Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 25.09.1918, Síða 4

Lögrétta - 25.09.1918, Síða 4
LÖGRJETTA brúuð með öllu eða svo illa brú- uð, að vænlegra er að sneiða hjá brúnni. petta er alt of títt um mið- bik hjeraðsins. Sá farartálminn, sem jeg man best eftir í svipinn, er rjett við bæinn í Ferjukoti á afar- fjölfarinni leið. par er síki í miðju mýrarsundi, sem áin flæðir upp i. Um fjöru er farið yfir. það frammi við ánt og tekst það vel, ef vel cr fjarað t. [in þar hef jeg líka feng- ið það nærri því á sund og svo sandbleytu i kaupbæti (hefi líklega farið eitthvað skakt). í þetta skifti var hásjáva mjög, svo að síkið var langsamlega ófært frammi við ána. Verður þá að þræða inn með því langan veg, þar til kemur að brú — ef brú skyldi kalla. Brautin yfir mýrina fram að brúnni er sokkin í fenið, svo að ekki sjer örla á henni á löngum kafla. par verður hesturinn að vaða mórautt leirvatn í kvið, og veit maður varla hvort hann er á brautinni eða ekki; en til beggja handa kvað vera hestum á sund. Mjer lagðist það til í þetta skifti, að hesturinn var þessari ó- færu kunnugur og óð Iiiklaust; enda ljet jeg hann ráða. Á ókunn- ugum hesti hefði jeg ekki þorað að fara þetta. En skringilcgt hefði það verið að þurfa að kalla um ferju þeim meigin við bæinn! — Frá Hvítárvöllum var mjer fylgt upp fyrir Grímsá, því að mjer var sagður vegur „shtróttur“ á þeim kafla. Já, hann var slitróttur, því að hann var á löngum kafla alls enginn. Pilturinn reið á undan yfir endalausar mýrar og skurði — að mjér fanst — upp með ánni, þar til hann loks kom að vaðinu. petta hefði jeg aldrei komist einn sam- an. En vaðið var ágætt og áin lítil. petta mýra- og síkjaskraf er nú orðið full-langt, og bið jeg menn að afsaka. petta stendur til bóta. Og ef jeg fer oftar yfir þctta svæði, verður þetta orðið betra. Oft hef jeg áður farið um Borg- arfjörðinn og ætíð i júlímánuði. pá hefur þar alt verið vafið í grasi og gróðri. Nú var því miður öðru að heilsa. Aldrei hef jeg sjeð annað eins grasleysi, aldrei hef jeg sjeð jörðina jafn-ömurlega bera og kalda. Túnin voru því nær alveg ónýt. Hvergi get jeg sagt að fyrir mig bæru blettir, sem gætu kall- ast ljáberandi, og þar sem nokk- urt gras var sprottið, var það gisið, lamið og bælt af langvarandi kuldastormum. Stórar skellur í túnunum voru hvítar af kali. Stór- ar plægjur, sem áburði hafði verið haugað á, og mjer var sagt að síð- asta sumar hefðu borið hnjehátt gras, voru nú svartar og sviðnar eða þá gul-grænar af arfa. Enginn maður þóttist muna túnin eins til reika. Á stöku bæjum var byrjað að bera ljá í túnin, en það sem af egginni hrökk var ekkert. Hver flekkurinn æpti til annars og gras- ið svo smátt, að litlar líkur voru til að það tyldi í reipum. Flestir Ijetu túnin standa enn þá óhreyfð. Hagar og þurengi var Iítið betra. Gras var að eins sæmilega sprottið þar seri Æ stóð í vatni. Á löngum leiðum var varla farandi af baki fyrir grasleysi.Til fjallanna lásnjór lengra niður en jeg hef nokkum tíma fyr sjeð um þetta leyti. Skafl- amir í Skarðsheiðinni að norðan náðu niður að fjallsrótum, og snjó- flóð voru enn að hrynja þar niður á morgnana, meðan sól skein norð- an í fjallið. Fram á brúnir á Ok- öxlinni lágu skaflar, og heiðarnar bæði fyrir norðan og sunnan hjer- aðið voru með stórum, mjallhvít- um sköflum. Árnar voru litlar og nærri þvi al-tærar — enginn jökul- litur á þeim, því að ekkert leysti til fjalla. prálátur, ískaldur norð- anbelgingur með þoku á f jöllunum herjaði hjeraðið daga og nætur, svo að aldrei varð hvíld á. Sólin skein á dagin, en hennar naut ekki vegna stormsins og kuldans í loft- inu. Hvergi var hlýtt, hvergi friður fyrir þessari þyndarlausu norðan nepju. Og á hverri nóttu var hita- stigið niður við frostmark. pannig var það í tíu daga, sem jeg var i Borgarfirðinum, þannig bafði það Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. ... ii i- ... —.. verið lengi á undan og þannig hjelst það enn um marga daga. Nærri má geta, hvemig vesalings fólkinu hefur verið innanbrjósts, sem á alla velgengni sína undir því komna, hvcrnig heyaflinn gengur og hvernig hann nýtist. Margir voru um þetta leyti að fá kaupafólk sitt, sem þeir höfðu auð- vitað ráðið til sín fyrir löngu. Nú sátu þeir uppi með það og höfðu ekkert handa því að gera. petta var því sárara, sem kaupafólk er miklu dýrara nú, en það hefur nokkurn tíma áður verið. Gras- leysið var fyrirsjáanlegt. Jafnvel þótt eitthvað kynni úr að rætast síðari hluta sumarsins, voru engar líkur til, að heyfengurinn yrði meira en sem svaraði þriðjungi til helmingi þess, sem hann er í með- alári. Hvað átti þá að gera við skepnurnar? Samtök voru þegar byrjuð að afla sjer fóðurbætis, einkum síldar. En hún er dýr og mörgum erfitt að kaupa hana. Gamall maður, sem jeg átti tal við, sagðist ekki sjá fram á annað, en á sinum bæ yrði að lóga helmingi fjenaðarins. Hann hafði búið á hörðu árunum 1881—82 og kvað grasleysið nú enn verra en þá. Samt virtist fólkinu veitast það furðu Ijett að hrista þessar áhyggj- ur af sjer og vera með glöðu bragði. Hjeraðið á sinn mikla þátt í því. Fagurt land og fagurt víð- sýni gerir menn vafalaust ljett- lyndari og glaðlyndari. Og þótt kuldinn hleypti kyrking i allan grasvöxt, virtist hann ekkert bíta á skógana; þeir stóðu venju frem- ur vel og voru fallegir. Bjart var yfir landinu á hverjum degi, þótt kalt væri; þokan ekki nema á fjöll- unum. Alt þornaði, sem þurka þurfti, en þurkleysið getur lika orðið sveitabændurn ’meira en litið áhyggjuefni, því að þcir þurfa mikið á þurki að halda, ekki síst fyiTÍ part surnars. Vegir voru svo greiðfærir, sem þeir gátu framast verið, og fjöldi gesta í hjeraðinu. Við þetta bættist að laxveiðin í án- um var með besta móti. (Framh.) Frá aldaöðii. Eftir Pál Þorkelsson. Þetta alíslenska og málsháttar- kenda orötak er, eins og öllum íslend- ingum mun fullkunnugt, að eins haft um það eitt, er í sjálfu sjer er svo gamalt og svo venjubundið, að eng- inn, hvorki v e i t með vissu, nje heldur m a n neitt um hinn verulega og sanna ugpruna eða upphaf þess, — eða þá hvaða tíma hægt sje að miSa aldur þess viS, o. s. frv. Um þaS virSast allir ágreinings- laust einhuga og alsáttir, aS hiS um- liðna tímatakmark, sem haft er í huga, þegar orðtakiS er notaS — höggvi sem næst því aS vera: eilíft, eSa: frá eilífð, eða: frá eilífu, en aS öSru leyti sje tíminn algerlega óákveSanlegur, eSa meS öSrum orS- um: aS hugtakiS í grunngildi sínu þýSi þaS sama og hiS alkunna is- lenska orðtak: frá ómunatíð, eSa: frá allra-elstu tímum, og svo fram eftir götunum. Skulu því sett hjer til samanburðar samgildisorStök á nokkrum framandi málum : á dönsku: fra Arildstid, eSa: fra Urolden, eSa: fra Urtiden; á frönsku: de toute anciennété (eSa: antiquité), eSa: de- puis un temps immémorial, eSa: depuis la plus haute antiquité, eSa: dans les temps les plus reculés, eSa: tíepuis les siécles les plus lointains, eSa: dés l’enfance du monde, o. s. frv.; á ensku: from time immemorial; á grænlensku: sílarssup túngavílerkár- neranit, sem þýSir i orS-fyrir-orSs- merkingu: frá hinni allra-fyrstu stofnun heimsins. Þær skýringar, er menn hingaS til hafa gefiS á endingaratkvæSinu: -öðli, virSast allar sem ein næsta létt- vægar (insignifiantes), — því allar þær upprunaleiSsIur, sem aS minsta kosti mér eru kunnar, bæSi á íslensku og á öSrum málum um þetta orS, sýnast ekki einungis reikular og ó- samkvæmar, heldur og einnig alger- lega órökstæðar (entiérement illogi- ques), hjáleitar og sundurleitar (dis- parates et sans harmonie), auk þess gersamlega ósamþýðanlegar (com- plétement imcompatibles) viS efni og anda orSatiltækisins í heild sinni. Sú skýring á orðinu: öðli, sem virðist vera og hafa verið um langan aldur hin eina almennasta, er: að öðli sé samstofna og samheiti við aðal[l] = eðli = náttúra, eigin (ca- ractére, nature, acabit, propriété), — auk þess þýSir þaS: uppruni, upphaf (origine).og ætti þá aldaöðli að þýSa: éðli aldanna!!! En þess ber aS gæta, aS aldir og tími hafa ekkert eSli. (Sjá hjer seinna). Sumir hafa álitiö og álíta víst enn þann dag í dag, aS öðli í þessari mynd og merkingu muni vera afleiðsluorð (un dérivé) af: óðal = arfleifS, o. s. frv. og aS eintölu-þágufallshugmynd- iu sje: óðali af: óðal, er hafi breyst meS tímanum i munnum manna þann- ig: aS óSali var fyrst dregiS saman i cSli, en ó-iS í óSli hafi aftur, þá er fram HSu stundir, tekiS hljóðvarp (périphonie), er endingar-i-iS i öSli hafi valdiS og breyst i ö, þ. e. öðli, sem virSist öllu þjálla i munni en óSali, t. d. í orSinu aldaóSali, þágu- fallseintala: aldaóðali.en stytt i: alda- óSli = aldaöðli = alda[r]arfleifS, þ. e. aldabundin arfleifð frá niðja til niðja; en hjer er sá galli á þessari greinargerð, aS: óSal, óðali, óðli, — öðli, miðast aS eins og eingöngu við arfgenga eign eSa sanna sjálfseign, en engan fastákveðinn tíma, sem þó virS- ist aS hugardómi manna -L- alment vera aSalþungamiðja orðtaksins: fra aldaöðli, svo aS timatakmarkiS verö- ur á þenna hátt með öllu óákveðiS eSa jafnvel öllu heldur algerlega útilokaS, og er og verður þess vegna bæði ó- rökstætt og festulaust fálm út í loftiö, sem ótvírætt tímatakmark. Öðli er hjer auSsjáanlegt aS eins viðhaft í óðals-merkingunni sem hálfbjagaS hljóðlíkingarorð viS óðal, þ. e. arf- leifð, o. s. frv., en hreint ekki sem neitt tímatakmarksorð, er óhaggan- lega bendi á staS og stund, o. s. frv. Óðalshugtakið eitt út af fyrir sig eSa sjálft orSiö: óðal, í þeirri grunn- merkingn, sem það er alment skiliö og viöhaft í íslensku, — á óefaS ekk- ert skylt viS ábyggilegt og fastákveS- ið aldursákvæði, er samgildi orSatil- tækjunum: frá upphafi alheims, eSa: frá eilífu (eSa eilífS), eða: frá elstu tímum, o. s. frv., — því óðals-hug- myndin hlýtur undir öllum kringum- stæðum aS vera fyrst og fremst sár- ung (trés jeune et tendre) í saman- buröi viS komu ljóssins, upphaf tím- ans, tilveru „geymsins“ eða „rúms- ins“, sköpun veraldar og viS hin allra- fyrstu og sönnu frum- og lágstig jarðlífs-frumveranna á hinum allra- fyrsta vormorgni lífs og meövitundar hjer á jöröu vorri, þá er áröðull ald- anna reis bjartur og fagur úr úthafi tímans, og logagylti himin, hauöur og höf; en einmitt þessar núnefndu jarS- lífsfrumverur bera í eigin-eSli og skauti sínu og í frumtilveru sinni trumlögmálsbundin, óendanleg og sí- áframhaldandi viöhalds-, umbóta-, til- breytinga-, endurtekninga- og þroska- skilyröi til sívaxandi fullkomnunar fram á viS, —yuns maöurinn loks kemur fram á sjónarsvið jarðlífsins — í algerlega reynslulausu ástandi og í afleiöslu- og framþróunarbygöri til- veru sinni frá lágstigs-lífsverunum, sem hin allra-fullkomnasta lífsvera, er til þessa er mönnum kunn á meöal jaröbúanna. En hvenær kom hin sanna og frjálsa mannlífsvera eöa maðurinn, meS einu oröi, fyrst til sögunnar hjer á jöröu??? — Er of- djúpt tekiS í árinni aS segja: Þús- undum eða jafnvel miljónum alda seinna en hin fyrsta jarðlífs-frum- kenning rökstæð (logique) og rjett í grunngildi sínu um uppruna, vöxt og viögang heimsins, o. s. frv., þá er þaS auösætt, aS maðurinn eöa mannkyniö í heild sinni á aS eiga fyrir höndum á ókomnum öldum óhjákvæmilega, iastákveöna og frumlögmálsbundna breytingu og framþróun til fullkomn- unar, bóta og blessunar. (Framh.) Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutningsmaður. PóithÚMtræti 17.. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Fjelagsprentsmiöjan. ÞaS bar viö dag einn, er jieir þrír voru staddir hjá Volodyjev- ski, að þeir heyröu háreysti i fordyr- inu. Vildi þjónninn ekki leyfa ein- hverjum inngörtgu. Loks var þó lokið upp huröinni og Renzían, sveinn Skrjetuskis, kom inn. „Jeg heilsa yöur,“ sagöi hann og hneigði sig. „Jeg kem hingaS til þess að fá upplýsingar hjá yður um hvar húsbóndi minn nú dvelur.“ „Hann liggur veikur í Kortse." „GuS minn góöur! Er hann hættu- lega veikur?“ „Læknirinn hefur góöa von um bata.“ „Guöi sje lof! Jeg flyt honum, skal jeg segja yöur, fregnir af ungfrú He- lenu.“ „Hann hefur þegar heyrt þær; hún er dáin,“ sagði Volodyjevski og stundi viS. „Drottinn minn! Er hún dáin?“ hrópaSi Renzían. „Já, hún var myrt í Kænugörðum." „í hvaöa KænugörSum ? HvaS seg- iö þjer, herra rninn?" „Þekkir þú marga staði meö því nafni?“ „Nei, en þjer gerið aö gamni yðar, herra.Hvaða erindi átti hún til Kænu- garSa? Hún sem var varSveitt í Vala- dinkagjánni hjá Ratschkov og Bohun hafði harðbannað norninni, er gætti liennar, aS líta af henni þar til liann kæmi aftur." „Hvaða endaleysu ertu aS segja? Um hvaSa norn ertu aö tala?" „Um hana Horpj'fiu. Jeg þekki þá meinvætt sjálfur." Zagloba þaut á fætur og baöaði út höndunum eins og óður maöur. „MaSur getur oröið alveg ruglaöur viS aS hlusta á ykkur. Láttu mig spyrja piltinn," sagði hann viS Volo- dyjevski. Hann var oröinn náfölur, rauk aS Renzían og þreif í öxl honum. „Hver hefur sagt þjer, aS hún sje varöveitt hjá Ratschkov?“ „Bohun hefur sagt mjér þaö.“ „Þú ert genginn af göflunum," æpti hann. „ViS hvaða Bohun áttu?“ Hann hristi Renzían eins og hann væri tryltur. „SleppiS mjer, herra minn! Jeg er oröinn utan viö mig. Þjer þekkiö hann Bohun vel." „SvaraSu rnjer eða jeg' rek í þig hníf minn. Hvar hefur þú hitt Bo- hun?“ „í Vladov------- en fariö eigi með mig eins og glæpamann." Zagloba varS alveg ringlaöur. Hann hlassaöi sjer niöur á bekk þar I stofunni. „Hvenær sástu Bohun þar?“ spurði Volodyjevski. „Fyrir þrem vikum.“ „Er hann þá lifandi?" „ÞaS er hann. Sjálfur sagSi hann mjer frá viðureign ykkar." „Og þú segir aö hann hafi sjálfur sagt þjer aS mærin væri í hjeraðinu hjá Ratschkov?" „Hann er sá eini sem veit þaS.“ „HeyrSu, Renzían! Líf húsbónda þíns og ástmeyjar hans leikur á þvi. Hefur Bohun sjálfur í raun og veru sagt þjer að hún væri ekki í Kænu- görSum?" „ÞaS hefur hann ekki sagt beinlínis, en hvernig gat hún komist til Kænu- garSa, þar sem hún var í gæslu hjá Horpynu og Bohun haföi hótaS henni dauöa, ef mærin slyppi brott. Hann hefur fengið mjer vegabrjef og hring þennan, svo aö jeg gæti flutt henni boS frá honum. Vanheilsa hans getur varaö lengi. Sár hans hafa ýfst upp aftur." / I Zagloba dansaði um stofuna og hrópaði í algleymingsfögnuöi: „Hún lifir! Hún er lifandi!“ SíSan faSmaSi hann Renzían svo á- <aft að sjer, að veslings pilturinn gat varla náö andanum. „Sleptu honum nú,“ sagöi Volody- jcvski. „ÞaS er best aö hann segi okk- ur alla söguna." „Leyfið mjer áður aö kasta mæð- inni,“ baö Renzían. „Komiö meö mjöö!“ hrópaSi Zag- loba. ÞaS var komiö inn meö mjaöar- könnu og bikara. Settust þeir allir aS henni. Sagði Renzían síöan frá, — en oft var gripið fram í fyrir honum, — hvaö á daga hans hafSi drifiS. ÞaS atvikaðist þannig aö hann hitti Bohun særöan í Vladov og hafði get- aS taliS honum trú um, að hann vildi ganga í liS meS Kósökkum. Hann hjúkraöi Bohun eftir föngum, og naut trausts hans. HafSi Bohun trúaS hon- um fyrir því, aö hann hefði glataö leiSarbrjefi sínu, og yröi því senni- lega hengdur sem njósnari, ef hann þektist. Sagði Renzían frá því, og var hreykinn yfir að hann hefði þeg- ið marga góðgripi af Bohun til þess aö þegja um hver hann væri. Nokkru síðar haföi Bohun einnig trúaö hon- um fyrir því aS Helena væri í gæslu Horpynu á öruggum stað fyrir Tör- turum, Kósökkum og Pólverjum, og hefði hann beöiS Renzían aS flytja tlorpynu boö frá sjer, þvi hann yröi sjálfur varla hestfær fyr en eftir margar vikur. Ljet Renzían fyrst sem hann eigi treystist aS bera boðin, en það var bragð hans, — er hepnaðist, — til þess aS vinna fullkomið traust Bohuns. „Lifi jeg,“ hafði hann sagt, „þá læt jeg flytja mig til KænugarSa. VerSur því einnig aö koma meyjunni þang- að. Þú ert vinur minn, Renzían, og jeg treysti þjer. Hjerna er vegabrjef og hjer er hringur og hnífur. Farðu á fund Horpynu og sýndu henni hringinn, til jartegna aö jeg hafi sent þig. Skilaðu frá mjer aö hún komi Helenu til klausturs hinnar heilögu guSsmóður í KænugörSum. SverSu aö þú farir." Renzían sór, en bætti viS í hljóði: „MeS húsbónda mínum.“ Síðan hafði Bohun lýst bústaö Horp- ynu svo nákvæmlega að ekki varð á honum vilst. „Jeg gæti fundið staðinn þótt bund- ið væri fyrir augun á rnjer/ sagöi Renzian um leið og hann hætti frá- sögn sinni. „Ættum viö ekki aö leggja á stað undir eins?“ „Á morgun," svaraði Volodyjevskt. „Nei, þegar í staö,“ sagöi Zagloba meö ákafa. „Undir eins i dögun." Þeir voru allir himinglaSir og á- kváöu að nota vel tímann. Longínus vildi einnig vera með í förinni ásamt hinum þremur, en Zag- loba kvaS hann vekja alt of mikla athygli sökum hins mikla vaxtar hans og gæti það oröið þeim til trafala. „Nei, þú verður aö bíða okicai hjer,“ sagöi hann, „en ef við förum og söfnum fuglahreiörum af trjánum, þá' ertu sjálfkjörinn meS okkur. Segðu engum erindi vort, ekki einu sinni Skrjetuski sjálfum, þótt þú hitt- ir hann. Það er ekki rjett, og getur líka kostaö hann lífið yrði hann fyrii nýjum vonbrigðum. Vjer skulum því allir lofa viS drengskap vorn að minn- ast ekki á þetta leyndarmál." „ViS lofum þvi viS drengskap okk- ar,“ svöruöu þeir allir. Iðnskölinn verður settur miðvikadaginn 2. okt. kl. 7. siðdegis. Skólagjald kr. 25,00, greiðist fyrirfram. Allir iðnnemar eiga samkvæmt lögum að sækja skólann. Nemendur gefi sig fram sem fyrst við undirritaðan kl. 6—7 síðd. í Banbastræti 11. Þór. B. Þorláksson.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.