Lögrétta


Lögrétta - 25.02.1919, Síða 3

Lögrétta - 25.02.1919, Síða 3
LÖGRJETTA 3i imir me8 mótmælaópum. „ósigurinn er ekki stjórnarbyltingunni að kenna, og ekki heldur matarskorturinn," sagöi Ebert, en þá kváSu aftur viö mótmælaóp íhaldsflokkanna. En er Ebert sneri máli sínu aö bandamönn- um og mótmælti framferöi þeirra gegn Þýskalandi, komu samsinningar- óp frá öllum flokkum jafnt. Þá virt- ist þingiö vera ein óslitin heild, og allir hlustuöu meö athygli. „Við aö- vörum óvinina," sagöi Ebert með bárri raust, „aö þeir kunni sjer hóf og egni okkur ekki upp til hins ítr- asta. Sú stund getur komið, að hver þýsk stjórn fari aö eins og Winter- feldt hershöfðingi, þ. e. neiti aö eiga viö nokkra samninga viö bandamenn. Og veröi friðarsamningarnir aö engu gerðir, fellur þar meö ógurleg ábyrgð á óvinina. Við höfum lagt vopnm niöu í trausti til Wilsons forseta, og viö væntum friðar í samræmi viö þau skilyrði, sem fram höföu verið sett af honum.“ Þessum ummælum fylgdu almenn samsinningaróp frá þing- mönnum. Og þeim var haldið áfram, cr hann talaði um, aö hin þýsku hjer- uö Austurríkis ætluöu aö ganga í samband við þýska ríkið. Hann lauk ræöu sinni meö þessum orðum: „- Og gangið svo til starfa fyrir rjett- indi Þýskalands!" í skeytafregnunum aö undanförnu hafa ýmsir verið tilnefndir, sem væntanlegir ríkisforsetar. En um þaö leyti sem þingiö er sett, er í útlendum blööum gert ráö fyrir að Ebert veröi ríkisforseti, en Scheidemann forsæt- isráöherra. Þaö er sagt, aö helmingur stjórnarinnar muni veröa tekinn úr þeirra flokki, þ. e. meirihlutasósíal- ista-flokknum, en hinum helmingnum skifti demókratar og miðflokkurinn meö sjer. Ráðherraembættin eigi aö verða 14. Forseti þingsins var valinn dr. David, úr stjórnarflokknum, meö yfirgnæfandi meirihluta. Síðustu frjettir, Fregn frá 20. þ. m. segir, aö Clemenceau forsætisráðherra hafi verið sýnt banatilræði á götu í París, skotið á hann 5 skotum, en hann sat í bíl. Eitt skotiö hitti og fór gegn um annað lungað. í lækni náðist þeg- ar í staö, og virðist svo, sem Sárið sje ekki banvænt. Kaupmannahafnarfregn frá 22. þ. m. segir frá borgarastyrjöld í Bayern. ííefur forsætisráöherrann þar, Kurt F.isner, úr flokki óháðra sósíalista, verið drepinn. Spartacus-menn hafa ráðist á þingið i Bayern og sært 3 af ráðherrunum og 2 þingmenn. Vopnahljessamningunum, sem áttu aö framlengjast 17. þ. m., var ekki lokið 2i., en gert er ráö fyrir sam-. komulagi í þessari viku. í þýska Aust- urríki eru þingkosningar ný afstaön- at og náöu sósíalistar meirihluta. — Þingið er meö sameiningunni viö þýska ríkið. Bolsjevíkar hafa unnið mikinn sigur á her móðstööuflokkanna í Kákasus II. þ. m. og tekið 31 þús. fanga. Danir hafa kosið fulltrúa til frið- arþingsings: Munch ráöherra og þingmennina Foss, Neergaard og Bramsen. fslensk framtfð oo iiir. VII. Þar sem ekki fæst skilningur á þeim sannindum sem hjer er verið aö vekja máls á, þar er Vítisstefnunni haldiö til enda. Slysajelin veröa þar stór- kostlegri og stórkostlegri, uns ekki er framar kostur stefnubreytingar eöa viðreisnar og loks alt líf líöur undir lok. Þaö er í augum uppi, að einmitt þau sartnindi, sem leiöa til þess aö stefn- unni er breytt frá Vítisáttinni til líf- stefnunnar, eru þaö sem erfiðast er aö koma mönnum í skilning um i Vít- unum. Öllum skollanum trúa menn þar, nema mjög merkilegum visinda- legum sannindum. „Hann er vitlaus" var sagt um vitringinn, sem fyrst kendi mönnum þá stórkostlegu hugs- tm, aö þessir blikandi ljósdeplar, sem þeir höföu nefnt óreikular stjörnur eöa fastastjörnur, eru sólir og eiga sjer fylgihnetti þó að ósýnilegir sjeu hjeðan af jörðu. Og líkt þessu hefur oftar átt sjer stað. Þekkingin á yfir- leitt öröugt uppdráttar á jöröu hjer; die Richtigheit grosser Entdeckungen wird anfangs meistens bestritten, seg- ir hinn mikli sænski eölisfræöingur, Svante Arrhenius („menn neita þyi vanalega fyrst, að miklar uppgötv- anir sjeu rjettar“); eða með öörum orðum: Þegar einhver segist hafa fundið eitthvað merkilegt og þýðing- armikið, þá er svarað vanalega á þessa leið: Þú segir ekki satt; og þó hefur vana.lega verið satt sagt. Það er varla ofmælt, að almenningi sje ennþá ekki orðið ljóst, aö aukning þekkingar hefur gefið meiri arð — þó aö sjálfir þekkingarinnar menn hafi jafnan notið þar lítils af — en nokkuð annað, sem ráðist hefur veriö í á jöröu hjer. Þekkingin hefur marg- faldað orku þá sem mannkynið ræður yfir, og er þó ekki komið til fulls á vísindaleiðina ennþá, því aö það er ekki gert fyr en með þeim upp- götvunum, sem breyta stefnunm. Viöleitnin til stefnubreytingar kemur fram á þrem stigum. Fyrst er trúarhöfundurinn. Meira eða minna af þeim höfuösannindum, sem vita þarf til þess að breytt verði stefn- unni, kemur fram í huga hans fyrir vitsamband við merkilega veru á öðr- um hnetti. En trúarhöfundurinn boö- ar þessi sannindi, án þess að skilja þau sjálfur nema aö litlu leyti, og þau aflagast þess vegna meira eöa minna í huga' hans. Svo langt er hann frá því að skilja, a,ð hann talar stund' um um, aö menn eigi að eta hans hold og drekka blóð hans (sbr. blótsiði í Mexico, t. d.). Orkusambandið, víxl- magnanin er þaö, sem átt er við. Mætti um þetta margt rita, nefna ýmsa trúarhöfunda og sýna hvernig höfuðsannindi í líffræði og heims- fvæöi búa undir ýmsum setningum þeirra. Aö þeir töluðu ekki ljósar, kom af því, að þeir skildu ekki sjálf- ir. Einn af merkilegustu trúarhöf- undum var Búddha. Aðalgallinn á kenningu Búddha kom af því, aö hann vissi ekki að þessum heimi, þessari jörö, verður að snúa til fullkomn- unar. Hjer er leiðin fram. Sigurinn er ekki unninn meö því, að deyja þannig, að menn fæöist ekki aftur, eins og Búddha kendi, heldur meö þvi að fæðast til þess að deyja ekki fram- ar. Annað stig er kenning heimspek- ingsins. Þar er meira af sjálfshugs- un en hjá trúarhöfundinum, en þó er kenning heimspekingsins ekki alt af og aö öllu leyti nær hinu rjetta; heimspekingurinn hefur sumstaðar vilst meir, einmitt af því aö hann hefur hugsaö meir, en án nægilegrar þekkingar. Þess vegna vill það verða margt í því sem kallað hefur verið filosofi (heimspeki) sem rjettara væri aö nefna kenologi (tómfræði; sbr. þessi orö eftir Aristoteles, sem áöur voru rituð). Til dæmis má nefna nýplatóningana, bæði fornmenn, Pló- tín, og síðari menn, Hegel og Schel- ling, og á vorum dögum William James og Henri Bergson. Þaö eru menn sem hafa mikla röksemdahæfi- leika og skrifa margt mjög merki- legt, en hafa ekki gert þær undir- stöðuathuganir, sem gera þarf, tit þess að komast á vísindaleiöina. VIII. Þriöja stigiö er, aö gerðar eru þær athuganir, fundin þau sann- indi, sem finna þarf til að kom- ast til fulls á vísindaleiðina. — Eðli drauma er fundiö, lífgeislanar- sambandiö, bæði manna á milli á jörðu hjer, og eins þó á ýmsum hnött- um eigi heima,. Og eigi einungis inanna á milli. Að þesskonar sam- band getur átt sjer staö milli manna og dýra, sýnir sagan af hesti Va.l- garös Styrmissonar; og annars getur hver sjeö það, sem með nægilegri greind lítur á samstarf góöra hesta og góðra reiðmanna. — Náð er til skilnings á viöleitni og eöli trúar- höfunda og heimspekinga; glögt er sjeö, hvað býr undir trú manna á andaheim og anda, guði, vætti og djöfla; yfirlit fæst yfir framsókn lífs- ins, frá fyrstlingnum, þessari örsmáu veru, sem á hinum kólnandi hnetti gerir svolitla byrjun til aö stjórna kröftum hinnar líflausu náttúru, og upp að vættum, guðum og djöflum (die Teufel sind die úbermenschen der infernalen Entwicklungsricht- ung). Afaráríðandi er skilningurinn á því, að framsóknarstefnurnar eru tvær, önnur sem liggur til guölegrar fullkomnunar, fullkominna samtaka og samstillingar, sigurs á þjáningum og dauða; og hin, sem liggur, þegar sú leið er lengst farin, til djöfullegr- ar fullkomnunar, fullkomnunar Í öllu því sem miðar til þess aö magnast ú því að kvelja lífið úr öðrum. Endar sú framsókn alt af þannig, að einnig kvalararnir líða undir lok, þó að þar sjeu býsna langar sumar sögur. Á því, hvaö erfitt er í Vítunum að sækja fram gegn því sem þar stefnir sterkast, byggist undarleg og alkunn trúarsetning, sem mikið fylgi hefur á slíkum stöðum. Tala þeir í Vítunum oft eins og þeir tryðu á guði, sem meir líktust annarskonar verum og væru reiðigjarnir og refs- ingasamir. Miklir örðugleikar rísa af því, hverskonar menn þaö eru, sem í Vít- unum finna þau sannindi, sem finna þarf til þess, að stefnunni verði breytt. Þaö eru engir af þeim, sem í Vítunum þrífast best og þar eru mest metnir. Sá sem gerir hina miklu v.ppgötvun, er ekki herforingi eöa stjórnmálamaður, ekki auðkýfingur, ekki páfi eða erkibiskup, í stuttu máli, ekkert af því, sem lengi hefur vaxið fram samkvæmt Vítisstefnunni, lieldur maður, sem frá barnsaldri hef- ur metið þaö meira en annað, aö leita þekkingar, og fer ýmsar aðrar leiö- ir en þær, sem vanalegastar eru, ef til vill maður, sem er máttfarinn eft- ir erfiöa æfi. — Þaö er svo margt í Víti, sem þesskonar mönnum vill standa fyrir þrifum, — maður, sem ekki er auðvelt aö sjá, öðrum en þeim, sem vitrastir eru og best að sjer, aö nokkuð hafi til síns ágæt- is. Og eftir að hin rjetta leið er fundin, eftir að sjeö er, hvernig ráða mætti bót á hörmungunum, og kem- ur þó fyrir ekki, þó að um sje talað, getur slíkum manni á stundum, kom- iö í hug þetta, sem ritað hefur vís- indamaöur i einu af hinum vægari Vítum: Þó að erfitt sje í Víti að finna sannleikann, þá er samt ennþá erfiðara að hafa fundiö hann: dif- ficile est in infernis invenire veritat- em, difficilius invenisse. Meira. Helgi Pjeturss. Frjettir. Tíðin. Eftir miðja síðastl. viku hlýnaöi og gekk í austanátt meö mik- illi snjókomu, sem þó stóð stutt, en síðan hefur veriö besta veður.—• Afla- brögð góð. Skipaferðir. „Gullfoss“ fór vestur um haf 22. þ. m. og „Sterling“ sama dag austur um land í strandferð. — ,,Lagarfoss“ kom til New York 18. þ. m. Mannalát. Dáinn er hjer i bænum 19. þ. m. Jóhannes Zoega trjesmiður. — Einnig er dáinn hjer í bænum aö- faranótt 21. þ. m. Oddur Ögmunds- son, faðir Jóh. Ömundar kaupmanns. Flóaáveitan. Eins og auglýst var hjer í blaðinu fyrir nokkru, var aö- a’fundur Flóaáveitufjelagsins haldinn 14. þ. m. Milli 50 og 60 atkvæðisbær- ir menn voru á fundinum. Hjeðan úr Rvik voru þeir þar Sig. Sigurösson alþm., einn af stjórnendunum, og E. Briem, formaöur Búnaöarfél. íslands. Svohlj. tillögur voru samþyktar: 1. Fundurinn felur fjelagsstjórninni að útvega ían, alt að 1 r/2 miljón kr., til fyrirtækisins, og að hrinda verk- inu áfram jafnskjótt og lánið sje fengið. 2. Fundurinn ljet þá ósk í ljósi, að Landsbankaútbúið við Ölfus- árbrú yrði lánveitandinn. 3. Stjóm- inni var heimilað aö verja fje eftir þörfum til þess að gera athuganir í þá átt, hvernig vatnið yrði sem best notað, svo að það kæmi að sem fylstu gagni. Stjórn fjelagsins var endurkosin. þeir Sig. Sigursson alþm., Eggert Benediktsson í Laugardælum og Bjarni Grimsson frá Óseyrarnesi. Það kom eindregið fram á fundin- um, að menn vildu ekki láta fresta verkinu, enda þótti þaö koma ljóst fram síöastl. sumar, að áveitusvæö- in væru þau graslendi, sem síst brigð- ust, er mest reyndi á. Von kvaö vera um, að hið umrædda* lán fáist hjá Landsbankanum. Landssjóður leggur fram Yi hluta kostnaðarins. í lögum er ákveðið, að landsstjórnin hafi um- sión meö öllum undirbúningi verks' ins, og er þá gert ráð fyrir, aö hún láti rannsaka, aö hve miklu leyti vinnuvjelum verði komiö þar við, svo sem viö skurðagerð o. fl., en þarna virðist vera verkefni fyrir skurö- graftarvjelar, ef þaö er nokkursstað'- ar hjer á landi. Stjórnarskifti í Danmörk. Símaö er frá Khöfn 22. þ. m., aö búist sje viö aö danska stjórnin segi af sjer. Dansk-íslenska fjelagið — Dansk-islandsk Samfund — Tilgangur fjelagsins er að efla andlegt samband me5 Dönum og Is- lendingum. AT-stillag- er 2 fccr. Fjelagar fá ókeypis smárit fjelagsins. Nýir fjelagar, sem borga 4 kr. fá að auki bókina „ísland“. Þeir sem vilja gerast meðlimir gefi sig fram við stud. theol. Hálíd.an Ilelga- son Tjarnargötu 26, Reykjavík. Skýrsla um s t a r f fjelagsins og f y r- i r æ 11 a n i r fæst ókeypis á sama stað. Vinstrimenn og íhaldsmenn sjeu á raóti ríkisláninu nýja. Vjelbátur strandar. Aðfaranótt 19. þ. m. rak vjelbát frá Vestmannaeyjum a land í Vogavík. 2 menn voru á bátnum og komust báöir af. Leikhúsið. Þar er nú sýndur nýr sjónleikur eftir Pál Steingrímsson og beitir „Skuggar". Páll hefur áður samið leiki, sem sýndir hafa verið hjer og þótt góðir, en hefur þó ekki látið nafns síns getið. Lögr. hefur enn ekki sjeð þennan leik, en vel er af honum látið. Fiskkaup Dana. Þaö er nú sagt, sð ekkert verði úr fyrirhuguðum fiskkaupum dönsku stjórnarinnar hjer, sem frá hefur verið sagt hjer i blaðinu. Fiskv.hlutafjel. „Haukur“ hefur keypt Bráðræðiseignina hjer vestan við bæinn, hús og land, fyrir eitthvað um 100 þús. krónur. Inflúensan. I Lögb.bl. frá 20. þ. m. er augl. að Hesteyrar-, Stykkishólms- cg Ólafsvikur-læknishjeruð teljist nú til sýktra og grunaðra hjeraða. — í útlendum blöðum segir, að spánska veikin hafi gengið á ný i Noregi hyrrihluta janúarmánaöar. Var hún þá skæð í Þrándheimi og víðar, eink- um vesturhluta Noregs. Úr einu hjer- aði í Austur-Noregi er það sagt, að hestar fái veikina og fleiri dýr, og lýsi hún sjer hjá þeim á líkan hátt og hjá mönnum. Karlakór K. F. U. M. hefur haft þrjá samsöngva í Bárubúð, undir stjórn Jóns Halldórssonar landsfje- hiröis, og þykir syngja vel. Húsfyllir í öll skiftin. Dáinn J. Aall-Hansen konsúll. Þaö sorglega slys vildi til aðiaranótt 21. þ. m., aö Aall-Hansen konsúll drukn- aöi hjer við hafnargarðinn, var aö koma úr norsku skipi, sem þar ligg- ur, en fjell út af landgöngubrúnni í sjóinn. Snjóveður var mikið, koldimt cg allhvast. — Lík hans hefur ekki fundist enn. Aall-Hansen var miðaldra maöur og haföi dvaliö hjer lengi. Var fyrst viö verslun hjá D. Thomsen, síðan umboðssali, og síöast var hann sett- ur norskur konsúll. Hann var mjög vel látinn maöur. Hann var kvæntur norskri konu, og áttu þau eina dótt- ur stálpaða. Eru þær mæögurnar nú báðar í Noregi. Áöur en Aall- Hansen kom hingað hafði hann ver- iö um hríð í Þýskalandi og Ameríku og m. a. fengist viö blaðamensku. Jólablað Khafnarblaðsins „Hoved- staden“ nú i vetur var helgaö íslandi, en það blaö hefur oft áður, svo sem kunnugt er, rætt íslensk mál af vel- vild og góöum skilningi. í þessu jóla- blaði er fremst þýðing á jólanætur- minningu eftir Þórir Bergsson (úr ,,Eimr.“), gerö af A. Zimsen. Þá er þar jólaræða eftir Jón biskup Helga- son, ritdómur um „Fóstbræöur" Gunnars Gunnarssonar, eftir Paul Brodersen; ritgerö um Hallgrím Pjeturssonar eftir Ingibjörgu Olats- son; „Hilsen til lsland“, kvæði eítir sjera Þórð Tómasson, sem birtist hjer i blaöinu; þýðing Ol. Hansen á þjóö- söng sjera Matth. Jochumssonar, „Ó, guö vors lands“; kvæði Jónasar Guð- laugssonar: „Det islandske Folk“ ; kafli úr riti Jóns biskups Helgasonar: „Fra Islands Dæmringstid“, og grein um ísland og Suður-Jótland eftir Jón Dúason. Háskólinn. Þar hefur nýlokiö fyrri hluta læknaprófs Egill Jónsson frá Egilsstöðum á Völlum, með 1. eink. Borgarafundur á Eskifirði. Ár 1919, mánudag 27. janúar, var al- mennur borgarafundur Eskfirðinga og Reyðfirðinga settur og haldinn í fundarsal barnaskólans á Eskifirði samkvæmt fundarboði ýmsra borgara út nefndum fjörðum, „tál þess að ræða um afleiðingar af dýrtíðarráð- stöfunum þings og stjómar, svo sem ráðgerða landsjóðseinokun á kolum o. fl.“ — Fundarstjóri var kosinn Björn R. Stefánsson alþm. á Reyð- arfirði en skrifari Marteinn Bjarna- son bankafjehirðir á Eskifirði. Fund- inn sóttu á annað hundrað borga.rar og bændur og voru aö loknum um- ræöum samþ. þessar ályktanir: 1) Með tilliti til hinna afarmiklu dýrtíðarerfiðleika, er ka.uptún og sjávarþorp hafa orðið að sæta und- anfarið, í því, er snertir kaup á kol- um og öðru eldsneyti, tjáir fundur- inn sig algert mótfallinn einokun á kolabirgðum landsjóðs og aö lagt verði nokkurt verulegt gjald á að- flutt kol, fram yfir sannvirði þeirra, og væntir, aö landstjórnin finni önn- ur hagfeldari ráð til að jafna þann lialla, er kann að stafa f dýrtíðar- ráðstöfunum þings og stjórnar. Sam- þykt með 103 samhlj. atkv. 2) Fundurinn lætur í ljósi það álit sitt.aö aðflutningar á þeimvörum,sem landstjórn eða landsverslun hafa ha.ft einkasölu á, hafi til þessa verið lítt viðunandj, að því er Suður-Múlasýslu snertir, er sækja þarf vörurnar tor- sótta leið í a,ðra sýslu, en skipagöng- ur hingað bæði sjaldgæfar og óviss- ar, — telur slíka samgöngu- og flutn- ingatilhögun algerlega óviðunandi framvegis — og væntir þess, að land- stjórnin hlutist til um að úr henni verði bætt hið allra bráðasta. Samþ. með öllum samhlj. atkv. 3) Fundurinn telur æskilegast, að öll verslun verði sem fyrst gefin frjáls, að svo miklu leyti sem auðiö er og væntir þess, að þing og stjórn geri alt, sem unt er, til þess, að sam- göngur og verslun landsins komist sem fyrst í gott horf. Samþ. í einu hljóði. Enn fremur samþykti fundurinn eftirfarandi ályktanir: 4) Fundurinn telur brýna nauðsyn á„ að komið sje á föstum mótor- bátsferðum um Reyðarfjörð og bein- ir þeirri ósk til sýslunefndarmanna hjeraðsins, aö þeif gangist fyrir ríf- legum styrk úr sýslusjóði til þessara ferða,, og skorar jafnframt á þing- menn kjördæmisins, aö útvega álit- legan styrk til þeirra úr landsjóði. Samþ. í einu hljóði. Viöaukatillaga: Fundurinn samþ. að kjósa 5 manna nefnd til að undir- búa málið undir næsta sýslufund Suö- ur-Múlasýslu. Samþykt með öllum þorra atkvæða gegn einu. í nefndina voru kosnir: J. C. F. Arnesen konsúll, Eskifiröi, Sig. H. Kvaran læknir, Eskif., R. Johansen kaupm., Reyðarfiröi, Árni Jónasson sýslunefndarmaður, Svínaskála, Bj. Sigurðsson sýslunefndarm., Eskif. 5) Fundurinn lítur á það sem hið mesta nauðsynjamál, að komið sje upp bókasafni á Eskifirði. Viröist honum það fyrirkomulag vænlegast, að bókasafnið sje sumpart sameign nærliggjandi hreppa, en sumpart alis sýslufjelagsins. — Beinir fundurinn þeirri ósk til oddvita sýslunefndar- innar í Suður-Múlasýslu, aö hann beri þetta mál upp við sýslunefndina og leiti undirtekta hennar og sam- vinnu um stofnun bókasafnsins. — Samþ. í einu hljóði. Kosnir í nefnd til að undirbúa bókasafns-stofnunina af hálfu Eski- fjarðarkauptúns: Sig. H. Kvaran hjeraöslæknir, Árni Jóhannsson út- bússtjóri, J. C. F. Arnesen konsúll. Fleiri mál komu ekki til umræðu. Fundi slitiö. B. R. Stefánsson. Mart. Bjarnason. Brjefpistill úrBorgarf.sýslu,sunnan heiðar, á miðþorra 1919: Við byrjun þessa vetrar litu margir með kviða til vetrarins, ef hann skyldi reynast harður, þar sem bæði haföi heyjast

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.