Lögrétta - 21.05.1919, Blaðsíða 2
76
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hverjum mið-
vikudegi, og auk þess aukablöð við og við,
l erð kr. 7.50 árg. á Islandi. erlendis kr.
jo.oo. Gjalddagi 1. júlí.
miðaði þýskunni afar seinlega áfram.
Arangurinn varS enginn annar, en aS
fáfræSi og vanþekking mögnuSust,
þar sem þýska var kirkjumál og
kenslumál, þ. e. a.s. um alt suSur- og
mið-landiS. Þar sem danskan var viS
höfö í kirkju og skóla, var mentunin
aftur á móti í góöu lagi víðast hvar.
Struensee varö sjálfur aS játa, að á-
standiS væri bágborið í suðurhjeruS-
unum, en samt sem áSur var stefn-
tinni haldið áfram, og einstakar til-
raunir til þess að bæta úr ástandinu
voru kyrktar í fæðingunni.
í lok átjándu aldar gekk mikill
menningarstraumur um alla Dan-
mörku og um leið endurfæddist
danskt þjóðerni í konungsríkinu.
HingaS til hafði æðri „dönsk“ menn-
mg öllu heldur verið þýsk, og jafn-
vel í höfuðstaðnum sjálfum var það
altítt a‘S heyra þýsku talaða á göt-
unum — alveg eins og danskan
drotnaði einu sinni í höfuSstaö Is-
lendinga. En nú breyttist alt þetta;
þjóSin vaknaSi til meSvitundar um
sjálfa sig og insta eSli sitt, hún kann-
?Sist viS fortiS sína, varS aftur nor-
ræn. ÞaS þarf ekki aS orSlengja um
vöxt og viSgang andlegs lífs Dana
á 19. öldinni, um skáldin, sem grófu
upp gamla brotasilfriS og steyptu þaS
upp aftur, um listamennina, sem
fundu fegurS dansks landslags, um
vísindamennina, sem grófu enn dýpra,
fræddu þjóSina um sjálfa sigog gerSu
nafn Dana víSfrægt meS ýmsum mik-
ilsverSum rannsóknum og uppgötv-
nnum, o. s. frv. En í þessu lífi hlutu
SuSur-Jótar lítinn þátt. Á SuSur-Jót-
landi reis líka menningaralda, en hún
gekk í öfuga átt, varS aS eins til þess
aS stySja aS þýskun þjóSarinnar.
MeSal annars voru kenslumálin bætt
aS miklum mun aS því undanteknu,
aS þýskan varS enn þá fastari í söSli.
440 nýir sveitaskólar voru stofnaSir
um miS- og suSurlandiS og urSu miS-
deplar þýskrar menningar. Og jafn-
vel í „NorSur-Sljesvík“ var þýákan
aS rySja sjer til rúms; í einstökum
kirkjum var prjedikaS bæSi á dönsku
ög þýsku og sumir skólar voru „tví-
tyngdir".
Um 1800 var ástandiS í mállegu
tilliti sem hjer segir: í suSurhluta
landsins var alþýSumáliS lágþýska,
þó ekki lítt blandaS dönsku (dönsk-
um orSum og talsháttum), og skóla-
kirkju- og dómsmáliS (var þýska (há-
þýska). Um miSbik landsins var
dírnska hjer um bil alstaSar dagl^t
mál, en hiS „opinbera mál“ var einn-
íg hjer þýska. í norSurhlutanum var ,
alþýSumáliS danska aS örfáum kaup-
staSarheimilum undanteknum, og
kirkju- og skólamáliS var hjer danskt,
er — dómsmáliS var þýskt!
FriSrik VI. gaf á árunum 1807—13
út mörg konungsbrjef, þar sem fyrir-
skipaS var aS koma á dönsku kirkju-
máli, skólamáli og dómsmáli á SuS-
nr-Jótlandi alstaSar þar sem mál al-
þýSunnar var danska. En hiS sam-
eiginlega stjórnarráS SuSur-Jótlanas
og Holtsetalands „Vort slesvig-hol-
stenske kancelli“ svæfSi öll brjef kon-
ungs eftir aS hafa fengiS ýmsar
skýrslur frá mjög svo gruggugum '
heimildum. Einvaldsherrann gat ekki
komiS vilja sínum fram, og þýskunin
hjelt'áfram i næSi, studd af mörg-
um þýskum embættismönnum. Full-
orSna fólkiS var gint til þess aS
sleppa móSurmáli sínu og börnin voru
barin til þess aS gera slikt hiS sama.
Þeim var bara bannaS aS tala móSur- ’
máliS í skólanum, einnig í stunclar-
hljeunum.
Svona vár þá ástandiS undir
danskri stjórn, undir dönskum kon-
tingi. Og þaS var ekki á landi, sem
lá langt í burtu frá móSurlandinu,
heldur landi, sem ekki var lengra í
burtu frá höfuSstaSnum en Vendil-
skagi eSa Borgundarhólmur. ViS
skulum hugsa okkur Skaftafellssýsl-
urnar orSnar aS miklu leyti ensku-
mælándi eSa frönskumælandi, hugsa
okkur, aS enskir eSa franskir prest-
ar og kennarar og aSrir embættis-
menn væru aS breiSa út enskt eSa
íranskt mál og enska eSa franska siSi
þar og í Rangárvallasýslu — undir
íslenskri stjórn í Reykjavík og jafn-
vel í skjóli heniiar! ÞaS mundi sam-
svara ástandinu á SuSur-Jótlandi í
byrjun 19. aldar. (Framh.)
Búnaðarfjelögin gömlu.
SveitabúnaSarfjelögin voru fóstur-
börn þeirra manna, er forustu höfSu
í landbúnaSarmálum síSari hluta liS-
innar aldar. MeS aSstoS búfræSing-
anna frá búnaSarskólum vorum komu
þau mörgum og góSum umbótum á
meSal bænda og búalýSs. Þannig
gekk þaS um allmörg ár. SíSar fóru
aS koma breytingar, alt fór aS loga
í framförum, fremur þó í orSum en
athöfnum. HreppabúnaSarfjélögin
urSu fyrir sömu forlögum og flestar
aSrar stofnanir hjer á landi; þau
fengu aS kenna á hverflyndinu. Þau
þóttu ekki verSa aS tilætluSum not-
um og þá var fariS aS telja eftir þeim
þann fjárhagslega stuSning, er þau
höfSu notiS frá landssjóSi, og nú er
svo komiS, aS margir af þeim mönn-
um, er hæst hrópa um framfarir, vilja
algert afnema þennan styrk, og ekki
er þaS ugglaust, aS sú stefna fái fram-
gang fyr en varir. Færi svo, væntii
tnig aS ekki mundu líSa margir ára-
tugir þangaS til fariS yrSi aS reisa
j>au fjelög viS á ný. ÞaS mundi koma
í ljós, aS einmitt hreppabúnaSarfje-
lögin hafa bestu aSstöSuna til áhrifa
og umbóta í öllum sveitum landsins
og á hverju bygSu bóli.
Á nýafstöSnum aSalfundi BúnaSar-
fjelags íslands hreyfSi Einar garS-
yrkjumaSur Helgason þessu máli og
tók í þann strenginn, aS viS mættum
ekki viS því aS draga úr eSa hætta
algerlega starfsemi sveitabúnaSarfje-
iaganna og kom hann meS nýja
uppástungu um starfsviS þeirra; er
hún. fyllilega þess verS aS vera at-
huguS og studd.
Á fundinum var ráSunautastarf-.
semin til umræSu og mælt var meS
því, aS fjelagiS bætti viS sig fjórum
nýjum ráSunautum. Einar var því
meSmæltur aS fjölga aS einhverju
leyti ráSunautum, er annaShvort
heyrSu undir BúnaSarfjelagiS, eins
og nú er, eSa aS öSrum kosti betnt
undir landsstjórnina. Væri þaS álita-
mál, hvort hagkvæmara væri.
E. H. áleit fulla þörf á því, aS
b reppabúnaSarf jelögin hefSu hvert
sinn ráSunaut, er væri starfandi leiS-
beiningarmaSur alt áriS. Til þess
þyrfti aS auka landssjóðsstyrkinn til
búnaSarfjelaganna aS miklum mun og
fjelögin fengju styrkinn ekki greidd-
an nema gegn því skilyrSi, aS þau
hefSu ráSiS sjer slíkan mann. Nóg
mundi vera handa þeim manni aS
gera í hverri sveit. Hann ynni nokkra
daga hjá hverjum bónda aS ýmsum
þeim*verkum, sem almenningi eru
ekki töm. Hann ætti aS vera tær um
aS gera minni háttar mælingar fyr-
ir áveitum o. s. frv. Hann mundi
mæla jarSabæturnar á hverjum bæ
i hreppnum og á vetrum hefSi hann
á hendi eftirlitsstarf þaS, sem nú
tíSkast hjá nautgriparæktarfjelögun-
um.
Laun þessara manna yrSu þannig
langt frá aS öllu leyti ný aukin út-
gjöld, þar sem þeir tapkju á sig ýms
þau störf, sem nú eru unnin og greitt
er gjald fyrir. En leiSbeiningar í
búnaði yrSu ólíkt almennari meS
þessu móti en þær eru nú; þær gætu,
sem sagt, rtáS til allra bæja á landinu.
Þessi ráSunautastarfsemi í sveit-
unum útilokar á engan hátt ráSu-
nautastarfsemi landsins eSa landbún-
aSarfjelagsins, heldur þvert á móti,
gerir þá starfsemi auSveldari.
Þá er spurningin sú, hvaSa mönn-
um höfum vjer völ á, er tekiS geti aS
sjer aS vera ráSunautar sveitabúnaS-
arfjelaganna. E. H. áleit, aS bestu
piltarnir frá búnaSarskólunum væru
i'jett kjörnir til þessa starfa. Þeir
mundu sýna meiri áhuga, en þeir nú
gera, á því aS framast verklega, inn-
an lands eSa utan, er til einhvers á-
kveSins gæti verlS aS vinna. Þessi
ráSúnautastarfsemi sveitanna gæti
þannig óbeinlínis orSiS búnaSarskób
unum eSa búnaSarkenslunni til efl-
ingar.
AuSvitaS kemst þessi ráSunauta-
starfsemi sveitabúnaSarfjelaganna
ekki á um land alt undir eins, enda
væri þaS ekki æskilegt, en aS þessu
á aS vinna, og nokkur fjelög ættu aS
byrja sem fyrst, sem flest af þeim
sem ættu kost á aS geta fengiS efni-
lega menn í sína þjónustu.
Kaup þessara manna þarf aS vera
svo hátt, aS þeir beri aS minsta kosti
iult svo mikiS úr býtum, sem aSrir,
er landvinnu stunda. KaupgjaldiS
yrSi auSvitaS ekki fastákveSiS urrt
alt land, heldur samningsatriSi milli
hinna einstöku manna er rjeSu sig .
Hnúturiim leystur
er einasta SKILVINBAN í heiminum,
sem skilur jafnvel. hvort sem henni er
snúið hart eða hægt og sem hefur TVÍ-
STL’DDAN SKIL-KALL. Smurð einu
sinni í mánuði (smyr sig automatiskt).
Tvistuddur skilkall
er sjerlega hægt að halda hreinni. Eng-
ar skálar í skilkallinum o. s. frv. Kaupið
SHARDLI28 eingöngy, hún er tvímæla-
laust framtíðarskilvindan, sterkust,
einfðldust ogvönduðust. SHARPLES
ein fullnægir ölluni kröfum.
Nýkomnar miklar birgðir af
í öiluni stærðum.
Notið aðeins hina feitu
SHARFLES-Oliu.
Olía og allir varahlutir
æfinlega fyrirliggjandi.
Athugið eítirfarandi vottorð.
Jóh. Olalsson & Co.
Salsími 584.
Lækjarg. 6 A. & 6 B.
SIG. JÓNSSON. Smíða- & vjelaverkstæði, Áðalstræti 6.
„Sharples“-skilvindu þá, sem herrar Jóh. Ólafsson & Co. komu með frá Ameríku, hef jeg skoðað á
Rannsóknarstofunni ásamt herra Gísla Guðmundssyni efnafræðing, og verið við að skilja mjólk i henni.
Hún er að mínu áliti sú lang besta skilvinda, sem til íslands hefur komið. Hún hefur éinfaldan skilkall,
og hann mjög sterkan, og gengur hann í kúlulegum að ofan og fótspori að neðan, svo ekki er hætta
á, að skilkallinn titri, eins og í öðrum skilvindum.
Verkið eða hjólagangurinn er svo margfalt sterkari en í þeim skilvindum, sem hingað hafa komið áð-
ur, og má láta olíuna í hjólakassann; þar ganga hjólin sjálfkrafa í olíunni, og vjelin ber á sig sjálf, sem
hinar gera ekki. En það þarf að vera feit og þunn olía sem brúkuð er, því slæm olía skemmir hjóla-
ganginn.
Jeg vil ráða mönnum til að kaupa þessa skilvindu fremur öðrum skilvindum, því hún mun seynast
miklu betri en áður þektar skilvindur. Reykjavik, 17. mars 1917. (Sign.) Sig. Jónsson.
RANNSÓKNARSTOFAN. Reykjavík, 1. mars 1917.
Hina amerísku skilvindu, er þjersenduð Rannsóknarstofunni til reynslu, hef jeg reynt nokkrum sinnum.
Skilvindan er fljótvirk, skilur vel og er ljett. Fljótvirkust reyndist mjer skilvindan er sveifinni er
snúið 48 umferðir á mínútu. Sje rjómaskrúfunni i skilkallinum hagað þannig, að rjóminn hafi um 12
til 15% feiti, skilur skilvindan 162 lítra af nýmjólk á klukkustund, en sje skrúfunni hagað þannig, að
gengið sje eins nærri fitunni og unt er, þá skilur skilvindan um 150 Iítra á kl.stund, og í undanrenn-
unni er þá að eins 0,072% eftir af fitu. F. h. rannsóknarstofunnar.
(Sign) Gísli Guðmundsson.
vil starfans og viðkomandi búnaöar-
fjelága,
Alþingi ætti að taka þetta mál til
athugunar í sumar.
Finnur,
Stríðslokin.
í Versölum 7. maí.
Það var mikiö um atS vera í Vei'-
sölum 7. þ. m„ er friSarskilmálar
bandamanna voru lagSir þar fyrir
fulltrúa Þjóðverja. Nýkomin útlend
blöS skýra nákvæmlega frá þeirri
athöfn. Um morguninn streymdi fólk
frá París til Versala, svo að þar varð
hin mesta þröng. Kl. 15 mín. yfir 2
kom Clemenceau til fundarstaðarins,
íyrstur allra fulltrúanna, en síðan
bandamannafulltrúarnir hver af öðr-
um, og var svo fyrir skipað, aS þeim
skyldi heilsað með virSingarmerkj-
um af herverSi þeim, sem fyrir var,
en ekki fulltrúum ÞjóSverja. Kl. 2,55
voru allir bandamannafulltrúarnir
komnir í fundarsalinn. Settust þeir
þar viS skeifumyndaS borS. En úti
viS einn gluggann hafSi frú Wilson
fengiS sæti. Nú komu fulltrúar ÞjóS-
verja á bílum, og var yfirritari banda-
mannafulltrúanna látinn vísa þeim
inn í salinn og tilkynna komu þeirra.
Allir bandamannafulltrúarnir stóSu
upp, en ÞjóSverjarnir hneigSu sig og
gengu til sæta þeirra, sem þeim var
vísaS á, andspænis hinum. Inni í borS-
skeifunni var túlkunum ætlaS rúm.
Rantzau greifi var settur andspænis
Clemenceau, en hægra megin viS Cl4-
menceau sat Wilson forseti og Llyod
George vinStra megin. Þegar þýsku
fulltrúarnir voru komnir í sæti sín
síóS Clemenceau upp og hjelt svo-
hljóSandi ræSu:
•„Herrar mínir, þýsku fulltrúar!
Hjer er ekki tími nje staSur til þess
aS eySa orSum aS óþörfu. Frammi
fyrir ySur eru hjer fulltrúar þeirra
ríkja, smárra og stórra, sem tóku
höndum saman, til þess aS standast
hiS geigvænlega stríS, sem þau á
grimdarfullan hátt voru neydd út í.
Nú er tími kominn til hinna þung-
bæru reikningsskila. Þjer hafiS beSiS
um friS. Vjer erum reiSubúnir til aS
veita ySur hann. YSur verSur fengin
hjer í hendur bók, sem hefur aS
geyma friSarskilyrSi vor. Þjer fáiS
tíma til aS ræSa þau innbyrSis. Vjer
munum, meS þeirri kurteisi, sem siS-
uSum þjóSurn er eiginleg, veita yS-
ur alla þá aSstoö, er vjer megum,
en þessi annar VersalafriSur er of
dýru verSi keyptur, til þess, aS vjer
getum látiS nokkurt' meSal, sem í
voru valdi stendur, ónotaS, til þess
aS framfylgja kröfum vorurn um þá
rjettmætu uppreisn, sem oss ber.“
Clemenceau mælti á frönsku, en
ræSa hans var fyrst lesin upp í enskri
þýSingu og síSan í þýskri. ÞaS er
sagt, aS Clemenceau hafi varast aS
líta á ÞjóSverjana, meSan þýska þýS-
ingin var lesin upp, en Wilson hafi
aftur á móti horft á.þá meS mikilli
athygli. MeSan enska þýSingin var
lesin upp, lagSi skrifari bandamanna-
fulltrúanna þykka bók í hvitu bandi
áhorSiS fyrir framan Rantzau greifa.
ÞaS voru friSarskilmálarnir, meS
frönskum og enskum titli. Rantzau
vóg bókina sem snöggvast í hendi
sjer, en ljet hana svo falla á borSiS
án þess aS opna hana. Nú stóS Cle-
menceau aftur upp og mælti: „Jeg
gef Brockendorff-Rantzau greifa orS-
iS.“ Vakti þaS nú mikla undrun, aS
Rantzau stóS ekki upp, en lagSi hand-
rit á boröiS fyrir framan sig og tók
aS lesa þaS upp úr sæti sínu. Svo er
aS heyra, sem bandamönnum hafi
mislíkaS þetta stórlega og fundist svo
sem aS í því kæmi fram einhver
skortur á virSingu fyrir samkomunni.
F.n hver setning ræSunnar var, jafnótt
og hún var flutt, lesin upp í franskri ;
þýSingu af þýskhn túlk í fyrstu |
þótti hann lágmæltur og kallaSi Cle- |
menceau upp og sagSi, aS ekkert af .
þessu heyrSist, og skyldi túlkurinn
korna nær sjer. Tveir af skrifurum
býsku fulltrúanna gengu þá fram aS
skeifuborSinu og endursögSu ræSu
Rantzaus greifa um^leiS og hann tal-
aöi, bæSi áfrönsku og ensku. RæSa
hans var á þessa leiö:
Herrar mínir! Oss er ríkt í huga
hiS mikilsveröa málefni, sem hjer
liggptr fyrir, aS útvega heiminum, svo
fljótt sem veröa má, varanlegan friS.
Vjer vitum aS vald hinna þysku
vopna er þrotið. Vjer þekkjum ofur-
magn þess haturs-, sem hjer andar á
móti oss, og vjer höfum heyrt, aS
sigurvegararnir krefjist af oss, aS
vjer bæöi gjöldum þeim bætur sem
sigraSir og tökum á móti hegningu
sem sekir. Þess er krafist af oss, aS
vjer játum, aS vjer einir eigum sök
á upphafi ófriSarins. En slík játning
væri lýgi. Þó fer því fjarri, aS vjer
viljum velta af Þýskalandi allri sök
á þessu. Framkoma eldri stjórnar
Þýskalands á friðarfundunum í Flaag
og þaS sem hún bæSi gerði og ljet
ógert á* hinum tólf örlagaþrungnu
júlídögum, meöan ófriðurinn var í aS-
sígi, hefur aS sjálfsögðu átt nokk-
urn þátt í ógæfunni. En vjer mót-
mælum því fastlega, aS sökin sje ein-
göngu Þýskalands megin, því þýska
þjóöin hefur haft þá sannfæringu, aS
þaS væri varnarstríS, sem hún væri
aS heyja. Hjer mun enginn halda því
fram, aS fyrsta sporiS til ógæfunnar
sje morSiS á ríkiserfingja Austurrík-
is-Ungverjalands. Innan Evrópu hef-
ur hernaSarstefnan á síðastl. 50 ár-
um eitraS alla afstöSu í alþjóðamál-
um. Hefndahugurinn, landvinninga-
hugurinn og vöntunin á tilliti til
sjálfsákvörSunarrjettar ]jjóSannahafa
valdiS þeim sjúkdómi álfunnar, sem
komst á hæsta stig með heimsstyrj-
öldinni. HerútboS Rússa svifti stjórn-
málamennina öllum yfirtökum og
lagði úrslitin í hervaldanna hendur.
Öll óvinalönd vor óma af frásögnum
um glæpaverk, sem ÞjóSverjar eiga
aS hafa unniö í stríSinu. Vjer erum
fúsir til aS játa, aS vjer höfurn fram-