Lögrétta - 05.06.1918, Blaðsíða 2
94
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á
Jslandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí.
Þjóðverjar höföu sett sjer með þessu
áhlaupi. Þeir höfðu, án þess að stofna
sjer í neina sjerlega hættu, hrakið
mótstöðuherinn alt að 60 kílómetrum
aftur á bak, höfðu tekið 90 þúsund
fanga og 1300 hergagnabúr. Á 10
fyrstu sóknardögunum tóku þeir 800
íerkilómetra svæði. Til samanburðar
benti þýski foringinn á, að Englend-
ingar hefðu í sókn sinni hjá Somme
á too dögum tekið 300 ferkílómetra
svæði, og í sókninni í Flandern á 120
dögum rúmlega 200 ferkílóm. svæði.
Um framtíðarálit sóknarinnar og*
takmark hennar í heild vildi lierfor-
inginn ekkert segja. Hann kvað yfir-
stjórn hersins eina hafa fulla
vitneskju um þær fyrirætlanir. En
greinarhöf. segir það augljóst þá, að
herinn sæki fram gegn Ainiens, því
þar sje járnbrautarmiðstöð enska
hersins, og taki Þjóðverjar Amiens,
þá sje sambandinu í raun og veru slit-
ið milli enska og franska hersins. En
Þjóðverjar eiga enn eftir að yfirstíga
mikla erfiðleika áður til þess koini,
því Englendingar og Frakkar eigi
hægt með að beita varaliði sínu á
þeim stöðvum, og eigi þar við hend-
ina miklar hergagnabirgðir, en Þjóð-
verjar verði að flytja alt að sjer um
langa vegi og illa umíerðar.
Þegar herforinginn hafði lokið fyr-
irlestri sinum, hneigði hann sig fyrir
gestunum og gengu þeir síðan út. í
því gekk syngjandi herflokkur þar
fram hjá, og segir greinarhöf., að
eftir fyrirlesturinn hafi það haft ekki
litil áhrif, að líta á þennan unga og
hraustlega hermannaflokk.
III.
Greinarhöf. lýsir svo ferð sinni
fram á sóknarsvæðið sjálft. Veður var
drungalegt og rigning morguninn,
sem hann hjelt á stað, en hann ferð-
aðist í bíl eftir aðalveginum vestur
að Amiens. Hann segir, að á því
svæð’i, sem hanu nú fór um, hafi að
eins verið hermenn, alt borgara- og
bændafólk hafi verið flutt í burtu, en
hermennirnir hafi búið í húsum þeirra
sundurskotnum og svo í jarðholum.
Á þessu svæði voru viða áður gömul
og fögur trjágöng, en nú sjest ekkert
eftir af þeim, En um allar sljetturnar
Jiverar og endilangar standa nú raðit
af simastólpum. Og alstaðar er fult
af stórum spjöldum með áletrunum,
tilkynningum og leiðbeiningum um
vegi. Þar er ekki að eins sagt frá
þvi, hvert vegirnir liggi, heldur einmN
ig hvernig þeir sjeu, hvaða torfærur
sjeu á þeim o. s. frv. Svo er þar
visað á, hvar sjeu skottrygg og gas-
trygg hæli í nándinni, hvar bensin-
búrin sjeu, hvar smiðjur sjeu, seni
geri við það, sem aflaga fer o. s. frv,
Aðvaranir eru þar um að aka ekki
hart yfir járnbrautabrýr og fleira
þess háttar. Og þar, sem brekkur eru
a vegunum, eru fest upp spjöld, sem
minna menn á að hlífa hestunum, en
sú áminning fær undarlegan óm í eyr-
Um þeirra, sem kunnugir eru því,
hvernig hestarnir eru brúkaðir á víg-
stöðvunum.
Er bíllinn hafði farið í hálfan kl,-
tíma eftir þessum vegi, varð fyrir
honum herflokkur á framleið til vig-
stöðvanna, og var bíllinn í tvo kl,-
tima að komast fram hjá honum.
Aftastir eru Rauðakross-hermennirn-
ir, og eiga þeir að tina upp það, sem
aðrir missa á leiðinni. Þar næst á
undan er vagnlest og hún afarlöng.
Næst á undan henrti er stórskotaliðið,
þar á undan fótgönguliðsflokkarnir,
%en fremst hergagnalestir, en her-
gögnin eru flutt í stórum og skugga-
legum flutningabílum. Til verndar
öllum herflokknum á göngunni eru
hópar af vjelbyssuskyttum og flug-
vjelar. Greinarhöf. segist ekki hefði
trúað þvi, ef hann liefði ekki sjálfur
'sjeð, að einn herflokkur gæti fylt svo
mikið rúm á vegi. Það hljóti að hafa
verið ógurleg þerngsli á veginum 21.
marz, er allur herinn ruddist fram tii
áhlaups á stóru svæði.
Þegar bíllinn hafði komist fram úr
herflokknum, fór hann skamma stund
áfram áður greinarhöf. sá breiða
gaddavirsgirðingu til beggja hliða út
frá veginum og hjelt þá í fyrstu, að
hann væri kominn að framstöðvum
Þióðverja. Vírgirðingin var á að
giska 50 metrar á þykt, ep bak við
Heildsala. Smásala.
Versl. B. H. Bjarnason, Rvík
hefur nú fyrirliggjandi um
br. 10,000,00
birgðir í Lampaglösum, Kúplum, Olíugeymirum, Lugtarglösum, Reyk-
hettum o. fl. lömpum tilh., sem alt hefur veriö keypt með tiltölulega lágu
verði.
Við erum þar af leiðandi færir um, i;ð selja kaupmönnum vörur þessar
með landsins langlægsta heildsöluverði, og jafnframt með mun lægra verði
en þótt vörur þessar væru nú keyptar beint frá útlöndum. Að þvi er
smásöluverð vort snertir, þá vita allir, a'ð það er um 15—20% lægra en
lægst annarstaðar.
Næstu daga með e.s. „Borg“ er auk Ljáblaðanna þjóðfrægu, vééntan-
legar talsverðar birgðir af Gluggagleri, Veiðiáhöldum og Göngustöfum,
sem selt verður með lægra verði, en fáanlegt er nú hjá öðrum.
Bókmentafjelagið.
Aðalfundur fjelagsins verður haldinn mánud. 17. júni næstk., kl. 9
síðdegis, í Iðnaðarmannahúsinu (niðri).
Verður þar: 1) Skýrt frá hag fjelagsins og lagðir fram til úrskurðar
og samþyktar reikningar þess fyrir 1917. 2) Skýrt frá úrslitum stjórn-
arkosninga. 3) Kosnir 2 endursko ðunarmenn. 4) Rætt og álvktað um
ónnur fjelagsmál, er upp kunna að verða borin.
Kjörfund til að telja saman atkvæð1; til stjórnarkosninga mun stjórnin
halda á sama stað laugard. 15. júni, kl. 4 síðd. Allir fjelagsmenti vel-
komnir til að hlýða á.
Björu M. Ólsen,
v p. t. forseti.
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er sýndu dóttur okkar, Mar-
grjetu Sigríði, hjálpsemi og samúð í lianalegtt hennar og á ýmsan hátt
heiðruðu útför hennar bæði i Reykjavik og hjer í sveitinni við jarðarför-
ina og sýndu okkur með því ógleymanlega hluttekningu.
Fíflholtum í Hraunhreppi, 30. mai 1918.
Halldóra Stefánsdóttir. Sigurður Jónsson.
hana endilanga voru hlaupgrafir. En
billinn hjelt áfram, og greinarhöf. fór
að hugsa að hann væri nú kominn
inn á svæði Englendinga fyrir á-
hlaupið. En aftur kom gaddavírsgirð-
ing, og svo hin þriðja. og alt var Jietta
innan stöðva þeirra, sem Þjóðverjar
höfðu liaft. En þarna, við þriðju víg-
giröinguna, var bíllinn konnnn til
framstöðva þeirra. Þar var dálítil
iægð, og hinum megin við hana, á aö
giska 100 metra frá vírgirðingunni,
var enn breið gaddavírsgirðing, og
bak við hana voru stöðvar Englend-
inga fyrir áhlaupið. Það var ekki
lengra á milli en svo, að vel hefði
mátt kallast á milli framstöðva her-
linanna. Landið var þarna mjög svo
eyðilegt yfir að líta, í nándinni ekki
annað en sundurgrafin jörð og ryðg-
aður gaddavír, en í fjarlægð einstök,
svtðiin trje, ef bar við loft. Jarðveg-
urinn er rauðleitur og leirblandinn,
svo að hann límist við skósólana.
Höf. segir, að sjer sje það óleysan-
leg gáta, hvernig hermennirnir fari
að því í áhlaupunum, að komast lif-
atidi og heilir á húfi gegn um 3
gaddavírsbelti, sem hvert um sig eru
um 50 metrar á þykt og varin af skot-
grafaliði og steinsteyptum vjelbyssa-
virkjum, eiturgassliði og stórskota-
liöi. Hermaðurinn, sem tekur þátt í
áhlaupinu, hefur að eins tvent í hönd-
um, stingbys’su og skæri. Viða sjást
þessi skæri hangandi á virgirðingun-
um. Jeg tók ein af þeim, segir höf„
og fór að klippa. Það gekk vel; vír-
inn ljet undan skærunum eins og hann
væri seglgarn. En eftir tíu minútna'
áframhald var jeg samt ekki kominn
nema hálfa leið inn í vírbeltiö, og
hendurnar voru þá orðnar stirðar ai
áreynslunni. Þær tuttugu mínútur, frá
kl. 40 mín. y.fir 9 til kl. 10 morgun-
inn 21. marz, þegar þýsku hennenn-
irnir voru að klippa sundur frefnsta
gaddavírsbelti ensku vigstöðvanna,
hljóta að hafa verið mjög alvarleg
stund. En Þjóðverjar konnist i gegn,
hvernig sem þeir fóru að því, og við
komumst það líka, segir höf., og ofan
í fremstu hlaupgröf Englendinga.
Hún er aö ýinsu leyti öðruvisi en
hlaupgrafir Þjóðverja hínum megin.
Enska hlaupgröfin er sterkbygðari;
þar eru þiljur, sandpokar og rimla-
gólf. I henni voru ýmislegar leifar
frá hermönnunuru, svo sem handgran-
atar, skothylki, legghlífar, stálhjálm-
ar, matardósir og partar af dagblöð-
um. Gestirnir voru í þetta sinn dá-
lítill hópur manna og gengu þeir á-
fram eftir gröfinni, en alt í einu
hrökk sá við, sem fremstur gekk, og
rak upp hljóð. Hann kom að líki, sem
lá á rimlunum í grafarbotninum. Lík-
ið var af skotskum hermanni, með
berum knjám, og lá andlitið niöri í
moldinni. Þetta hafði ill áhrif á ferða-
mannahópinn og stje hann upp úr
gröfinni. En svo var haldið áfram
gegn um ný gaddavírsbelti og yfir
aðra hlaupgrafalínu. Nokkur hundr-
uð metra fyrir aftan framstöðvar
Englendinga voru stórskotaliðsstöðv-
ar þeirra. Þýskir verkfræðingar
höfðu þá þegar flutt burtu þaðan
flestar fallbysstirnar. Nú voru þær
notaðar gegn fyrri eigendum þeirra
hjer um bil 40 kílómetrum vestar. En
mikið var þarna af enskum og ame-
rískum granötum í körfuhulstrum, og
höfðu þeir legið þar útbúnir til notk-
unar, er stöðvarnar voru yfirgefnar.
Umbúnaður stórskotavjelanna er
meistaralegur báðumegin á víg-
stöðvunum. Þeim eru þannig valdir
staöir, að þær sjást ekki fyr en komið
er í fárra álna fjarlægð frá þeim.
Undir fótstöllum fallbyssanna eru
múruö jarðhús, alt að 50 fetum undir
yfirborðinu, sem eiga að vera örugg
fyrir skotum. Þar hefst fallbyssufor-
inginn við með mönnum sínum, og
þar niðri eru skotfærin geymd. Slík-
ar stórskotaliðsstöðvar eru i raun og
veru heill bær. Við komum niður í
nokkur af jarðhúsunum, eftir mjóum
tröppum, segir höf. Þýskur undirfor-
ingi hafði þar nú bústað, ásamt sveit
sinni. Hann sagði, að húsin væru þur
og góð. En Ertglendingar liefðu saint
ekki lag á að gera þati eins viðkunn-
anleg og þýsktt jarðhúsin. Þau þýsku
væru öll skreytt mynduin, póstspjöld-
um af keisaranum, Hindenburg o. s.
frv. En myndir hefðu ekki fundist i
1 einu af ensku jarðhúsunum.
Frá þessum stöövum hjeldu ferða>
mennirnir enn áfram vestur á bóginn.
Til og frá meðíram veginum voru
hlaðar af skotfærum og fatnaði, sem
safnað hafði verið saman á stöðvum
Englendinga. Þýsku hermennirnir fá
þar fjölda af enskum kápurn og
skinnvestum og mikið af Virginíu-
tóbaki og niðursoðnum dósamat. Á
akri einum, sem þeir fóru fram hjá
stóðu 14 skrið'drekar. Einn þeirra var
mjög holaður af granötum, en hinir
virtust vera alveg nýir, eins og þeir
væru að koma úr verksmiðjunni í
Birmingham. Einn þeirra voru her-
menn að setja í hreyfingu. Þeir eru
nú mikið notaðir frainmi á vígstöðv-
unum, og er það sögð skrítin viður-
eign, er skriðdrekar eigast við inn-
byrðis, sinn frá hvorum herbúðum.
Nú komu ferðamennirnir að hin-
um yfirgefnu hermannabústöðum
Englendinga bak við herlínuna. All-
ir bæir voru lagðir í eyði á þessu
svæði, þegar Englendingar náðu því
á siðastliðnu ári. Þeir urðu því að
byggja þar yfir sig,og bústaðir þeirra
þar voru húsakassar úr bárujárni,
því það efni var auðveldast í flutn-
ingum. Þessi blikkhús eru með ávöl-
um þökum og áþekk vagnskúrum til
að sjá og lík þeim að stærö. Að utan
eru þau grámáluð,- en fóðruð með
ljerefti að innan. Hvert af þeim er
ætlað 30—40 mönnum. Kostir þeirra
eru, að fljótlegt er að koma þeim
upp hvar sem vera vill. En þau eiga
illa við veðurlagið hjer í álfu, því
á surnrin eru þau kveljandi heit, en
afarköld á vetrum. Þjóðverjar hafa
sett ofna í þau. I hverjum af þessum
blikkhúsabæ er eitt hús nokkru vand-
aðra en hin og á því ríkismerkiö
tnska. Þar hefur hinn fyrv. enski
bæjarstjóri, Town rnajór, búið. Her-
fang Þjóðverja á þessum stöðvum
er sagt hafa verið afarmikið. Verð-
mæti þess er talið í miljörðum. Það
er sagt, að verkfræðingarnir hafi
fundið stálþráðabúr og kopar-
geymslubúr svo stór, að allur þýski
herinn geti nú fengið þær nauðsynjar
þaðan. Mjög mikið var þar einnig
af kornvörum og öðrum fæðutegund-
um. Englendingar höfðu búið svo-
leiðis um sig á þessum stöðtvum, að
sýnilegt þótti, að þeinr hefði ekki
komið til hugar, að þeir yrðu að
ýfirgefa þær og láta þær mótstöð'u-
mönunum eftir. Verðmætasta her-
fangið eru þó að sjálfsögðu her-
gagnabirgðirnar, og segir greinar-
höf., að Þjóðyerjar hafi á rússnesku
vígstöðvunum, ítölsku vígstöðvunum
og þarna tekið svo mikið af skotfær-
um frá mótstöðumönnunum, að þeir
hljóti í viðureigninni framvegis að
vera betur búnir ,að því leyti, clg
þar við bætast svo þær birgðir,, sem
Austurríkismenn geta nú látið þeim
eftir.
Greinarhöf. segist þennan dag hafa
sjeð frægasta flugmann Þjóðverja,
baron v. Richtofen, sem nú er nýlega
íallinn. Hann hafði þá skotið' niður
78 flugvjelar bandamanna og bróðir
hans 25.
Síðustu frjettir.
Það hefur mikið gengið á á ■vestur-
vígstöðvunum undanfarna viku. í
síðasta tbl. var sagt frá því ,að fram-
haldssókn Þjóðverja væri byrjuð og
að mest kvæði að henni milli Sois-
sons og Reims. Er það her sá, sem
þýski krónprinsinn stýrir, sem þar
sækir nú fram, segir í enskuin fregn-
uin. Fregn frá 29. f. m. sagði Þjóð-
verja hafa farið yfir ána Vesle, tekið
Fismes, sem er hjer um bil mitt á
milli Reims og Soissons, og Braisne,
sem er þar fyrir vestan. Fangatalan
var þá orðin 25 þús. Fregn frá næsta
degi segir her bandamanna hafa yf-
irgefið Soissons og hafði verið bar-
ist á götum borgarinnar. Var það
Btandenborgarliðið, sem kallað er úr-
valslið þýska hersins, er borgina tók.
Hjelt svo þýski herinn þegar áfram
suður á leið frá Soissons. Sama fregn
sagði her bandamanna hafa yfirgef-
ið Reims og farið til hæðanna þar
fyrir norðan og vestan. Um sama
leyti hefur þýski herinn tekið bæinn
Cuffies, fyrir norðvestan Soissons,
og fleiri stöðvar á þvi svæði. Fór nú
miðherinn hröðum skrefum suður á
bóginn, svo aö fregrt frá 31. f. m.
segir hann kominn suður fyrir Fere-
en-Tardenois, sem er við ána Ourcq,
all-langt suðlir frá Fismes, og nálg-
ist liann þar Marne-fljótið, og rjett
a eftir er sagt, að hann sje kominn
alla leið suður að Marne milli bæj-
anna DormaUs og Chateau Thierry.
Fangatalan er þá orðin 45 þús. Or-
i.stur standa þá enn fyrir norðan og
vestan Reims. Fregn frá 31. f. m.
segir, að Þjóðverjar hafi tekið þai
bæinn Thillois, en næsta dag er sagt,»
að Frakkar hafi náö honum aftur, og
virðast Frakkar enn halda þeim
stöðvum. Fyrir norðvestan Soissons,
sunnan við Aillette-ána, hafa Þjóð-
verjar einnig sótt nokkuð fram og
alt vestur að Noyon, en ekki kveður
þó mikið að því. Á vegunum suður
frá Soissons og Reims til Marne
hafa staðið orustur síðari dagana og
er það langur, en tiltölulega mjór
fleygur, sein Þjóðverjar hafa skotið
þar suður úr aðalherlínu sinni. Þeir
hafa sótt vestur á bóginn þar með-
fram Ourcq-ánni, en hún rennur í
suður og vestur og fellur i Mame
nokkru fyrir austan París. Eftir því,
sem næst verður komist, er her Þjóð-
verja nú í eigi meira en 70 kílómetra
fjarlægð frá París í norðaustri. Fyr-.
ir mánaðamótin var talað um það1 i
fregnskeytunum, að skotið væri á
París, og að sprengiduflum hefði ver-
ið kastað niður úr lofti í úthverfum
borgarinnar. En í síðustu daga sím-
íregnum hefur ekki verið talað um
skothríð á borgina. Frakkar hafa
sent'varalið sitt fram í þessari við-
ureign, og ein fregnin sagði, að þeir
teldu úrslit ófriðarihs undir því kom-
in, hvernig henni lyktaði. Önnur
fregn segir, að þeir telji framrás-
ina þarna ekki höfuðsóknina, en
búist við henni annarstaðar. Fregn
frá 3. þ. m., hin síðasta, setn hingab
hefur náð um orustuviðburðina, segir
tilkynt frá Berlín, að sókninni sje
haldið áfram, en frá París, að telja
megi, að sókn Þjóðverja hafi þegar
verið stöðvuð til fulls. Sunnan við Yp-
res hafa einnig verið orustur, en þar
virðast Þjóðverjar ekki hafa unnið
neitt á.
í síðustu opinb. tilk. ensku segir
um viðureignina m. a.: „Óvinirnir
halda enn áfram framsókn sinni hjá
Aisne, en fara nú hægar ert áður, því
sennilega er varalj.ð bandamanna nú
komið til sögunnar og likur eru til,
að fótgöngulið óvinanna liafi nú orðið
að skilja stórskotaliðið eftir. Frá
hernaðarlegu sjónarmiöi geta banda-
rnenn vel látið undan síga á vissum
stöðvum. Þeir hafa orðið. að yfir-
gefa bæði Soissons og Reims, en þótt
herlína þeirra væri svo skyndilega
dregin til baka, hefur hún aldrei rofn-
að, og^þar sem nú er svo vel ástatt,
að ein er yfirstjórn bandamanna, þá
má treysta henni til þess, að hún
rietti við bardagann án þess að óvin-
irnir nái nokkrum verulegum sigri.“
Herfang er sagt að Þjó'ðverjar hafi
tekið mikið á því svæði, sem þeir
hafa náð í þessari viöureign, bæði
vistabirgðir og hergögn, Hjá Tarde-
nois höfðu þeir m. a. náð yfir 500
þús. stórskotasprengikúlum, á öðr-
um stað flugvjelaskálum með flug-
vjelum í; talsímatæki mikil og fjöldi
vagna er og talið með í herfanginu.
Sunnan við Soissons höfðu Þjóðverj-
ar tekið til fanga bæði riddaralið
og stórskotaliö frá Frökkum, eftir
mjög harða skothríð.
Italir hafa sótt fram á vigstöðv-
unttm hjá sjer, hjá Tendale, og tekið
þar yfir 800 fanga. Á Salonikivíg-
stöðvunuiii er sögð framsókn af hálfu
Frakka og að þeir hafi tekið þar
1500 fanga. Austur í Palestínu hafa
Bretar sótt eitthvað fram gegn Tyrkj-
um.
Talað er um, að Pólland og U-
kraine muni verða tekin inn í mið-
veldasambandið. í Ukraine eru stöð-
ugar óeirðir og mótstaða gegn Þjóð-
verjum, segir i símfregnunum. En
Bolsjevíkastjórnin í Rússlandi víll nú
fá frið og sátt við Ukraine. Frá gerð-
um hennar heima fyrir er það nú
sagt, að hún hafi stöðvað umferð
rússneskra peninga í landinu og gert
upptækar upphæðir hjá einstökum
mönnum, er fara fram úr 2000 rúbl-
um, og' er það hið sama, sem gert
var í Helsingf»rs meðan Rauðflykk-
ingar höfðu þar völdin.
Friðarsamningar hafa nú verið
undirskrifa'ðir niilli Austurríkis og'
Finnlauds, og samningar birtir milli
Þjóðverja og Finna, en ekki geta
fregnirnar um innihald þeirra. Mann-
crheim hefur nú látið af herstjórn hjá
Finnum, en sá heitir Wikkermann,
sem við hefur tekið. Finnar hafa á-
kveð-ið að leggja niður víggirðingar
Rússa á Álandseyjum.
Verslunarsamningar hafa verið
undirskrifaðir milli, bandamanna og
Svía, og áður höfðu Norðmenn gert
verslunarsamninga við bandamenn,
sem gilda eitt ár.
Nýlega var Zeppelínsloftfar skotið
niður við Jótland af ensku herskipi,
í opinb. tilk. enskti frá 31. f. - 1rl.
er það haft eftir „Times“ að banda-
menn sjeu „í aðalatriðunum ásáttir
um það, að Þjóðverjar og undirlægj-
ur þeirra skuli eigi fá neitin aðgang
að hráefnamarkaði bandamanna, þeif
skuli ekki hafa neitt „frelsi" á skipa-
leiöum heimsins og engin mök við