Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 25.09.1918, Qupperneq 2

Lögrétta - 25.09.1918, Qupperneq 2
LÖGR-JÉTTA i6o LÖGRJETT'A kemur út á hverjum tnið- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, minsi 6o blöð alls á ári. Verð kr. 7.50 árg. á Islandj, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. gera raimagnsstöð fyrir bæinn viö Elliðaárnar og var þá kosin nefnd á fundi bæjarstjórnar 7. maí 1914, til þess a6 athuga afmagnsmáliö. Síöan hefur rafmagnsnefndin jafnan veriö starfandi í bæjarstjórninni og unniö aö rannsókn og undirbúningi raf- magnsmálsins. í janúar 1916 bjóöast þrír verkfræöingar til að fullgera tekniskan undirbúning, uppdrátt, á- ætlanir og lýsingu af rafmagnsstöð fyrir Reykjavíkurbæ, er bygöur sje á notkun vatnsafls úr Elliðaánum. Út af þessu var málið rætt í bæjar- stjórninni all-rækilega og í nefndinni, og var svo, í maímánuði 1916 ákveo- iö aö fela „De forenede Ingeniörkon- torer“ i Kristíaníu þennan undirbún- ing. Áætlun þessa höfðu „De foren- ede Ingeniörkontorer“ lokið viö um áramótin 1916—17. En meö því aö bæjarstjórninni þótti áætlun þessi ekki fullnægjandi, og ekki svara aö öllu til þess, sem nauösynlegt þótti til fullnaöarrannsóknar á máli þessu, var það ákveöið í marsmánuði 1917, aö fela þeim Guðmundi Hlíðdal og jóni Þorlákssyni verkfræðingum að gera lýsingu og kostnaðarátælun um rafmagnsstöð við Elliðaárnar. Höfðu þeir lokið verki sínu snemma sum- ars síðastl..... Eftir að hafa 'thugaö þetta mál, hefur nefndin komist að þeirri niöur- stöðu, aö heppilegra muni eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, aö byggja stöðina í Grafarvogi, heldur en viö árnar sjálfar. Með því að gera skurð noröur úr Rauðavatni áleiöis til Grafarvogs og leggja pipu frá skuröendanum niöur í voginn, má heita fulltrygt að frost hamli efíeki rekstri stöðvarinnar. En þetta hlýtur aö vera eitt aöalatriöiö, sem úrslitum ræður, er tekin er ákvörðun um það, hvort byggja skuli rafmangsstöð fyrir bæinn við Elliöaárnar eða eigi. Við þetta fyrirkomulag verður meiri vinna handa bæjarmönnum viö bygg- ingu stöðvarinnar og minna notað af aðfluttu erlendu efni. Þessi ástæöa vegur talsvert mikið fyrir nefndinni ef ráöist verður í að byggja stööina nú þegar svo framarlega sem fje fæst til þess. Eins og kunnugt er, eru allir aöflutningar á erlendu efni mjög örð- ugir nú og því heppilegra sem meira er hægt aö komast hjá þeim. Búast má vjð talsverðu atvinuleysi á kom- andi vetri og mundi vinnan við aö gera skurð úr Rauðavatni áleiöis til Grafarvogs verða til að bæta mjög úr þvi. Hið eina sem í fljótu bragöi gæti virst tnæla heldur á móti þvi aö gera stöðina þarna heldur en við Ell- iðaárnar er það, aö sjálf stöðin og talvsert af renslinu að hqnni yrði um land sem ekki er eign bæjarins. En þar sem hjer er eingöngu um ó- ræktað land að ræða og jarörask auk þess ekki tilfinnanlega mikiö, virðist ekki þurfa aö gera ráð fyrir því að þetta mundi skapa verulegan kostn- aðarauka. Ef ekki næöist samkomu- lag viö jarðeiganda, mundi land það, sem til þess þyrfti tekið eignarnámi og þarf ekki að gera ráð fvrir að bætur þær, sem kæmu fyrir, gætu orðið mjög tilfinnanlega miklar. Þá er eftir það aðalatriði, hvort bæjarstjórnin skuli ráðast í að byggja n ú aflstöð viö Elliöaárnar eða eigi. Eins og vikið er að í byrjun, hefur þetta rafmagnsmál verið æði lengi á döfinni hjá bæjarstjórn 0g bæjar- búum. Með hverju ári seni liðið hef- ur, hefur mönnum orðið augljósari þörfin á rafmagni sjerstaklega til lýsingar og einnig til hreyfiafls, og lækninga. Hefur það eigi dregiö úr aö ýmsir kaupstaðir og kauptún annars- staðar á landinu hafa korrýð sjer upp á síðustu árum rafmagnsstöðvum og hefur þaö alstaðar reynst vel. Nú er svo komið, sem kunnugt er, að menn eru farnir aö koma sjer upp sjálfir einkastoðvum til raflýsingar hjer í bænum. Frá því fyrsta stÖÖin kom, hefur þessi framþróun aukist ög nú á þessu hausti hafa margir bæjarmenn reynt aö afla sjer raflýs- ingar frá stærrí einkastöðvum eöa með því að koma sjer upp stöðvum eingöngu fyrir sjálfa sig. Það er öll- urn Ijóst, að ef bærinn á að eignast rafmagnsstöð, áður en mjög langt liður, þá er þetta frá efnalegu sjón- armiöi mjög óheppilegt, þar sem all- ar þessar stöðvar hljóta að leggjast niður þegar stöð bæjarins kemur, enda eru þær aö eins leyfðar með því skilyrði. Reynslan hefur sýnt þaö annarsstaöar, að þegar menn fyrst læra að nota rafmagnið, eykst áhug- inn á notkun þess æ meir og meir og um það getur tæplega orðiö deilt að nú er svo komið hjer, að ekki getur orðið langt að biöa þangaö til menn verða að fá greiöari aðgang að rafmagninu en þeir nú hafa. Þaö sem mælt gæti á móti því aö ráöist væri nú í byggingu slíkrar stöövar, er aðallega tvent. í fyrsta lagi aö stööin yröi óeðlilega dýr, og þar af leiðandi það sem stööin fram- leiðir óeölilega dýrt, vegna dýrtiðar- þeirrar, sem nú er á efni og öðru. f öðru lagi sá möguleiki, aö fá megi innan mjög langs tíma ódýrara raf- mgan lengra aö, t. d. frá Soginu eða Þjórsá. Um síðara atriöiö er það aö segja, að þó vaknaður sje nú áhugi á þvi að koma upp rafalfsstöðvum fyrir austan fjall, þá er þó i algerðri ó- vissu hvenær þau mál komast svo langt á veg til framkvæmda, að Reykjavík geti fengiö afl þaðan. En þó að svo færi að þaö yröi fyr en nú má gera ráð fyrir, þá er þó svo að búast má viö aö þær stöðvar veröi alt af talsvert dýrari og aflið úr þeim þar af leiðandi dýrari en ráðgert er, þegar bygt er á verðlagi þvi, sem var á efni og öðru fyrir stríðið með ein hverri lítilf jörlegri hækkun. Hins vegar er það svo, aö ef bærinn fær kost á verulega miklu ódýrara raf- magni austan yfir fjallið en Elliða- árnar geta framleitt, mun ávalt vera hægt aö firína leiðir til þess að koma á einhverjum jöfnuöi þannig löguð- 1 um, að fyritæki bæjarins, Elliðaár- Stöðin, ætti ekki að skapa bænum neina fjárhagslega hættu á meöan hún er að vinna sig upp. Ef athugað er hitt atriðið, aö dýrleikinn á efni og ööru nú, ber aftur að líta á tvent. I fyrsta lagi hverjar líkur eru til þess að verðlag þetta lækki bráðlega, og í ööru lagi hvert verð er nú á því sem menn eiga kost á aðallega til ljósa. Öllum mun koma saman um það, að verö á efni og vinnu komist ekki i fyrirsjáanlegri framtíð niöur í það sem var fyrir ófriöinn,ef tilvill kemst það aldrei svo langt niður. Nokkr- ar líkur eru fyrir því, að verðfallið verði ekki verulega mikið riæstu árin, má jafnvel búast við því að verð á sumu hækki enn meira. En hitt ræð- ur þó baggamuninum, ef það kemur í ljós, að þrátt fyrir hið háa verðlag nú, þá muni rafmagn það sem fæst - frá Elliðaárstöð, sem bygð væri nú samkvæmt fyrirliggjandi áætlun ekki vera hærra en það, að rafmagnsljós yrðu ódýrustu ljós, sem kostur er á nú og gera má ráð fyrir að kostur verði á fyrst um sinn. Því til sönn- unar setjum vjer hjer samanburð þann, sem nefndarmaður Jón Þor- láksson gerði á síðasta fundi bæjar- stjórnarinnar um kostnað við raflýs- ingu samanborna við olíu- og gas- ljós fyrir sama ljósmagn. G a s t i 1 1 j ó s a kostar nú kr. 1.88 teningsmeterinn úr gasstöð bæj- arins. Góðir gaslampar eyða 1,1 lítra af gasi á klst. fyrir hverja ljósein- ingu (sjá t. d. Hútte, n. .ors. 816), og eyðir þá 50 ljósa gasglóðarlampi 55 lítrum á klst., en þeir kosta rúma 10 aura. Bestu gasglóðarlampar, sem loga niður á við, eru taldir eyða 50 lítrum á klst., fyrir 50 ljóseiningar, og verða það tæpir 10 au. á klst. í ljóskostnað með núverandi gasverði. Steinolíulampar i góðu lagi eyða 2.5 til 3 grömmum af stein- olíu á klst. fyrir hverja ljóseiningu: 50 ljóseininga olíulampi (svarar til 30 línu brennara) eyðir þá 125 til 150 grömmum af steinolíu á klst. Einn litir af steinolíu vegur um 800 grömm og kostar sem stendur í smá- sölu um 60 au.; samkvæmt því eyðir 50 ljóseininga olíulampi steinolu fyr- ir g/ til 11 au. á klst. Rafmagslampar þeir, sem nú eru almenast notaðir, eyða einu watti rafmagns fyrir hverja ljósein- >ngu; 50 Ijóseininga rafmagnslampi eyðir þá 50 wöttum eða einum tutt- ugasta úr kílówattstund á klst. Sam- kvæmt rekstursáætlun fyrir 1. stöðv- arstærð er meðal söluverð áætlað 17/2 ey. fyrir kwst.; eftir því eyðir 50 ljósa lampi rafmagni fyrir tæpl. níu tíundu eyris á klst. Eftir þessu er ljósmetiskostnaður rafljósanna einungis einn tíundi af ljósmetiskostnaði gaslampa og stein- olíulampa með núverandi verði á gasi og steinolíu. Til þess að gasljós og steinolíuljós verði eins ódýr og hin áætluðu rafljós, þarf verð á gasi til ljósa að lækka niður í h. u. b. 18 au. á teningsmetri og verð á stein- olíu niður í 6 au. fyrir líterinn. Hvor- ugt hefur orðið svo ódýrt hjer nokkru sinni áður. Samkvæmt þessu ber nefndin fram svohljóðandi tillögur: 1. Bæjarstjórnin ákveður að byggja rafmagnsstöð fyrir bæinn með afli úr Elliðaánum. Svo framar- lega sem engir óvæntir erfiðleikar koma í ljós við fullnaðarrannsókn, verði stöðin sett við Grafarvog. — 2. Til framkvæmdar þessu verki á- kveður bæjarstjórnin að taka 2 mil- jón króna lán og felur borgarstjóra K. Zimsen að útvega lán þetta og undirskrifa skuldabrjef fyrir því. — 3. Bæjarstjórnin ákveður að reynt verði sem fyrst að útvega framan- nefnt lán og að byrjað verði á verk- inu sem allra fyrst eftir að lánið er fengið. Að virða og elska ísland. Eftir J?órð Tómasson, prest í Horsens. Höfondui' greinar þeirrar, sem hjer fer á eftir og er þýðing greinar, sem danska blaðið „Hovedstaden" flutti G. ágúst í surnar, er eins og nafnið bendir til fslendingur, sonur Þórðar læknis Tómaissonar á Akureyri (f 1873), en sonar Sonur síra Tómasar Sæmunds- sonar. Hann er fæddur á Akureyri árið 1870, en fluttist með danskri móður sinni til Danmerkur eftir lát föður síns og hefur alið þar allan sinn aldur. Hann varð stúdent með ágætiseinkunn 1890 og kandidat í guðfræði með fyrstu einkunn 1890 og hefur síðan 1898 verið sóknarprestur við Klausturkirkjuna í Horsens. Hann er i mesta áliti sem kennimaður, enda prýðilega gáfaður og ágætlega miáli farinn. Við fslandsmál- um hefur hann lítið gefið sig fyr en nú síðustu árin, er hann hefur tekið að hreyfa þvi opinberlega hver nauðsyn væri á, að komist gæti á nánari sam- vinna með íslenskum og dönskum safn- aðarlýð, svo sem vikið er lítilsháttar að í niðurlagi greinar þessarar, sem að öðru leyti stendur í beinu sambandi við framkomu sambandslaga-frum- varpsins'í sumar, og er meðfram stíluð af ónægju höfundarins yfir þvj. pegar einhvér hefur mælt eitt- hvað það cr sjálfum manni var á vörunum, kynni margur að lita svo á, að þá gerði hann rjett í að láta sjer það lynda, þegja og samsinna. pó getur þetta á stundum reynst erfitt. Svo getur farið, að þráin eftir að gera heyrinkunnugt sam- sinni sitt verði óviðráðanleg. Svo fór mjer er jeg fyrir skemstu las greinina „Stjórnmál og siðgæði" í blaðinu „Hovedstaden“ 31. júlí. Ýmislegt af því, sem þar var dreg- ið fram til andmæla skoðunum Berlíns prófessors á dansk-íslenska sambandsmálinu, virtist mjer rjett óvenjulega vel mælt og snerta ein- mitt kjarna málsins. í ofanálag var þar svo kurteislega talað og af svo næmum skilningi á veruleikanum að allar bókvits-kenningar mistu óviðhjálpanlega alt sitt gildi í þessu sambandi. pvi miður er þess naum- ast að vænta, að sjálfir lagamenn- irnir, sem við stjóí’nmál eru riðnir, fáist til að samsinna þessu og taka upp nýja háttu i stjórnmálastarfi sínu. En því meiri ástæða kynni að vera til þess að undirstrika þetta hjer. 1 nýnefndri grein rakst jeg meðal annars á orðin, sem jeg hef gert að fyrirsögn greinar ininnar. Höf. segir þar, að meginspurningin, sem samningarnir beri upp sje, hvað Dani snertir, þessi „hvort danska þjóðin vilji nú reyna að virða og elska ísland, hvort hin k r i s t n a danska þjóð vilji breyta gagnvart islensku bræfiraþjóðinni svo sem sómir kristinni þjóð með lifandi ábyrgðarlilfinningu“. „Að virða og elska ísland!“ Hve hressandi að lesa slik orð úr dönskum penna, svo skýr og svo kröftug sem þau eru. Slíkir tónar hafa naumast hljómað vor á meðal síðan um daga Rasks og N. M. Pet- ersens. pað er einmitt þetta, sem brostið hefur á í afstöðu Danmerk- ur til þessa lands og þessarar þjóð- ar, sem í meira en 500 ár hefur verið stjórnað — og meira að segja illa stjórnað — frá Kaupmanna- höfn. pó eru það ekki glappaskotin mörgu af Dana hálfu á ýmsum sviðum stjórnmála- og viðskifta- lífsins, sem gert hafa mörgum ís- lending svo gramt í geði til Dana og gert áskapaða fettu þeirra (med- födt Stejlhed) enn ósveigjanlegri gagnvart þeini. Alt þcss konar geta tslendingar fyrii’gefið og öllu því geta þeir gleymt, af því að þeir vita og skilja, að Iijer er ekki ill- um vilja til að dreifa, heldur getu- leysi í sambandi við tímans týsku. En hinu, að þeir voru jafnan að engu hafðir, að ekkert tillit var tekið til þjóðernis þeirra og menn- ingar og enda að litið var niður á þá sem sjálfstaklinga, — þcssu veitir þjóðinni erfitt að gleyma; því að hún er vönd að virðingu sinni og hefur — síst að ástæðulausu — i mörgum greinum háar hugmynd- ir um sjálfa sig. í þessu tilliti heimta Islendingar fulla uppreisn og það getur enginn láð þeim. En full uppreisn veitist þeim einungis að sama skapi sem þeir verða þess áskynja, að hugarþel Dana til þeirra hefur tekið að breytast og birtist í hvorutveggja jafnt, virð- ingu og elsku. Slík hugarþels-breyting ætti nú síst að reynast dönsku þjóðinni um megn. Tímarnir geta naumast hentugri verið í því tilliti en nú eru þeir. Árin, sem heimsófriðurinn hefur geysað, hafa í mörgu tilliti verið alvarlegir vakningatímar — allra helst smáþjóðunum hlut- lausu. Vjcr sjáum þetta best hjer með oss á því, hve heilbrigðum vexti hugmyndin um samband og sam vi n n u Norð urla n daþ j óðanna þriggja hefur náð þessi árin síð- ustu. Bróðursambándið með Dön- um, Norðmönnum og Svíum er í þann veg að verða augljóst af verk- unum. Eegar svo er komið er það mikill ávinningur, er hlýtur að vera öll- um, sem það kunna að meta, hið mesta gleðiefni, að hjeðan af er fyrir þá háðung loku skotið, að íslandi verði gleymt þcgar talað verður og sungið um norrænu bræðraþjóðirnar. Dönum ætti það ekki síst að vera fagnaðarefni, að þetta liugsunarleysi hefur nú feng- ið slíkt rothögg, að það bíður þess aldrei bætur, og að danskt frjáls- lyndi og göfuglyndi á sinn þátt í því. En einnig i öðru tilliti ætti það, sem nú er að gerast úti um heim- inn, að hafa haft skerpandi áhrif á skilning Dana. Heimsstyrjöldin hefur hrundið af stað blóðugum umræðum um tilvistarheimild smáþjóðanna. En samtímis hefur þetta á marga vegu orðið smá- þjóðunum sterk hvöt til að gera sjálfum sjer grein fyrir eigin mætti og eigin verkefnum. Við ihugun þessa skiftir það miklu hvaða pund smáþjóðunum eru gefin og hvaða verkefni þeim eru í hendur seld, ekki að eins vitsmunalega og menningarlega, heldur og sögu- lega. Hjer verður ekki hjá því komist að veita því eftirtekt, hvaða sögu- legir dutlungar — að jeg ckki við- hafi göfugra og andlegra orðatil- tæki — hafa mestu þar um ráðið, að ísland skyldi Jenda í margra alda sambandi einmitl við Dan- mörku. En hve hafa kynslóðir lið- inna tíma litið á þetta samband undur skammsýnum augum. prær hafa lilið á ísland og farið með það fremur sem byrði en sem gjöf. Og þær hafa jafnan gert sjer far um að komast sem ljcttast út af því að rækja þær skyldur, sem af sambandinu leiddu. Dönum er nú'loks farið að s'kiljast — og sem betur fer áður en það er um sein- an og meðan enn er hægt að bæta úr þeirri vanrækslu — hvert tjón ?eir hafa unnið Islandi með þessu og ekki að eins því, heldur ef til vill líka, þcgar alls er gætt, Dan- mörku sjálfri. Verði framhald á sainbúð Danmerkur og íslands og' vel að merkja sambúð sem báð- um þjóðunum er samboðin mun ?að ekki að eins geta orðið íslandi til ómetanlegra hagsmuna, heldur mun það einnig verða til þess að styrkja dönsku þjóðina sjálfa á marga vegu, auka henni bæði sjálfsálit og sjálfstraust. pað sem nú er í undirbúningi með Dönum og íslendingum er ekki síst þess vegna svo mikilvægt fyrir dánska jjóðarkend, að það er eins og Dan- mörk vaxi við það og sjóndeildar- iringur þjóðarinnar víkki við það. pví að göfgi smáþjóðanna fcr ekki eftir stærð landsins eða stjórnlegu valdsviði ríkisins, heldur fer það eftir því djúpi einlægninnar, sem einkennir alla afstöðu þeirra sín á milli. pegar nú ræða er um „að virðu og elska ísland“, þ. e. íslands þjóð, þá mun fæstum dyljast, að orðin eru þar sett í rjettri röð að þvi t • reynslan sýnir. Menn verða fyn i til að uppgötva í fari íslending i hið virðingarverða en hið elsku- verða. petta er ekki hinni sögulegit afstöðu einni að kenna, heldui’ stendur þetta jafnframt í sambandi við sjálft þjóðeðlið svo frábrugðið sem það er dönsku þjóðeðli. Ekki er það heldur neinum vafa undir- orpið, að sambúðin mun hjer eftir ekki síður en hingað lil gefa margt tilefni til árekstrar, scm einatl munu gremju valda á báðar hlið• ar. En þá er jafnan best farið eT menn hafa lært að meta að mak ■ legleikum og virða þann sem við er að skifta. Við það vaknar sam- kendin og glæðist. Og um íslend- inga cr nú það að scgja, að margt er það, bæði i lyndiseinkunn þeirra og menningu, er knýr hvern þann, sem kynnist þeim verulega, til að bera virðingu fyrir þeim. Hvað er virðingarvert ef ekki hin eldheila ættjarðarást þeirra, hin beinvaxi a frelsis- og sjálfstæðisþrá þeirra, er um margar aldir hafa átt við jai'n óblíð æfikjör að búa! Eða þá lifs- þrótturinn eins og hann kemur fram í lít'i og baráttu þessarar ör- litlu þjóðar frá þeirri stundu, er hún fyrir rúmum mannsaldri eign- ast fyrstu möguíeikana til sjálls- forræðis! pví betur setn hin danska þjftð kynnist því sjerkenni- lega andans lífi, sem á sjer heim- ilisfang úti á þessari afskektu ey iu, er um langan aldur hefur átt \ið svo mikla cinangrun að búa, því meira hlýtur hún að dást að því, hvílíkum krafti þessi síðborna þjóð er gædd og það frain á þennan d ig. Og þá ætti hin forna göfgi þjóð it’- innar íslensku, eins og sögubók- mentirnar bera hennar svo fagitr- lega vott, að ógleymdu því hvc mikinn þátt hún hefur átt i aðvarð- veita fornnorræna tungu og enditr- minningar, ekki síst að tryggja henni heiðurssæti í meðvitund vaknaðrar og sjálfsvitandi dam kr- ar þjóðar að minsta kosti jafnh'úða hinum bræðraþjóðunum báðum tvcim. í þessu sambandi er og s’cylt að minnast þeirrar þakkarskul lar, sem vjer erum í við ungu ísleiisku skáldin, scm hin síðari árin I afa vakið svo mikla og verðskuldaða athygli með bóklesandi Dön tm! Enginn skyldi ætla að arðurinu af andlegri sambúð Dana og' fslend- inga verði allur og eingöngu ís- lendinga megin. Gera má að siálf- sögðu ráð fyrir, að það verði f 1 e i r a, sem íslendingar geta lært af Dönum, en Danir af ls- lendingum. En hjer er þess vel að gæta, að það scnt ísland fær frá Dönum, það geta þeir fengið unn- arstaðar að. Alt öðru máli gegnir um það, sem vjer búumst við að fá frá fslandi. pað getum vjer ,-kki búist við að fá neins staðar að, sist ef það ætti fyrir oss að liggja að slilna úr sambands-tengslunum við þessa merkilegu frænd/jóð vora.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.