Lögrétta


Lögrétta - 20.08.1919, Side 1

Lögrétta - 20.08.1919, Side 1
Utgelandí og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. • Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Reykjavík 20. ágúst 1919. XIV. ár. Nr. 34. Klæðaverslun H. Andersen & Sön Aðalstræti x6. Stofnsett 1888. Sími 32. Þar eru fötin saumuS flest. Þar eru fataefnin best. ■ ..........................— Skifting Tyrkjaveldis. Hjer í blaöinu hefur áður veriS sagt frá hugmyndum þeim, sem ríkj- í ndi voru hjá miöveldunum fram und- ir ófriöarlokin um framtiöarsamband vi’S Búlgaríu og Tyrkjaveldi, og átti meS þvi aö mynda fast og stööugt samgöngu- og viöskiftasamband á landi á allri leiðinni frá NorSursjávar- cg Eystrasalts-höfnum Þjóöverja austur ah Persaflóa. Nú er óútkljáö enn um framtíS Búlgariu og Tyrkja- veldis, eftir sigurvinningar banda- rnanna, og geta þau mál, einkum skifting Tyrkjaveldis, valdiö miklum vafningum, vi'ösjám og óeiröum. ÞjóSverjar höföu fyrir ófriöinn náö meiri og meiri áhrifum í Tyrkjaveldi. Meö þeirra hjálp höföu Tyrkir komið nýju skipulagi á hermál sín, og stór- íyrirtæki, eins og t. d. Bagdadjárn- brautin, voru aö niiklu rekin af Þjóö- verjum. f desember' 1913 tók þýski ljershöföinginn Liman von Sanders viö forstööu hermálaafskifta Þjóö- verja i Konstantinópel og varö jafn- framt foringi nokkurs hluta hins tyrk- neska hers, 1. herdeildar hans. Þetta \akti megnan kur í Petrograd, er þó varð lítiö úr í þaö skifti. Nokkruníi rnánuöum síðar hófst heimsófriöur- inn, og þá reru þeir Þjóðverjarnir, von Sanders og von Wangenheim, þýski sendiherrann í Konstantínópel, aö sjáflsögöu aö því af mesta kappi, ívö koma Tyrkjum inn í stríðið meö miöveldunum, og þeir nutu þar aö styrktar áhrifaríkasta manns Upg- tyrkjaflokksins, þáverandi hermála- ráöherra Enver pasja. Alt virtist i fyrstu ætla að ganga vel fyrir Tyrkj- um í sambandi þeirra við miöveldin. Dardanellaherferð bandamanna mis- tókst gersamlega, Tyrkir ráku Rússa af höndum sjer í Kákasushjeruöun- um og sigruöu Englendmga í Mesd- potamíu. Þeir voru farnir aö ráögera herferð til Egiftalands. Balkanskag- inn komst nær allur á vald banda- manna þeirra, og fastar járnbrautar- ferðir hófust frá Berlín til Konstan- tinópel. Fyrsta lestin kom til Kon- stantinópel i janúarlok 1916, og var móttökuathöfnin þar mjög hátíðleg. Þýski draumurinn um óslitna versl- unarlínu frá Hamborg til Bagdad v:rtist vera aö rætast. Bæöi Bretastjórn og Rússastjórn \ar afarilla viö þetta. Sú hugsun haföi lengi búiö um sig lijá Rússum, að ná á sitt vald sjó- leiöinni frá Miðjarðarhafi til Svarta- hafs, og þetta var talið eitt af stærstu og mikilsverðustu framtíðartakmörk- vih rússneska ríkisins. Þessi hugsjón Rússa haföi stuöning i t’rúarbrögð- unum. Þá dreymdi mikla drauma um þaö, aö þeirra hlutverk væri, aö reisa aftur krossmarkiö upp á Soffíukirkj- unni í Konstantínópel, sem er feg- uvsta minnismerkið frá fyrri öldum kristninnar. Þegar heimsstyrjötdin hófst, var þaö föst fyrirætlun Rússa- stiónar, aö ná yfirráðum yfir Kon- stantínópel. Miljukoff setti hugsunina þannig frarn 1915» aö Rússland skyldi fá bæði Konstantínópel og Dardan- ellasundið, og rjett til aö setja þar upp vígi, en með alþjóöasamþykt skyldi verslunarskipum öllum trygð frjáls umferð um sundin bæöi í friði c g stríöi. Vesturþjóöirnar, Englend- ingar, Frakkar og ítalir, uröu nú aö fallast á þessar kröfur Rússa, en það höföu þær aldrei áöur gert. Þessari h.ugsun vildi Miljukoff halda fast fram eftir stjórnarbyltinguna í Rúss- landi, en fjekk þvi ekki ráðið. Bolsje- vikar, sem ekkert vildu um nýja land- vinninga heyra, náðu völdunum, og þar með var það útilokað, aö Kon- stantinópel lenti undir yfirráð Rússa aö ófriðarlokum, hvernig sem þáu annars yrðu. Nú er ekki lítill reipdráttur um það, hverjir eigi að hreppa yfirráðin i þeirri mikilsverðu og fornfrægu Lorg. Grikkir heimta fast og ákveðiö, að þau veröi dæmd sjer og engum öðrum. Þeir segjast hafa sögulegan rjett til borgarinnar, og lika nútiöar- hfsins rjett. Venizelos fylgir því máli fast. Þaö kveður nú við í Grikklandi, aö Konstantínópel sje höfuðdjásnið, sem vanti í kórónu hins endurreista Grikklands. Það sjeu Grikkir, sem bygt hafi borgina, gert hana um tíma að höfuðborg heimsins og skreytc hana méð listabyggingum, sem þá hafi hvergi átt sinn líka. Þeir segja, að þriöji hver maður í Konstantinópel sje Grikki nú, og það er sagt, að grísk flögg sjeu nú yfirgnæfandi í borg- inni við mörg tækifæri. Samt sem áður þykjast menn þess fullvissir, að Grikkir eigi ekki að fá ironstantínópel. Nú sem stendur er borginni stjórnað af fjögra manna ráði, sem skipað er fulltrúum frá Eng- landi, Frakklandi, ftalíu og Banda- ríkjunum. í vor, sem leið, þóttust menn vita, að kröfur Grikkja til borg, arinnarhefðu töluverðan byr hjá mik- ilsmegandi mönnum i Frakklandi, er \ddu heldur að hún lenti í þeirra höndum en Englendinga. Þá hefur einnig verið um það talað, að gera borgina að alþjóðaborg undir eftirliti stórveldanna. Önnur uppástunga er það, að þjóðabandalagiö feli Banda- ríkjunum yfirstjórn borgarinnar,Dar- dánellasundsins og hjeraðanna þar í l;ring. En nú er sagt, að frá Englands hálfu sje unnið á rnóti öllum þeim lausnum á málinu, sem nefndar eru hjer á undan. Þeir rnuni helst hugsa sjer, að láta Tyrki halda Konstan- trnópel, undir eftirliti og umsjón þó, en það eftirlit ætli þeir svo auövrtaö . sjálfum-sjer. Konstantínópel er þann- i§ sett, að mörgum þjóðum þykir miklu skifta, hvernig semst um fram- tið hennar, og því er þegar spáð, að hún verði framvegis ófriðarepli álf- unnar, nema þá helst, ef Grikkir fengju hana, því þeir muni seint gleyma kröfum sínum til hennar, heldur setja sjer það takmark, að ná borginni undir Grikkland einhvern tíma, þótt ekki takist það nú. í Evrópu-Tyrklandi voru íbúar 1914 taldir vera 662 þús., þar af 262 þús. Grikkir. Aö undantekinni borg- iuni Konstantínópel með umhverfi og Gallipóliskaganum, má telja víst, að Grikkir fái þau hjeruð, sem Tyrkir hjeldu enn þar fyrir vestan. Missi Tyrkir Konstantínópel, verða aðalbækistöðvar þeirra í innri hluta Litlu-Asíu. Það er talið líklegt, að þeim verði eftirskilið ríki, sem hati 4ýú miljón íbúa, og þá sem næst ein- göngu Tyrki. f miðhjeruðum Litlu- Asiu eru Tyrkir taldir 97% af ibú- unum. ítalir gera tilkall til að fá ein- hvern hluta af suöurströnd Litlu- Asíu, við Adalíuflóann, án þess þó að ítalir sjeu þar búsettir að nokkr- um mun. Hjeraðið Konía, sem þar er fyrir ofan, er mestmegnis bygt af Tyrkjum, en í strandbæjunum þar eru íbúarnir mjög blandaðir Grikkj- um. Krafa ítala til landvinninga þarna, styðst því ekki við það, að þjóðerni íbúanna skuli nokkru ráða u.m úrslit málsins. Grikkir gera tilkall til vesturstrand- ar Litlu-Asíu, og alt útlit er til þess, að þeir fái hana. Snemma í sumar tók grískur her yfirráöin i Smyrnu, og þaðan var svo sendur her, sem tók borgina Aidin, sem er inni í landi, alllangt fyrir sunnan og austan Smyrnu. f þessum hjeruðum, þ. e. vestur-hjeruðum Litlu-Asíu, er mikil þjóðernisdeila nú risin upp. Þar eru Tyrkir og Grikkir mjög blandaðir, og nú gera hvorir um sig sem mest úr þjóðerni sínu á þessu svæði. Tyrk- ir kvarta undan ofbeldi frá Grikkja hállu, ettir að Urikkir tengu þarna ytirhonaina, en Grikkir saka iyrki um, aö þeir hati beitt gnska borgara otbetai a oírioararunum, jatnvel gen þa iandræka i storum hopum, svo sem ur borgmm Aivaii, er þeir teija hai«» verro aigriskan bæ, og voru íbuar þar urn 30 pus. lyrkir teija nu, aö 1 hjer- aoinu /Viam, sem tekur ytir nukinn tíiuta at vesturstrond Litiu-Asiu, þar a meoai Smymuborg, og nær toiuvert ínn i iandro, sjeu *y6 hiuta íbuanna tyrkneskir. Fyrir strroið töidu þeir 1 cpmberum skyrsium, að þarna væru 300 þus. Grikkir, en 1 miij. og 250 þus. Muhameasmenn og tlestir þeirra lyrkneskir. Gnkkir segja aítur á moti, að i Smýrnu emni, sem hefurum 350 þús. ibua, sjeu 300 þús. Grikkir, en auk þess sjeu þeir meira og minna íjölmenniri borgumog bæjum um alla ströndina. Ferðamönnum ber og sam- an um, að Smyrna sje yíirleitt grisk borg. Armeningar gera sjer von um, að þeir fái að stofna sjerstakt ríki. Þeir eru nú taldir um 1 milj. Sögur-haia gengið um, að Tyrkir hafi leikið þá iiia á ófriöarárunum, drepiö fjölda þeirra og stökt fjölda úr landi. Margt aí Armeningum hefur hröklast yfir i þau hjeruð i Kákasus, sem Rússar rjeöu áður, og hafa nú myndað þar og i austasta hluta Armeniu lýðveldi, sem nefnt er Ararat, og er fjallið fornfræga, með því nafni, á þvi svæði. Það er meginhluti sex hjeraða, aust- an við Litlu-Asíu-skagann, sem búist er við aö hið nýja Armeníuriki mynd- ist af. Austast er hjeraðið Van, kring- um vatnið samnefnda, þá Erzerum, Bitlis, Djarbekur, Sivas og Mamuret- ul-Asis. Svo er gert ráð fyrir, að þessu fylgi landssvæöið suðvestur frá hinu siðastnefnda hjeraði, og nær þá Ar- meniuríki út að norðurbotni Miðjarð- arhafsins og nokkuð vestur með norð- urströnd þess, yfir mikinn hluta af hjeraðinu Adana. Þá er eftir norður- stönd Litlu-Asíuskagans við Svarta hafið, eða allur eystri hluti hennar, þvi tyrknesku hjeruðin ná að vestan norður til Svartahafs. Það er haldið, að Frakkar eigi að fá einhver yfir- ráð sunlstaðar á þessu svæði, og Grikkir gera þar miklar kröfur til yfirráða á ýmsum stöðum, enda er mikið af Grikkjum í hinum helstu borgum þar á ströndinni, svo sem 1 Trebisond, Samsun og víðar. I opin- bc-rum skýrslum Tyrkja eru Grikkir í þessum hjeruðum taldir 260 þús. Annars mun vera ilt að greina þjóð- erni þarna á ströndinni sundur eftir nákvæmum tölum. Tyrkir, Grikkir, Armenar og fleiri þjóðerni hafa blandast þar saman, og er deilt um, hverjir fjölmennastir sjeu á þessu eða hinu svæðinu. Allar þessar þjóðir gera kröfu til borgarinnar Trebisond, samkvæmt þjóðernisrjetti, og auk þeirra Georgíumenn frá Kákasus. En það er talið ekki ólíklegt, að Tyrkir fái að halda borginni og hjeraðinu þar umhverfis. Mesópotamía er talin dýrmætasti hlutinn af Tyrkjaveldi, fyrir utan Konstantínópel, og leikur enginn efi á þvi, að þar eru Engíendingum ætl- ið yfirráðin, og sama er um Arabíu. Þar er þó stofnað víðlent konungs- rlki, Hedjaz, sem áður hefur verið sagt frá hjer i blaðinu. En um frarn- tíð Sýrlands hafa ekki verið teknar ákvarðanir enn. Palestína á að verða líki út af fyrir sig, eins og áður hefur verið frá sagt, þó ekki með fullu sjálf- stæði, heldur undir yfirumsjón Eng- lendinga. Til yfirráða í Sýrlandi eru margar kröfur gerðar, en sterkastar frá Frakklands hálfu. Frakkar hafa þengi haft þar mikil áhrif, svo sem * Beyruth, senr er ein aðalborgin þar a ströndinni. Þar er sagt, áð' frönsk menning sje alveg drotnandi, og yfir böfuð er sagt um mentaða Sýrlend- inga og Araba, sem á þessum slóðum l úa, að þeir tali allir frönsku eins vel og móðurmál sitt. Samt virðast þeir ekki vera velviljaðir yfirráðum Frakka að sama skapi, heldur er sagt, aö sterk hreyfing sje risin þar upp í þá átt, að æskja fremur enskra yfir- ráða en franskra. Kom þetta inuu í ávarpi til friðarþingsins i Paris, og þangað kom emmg sonur Hedjaz- konungsins, Faisul prins, með það erindi, að fært yrði út ríki föður sins noiður og vestur á bóginn, inn yfir i.okkurn hluta Sýrlands. Vildi hann leggja undir Hedjazrikið bæði Da- maskus og Aleppo (Haleb), sem er viö Sýidands-járnbrautina, langt norður í landi. En þessum málum er ekki ráöið til lykta enn, enda eru þau afarflókin og vandasöm til úrlausn- ai. Það virðist enginn efi á þvi, að Frakkar eigi að fá umráð yfir Bey- ruth og ströndunum þar i grendinni, en kröfur þeirra ná miklu lengra, því þeir gera tilkall til yfirráða í öllu Sýrlandi. Hvernig sem annars fer um skifti lyrkjabúsins, þá er það víst, að heild- in er margrofin og, að úr henni verð- ur ekki stórveldi framar, enda voru það óeðlileg bönd, sem hjeldu henni saman áður, þjóðernin mörg og tungumálin mörg innan ríkisheildar- innar, stjórnarástandið viðast hvar mjóg bágborið og menningarframfar- ir af skornum skamti. Tyrlcir eru gömul hermenskuþjóð, en illa fallnii til yfirráða eða forgöngu fyrir öðr- um þjóöum nú á tímum. Þeir hata ráðið yfir ágætum löndum, sem þrátt fyrir öll sín náttúrugæði eru orðin rnjög aftur úr í menningu nú á dög- um. Nýr tími er nú fyrir dyrum í þessum löndum, og að sjálfsögðu miklar breytingar frá því, sem verið hefur, en óvíst þó, hvern hagnað íbú- ar landanna hafa af þeim, með þvi að yfirráðin verða víðast hvar í höndum útlendra þjóða, sem hætt er við að mest hugsi um að gera sjer þessi lönd að fjeþúfum. Stefnumið. 1. Frumvarp til stefnuskrár, 1. gr.: Flokkurinn vill vinna að jöfnuði a kjörum manna á grundvelli eignarrjettar einstaklingsins með því: a) a ð stuðla að þvi að dreifa arði af verslun og öðrum atvinnuvegum stm næst í hlufalli við verslun og vinnuframlög hvers einstaklings; b) a ð eíla alþýðumentun og leggur þá sjerstaklega áherslu á unglingaskóla. mál; c) a ð sporna við stórum auð- söfnunum á einstakra manna hendur og sjerhlunnindum, sem misjafna að- stöðu manna í lifsbaráttunni; d) a ð vinna að þvi að opinber gjöld verði jögð á eftir gjaldþoli. 2. gr.: Samkvæmt 1. gr. a. er flokk- urinn hlyntur kaupfjelagsskap al- mennings og öðrum sams konar sam- vinnufjelagsskap. En landsverslun þá, sem nú er starfandi, telur hann rjett að leggja niður. Þó er hann blyntur því, að gerðar sje tilraunir með landseinkasölu á einstökum vöru- tegundum, einkum þeim, sem einok- aðar eru, eða kunna að verða, af ein- staklingum. 3. gr.: Samkvæmt 1. gr. d., er flokkurinn hlyntur beinum sköttum, einkum hækkandi tekjuskatti og crfðafjárskatti, svo og eignarskatti, veröhækkunarskatti og landskatti. Tolla á nauðsynjavörum vill hann fella niður. 4. gr.: Landbúnað vill flokkurinn styðja með því: a) a ð leggja sem riflegast fje úr landssjóði til alls kon- ar tilraunastarfsemi, svo sem gróðr- artilrauna, tilrauna með kynbætur og íóðrun búpenings, innleiðslu landbún- aðarvinnuvjela o. s. frv.; b) a ð efla sjálfsábúð; .c) að stuöla að því að lánsfje geti fengist með góðum kjör- nm til nýbýla; d) a ð tryggja leigu- liðum með hagkvæmri löggjöf af- rakstur hvers konar endurbótastarf- semi á ábúðarjörðum þeirra. 5. grT: Sjávarútveg vill ílokkurinn styðja með því: a) að.efla meðal sjómanna þekkingu og áhuga á sam- vinnufjelagsskap nútímans; b) a ð stuðla að öflugri vernd landhelginn- ar; c) a ð vinna að hafnargerðum og fljögun vita; d) að fjölga björgunar- bátum. 6. gr.. Samgöngur vill flokkurinn efla: a) m e ð styrk til aukinna strandferða; b) m e ð framlögum til sívaxandi brúa- og vegagerða í tíma- bærum stil. Telur flokkurinn meðal annars nauðsynlegt, að byrjað verði á því í náinni framtið, að afla reynslu um það, hvernig járnbrautir muni svara kostnaði hjer á landi, og að lögð sje járnbraut frá Rvik austur 1 sveitir sem allra fyrst. 7. gr.: Flokkurinn vill stuðla aó notkun vatnsafls til raflýsinga, svo og með gætni til iðnaðar. Byrjunar- tilraun með rafmagnsiðnað vill flokk- urinn að gerð verði sem allra fyrst. 8. gr.: Flokkurinn vill vinna að því að starfsmönnum hins opinbera' .sje launað vel, en að hins vegar sje haft örugt eftirlit með því að þeir standi vel i stöðu sinni og sjeu leystir frá embætti að öðrum kosti. II. Það mun vera flestra manna álit, sem um þjóðmál hugsa, að með fram- gangi sambandsmálsins, næstliðið ár, hafi fallið niður ástæðurnar fyrir greiningu landsmanna í „heimastjórn- . arflokk“ og „sjálfstæðisflokk“, og að uú sje kominn tími til að menn skipi sjer í flokka um þjóðmálin á annan hátt en verið hefur. En sjerhver flokksmyndun verður að eiga sjer grundvöll í efnahagsástæðum þjóðar- innar, eðlisfari hennar og skoðunar- hætti, því að öðrum kosti verður fiokkurinn að eins bráðabirgða- skjaldborg um valdafýkn einstakra manna. ITokksmyndun er samdráttur njanna, sem líkt hugsa um þjóðmál. En um einstök atriði hugsa rnenn mjög á ýmsa lund og varanlegur flokkur-getur því ekki orðið til og staðið nema á grundvelli almennra eðlishvata og djúptækra lifsskoðana. Fin slik almenn eðlishvöt er frelsis- þruin. Það hefur líka verið margra mætra og viturra rnanna skoðun, að irelsið til að velja og hafna, og þá um leið almenn, frjáls samkepni urn lifshnossin, mundi vera og verða ör- uggasta ráðið við hvers konar mann- tjelagsmeinsemdum. Þessi trú, eða l.fsskoðun fór sjerstaklega miklar sigurfarir um norðurálfu á nítjándu öldinni, og er raunar ríkjandi enn hjá fjölda manna. En‘ jafnframt hata komið fram ýmsir góðir menn og gegnir, og þeim virðist fara fjölgandi, sem mjög eru efins um gildi frelsis- kenninganna að ýmsu leyti, og álíta t. d. hina „frjálsu samkepni" jafnvel einhverja hina gildustu undirrót stór. feldra mannfjelagsmeina, þar á með- cd hinnar vitfirringslegu styrjaldar, sem geysað hefur um heiminn undan. farin ár. Slíkir menn byggja sínar þjóðmálaskoðanir aðallega á annari meginhvöt mannkynsins, samkend- inni, og setja mannúðarhugsjónina ofar frelsishugsjón og frelsisþrá. í rauninni mætast þessar hugsjónir aft- ur í hugsjóninni um fullkominn mann, þar sem fr'elsisþráin, sem vel má kalla sjerúð, er runnin í eitt við samúðina, svo að maðurinn gerir af eðlisnauð- syn það, sem bæði honum og öðrum ei fyrir bestu. En eftir því að allir breyti svo, verður sjálfsagt langt að bíða. Það, sem mestu veldur um alla tlokkaskipun svokallaðra mentaþjóða nú á dögum, virðist einmitt vera þaó, l.verjum augum litið er á „frelsið" og sjerstaklega hina frjálsu sam- kepni í viðskiftalífinu. Og þetta hlýt- ur að líkum að ráða mestu um fram- tíðarflokkaskipun hjer á landi, eins cg annarsstaðar. Verða þá annars vegar þeir, sem aðaláhersluna leggja á einstaklingsfrelsið, jafnt í viðskifta- lifinu og annarsstaðar; en hins vegar þeir, sem aðaláhersluna leggja á mannúðarhugsjónina og krefjast að írelsinu sje þokað um set fyrir henni, ef hvað kemur i bága við annað.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.