Lögrétta - 23.07.1919, Side 3
LÖGRJKTTA
3
endur, og veitir konungur þau em-
bætti. Dómstjóri hefur að launum
ioooo kr. á ári og hæstarjettardóm-
arar 8000 kr. 5. gr. Eigi má dóminn
setja meö færri dómendum en 5. Ef
autt verður sæti dómstjóra, skal sá
hæstarjettardóniari, sem lengst hef-
ur gegnt því embætti, stýra dómi. Ef
autt verSur sæti hæstarjettardómara,
skipa kennarar lagadeildar háskólans
það eftir þeim reglum, sem gilt hafa
um landsyfirdóminn. 6. gr. Hæsta-
rjettardómari hver skal, auk al-
ménnra dómaraskilyröa, fullnægja
eftirfarandi skilyrðum: 1) Hafa
lokið lagapófi meS 1. einkunn. 2)
Háfa verið 3 ár hið skemsta dómari í
landsyfirdóminum, skipaður kennari
í lögum viö háskólann, skrifstofu-
stjóri í stjórnarráSinu, dómari (bæj-
arfógeti) í einhverjum af kaupstöS-
um landsins eSa málflutningsmaSur
viS hæstarjett. Rjett er aS skipa þann
hæstarjettardómara, sem gegnt hef-
ur samanlagt alls 3 ár fleiri en einni
af áSurnefndum stöSum. Þiggjá má
undan þessu skilyrSi, ef hæstirjettur
mælir meS því og telja má dómara-
efni sjerstaklega hæft. 3) Sje 30 ára
gamall. 4) Hafa sýnt þaS meS því
aS greiSa fyrstur dómsatkvæSi í 4
málum, og sje aS minsta kosti eitt
þeirra einkamál, aS hann -sje hæfur
til þess aS skipa sæti í dóminum.
9. gr. Konungur skipar hæstarjettar-
ritara. Skal hann hafa aS byrjunar-
árslaunum 3500 kr., er hækki um 500
kr. á hverjum 3 ára fresti uns þau
hafa náS 5000 kr. Hæstarjettarritari
skal hafa lokiS lagaprófi og aS öSru
leyti fullnægja almennum skilyrSum
til þess aS vera dómari á íslandi. 12.
gr. Hæstirjettur skal haidinn í
Reykjavík.
Bókasöfnin.
F r v. u m 1 a 11 d s b ó k a s a f n
o g landsskjalasjal f in, 2. gr.
Embætti landsbókavarSar og embætti
þjóSskjalavarSar skulu vera eitt em-
bætti, og skipar konungur mann í
þaS, er nefnist landsbókavörSur.
Lauii hans skulu ákveSin i launalög-
unum. Iiann hefur á hendi yfirstjórn
b'ókasafnsins og skjalasafnsins, og
gegnir þeim störfum, er landsbóka-
vörSur og þjóSskjalavörSur hafa
haft til þessa. 3. gr. Skipa skal bóka-
vörS og skjalavörö, er hafi á hendi
hin daglegu störf safnanna undir um-
sjón landsbókav. 4. gr. Skipa skal 5
ntanna nefnd landsbókaveröi til ráSa-
neytis viS kaup bóka, handrita og
skjala, og sitja í þeirri nefnd kjörnir
menn, 4 af kennurum háskólans og 1
af kennurum hins almenna menta-
skóla. 5. gr. Landsstjórnin hlutast til
um, aö embættasameining sú, sem
gert er ráS fyrir i lögum þessum,
komist á svo fljótt sem kostur er á.
Bankamir.
1. Landsbanka íslands er heimilt aö
gefa út peningaseöla eins og viS-
skiftaþörf hjer á landi krefur, auk
2ýý miljónar kr. í seSlum, sem ís-
landsbanki má gefa út. RáSaneytiS
ákveöur gerS seSlanna og krónutölu:
SeSlar þessir ;skulu greiöast hand-
hafa meS mótuSu gulli þegar krafist
er, og gilda manna í milli og í opin-
bera sjóSi sem reiSu gull. Þeir, og
seSlar íslandsbanka, eru hinir einu
seölar, sem gilda á þennan hátt.
2. Landsstjórninni veitist heimild
til aS auka seSlaupphæS þá, er Is-
landsbanki má gefa út samkv. lögum
nr. 66, 10. nóv. 1905, 4. gr., svo sem
viSskiftaþörfin krefur aS dómi lands-
stjórnarinnar. Þessa viSbót viS seöla-
útgáfuna má þó því aS eins leyfa, aS :
1) aS minsta kosti helmingur forS-
ans til tryggingar seSlaupphæS þeirri,
sem úti er í hvert skifti og fer fram
úr 2J2 miljón* króna, sje málmforSi,
samkv. 5. gr. nefndra laga. 2) bank-
inn viö lok hvers mánaSar greiöi
vexti, 2°/o á ári, af upphæö þeirri er
seSlaupphæS sú, sem úti er í mán-
aöarlok, fer fram úr 2)4 miljón lcr.
og málmforöinn nægir ekki til. 3)
bankinn greiöi ókeypis og eftir þörf-
um í Rvík, samkv. brjefi eöa sím-
skeyti, fjárhæðir, sem Landsbankinn
borgar inn í reikning íslandsbanka
viö viðskiftabanka hans i Kaup-
mannahöfn, og flytji á sama hátt og
okeypis þaö fje, sem Landsbankinn
þarf aS flytja frá Reykjavík til
Kaupmannahafnar, aö svo miklu
leyti sem innieign íslandsbanka þar
leyfir.
3. íslandsbanki skal greiöa ríkis-
sjóði 40000 kr. gjald á ári og aö
auki 2% af árlegum aröi bankans,
þegar hluthafar hafa fengiö 6% arð
af hlutafje sínu. í fulltrúaráði bank-
ans eiga sæti 7 menn, er hluthafar.
kjósa á aðalfundi og- skulu 4 þeirra
jafnan búsettir á íslandi. (MeS þessu
er úr lögum numin fulltrúakosning
alþingis).
4. í frv. um breyting á lögum
um Landsbankann er þetta þaS
helsta: Bankastjórar hafa i árslaun
6000 krónur hver og auk þess 5% af
ársarði bankans, þó aldrei af mein
ársarSi en 300 þús. kr., sem skiftist
jafnt milli þeirra. Bókari og fjehirS-
ir hafa aö lattnum 5000 hvor og fje-
hirSir auk þess 1000 kr. í mistaln-
ingarfje. Auk þess njóta frarnan-
greindir starfsmenn bankans dýrtíö-
aruppbót eftir sömu hlutföllum og
starfsmenn ríkissjóSs. Stofnaður skal
eftirlaunasjóður handa starfsmönn-
um bankans, ekkjum þeirra og ó-
megS. Skal bankinn leggja i sjóS
þennan 3% af árSsarSi bankans, þar
til hann nemúr 200000 kr. Stjórnar-
ráSið ákveSur meS reglugerð, að
ftngnum tillögum bankastjórnarinn-
ar, hvernig haga skuli fyrirkomulagi
sjóðsins og styrkveitingum úr hon-
um. Þá er og bætt viS ákvæöi um
heimild til aS setja sjerstakan fje-
hiröi viS sparisjóösdeildina og um
þaS, aS bankastjórnin megi fela ein-
um af starfsmönnunum, að skuld-
binda bankann með undir skrift sinni
með einum bankastjóranna, og er þaS
sett til þess, að eigi þurfi aö setja
bankastjóra í hvert sinn, sem tveir
bankastjórar kunna aS vera fjarver-
andi í svip eSa skamman tíma.
(NiSurí.)
Stríðslokin.
Síðustu frjettir,
Frjettir frá útlöndum segja írá
verkföllum og óeirSum í öllum átt-
um. Nýl. komið símskeyti frá New
York til Eimskipafjel. íslands segir
50 þús. sjómenn hafa gert þar verk-
íall og því allar siglingar nú teptar.
Bann hafi verið lagt á járnbrauiai-
flutninga til stórborganna vegna þess,
hve mikið af vörum berist þangaS.
VíSar í Ameríku hafa verið stór verk-
fölþsvo sem íWinnipeg í síSastl.mán-
uði, eins og áSur hefur veriS frá
sagt. í Berlín hafa verkföll og ó-
eiröir veriS aö undanförnu, en síS-
tstu fregnir segja, aS þar sje aftur
aS komast lag á deilumálin. f Eng-
landi halda kolanámaverkamennirnir
því enn fast fram, aS ríkið taki að
sjer námareksturinn og er ekki
fcngiS samkomulag milli þeirra og
stjórnarinnar um það mál. Alt virS-
ist leika á reiðiskjálfi enn eftir styrj-
öldina, svo aS meiri eSa minni bylt-
ingar geta veriö yfirvofandi.
Gömlu Ulstermannadeilurnar á ír-
landi eru vaknaSar á ný og sagt, aö
Carson hóti enn bylting í Ulster, ef
heimastjórnarlögin komi til fram-
kvæmda.
Frakkar hafa krafist af ÞjóSverj-
um, aS fá frá þeim 500 þús. verka-
menn til þess að vinna aS endurreisn
NorSur-Frakklands og ÞjóSverjar
hafa samþykt þetta gegn því, aS
beimsending þýskra herfanga frá
Frakklandi byrji þá jafnframt. Sím-
fregn frá 19. þ. m. segir frá þvi, aö
frjálsar samgöngur sjeu þá að byrja
milli Þýskalands og Frakklands.
TalaS er um samdrátt og leyni-
samninga milli Japansmanna og
ÞjóSverja.
Út af ákvæöi friðarskilmálanna
um framsal Vilhjálms fyrv, Þýska-
landskeisara hafa ýmsar málaleitanir
átt sjer staö frá ÞjóSverja hálfu.
Hindenburg hefur skrifað Foch og
óskar, að hann vilji líta á þetta mál
frá sjónarmiði hermenskuheiðursins,
en telur heiöri þýsku þjóðarinnar
misboðiS með þessu ákvæSi. BýSur
hann sjálfan sig fram í keisarans
staS. Heinrich prins af Prússlandi,
bróðir Vilhjálms fyrv. keisara, hefur
og skrifaS Georg Bretakonungi brjef
og skorað á hann, að mótmæla fram-
sali Vílhjálms frænda síns. Prinsinn
segist geta sýnt, aö margt af þvi
sem boriS hafi veriö á Þýskalands-
keisara síðustu árin sje uppspuni og
álygar. Hann var i Lundúnum og átti
þar tal viö Georg konung rjett áöur
en heimsstyrjöldin hófst um alla
málavexti. Beethmann-Holwég fyrv.
ríkiskanslari hefur skrifaö bók tlm
ófriöinn og kveðst þar taka á sig alla
ábyrgS á því, er byrjun ófriöarins
snerti, fyrir keisarans hönd. — ÞaS
er ósjeð enn, hvernig máli þessu lýk-
ur. Hollendingar hafa enn eigi lofaö
aS. framselja keisarann, en líklega
verða þeir neyddir til þess, ef banda-
mannastjórnirnar eigi falla frá kröf-
unni. Síðasta fregn, Khafnarskeyti
frá 21. þ. m., segir, að Bandarikin
Japan og Italía sjeu á móti framsali
keisarans, en bandamannastjórnirnar
liafi hafnaS tilboSum þeirra Beeth-
mann-Holweg og Hindenburg um aö
ganga í staS keisarans.
Söngvar.
Halla.*
Út á hlaSiö Halla kom,
horfði bænum frá:
„Fögur eru fjöll í dag,
íellin heiS og blá!“
Sunnanvinda veður hlý
vekja í huga þrá.
Fögur eru fjöllin há og heiðblá —
t á vorin.
Upp viS fjöllin átti hún
áöur fyrri ból.
Langir vetrar liöu þar,
lítt var oft um skjól.
Eftir vetrar ógna-farg
undrafögur sól
hló viö fjallahlíS og gylti hnjúkana —
á vorin.
Nú var Halla ekki ung,
elli þyngdi fót.
Enn sem fyrri hugur hló
heiðasölúm mót.
Upp við fjöllin mörg og mæt
minning átti rót.
Lundin verSur ljett og ung i ljósinu —
á vorin.
Þjóðtrú.
A Finnafjallsins auðn —
þar lifir ein i leyni sál.
Viö lækjaniðsins huldumál
á Finnafjallsins auSn
hún sefur langan sumardag,
en syngur þegar haustar lag
á Finnafjallsins auðn.
f fyrstu’ er lagið ljúft og stilt;
er lengir nóttu ært og trylt
á Finnafjallsins auön.
En snýst í vein í vetrarbyl,
er veðrin standa’ um Illagil
á Finnafjallsins auön.
ÞaS hefur marga’ af vegi vilt
og voöasjónum hugi fylt,
—■ á Finnafjallsins auðn
menn segja’, að fordæmd flakki sál,
sem firrist vitis kvöl og bál
á Finnafjallsins auSn.
S okkabands vísur .*
UppviS kletta Sigga’ á Sandi,
sólin meyja hjer á landi
týndi’ í sumar sokkabandi,
sem er geymt hjá mjer.
Þarna töfraundra andi
einhver leynir sjer i bandi,
því úr hug mjer Sigga’ á Sandi
síðan aldrei fer.
Alt af jeg í huga’ á henni
hnje og leggi vef og spenni.
Jeg held ástarofsinn brenni
einnig þá jeg sef.
Ef viS tengjumst ektabandi,
eiS jeg svarið hef, er standi,
þá úr gulli Siggu’ á Sandi
sokkaband jeg gef.
Þ. G.
Frjettir.
Tíðin. Um siSustu helgi skifti um
tið og heftjr siðan verið besta sum-
arveðrátta. Hjer í nærsveitunum er
grasvöxtur nú talinn vera orSinn í
meöallagi.
Síldveiðarnar. Á Vestfjöröum er
útlitiS gott. Fregn í „Visi“ frá ísa-
firöi í gær segir, að þá um morgun-
inn hafi 6 sildveiöaskip komið inn
þangaö, öll drekkhlaðin, höföu unri
2500 tunnur. Mest haföi sú síld veiöst
fyrir vestan Horn.
Hjer í flóanum fjekk bátur frá
SandgerSi um sama leyti 40 tunnur
af sild í reknet.
Hjónaband. 17. þ. m. giftust hjer
í bænum Haukur Thors framkv.stj.
og frk. Soffia Hafstein, dóttir H.
Hafsteins bankastjóra.
* Viö nýtt lag eftir Sigfús Einars-
son.
„Síðasta ráðið.“ Svo heita þrjár
sögur eftir Jack London, sem ný-
komnar eru hjer út, góöar sögur í
vandaðri útgáfu, allar stuttar, og er
bókin í heild 82 bls. Jack London er
nú mikiS lesinn rithöfundur og hefur
margt af sögum hans veriS þýtt á
Norðurlandamálin á síðari árutn.
Haraldur Níelsson prófessor er ný-
farinn til Englands og dvelur þar
fram i september.
Jón Dúason hagfræðingur, sem rit-
að hefur mikiö í Lögr. aö undan-
förnu, kom heim hingaö frá Khöfn
íyrir nokkrum dögum. Hefur hann
nýlokiS pófi viö háskólann þar meö
góSri 1. eink. Sjerstaklega hefur
hann lagt stund á bankafræði og sæk-
ir nú um styrk frá alþingi til þess
aö fullkomna sig i þeirri grein viö
íamhaldsnám erlendis og kynna sjer
rekstur bankamála í hinum stóru
löndum. Hann hefur mjög góS með-
mæli til þessa frá kennurum sínum
viS Khafnarháskóla og fleiri merk-
um mönnum. Telja þeir hann sjerlega
efnilegan mann, bæöi að gáfum og
dugnaöi. En hjer ætti ungur og dug-
legur maöur meö sjerþekkingu á
bankamálum að geta oröiö aS góðu
liöi, svo aö ætla má, aö þingiS taki
þessari styrkbeiöni vel.
Sveinbj. Sveinbjömsson prófessor
hjelt heim á leiS til Skotlands meS
„Botniu“ í gær. Hann hjelt hjer
tvisvar hljómleika í BárubúS óg
tvisvar í dómkirkjunni, og ljek Páll
ísólfsson þar á organiS, en flokkur
karla og kvenna söng undir stjórn
Svb. Svb. lög hans við aldamótaljóS
H. Hafsteins, „Drottinn, sem veittir
heill og frægð til forna“, „Páska-
dágsmorgun“, eftir Valdimar biskup
Briem, „Nú grúfir nótt of grænu
dala skrúði", og þjóösönginn „Ó,
guð vors lands.“ Var endaö meö þvi
lugi og stóöu allir upp meSan þaS var
sungið. Einnig söng hr. Einar Viðar
tvö lög eftir prófessorinn sóló í
kirkjunni. Siöari kirkjusamsöngur.
inn var haldinn í fyrrakvöld. Á eftir
var prófessor Svb. Svb. kvaddur með
samsæti og honum þakkað fyrir
komu hans og söngskemtanir. Indr.
Einarsson mælti fyrir minni hans, en
Jón Laxdal fyrir minni konu hans og
barna, Jón Jacobson fyrir minni ís-
lands og Halldór Jónasson fyrir
minni ísl. sönglistar. Próf. Svb. Svb.
þakkaði, og mintist sjerstaklega Páls
ísólfssonar; þótti mikiS koma til
organleiks hans.
Þorv. Thoroddsen prófessor ætlar
aö dvelja hjer í bænum nokkrar vik-
ur, en hefur ekki ráðgert nein ferSa-
lög út um land. Þaö eru nú 12 ár
síðan hann kom hjer seinast, sum-
arið 1907.
Pjetur Jónsson söngvari er á TeiS
hingaö með „íslandi“ norSan um
land og fór þaS frá Seyöisfirði á
mánudagskvöld.
Enskur flugmaður, sem Faber heit.
ir, er á leiS hingaö meö „íslandi" og
ætlar að fljúga hjer. En flugvjel
sinni kom hann ekki meö því skipi,
en hún kvaö vera væntanleg meö
„Gullfossi" næst.
Dagbl. „Vísir“ hefur nú nokkr-
um sinnum gefiö í skyn, ýmist bert
eöa óljóst, aS jeg væri e’rindreki
fossafjelagsins „Titan“, og aö tillög-
ur mínar í vatnamálinu væri sniðnar
eftir óskum þess og þörfum, en slík'
aödróttun nálgast mjög ákæru um
landráð.
Jeg hef eigi hirt um, aö svara þessu
fyrri. BlaðiS hefur fyr og síðar gert
svo margar tilraunir til að ófrægja
mig, án þess jeg hafi svarað, að eigi
virtist ástæða til að gera sjer rellu út
af þessu, enda annaö hjer að vinna
en standa i deilum við illvíga, grimu-
búna óvildarmenn og óhægt um vik
fyrir þeim, sem engin ráð hafa blaöa.
Þeir, sem standa hjer að baki rit-
stjórn blaðsins um þennan „Titans“-
róg, virðast ætla, aö endurtekning
þessa óhróðurs muni hrifa og fólkið
loks leggja trúnað á hann, sbr. orð-
hækið: „Ljúgðu sem mestu, eitthvað
loðir viö“.
Jeg ætla ekki að fara að tjá mig
hjer um sakleysi, veit, að þeir, sem
að róginum standa, mundu rangfæra
slika skýrslu; þeir eru hvort sem er
að leiða illan grun af sjálfum sjef
með þvi að reyna að sverta aðra. En
. jeg ætla bþess stað að biðja þá einnar
Lambskinn
kaupa háu verði
Þórður Sveinsson & Co.
Reykjavik.
selja ódýrast í heildsölu
ÞÓEÐUR SVEINSS. & CO.
Reykjavík.
bónar, og hún er sú, að koma fram
með — þótt ekki væri nema eina —
sönnun fyrir þessari óvingjarnlegu
aödróttun aS mjer. Jeg vænti þá lika
aS sú sönnun verði veruleg og gild,
en eigi fólgin í staðlausum dylgjum,
ef jeg annars á aS trúa því, að hjer
sje viS heiövirða menn að eiga.
Rvík 19. júlí 1919.
Sv. ólafsson.
Fjólan.
Eftir Goethe. Lag eftir Mozart.
Á engi fjóla undi smá,
sem auömjúk var og lítt bar á;
þaS var svo fögur fjóla.
Þá kom ein hjarSmær ljúf í lund,
og ljett á fæti sveif um grund.
Hún söng, hún söng,
á engi sætt hún söng.
Ó, væri’ eg fegurst foldu á,
þess fjólan bað af heitri þrá,
ó, að eins stutta stundu,
unz „elskan" þrýsti ákaft mjer,
svo afl mig þryti að brjósti sjer,
um stund, um stund,
æ, að eins fjórðungs-stund.
Æ, illa fór! HiS unga fljóð,
sem ekki sá hvar fjólan stóð,
með fæti stje á fjólu.
Hún hnje og dó og dátt samt hló: -
„Og deyi jeg, þá dey jeg þó
hjá mey, hjá mey,
við meyjarfætur þó.“
Ó, veslings fjólan!
Það var svo fögur fjóla.
Jarþr. Jónsdóttir
þýddi.
„Þýðingarnaru
og frú Björg Blöndal.
Sjera Arne Möller, formaður
Dansk-íslenska fjelagsins, hefur
beðið Lögr. fyrir eftirfarandi svar
gegn ummælum frú B. Blöndal í
síðasta tbl. Lögr., sem snerta við-
skifti hennar við fjelagið:
Hr. Redaktör! „Lögrjetta“ for
16. Juli 1919 indeholder en Artikel
„Rýðingar“ af Fru Björg Blöndal,
hvori der i enindskudtBemærkning
forsöges et personligt Angreb paa
mig og en slet dulgt Mistænkelig-
görelse af „Dansk-islandsk Sam-
fund“. Paa Grund af denne sidste
nödes jeg til at anholde fölgende
— med et mildt Udtryk — „Unöj-
agtigheder“ deri.
Fru Blöndal skriver, at jeg som
Formand for „Dansk-islandsk
Samfund“ nægtede at give Under-
stöttelse til hendes Oversættelses-
arbejde, med mindre et Udvalg,
hvori jeg selv havde Sæde, valgte
Bögerne, som skulde oversættes,
medens hun önskede, at Over-
sætteren skulde foretage dette Valg
i Samraad med en Komité, som
liun havde faaet nedsat. Sagen for-
holder sig imidlertid noget ander-
ledes. „Dansk-islandsk Samfund“
har fra förste Færd været rede til
at stötte et Oversættelsesarbejde
fra dansk til islandsk — ogsaa Fru
Blöndals Arbejde. Men paa en be-
stemt Betingelse, som skulde synes
at være selvfölgelig. Den nemhg
at der blev foretaget et Valg af
Bögerne til Oversættelse af et sag-
kyndigt Udvalg sammen med
Oversætteren, saaledes at denne
ikke blev eneraadende over, hvad
der skulde oversættes. F. x. af den
af Fru Blöndal selv nedsatte
Komité, hvori bl. a. Prof. Vilhelm
Andersen skulde have Sæde.
Men dette skete aldeles ikke.