Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.05.1918, Blaðsíða 2

Lögrétta - 15.05.1918, Blaðsíða 2
8o LÖGRJETTA Tilkynning. Þeir viöskiftamenn, sem kunna aö hafa i höndum óinnleysta ullar- seðla frá „H.f. Nýja Iðunn“, eru hjer meö ámintir um að senda j)á til innlausnar í siðasta lagi ]>. i. júlí 1918, þar eð ákveðið hefur verið aö verksmiðjan taki ekki aftur til starfa fyrst um sinn. Skrifstofan í verksmiðjunni er aðeins opin hvern virkan dag frá kl. 1—3 síðdegis. Fj elag'sstj órnin. Augnlækningaferðalag 1918. Fer með „Sterling“ 5. ferð, 7. júlí vestur um land til Akureyrar; dvel þar frá 17. júlí til 5. ágúst. Þá með „Sterling“ sömu leið til Reykjavíkur. Tek á móti sjúklingum á skipsfjöl, nema á Akureyri. A. Fjeldsted. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið- vikudegi, og auk þess aukablöS viS og viS, minst 60 blöð alls á ári. Ver8 kr. 7.50 árg. á lslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. unum .... einkum á nóttunum. Og friður hans hefur vafist utan um sál mína, eins og mýkstu tónar, eins og himinbláminn vefst inn um fjöllin fyrir augum okkar, eins og sólar- geislarnir vefja sig utan um skýin á vesturloftinu með alls konar dular- fullum ljóma- .....Jeg hef ekki talað ein. Drott- inn hefur talað við mig .... Jeg er ein af umkomulausustu einstæðing- um og smælingjum í þessum bæ. Vin- ir mínir hafa yfirgefið mig og gleymt mjer. Drengurinn minn gleymir mjer, þegar sollurinn tekur hann frá mjer. En drottinn gleymir mjer aldrei og yfirgefur mig aldrei. Hann frelsar mig frá öllu illu. Og hann lætur ekki drenginn minn vinna voðaverk .... viljandi nje óviljandi. Jeg veit jiað-“ „Skotið, sem Álfhildur gamla hafði setið í, var orðið fult af undarlegum, himneskum ljóma. Þar sem setið hafði einu augnabliki áður útslitin, gömul kona, raunamædd, hrjáð og hrakin af veröldinni, var komin dýrleg vera, meira en ung, ímynd æskunnar sjálfr- ar, guðdómlega fögur, brosandi eins og barn, með vitsmuni alheimsins glampandi í augunum. Á grátt hárið var kominn gullsliturinn, sem morg- unsólin leggur um fjallabrúnirn- ar. Dökt og snjáð sjalið var orðið að skínandi töfraskikkju, líkastri tærasta bergvatnsfossi, tindrandi i sólarljósinu. .... Hann hafði sjeð eitthvað af þess- ari konu, eins og hún var í raun og veru. Hann hafði sjeð glampa af dýrð mannssálarinnar. Svona var konunni háttað, sem var þess umkomin, að vekja sál ritstjór- ans með hugsunum sínum og lifsskoð- un. Ýmsir mundu vakr.a í heiminum, bæði ritstjórar og aðrir, ef margar væri konur, sem annað eins tungu- tak ætti og þetta. Hún vakti fleiri. Hún átti eftir að vekja sál unnustu ritstjórans- Þá sat hann í steininum, fyrir að hafa skotið þeim manni, sem sekur var um morð- ið, til Ameríku. Og þá var unnustan, sem um lítið annað hafði hugsað en auðlegð og skraut og annan hjegóma, komin á fremsta hlunn með að segja honum upp, sakir þeirrar svívirð- ingar, að hafa verið settur í fangelsi Þá kom Álfhildur og barg henni. Melan konsúll, tilvonandi tengda- faðir ritstjórans, var ágætiskarl. Sag- an endar með heimsókn, sem konsúll- inn gerir ritstjóranum í steininn og löngu viðtali, er þeir eiga saman. Það viðtal er þrungið yndislegum hugs- unum um sum alra hugnæmustu at- tiði mannlífsins. í því viðtali gerir ritstjórinn þá játningu, að hann vildi heldur fá að vera kyr þarna í prísundinni, en fara aftur í ritstjórastólinn. Og konsúllinn kannast við það, að það muni ungum mönnum hollara, „meðan þeir hafa ekki fengið þann þroska, sem þarf til að vera leiðtogar lýðsins." Mikið er af dularfullum fyrir- brigðum í bókinni og er sagan lituð þeirri lifsskoðun. En það er nýja testamentið líka, og hefur ekki verið fundið til foráttu. Og meira en það- Daglegt líf manna er ekki svo lítið litað hinu sama. Naumast líður nokk- ur nótt draumlaust hjá. Naumast er svo nokkur maður, að hann kunni ekki eitt eða annað af dulrænum efn- um að segja, í sambandi við eigið líf sitt og reynslu. Fátt eru menn sólgnari í að segja, en slíkar sögur. Með öllum, nema hinum allra þröng- sýnustu, verður skáldsaga þessi frem- ur látin njóta þeirra en gjalda. Minningarrit um sjera Jón Bjarnason, dr. theol. Kirkjufjelag íslendinga i Vestur- heimi hefur gefið úr fallegt og vand- að minningarrit um stofnanda sinn og leiðtoga um langan tíma, sjera Jón Bjarnason, og hefur Lögr. ný- lega verið sent það. En það kom út árið, sem leið. í þvi er fremst æfi- saga sjera Jóns í þrem köflum, og ritar sjera Runólfur Marteinsson j/ann fyrsta, er nær yfir árin 1845— 1880, en þann næsta ritar Sigurbjörn Sigurjónsson, og segir frá veru sjera Jóns á Seyðisfirði á árunum 1880— 1884. Þriðja kaflann ritar W.' H. Paulson, er nær yfir árin 1884—1914 og segir frá starfi sjera Jóns vestan hafs eftir að hann fluttist þangað af Seyðisfirði. Þar næst eru 3 ritgerðir um sjera Jón, 1. Leiðtoginn, eftir sjera Björn B. Jónsson, 2. t ræðustólnum, eftir sjera Gúttorm Guttormsson, 3. Rit- störf, eftir sjera Hjöit J. Leó. Þá éru endurminningar og ummæli, suttar greinar eftir Jóhann Briem, sjera Matth. Jochumsson, Eirík Briem prófessor, Þórhall Bjarnarson biskup og Jón Þorkelsson lands- skjalavörð. Loks eru minningarljóð eftir sjera Jónas A. Sigurðsson, Valdemar Briem vígslubiskup og sr. Matth. Jochumsson. Mikill fróðleikur er í þessu riti, ekki eingöngu um sjera Jón Bjarna- son sjálfan, }>ann milda og merka mann, líf hans og starfsemi, heldur einnig um margt, er snertir sögu íslenska þjóðflokksins vestan hafs, og er allur frágangur ritsins hinn prýði- legasti. Myndir fylgja ritinu, er sýna sjera Jón Bjarnason og konu hans á ýmsum aldri. Misbrúkun veitingarvalds. • —• Póstafgreiðslan á Seyðisfirði. í reglugerð fyrir póstmenn frá 1908 er svo kveðið á, að stjórnarráð- ið skipi póstafgreiðslumenn eftir uppástungum póstmeistara. Eitt af nýjustu stjórnarráðstöfunum Sigurð- ar Jónssonar ráðherra er það, að skipa póstafgreiðslumann á Seyðis- firði öldungis gagnstætt uppástung- um póstmeistara, og er veiting þessi svo stórhneykslanleg, frá hvaða sjónarmiði sem hún er skoðuð, að ekki verður hjá j>ví komist aö gera hana að umtalsefni. Póstmenn landsins eru alment mjög lágt launaöir, eins og allir vita, sen: nokkuð hafa athugað ]>að mál, og á þetta jafnt við um póstmenn til sveita, sem hafa póststörfin ekki fyrir að- alatvinnu, og um póstþjóna í kaup- stöðum, sem leggja fram alla vinnu sína til starfsins. Dýrtíðin kemur hart niður á þessum mönnum, eins og ! yfirleitt á öllum starfsmönnum með föstum lágum launum, og að því er póstmenu snertir sjerstaklega, ]>á hafa störfin víöast hvar aukist afskaplega mikið síðasta áratuginn, án þess að launin hafi hækkað að því skapi; jiess’ vegna var þegar fyrir stríðið komið svo, að póststörf voru yfir- leitt ver borguð en flest önnur vinna. Af lífvænlegum stöðum fyrir fjöl- skyldumenn eru að eins sárfáar til innan stjettarinnar; þar til verður helst að telja, auk póstmeistaraem- bættisins, póstafgreiðslumannasýsl- anirnar í kaupstöðunum, Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Það ætti j>vi að vera einhver hin allra sjálfsagðasta regla, að póstmenn, sem hafa sýnt áhuga og dugnað við lágt launuð póststörf, ættu að sitja fyrir þessum fáu lífvænlegu stöðum, þegar þær losna, Auk j>ess eru ]>essar póst- afgreiðslur svo vandamikið og á- byrgðarmikið starf, að engum er trú- andi fyrir.þeim nema þeim sem hefur lært póststörf, og kynt sig að áreið- anleik og dugnaði. Og það er lítt mögulegt að hugsa sjer a'ð duglegir ungir menn fáist að staðaldri til að ganga í þjónustu póststjórnarinnar fyrir lág laun — þeir verða því mið- ur, margir hverjir, að sætta sig við sannkölluð sultarlaun langt fram eft- ir aldri — ef þeir mega búast við því að aðrir óviðkomandi menn verði látnir sitja fyrir veitingum í þær stöður, sem talist geta lífvænlegar. Umsækjendur um póstafgreiðsluna á Seyðisfirði voru 5. Einn af þeim var aðstoðarmaður við póstafgreiðsl- una á Akureyri, Finnur Jónsson að nafni, sem gegnt hefur póststörfum í 8 ár, veitt póstafgreiðslunni á Ak- ureyri forstöðu i forföllum póstaf- greiðslúmannsins þar, og leyst ]>essi störf mjög vel af hendi. Póstmeistari lagði til, að þessum manni væri veitt staðan. En ef hann af einhverjum ástæðum gengi frá, þá lagði póst- meistari til að tekinn yrði annar póst- maður meðal umsækjandanna, sem verið hafði aðstoðarm. hjá fráfarandi póstafgreiðslumanni á Seyðisfirði, og m. a. hafði sjer það til meðmæla, að Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutuiugsmaður. Pósthússtræti 17.. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. hann hafði ráð á góðú húsnæði fyrir póstafgreiðsluna á hehtugum stað í bænum. Þriðji umsækjandinn var kona, sem einnig hafði vanist póst- afgreiðslustörfum. Fjórði umsækj- andinn var velmetinn verslunarmað- ur við eina af helstu verslununum í kaúpstaðnum, og sá fimti var maður, sem fe’ngist hefur við margt en aldrei getað ílengst við neitt, og j>ó aldrei fengist við npin póststörf. Þessum manni veitti svo Sigurður Jónsson atvinnumálaráðherra póstafgreiðsl- una. Af hvaða toga sú hlutdrægni sje spunnin, sem þessi ráðherra hefur hjer beitt, mætti sennilega ráða i af því, að meðal hins marga, sem þessi maður hefur fengist við, er blaða- menská, og það er vitanlegt, að gef- ist honum kostur á að taka það starf upp aftur, þá er hann reiðubúinn að reka erindi velunnara síns, atvinnu- málaráðherrans núverandi, og þess flokks, sem styður hann. Vitanlega er þessi maður alls ófær til að gegna póstafgreiðslunni eins og stendur, því að hann kann ekkert til j>ess. Og eftir því, hve laus hann hefur orðið í ]>eim vistum, sem hann fram að ]>essu hefur verið i, er mjög vafasamt hvort hann getur orðið fær um það. Til bráðabirgða hefur ráðist þannig fram úr þessu, að kona sú, sem var ein meðal urasækjendanna, ann- ast störfin, og er þá póstafgreiðslu- maðurinn nýi líklega að læra hjá henni. Póstafgreiðslan á Seyðisfirði er á friðartímum vandasamari en flestar eða allar hinar póstafgreiðslurnar ut- an Reykjavíkur að því leyti, að hún hefur mjög mikil bein póstskifti við útlönd. Þegar ]>ær afgreiðslur eru ekki í lagi, konia vitanlega sífeldar kvartanir frá útlöndum — landi voru til lítils sóma, og póstmeistaranum ckki til skemtunar. Með þessari hneykslanlegu veit- ingu hefur ráðherrann fyrst og fremst lítilsvirt embættismann þann, póst- meistarann, sem gert hafði tillögu um veitinguna eftir rjettum grund- vallarreglum, hlutdrægnislaust, og í reyndinni átti rjett á að ráða valinu, af því að á honum og hans mönnum skella afleiðingarnar, ef óhæfur mað- ur er skipaður til starfans. Því næst hefur hann misboðið allri póstmanna- stjetf landsins, með ]>ví að meta einsk- is þekkingu, æfingu og vel unnið starf við póstmál við veitingu á einni af liinum fáu lífvænlegu póststöðum. Með þessu hefur hann jafnframt virt áð vettugi hagsmuni hins opinbera, þar sem hann fælir hæfa unga menn frá því að gefa sig að póststörfum fyrir þau lágu laun, sem hið opinbera greiðir fyrir þau flest. Og loks hefur hann ekkert skeytt um það, sem átti þó að vera höfuðatriðið, að tryggja öllum ahnenningi, sem þarf að skifta við þetta pósthús, góða afgreiðslu, með því aö fela póstafgreiðsluna manni, sem var búinn að sýna, að hann var starfinu vaxinn. Alt j>etta er látið sitja á hakanum og hlutdrægnin látin ríkja, hvort sem þáð nú er persónulegur geðþótti ráð- herrans eða ístöðuleysi lítilsiglds manns gegn áhrifum ábyrgðarlausra piltunga, sem jafnan standa i kring um hann reiðubúnir til að misbrúka hann til hvers, sem kemur sjer vel í svipinn fyrir þá sjálfa eða einhverja af þeirra lagsbræðrum. Það er leiðinlegt fyrir bændastjett- ina íslensku, að fyrsti maður hennar i ráðherrasessi skuli gera svo lítið úr sjer, að láta hafa sig til annars eins brots á sjálfsögðustu grundvallarregl- um fyrir sæmilegri stjórnarstarfsemi og þessi veiting er. Og það er þó því leiðinlegra, sem þetta er ekki í fyrsta sinn að þessi ráðherra brýtur í bága við stjórnarvelsæmi, einmitt á þessu sviði. En allra leiðinlegast er þó að svona skuli hafa tekist til þar sem það er vitanlegt, að til eru nógir bændur, og það þótt ekki sje farið út fyrir þingið, sem eru að öllu leyti eins góðum hæfileikum búnir til ráð- herradóms og þessi maður, en hafa þann kjark 0g þá festu fram yfir hann, að aldrei mundi neinum takast að ginna þá til annars eins og þessa. J. Þ. Sambandsmálið. í símfregnum frá Khöfn hefur síð- astl. viku mikið verið talað um blaða- deilu þar út af íslandsmálum. Seg- ir þar, að Ferslevsblöðin (hægri) telji sambandsdeiluna milli íslend- inga og Dana komna í mjög alvarlegt horf vegna nýrra og aukinna krafa frá hálfu alþingis, þar á meðal um persónusamband, en Berlingatíðindi og Politiken mótmæli þessu. Er það auösjeð, að þessi mál eru notuð þar til árása á Zahle-stjórnina. í gær fjekk svo Jón Magnússon forsætis- ráðherra símskeyti frá Zahle, forsæt- isráðherra Dana, er skýrir frá hvern ig málið standi. Það símskeyti er svohljóðandi: „Jeg leyfi mje að skýra yður frá, að jeg hef birt eftirfarandi skýrslu: „Sökurii margs konar orðróms i nokkrum hluta blaðanna um sam- band vort við ísland, þá lít jeg svo á, að það sje rjett, að skýra frá }>ví sem i raun og veru er að fara" fram. Þegar Jón Magnússon, íslenskur ráðherra, var hjer siðastliðið haust, kom hann fram með kröfu um verslunarfána. í ríkisráðinu 22. nóv. var tillaga hans ekki samþykt af Hans Hátign konunginum, en ræða hans, ^sem þá var birt, var á þessa leið: Jeg get ekki fallist á tillögu þá, sem ráðherra íslands hefur borið fram; en jeg vil bæta þvi við, að þegar íslenskar og danskar skoðan- ir ekki samrýmast, munu almenn- ar samningaumleitanir i einhverju formi, heldur en að taka eitt ein- stakt mál út úr, leiða til þess góða samkomulags, sem ætíð verður að vera grundvöllur sambandsins milli beggja landanna. Þessi hugmynd um almennar samn- ingaumleitanir hefur verið tekin til íhugunar á íslandi og það var skýrt frá því, að allir flokkar þar fjellust á }>að. Þar eð búist er við því að nú- verandi alþingi verði bráðlega lokið og þingmennirnir þá dreifist um alt Island, er það æskilegt, að alþingi berist skjótlega vitneskja um afstöðu vora í j>essu máli. I J>esstt sambandi hef jeg beðið foringja allra stjórn- málaflokkanna að kveðja saman flokkana og leggja fyrir þá ]>á spurn- ingu, hvort þeir telji það viðeigandi, sem stungið var upp á í rikisráði 22. nóv., sem uppástungu til íslendinga, að hefja nú samningaumleitanir um alt samband íslands og Danmerkur. Ef ákvörðun um þetta skyldi verða gerð, verður alþingi skýrt frá þessu cg er þá búist við því, að það sje undir J>að búið að koma saman vegna væntanlegra samningaumleit- ana. Þegar ríkisþingið hefst 28. mai þá skal ákvörðun tekin um það, hvernig Danmörk muni æskja að skipa fulltrúa til slikra samningaum- leitana. Núverandi stjórn heftir aldrei stigið nokkurt skref í sanibandsmálum Danmerkur og Islands, án þess að ráðgast við alla flokka ríkisþingsins. og hingað til hefur hún alt af fengið samþykki þeirra.“ „Politiken segir í sambandi við þessa skýrslu: „Skýrsla Zahle for- sætisráðherra sýnir ljóslega að samn- ingaumleitanir ]>ær, sem nú á að koma í kring, eiga upptökin hjá Dönum i ríkisráðinu 22. nóv. — Nú uiá vænta þess, að hægt verði að forðast allar nýjar deilur og danska þjóðin geti nú tekiö upp samninga- umleitanir með eindrægni og still- ingu.“ Þessum síðustu orðum, sem Poli- tiken beinir til Dana, er einnig á- stæða til að beina til íslendinga. Stríðið. Síðustu frjettir. Úr friðarútlitinu, sem frá var sagt 1 síðasta tölubl., hefur ekkert orðið. Þvert á móti eru nú stprorustur yfir- vofandi á vesturvígstöðvunum. I op- inb. tilk. ensku frá 11. þ. m. segir: „Horfurnar eru nú þær, aö Þjóðverj- ar-eru einráðnir í }>ví, að draga sam- an allan þann herafla, er þeir geta haft á að skipa, til ]>ess aö hefja óg- urlega sókn. Sópa þeir nú saman öllu því liði, er þeir geta fundið í landinu sjálfu, til þess að geta fengið úrslit áður en það er of seint. En banda- menn eru svo vongóðir, að ]>á er þeir áttu um það tvent að velja, að fá nú þegar lítinn her frá Ameríku til varn- ar, eöa bíða þangað til þeir fengju fullkominn, öflugan og sjálfstæðan her, þá tóku þeir síðari kostinn." Svo segir í fregnskeytinu, að banda- menn búist við að verða að láta und- an síga, en leggi alt kapp á að hafa varalið sitt sem best vígbúið. Það má heita, að hlje hafi verið á viðureign- inni nú um nokkurn tíma, að eins getið um smáorustur. Þó segir i. fregn frá Khöfn frá 12. þ. m., að jiýskar fregnir segi her Bandaríkjanna hafa beðið mikið tjón fyrir suðvestan Apremont. Er nú sagt, að frá því í janúar í vetur hafi komið til Frakk- lands frá Bandaríkjunum hálf miljón hermanna. Rimma hefur staðið yfir i enska þinginu út af ákærum, sem komiö höfðu fram í blöðunum frá Mattrice hershöfðingja, er verið hefur um tíma framkvæmdarstjóri hernaðarráðstaf- ana, gegn þeim Lloyd George og Bo- nar Law fyrir að hafa gefið rangar skýrslur um herafla Breta. Asquith beitti sjer í þinginu fyrir þessum á- sökunum og vildi fá málið rannsak- að og ráðherrunum stefnt fyrir þann dómstól, sem uni slík mál á að fjalla. Virtist svo af fregnskeyíum hingað frá „Central News“ í London sent mikið stæði til, og var látið í veðri vaka, að þetta gæti leitt til sjórnar- skifta. Lloyd George hafði skorað á fylgismenn sína, að mæta vel í þing- inu, með því að hjer væri um van- traustsyfirlýsingu að ræða, og er hann hafði skýrt þar málavexti og flutt fram varnir fyrir stjórnina, fór svo, að tillaga Asquiths var feld með 293 atkv. gegn 106. Varð úr þessu stór sigur fyrir Lloyd George. En Maurice hershöfðingja, sem kom deil- unni á stað, hefur síðan verið vikið frá. Af síðustu opinb. tilk. ensku má sjá, að Landsdowne lávarður hefur í efri málstofu þingsins komið fram með ásakanir gegn stjórninni fyrir að hafa hafnað friðartilboðum á síð- astl. ári, en Curson lávarður svarað og borið það til baka. í þeirri ræðu sagði hann, að ekki væri hægt að koma á samkomulagsfriði nú sem stendur. Fregn frá Khöfn segir, að í Banda- ríkjablöðunum sjeti að konia fram friðaruppástungur frá páfanum,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.