Lögrétta


Lögrétta - 20.08.1919, Síða 3

Lögrétta - 20.08.1919, Síða 3
LÖGRJ ETTA 3 í Botnsdal. í Botnsdal er fagurt. Einn blíöviörisdag í brekku þar sat jeg. Hiö eldgamla lag ljek Glymur á hörpuna gljúfrinu frá, en grundir og tindarnir hlustuöu á. Jeg hallaöi eyranu ofan aö mold, fann ómanna straumöldur dreifast um fold. Frá tindi að strönd fann jeg tónanna mátt. Öll titraði jöröin viö hörpunnar slátt. Og Súlanna tindarnir sungu þann niö, og sólfyltu bláhvelin tóku’ honum viö, svo ómarnir berast um sólnanna sal um sumariö íslenska i fallegum dal. Þ. G. söfnuö. Tæplega getur skyldurækn- ari mann i embættisstörfum en hann var, og fáir munu hafa unniö störf sín meö meiri gleöi, en um leiö meö veikari heilsu en hann, einkum upp á siökastiö. Síöasta prestsverk hans var, að fám dögum fyrir andlát sitt skreið hann fram úr rúminu til aö skira þrjú börn, sem komið var með til hans. Það er óhætt að segja, aö það var dæmafá hreysti er hann sýndi í hinum sáru veikindum. Og eítir dauðanum beiö hann án ótta og meö glaðri von, eins og menn bíðá eftir góðum vin. Þeir sem komu á heimili þeirra hióna, munu minnast gestrisni þeirra. Þaö er fjölfarið þar pm, og héita mátti, að þau reistu skála um brautu þvera. Þau voru samtaka í þvi að búa heimili sitt sem best til þess aö geta tekið á móti gestum sínum með rausn, og sama alúð var öllum sýnd, er að garði komu, jafnt háum og lágum, sem svo er kallað. Njóttu þá hinnar þráðu hvildar og friöar, hreinskilni, trygglyndi vinur. Þakklæti og von fylgja þjer til ó- kunna landsins. Gamall vinur. Fxjettir. Tíðin. Á mánud. var lauk loks hin- um langvinnu rigningum. Þá kom norðanátt með þurki og kulda, og var einkum hvast í gær. Sagt er að hey hafi þá fokið til skaða austur í Mýrdal. Frá Siglufirði og Eyjafirði er sagt, að þar sjeu miklir kuldar, og hafi snjóað í fjöll. — Sildveiöi er þar nú sem stendur engin, öll skip inni á höfnum. ioo ára afmæli Jóns Árnasonar bókavarðar og þjóðsagnaritara var síðastl. sunnudag, 17. þ. m. Var minn- isvarði þeirra hjónanna hjer í kirkju- garðinum skreyttur blómsveigum um morguninn, en Þorv. Thoroddsen pró- fessor flutti þar stutta minningar- ræðu, sem einkum var beint til ætt- itigja og vandamanna. Sæsíminn slitnaði aðfaranótt 14. þ. m., og hefur ekki verið gert viö hann enn. Búist þó við, að það takist bráð- lega. Bilunin er sunnan við Færeyjar, á sama stað og áður, og valda straum- ar. Hjónaband. 17. þ. m. voru gefin hier saman af bæjarfógeta Sæters- moen verkfræðingur, sá er gert hefur mælingarnar við Þjórsá fyrir Títans- fjelagið, og frk. Helga Jacobsön, dóttir Jóns landsbókavarðar. Meulenberg prestur í Landakoti er nú kominn hingað aftur, eftir langa fjarveru. Hann fór til Khafnar um það leyti sem ófriðurinn hófst, og liefur ekki fengið leyfi Breta til heim- ferðar fyr en nú. Knattleikamir. 5. og síðasti kapp- leikurinn milli dönsku og íslensku knattspyrnuflokkanna fór hjer fram kvöldið 14. þ. m. Það var úrslitaleik- urinn, og unnu Dani þá með 7:2. Höfðu Dani (A. B.) þá unnið 4 leik- ana, en íslendingar 1. Dönsku knatt- spyrnumennirnir fóru' heimleiðis með „Botníu“, og voru þeir kvaddir með fjörugu samsæti, ræðuhöldum og dansi. Lárus Pálsson læknir dáinn. Hann andaðist á heimili sínu hjer í bænum 16. þ. m., 77 ára gamall. Verður hans nánar minst síðar. Mjólkurverð í Rvík hefur nú hækk- að aftur upp í 72 au. líterinn. Búrhveli, 60 álna, rak á Kalmans- tjarnarfjöru 11. þ. m., segir Mrg.bl.. og áætlað, að lýsið i hausnum einum muni vera um 10 þús. kr. virði. Andr. Carnegie látinn. Khafnar- skeyti frá 13. þ. m. segir lát hins heimskunna ameriska auðmanns, An- drew Carnegie. Hann var fæddur 1837, í Skotlandi, en fluttist vestur vm haf 1848, og græddi þar auð sinn á rekstri steinolíunáma, járnbrauta- byggingum og stáliðnaði. Heims- frægur er hann fyrir rikmannlegar gjafir til ýmislegra fyrirtækja og stofnana. Danski sendiherrann, Johannes E. Böggild, kom hingað með Botniu 13 þ. m. Hann er lögfræðingur, 41 árs, var áður um hríö starfsmaður í utan- rikisráðaneytinu danska, en varð 1910 ræðismaður Dana í San Francisco og s;ðan í Chicago, en 1915 varð hann yfirræðismaður þeirra í Lundúnum Sendiherrann fór hingað að eins snögga kynnisför nú, en kemur al- fiuttur hingað með fjölskyldu sína fyrir áramótin. Ragnar Lundborg framkv.stjóri frá Stokkhólmi, sem lengi hefur látið ís- landsmál mikið til sín taka og jafnan tekið í þeim málstað íslendinga, er r.ú staddur hjer í bænum ásamt fru sinni og 2 dætrum ungum. Hann hef- ur ekki áður komið hingað til lands og dvelur hjer fram til 28. þ. m. Landsspítalinn. Til þess að kynna sjer spítalabyggingar, eru þeir ný- farnir til útlanda, kostaðir af landinu, Guðm. Harinesson prófessor og Guð- jón Samúelsson húsgerðameistari. Júlíus Schou steinhöggvari fór hjeðan með „Botníu“ um dagmn á- samt frú sinni, og setjast þau að á Borgundarhólmi. Þaðan er J. Schou ættaður, en hefur búiö hjer í bænum írá því um 1880, eða nær 40 ár. Hann Lefur unnið hjer að steinsmíði og kendi það hjer áður fyrri; mun íyrsi- ur manna hafa bygt hjer hús úr böggnum, íslenskum steini. Bæjar- 1 ryggjan er eitt af fyrstu verkum hans hjer, en var síðar breikkuð. Eistu steinhúsin, sem hann bygði, munu vera húsið á Laugav., sem lengi var við hann kent, húsið, sem Sig. Kristjánsson bóksali býr nú i, og „Merkisteinn" við Vesturgötu. Hann hefur og höggvið fjölda leg- steina og var listfengur í smíði sínu. Frarnan af átti hann stundum örðugt uppdráttar, en var nú orðinn vel efn- aður maður, hafði lengi rekið versl- un með eldfæri o. fl. Gullbrúðkaupsdag áttu þau 7. þ, m. heiðurshjónin Helgi Árnason og Kristín Grímsdóttir á Gíslabæ i Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi. Fljót sjóferð frá Reykjavík til Austfjarða. Um mánaðamótin síðustu var fjöldi aðkomumanna viðsvegar at landi staddur í höfuðstaðnum, en íá skip í förum þaðan. Þó gátu Norð. lendingar gert sjer vonir um far með togurum til Akureyrar, en Austfirð- mgar voru verst settir. Var þá reynt lil að fá Eimskipafjel. fslands til aö !áta Gullfoss koma við á Austfjörð- um á leið til Kaupmannahafnar, til- tölulega lítinn krók, sem dönsku póst- skipin fóru oft á einveldistímanum, en það fjekst ekki, sjálfsagt af góð- nm og gildum ástæðum. Sveinn Ólafs- son alþm. frá Firði, er mest hafð’ íagt sig í framkróka um þetta, mun þá hafa snúið sjer til Eliasar Stefáns- sonar utgeröarmanns, eiganda enn- batsms SKjöidur, sem hetur um hrið verið i lorum milli Reykjavikur og Borgarness, og tokst loks að fá skip þetta tii austurlerðar 11. júli, einm slundu fyrir hadegi. Hafði verið rosi og stórsjór þar syðra undanfarna daga, en nú var veðrið snúið-til norð- urs og hagstætt, eftir að komið var fyrir Reykjanes og sljettur sjór aust. ur með 'öllu landi með sumarsól i heiði, sem hálendið fal þó um lág- nætti. Þótt skip væri litið og rúm þröngt, leið farþegum framar öllum vonum, enda skorti ekki nærgætni og alúð af hálfu skipráðanda og skip- verja, sem allir munu hafa verið ís- lenskir. Kom nú einhverjum til hugar hið snjalla kvæði Einars Benedikts- sonar: „Strandsigling“, þar sem svo er komist að orði: Jeljadrungi útiála huldi | eimknör fyrir ströndum rann“, og „dönsk var gnoðin, Dani yfir borði“ o.s.fv.,og þótti nú góð umskifti orðin, svo kveða mætti við annan tón eitthyað á þessa leið: Sólin glitrar Atlants-álinn, eimknör fyrir ströndum fer, íslendinga auka bálin, islensk skipshöfn starfar hjer, Elíasar dugur, sem ei dvínar, drífa ljet á græði skútur sinar. En svo hefur víst skort bæði hagr mælsku og andríki til að rekja and siæðurnar lengra. Mistur var yfir sveitunum fyrir sunnan Öræfi, en eitir það mátti fara með hið forn- kveðna: „Austr sjek fjöll af flausta ferli geisla merluð.“ — Þegar kom austur fyrir Lón, var Pjetur skipstjóri Ingjaldsson svo vænn, að greiða fyrir landgöngu tveggja farþega, er þar áttu heima (aö Stafafelli og Hlíö). Ljet hann stansa fyrir utan Hvalsnes meðan bátur kom úr landi, róinn af fimm röskum drengjum, til að taka á móti þessum mönnum, og voru þá 34 klukkustundjr frá því Skjöldur lagði frá bryggju i Reykjavík, Og hafði hvergi komið við á leiðinni, en hjelt nú til Vattarness, Norðfjarðar og Seyðisfjarðar. Hugurinn reikar nú aftur í tímann tyrir fjórðugi aldar (1894), þegar norska skipið „Stamford“ (vöruflutn- ingaskip kaupfjelaga, skipstjóri Gem. re) flutti þingmenn til Austfjarða, og var þá þingmanni Austur-Skaftfell- inga skotið á larid við Horn fyrir tdstilli Jóns heitins Vidalíns, Þetta var skömmu áður en Þórarinn Tuli- n.ius kom rekspöl á strandferðir aust. anlands, eftir frumkvæði og fjárveit- ingu alþingis 1895. 18. júlí 1919. J- Nýjar bækur. í bókaverslanirnar eru nú nýkomnar þessar bækur: Trú og sannanir, eftir Einar H. Kvaran; Út yfir gröf og dauða, eftir Ch. L. Twedale, þýöing eftir Sig. Kr. Pjet- ursson, með formála eftir Harald prófessor Nielsson; Fornar ástir, sög- ur eftir Sig. Nordal. — Aðalútsala i Bankastræti 11, hjá Þór. B. Þor- lákssyni. Alþingi. Þingmannafrumvörp. | 54. Frv. um breytingar á lögum nr. 91, 14. nóv. 1917, um aðflutnings- bann á áfengi. Flm.: Þorst. J., Stef. Stef., Sv. Ól„ P. Ott., og B. Kristj. — í greinargerð segir: Frv. þetta er . borið fram til þess að bæta úr göllum þeim, sem reynst hafa á bannlögun- ! um, pg komið hafa í ljós hin síðustu ár. Með fyrstu grein er farið fram á i þá breytingu á bannlögunum, að bannað sje að flytja til landsins hár- n eðul og ilmvötn með vínanda í. Hef- ! nr brytt nokkuð á því, að vökvar | 1 essir væru notaöir til drykkjar, og ; þykir þvi rjett að banna aðflutning i þeirra, það því fremur, þar sem það j er vitanlegt, að þeir hafa aldrei komið i ueinum að liði. Þá er enn fremur gerð | sú breyting, að stjórnarráðið setji rcglur um sölu á suðuvökva, sem á- | fengi er í; er það gert vegna mis- j brúkunar þeirrar, er komið hefur 1 fram. Með 3. gr. er farið fam á að i sekta menn fyrir að vera ölvaðir á almannafæri. Breyting þessi hefur áð- ur legið fyrir þinginu, en þá þótti rjettara að setja hana í lögreglusam- þyktir kaupstaðanna en í lögin. | Það hefur komið fyrir, að menn hafa grætt fje á þvi að brjóta bann- lögin, þótt þeir greiddu sektir sam- kvæmt dómi. Slíkt á ekki að koma fyrir, og því borm iram breyting sú, er felst i 8. gr„ um að auk sektanna skuli greiða víst gjald (100 kr.) fyrir hvern liter áfengis, sem farið er meo ólögiega. Með því á að vera komið 1 veg fyrir, að menn geti haft f járhags legan hagnað af bannlagabrotum. 55. Frv. um sölu á spildu af landi kirkjujarðarinnar Fjósa i Laxár- hreppi. Flm.: B. J. frá Vogi. — Rík- isstjórninni er heimilt að selja Árna hjeraðslækni Árnasyni i Búðardal spildu þá af landi kirkjujarðarinnar Fjósa i Laxárdalshreppi, sem Hjarð- arholtskirkja seldi.Páli kaupmanm Olafssyni á leigu til 50 ára með samn. ingi, dags. 1. nóv. 1913, staðfestum c í stjórnarráði Islands 24. s. m. Er spilda þessi 120 faðma upp frá stór- siraumsflæðarmáli, en að flatarmáli 39000 ferfaðmar. Undanskilinn söl- unni er sá hluti landsspildunnar, sem liggur „fyrir neðan barð“. 56. Um greiðslu af ríkisfje til kon- ungs og konungsættar. Frá fjárveit- inganefnd. — 1. gr.: Til konungs og konungsættar skal greiða af rikisfje 60000 kr. á ári. — 2. gr.: Lög þessi öðlast gildi 1. okt. 1919. Þingsályktunartillögur. 8. Um rannsókn símaleiðar. Flm.: Hák. Krist. — Neðri deild Alþingis ályktar að skora á stjórnina að hlut- r.st til um, að rannsakað verði á yfir- standandi sumri, eða svo fljótt sem unt er, hvar heppilegast muni að leggja síma frá Tálknafirði til Hvestu í Dalahreppi og Selárdals i sama lireppi. 9. Um rannsókn símaleiðar á Langanesi. Frá Ben. Sv. — Neðri deild Alþingis ályktar að skora á rík- isstjórnina, að hlutast til um: 1) Að rannsökuð verði sem allra fyrst síma- leið milli Þórshafnar og Skála á I.anganesi. 2) Að simi verði lagður milli þessara staða að lokinni rann- sókn, svo fljótt, sem kostur er á. Tvö kvæði. Eftir Dorthea Rosendal.* I. Sommermorgen paa Island. Det er Sommer. Solen straaler kraftigt fra sit höje Stade, Det er Morgen, og du vaagner, Livet er som födt paa ny. Stil dig ved det aabne Vindue cg lad Blikket langsomt glide over det, du ser foran dig 1 det aarle Morgengry! Du ser Tunet först, hvor Höet l.’gger i de lige Rader vendt af vante, travle Hænder 1 den friske Morgenluft. Aand saa dybt, som du det evner, saa du frydefuldt fornemmer som en samlet Sum den Södme, der er gemt i Höets Duft! Grönt og grönt til alle Sider, srftiggrönt, der kvæger Öjet, og i Regnbuefarver glimter - Duggens Draabers blanke Skær. Blöde, sarte, fine Farver blandes nænsomt i det grönrie: | det er Islands vilde Blomsters lyse, alfelette Hær. Baldursbrá i Renhed tindrer, Sóley skinner skælmsk som Guldet, og den lille Jakobsfifill rödmer bly paa Tuen der. Men hist henne! Ser du! Dampe fra de skjulte varme Kilder! Snart í synken, snart i Stigen vugges de af Morgnens Vind, mindende om Elverspigers Svæven over grönne Enge, mens med Ynde blidt de svinger Flöets taagefine Spind. Yderst, hvor dit Öje standser, er den store Eiriksjökul om de rnörke Bjerges Skuldre som en snehvid Kaabe lagt. Nik til Strút og smil til Baula! Se, hvor Lys og Skygge skifter! Drömte du maaske derhjemme om en saadan Farvepragt? Pludselig i Morgnens Stilhed du en enkelt Tone hörer. * Höf. er norsk kenslukona, sem dvaldi hjer á landi um tíma í sumar og ferðaðist'um Borgarfjarðarhjer- aðið- ■ ! i yi-ii Lyt! Hvor dæmpet, hvor vemodig! Ind den til dit Hjerte naar. Klag dog ikke, lille Lóa! Vent til Efteraarets Storme, fnysende som vilde Heste, barske over Island gaar! - Nu den tav. Men tys! En Spove! Saadan kan kun Spoven lade Tonen dirre, saa det klinger, raar den helt er döet bort. Finder ej den Fryd, du föler, (dæden over Sol og Blomster, Udtryk i den fine Sitren, i den lyse Duraccord? Hör hvordan Naturen taler! Se, hvordan Naturen maler Morgenglæde, Morgenfred! Se og hör og mærk dig nöje, hvad dit Öre og dit Öje denne Morgen frydes ved! Gem det, til den Tid, der kommer da det ikke mer er Sommer, cg du selv er langt af Led! Lundum í Borgarfirði, í júli 1919. II. Borg. Du standser en sollys Sommerdag rotns hvidlige Skygger i lystigt Jag ad blaanende Himmelhvælv iler, paa Kirkegaarden ved Borgarfjord, hvor under en langstrakt Tue Jord nu Kjartan Olafsson hviler. De höje Fjælde med snedækt Top fra Havet löfter sig ranke op urörte af Aar og Ælde. Om Kæmpekræfter i Moder Jord hver Linje taler. skönt uden Ord med selve Sagaens Vælde. Og Bölgerne sagte mod Kysten slaar, sem da de i længst bortflöjne Aar blidt vuggede Kvældulfs Kiste. De hulkende ind mod Stranðen bröd, da Egil sögte i deres Sköd den Sön, han sidst vilde miste. De Bölger hviskede Gönnlögs Navn, naar Helga, pint af sit bitre Savn, har stirret paa Fjordens Vande og tænkt paa den Ven, hun mödte her, og som nu stedtes paa farlig Færd i fjerne, fremmede Lande. Og mens du tænker paa Helgas Sorg, det gamle, lysende, stolte Boig af Fortidens Taager stiger. Saa myndigt lyder dets stumme Sprog, íra hver en Flöj og fra hver en Krog, at hele Nutiden viger. Der er en Storhed, skönt den igen vil svinde som disse Skyer hen, der nu ad Þlimmelen iler, og skönt dens eneste ydre Spor er denne langstrakte Tue Jord, hvor Kjartan Ólafsson hviler. Reykjavík, 24. júli 1919. r % Arsrit hins íslenska Fræðafjelags. IV. ár, 194 bls. 22X 14Y\ cm. Khöfn 1919. Ársrit Fræðafjelagsins er þegar orðið svo kunnugt og vinsælt víðaSt hvar í Islandi, að þarflítið mun vera að rita um það. Allur þorri þeirra manna, er fróðleik unna, eða gefa sig við landsmálum, les það nú, og það þvi fremur, sem það er langódýrasta bókin, sem út kemur á íslensku. En þeim til fróðleiks, sem ekki hafa enn þá kynst ritinu, vil jeg þó drepa hjer lítilsháttar á aðáíinntakið í þessum síðasta árgangi þess. Þorvaldur próf. Thoroddsen ritar um hinn fræga þýska náttúrufræðing Alexander von Humbolt, hundrað og fimtíu ára minningu hans. Hygg jeg að mörgum muni forvitni að lesa það er sá íslenski rithöfundur er öllum löndum sínum stendur framar að lær- dómi og flestum að frásagnarlisi, segir um undramann þenna. Ingibjörg Ólafsson skrifar um á- gætiskonuna Natalie Zahle (f. 1827. (1. 1913), er mest og best vann að því að efla mentun kvenna í Dan- mörku. Hvorki í Noregi nje Svíþjóð hefur nein kona verið hennar líki sem mentafrömuður. Greinin er lagleg og : skrifuð af miklum hlýleik. Þá kemur löng grein í tólf köflum eftir magister Boga Th. Melsteð: — Sambandslögin 1918. Tímamót. Verk- etni íslendinga. — Er jeg ekki i vafa um, að sú grein muni vekja mest um- tal af öllu því, er Ársritið hefur að flytja að þessu sinni, og ef til vill meira en nokkuð það, sem ritað hef-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.