með þjóðaflöggunum fjórum í miðju óbreyttum. Lögr. hefur ekki sjeð sænska blað- ið, sem greinina flytur, en hefur þetta eftir frásögnum annara blaða, sem ekki birta sambandslagauppkastið í heild. Hugir margra manna á Norð- urlöndum munu vera að sveigjast meira og meira í þá átt, að efla sam- band og samvinnu milli landanna, og kom þetta mjög skýrt fram á kon- ungafundinum í Kristjaníu nýlega, eins og áður hefur verið minst á hjer i blaðinu. Og sjálfsagt eru þeir ekki fáir, sem eitthvað likt vakir fyrir og sænska manninum, sem setur fram þá uppástungu, sem hjer er minst á, hvað sem úr því máli verður. Frjettir. Tíðin. Síðustu dagana gott veður. Skipaferðir. „Lagarfoss“ er farinn á heimleið frá Halifx og fer beint til Akureyrar. „ísland“, sem ferðbúið var til Ameríkufarar, fer ekki vestur að svo stöddu. „Fálkinn“ kom til Khafnar 19. þ. m. Prestaskólahúsið gamla er nú selt af landstjórninni Haraldi Árnasyni kaupmanni fyrir 45 þús. kr. „Vargur í vjeum“ er nú kominn í bókaverslanirnar hjer í bænum. Eldsneyti Guðm. E. Guðmundsson- ar. Það hefur nú verið rannsakað á efnarannsóknarstofunni hjer og segir forstöðumaður hennar um rannsókn- ina í skýrslu til stjórnarráðsins: XII. árg. 58. tbl. átti að standa á síðasta blaði, og eru útsölumenn og kaupendur beðnir að athuga það og leiðrjetta töluna. „Eftir tilmælum hins háa stjórnar- ráðs íslands hefur Rannsóknarstofan rannsakað sýnishorn af eldsneytis- samsteypu þeirri, er Guðm. E. Guð- mundsson kveðst hafa gert úr mó- mylsnu, grút, tjöru o. fl. Sýnishornið var um 1 kg. á þyngd, dökt á lit og daunilt. Eldsneytið reyndist þannig: Raki....................... 19,25% Aska (í þurru eldsn.) .... 17,60% Notagildi ................. 57.3°% Eins og sjeð verður af ofanskráð- um tölum, er askan fremur lítil og hitagildið nálgast mjög hitagildi steinkola, sem við mætti búast, því það er kunnara en frá þurfi að segja, að feiti gerir eldsneyti bæði eldfimt og hitamikið.“ Bókaskrár Ársæls Árnasonar. Hann gaf í sumar, sem leið, út skrá yfir bækur þær, sem hann hefur til sölu í bókaverslun sinni, og nú hefur hann aftur gefið út viðbótarskrá yfir það, sem síðan hefur bætst við. Bóka- skránum fylgja eyðublöð undir bóka- pantanir, og skrárnar eru sendar ó- keypis hverjum, sem þess æskir. Skyldu menn lesa auglýsingu um þetta á öðrum stað í blaðinu. Þessar bókaskrár geta komið mörgum vel, með því að þeir sjá þar hvað um er að velja af nýjum bókum. Sjöfn heitir nýútk. bæklingur eftir próf. Á. H. Bjarnason, með kvæða- þýðingum eftir ýms merk útl. skáld. Fallegt kver. Bessastaðakirkja. Kirkjan á Bessastöðum er gömul og stór steinkirkja, miklu stærri en þörf er á fyrir þann söfnuð, sem nú á þangað kirkjusókn. Nú þarf kirkj- an mikilla aðgerða, en varla rjettlátt að ætla jarðeiganda að kosta upp á viðhald hennar. Kirkjan er bygð fyr- ir fje úr ríkissjóði, því Bessastaðir voru konungsjörð, þegar kirkjan var bygð. Áður var á Bessastöðum að- setur æðstu valdsmanna landsins, eins og kunnugt er, og svo var þar lengi æðsti skóli landsins. Kirkjan er því bygð handa fjölmenni. Jörðin var seld fyrir lágt verð Gr. Thomsen skáldi, og kirkjan látin fylgja. Hún er menjagripur, sem ekki er rjett að eyðileggja. En sje hún einstaks manns eign, er hætt við að hún verði lögð niður og rifin, því núv. söfnuður í Bessastaðasókn getur komist af með miklu minni kirkju. Núver. eigandi Bessastaða, hr. Jón Þorbergsson mintist á þetta í sumar, sem leið, við Matth. Þórðarson þjóðmenjavörð, og hvatti Matthías hann til að bjóða þjóðmenjasafninu kirkjuna, en þá yrði landsjóður að taka á sig kostnað af viðhaldi hennar. Þjóðmenjavörður. leitaði til alþingis í sumar, sem leið, um þetta mál, en kom því ekki fram. Líklega hugsar hann sjer, að geyma mætti þarna einhverjar tegundir forn- gripa og slíktvirðist vel getakomiðtil greina. En auk þess er kirkjan sjálf, eins og áður segir, einn slíkur grip- ur, sem nokkru er kostandi til að vernda frá eyðileggingu, ætti því þing og stjórn að taka boði hr. Jóns Þor- bergssonar. Brjef hans til þjóðmenjavarðar, þar sem hann býður safninu kirkjuna, er svohljóðandi: „Jeg undirritaður, bóndi á Bessa- stöðum á Álftanesi og eigandi þeirr- ar jarðar, óska hjer með að afhenda steinkirkju þá, er á Bessastöðum stendur og þeirri jörð minni fylgir,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.