Lögrétta - 18.12.1918, Page 4
202
LÖGRJETTA
Besta jóla-gjiöHss..
Ágætar bækur nýjar,
sem allir þurfa að lesa:
Insta þráin, eftir Jóhann Bojer. Þýdd af Björgu Þ. Blöndal.
Sambýli og Sálin vaknar, eftir Einar H. Kvaran.
Bessi gamli og Tvær gamlar sögur, eftir Jón Trausta.
Gestur: Undir ljúfum lögum.
Ströndin og Vargur í vjeum, eftir Gunnar Gunnarsson.
Drotningin í Algeirsborg og önnur kvæði, eftir Sigfús Blöndal.
Fást hjá öllum bóksölum.
Þór. B. Þorláksson.
KORK,
notað í flár og dufl, hef jeg til sölu. Upplýsingar gefur: Bjarni Finn-
bogason, Iðnskólanum í Itvík. Sími 388. Box 571.
Verður sendur á allar hafnir, sem strandferðaskip koma á, gegn eftir-
kröfu.
F. G. Lárusson. Búðum.
Með báli og brandi.
Eftir Henryk Sienkiewicz.
landsverslunarinnar af sýslumönn-
um, því áreiðanlegt er það, að ýmsir
þeirra gengu ötullega fram í því, að
útvega sýslum og hreppum vörur.
Svo var það að minsta kosti um sýslu-
mann okkar, en síðan að umsjónin var
af þeim tekin virðist mjer alt daufara
um framkvæmdirnar. ,— Alment eru
menn hjer ánægðir með hin nýju sam-
bandslög, og telja það happ mikið,
að þinginu skyldi takast, að komast
að fastri niðurstöðu í þessu mikils-
varðandi máli, og vonandi hefur nú
þjóðin greitt atkvæði með lög-
u’num með miklum meiri hluta. Og
sannarlega eiga allir þeir menn þakk-
læti skilið, er unnið hafa að fram-
gangi þessa þýðingarmikla máls, og
vonandi verður þetta til happasællar
samvinnu milli bræðraþjóðanna á
komandi tíma, og nú ætti þing von
og stjórn því fremut að geta unnið
heil og óskift að þýðingarmiklum
innanlands framfaramálum, sem land-
ið þarfnast svo mjög, og er það lítt
skiljanlegt, að nokkur sá íslendingur
skuli vera til, er eigi feginshugar
fagni þessu máli, en í stað þess rísi
upp og reyni til að æsa þjóðina til
sundrungar, eins og við sjeum ekki
búnir að fá nóg af sundrunginni og
hinu politiska rifrildi, enda samning-
arnir að áliti allra bestu og vitrustu
manna okkar svo góðir í okkar garð
sem frekast er hugsanlegt, enda vitan-
legt, að þeir sem móti þeim hafa snú-
ist, hafa gert það einungis til þess að
ala á ófriðnum og sundrunginni; en
raddir þeirra eru nú vonandi kveðnar
niður fyrir fult og alt, og láta aldrei
upp frá þessu til sín heyra. Töluvert
befur verið rætt og ritað nú undan-
farið um þingmannasíldina svo köll-
uðu, og á jeg með því við síld þá
sem 3 alþingismenn keyptu á Reykja-
firði í sumar og seldu svo aftur ýms-
um hjeruðum og sveitum til skepnu-
fóðurs. Það hefur verið ráðist á þessa
þingmenn allhvasslega og áreiðanlega
ómaklega að flestu eða öllu leyti í
þessu efni. Sannleikurinn er sá, að
þeár hafa alls ekki selt síldina með
okurverði, því það er sannað og það
margsinnis, að -síldin með þvi verði
sem þingmennirnir hafa selt hana, er
töluvert ódýrari en hægt er að afla
sjer annars fóðurbætis nú, eða hvern-
ig er hægt að segja, að sá hlutur sje
seldur með okurverði, sem víst er, að
er seldur töluvert undir sannvirði.
Á sama tima sem „Tíminn" er að út-
húða þingmönnunum fyrir sölu þeirra
á Reykjarfjarðarsíldinni, er seld síld
á Vestfjörðum fyrir ekki lægra verð,
ef ekki hærra, en þetir seldu, og ekki
hefur Tímanum fundist ástæða til að
finna að þeirri sölu, sem þó var alls
ekki minni ástæða til, og virðist því
Tímanum vera mislagðar höndur með
ávítanir sínar og aðfinslur. Jeg het
heyrt, að Breiðfirðingar hafi orðið að
gefa 30 kr. fyrir síldartunnuna komna
á kvörðunarstað. Hvað segir Tím-
inn um það ? En það hafa fráleitt ver-
ið þingmenn úr mótflokki Tímans,
sem vpru riðnir við þá sölu. Og óvíst
tel jeg með öllu, að greinar Timans
falli öllum hjer í sýslu vel í geð,
því flestir munu sjá og skilja afhvaða
Síðastliðið haust var mjer dregið
lamb með minu marki: Tvístýft
aftan, standfjöður framan hægra,
standfjöður framan vinstra, en þar
jeg á ekki þetta lamb, skora jeg
á rjettan eiganda að gefa sig fram
og vitja andvirðis lambsins og
borga áfallinn kostnað, og semja
við mig um markið.
Seli í Grímsnesi 10.-12.-18.
Ingveldur Guðmundsdóttir.
rótum þær eru runnar; svo mun og
vera um aðrar árásargreinar er gerð-
ar hafa verið út úr þessu síldarmáli.
Allir hinir greindari og gætnari menn
hjer munu nú líta c/Srum augum á
mál þetta en Tíminn, og fylgifiskar
hans. Þeir líta svo á, að síldin sje alls
ekki of dýr, þegar alls er gætt, og
menn eru líka þakklátiir fyrir að' fá
hana, því fáir sem engir hefðu lagt
upp að setja kýr sínar á vetur nú,
ef þeir hefðu ekki fengið þessa síld.
og geti menn haldið þeim óskemdum
í vetur, þá er það eingöngu síldinni
að þakka, og svo ættu tnenn atr fyll-
ast reiði og bræði gegn þeim mönn-
um sem hafa gengist og beitst fyrir
því, að menn gátu fengið bráðnauð-
synlega vöru fyrir sanngjarnt verð.
Það virðist mönnum til helst of mikils
mælst af Tímanum og hans mönn-
um. Tíminn verður að fyrirgefa, þó
við getum ekki fylgt honum í þess-
ari bardagaaðferð hans, því traust
okkar á þingmönnum okkar er ð-
raskað þrátt fyrir þessar árásir Tím-
ans, og eitthvað annað verður hann
að finna upp, til þess að spilla mann-
orði þeirra og hnekkja áliti þeirra í
augum vor kjósenda, en þennan síld-
arróg. Þingmenn þessir eiga miklu
fremur þökk allra góðra manna skil-
ið fyrir framkvæmdir sínar, í þessu
máli, en að vera auri ausnir fyrir þær,
eins og Txminn hefur gert, og piltur-
inn á Hólmavík. Margt fleira mætti
segja um þetta síldarmál, til sönn-
unar því að þessir 3 þingmenn hafa
að ósekju orðið fyrir alls ómakleg-
um og ástæðulausum auraustri frá
Tímanum, og þakka mætti Tíminn
fyrir, ef hann nyti jafnmikils trausts
og vinsælda landsmanna eins og þing-
menn þessir, og það má Tíminn vita,
að honum mun ekki takast að æsa
kjósendur gegn þessum þingmönnum
með svona löguðum meðulum. Til-
gangur hans er alt of auðsær til þess.
— Óljósar fregnir höfum við fengiú
um Kötlugosið, en þó hafa menn —
þar sem vel sjer til austur- og suður-
fjalla vel sjeð gosið í björtu veðri
að kvöldi dags; þá hafa menn 0g orð-
ið varir við dynki er munu stafa frá
g'osinu, og mistur hefur stundum ver-
ið óvenjumikið, og í fyrradag vat
'öskufall, sem sást svo greinilega, ai
þvi snjór var þá nýfallinn og varð
hann dökkbrúnn af rykinu! Óskandi
er og vonandi, að gos þetta geri ekki
neinar stórskemdir eða hafr stórkost-
lega vondar afleiðingar, nógir eru er-
fiðleikar landsmanna samt. Sv. G.
XXIII. KAFLI.
Árla morguninn eftir stóðu þeir
Volodyjevski og Zagloba saman úti
á víggörðunum og horfðu yfir að her-
búðum fjandmannanna. Sáu þeir
komá þaðan liðssæg mikinn.
Skrjetuski var að tala við furstann
um atburði frá síðastliðnum degi og
hreyfingarnar í herbúðum hinna.
„Það er ekki á góðu von,“ sagði
Zagloba og benti á liðssæg þann er
x:álgaðist eins og illveðursský. „Þeir
ætla víst að gera eitt áhlaupið enn.
Jeg held að menn vorir dugi nú tæp-
lega móti þeim.“
„Jeg held þeir ætli sjer það ekki,
sagði Volodyjevski, „Sennilega ætla
þeir að taka garð þann er við hlóðum
í gær, grafa sig inn undir innri garð-
inn og skjóta að oss allan daginn.“
„Við skjótum á móti.“
„Við höfum ekki púður nema af
skornum skamti,“ sagði V'olodyjevski
lágt. „Með sömu eyðslu og hingað tu
dugar það ekki lengur en sex daga;
en konungurirm getur komið áður en
þeir eru liðnir.“
„Það verður að fara eins og auð-
ið er. Bara okkar kæri Longínus komi
aftur heill á húfi. í nótt hefur hann
ekki horfið mjer úr huga. Þegar jeg
sofnaði loksins, hafði jeg erfiða
drauma og vaknaði meS kvíðahrolli.
Betri maður en Longínus finst ekki
í ríkinu.“
„Hví hefur þú þá ávalt dregið dár
að honum?“
„Það hefur alt af verið græskulaust.
Jeg hef oft iðrast þess á eftir, en
jeg gat ekki ráðið við tungu mína.
Jeg held jeg líti ekki framar glaðan
dag, ef hann hefur hent slys.“
„Hann hefur aldrei verið þjer reið-
ur, og oft hef jeg heyrt hann segja
um þig: Hann getur ekki stjórnað
tungu sinni, en hjartað er gott sem
gull.“
„Guð leiði hann aftur hingað heil-
an. Það er sjaldgæft, að hitta fyrir
jafn göfuglyndan mann. Volodyjev-
ski! Heldurðu ekki að hann hafi
sloppið ?“
„Nóttin var dimm og bændurnir
þreyttir eftir bardagann. Hafi varð-
menn óvinanna ekki verið skárri en
okkar, gat það vel hepnast."
„Vonum hið besta. Jeg lagði Lon-
gínusi fyrir að gera alt sem hann gæti
til þess að fá vissu fyrir, hvort þau
Helena og Renzían hefðu komist til
herbúða konungsins. Jeg held Lon-
ginus hætti ekki íy/f en hann er
kominn hingað aftur ásamt konung-
inum. Þess ætti ekki að vera langt að
bíða, að við vitum vissu okkar um
það, ef hamingjan er oss hliðholl."
„Jeg ber það traust til hyggni Ren-
zíans, að hann hafi komið Helenu
undan. Mjer þykir vænt um hana, eins
og systir, og myndi syrgja hana alla
æfi, ef hún hefði farist.“
„Mjer þykir vænt um hana, eins og
hún væri systir mín, og jeg elska
hana eíns og hún væri dóttir mín.
Jeg get nær því gengið af göflunum,
þegar jeg hugsa til'þess, að slys hafi
borið henni að höndum. Oss eru oft
þau örlög spunnin, að þyki manni
vænt um einhvern mann, er hann um
leið horfinn oss, og maður stendur
einn uppi þrunginn sorg og örvíln-
un, sem aldrei hverfur. í þessu landi
er betra að vera hundur en aðals-
maður, þó eltir ógæian enga eins og
okkur fjóra. Jeg held að okkur væri
best að hverfa hjeðan til betri heima
frá þessari vesælu jörð. Hvað héldur
þú um það, Volodyjevski?"
„Jeg hef oft verið að velta því fyrir
mjer, hvort ekki væri rjettast, að
segja Skrjetuski frá öllu. En það
aftrar mjer frá þvi, að hann minnist
aldrei sjálfur á ungfrúna 0g það virð-
ist gera hann hryggan, ef minst er
á hana.“
„Það er best að nefna það ekki. Það
yrði til þess að ýfa upp undina. Mig
tekur í hjartað, er jeg hugsa til þess.
Bara jeg væri dauður. í þessum heimi
eru hörmungar einar. Hamingjan gefi
að Longínus hafi ekki orðið fyrii
neinu skakkafalli.“
„Hann er góður maður og göfugur
og guð mun bænheyra hann. Hvað
í augu mjer, svo að jeg sje það ekki.“
hefst skríllinn þama að? Sólin sldn
„Þeir rífa skarð í garðinn sem við
hlóðum í gær.“
„Jeg er viss um, að þeir ætla að
gera áhlaup. Förum hjeðan, Volody-
jevski.“
„Þeir brjóta ekki garðinn til á-
hlaups, heldur til þess að tryggja sjer
tálmalausa leið til baka. Heyrir þú
ekki rekuhljóðið. Þeir eru þegar byr;-
aðir.“
Zagloba skygudi hönd fyrir augu.
1 sama bili kom fram flokkur her-
manna. Byrjuðu sumir þegar að
skjóta, en aðrir að hlaða upp nýja
garða.
„Jeg bjóst við þessu,“ sagði Volo-
dyjevski, „að þeir hefðu fallbyssur
með sjer.“
„Þá er friðurinn úti. Förum hjeð-
an.“
„Jeg held að þessar sjeu frábreytt-
ar hinum,“ sagði Volodyjevski.
„Nú skulum við fara hjeðan," end-
urtók Zagloba.
„Bíðum við, jeg ætla að telja þær.
Ein, tvær, þrjár — --------“.
Hann hætti alt í einu.
„Hvað er þetta?“ hrópaði hann
undrandi.
„Hvað þá?“
„Sko, þarna á stærstu helvítisvjel-
inni þeirra hangir maður.“
Zagloba rýndi eins og hann gat.
En Volodyjevski varð nábleikur og
hrópaði titrandi rýddu:
„Almáttugi guð, það er Longínus."
Zagloba tók höndum um höfuð sjer.
„Almáttugi guð,“ endurtók hann.
„Pólverjar urðu óðir, er þeir sáu
hversu lík Longínusar var misþyrmt
og það vanvirt. Hvervetna heyrðust
hótanir.
„Hefnd, hefnd!“ hrópaði Zagloba
með ógurlegri röddu.
Og um leið þaut hann fratn gegn
fjandmönnunum. Allir fylgdu hon-
um. Ekkert hefði getað hamlað út- j
rásinni, ekki einu sinni forboð furst-
ans. Þeir ruddust niður garðana,
duttu og tróðu hvor á öðrum, en því
var engu skeytt. Að eins að berja á
fjandmönnunum.
Áhlaupið var ógurlegt. Skotin
drundu og loftið fyltist reyk, svo að
varla var hægt að greina vin frá ó-
vini. Eftir skamman en blóðugan bar-
daga, voru Kósakkar sigraðir og
' þeim stökt á flótta.
Kósakkar þeir, er’falist höfðu bak-
við eða inni í vígturnunum voru tekn-
ir og drepnir vægðarlaust.
Pólverjar náðu líki Longinusax.
Zagloba grúfði sig niður að því
og tárin fjellu niður á það.
Volodyjevski grjet einnig yfir líki
vinar síns. Dauðdaginn var auðsær.
Líkaminn var allur örvum lostinn.
Andlitið eitt var ósært og um það
Jjek háðsbros. Það var sem hann
svæfi.
Fjelagar hans báru hann til hall-
arkirkjunnar.
Hann var grafinn um nóttina. All-
ir prestar borgarinnar voru viðstadd-
ir. Furstinn var þar sjálfur, vinirnir
þrír og hersveit sú, er hinn dáni hafði
verið í.
Mukovitski hjelt ræðuna. Hann
mintist hins fagra-og göfuga hugs-
unarháttar hins dána, ástúðar og
elsku hans til náungans og einkanlega
hugrekkis hans. Hann fjell sem hetja,
er hann barðist fyrir land það, er
hafði tekið honum vel og hann elsk-
aði eins og sitt eigið föðurland.
Þeir vinirnir þrír sneru út á hallar-
torgið. Frá bænum var að heyra fall-
byssuskotin. Þeir gengu þögulir hlið
við hlið, — enginn þeirra vildi byrja
umræður, — en þeir heyrðu álengdar
að aðalsmennirnir voru að lofa hinn
fallna vin þeirra.
„Jarðarförin var ínjög hátíðleg,"
sagði liðsforingi einn.
„tlinn látni hafði líka verðskuldað
það,“ svaraði annar. „Enginn annar
mundi haft haft hug til að læðast
gegn um herbúðir fjandmannanna, til
þess að komast á fund konungsins."
„Jeg hef samt heyrt, að þeir sjeu
nokkrir, sem ætla að reyna þetta, en
nú held jeg þeim hafi fallið allur
ketill í eld.“
„Það nær heldur engri átt. Jeg ef-
ast um að höggormur gæti smogið
þar í gegn.“
„Það er mesta heimska, að halda
að það geti hepnast."
Liðsforingjarnir gengu brott. Alt
varð aftur hljótt. Alt í einu rauf Volo-
dyjevski þögnina:
„Heyrðuð þið hvað þeir sögðu?"
„Jeg heyrði það vel,“ sagði Skrje-
tuski. „Samt sem áður leita jeg nú
í dag brottkomu.“
„Skrjetuski!“ sagði Volodyjevskx
alvarlegur. „Þú þekkir mig og veitst
að jeg læt mjer fáar glæfrafaHr fyrir
brjósti brenna, en þessi ferð er sjálfs-
morð, og það er oss bannað að
fremja."
„Og þú segir þetta, Volodyjevski.“
„^Sem vinur þinn segi jeg það.“
„Lofaðu mjer þá einu, sem vinur
minn; heittu því að gera enga tilraun
sjálfur, ef þessi mín mishepnast/
„Það geri jeg aldrei,“ hrópaði hinn.
„Þarna sjerðu það, hvernig getur
þú krafist þess af öðrum, sem þú vilt
ekki sjálfur lofa. Verði vilji guðs.“
„Leyfðu mjer þá að verða þjer
samferða.“
„Þú veitst, að það er móti fyrir-
skipun furstans. Við erum hermenn
og verðum að hlýða.“
Volodyjevski svaraði ekki þessari
athugasemd. Hann sneri upp á yfir-
skeggið og mælti:
„í nótt er svo bjart, bíddu þangað
til aðra nótt.“
„Jeg vildi óska, að dimmara væri,
en þetta þolir enga bið. Það er ekki
heldur útlit fyrir, að dimmara verði
þá. Hjer vantar bæði púður og mat-
væli. Hermennirnir grafa eftir jurta-
rótum til að borða, en finna lítið.
Margir eru orðnir veikir. 1 nótt legg
jeg af stað. Jeg er búinn að kveðja
furstann."
„Jeg held þú sjert orðinn leiður
á lífinu, Skrjetuski.“
„Lífsgleði mín er ekki sjerstaklega
mikil,“ svaraði hann með kuldabrosi,
„en samt hefur mjer aldrei dottið í
hug að svifta mig lífinu. En nú er
um að gera að ná tali af konginum,
en ekki að deyja.“
Volodyjevski sárlangaði til að segja
vini sínum það er hann vissi um
frelsun ástmeyjar hans, en hann ótt-
aðist, að það mundi hafa æsandi áhrif
á taugakerfi Skrjetuskis, er nú þurfti
að vera í sem mestu jafnvægi; hætti
hann því við það.
„Hvaða leið ætlar þú?“ spurðl
hann.
„Furstinn taldi ráðlegast, að jeg
væði eftir tjörninni alt þangað sem
áin fellur í hana og síðan upp með
henni spölkorn, upp fyrir herbúðir
fjandmannanna."
„Jeg sje að ekki gagnar að telja
þjer hughvarf. Guð gæti þín, Skrje-
tuski, og látí ferð þína hepnast/1
„Mishepnist hún og falli jeg, þá
heitið mjer því, að fá lík mitt fram-
selt. Jeg vil ekki að lík mitt verði
hundafæða."
„Því lofa jeg,“ sagði Volodyjevski.
Zagloba, er var eins og í leiðslu,
skildi nú fyrst hvað var um að vera,
en hann gat hvorki ráðið frá eða til;
hann bara stundi þungan og sagði í
hálfum hljóðum:
„í gær var það Longinus. í dag er
það Skrjetuski. Hvern enda hefur
þetta.“
„Við skulum vona það besta,“ sagði
Volodyjevski.
Zagloba ætlaði að svara, en kom
engu orði upp.----------
Ötull verslunarmaður, sem á-
huga hefur fyrir verslun og góð
meðmæli valinkunnra manna, get-
ur fengið fraintiðaratvinnu við
verslun hjer í bænum. Eiginhand-
ar umsókn með launakröfu, ítar-
legum upplýsingum og eftirriti af
meðmælum, auðkend: „Verslun“,
sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25.
þ. m.
Eggert Claessen
yfirrjettarmálaflutnmgimaður.
PósthÚMtrœti 17.. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
Fjelagsprentsmiðjan.