Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.02.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 06.02.1918, Blaðsíða 4
50 LÖGRJETTA f Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. XXVI. KAFLI. Nú víkur aftur sögunni til Krniel- nitskis. Hann haföi fyrst eftir sig- ur sinn sest að 1 Korsun, en hjelt síð- an til Bialoserkev, og þá borg ætlaði hann aö gera að höfuðborg í ríki sínu. Herbúðir sínar hafði hann sett hinu- megin á fljótsbakkanum. Það var, eins og Skrjetuski hjelt, uppspuni einn, að Tuhai-Bey væri horfinn aftur suður á Krím. Tartarar þyrptust að honum þsúundum saman. Var nú þjóðflokkur sá alls orðinn þar um fjörutiu þúsundir. Áður höfðu Tartarar og Kósakkar verið svarnir fjandmenn, en tóku nú höndum sam- an gegn hinum kristnu. Sjálfur khan- inn frá Krím var kominn með tólf þúsund hermenn. Tartararnir voru hreinasta plága fyrir Ukrainu, bæði fyrir aðalsmenn og einnig bændur. Tóku þeir herfangi allar eigur þeirra og stundum sjálfa þá, konur þeirra og börn, og seldu síðan í ánauð. Það var því ekki að kynja þótt bændur gengju í lið með Kmielnitski, því herbúðirnar voru eini öruggi staðurinn. Her hans jókst því afarmikið, og honum tókst mjög fljótt að gera þá að nýtum hermönnum, enda var lýð- ur sá mjög herskár í verunni. Ýmsir af herforingjum hans hvöttu hann til þess að láta ekki hjer staðar numið, heldur halda áfram til Var- sjau,en honum var ekki að þoka.Hann vissi betur en þeir, hversu mikinn liðsstyrk ríkið hafði, og treysti ekki á það, að hann væri þegar orðinn fast- ur í sessi. Hann vonaði að bráðlega yrði farið að semja, og frið vildi hann framar öllu, þvi að hann var smeikur við, að herskarar sínir mundu ekki hlýða, þegar til lengdr ljeti, og alda sú, er hann hafði komið á stað, mundi skella á honum sjálfum. Þegar hann var i slíkum hugleiðingum, lokaði hann sig inni, og drakk þá óslitið sólarhringunum saman. Herforingj- arnir fóru að dæmi hans við drykkju, og við það dró úr heraganum. Oft lenti hermönnum hans í blóðugum skærum, og fangar voru brytjaðii niður, og margs konar svivirðingar framdar. Borgin varð að jarðnesku helvíti, Það var dag nokkurn, að aðalsmað- ur, Vikowski að nafni, kom með flýti inn til Kmielnitskis, —• hann hafði verið handtekinn, en var nú skrifari Kmielnitskis. Hann var nú drukkinn mjög og svaf á legubekk, en Vikow- ski þreif til hans og reisti hann upp. „Hver fjandinn gengur á?“ spurði hinn. „Þjer verið að rísa á fæur. Það eru komnir sendimenn." Kmielnitski reis þegar á fætur og aít vín rann þegar af honum. „Fáðu mjer brynju mína, hjálm og hetmansstaf,“ kallaði hann til Kó- sakka ungs, sem stóð við dyrnar. „Hverjir eru komnir, og hvaðan eru þeir?" spurði hann Vikowski. „Það er Patronius prestur frá Hus- tja, sendur frá hersinum í Braslav. „Frá Kisiel hersi?“ ijá." i(Lof sje gúði, föður, syni, heilögum áttda og Maríú mey!“ sagði hann og gerði fyrir sjer krossmark. Andlit hans geislaði af gleði. Nú byrjuðu friðarumleitanirnar! Rjett í þessum svifum bárust hon- úm aðrar frjettir, og þær ekki sem friðsamlegastar. Þegar her Jeremías- ár fúrsta hafði hvílst um hríð, rjeðst hann inn á land uppreisnarmanna, og var sagt, að hann þyrmdi engri lif- andi veru, og brendi hvern þann bæ til ösku, sem á leið hans yrði. Skrje- tuski, sem stýrði framliði furstans, rakst á Kósakkasveit, og fóru svo leikar, að hver einasti Kósakki var drepinn, en alls vorú þeir tvö þúsund. Furstinn hafði sest um og unnið borg- ina Pohrebystje og gjöreyddi hana, svo að ekki stóð þar steinn yfir steini, og hafði þar verið beitt ógurlegri grimd. Sagt var að furstinn hefði á- mint hermennina um það, að drepa borgarbúa þannig, að þeir fyndu til þess, að þeir dæju. Reyndar voru borgarbúar brennuvargar, og orðlögð illmenni. Engum þar þar þyrmt. Sjö hundruð fangar vour hengdir og tvö , hundruð settir á oddhvassa staura. Sagt var og að liðsmennirnir hefðu skemt sjer við að stinga augun úr föngunum og brenna þá síðan við hægan eld. Uppreisnarmönnum fjell allur ketill í eld við frjettir þessar. Lýðurinn flýði því á fund Kmielnit- skis, eða tók á móti furstanum með brauði og salti og baðst miskunnar. Hinum minni uppreisnarflokkum var tvístrað eða þeir strádrepnir. Flóttamenn frá þeim hjeruðum sögðu að þar í skógunum hengi Kósakki í hverju trje. Og þetta átti sjer stað rjett fyrir augum hundraðþúsunda-hers Kmiel- nitskis. Það var því ekki að furða, þótt hann yrði hálf-óður við fregnir þessar. Annars vegar voru friðar- umleitanir, en hins vegar reidd sverð- in. Hjeldi hann her sínum gegn furst- anum, var það sama sem að afsegja alla friðarsamninga við hersinn í Braslov. Hin eina von hans voru Tartararn- ir. Hann stóð upp og gekk rakleitt á fund Tuhai-Beys og heilsaði honum mjög vingjarnlega. „Tuhai-Bey, vinur rninn!" sagði hann, „þú hefur veitt mjer sigurinn bæði við Gulu vötnin og við Korsun. Nú bið jeg þig um að þú bjargir mjer í þriðja skiftið. Sendimenn eru nú komnir á fund minn með brjef frá hersinum í Braslav og býður hann þar og ábyrgist, að Kósakkar skuli fá öll sín gömlu rjettindi, ef jeg nú slöðvi hernaðinn. Jeg verð að taka friðarboðunum líklega, til þess að sýna sáttfýsi mina. Nú berast mjer einnig frjettir um það, að Jeremías fursti, óvinur vor, fari hjer yfir land- íð með báli og brandi, brytji niður Kósakka mina, stingi úr þeim aug- un og stegli þá. Það er nú erindi mitt, að biðja þig að halda móti honum ' með Tartara þína. Neitir þú að fara, ræðst hann hjer á okkur, áður en langt um líður.“ Tartarahöfðinginn sat á stórum á- breiðubunka, er hann hafði tekið við Korsun og rænt aðalsmenn. Hann reri fram og aftur um stund, og dróg annað augað í pung, eins og hann væri að hugsa málið, en sagði síðan: „Við Allah! Mjer er það ómögu- legt.“ „Hvers vegna?" „Vegna þess, að jeg hef mist mikið lið og marga foringja þín vegna, bæði við Gulu vötnin og hjá Korsun. Hví skyldi jeg hætta á, að missa enn fleiri. Furstinn er ágætur hershöfðingi, en samt skal jeg halda móti honum, farir þú líka. Einn fer jeg ekki eitt fet. Jeg er ekki sá heimskingi að jeg hætti öllu því sem jeg hef unnið, og það gæti jeg mist í einni orustu. Heldur sendi jeg mína menn hjeðan eftir fje og föngum. Jeg er búinn að gera nóg fyrir hina vantrúúðu hunda. Jeg fer ekki og ræð khaninum einnig frá að fara móti furstanum. Nú hefi jeg sagt þjer svar mitt.“ „Þú hefur svarið þess eið, að þú skyldir hjálpa mjer." „Það er rjett, en jeg hef svarið að jeg skyldi berjast með þjer, en ekki fyrir þig. Farðu nú.“ „Hef jeg ekki leyft þjer að taka menn mína hernámi? Hef jeg ekki selt þjer í hendur herfang mikið og hetmennina báða?“ „Jú, en ef þú hefðir ekki afhent mjer þá, hefði jeg afhent þeim þig.“ „Jeg fer beint á fund khansins." „Farðu hvert á land, sem þú vilt. Þú ert þorpari!" urraði Tuhai-Bey bálreiðúi*. Kmielnitski sá að það gat orðið hættúlegt að reita hann meira til reiði. Hann kvaddi þvi og fór beint til Khansins, en fjekk þar alveg somú svöf. Tartararnir kærðu sig alls ekki um það, að berjast við furstann, sem tal- inn var ósigrandi. Þeim þótti það ör- uggara að afla sjer fjár og fanga í smá-ránsferðum og taka þannig hlút sinn á þurru landi. Kmielnitski var hamstola af reiði, er hann kom heim aftur, og hanrt var ’ sestur að flöskunni, þegar Vikowski kom að og tók hana af honum. ! „Nú megið þjer ekki drekka, göf- ugi hetmaður. Seniboðarnir bíða hjer eftir svari." Kmielnitski varð afarreiður yfir þessari ósvífni og sagði: „Jeg skal láta stegla bæði þig og sendiboðana." „Jeg fæ yður samt ekki flöskuna aftur. Þjer megið blygðast yðarl For- lögin hafa sett yður yfir mikið, en samt blindfylíið þjer yður eins og Kósakkaræfill. Nú verður að hamra, meðan járnið er heitt, en ekki drekka frá sjer alt vit. Sá tími er nú kominn, að hægt er semja frið, og fá allar sín- ar kröfur viðurkendar. Annars getur það orðið um seinan. Lif yðar og for- ingja yðar leikur á þræði. Sendið nú tafarlaust til Varsjá og biðjið um vernd konungsins." „Þú ert hygginn maður! Jæja, láttu hringja til þings, og segðu foringf- unum að jeg komi rjett bráðum." V'ikowski fór, en rjett á eftir heyrð- ist klukkum hringt, er kölluðu for- ingjana á ráðstefnu, og brátt tóku þeir að þyrpast að. Þar voru þeir: hinn ógurlegi Krysovonos, Kreschov- ski „sverð Kósakka", hinn reyndi og gamli Filon, Pushgarenko hinn óði frá Pultava, Jakob frá Chigirin, og margir fleiri frægir og hraustir her- foringjar, þó vantaði marga. Hafði Jeremías þegar sent ýmsa þeirra til Heljar, og aðrir voru á ránsferðum. Tartararnir voru ekki kvaddir á ráðstefnu þessa. Lýðurinn þyrptist að torginu þar sem foringjarnir sátu, en varðmenn hjeldu' þeim í hæfilegri fjarlægð. Ljetu þeir stafi og kylfur, sem þeir höfðu að vopni, ganga svo óspart á lýðnum, að nokkrir lágu dauðir eftir. Loks kom Kmielnitski. Hann var rauðklæddur, með hjálm á höfði og hershöfðingjastafinn í hendi. Patró- nius klerkur gekk honum til hægri handar, en á vinstri hönd gekk Vi- kowski með bókfell undir hendinni. Hlutabréf EimskipaféL íslands. Aðvörun til hluthafa. Oss hefir borist vitneskja um það, að maður einn hér í bænum, sem auglýsir að hann kaupi hlutabréf í félagi voru, hjóði fyrir þau einungis 65 til 80 af hundraði af ákvæðisverði hlutabréfanna, og hafi jafnvel náð kaupum á einhverjum bréfum fyrir þetta verð. Út af þessu leyfum vér oss að leiða athygli hluthaf- anna að því, að eftir því sem hagur félags vors stendur, þá getum vér ekki talið ástæðu fyrir neinn hluthafa til að selja hlutabréf sin undir nafnverði. Jafnframt skai og athygli hluthafa leidd að því, að samkvæmt félagslögunum þarf samþykki félagsstjórnarinnar til þess að sala á hlutabréfum félagsins sé gild. Til þess að gera þeim hluthöfum hægra fyrir, sem kynnu að vilja koma bréfum sínum í peninga, hefir samist svo um, að skrifstofa Verslunarráðs íslands taki að sér, frá því í dag, að vera milliliður milli seljenda og kaupenda að hlutabréfum vorum, og að útvega samþykki félagsstjórnarinn- ar til sölunnar. Ráðum vér því þeim, sem vilja selja bréf sín, að snúa sér til nefndrar skrifstofu, og sömuleiðis æltu þeir, sem vilja kaupa hlutabréf félagsins, að snúa sér þangað. Skrifstofa Verslunarráðsins er í Kmielnitski settist meöal foringj- anna og sat um stund þegjandi, því næst tók hann oían hjálminn til merk- is um aö samkoman væri sett. Hann stóð upp og mælti: Kirkjustræti 8 B, opin kl. 10—12 og 2—4 hvern virkan dag. Reykjavík, 3. febr. 1918. iif. EimskiDafé Ásg. G. Gunnlaugsson & Co Austurstræti 1, Reykjavík, selja: VeínaCarvörur. — Smávirur. Ktrlmanna og ungliuga ytri- og innriiatnaöi. Regnkápur. — Sjiföt — Forlaíöt. Prjinavörur. Kotagarn. — Línur. — öngla. — Maniila. Smurningiolíu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Föntunum utan af landi svaraC um ksoL „VirSulegu herrar, hershöfðingjar og foringjarl Yður er það kunnugt, að vjer höfum orðið að beita vopn-j um til þess að hrinda af höndum vor- um órjetti þeim og kúgun, sem vjer vorum beittir, og til þess að öðlast aftur rjettindi þau og frelsi, er aðall- inn hefur svift oss, án vitundar og vilja konungs vors. Drottinn hefur blessað starf vort. Hinir heiðurs- snauðu harðstjórar titra af ótta, og þeim hefur verið sæmilega refsað fyr- ir kúgun þeirra við oss og ódreng- skap. Guð hefur gefið oss glæsileg- an sigur, sem vjer aldrei fáum full- þakkað. Þegar nú að vjer höfum refs- að harðstjórunum og bælt niður í þeim hrokann, þá ber oss að hætta blóðsúthellingum, þar sem kristnir meðbræður vorir eiga í hlut, því að guði er slíkt ekki þóknanlegt. Á hinn bóginn getum vjer ekki lagt niður vopnin fyr en konungur vor hefur lýst það vilja sinn og lög, að vjer fengjum aftur fornan rjett og frelsi. Hersirinn í Braslav hefur nú sent mjer brjef og boðskap um, að þetta geti nú fengist, og hygg jeg það rjett vera. Það eru hetmennirnir, og furst- inn, en ekki vjer, sem hafa gert gagn- stætt vilja kongsins. Vjer höfum refs- að þeirn,, og bera oss laun og þakk- læti hans og ráðsins, en ekki van- þóknun. Jeg vil því biðja yður að hlýða meÖ athygli á brjef hersisins, og gera síð- an viturlegar ákvarðanir um það, hvernig heppilegast verði lokið þess- um blóðsúthellingum kristinnamanna, en vjer þó fáum fulkomin laun fyrir hollustu vora og hlýðni gagnvart rík- inu.“ Kmielnitski spurði ekki foringja sína, hvort þeir vildu hætta styrjöld- inni. Hann ljet þá vita, hvaða ákvörð- un hann vildi að þeir tækju. Það heyrðist líka brátt óánægjunöldur, sem varð ávalt háværara. Kmielnitski sagði ekki eitt orð, en athugaði i hverjum ljet hæst, og virtist setja það mjög vel á sig. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir mín, Sig- ríður Jónsdóttir, andaðist i. febrúar s. 1., eftir þunga legu. Reykjavík, Spítalastíg 7, 2. febr. 1918. EINAR PJETURSSON, trjesmiður. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. Pósthússtræti 17.. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talsími 16. Sighv. Blöndahl cand. jur. Viðtalstími 11—12 og 4—6, ' Lækjargötu 6B. Simi 720. Pósthólf 2. Steindór Gunnlaugsson yfirdómsmálflutningsmaður. Flytttr mál, kaupir og selur fast- eignir o. fl. Bröttugötu 6. Sími 564. Heima kl. 4—7. Fjelagsprcntsmlðjan,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.