Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.10.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 07.10.1918, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA 170 Eiríksjökull. Ferðasaga eftir Guðm. Magnússon. Frh. Bygðin öll að baki. Fyrsti maðurinn, sem gengið hefur upp á Eiríksjökul, svo að mjer sje kunnugt, var Stefán faðir Ólafs, sem nú býr í Kalmanstungu. Hann fylgdi einhverjum útlendingi þangað upp, og mun það hafa verið einhverntíma á árunum milli 1850 og 1860. Næstir rjeðu til uppgöngu á Eiríksjökul útlendingar tveir, sem jeg hirði ekki um að nafngreina, og fylgdi Ólafur í Kalmanstungu þeim. pað var 1894—6. Annar útlending- urinn gafst upp i miðri skriðunni; hinn komst upp undir brún á henni og gafst þar upp. pegar ofan kom, kastaði hann sjer í tjöm og synti þar um stund til að svala sjer. — Hvorugur þessara manna steig fæti á jökulinn. porgrímur Guðmundsson fylgdi prófessor Heusler upp á Eiríksjök- ul sumarið 1895, þegar Heusler var hjer í fyrra skiftið. Heusler er Svisslendingur og æfður fjall- göngumaður. Gekk hann upp á mörg fleiri fjöll hjer á landi. Hafði hann orð á því við mig, er jeg hitti hann í Berlín 1904, að engin fjöll mundu vera ógeng á íslandi, og tel jeg það einnig lík- legt. peir porgrímur og Heusler fengu dimmviðri með rigningu á jöklinum og ilt skygni, að öðru leyti famaðist þeim vel. pó lá við slysi í för þeirra, sem sýnir hversu viðsjárvert er að ganga í jökla, nema vel sje fyrir öllu sjeð. por- grímur fjell í jökulsprungu, sem snjóhulda lá yfir. En vegna þess að þeir voru bundnir saman, kipti Heusler honum undir eins upp. Sprungan var auðvitað svo djúp, að svarta myrkur var niðri í henni, og litlar líkur til, að sá maður hefði náðst lifandi, sem fallið hefði ofan í hana til fulls. Einhvemtíma seinna gengu ein- hverjir útlendir ferðamenn upp á jökulinn, en ekki kann jeg að nafn- greina þá, nje heldur fylgdarmann þeirra, en kona var með í förinni. Minnir mig að jeg heyrði að hún hefði ekki komist upp úr skriðun- um, en hinir hefðu verið 7 stundir á jöklinum. peir síðustu, sem gengið höfðu á undan okkur upp á jökulinn, voru tveir menn úr Borgarfirðin- um, annar frá Húsafelli, en hinn frá Hamraendum. Nöfn þeirra man jeg ekki með vissu. J>eim farn- aðist ágætlega og var för þeirra hin rösklegasta. peir voru 5 stundir á jöklinum, frá því þeir skildu við hesta sína. Fengu þeir bjart veður og afbragðs skygni og urðu hvergi við jökulsprungur varir. Víðsýni ætti að vera meira af Eiríksjökli en nokkru öðru fjalli af landinu, einkum yfir óbygðir. Sennilega sjest þar til hafs á þrjá vegu: suður, vestur og norður af landinu. Fjöllin suður af honum eru miklu lægri en hann og sjer því yfir þau. Yfir allar heiðar aust- an úr Ódáðahrauni og alt vestur á Glámu og Drangajökul ætti að sjá, og líklega víða til bygða i Húna- vatns- og Skagafj.-sýslum. Borg- arfjarðar-undirlendið þarf auðvit- að ekki að telja. Ekki var það þó svo mjög vegna viðsýnisins, að jeg kepti þangað, því að ekkert gat jeg sjeð af Eiriksjökli, sem jeg hafði ekki sjeð annarstaðar að. Hitt rjeði meiru, að mjer þótti frami í því, að vera meðal þeirra fáu íslend- inga, sem þangað hefðu náð. Enda er það algengasta hvötin þeirra sem á fjöll sækja. Einni stundu eftir hádegi lögð- um við á stað frá Kalmanstungu, og var það síðar en við vildum, af atvikum, sem ekki varð við ráðið, og helst til seint á degi. Bræðurnir voru með mjer, þeir er jeg hefi áður getið um. Sá eldri heitir Kristófer eftir móðurföður sinum, en hinn Stefán. peir eru komnir í beinan karllegg af Ólafi Stefánssyni stiftamtmanni, en .... _________________________________ ! Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. KAFLI. Stephensens-nafnið hirða þeir ekki um; þykir það líklega lítil máls- bót í bændastjettinni. En mikil sæmd hefir samt þvi nafni verið unnin, og fá eru þau ættarnöfn, seni íslendingum eru kærari, þrátt fyrir dönskukeiminn. Hvergi hefur nafnið Stefán Ólafsson komið oftar fyrir en í þessum legg ættarinnar: Stefán Ólafsson á Hvítárvöllum, Stefán Ólafsson, faðir Ólafs, sem nú býr i Kalmanstungu, og Stefán Ólafsson, sonur hans. En nafnið er nafn Stefáns Ólafssonar skálds i Vallanesi. Við riðum sem leið lá inn með Strútnum að sunnanverðu. par er víða fagurt og mjög skógi vaxið. Á einum stað er girðing frá Hvítá, sem stefnir beint upp á fjallið. Á hún að liggja þvert yfir fjallið og ofan að Norðlingafljóti og verja heimalandið fyrir ágangi afrjettar- fjár. Inn með Strútnum er löng leið, en'þó fremur greiðfær. Eru þar hraun á hægri hönd, en skógi- vaxnar hlíðar til vinstri. Hvítá rennur milli hrauns og hlíða. Á einum stað inn með fjallinu er leiði, með letruðum legsteini. Er þar grafinn hestur, og er leiðið frá þeim tima, er fjárkláðinn geisaði og vörður var settur á heiðarnar. Yfir Hallmundarhraun urðum við að ganga, mest-alt, og teyma hestana. Var það seinlegt og erfitt ferðalag og illur undirbúningur undir jökulgönguna. Hraunið er gróðurlaust og illfært nokkurri lifandi skepnu, þar sem við fórum þá, enda vorum við hálfa aðra klukkustuúd í því. Skömmu eftir að hrauninu slepti komum við að tjörnum undir hárri brekku með snjósköflum. par var ofurlítill hagi, og þar skildum við hestana eftir. Heitir þar Torfabæli. Eftrimæli. Valgerður Sæmundsdóttir. Það sorglega slys vildi til á Járn- gerðarstöðum í Grindavík hinn 3. júlí þ. á., aó Valgerður húsfreyja Sæ- mundsdóttir fjell í gjá, sem er vestan við túnjaSarinn þar, og druknaSi. Hún hafSi fariS þangaS meS þvott, en var einsömul og enginn þar svo nálægt, aS þess yrSi vart, þar til hennar var leitaS og fanst hún þá örend. ValgerSur sál. var fædd 2. mars 1870, dóttir merkishjónanna Sæ- mundar Jónssonar og SigriSar Bjarnadóttur, er lengi bjuggu á Járn- gerSarstöSum. Systkini hennar voru þau Bjarni Sæmundsson adj. i Reykjavík og Margrjet Sæmunds- dóttir húsfreyja á JárngerSarstöS- tim. Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um og var hjá þeim þar til hún gift- ist eftirlifandi manni sínum, Krist- jáni Hans SigurSssyni, er þá. tók viS búi hjá tengdaforeldrum sínúm, voru foreldrar ValgerSar hjá þeim hjónum upp frá því meSan þau lifSu. reyndist hún þeim í alla staSi eins og góSri dóttur sæmdi. Þau hjón eignuSust 5 börn, er öll dóu i æsku. ValgerSur sál. var alla æfi á Járn- gerSarstöðum. AS heiman fór hún lítiS annaS en nokkur sumur í kaupa- vinnu, oftast norSur í land, eins og tíSkaSist þar i sveit á yngri árum hennar. Hún var góS kona og guShrædd, glaSlynd, fjörmikil og ósjerhlífin viS alla vinnu, reglusöm og góS hús- móSir. Heimili hennar var glaSvært og gestrisiS. Þar sá jeg oft húsfylli gesta, og þá skein ánægjan af hús- freyjunni. Þó ValgerSur væri ljettlynd, þá var hún tilfinninganæm og sýndi innilega hluttekningu öllum þeim, er nauS- staddir voru, munu þau hjón bæSi hafa veriS samtaka í því aS ljetta byrSar annara eftir mætti. Sem dæmi þess má geta, aS þau tóku tvær ung- ar stúlkur til fósturs, er mist höfSu móSur sína, og reyndust þeim eins og góSir foreldrar. Allir, sem kyntust Valgerði sál., munu sakna hennar,enaS undanskild- um nánustu vinum og vandamönnum, einkum hinir fátækari sveitungar hennar, sem eiga á bak aS sjá trygg- | lyndri vinkonu, er ætíS var fús á aS liSsinna þeim eftir mætti. Kunnugur. Þegar hestarnir höfSu hvílst, lögSu þau á staS frá gjánni og voru þau komin yfir Valadinka-ána þegar tungliS kom upp. Volodyjevski reiö fyrstur og skygndist urn í allar áttir; á eftir honum fóru þau Zagloba og Helena, en Renzían var aftast. Teymdi hann farangurshestana og lausu hestana. HafSi hann tekiS tvo hestana í hesthúsi Horpynu. Málvjelin hans Zagloba var heldui en ekki á hreyfingu. ÞaS var æSi margt, sem hann hafSi aS segja Hei enu, er engar frjettir hafSi fengiö aS heyra frá því aS hún kom í gæslu. Horpynu. Hann sagSi henni frá kon- ungskjörinu; frá ferSum Skrjetuskis og tilraunum hans aS frelsa hana, og frá styrjöld þeirri, sem var yfirvof- andi. Helena átti ekki orð til þess aS lýsa gleSi sinni. Hún hjelt aS unn- usti hennar og vinir væru búnir aS gleyma henni. Þau riSu enn nokkra tíma og voru hestarnir farnir aS þreytast. Volody- jevski kvaS best að á, og var Zag- loba á sama máli, enda var dagur aö íærast á loft. Renzian tók upp vist- irnar, þar á meöal ágætis vín. er Burdai haföi gefiS þeim. Volodyjevski þagöi, en hin töluSu. Hann var alveg hrifinn af fegurö Helenu og auk þess var ferðin aftur honum áhyggjuefni. UgSi hann aS tálmanir yröu á leiS þeirra og áttu þeir Zagloba tal um þaS, er aörir voru ekki viS. Var Zagloba hvergi smeykur. „ViS verSum varla uppnæmir, þó eitthvaS bjáti á,“ sagöi hann. „Hyggjuvit mi'tt og höndin þín og sverS er oss betra en ekki. Renzían var líka svo fyrirhyggjusamur, aS fá vegabrjef hjá Burdai. ÞaS er hreinn og beinn klaufaskapur aS lenda í vandræöum. Svo er þaS heldur ekki langt hjeöan til Kamenets.“ „En Tartararnir eiga ekki heldur langt þangað, og þaS eru þeir, sem jeg óttast aöallega," sagöi Volody- jevski. „Kósakkarnir taka vegabrjef- iö til greina og viS getum alt af haldiS ránssveitum bænda i skefj- um, — en Törturunum — —. Jeg held aS það sje ráölegast aS koma þar ekki og halda beint til Bar.“ „Það er sennilega þaS rjettasta. ViS skulum gera þaS, en hrööum okkur.“ Þau stefndu nú í norðvesturátt og r:Su alt hvaS af tók; komu þau nú í bygS hjeruö og gátu fengiö nætur- gistingu. Þurftu þau því eigi aS liggja úti. Hjeldu þau jafnan á staS í dögun. í Karograd áðu þau lengi. Þau rák- ust þar á Kósakkaflokk og var fyrir honum undirforingi Burdais, hjet hann Buna. HöfSu þeir fjelagar hitt hann nokkrum dögum áSur hjá Bur- dai. Honum þótti kynlegt, aS þau fóru þessa leið til KænugarSa, en tor- ifrygöi þau samt ekki, enda sagði Zagloba honum aS Tartarar sæktu nú fram og legðu þau því lykkju á leiö sina. Buna sagði þeim að Kmielnitski haföi sent Burdai þær fyrirskipanir, aö ráöast undir eins, þar sem styrj- öldin væri byrjuö á ný, meS allan sinn afla inn i Volhyníu. ÞaS kom brátt í ljós, aS þetta var satt; landið alt var í uppnámi. Kven- fólkiS fór viSa í hernaðinn til þess að berja á Pólverjum. Kmielnitski fór austur meS meginherinn. Þá er þau voru komin framhjá Bar var vegurinn alþakinn matvælavögn- um til Kósakka- og Tartaraherjanna cg uröu þeir þeim til mikils trafala. Þau rákust oft á Kósakkasveitir er stöövuöu þauog spurSu hverþauværu og hvert þau ætluðu, en þau sýndu þá vegabrjef Burdais og var þeim þá orSalaust leyft aS halda áfram. MeS hverjum degi jukust erfiðleikarnir og oft urSu þeir fjelagar aS verja Helenu meS sveröum sínum gegn þorpara- lýö þeim, sem aS þeim sótti. Helena sjálf var aö missa kjarkinn. Loks komust þau þó heil á húfi til PloskirovhjeraSsins 0g hugöu sig þá úr allri hættu. Volodyjevski taldi þaS heppilegast aS þau riöu ekki Öll inn í borgina; skyldu þau biSa í húsi er var utanborgar, en Zagloba færi einn inn í staðinn og reyndi að kaupa eöa skifta á óþreyttum hestum og hestum þeirra er nú voru nær þvi úttaugaöir, nema hinir hlauphrööu hestar er Burdai haföi gefiö þeim, en til þeirra átti ekki aS taka nema i raunirnar ræki. „Nú skal jeg vera fljótur i íörum,“ sagöi Zagloba og reiö á staS. Hin ióru inn í húsiö er var í eyði og tóku þar upp vín og vistir, en voru ekki sest að snæðingi er þau heyrðu jódyn úti fyrir og i þeirri svipan ruddist Zagloba inn til þeirra. Hann var allur í einu kófi af svita, en þó nábleikur og stóð alveg á öndinni af mæSi. „Á bak undir eins; strax á staS!“ æpti hann. Volodyjevski var ekki í vafa um aS ógurleg hætta vofði yfir. Hann eyddi ekki tímanum meS spurningum. 1 einni svipan hafSi hann lyft Helenu i sööulinn og spent söðulgjaröirnar og stökk siðan sjálfur á bak ásamt þeim Zagloba og Renzian. Þau hleyptu á staS á haröa stökki en mæltu ekki orð frá munni. Þá er þau höföu lengi riSið þannig og orðiS var svo dimt að varla gat veriö um eftirför að ræöa linuðu þau sprett- inn. i J : ! L ..J*. „Hvað var þaö sem fyrir þig kom?“ spuröi Volodyjevski Zagloba. „Bíddu aö eins við. Alt hringsnýst enn fyrir mjer og jeg er svo móður.“ „HvaS var þaS?“ „Jeg sá hann í sinni eigin mynd, árann sjálfan. ÞaS gildir einu þótt höggiS sje af honum höfuöiS, þaö vex bara nýtt í staðinn." „TalaSu maður svo skýrt aö hægt sje að skilja þig.“ „Jeg rakst rjett að segja á hann Bo- hun á torgi staöarins.“ „Þú ert farinn aS sjá ofsjónir.“ „Jeg sá hann bráðlifandi á torg- inu; það var eins víst og jeg sit hjer i hnakknum. Nokkrir menn gengu þar meö honum. ÞaS er eins og ólánið elti okkur. Jeg er vondaufur um aS ferð þessi hafi heppilegan enda. Er þessi mannskratti ódauölegur. Hvern- ig getur staðiö á þessu. Minstu ekki á þetta viö ungfrúna. Guð minn góð- ur! Þú hefur sært hann til ólífis, Renzian hefir svikiö hann, en samt sje jeg hann bráðlifandi. Fari hann í logandi sjóöbullandi. Mjer þætti þaS þakkarvert aö mæta moldugum draug í kirkjugaröi hjá honum. Hverjar eru þær syndir mínar aS jeg skuli ávalt vera dæmdur til þess aö mæta honum. ÞaS lendir ætíS á mjer, á mjer, en engum öörum.“ „Sá hann þig?“ „Ef hann hefði sjeö mig þá hefðir þú ekki sjeS mig aftur. Mjer hefði liklega verið vísaö inn í eilífSina." „Bara við vissum hvort hann nú eltir oss eða heldur áfrain til Vala- dinka.“ „Jeg býst viö að hann haldi áfram.“ „Þá eykst fjarlægðin millum hans og okkar meö hverjum klukkutíma og hún verður orðin æði mikil, er hann frjettir af ferS okkar.“ „Þeir riöu þegjandi um stund. Tunglið var komið upp svo aS birta var næg. „Þarna þutu tveir úlfar yfir veg- inn!“ hrópaði Helena alt í einu. „Já, jeg sá þá,“ sagöi Volodyjev- ski. „Og þarna fer sá þriðji.“ Um hundraö skref framundan þeim skautst grátt kvikindi yfir götuna. „Þarna fór sá fjóröi,“ hrópaöi Hel- ena. „Nei, þaö er ekki úlfur, heldur rá- dýr. Sko, þama fara fleiri.“ „Flest gengur nú öfugt í heimin- um,“ rumdi Zagloba.^ „Rádýrin eru farin aö elta úlfana.“ „HröSum oss,“ sagði Volodyjevski og röddin bar það meö sjer, aö hon- um var órótt. Zagloba tók líka eftir því og spurði hann i hljóði: „Heldur þú aö hætta sje á ferð- um?“ „Já, þú sjerS sjálfur aö villudý rin flýja." „Ja, en hvernig stendur á því?“ „Þau hljóta aö hafa mætt stygpö.“ „Hverjir hafa stygt þau?“ „Kósakkar eða Tartarar er sækja fram úr austurátt." „Gæti það ekki hugsast, aS þaö væru samherjar okkar?“ „ÞaS er af og frá. Dýrin koma að austan. Sennilega eru þaS herskarar Tartara, er nú sækja fram.“ „ViS skulum þá ríða eins og klár- arnir komast, Volodyjevski. Drott- inn minn!“ „ÞaS er ekki utn annaS aö velja. Það verður annað en gaman ef þeir veröa varir við okkur.“ „Guö hjálpi okkur. Eigum við annars ekki aö riöa þarna inn í skóg- inn á eftir dýrunum?" „ÞaS stoSar ekki, því aö Tartar- arnir dreifast um hjeruöin framundan okkur, svo aö við komumst hjeöan hvergi.“ „Eldur og brennisteinn eyöi þeim. ViS erum komin i þokkalega klípu. Volodyjevski minn. Ætli þaö geti ekki verið aðrar orsakir þessa. Úlf- ar eru vanir að elta herina, en ekki flýja þá.“ „ÞaS gera þeir sem eru á eftir og á hliS, en hinir sem eru framundan flýja. SjerSu eldbjarmann þarna, aö sjá milli trjánna.“ „Jesús frá Nasaret, drottinn minn dýri!“ „Þegiöu! Eigunt við langt ófariö af skóginum?" „Nei, hann þrýtur nú þegar.“ „Tekur þá við skóglaus sljetta ?“ „Já. Æ, guö minn góöur!“ „Hættu þessu væli. Tekur skógur skógur viö handan viö sljettuna?“ „Já, og þaö alla leiö til Matain.“ „ÞaS er ágætt. Bara þeir ráöist ekki á okkur á sljettunni. Komumst viö heil á húfi inn í skóginrí, er mesta hættan gengin hjá.. ÞaS er heppilegt aö ungfrúin og Renzían riða nú hinum fóthvötu hestum Bur- dais. ViS verðum aS halda hópinn.“ Þeir hertu nú reiöina og náöu þeim Helenu. „Hvaða bjarmi er þetta, sem sjest til hægri handar?“ spurði hún Volo- dyjevski. „Náöuga ungfrú, jeg vil ekki leyna yöur þvi aö sennilega fara þar Tart- arar.“ „Jesús, María!" „Óttist ekki ungfrú. Jeg skal á- byrgjast yöur undankomu." „LofiÖ þjer því viö drengskap yS- ar, aö láta mig ekki komast lifandi í hendur Tartaranna?" „Því lofa jeg, aö mjer lifandi," svaraSi Volodyjevski hátíðlega. 1 sömu svipan riðu þau fram úr skóginum og tók viS sljetta fjórung- ur milu á breidd og tók þá viö aftur skógur framundan, en skóglaust á báöar hliöar. Var þar bjart nær því sem um hádag. „Þetta er versti spottinn,“ sagði Volodyjevski við Zagloba. „Hjerna millum skóganna koma sennilega Tartararnir." Zagloba svaraði ekki, en baröi fótastokkinn ákaflega. Þau voru nú stödd á miöri sljett- unni og riöu eins og hestarnir kom- ust. En alt í einu benti Volodyjevski í austurátt og hvíslaöi: „Littu á þarna. SjáSu!" „ÞaS eru þarna kjarrunnar langt í burtu.“ „Já, en runnarnir þeir eru á hreyf* ingu.“ LoftiS hvein í eyrum hinna flýj- andi, svo var hraöi hesta þeirra mik- ill og óöfluga nálægöust þau skóg- inn. En alt í einu kváSu viS ógur- leg óp og læti austur á sljettunni. „Þeir hafa sjeð okkur,“ æpti Zag- loba. „Hundingjar, þorparar, árar og illmenni." Þau voru komin svo nærri skóg- inum, aö þau fundu svala hans. En lartararnir voru einnig nálægir og nú skaut fram fleygum úr flokki þeirra, er nálægðust með geysi-hraða. V°ru þaö Tartarar þeir, er best voru ríðandi. „Hesturinn sem jeg ríS, er farinn að hnjóta," æpti Zagloba upp yfir sig. „Það hefur ekkert aS segja," sagSi \ olodyjevski rólega, en honum risu hár á höfði, er hann hugsaði tíí ar- leiöinganna, ef einhver hestanna fjelli eða þryti. Reyndar höfðu þau lausu hestana, en þeir voru uppgefnir. „Nú hnaut hesturinn minn aftur," sagði Zagloba í örvæntingu. „ÞaS tekur ekki að fást um þaö,“ sagöi Volodyjevski, hann var nú bú- inn aS leggja niSur fyrir sjer, hvernig hann ætti aS bjarga Helenu. Þau voru nú komin inn i skóginn. „Renzían!“ hrópaöi hann, „farSu með ungfrúna eftir þeim fyrsta skóg- arstig, er liggur af braut þessari." „ÞaS skal gert, náðugi herra," svaraði pilturinn. Fjclagsprentsmiöjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.