Lögrétta - 08.01.1919, Page 2
£14
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð alls & ári. V erð kr. 7.50 árg. á
Itlandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júlí.
Grænland.
Eftir Jón Dúason.
Kjörorð:
Látum sjá aÖ sje ei fokið,
Svellagrund, í öll þín skjól,
ei sje þinni árbók lokið,
eyjan köld viö norÖurpól.
Þjóðastofn skal gildna og gróa,
gamalt drauma heitorð efnt;
grein á honum græna og frjóva
geta vildi jeg okkur nefnt.
I. Þ.
I.
Þegar siglt er í vestur frá Snæfells-
nesi í björtu veöri, er sagt aö þaö
vatni um jökla gömlu frændland-
anna mitt í sundinu. Frá nýlendunni
Angmagsalík, andspænis Reykjavík,
þar sem áöur hjetu Gunnbjarnarsker,
sjest stundum land í austri. Þaö er
ættlandiö okkar i hyllingu, og ber
mikið á þremur skögum er liggja í
vestur. Fjarlægöin milli Grænlands
og íslands er ekki meiri en þetta. Þar,
sem sundið er mjóst, er þaö einar
40 mílur, og aö Grænland sjest ekkt
þráfaldlega í hyllingu frá Norður-
og Vesturlandi er aö kenna eiginleik-
um loftlaganna yfir austurströnd
Grænlands.
Grænland er 20 sinnum stærra en
ísland eöa 3 sinnum stærra en Nor-
egur, Danmörk og Svíþjóö til sam-
ans. Islaust land á Grænlandi, sem
meö vissu hefur veriö mælt, er 3
sinnum stærra en fsland aö jöklun-
um meðtöldum. Frá 85° 40’ nbr. nær
Grænland yfir 24 breiddargráöur alt
sUöur aö 59P 46’ nbr., eöa meö öör-
um orðum ofurlítiö suður fyrir St.
Pjetursborg og Kristjaníu. Á landa-
brjefi litur ísland út eins og ey viö
Grænland, eins og stór ey i hlutfalli
viö það hve sundið er mjótt. Feöur
okkar, sem voru ótrauðari aö sigla
um höfin og leita æfintýra en viö,
báru svo góð skil á allan strendur
Grænlands, aö þeir gátu getiö þess
rjettilega til, aö þaö var eyland.
Þaö, sem kemur mönnum fyrst í
hug, er Grænlands er getið, er haf-
isinn. Hann er frosinn sær norðan
úr höfum. Á síöari hluta vetrar og á
vorin brýtur hann upp og rekur meö
norðanstraumnum suður um sundiö
milli Svalbarös og Grænlands. Frá
75°til yo'nbr. víkkar straumurinn og
ísinn dreifist. Þar veröur því siglt
aö landi á síöari hluta sumars. En
þar skerast inn í landið geysimiklir
og forkunnarfagrir firöir. Það eru
merkir staðir, þvi þar er náttúran enn
aö kalla ósnortin af mannlegri til-
komu. Þar er og fjöldi refa og hjera,
og þar eru miklar hjaröir af moskus-
nautum. Áður voru þar og mörg
hreindýr, en úlfa, sem eru þar í landi,
hafa nú drepið þau til þurðar. Þar
er og gott til fanga á sjó, fiskjar, sela,
rostunga og hvítabjarna.- H a r t z
segir, aö fá sjeu þau svæöi á vorri
jörð jafn nálæg Norðurálfu, er sjeu
jafnvel fallin til skemtiferða og þess-
ir firðir. Fyrir ófriðinn höfðu og
skemtiskip tekið að venja komur sin-
ar þangaö. 1 sundinu milli Græn-
lands og íslands mætast Norðan-
straumur og Flóastraumur og fer
sína leið hvor þeirra. En þar sem
sundið er mjóst rekur ísinn þjett
fram meö vesturströndinni, svo þar
verður naumast komist að landi.
Sunnar, viö 66°> lónar ísnum frá,
vegna bugðu á landinu og útstreym-
is úr fjörðunum. Þar er greitt aö
sigla aö landi í seinni hluta ágúst 1
og byrjun september. Þegar isinn
kemur suöur um suöurodda Græn-
lands hefur hann látið mjög ásjá fyr-
ir seltu hafsins, fyrir hita og straumi
lofts og lagar. Sunnan viö Grænland
klofnar Flóastraumurinn og rennur
kvísl úr honum norður með vestur-
strönd Grænlands og fyllir hún Vín-
landshafið (Davidsundiö) meö heitu
vatni, sem alt frá yfirboröi og niður
í botn hefur sama hitastig og Flóa-
straumurinn í Atlantshafi á sama
breiddarstigi. Af þessu stafar mikill
munur á veöráttu á austur- og vest-
urströnd Grænlands. Á Suöur-Græn-
landi aö vestan leggja t. d. aldrei .
hafnir á vetrum. — En inst viö land
ofan á heita vatninu flýtur kalt og
blandað vatn úr Norðanstraumnum.
Ber þaö meö sjer leifar af hafísn-
um frá austurströndinni. Rekur svo
ísleifarnar norður meö Eystribygö
og fylgja ísnum geysimiklar torfur af
útsel. Norðanlega í Eystribygö, viö
6\° 40’ nbr., svifar ísnum til hafs,
vegöna bugðu á landinu og útstreym
is úr fljótunum. Þar halda menn a'Ö
Hvarf hafi heitið til forna (Núnar-
suit) og kemur það vel heim viö
fornar siglingalýsingar til Grænlands.
Þar er ætíð hægt að sigla aö landinu
og svo suður meö ströndinni innan
eyja og skerja, er liggja fyrir allri
ströndinni, ef ekki verður siglt beint
inn í firðina í Eystribygð. Á næstu
höfnum fyrir norðan Hvarf getur
hafís verið til baga, en.þar norður af
er hann úr sögunni. Fyrir Eystri-
bygð er aldrei ís frá því i ágúst
og fram í febrúar—mars. Viö Vest-
ribygð er aldrei ís. Ef til vill er gert
of mikið úr íshættunni við Grænland,
því þess er ekki getið, aö nokkurt
kaupfar hafi farist þar af völdum íss,
síðan Danir hófu þangað siglingar.
Frá seinni hluta sumars, þegar norð-
urhafið byrjar að leggja og fram á
vor, er ísinn tekur að leysa, er yfirv
leitt lítiö um ís við suðurstrendur
Grænlands.
Vesturströnd Grænlands er mjög
vogskorin. Inn í landið skerast djúp-
ir, örmjóir firðir, sem oft eru tugir
mílna á lengd. Inni viö þessa firði,
einkum hina syðri, er dásamleg nátt-
úrufegurð, og svipar þar mjög til
þess sem er í Noregi. Úti fyrir landi
með ströndinni er þjettur eyjaklasi,
svo sem í Noregi. Þar voru áður egg-
ver, æðarvörp og selalátur. Eystri-
bygð var syðst og austast á vestur-
ströndinni og náði frá 590 46’ nbr.,
meira en 2 breiddarstig noröur. —
Firðirnir snúa móti suðvestri, og þar
eru góð lönd. Syöst í Eystribygð eru
fjöllin há og brött og ganga þver-
hnípt niður í sjó. Þar er undirlendi
lítið og þar er lítil bygö. Norðar
lækkar ströndin, og í staö fjallanna
koma grónar öldur og ásar með
einstöku fjallatoppum. Þar eru und-
irlendi mikil og frjósöm, og þar var
hjarta Eystribygöar: Siglufjörður,
Vatnahverfi, Einarsfjörður og Ei—
ríksfjörður. Þessi hjeruð kalla Dan-
ír nú einu nafhi: „Sljetturnar viö
Júlíönuvon." Sunnar voru þó ýmsar
merkar bygðir. Þar var t. d. Vatns-
dalur, ágæt sveit, og Herjólfsnes. í
Vatnsdal hefur P. Vibæk sagt, að
grasið næði manni undir hönd. En
fyrir norðan Eiríksfjörö voru Mið-
firðir og bygðin náði alt noröur fyrn
Arsuk, sem er norður frá Ivigtut.
Vestribygð var miklu norðar, á líku
breiddarstigi 0g Vesturland. Hún var
í dölum inn af fjöröunum við Góð-
von. Þeim sveitum hefur Egill Þór-
hallason lýst, sem fæddur var og upp-
alinn á Borg í Borgarfiröi og lengi
var trúboöi á Grænlandi, jafnað til
„bestu sveita“ á íslandi. Honum var
mjög í huga að endurreisa bygðir
okkar þar, og hann hafði samband
viö einokunarverslunina, sem einnig
hafði hug á málinu í þann mund. En
það er ókunnugt, hvers vegna ekkert
varð úr þessum ráðum. Þá voru Dan-
ir enn ekki farnir að sigla til Eystri-
bygðar og Egill kom ekki þangað.
Þegar ræöa er um Grænland sem
heild, er rjettmætt aö tengja við það
hugmyndir um is og kulda. Þar með
sje þaö ekki sagt, aö landið sje lítils
virði fyrir því. Köldu löndin geta ver-
iö góö á sína vísu og til þeirrar fram-
leiðslu, sem meö mestum ábáta verö-
ur rekin þar, á sama hátt og pálma-
rækt í heitu löndunum. í heimskauta-
löndunum er t. d. hægt að framleiða
miklu betri grávöru en annarsstaðar
á jöröinni, þar sem loftslagið er heit-
ara og óhagstæðara frá sjónarmiöi
þessarar atvinnu. Þar er ógrynni af
fiski, fugli og spendýrum í og á sjón-
um við strendurnar. Þegar komiö er
svo langt norður, að þar grær ekki
gras, vaxa þar þó stórar breiður af
mosa, sem hreindýrahjarðir geta lif-
aö á. Þótt svo langt sje farið x norð-
ur, aö ekki svari kostnaði aö reka
sauðfjárrækt, geta þó gengið þar
sjálfala stórar hjarðir af moskusux-
um, hreindýrum og öörum heim-
skautadýrum, ef þau eru varin fyrir
óvinum sínum. Þannig má fá mikinn
gróöa fyrir litla fyrirhöfn. Þaö er
einnig líklegt, aö meö kynblöndun og
kynbótum jurta sje hægt aö koma
upp. tegundum, sem geta vaxiö og
gefið fullan ávöxt noröur í kuldabelt-
inu, þótt þær hafi upphaflega búið
viö hlýrri kjör. Heimskautalöndin eru
einnig sjálfkjörin ferðamannalönd í
framtíðinni fyrir fólk, sem sunnar
býr á hnettinum og dreymir dag-
drauma um hafís og vomætursól. Og
siðast en ekki síst eru fult eins mikl-
ar líkur til þess, aö málmar og dýr
steinefni finníst í heimskautalöndun-
um og hvar annarstaðar á jörðunni,
og þar eru ótæmandi kraftlindir, foss-
aflið. — Kuldi heimskautalandanna
er miklu bærilegri fyrir þá, sem vinna,
en hiti miðjarðarlandanna, og heim-
skautaloftið, sem engin sóttkveikja
getur lifað í, mörgum sinnum heil-
næmara en loftið í hitabeltislöndun-
um, sem er þrungið lifandi smáver-
um. Þess vegna hefur og athygli og
ágirnd stórveldanna snúist aö þess-
um löndum í seinni tíö.
En það er auðskilið, aö í landi, sem
nær yfir 24 breiddargráður frá noröri
til suðurs, getur loftslag og staöhætt-
ir ekki verið líkir syðst og nyrst. 1
dölum, sem snúa á móti suðvestri, og
eru á sama breiddarstigi og sunnan-
verður Noregur, hlýtur sólarhitans aö
gæta mikið. Að vísu kælir ísrekið viö
ströndina, en þar á móti þerrar og
hitar aljökullinn þá vinda, sem af
honum standa. Kulda og súldar at
ísrekinu hlýtur og aö gæta mest úti
í skergarðinum, en miklu minna þeg-
ar dregur inn í landið. Loftiö verður
og þurrara og hlýrra, er vætan hefur
fallið úr því úti á annesjum. Lægju
lágir dalir noröan undir Vatnajökli á
íslandi, mundi þess ekki verða þar
mikið vart, þótt hafís ræki fyrir ut-
an land. En það hagar ekki mjög
chkt þessu til í íslendingabygðunum
gömlu á Grænlandi. Strandræman
sem er íslaus á Grænlandi, er að vísu
ekki breið, borin saman við hið mikla
meginland, en þaö gildir ekki eftir
islenskum mælikvaröa. Þaö eru því
á Grænlandi hjeruö, gömlu ný-
lenduhjeruðin, sem ekki aö eins aö
náttúrufegurö, heldur aö veðurblíðu,
gróðurríki og öörum landskostum,
standa að minsta kosti ekki aö baki
bestu sveitunum á íslandi. Þetta staö-
festa allir þeir, sem þekkja til á Græn-
landi og Islandi. Þaö væri einnig
íneö öllu óskiljanlegt, að íslendingar
heföu fariö til Græníands og tekiö
sjer þar varanlega bólfestu, heföu
þeir fengið lakari kjör en þeim stóöu
til boða á íslandi. Sumir af landnáms-
mönnunum fóru frá stórum búum,
góðum jörðum og hjerlendum mann-
virðingum, án þess að nokkur nauöur
ræki þá til. Og þaö er óskiljanlegt,
aö Eiríkur rauði, sem ekki naut vin-
sælda hjer á landi, skyldi ná þvilíkri
hylli 0g virðingu á Grænlandi og raun
varö á, hefði hann með fölsku lofi
gint fólk til að flytja með sjer í
verra land. Seinni tíma lýsingar á
gömlu nýlendusvæðunum eru einnig
þannig, að hver og einn, sem þær fær
í hendur, getur ekki annaö en fallist
á orö próf. Finns Jónssonar, aö „þeg-
ar maður les þær lýsingar undrar
mann ekki, að Eiríkur gamli gæfi
landi sínu fagurgrænt nafn.“ Þaö er
okkur Islendingum hið mesta ólán,
hve lítið við þekkjum til Grænlands,
og hve ómerkilegt það litla er, sem
við vitum: lýsingar á skrælingjabæl-
xxm og skrælingjaháttum gegn um
annarlegt gler. Um auösuppsprettur
náttúrunnar þar til lands og sjávar
þekkjum viö harla lítið, og þekkingu
okkar á gömlu landnámshjeruöunum
er eitthvað líkt háttaö. Annars er
þekking manna alment á þessum hjer-
uðum ófullkomin enn þá, vegna þess,
hve langt þau liggja inni í landinu.
Þar eru enn heil svæði, sem enginn
Noröurálfumaður hefur komiö á, síð-
an Islendingabygðin leið undir lok.
En auk þekkingarleysisins getum viö
ákært sjálfa okkur fyrir það, aö hafa
skapað okkur rangar hugmyndir um
Grænland.
Stutt Idó-námskeið.
Eftir Holger Wiehe.
Stafrofið.
a, b, c, d, e, f, g, h, i, j, k, I, m,
ix, o, p, q, r, s, t, u, v, w, x, y, z;
au, eu; ch, sh.
Framburður
Stafir þessir eru bornir fram eins
og í íslensku nema: c sem er = ts;
f altaf = f í fá; g altaf = g í gala;
i = í; j hjerumbil raddaö = sj eöa
dsj (= franskt j í journal eða enskt
g í gentleman); k = k í kalla; 1 =
laga ;q = k;u = ú;w = enskt w;
y = j; z = raddað s; au = á; eu =
eú; ch hjerumbil = tsj (= enskt ch
í church); sh hjerumbil = sj (=
enskt sh, þýskt sch og franskt ch).
i og u eru borin fram j og w í tví-
eöa fleirkvæðum orðrótum, og u einn-
ig sem w á eftir g og q, t. d. familio
(famíljo) = fjölskylda; manuo
(manwo) = hönd; linguo (línngwo)
Eimskipafél. Islands
Aðalftmdnr.
Aðalfandnr Hlntafélagsins Eimskipafélag íslands verð-
nr haldinn í Iðnaðarmannahásinu í Reykjavík, langardag-
lnn 28. júni 1919, og hefst kl. 1 e. h.
Dagsiir^:
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu
starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári og ástæðum
fyrir lienni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða reksturs-
reikninga til 31. desember 1918 og efnahagsreikning með athuga-
semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr-
skurðar frá endurskoðendunum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins.
3. Tillögur um Iagabreytingar.
4. Kosning 4 manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga
samkvæmt félagslögunum.
5. Kosinn endurskoðandi í stað þess er frá fer, og einn varaend-
urskoðandi.
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp til reglugerðar fyrir
Eftirlaunasjóð h. f. Eimskipafélags íslands.
7. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að
verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. — Að-
göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönn-
um hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavik, eða öðrum stað, sem
auglýstur verður síðar, dagana 24.—26. júni, að báðum dögum með-
töldum. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til að sækja fund-
inn hjá hlutafjársöfnurunum um alt land og afgreiðslumönnum fé-
agsins, svo og á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík.
Reykjavík 30. desember 1918.
fi.f. limskipafelag Islands.
= tungumál; aquo (akwo) = vatn;
aftur á móti: nia (nía) = okkar; vua
(vúa) = yöur. NB. Endingarhljóöið
(o, a) telst ekki meö til rótarinnar.
Áhersla.
Áherslan er í nafnháttum sagna á
endingunni: -ar, -ir, -or: am-ar =
að elska; am-ir = aö hafa elskað;
am-or = að munu elska.
I öllum öörum oröum er áherslan
á næstsíðasta atkvæöi, t. d.: aglo
(a-glo) = örn; agulo (a-gú-lo) =
nál; enemiko (ene-mi-ko) = óvinur;
familio (fa-mil-jo) = fjölskylda;
gaya (gai-ja) = kátur; lando (lan-
do) = land; manuo (man-wo) =
hönd; olda (ol-da) = gamall; ranún-
kulo (ranún-kú-lo) = sóleyja; sama
(sa-ma) = samur; sana (sa-na) =
heilbrigður; segun (se-gún) = sam-
kvæmt; vintro (vin-tro) = vetur;
vizajo (víza-dzjo) = andlit; yuneso
(jú-ne-so) = æska.
Beyging.
G r e i n i r.
Óákveðinn greinir er enginn í ído:
fisho = fiskur.
Ákveöni greinirinn er: la: la fisho
= fiskurinn; la fishi = fiskarnir. —
I einstökum tilfellum er þó sjerstak-
ur fleirtölugr.notaöur í oröumervant-
ar fleirtölumynd. le. Dæmi: le Blön-
dal = Blöndalarnir; le kin = fimm-
urnar; le h = h-in; ne koliez omna
sa beri, nur le matura, é lasez le
nematura = tíndu ekki öll þessi ber,
einungis þau sem þroskuö eru, og
láttu hin óþroskuöu eiga sig.— Sömu-
leiðis er sjerstakur hvorugkynsgrein-
ir fyrir framan lýsingarorð, sem eru
hvorugkyns: lo. T. d.: lo sama =
hiö sama; lo vera = hiö sanna; (en:
vero (nafnorð) = eitthvað satt).
N a f n o r ö.
Nafnorð enda í eintölu á -o, í fleir-
tölu á -i. Dæmi: amik-o = vinur;
tabl-o = borö ; drinkaj-o = drykkur;
amik-i = vinir; tabl-i = borö; drin-
kaj-i = drykkir; la tabl-o = borðið;
la amik-i = vinir-nir.
Lýsingarorð.
Lýsingarorö enda altaf á a: mikr-a
lando = lítið land; la mikr-a lando
= litla landiö; la mikr-a landi =
litlu löndin. Það má stundum sleppa
a-inu, einkum á undan sjerhljóði;
kar’ amiko = kæri vinur; grand
arboro = stórt trje; en betra er að
gera það ekki.
Breyta má lýsingaroröi i nafnorð:
la richa e la povra = hinn ríki og
hinn fátæki; le richa e le povra =
hinir ríku og hinir fátæku; en: la
richo = auðmaðurinn; la richi =
auömennirnir; la povri = fátækling-
arnir.
Stigbreyting.
Miðstig lýsingaroröa myndast með
því að setja plu (= meir) fyrir fram-
an lýsingarorðið (og min = miður) :
olda = gamall, plu olda = eldri, min
olda = miöur gamall, — en er tákn-
að með kam. Dæmi: me esas plu olda
kam vu = jeg er eldri en þjer; íl
ests min kaduka kam ilua spozino =
hann er ekki eins hrumur og konan
hans.
Efsta stig er myndaö meö því að
setja maxim (= mest) og minim
(= minst) fyrir framan: maxim olda
= elstur. — af (eignarfall) er táknað
meö ek, de eða inter: la maxim yuna
ek (de) la filiuli di la urbestro ekmi-
gris = hinn yngsti af sonum borgar-
stjóra fór úr landi; el esas la maxim
bela ek (inter) omna puerini = hún
er fegurst allra meyja.
Mjög (fyrir framan frumstig) er
tre, miklu (fyrir framan miðstig) er
multe: il esas tre kurta = hann er
mjög lágur; il esas multe plu kurta
kam ilua fratulo = hann er miklu
lægri en bróöir hans. Frh.
Einar G. Ólafsson
gullsmiður.
Hann var fæddur að Syðri-Hömr-
um í Holtum í Rangárvallasýslu io.
ágúst 1887. Voru foreldrar hans Ólaf-
m Einarsson og Ragnhildur Filippus-
dóttir, nú til heimilis á Grettisgötu
35 B hjer í bæ. Fyrstu 4 ár æfi sinn-
ar dvaldi hann hjá foreldrum sínum,
en fjögra ára fluttist hann að Reynis-
vatni, til Sigurðar Einarssonar, föö-
urbróöur síns, og dvaldi hjá honum
þar til hann var 16 ára, þá fluttist
hann til Reykjavíkur til foreldra
S’nna. 1 I j I
Þaö kom snemma í ljós, að Einat
var maður vel gefinn, enda fór hann
þegar í æsku aö hugsa um framtíð-
ina, hugsa um að gera sig aö sjálf-
j stæöum manni, sem yröi þess umkom-
! inn aö marka ný spor, manni, sem
ekki þyrfti endilega að þræða ann-
ara götuslóðir. Fyrst mun hugur Ein-
ars hafa hneigst að bóklegu námi